Lögberg


Lögberg - 06.02.1919, Qupperneq 6

Lögberg - 06.02.1919, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1919 Móðurmálið (Eíftir Fr. N. S. Grundtvig. MoðurmáLið á himneök thljóð Hvar ‘helzt sem að öldur blána, Móðurrödd kætir kornung jóð Og kempur, ])á hárin grána, — Sætt og blítt í sæld og neyð, Sætt og blítt í lífi og deyð, Sætt í sögn og kvæði. Móðurmálið er ljufiingslag, Það læra fyrst allar þjóðir, Það kveður svo engilblíðan brag, Er barn fer að hjála: móðir; Sætt og blítt í sæld og neyð, Sætt og blítt í lífi og deyð, Sætt í sögn og kvæði. Móðurmál talar drósin dýr, Sem dansar með fótinn smáa, Móðurmál kennir kvinnan slkýr, Er kembir oss lokkana gráa; Sætt og blítt í sæld og neyð, Sætt og blíbt í lífi og deyð, Sætt í sögn og kvæði. Móðurmál kunnu kóngar þeir, Er keyptu sér frægð svo háa, Móðurmál ikváðu og kap]>ar þeir, Vér köllum feður og áa; Sætt og blítt (o. s. frv.) Sætt og blítt í sæld og neyð, Sætt og blítt í lffi og deyð, Sætt í sögn og kvæði. Móðurmálið er máttarorð I munni lifandi þjóða, Sem hljómar íhvelt yfir höf og storð, Og helgast af unun ljóða; Sætt og blítt í sæld og neyð, Sætt og blítt í lífi og deyð, Sætt í sögn og kvæði. Móðurmálið er blómsturband, Sem bindur eins stóra og smáa, Og geymir fortíð og fósturland Með fegurðar draumnum háa; Sætt og blítt í sæld og neyð, Sætt og blíbt í lffi og deyð, Sætt í sögn og kvæði. Móðurmálið á hjartans hreim, Sem hljómur er útlend tala, Það eitt ihefir vald um víðan geim, Að vekja þjóðir af dvala; Sætt og blítt í sæld og neyð, Sætt og blítt í l'ífi og deyð, Sætt í sögn og kvæði. Móðurmál vort við fossa og fjöll, Þín frægð ber af hyerri tungu, Þín rödd er oss sveinum svás og anjöll, En sætust hjá meyjunum ungu; Sæt og blíð í sæld og neyð, Sæt og blíð í lífi og deyð, Saitt í sögn og kvæði. • Matth. Jochumsson. Svanhvít. VI. Stund. Óánœgja'með hið nœrveranda. 1. Þú hælir oft þeirri hamingju sem þú áttir áður við að búa; þú minnist æskudaga þinna með viðkvæmum fögnuði. 2. Þú hefir jafnvel gaman af að tala um yfir- sjónir ogheimskupör æsku þinnar, þú minnist með ánægju á sérhveni leikvöll, sérhvert smáatvik liennar. 3. Með þessu spillir þú fyrir þér þeirri gleði, sem þú nýtur í svipinn, og gætir þess ekki, að sá tími, sem yfirstendur, er ánægjusamari en sá, sem liðinn er. 4. Þú hælir fyrri vinum þínum og vinkonum semþú ert búinn að missa; en þxí minnist þess ekki hversu oft þú leiddir þau hjá þór, eða jafnvel hafð- ir af þeim leiðindi. Þú munt einnig með viðkvæmri gleði minnaat vinanna, sem þú átt, og hæla þeim, þegar þú hefir þá ekki lengur. 6. Þú hæhr þeirri hægð og rósemi, sem þú ha/fðir um mörg undanfarin ár; en þú manst ekki hve oft þér leiddist sú rósemi, hve óánægður þú varst og vildir kornast í stöðu, sem fengi þér meira að starfa. 7. Þú minnist með gleði og ánægju þeirra daga, er þú lifðir í alls konar unaðsemdum; en þú gætir þess ekki hversu oft þér leiddust þessar nn- aðsemdir, hversu oft ógeðfeldir atburðir voru sam- ferða þeirri gleði og glaum, sem þú lifðir í. 8. Þú ihefir þér alt af fyrir hugdkotssjónum það sem liðið er, en virðir ekki hið nálæga þess að líta á það. Þú heldur að þú verðir aldrei eins sæll og 'þú þykist áður hafa verið, fyr en seint og síðar. 9. Þú lætur vonina lofa þór öllu fögru, og metur svo viss gæði einskis hjá óvi-ssum. 10. Þannig sækist þú sí og æ eftir einhverju, sem þú kallar betra, oft, ef til vill, eftir einhverju, sem þér þykir nýtt. 11. Þessa eftirsókn ætlaði forsjónin fyrir spora á þig, er vekja skyldi þig af deyfð og dáð- leysi og þrýsta þér áfram til fuilkomnunar. 12. Láttu hána því verða þór að gagni en ekki að óláni. Láttu hana ekki hamla þér frá að meta þá gæfu, sem þú átt við að búa. 13. Annars værir þú eins og ferðamaðurinn, sem ætlar að deyja af þorsta, meðan hann hleypur eftir laikjarbakkanum til að leita sér að stað, þar sem hann eigi ihægra með að drekka, en iðrast svo eftir að hann hljóp fram hjá mörgum stað, af því honum þykir aldrei næsti staður nógu góður. 14. Láttu ekki ímyndunaraflið hlaupa í gön- ur með þig! Það leikur sér helzt að því sem í f jar- lægð er; það lýsir Ihinu umiliðna fyrir þér glæsileg- ar en það var; það sýnir þér yndisleg blóm langt fram á æfinni, en skýlir fyrir þér þymunum, sem þar eru innan um. 15. Þií mátt trúa því: kjör lífsins eru aldrei svo aum og ískyggileg, að ekki megi finna einhver gæði samtvinnuð vandkvæðunum. 3 6. Lærðu að leita að þessum gæðum og finna þau. Hafðu þau þér svo ætíð fyrir hugskotssjón- um, og þá muntu sætta þig við kjör þín og telja þig sælan fyrir þau. 17. Jörðin er líka blómstrum stráð stjómar- svið margvíslegra unaðsemda; helvíti býr að eins í brjóstum þeirra manna, sem vilja hýsa það. 18. Með óseðjandi óskum spilla þeir friði hjartans, með óhóflegri nautn heilsu líkamans. 19. Með þeirri þolinmæði, sem þeir bíða eftir því gæfuihnossi, er þeim þytkir ®ig vanta, spilla fyr- ir sér nærverandi unaðsemdum og ánægjunni af þeim gæðum, sem þeir hafa. 20. Þannig fæðir hin óstjómlega löngun eftir einu eða öðru keppihnossi flestar þær girndir, sem kveflja þig og særa. 21. Ef þú viit lifa sæll fyr og síðar, þá vertu sjálfur ánægður og gjörðu aðra það líka! Búðu þig út með þeirri staðfestu sálarinnar, sem lofar þér að njóta með rósemi nálægra stunda og þeirra gæða, sem þær veita þér, brynjaðu þig með því isálartþreki, að geta ineð glöðu geði verið án þess, sem forsjónin synjar þér um. 22. Vertu ánægður við forsjónina fyrir það, sem hún ihefir úthlutað þér. Möglaðu ekki yfir kjörum manmlegs lífs, yfir því, sem þú kallar ó- jöfnuð af ihendi hamingju þinnar eða tilviljunar- innar. 23. Óánægja þín umbreytir ekki hlutanna rás; þú þrjóskajst með henni gegn hinni eilífu speki og gjörir þig sekan í glæp. 24. Vertu þá líka ánægður með ájálfan þig! En eigi máttu byggja þá ánægju á hégómlegum sjálfsþótta, heldur á þeirri samkvæmni við sjálfan þig, að athafnir þínar aldrei mótsegi skyldurækt þinni. 25. Breyttu svo að þú getir borið virðingu fyrir sjálfum þér, að þú sért þér ekki meðvitandi um nokkra yfirsjón eða afbrot, heldur geymir á- valt heitt hjarta og eigir að minnast góðra áforma og athafna. 26. Þegar þú í þessum skilningi getur verið ánægður með sjálfan þig, þá hefir þú lært til hlít- ar þá ment að vera þinn eigin luklcusmiður. 27. Og sú ment skilur ekki við þig, heldur fylgir þér inn í eilífðina; því 'hún er kostur og tign sem þú aflaðir þinni ódauðlegu sál, enn ekki dauð- legum líkama. 28. Vertu líka ánægður við meðbræður þína. Ætlastu ekki til þess að þeir séu betri og fullkomn ari enn þeir eru, heldur farðu vægilega og hyggi- lega að við þá. Enginn er svo spiltur, að alls góðs sé varnað, eins og enginn dauðlegur er full- kominn og flekklaus. 29. Og þegar þú ert sjálfur ánægður, þá reyndu til að gjöra aðra það líka. Sú hamingja sem þú býrð öðrum, sú ánægja sem þú veitir þeim, er útsæði á þínum eigin akri, sem fyr eða síðar lætur þér í té gullvæga uppskeru. 30. Geislar sólarinnar eru eins blíðir þegar hún gengur niður, eins og þegar hún kemur upp. Hún hefir unnið og aflokið sínu fagra dagsverki og endar nú sitt skeið. 31. Hún hefir hrest og endurnært, vermt og lífgað; hátignarfull sígur hún að fjallabaki, og lengi eftir að hún er sjálf horfin, geislar ljómi hennar á tindunum; þetta er ímynd af andláti dánumannsins. V arnargarðurinn. Um áraskiftin 1813 og 1814 voru hrygðardag- ar fyrir Þjóðverjaland. Alt var í uppnámi, því Frakkar höfðu vaðið inn í landið. Saga sú, er hér segir frá, fór fram í litlu þorpi á Þjóðverjalandi. Ibúarnir í því kviðu einkum fyrir 5. degi janúar- mánaðar, því þá var á enda stutt vopnahlé, sem samið hafði verið, og þá mátti búast við að alt yrði fult af dátum, sem rændu og rupluðu hverju sem þeir náðu í. Rétt fyrir utan þorp þetta, fast lijá alfaraveg- inum, og einmitt þar, sem búist var við að dátam- ir mundu koma, stóð einstakt hús, sem var stærra og reisulegra en kotin í kring um það. 1 því lifði öldungur og ráðvönd kona, ásamt dóttur sinni, sem var ekkja, og syni liennar. Gamla konan var alt af að biðja til guðs, og bað hún hann að reisa varn- argarð kringum þau, til að varðveita þau fyrir ó- vinunum. “Móðir mín”, sagði dóttir hennar, “hvað meinarðu með því að vera að biðja guð að byggja varnargarð í kringum okkur? heldurðu að hann gjjöri þaðf” “Dóttír góð”, sagði garnla konan, “eg meina ekki bókstaflega það, en eg bið guð, að hann varð- veiti oss frá óviriunum á hvern þann hátt, sem hon- um þóknast. En þú veist, að drotni er ekkert ó- máttugt; og ef hann vildi, gæti hann þá ékki einnig bygt varnargarð í kiúngum oss?” Nóttina eftir var vopnáhléð liðið, og mátti bú- ast við hermönnunum. Þá nótt var ofsaveður og snjókyngi mikil. Brátt heyrðu þau, sem bjuggu í sérstaka húsinu, að óvinimir mundu vera komnir í þorpið, 'það heyrðu þau á failbyssuskotunum, sem dundu alla nóttina. Þau vöktu alla nóttina og báðu til guðs fyrir iþorpsbúunum, og á ihverju augna- bli'ki bjuggust þau við, að óvinirnir mundu koma til þeirra; en það var ekki einu sinni barið að dyr- um ’hjá þeim. En morguninn eftir, þegar birta fór sáu þau hvernig á öllu stóð. Um nóttina liafði ver- ið skafbylur, og hafði lagt stóra fönn á milli húss- ins og alfaravegsins, svo að þeir, sem um veginn fóra, höfðu ekkert iséð til hússins. Dóttir góð”, sagði þá gamla konan, “sérðu nú hve auðvtílt það var drotni að byggja varnar- garð í kringum oss?” Enginn þeirra, sem átti heima í þessu húsi, glejundi nokkurn tíma þessari nótt, og endurminn- ingin um hana styrkti jafnan traust þeirra á guði. Damon og Phytias. Það var einu sinni maður, sem Fhytias hét. Hann hafði gjört sig brotlegan í augum harðstjór- ans Dionyses, er lét taka hann fastan og setja í varðhald. Svo var mál hans rannsakað. Hann var fundinn sekur, og kveðinn upp yfir honum dauðadómur. Foreldrar Phytiasar bjuggu í fjarlægu landi, oghan n þráði að sjá þá og vini sína áður en hann dæi. Svo hann sendi orð til Dionyises, og beiddi hann að lofa sér að fara heim til sín, að kveðja foreldra isína og vini, og ráðstafa eigum sínum, áður en hann væri tekinn af lífi. Og kvaðst skyldi koma til baka tafarlaust að því búnu. En iharðstjórinn hló að þessari beiðni Phyti- asar, kallaði hann fyrir sig og mælti: “Hveraig veit eg að iþú munir koma til baka ? Þetta er aðeins bragð frá þinni hendi, til þess að komast pndan hegningunni. ” En Phytias átti vin, sem var viðstaddur. Hann hét Damon. Þessi vinur tók til máls og sagði: “Herra konunugr, leyfið vini mínum Phytias að fara þessa ferð — til þess að kveðja frændur sína og vini og ráðstafa eigum sínum. Eg veit að hann muni koma til baka aftur að því búnu, því hann er maður, sem aldrei hefir svikið loforð sitt. Og sem tryggingu fyrir því, að hann komi, býðst eg til þess að sitja í fangelsinu meðan hann er í burtu. Og ef hann verður ekki kominn fyrir af- tökudaginn, lofast eg til þess að gjalda þá skuld fyrir hann — deyja í hans stað.” Dionyses varð algjörlega forviða yfir slíku boði, en lét Iþó tilleiðast og skipaði fangaverðinum að láta Phytias lausan, en setja Damon í fangels- ið í hans stað. Svo leið langur tími að ekki kom Phytias til baka. Og eftir því sem nær leið aftökudeginum, áminti Dionyses fangavörðinn um að hafa sterkar gætur á Damon, að hann kæmist ekki á burtu líka. En Darnon reyndi ekki til þess að strjúka. Hann treysti vini sínum Phytias fyllilega, og sagði við sjálfan sig: “Ef að Phytias kemur ekki til baka í tæka tíð, þá veit eg að það er ekki honum að kenna, heldur tálmunum, sem hann getur ekki ráð- ið við.” Og loks kom að aftökudeginum, og enn var Phytias ókominn. Damon var hinn rólegasti, og ætlaði auðsjáanlega að taka öllu með jafnaðargeði. Ilann treysti vini sínum Phytias jafnt nú sem fyr, , Og sagði að hann gengi ótrauður út í dauðann fyr ir svo ágætann og einlægan vin. Nú var stundin komin. Fangavörðurinn lauk upp hurðinni á klefa Damons, og tilkynti honum að hann ætti að fara með sér á aftökustaðinn. Da- mon sagðist vera albúinn, og þeir sneru sér við og ætluðu að ganga út úr fangelsinu. En þá sjá þeir að í dyrunum stendur maður. Það var Phytias. IJann heilsaði vini sínum glaðlega, og sagði að hknn hefði lent í sjóhrakningum, brotið skip sitt, og þess vegna tafist svoan lengi. Hann bauð fangaverðinum að láta Damon lausan, og hrósaði happi yfir að hann hefði komið í tæka tíð. Þegar Dionyses frétti um að Phytias væri kominn, og eins hitt, að Damon hefði viljugur ætl- að að gefa líf sitt fyrir vin sinn, varð hið góða í eðli hans yfirsterkara, og bauð hann fangaverð- inum að láta þá báða lausa, og mælti síðan: “Eg vildi gefa allar eigur mínar til þess að eignast einn slíkan vin.” Engillinn (Þýtt úr þýzku fyrir frú Láru Bjamason í Winni- peg og ætlað í síðari útgáfu “Laufblaða” hennar) Með himneskum. söng gegnum heiðblámans laug til harmdala engillinn flaug; og hógvær skein máninn og heiðstjarnan smá, sem hlýddu með lotningu á. Ilann söng um það hlutskiftið indæla eitt, sem aðeinis er guðs'börnum veitt. Til ^egs og til dýrðar drotni var það, Ihið dýmiæta ljóð, sem ihann kvað. í örmum svo viðhvæma bamssál hann bar til bölheims í sorgirnar þar, en ódáins hljóm inn í ungbarasins sál söng engilsins ljóðandi mál. Þótt löng yrði æfin og lítlegðin ströng það æ geymdi hljóm af þeim söng; og aldrei svo lífsæll, heilagur, lireinn steig hljómur frá jarðdölum neinn. Jón Runólfsson. Bjarmi. Lífgjafinn. Eggert ríki Bjarnason, sem bjó á Skarði á Skarðströnd á 16. öld, fór einhverju sinni gangandi á vetrardag inn að Búðardal í góðu veðri. Leið ’hans lá yfir skarðið milli Búðardals og skarðs. A 'heimleiðinni hrepti Eggert hríðarbil svo svartan, að hann sá ekki ’hvað hann fór. Hélit hann þó áfram ferðinni. En þegar hann hafði gengið nokkra stund, datt hann ofan um snjóhuldu, sem lá yfir svo kölluðum Áramótum utanvert í skarðinu. Hafði alt vatn sigið undan huldunni eftir thláku, sem var nýlega afstaðin. En svo hátt var *upp að opinu, sem Eggert datt ofan um, að Ihann gat ekki á nokk- urn ihátt komist upp um það. Leit eklki út fyrir annað en hann mundi farast þar úr bungri undir skaflinum. Eggert átti góðan hund, sem fylgdi honum í þetta sikifti eins og endranær, þegar hann fór eitthvað. Hundurinn fór, nokkru eftir að Eggert hafði hrapað ofan í Ármótin, inn að Búð- ardal. Snýkti þar roð, ugga og þunnildi, hljóp svo með það út í hríðina, og létti ekki fyr en hann kom að opinu þar sem ihúsbóndi ihans var niðri. Lét ■seppi þá feng sinn detta ofan til hans. Hélt hund- urinn þannig lífi í húsibónda sínum í þrjá sólar- hringa. Þá var tekið eftir því í Búðardal að rakk- inn át ekki það, sem honum var gefið en stökk með það út í bilinn, Þótti það kynlegt, og var hann þess vegna eltur og varð það Eggert til lífs. En fyrsta verk Eggerts var það, þegar hann var heim kom- inn, að láta sjóða heilt hangikjötskrof handa hundinum; upp frá þeim degi lét hann skamta hon um fullkomið karlmannsfæði og búa um hann á sæng á hverju kveldi. Skrítlur. Hann: Þegar eg gifti mig þér, hélt eg að þú værir hreinasti engill. Hún: Já, þú hefir víst haldið að eg þyrfti tíkki að ídæðast. Hún: Næsta vor höldum við silfurbrúðkaup okkar. Hann: Við skuluin fresta því um fimm ár, og höldum þá minningardag þr játíu ára stríðsins. Náungi einn kemur inn í kökubúð og pantar lagkökú og fær hana. Hugsar sig lítið eitt um og sendir hana svo fram aftur og fær aðra kökuteg- und í staðinn. — Þegar hann hefir etið kökuna, ætlar hann að fara, en kökuisalinn kallar á eftir honum og spyr hvort hann aítli ekki að borga kök- una. Hinn kveðst hafa skift á henni og lagkök- unni. Þá biður kökusalinn hann að borga lagkök- una, en hinn kvaðst ekki borga hana, því hajm hefði ekki etið hana, og með það skildu þeir. Kennarinn (við inntökupróf): Hvað heitir þú, drengur minn ? — Pétur. — Hvað er faðir þinn? —<- Hann er dáinn. — Hvað var hann áður en bann dó? — Lifandiy Lísa: Eg skal segja þér, mamima, hvað stelp- an hún María, dóttir bakarans, sagði við mig í gær; hún kallaði hann pabba minn bókaorm, af því að hann les svo mikið. Móðirin: Hvað sagðir þú við hana? Lísa: Eg sagði, að verri væri hann pabbi hennar, því hann væri kornmaðkur.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.