Lögberg - 03.11.1921, Page 8
Bls. 8
LÖGBERG, FIMTUDA GT NN,
3. NÓVEMBER 1921
BRÚKIÐ
Safnið nmbúðunum og Coupons fyrir Premíur
Úr borginni
Btúlka getur fengið herbergi og
fæði að 724 Beverley stræti. Einn-
ig verður til leigu 1. nóv stórt her-
bergi á efsta lofti í sama húsi.
Fón númer er N 7524.
Allir eru á fleygiferð
með farangur og krakka mergð.
I pví er bezt að fóna Fúsa
ef flytja þarftu milli húsa,
honum er í flestu fært
því fáir hafa betur lært.
Sigfús Paulson.
488 Toronto Str., Tals. Sh. 2958.
Tvö herbergi til leigu að 668
Lipton St. Fónn Sh. 4429.
Umferðarkensla.
pjóðræknisfélagið hefir ráðið
þau Richard stúdent Beck, 532
Beverley stræti, og Miss Jódísi
Sigurðsson, 866 Banning St.» til
að kenna börnum íslenzku og ís-
lenzk fræði í heimahúsum. peir
fore'ldrar, sem vilja láta börn sín
verða kenslunnar aðnjótandi, gefi
sig fram við annað hvort þeirra
sem fyrst, því búist er við, að
tíminn verði fljótlega upptekinn.
KenSlan verður algjörlega ókeyp-
is. -En ætlast er til, að foreldrar
leggi börnunum til nauðsynlegar
kenslubækur og láti kennurunum
í té miðdagsverð eða kveldverð,
eftir því sem ástendur, sem að
sjálfsögðu ekki verður oftar en
einu sinni á viku í hverju húsi.
Jafnframt þessu veita þau Mr.
Beck og Miss Sigurðsson for-
stöðu og kenna á laugardagsskóla
deildarinnar “Frón” í Goodtempl-
ara húsinu, og eru ailir foreldrar
beðnir að senda börn sín þangað
á laugardögum kl. & eftir hádegi.
Kensla er þar sömjuleiðis fní.
Gísli Jónsson,
ritari pjóðr.fél. fsl.
15. þ. m. voru þau Sigríður
Jóhanna Johnson og Ágúst Thom-
»s, gefin saman í hjónaband, að
heimili móður brúðarinnar, Mns.
Ólími Johnson, 9C0 Lipton Str.
Winnipeg.
Mr. Brynjólfur Helgason málari,
kom vestan frá Vancouver, B. C.,
á miðvikudaginn var, þar sem
hami hefir dvalið síðastliðið ár.
Heldur sagði hann dauft þar
vestra með atvinn. Kona hans
var. ko<min á undan honum og
ííetjast þau að hér í bæ.
------o------
Mr. Halldór Anderson, bóndi
fná Cypress River, Man., kom til
bæjarins i síðustu viku að heim-
«ækja bróðir sinn Mr. Skúla And-
enson, að Sherburn Str. hér 1
bæ.
I Blýantsmyndina af Dr. Matth.
skáldi Jochumssyni í margstækk-
uðu 'bjarkarlaufinu íslenzka, má
r.á panta beina leið frá porst. p.
porst. 732 Mc Gée Str., og báðum
I ísl'enzku bóksölunum í Winnipeg.
| Enn fremur frá flestum ísl. bók-
sölum vestra. Myndin er send
burðargjaldsfrí fynir $1,50.
Hér með tiikynnist, að barna-
stúkan Æskan byrjar að halda
I sína vikulegu fundi lauardaginn
j 5. nóvember á vaanalegum stað og
' tma, kl. 2 eftir hádegi. Eru for-
láta börnin koma eins og að und-
j eldrar vinsamlegast beðnir að
Guðbjörg G. Patrick.
fgæzlukona.)
íslendingar í Lundar og Wild
Oak bygðunum eru hér með mint-
ir á samkomurnar, sem auglýst-
ar voru í síðasta blaði, og stofnað
er til af Mrs. S. K. Hall og hr.
Bjarna leikara Björnssyni. pá
verður um að ræða ógleymanlega
góðar skemtanir.
Dr. B. B. Jónsson fór suður til
Duluth á mánudaginn var til
•þess að jarðsyngja Mrs. Halldóru
Olson. Með honum fóru suður
til þess að vera viðstödd jarðar-
förina Mr. N. Ottenson og Miss
Ottenson.
í Mr. J. K. Ólafsaon þingmaður
I frá Gardar, N. Dak., kom til borg-
| arinnar ásamt frú sinni og börn-
: um fyrir síðustu helgi.
11. okt. s.l. urðu þau Mr. og
Mrs. A. S. Bardal í Winnipeg
fyrir þeirri sáru sorg að missa
son sinn Pál Stanley Bardal, 1
árs og 9 mán. gamlan, mjög
efnilegan dreng. Veiktist hann
skyndilega og dó eftir fáa kl.-
tíma. — Af ógáti hefir sézt yf-
ir að birta þessa andlátsfregn
og eru aðstandendur beðnir
velvirðingar á því.
Miss María Hermann ihjúkrun-
erkona kom til bæjarins sunnan
; frá Chicago síðastliðið föstudags-
kvöld, þar sem hún hafði dvalið
! um sex vikna tírna.
Dr. Jón Árnason frá Wynyard,
j Sas., kom til borgarinnar á mánu-
dagsmorguninn ásamt frú sinni.
Mr. Árni Jósephson frá Glen-
I boro, Man., kom til borgarinnar
j snögga ferð um miðja vikuna sem
j leið.
Gjafir
til Jóns Bjarnasonar skóla.
Vinlkona skólana, Minneota, Minn.
$10,00. ónefnd, Leslie, Sask.
$4,00. G. V. R. K. S.. Leslie, Sask.
$1,00.
Mr. G. J. Oleson, ritstjóri frá
Glenboro, var staddur í borginni
í fyrri viku.
Fóllk er beðið að muna eftir
samkomunni, sem haidin verður í
kirkju Sambandssafnaðar, Sargent
og Sherbrooke, á fimtudagskvöld-
ið hinn 3. þ. m. Til skemtiskráar-
innar, er vandað hið bezta. Séra
Rögnv. Pétursson segir þar frétt-
ir frá Islandi oig auk þess verður
til skemtunar, hljóðfærasláttur,
söngur og 'kvæði.
Mrs. H. Josephson frá Argyle-
bygð kom til bæjarins fyrir helg-
ina ásamt Óskari syni sínum; er
ungi maðurinn að leita sér lækn-
ingar hjá Dr. Jóni Stefánssyni.
Mr. Ketill Valgarðsson frá
Gimli var á ferð í bænum í vik-
unni. Hann sagði að afturhalds-
þingmannsefnið hefði verið að
halda fund á Gimli nýlega, en
boðskapur hans hefði fengið
fremur daufar undirtektir.
Mr. Guðmundur Thorsteinsson
frá Spanish Fork, Utah, sem hér
í borginni hefir dvalið um hríð,
lagði af stað 'heimleiðis fyrri part
vikunnar sem ileið.
það xerði nothæft aftur. Er það
gert® með eimingu. Sérstakur
þurkklefi er í húsinu til þess að
þurka þvottinn til ful'lnustu, og
er hann hitaður með miðstöðvar-
hita. Sérstakur litunarklefi er í
húsinu og er liturinn soðinn með
vatnsgufu. pá er ennfremur sér-
stakt pressunarherbergi og er það
sérlega vel útbúið. Sjóðheit gufa
er leidd út í pressiborðin og flýtir
það mjög fyrir pressuninni og
gerir hana betri par eru einnig
“pressikloasar” af mörgum gerð-
um fyrir allskonar fatnað. pá er
enn ótalið móttökuherbergi, þar
sem veitt er viðtaka óhreinum
fataði, og ketilhús með miðstöðv-
arofni, sem framleiðir gufu til
notkunar við fatahreinsunina og
pressunia og hitar auk þess upp
alt húsið. pvotavélin og þurkvél-
in eru knúðar með rafmagni og
auk þess eru rafmagnisjárn notuð
til pressunarinnar. Hefir útbún-
aður allur og vélar kostað um 20'
þúsundir króna.
Eágendur og stofnendur þessa
fyrirtækis eru þeir bræður Sigur-
jón bóksali og Tómas snikkari
Jóssynir og Guðsteinn Eyjólfisson
klæðskeri. Hefir hinn síðastnefndi
dvalið í Kaupmannahöfn í vetur
og kynt sér fatahreinsun. Verður
Guðsteinn verkstjóri stofnunar-
innar.
Stofnun þessi er hið þarfasta
fyrirtæki og bætár úr tilfinnanleg-
u skorti er verið hefir hér í bæ á
þes.su sviði. Hefir fóik hingað til
oft orðið að senda fatnað til ann-
ara landa til hreinsunar, af því að
hún hefir ekki fengist hér. Nú er
bætt úr þessu, og ætti það að geta
orðið mönnum mikiM sparnaður og
hægra um nýting á fatnaði en áð-
ur var.
MERKILEGT TILBOÐ
Til þess að sýna Winnipegbúum, hve mikið af
vinnu og peningum sparast með því að kaupa
Nýjustu Gas Eldavélina
Þá bjóðumst vér til að selja hana til
ókeypis 30 daga reynslu
og gefa yður sæmilegt verð fyrir hina gömlu.
Komið og skoðið THE LORAIN RANGE
Ilún er alveg ný á markaðnum
Applyance Department.
WinnipegElectricRailway Go.
r
Notre Daine 06 Albert St., Winnlpeá
i.
J
500 íslenzkir menn óskast
Við The Hemp'hill Government Chartered System of Trade
Schools. $6.00 til $12.00 á dag fyrir þá„ sem útskrifast hafa
Vér veitum yður fulla æfingu I meðferð og aðgerðum bifreiða,
dráttarvéla, Truoks og Stationary Engines. Hin fría atvinnu-
skrifstofa vor hjálpar yður til að fá vinnu sem bifreiðastjóri,
Garage Mechanic, Truck Driver, umferðarsalar, umsjónar-
menn dráttvéla og rafmagnsfræðingar. Ef þér viljið verða
sérfræðingar í einhverri af þessum greinum, þá stundið nám
við Hemphill’s Trade Schools, þar sem yður eru fengin verk-
færi upp í hendurnar. undir umsjón allra beztu kennara.
Kensla að degi og kveldi. Prófskýrteini veitt öllum fuilnum-
um. Vér kennum einnig Oxy Welding, Tire Vulcanizing,
símritun og kvikmyndaiðn, rakaraiðn og margt fleira. — Win-
nipegskólinn er stærsti og fuilkomnasti iðnskóli í Canada. —
Varið yður á eftirstæiendum. Finnið oss, eða skrifið eftir
ókeypis Catalogue til frekari upplýsinga.
HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LTD.
209 Pacific Ave., Winnipeg, Man.
Útibú að Regina, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Vancouver,
Toronto, Montreal og víða í Bandaríkjunum.
Fowler Optical Co.
LIMITKD
(Aður Royal Optical Co.)
Hafa nú flutt sig a8 340
Portage Ave. fimm húsum
vestan við Hargrave St.,
næst við Chicago Floral
Co. Ef eitthvað er að aug-
um yðar eða gleraugun í ó-
lagi. þá skuluð þér koma
beint til
Fowler Optical Co.
LIMITBD
340 PORTAGE AYE.
Munið eftir þakkiætishátíðar-
samkomunni í Fyrstu lút kirkju á
Victor St., mánudagskveldið 7.
nóv. Eins og sjá má af skemti-
skránni, sem augiýst er á öðrum
stað í blaðinu, má vænta góðrar
skemtunar að vanda.
Stúdentafélagsfundur
Stúdentafélagið íslenzka held-
ur skemtifund í fundarsal Fyrstu !
lút. kirkjunnar laugardagskvöld-í
ið 5. nóvember. Mr. Richard Beck j
talar um Hannes Hafstein. Fyr-
irlestra flytja þar að auki þeir j
Halldór Stefánsson og Wilhelm;
Kristjánsson. Gleymið ekki að
vera til staðar kl. 8.15.
W. Kristjánsson, ritari.
Þakklætishátíð
í Fyrstu lútersku kirkju á Victor stræti
undir umsjón kvenfélagsins.
Mánudagskveldið 7. Nóvember 1921
Byrjar með stuttri bænagjörð og söng.
SKEMTISKRÁ
j. Harvest Anthem ..................... Söngflokkurinn
2. Einsöngur........................ Mr. Alex Johnson
3. Einsöngur....................... Mrs. P. Thorlakson
4. Fiðluspil ........................... Miss Paulson
5. Tvísöngur........... Mrs. S. K. Halll og Mr. P. Bardal
6. Ræða.... !.....................Próf. R. Marteinsson
7. Einsöngur ............ ........ Miss M. Thorlakson
8. Einsöngur ........................ Mr. Paul Bardal
9. Einsöngur ...................... Mrs. Alex Johnson
10. Samspil ...................... Miss Violet Johnston
Sylvia Hall og R. Park
Byrjar klukkan 8. Aðgangur 35c. fyrir alla
Veitingar á eftir í fundarsalnum.
“SILVER TEA’’
Stúlkurnar í Stúdentafélaginu
íslenzka hafa ákveðið að halda
“Silver Tea” í Jóns Bjarnasonar
skóla miðvikudagskveldið 9. nóv-
tmber. Byrjað verður kl. 8. —
Ágóðanum verður varið til undir-
búnings Bazaars, sem Stúdenta-
félagið ætlar að halda 3. desem-
ber næstkomandi, og eins og áð-
ur hefir verið minst á, renna
peningarnir, sem þar takast, í
lánssjóð fyrir íslenzka nemend-
ur við háskólann. -þ pó að at-
höfnin sé' nefnd “silver tea”,
verða hlutir hentugir fyrir baz-
arinn jafn kærkomnir og silfrið.
Komið og styrkið gott málefni.
Wilhelm Kristjánsson, rit.
SKEMTISAMKOMA
verðnr hialdin í
KIRKJU SAMBANDSSAFNAÐAR
Fimtudaginn 3. nóvemlær n. k.
P R O G R A M :
1. Piano Solo........ Miss Berg'))óra Jónsson
2. Upplestur............. Mr. Rickard Beck
3. Einsöngur..;.......... Mr. Gísli Jónsson
4. FerÖaminningar frá Islandi.... séra Rögnv. Pétursson
ó. KvæÖi.............. Mr. Einar P. Jónsson
B. PNóIfn Sóló........ Mise Violet Johnston
•
Inngangur 50 cent. Byrjar kl. 8 e. h.
EFNALAUG REYKJAVÍKUR
nefnist ný stofnun og þörf hér í
Rvík—segir Morgunblaðið. Hefir
hún með höndum- svo kallaða
kemiska hreinisun allskonar fatn-
aðar úr ull, bómull og silki og enn
fremur litun dúka, og hefir fengið
áhöld til þessrar iðju, samskonar
cg þau, sem notuð eru í nýtísku
hreinsunarstofunum erlendia.
Efnalaugin hefir bækistöð sína
á Laugavegi 32 B í kjallara húss-
ins. í útbyggingu vestur af hús-
inu eru hreinsunarvélar, þvotta-
vél ein þar sem þvotturinn er
þveginn úr benzín, og þurkvél,
sem með miðflótta afli vindur væt-
una úr þvottinum, svp að hann
verður að eins rakur eftir. í sama
herbergi er ennfremur áhald til
þess að hreinsa benzínið, svo að
Skírnir er fyrir nokkru kominn
út, fyrsta heftið undir stjórn Árna
Pálsisnar. Er því tímaritið með
nokkuð öðrum blæ en áður var, og
þykir sumum eflaust til bóta. —
Heftið byrjar á tveimur kvæðum
um Matth. Jochumsson, eftir þá
Guðm. Friðjónsson og Siíg. Sigurðs-
son. pá er ræða &ú, er E. Kvar-
an flutti á minningarhátíð Bók-
mentafélagsins um Matthías, síð-
an tvö bréf frá Matthíasi til Jóns
Si'gurðs'sonar, ennfremur er skýrt
frá fynstu prentun “Útilegumann-
anna.” pá er 'löng ritgerð eftir Pál
Sveinsson mentaskólakennara,
“Lærði skólinn,” sömuleiðis löng
ritgerð eftir Matth. pórðarson,
“Ynglingar.” pá er stutt saga eft-
ir Theodóru Tihoroddsen, “Rauða
kýrin,” tvær stökur, “Um hrein-
læti,” eftir Guðm. próf. Hannes-
son, “Úr fórum Gríms Thom-
sens,” “Fyrirlestur um Kína,” eft-
ir K. T. Sen, Eirókur próf. Briem,
eftir porl. H. Bjarnason, búskapar
visur gamlar, “Snorri Goði” kvæði
eftir J. Thorarensen, “Um inn-
lenda menning og útlenda,” merki-
leg og eftirtekta verð ritgerð eftir
ritstj., ritfregnir, skýrslur og
reikningar Bókmentafélagsins. 1
heftnu eru tvær myndir af Matth.
Jochumssyni og mynd af E. Briem.
Wonderland.
“The Lost Romance” heitiir
leikurinn, sem sýndur verður á
Wonderland miðviku og fimtu-
dagskvöldin. Föstu og laugar-
dag getur að llta Dorothy Gish í
“Little Miss Rebellion”. Næstu
viku má sjá Harry Carey í hinum
hrífandi leik “Desperate Trails.”
w
ONDERLAN
THEATRE
“Gott tækifæri.”
Til að eignast ódýr lönd á nánd
við Árborg. Bæjareign og sölu-
lóðir. Eign eina mílu á lengd,
miklar byggingar, að eins $15,000.
Til að koma upp skemtibátastöð
við Riverton—góðir peningar.
Til að fá hús sín vátrygð fyrir
lc/ afborgun hjá Royal Victoria,
eða Grain Growers, en ekki Port-
age la Prairie Fire, sem eg er
með öllu hættur að starfa fyrir.
Frekari upplýsingar hjá
G. S. Guðmundsson,
Fónn 47, 1. 3 Árborg, Man. i
Miðviku og Fimtudag
Willia de MiIIe’s Mikla Sýning
TheLostRomance
An artistic Problem Play
Föstu og Laugardag
Dorothy Gish
“LITTIE MISS SEBELLION”
Mánu og priðjudag
Harry Garey
“Desperate Straits”
Jólagjöfin.
Ef þú ert í vandræðum með að
finna góða jólagjöf, til að senda
kunningjum þínum, getum vér
hjálpað þér eins vél og vér höfum
hjálpað öðrum. Margir hafa þeg-
ar ákveðið að senda skyldfólki sínu
bókina “Deilan Mikla”. pesisi
fróðlega bók, sem er hér um bil
40C' bls., kostar í betra bandi með
skinn á kjöl og -hornum $4.50. í
skrautbandi kostar hún að eins
$3.50.
Aðrir hafa hugsað sér að senda
hina indælu bók, “Vegurinn til
Krists”. sem í -skrautbandi kost-
ar bara 1,25. Ekki allfáir munu
senda kunningjum sínum árgang
af tímaritinu “Stjarnan”. Kostar j
hún $150 yfir árið, hvort sem það j
er hér í álfu eða heim til í-slands. !
Burðargjald á stærri bókum er
17 cents hér í Man., en 40 cent til
íslands; á -minni bókunum er það
9 cents hérna, en 20 cent til ís-
lands. Vér búum um bækurnár
og sendum þær, hvert sem óskað
ar. Pantið sem fyrSt hjá
Davíð Guðbrandssyni,
302 Nokomis Bldg.
Winnipeg, Man.
Pakkarávarp.
Eg undirrituð sendi hérme, við-
urkenningu og þakklæti Mr.
Gunnlaugi Jáhannssyni, sem
hefir iséð um lífsábyrgð manns-
ins míns sáluga, Sæmundar
Björnssonar, frá stúkunni Vln-
land, er var mér borguð að fulilu.
Einnig votta eg þakklæti mitt
til Mrs. Cain, sem rétt fyrir lát
mannsins míns sitóð fyrir fj’ár-
söfnun handa okkur, þegar við j
þurftum hjálpar með. Enn á ný j
vii eg ibiðja góðan guð að launa
öllu því fólki, sem á einn eða
annan hátt hefir rétt okkur
hjálparhönd.
(Mrs.) E. Björnsson,
Selkirk, Man. I
Vikuna frá mánud. 31. október
Aukasýning Miðv. og Laugard.
Trans-Canada Theatres, Ltd.
Hina Frægu
Ensku Leikkonu
Marie Löhr
Mánud., priðjud. og Miðvikud.
og Miðv.d. Aukasýning
“FEDORA”
Fimtud., Föstud. og Laugrdag
og Laugard. Aukasýning
“THE MARIONETTES”
Verðið er:---
Kveld—$2.50, $2.00, $1.50, $1.00
o 50 cent.
Aukas.—$1.50, $.100, 75c og 50c
Sætasala byrjar á Fimtudag 27.
okt., Póstpantanir nú þegar.
Verkstofu Tals.:
A 83SS
Heim Tala.:
A 8384
G. L. Stephenson
PLUMBER
AllsWonar rafmagiísAhöld, «*o sem
atraujárn »íra, allar tegiindlr af
glöeura or aflraka 'batterla).
VERKSTflFll: G7E KDME STREET
.■ r«'~.w'j m • mij r* ~r,~
MRS. SWAIN
MRS. SWAINSON, að 696 Sar
gent ave. hefir ávalt fyrirliggj-
andi úrvalsbirgðir af nýtlzku
kvenhöttum.— Hún er eina I«l.
konan sem fllíka verzlun rekur 1
Canada. Islendingar látið Mra.
Swainaon njóta viðskifta yðar.
Talsími Sher. 1407.
Sigla með fárra daga millibili
TIL EVROPU
Empress of Britain 15,857 smél.
Empress of France 18,500 smál.
Minnedosa, 14,000 smálestir
Corsican, 11,500 smálestir
Scandinavian 12,100 smálestir
Sicilian, 7,350 smálestir.
Victorian, 11,000 smálestir
Melita, 14,000 smálestir
Metagama, 12,600 smálestir
Scotian, 10,500 smálestir
Tunisian 10,600 smálestir '
Pretorian, 7,000 smálestir
Empr. of Scotland, 25,000 smál.
Upplýsingar veitir
H. S. BARDAL
894 Sherbrooke Street
W. C. CASEY, General Agent
Allan, Killam and McKay Bldg.
364 Main St., Winnipeg
Can. Pac, Traffic Agents
KAFFIÐ ŒTTI AÐ VERA NYBRENT.
Við Pöntum að og Brennum SjáJfir alt Okkar Kaffi og
Seljum að eins Bezta Kaffí á Lægsta verði.
JEWEL BLEND KAFFI No. 77—Brent jafnóðum
og út er sent.Vanaverð 40 cent pundið.
Sérstakt verð 3 pund fyrir
SKRIFA EFTIR VORUM
WHOLESÁLE PRICE LIST
$1.00
KAFFI, TE og KRYDDI, J7að borgar sig .
MALADUR SYKUR, 18 punda pokar á . $2.10
G<5DAR SVESKJUR, þægileg stærð, 2 pund fyrir .... 25c
PUMPKIN í könnum fyrir Pies, 2 stórar könnur. 25c
WAGSTAFF’S Black Currant JAM, 4 pd. kanna á .... 85c
A. F. HIGGINS CO. Ltd.
Phoues: N7383—N8853
600 MATN STHEET
KOL! KOL!
Bezta tegund. Fljót afgreiðsla.
Vér seljum aðeins beztu kol af hverri tegund fyrir sig.
Scranton Hard
Drumheller
Lethbridge
Taber, Saunders
Canadian og
American Steam
HREIN KOL OG RÉTTA TEGUNDIN
D. D. WOOD&Sons
Limited
Yard og Office: R0SS og ARLINGTON STREET
Tals. N 7308 Þrjú símasambönd
YOUNG’S SERVICE
On Batteries er langábyggileg-
ust—Reynið hana. Umboðsmenn
í Manitoba fyrir EXIDE BATT-
ERIES og TIRES. Petta er
stærsta og fullkomnasta áðgerð-
arverkstafa í Vesturlandiu.—A-
byrgð vor fylgir öllu sem vér
gerum við og seljum.
F. C. Young, Limited
309 Cumiberland Ave. Winnipegj
..— iM - ............—. J
Phones: N0225 A7996
Halldór Sigurðsson
General Contractor
808 Great West Permanent Loan
Bldg., 856 Main St.
Sími: A4153 isl. Myndastofa
WALTER’S PHOTO STUDIO
Kristín Bjarnason eigandi
Næst við Lyceum leikhúsið
290 Portage Ave. Winnipeg
r
Inniheldur enga fitu, olíu*
litunarefni, ellegar vínanda.
Notað að kveldi. Koreen
vinnur hægt, en ábyggilega
og sigrar ára vanrœkslu.það
er ekki venjulegt hármeðal.
Það er cbrigðult við kvillum í hársverðinum.
Yerð $2.00, eða sent með pósti $2.25. Burðargjald borgað ef
5 flöskureru pantaðar í einu.
Koreen Sales Co., 2140 Broad St., Regina
EinkasaUr fyrir Canada
ARNI G. EGGERTSSON, LL.B.
íslenzkur lögfræðingur.
Hefir rétt til að flytja mál bæði
í Manitoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
Biblíulestur fer fram á hverju
fimtudags- og sunnudagskvöldi kl.
! hálf átta, á heimili mínu, Suite 9,
Felix Apts., á horninu á Toronto
og Wellington. Yms tímabær,
fróðleg og uppbyggileg atriði verða
til umræðu tekin.
Allir velkomnir.
Pétur Sigurðsson,