Lögberg - 01.03.1923, Síða 2

Lögberg - 01.03.1923, Síða 2
Bls. 2 LÖGBERG FIMTUDAGIfc N 1. MARZ, 1923, Bjargað frá upp- skurði. PETTA AVAXTALYF VEITIR A- VALT HEILSUBÓT. 8928 Union St., Vancouver, B. C. “Eg þjáðist af allskonar kven- íjúkdómum ásamt stöðugri stýflu og látlausum höfuðverk. Verk- ir í mjóhrvggnum kvöldu mig sí og æ Læknirinn ráðlagði mér uppskurð. “Eg reyndi “Fruit-a-tives” og pað meðal hefir læknað mig að fullu. “Höfuðverkurinn er nú úr sög- unni og sama er að segja um stífluna, og það sem bjargaði mér, var þetta ávaxtalyf, “Fruit-a- tives.” Madam M. J. Gorse. 50 c. hylkið, 6 fyrir $2,50^ reynslu- skerfur 25 cent. Hjá öllum lyf- sölum eða sent póstfrítt frá Fruit-a-tives Limited, Ottawa. Merkilegur fornleyfa- fundur. Fyrir nokkru síðan gátum vér um í Lögbergi, að menn héldu að fundin væri gröf Tutankhamen Egypta konungs, sem dó árið 1350 fr. Kr., og ihefir því legið í gröf sinni meira en 3000 ár. En þá voru menn ekki vissir um að þetta væri gröf þessa áminsta konungs og enn eru þeir ekki vissir um það, því kistan sem leyfar hans geymir, hefir ekki verið opnuð enn, þó allar líkur sé ti'l þess að svo sé. pegar vér gátum um þenna fund í blaðinu, hafði fordyrið að þessari gröf að eins fundist, síð- an hafa leitarmennirnir haldið áfram verki s'ínu við að grafa upp göngin, sem lágu inn úr for- dyrinu og er því verki lýst af ein- um fréttaritara blaðsins London Times á þessa leið: ,“Daginn eftir byrjuðum við að grafa upp göngin, sem voru um átrta metrar á lengd. í þeim fundum við ýmsa muni og voru þeir flestir brotnir, á meðal þeirra muna var kassi, eða kistill, sem máske getur hjálpað tl að ráða rúnir tímabiis tveggja rikisráð- enda, sem sátu að völdum næst á undan Tutankhamen. Að síðustu var búið að hreinsa úr göngunum og komum við þá aftur að, veg sem var innsiglaður á sama hátt og sá er fyrir utan anddyrið var, og með sömu inn- siglum. Við vorum að velta fyr- ir okkur hvort við mundum finna annan stiga fyrir innan þann vegg, eða hvort þar mundi að finna autt herbergi. Eg fór fram á það við hr. Carter að taka nokkra steina úr veggnum svo við gætum séð inn Eftir .Jítinn tíma var því verki lokið og hr. Carrter gat rekið inn höfuðið og við kertaljós séð óljóst það sem fyrir innan var. Svo varð löng þögn unz eg spurði ií allmikilli geðshræringu. “Jæja, hvað er það sem þú sérð?” “pað eru undraverðir ihlutir þarna inni,” svaraði hr. Carter. Eg skifti plássi við dóttur mína lafði Evalen Her- bert. (pað er Carnarvon lá- varður sjálfur sem segir frá) og fór sjálfur að veggnum og leit inn, við ljósbirtu þá, sem eg hafði, gat eg að eins séð gullstangir. Eftir að eg hafði ihorfit á þessa muni, sá eg að þetta voru gyltir vagnar eða kerrur með undursamlega gjörðum drekahöfðum, og svo varð mér ljóst að þarna voru og inni kistur og kassar. Við stækkuðum opið á veggn- um og hr. Carter komst inn og var gólfið í herberginu Itvö fet fyrir neðan gólfið í göngunum, og þegar hami hafði athugað muni þá, sem þarna voru inni, vissum við að fundur þessi var alveg sér- stakur og óvanalegur. Jafn- vel við hið dimma ljós, sem kert- ið sem hami hafði í hendinni gaf frá sér, gátum vð séð undravert samsafn af húsmunum þar inni. par voru tvö Hkneski af kongin- um i fuJTri srtærð, rúmstæði, kerr- ur, kistur af öllum stærðum og með ýmsu Iagi, sumar útgrafnar, og settar gimsteinum og gulllagð- ar, en aðrar málaðar, göngustafir, blómsturker úr alabaster og margt fleira. Eftir að við höfðum stækkað opð í veggnum dáiítið meir fþrum við öll inn, og gátum við þá gert okkur betri grein fyrir mikilleik Pö gerir enga. til- raun Ot I bláinn m«8 þvl a8 nota itment vi8 Eczeme og «8rum h08*J0ka6mum. >a8 «r*8ir undir eins alt þeaBkonar. Ein aakja til reynslu af Dr. Chase’a Oint- rnent, send frt gegn 2c. frimerki, ef aafn þessa bla8s er nefnt. 60c. askj- an í öllurn lyfJabúBum, eSa frá Ed- maMoa. *nd C„ Ltd, Toronto. FCZEMA Dr. Chase’s Oii þessa fundar, því við höfðum þá náð sambandi við ljósvíra, sem fordyrið var Iýist með, svo birtan var næg til þess að athuga mun- ina, sem í iherberginu voru. Á meðal þeirra fegurstu muna sem þarna voru inni, var stóll, eða konungsihásætið, er bakið á því undursamlegt smíði pað sýnir mynd af konunginum og drotn- ingu hans, eru þær gerðar úr tegldum verðmætum smásteinum, sem greyptir eru í viðinn og slær blikandi birrtu af þeim á mynd- irnar. Nákvæmni og fegurð þessa verks verður ekki með orð- um lýst, og það er sannarleg hepni að við höfum að síðustu fundið leyfar frá þv,í tímabili er list Egypta stóð á tindi tignar sinnar og fegurðar. Eg furðaði mig mjög á þyí, að þar var enga líkkistu að sjá, og ekkert sem líktist líkkistu. Eftir að við hófðum litast um þarna inni nokkra stund urðum við varir við dyr, eða op undir einu rúmstæð- inu, sem lá ofan í annað herbergi. Ofan þangað var ekki hægt fyrir okkur að fara að því sinni, en þeg- ar við litum ofan sáum við að rúm það var fult af stólum, rúm- stæðurn, kistum, líkneskjum, ker- um úr alabasrter og öllum öðrum hugsanlegum munum og var þeini staflað upp í herbergið, og var stafli sá að minsta kosti fimm fet á hæð og eins viítt og við gátum séð, en engin Mkkista var sýnileg. En þegar við fórum að rann- saka herbergið enn betur, þá sá- um við að hlaðið hafði verið upp í norðurvegginn í herberginu á milli tveggja standmynda, sem við hana stóðu og 'var hleðsla sú inn- j sigluð á sama hátt og dyr anddyr- j isins. En við gólfið í herl>erg- j inu bar veggurinn vott þeaa að i hleðslan hefði verið rofin og brot- I ið gat á hana nógu stórt til þess að smávaxinn maður gæti skriðið þar inn. Síðan hafði auðsjá anlega verið hlaðið upp í rifuna og hún innsigluð, og hefir það rnáske verið gjört af grafarvörð- um. Að síðustu varð oss Ijóst, því við höfðum ekkí fundið hvílurúm kon- ungsins, á bak við þenna vegg er | að sjálfsögðu herbergi, eða máske I fleira en eitt og í einhverju þeirra j hvíla leyfar Tutankhamen kon- ungs í kistu sinni eða steinþró. Ef grafhvelfingin skyldi vera ósnert, þá mega menn búast við að fyrir sjónir þeirra beri sýn, sem er einstæð í sögu fornfræðinnar. ÓmöguJegt er að gera sér í hugarlund, hvað felst á bak við þenna vegg, og það reyndi sann- arlega á staðfestuna að brjóta þá ekki undir eins skarð í vegg- inn, til þess að fá einhverja hug- mynd um hvað þar væri fyrir innan. En sökum þess hve munirnir í herberginu tóku upp mikið rúm, var óhugsandi að að- hafast neitt slrtkt þar inni, áður en þeir voru teknir burtu, nema að eiga á hættu að skemma þá, og við urðum að halda forvitninni í skefjum unz þwí var komið í fram- gang. En ef við getum 'byrjað á því verki bráðlega ætti forvi^ni manna í því efni að geta orðið svalað í fyrstu vikunni í febrú- ar.” — Veggurinn, »em um er að ræða hefir máske verið rofipn af ræningjum, og hefir »ú atför hlotið að vera skömmu eftir jarð- arför konungsins, sem fór fram árið 1350 f. Kr. Eftir tvo mannsaldra virðist að gröf þessi hafi verið gleymd og hulin möl og grjóti, því 200 árum síðar, eða 1150 f. Kr. var Ramses VI. valinn legstaður ofan á gröf Tutankh- amen og sýnir það að legstaður hins síðarnefnda hefir þá verið horfinn úr minni manna. Gröf Ramses VI. fanst fyrir fá- um árum síðan og var hún þá lýst með rafljósum og /hafa vír- ar þeir sem ilýstu hana, nú verið lengdir, svo þeir ná ofan í þessa nýfundnu gröf. Pó að herbergin, sem fyrir inn- an vegginn eru og að líkindum geyma hinar konunglegu leyfar, hafi ekki verið opnað, þá er samt nokkurnveginn hægt að gjöra sér grein fyrir því 'hvað Carnrvon lávarður .m'uni finna þar inni af þekking þeirri, sem menn hafa nú náð af greftrunarsiðum forn- Egypta. pað er ekki ólíklegt að hann finni þar viðar líkkistu setta gulllaufum og nafn konungsins í rúnalótri á lokinu settu gim- steinum. pað eru þar ef til vill tvær kistur ytri og innri kista og Mkið eða múmían sveipað gull- laufum —— nema að þau hafi ver- ið tekin, þar verða að Mkindum að finna, fjórar kerrur með útskor- inni mynd af konunginum á topn- um ásamt öðrum myndum sem tilheyrðu þeirrar tíðar átrúnaði, gyltar að lit. Yfir ríkkistu konungsins er Mklega hvelfing úr tré, eða þá steinbogi. Steinbogarnir sem kistur fyrirrennara hans hafa fundist undir, hafa vanalega verið hlaðnir úr standsteini og hafa steinarnir verið bundnir saman með vegglími. En sá sem fanst í gröf Herombhef Pharoah, sem dó nokkrum árum á eftir Tuankih- amen, var gerður úr rauðum hörðum steini og úr sama efni var boginn sem fanst í gröf Ay Turtankhamen, sem næstur honum sat að völdum. Aftur var kista Akanton tengdaföður Tutankh- amen ekki í neinni hvelfingu, og er ekki óhugsandi að svo verði í sambandi við þenna nýja fund. pað er líklegt að Jíkið, eða líkin þegar þau finnast verði ekki hieyfð úr stað fyr en Elliot Smith prófessor í líkamsfræði við Uni- versity í Lundúnum, sem nú er áli^inn mesti múm'íufræðingur, sem uppi er, getur tekið sér ferð á hendur til Luxor að sjá það, eða þau ' Myndir þær, sem prentaðar hafa verið af þessum fundi, eru teknar eftir pennadráttum og lýsing sem Carnavon lávarður gerði sjálfur og geta menn af þeim gjört sér lokkra hugmynd um mikilleik for- dyrisins. Myndastybturnar tvær, sem dyranna gættu eru sjö fet á hæð, og eru að líkindum eftirlíking af konunginum sjálfum. .. í höndun- um halda þær grein af tré og sprota í ihinni og munu menn i því samræmi minnast orða bíbJí- unnar: “pín hrísila og stafur hugga mig.” í herbengið innra er hlaðið allra handa munum, og er hlaði sá fimm fet á hæð. par er að finna hásætið sem áður er nefnt, svefnrúm konungsins, fjölda af hvílubekkjum og sltólium og þar eru tvö skrautker, sem skorin hafa verið úr albaster stykki, og kass- ar með rósum í, sem haldið hafa blómum sínum í þrjú þúsund ár. Prófessor Petrið, heldur fram, að ástæðan fyrir því, að svo mik- ið af dýrindismunum hefir fund- ist i þessari gröf, sé sú, að Tutan- khamen varð ekki ríkiserfingja auðið og að hann hafi ekki kært si.g um ./ að arfLeiða neinn að þeim, og þess vegna tekið þá með sér. petta sýnist ef til vill ó- trúlegt, en ómótmælanlega er það satt, að tímabiil það sem hann var uippi á var sérkennilegt í sögu Egypta fyrir það, að konungum þess varð ekki sveinbarna auðið. Eftir Akhna Semenhkara, sem dó barnlaus, kom til valda Tutan- khamen hirðskólavörður. Hann dó og án þess að geta ríkiserf- ingja, og við ríkisforráðum eftir hans dag tók afi drotningar hans Ay, sem einnig dó án þess að eignas't son. Eftir hans dag tók Heromheb vip rikisstjórn og dó hann Tíka, án þess að eignast ríkiserfingja. Á meðal einkennilegra muna, sem fundust á gröf þessari, voru tvö viðarsverð (Boomeraugs), er sverð það kent við flokkinn sem í Ástralíu bjó og nefndist Abori- giuitar og er orðið upprunnið frá Ástralíu og notað í ný Suður-Wal- es af sérstökum flokki innbyggja þess Jands. pó sverð þertta sé tiJ í ýmsum myndum, þá eru tvær aðalgerðir þess, önnur sem not- uð eru til leika, hin til víga. Ymsir forfræðingar hafa hald- ið því fram, að önnur tegund þessara sverða hafi verið notuð meðal Egypta og er nú J/íklegt að fræðimenn gangi nú úr skugga um hvort svo hafi verið, eða það sé aðfengið. pá lögðu Egyptar í gröf með honum margar sortir matar. Á meðal þeirra tegunda fæðu, sem þar er að finna, er niðursoðið kjöt, og er það hið elzta kjöit, sem menn vita til að á þaftn hátt hafi verið matbúið, og þó það sé ekki lystugt til átu, eftir að vera búið að vera 3350 ár í gröfinni, þá virrt- ist það með öllu óskemt. Kjötið hafði verið amurt og lát- ið í ílát, sem líktist geysistóru eggskurmi og fundusrt fjörutíu af þeim. Fugla og dýraket var þar í kös'sum og fór myndun og sitærð kassanna eftir stærð kjöts- ins. Á meðal þeas forða var á- kaflega stór önd. Enn fremur fundust þar þrjár ljósastikur, eyr mjög fagurlega gerður í einni þeirra var kerti óskaddað. Á lokinu á sumium af þessum kössum og kistum, eru myndir dregnar og málaðar, af mönnum víðsvegar í eyðimörk, 0g sýna menn vera að elta strúrtfugla, vilta asna, héra og önnur dýr. Viðurinn í þessum kistum var orð- inn bæði stökkur og fúinn, og varð því að steypa utan um þá “Parafin”, olíu og vaxi, til þess að þær héldu sér. pví sú að- ferð hefir gefist vel, þó það sé leiðinleg atvinna að steypa heitu vaxi utanum ósegjanleg lista- verk, sem rotnunin hefir her- tekið, og mállið verið skýrara og gleggra eftir á, þegar vaxið hef- ir verið bræt/t af. Á meðal hinna dýrmætu og verðmfldu Jeifa, sem fundist 'hafa í gröf þessari, eru nokkrar sem ef til vill mönnum þykir eldki ein.s verðmætar; það eru lokkar af kvennihári, er það talið að vera hið sérstaka offur drottingar- innar, — imynd fegurðar hennar, sem hún fórnar til minningar um hinn látna konung. i— En hver veit hvortt þessir hárlökkar hefðu verið Sutan Kamen konungi minna virði en þeir dýrustu mun- ir sem þar voru látnir, ef hann hefði mátt mæla. Sagt er, að Carnrvon llávarð- ur, sem hefir kostað þessa leitar- menn, muni sjálfur ibera stórfé úr býtum, að minsta kositi $40, 000, 000. Síðustu fréttir frá Luxor segja lílk konungsins ófundið enn, og að gröfinn hafi aftur verið innsigl- uð með öliu sem í 'henni er sök- um þess, að vetrartíðin er nálega liðin og að frekari ransóknir verði að bíða til næsta veturs. Frá íslandi. Fjöllum >í Kelduhverfi, 13. des. 1922. IHerra ritstjóri J. J. Bíldfell! Eg vil vinsamlega biðja yður að birta eftirfylgjandi línur í heiðvirðu blaði yðar. pann 8. nóvember síðastl., and- aðist á Fjöllum í Kelduhverfi, Jón Jónsson, Marteinssonar. Bana- mein hans var hjartaslag. Hann var jarðsunginn í grafreit heim- ilisins 22. sama mánaðar af séra Sveini Viíkingi Grtímssyni, að við- stöddu fjölmenni. Jón sáJ., var fæddur 28. september 1851 í Más- koti í Reykjadal, og ólst þar upp þangað Itil hann var 11 ára, þá fluttist hann með foreldrum siínum (Jóni Marteinssyni frá Garði við Mývatn, og kristlaugu ólafsdóttir frá Narfastöðum í Reykjadal) að Fjöllum í KeJdu- hverfi, og þar dvaldi hann til æfiloka. Hinn 4. júlí 1874 kvæntist hann Önnu Sigurðardóttir frá Ingjalds- stöðum lí Bárðardal, og lifir hún mann sinn. v— Eignuðu'st þau 8 börn: 1. Gunnhildur, nú í Ame- ríku, gift Jóni Jóhannssyni; 2. Brynhildur, nú í Kaupmannahöfn ógift; 3. Sigurður, dáinn í Reykja- vík 1909, lifir þar ekkja hans, Margrét Guðmundsdóttir og 3 drengir er þau eignuðust; 4. Jóna nú í Kaupmannahöfn, e'kkja A. R. Andersen; 5, ólafur bóndi á Fjöll- um, kvæntur Friðnýu Sigurjóns- dóttir; 6. Guðrún kona á Auð- bjargarstöðum í Kelduhverfi, gift Gunnari Siðurðssyni frá Hálsseli á Fjöllum; 7. Björgólfur, nú í Ameníku ógiftur; 8. Sveinn, dó í föðurhúsum 1907. Jón sál. var búandi bóndi á Fjöllum frá 1874—1910 ætíð fá- tækur, en komst þó vel af, kom upp biirnum 'sínum og veitti veg- farendum beina; hann var vel greindur, bókhneigður og dugleg- ur II hvívetna. Eftir að hann lét af búskap, dvaldi hann hjá ólafi syni sínum. Frá því 1909 þjáðisrt hann af hjartasjúkdómi þeim er leiddi hann til bana, en var þó oft hress, og var þá sí-vinnandi, Sjón og heyrn hafði hann nær ó- 'biJaða fram að andlátinu, smíð- aði, las og skrifaði oft gleraugna- laust, hann hafði sálarkrafta sína nær óskerta fram að síðustu mín- útunum áður en hið rólega and- lát hans bar að höndum. ólafur Jónsson. N.-pingeyjarsýslu. Laugardagsskólinn. Jón skrifar Bensa. Bensi minn! Mig dreymdi svo einkennilegan draum um nóttina fyrir nokkrum dögum síðan. paö hefir dregist fyrir mér, að skrila þér, en nú læt eg verða af því. Mig dreymdi, að eg ætlaði að' fara að skrifa á prófið og Ikom inn í eitthvert afarstórt hús. par var eitthvert fólk, en eg tók ekk- errt eftir hverjir þþað voru. Eg va'r að hugsa um hvernig mér mundi ganga við þetta lang- þreyða próf. Eg fann nú til þess að eg hafði ekki gjört eins vel og eg hefði getað gjört, ef alt hefði verið eins og það hefði átt að vera. Eg mundi nú, að eg hafði heyrt einlhverj^ segja: “pessi Laugar- dagsskóli er ekki mikils virði, ei.g- inlega “no-good”, og þeir sem mest eru við hann riðnir, eru að- eins i— að eins að gjöra si'g srtóra með 'þessu vafstri.” 'Eg hafði aldrei skiiið fyllilega hvað þess- i'r menn voru að itala um. En samt: pað hafði dregið úr áhug- anum, og nú átti eg að fara að skrifa á prófið. Bara að eg gæti gjört alt sem þyrft til þess, að út- skrifast með heiðri. Orðin, þessi þrjú hundruð, bjóst eg við að geta stafað; en eg var ekki viss um, að eg gærti not- að þau ií setningum — eklki öll — en það var þó áríðandi sagði Vopni. En Jesturinn? Hvað var um ihann? Stundum hafði eg igleymt að lesa 10 mínútur daglega. Nú var enginn tími til þess að laga það. Svo var það þessi langa rit- gerð, sem eg vissi. eg mætti til að skrifa. Jú, eg hefði hugsað mér, að skrifa um kennarann — og meina þann “stygga”. par var þó að minsta kosrti nóg umtals- efnið. Líklega gæti eg skrifað nógu mikið, en eg var hreint ekki vis's um, að eg gæti stafað hvert einasta orð sem mér dytti í hug pað var það versta. pannig myndi eg missa mörk. pá datt mér í hug, að eg ætti að þýða af ensku á íslenzku. “Og það get eg nú gjört hæglega”, hugsaði eg með mér; en þá datt mér noldfuð í hug alt í einu. Hver ætli lesi fyrir orðin, þessi þrjú hundruð? Bara að mér mis- heyrist nú ekki, því þá fer illa. Nú þótti mér menn koma inn í herbergið, og þar á meðal var A. P. J. svo vinalegur, eins og vant var. Sá “styggi” sásrt ihvergi; en hvað sá eg; var það mögulegt? pað var J. J. B. Nei það gat ekki verið; jú, það var hann. pað var skrítið. Hann hefir komið til 48 sjá og heyra hvernig við förum með: “Ástkæra ilhýra málið og allri rödd fegra.” Nú fór mér að líða vel. parna sá eg að minsta kosti tvo menn, sem höfðu gjört alt sem þeir gátu tii þess að hjálpa mér og okkur til þess, að útskrifast með iheiðri. Auðvitað mundi eg ná í verð- launin. Ná fjögur hundruð mörk- um, útskrifast með heiðri og fá — nei, nú heyrði eg einhve n segja: “pað eru tveir dalir.” Verðlauninu voru þá tveir dali’’ Eg hafði búist við aðeins einum dal. Svo ifórum við að skrifa. Alt gekk vel, en svo vaknaði eg í miðju flcafi — og nú er eg altaf á glóðum um, að eg nái eldci í verölaunin. Hvað heldur þú? Ert þú vel undirbúinn? iBTessaður skrifaðu mér og láttu mig vita ,hvað þú heldur um þetta próf og fleira. ipinn Jón. HVERS PÁRFNAST félagsskapur vor mest? I ipetta er spurning sem rís í ihuga vorum mjög oft. Aftur og aftur erum vér augliti til auglit- is við hana. Hún rís við ýms mismunandi tækifæri. pað er erfitrt að svara spurningu þessari með einu orði eða í einni setningu. Mismunandi kringumstæður krefj- aát mismunandi isvara, oða ráðn- inga. En eftir að hafa athugað þetta nákvæmliega virðist rétt að álykta, að í stuttu máli megi segja, að það sem félagsskapur vor (hvaða félagsskapur sem er) þarfnast mest, sé stöðu'gur eld- legur áhugi, — eldlegur ákafi, það sem sumir mundu kalla ofsn. pað er víst ékki sanngjarnt, að ætlast til, að slíkan áhuga sé að finna hjá mörgum innan hvaða félagsskapar sem er, en því fleiri sem slffldr félagsmenn finnast innan vébanda hvaða félagsskap- ar sem er, því betra. pað sem góðan félagsskap — fé- lagsskap sem vinnur að einhverju góðu máiefni vanhagar atn er á- hugi fyrir hinu góða málefni. í sumum tilfellum, er hinn eldheiti áhugi á málefninu ekki tiJ innan vébanda félagsskaparins. En vel að merkja eldlegur áhugi er hið sterkasta siðferðisafl sem til er í heimi. Ef svo væri ekki, mundi margt göfugt málefni falla fyrir borð og gleymast. Elckert það, sem kallast má göf- ugt og gott hefir verið fram- kvæmt án eldlegs, stöðugis áhuga. Allir umbótamenn á sviðum trú- sem menn báru í heimahögum vopn hver á annan, að vinna það verk, sem hann Ibarðist fyrir. En með eldmóði hans vanst það. ihann fyrir því, að allir menn yrðu jafnfrjálsir. Starf hans gjörði það að verkum að umheimurinn varð smátt og smátt gagntekinn af huigmynd ihans, 0g lifir með- vitundin enn, Abraham Lincoln, var einn þessara umbótamanna. pað loostaði voðálegt istríð, þar arbragða og siðferðis og í félags- Tífinu voru og eru enn ákafa- menn, brifnir af eldlegum áhuga fyrir málefni því, sem hver um sig barðist fyrir. pannig var Páll frá Tarsus. AlJir hrakningar hans, húðstrokur, skipbrot, fang- elsi með fleiru, aðeins stæltu vöðva hans, gjörðu hann ennþá á- ikveðnari ef unt var. Wilher sem barðist fyrir afnámi þræla- haldsins var einn þessara eld- heitu umbótamanna. Seint og snemma, árum saman, barðist Sveritingjar öðluðust sömu rétt- inda sem hvítir menn. pannig hefir það altaf verið frá ómuna- tíð og verður þannig í framtíð, nema með svo faldu móti að mann- leg náttúra breytist gjörsamlega. Jafnvel ihelmingur tölu postul- anna, sem báru fyrir brjósti vel- vegun félagsskaparinis, mundi vinna meira verka en við getum í fljótu bragði gjört oss grein fyrir. Hinn sanni eldlegi áhugi hlær að “öllum” ómöglegJeikum sem kailaðir eru. Maður gæddur slík- um eldlegum áhuga segir: “Ef enginn vegur er enn Jagður til þess, að framkvæma það sem fyr ir liggur, þá verðum við að leggja veginn eins fljótt og við getum og ekki hika við.” Erfíðleikarnir aðeins stæla vöðv- ana og auka áhugann á því, að framkvæma verkið. Vor versli óvinur ér áhugaleysið og von- leysið, um iað nofckuð sé mögu- legt að gjöra. Að heyra slíkar upphrópanir sem: “pað er ómögu- legt! pað þarf ekki að reyna það, við höfum reynt það áður! pað borgar sig ekki!” og fleira hefir degrið úr áhuganum stundum, þar sem hefir þó talsvert verið af honum. Menn þurfa að vera býsna iheitir til þess að þurfa slík “kuldaböð” til lengdar, frá þei n sem eru í félagsskapnum og æt!- ast er til að rétti bróðurhönd. En ef margir hefðu þann áhuga, sem hér .hefir verið talað um, hvað gætum við þá gjört? Alt — alt það sem nokkur góður fé lagssflcapur fer fram á gætum við gjört ef svo væri. Við gætum það vegna þess, að þessi eldTegi áhu.gi — þessi éldmóður er “smitt- andi”. pað er andlegur hiti sem bræðir jökla, logar og kveikir, jafnvel í sumum þeim, sem virð- ast vera dofnir. Menn og konur, gæddir slíkum eldlegum áhrifum, kannast aldrei við að hafa beðið ósigur, og skilja ekki orðið “ómögulegt” fremur en Napoleon Bonaparte, isem sagði, að orðið “ómögulegt” væri ekki tii nema í orðabókum letingja og vitfirringa. Jóhannes Eiríksson. Thomas Alva Edison. er nú 76 ára að aldri, og komu fréttaritarar til hans að óska honum til lukku um daginn. Edison var hinn kátasti og barst talið að ýmsu sem nú er á dagskrá, svo sem fréttablöðum, hreyifimyjidum, sipferði, vínsölu- bannslögum, komandi stríði, Harding forseta, “politic” og fl. tpað leyndi sér ekki að Ediison lítur mjög björtum augum á líf- ið. Hann virtiföt eltki sjá þær hörmungar, sem ýmsir aðrir sjá fyrir dyrum alstaðar. Hann sagði í stuttu máJi: “pað er mikið í því, sem Mr. M. C. heldur fram. Margt fólk /heldur að það sé veikt, þegar það er í raun og veru alheilbrigt, ef það að eins nenti að hreyfa sig, ganga og vinna svo um munaði. Öll þessi vandræði með að framfylgja vínbannslögunum koma að eins frá 'bœ'um og borg- um. Fólkið í sveitunum er yfir- leitt löghlýðið, og það er sannar- lega ihressandi að vita til þess. Bandaríkin ættu að vera sann- gjörn í garð Breta viðvíkjandi sikuldinni miklu. , peir ættu að gjöra sig ánægða með einn hálfan af einum ihundraðasta, sem vöxtu. pað er engin hæfa að alheims- stríð vofi yfir. pjóðirnar verða að safna kröftum og peningum áður en þær Jeggja út í annað stríð. Fréttablöðin gefa út alt of mikið af tilhæfuiausum þvættingi í staðinn fyrir að tala um eitthvað sem einhverjum gæti orðið að Tiði. Innreið Frakflca í Ruhr dalinn Glöð yfir því að fylgja lœknisráði. Tók Tanlac samkvæant læknis- ráði og það kom henni til heilsu, segir Mrs. Coles. “Tanlac er sannarlegt fyrir- myndarmeðal,” sagði Mrs. Bessie Coles Coles, velmetin kona, 1857 Lorne Str,. Regina, Sask. “Eg var orðinn sá aumingi til heilsunnar, að mér í sannleika sagt, leið aldrei öðruvísi en illa. Matarlystin var orðin sama sem engin og tapaði eg þar af leið- andi holdum með hverjum degir.- um er leið. Svo voru taugarn- ar orðnar veiklaðar, að mér stund- um kom varla blundur á brá. nótt eftir nótt. “Eg fann að við svo búið mátti ekki standa lengur og leitaði læknis. Ráðlagði hann mér Tanlac. Fékk eg mér begar flösku. Mér fór undir eins að batna. Eg er nú ekki lengur sama manneskja. Taugakerfið ihefir nú fengið sinn eðliega styrk, matarlystin er hin ákjósaniegasta og eg sef vært og draumlaust á hverri einustu nóttu. Eg hefi þýngst um allmörg pund og í sann- leika sagt, þá líður mér eins vel og frekast verður ákosið. Reynsla mín af meðali þessu, hvetur mig til þess að gefa þenna vitnisburð, svo sem allflestir geti fengið að vita af því. Tanlac fæst 'hjá öllum ábygg:- Jegum lyfsölum. Meira en þrjár miljón flöskur seldar. ætti ekki að hræða okkur. pað er að eins nokkurskonar verzlunar- ferð. pað eru auðvitað talsverð um- brot í fólkinu á ýmsum sviðum og það orsakast af fjánhagslegum byltingum, sem ekki er auðvelt að skýra. Sé ekki í fljótu bragði, að við getum gerrt neitt nema beð- ið þangað til að fólkið áttar sig, svona meiri hlutinn. pað fer að lagast. Já, það eru til myndir, sem sýnd- ar hafa verið, en hefði eldci átt að sýna. Nú er alt af verið að laga og bæta kvikmyndasýningar. Sumar myndir, sem sýndar ihafa verið eru þess verðar að eýna þær, — bara ágætar. Um sjálfan mig er það að segja, að eg ihefi ágœrta heilsu og eg vona að eg verði hundrað ára gamall. Eg vinn frá því á morgn- ana klukkan níu þar tiJ fclulckan sex að kveldi og þá tek eg 'heim með mér no'kkur dæmi, að fást við það sem eftir er dags. Sá eini munur sem teljandi er nú og fyrr- um er það, að eg sef nú 6 klukku- tíma á dag, en áður fyrri svaf eg að eins fimm klukkutíma af hverj- um 24. J. E. Styrkur Styrkur vöðvanan er ekki sam» og tauga styrkur. Af þessari ástæðu, þjáist fólk oft, sem lítur vel út, af taugabilun, svefnleysi og geðstygð, eru einkenni tauga- veiklunar, ásamt meltingarleysi og þreytutilfinning. Lesið þetta bréf frá Ontario- manni: Mr. W. L. Gregory, Charles St, E. Ingersoll, Ont., skrifar: “Eg hafði þjáðst lengi af melt- ingarleysi og stýflu. Stndum fylgdu þrálátir verkir í maganum, ásamt svefnleysi. Eg var orð- inn svo bilaður, a ðeg gat ekld stundað vinnu mína nema með höppum og glöppum. pá fór eg að nota Dr. Chases Nerve Food og hlaut af því mikla iblessun. Melt- ingin komst skjótt í gott lag og svefnleysið ásótti mig ekki leng- ur Eg hefi mælt með Dr. Chae- e’ó Nerve Food við marga vini mína, sem taugaveiklaðir voru á líkan hátt og eg, og þeir hafa allir fengið heilsubót. Dr. Chase’s Nerve Food 50 cent askjan, hjá öllum lyfsölum, eða Edmanson, Bates & Co., Limited, Toronto. /

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.