Lögberg - 14.06.1923, Side 6

Lögberg - 14.06.1923, Side 6
x21a. 6 LÖGBERG, FIMTUDaGINN JÚNI 14. 1923. Barónsfrú Mainau. Eftir E. Marlitt. og konu sem engan vegin getur búið saman. — pú leggur náttúrlega ekki af stað fyr en eg er farin”? “Eg haga mér algjörlega eftir fyrirmælum >ínum í '>ví efni — ef þú óskar þess, skal eg ekki fara frá Schönwjirth fyr en einum degi eftir að þú ert farinn.” Hann hneigði höfuðið fljótt, gekk síðan hratt að borðinu, braut saman bréfið til Úlriku og stakk því í brjóstvasann sinn. “Eg hefi ennþá rétt til þess að gera þetta upptækt — bréfið-er mín eign.” Hann hneigði sig háðslega og hátíðlega, rétt eins og hann hefði verið í heimsókn hjá drotningu, fyrir hinni ungu konu sinni, sem var steinhissa á þessu, og fór út úr herberginu. En Leó litli fór að hágráta. I— Bamið fann, að nú. mundi það missa verndarengil sinn. XVIII. Fréttin um iþað, að barónsfrúin ætlaði í heim- sóknárferð til Rudisdorf meðan baróninn væri að heiman, vakti enga undrun í eldhúsinu á Scþön- werth, sem var samkomustaður vinnufólksins. pjónarnir fullyrtu, að þeir hefðu spáð þessari heimsókn frá byrjun, því að þegar barónsfrúin hefði komið þangað fyrst, (þá •hefði litið svo út, sem að baróninn hefði hreint ekki vitað hvort hann átti að hjálpa konu sinni út úr vagninum eða ekki, og seinast hefði hún orðið að stíga ofan úr honum aðstoðarlaust. Herbergisþernan, sem var að taka línbolta úr eldinum, sagði ofur rólega að sér þætti vænt um það, því það væri þvert á móti sínu innræti, að þjóna konu, sem ekki nyti virðingar mannsiná síns, og sem þar á ofan klædd- ist aldrei annað en netludúkskjól. Eldabuskan með rauðu hárfléttumar varpaði önginni þung- lyndislega og sagði um leið og hún þurkaði disk- ana, að náðugi herrann væri víst svarinn óvinur allra ljóshærða kvenna, að allar myndirnar, sem hengju upp í herberginu hans væru af dökkhærð- um konum — og dökkhærð hefði fyrsta konan hans verið; hann hefði hlotið að hafa tekið þessa seinni án þess að hafa séð hana. — Meðal hinna æðri hallarbúa ríkti einskær gleði — hækja gamla mannsins lá grafkyr; Leó hafði fengið fult hesthús af söðluðum reiðhestum og herbergi's- þjóninn frakka, sem var ekki orðinn .alveg gat- slitinn, og þar að auki var honum hlíft við sín- um vanalegu titlum, “flón og dóni”, nokkra daga að minsta kosti var hann “kæri vinur” og “gamli kunningi” f— og alt þetta var vegna þess, að náð- uga frúin hefði hálsbrotið sig.” Karl hafði ekki minst á þetta við bróðurson sinn með einu orð'i r— þess þurfti heldur ekki. Majnau hafði komið með þessa bláfátæku konu af mótmælenda ættum heim á heimilið, án þess að skeyta hið allra minsta um mótmæli og bænir frænda síns; nú komu afleiðingamar af þessu van- hugsaða flóni, og það var nóg refsing og niður- læging, jafnvel þó að hann, með sinni vanalega hepni, slyppi skaðlaust frá því. pað ætlaði alt að hafa furðu góðan enda og mundi ekki verða tilfinnanlegur sæmdarspillir. Líana hélt áfram húsmóðurstörfum sínum; hún skenkti teið á kvöldin og sagði Leó til, eins og ekkert hefði komið fyrir — hún aðeins sýndi næst- um kvíðafulla viðleitni í því að vera aldrei ein með hirðdróttsetanum; hann tók eftir því og hló með djöfullegri illgirni upp í opið geðið á henni eina sinni, er hún hrökk saman af því að hafa snert hönd hans, er hún var að rétta honum tebolla, ré’ t eins og hún hefði orðið fyrir höggormsbiti — já, sannarlega, hún hafði rétt fyrir sér, hann hefði verið illur spámaður, hann hefði með nöprum orðum sagt það fyrir nákvæmlega, hvenær hún mundi verða alveg óþolandi. Burtför barónsins hafði reyndar verið frestað um óákveðinn tíma vegna þess, að hann hafði heimsótt búgarð sinn, Wolkershausen, og fundið alla hluti þar í stökustu óreiðu, þegar hann fór að skoða búreikningana. Hann hafði sagt frænda sínum, að það væri óafsakanlegt að skilja við alt í öðru eins ástandi, þegar maður ætlaði í langferð. Frændi hans hafði nærri verið dottinn um koll af stólnum af undrun yfir þessari óvæntu rögg- semi, sem bróðúrsonur sinn sýndi í þessu. Nýju ferðatöskurnar úr rússneska leðrinu höfðu verið settar í herbergi upp undir þaki, ;þar sem af þeim gat blásið, því það var ennþá of megn lykt af þeim og skilnaðarmiðdagsverðurinn, sem Mainau ætl- aði að halda meðlimum klúbbsins á besta hótelinu var látinn bíða óákveðins tíma. Á meðan var alt sem unt var, gjört til þess að draga úr beiskju slúðursins sem gekk manna á milli á hertogasetr- inu; sjálf hertogaekkjan hjálpaði til þess af sinni ótæmanlegu velvild; hún vissi sjálf best hvernig sakir stóðu, og þess vegna var hættulaust fyrir hana, að óska þess, að unga baránsfrúin væri kynt við hirðina áður en hún færi í kynnisförina heim til sinna gömlu átthaga. Líana hafði ekki færst undan því — það sikyldi verða bæði í fyrsta og síðasta skiftið. — Hin óskammfeilna, rauðhærða Trachenbergsdóttir, í sama bláa silkikjólnum, eins og hirðmeyjarnar komust að orði, hafði þá sýnt sig hálfa klukkustund við hirðina, til þess að minsta kosti að bera með sér bjartar endurminn- ingar heim til Rudisdorf. Litli kassinn með skrautgripaveskinu og þurkuðu plöntunum var ekki sendur heim______Lí- ana ætlaði sjálf, hvort sem var. Og málverk- ið, sem átti að selja, svo að móðir hennar gæti ferðast til baðstaðar, var ekki lengur í hennar höndum; Mainau hafði tekið það. paö var ekki æskilegt, að skuggahliðar Mainaus-ættarinnar yrðu aftur á þann hátt að almennu umtalsefni. pótt Mainau væri mikið að heiman og ætti eink- um annríkt við að kippa í lag því sem aflaga fór á búgörðum hans, reyndi hann oftast samt sem áður að vera heima á kvöldin við tedrykkjuna og talaði þá alveg eins og hann hafði verið vanur að gera áður. Hann skemti sér með frænda sínum og prestinum og veitti því enga eftirtekt, að sá síðarnefndi yfirgaf Schönwerth yarla aldrei, her- togaekkjan hafði gefið honum nokkurra vikna leyfi til þess að styrkja taugar sínar í góðu og hreina loftinu í Schönwerth.' Eitt kvöld kom presturinn með þá uppástungu, að trúarbragða- kensla Leós litla, færi fram í barnaherberginu í staðinn fyrir í stofu hirðdróttsetans, sökum þess að þululestur drengsins væri þreytandi fyrir taugar gamla mannsins; en þá var eins ( og að vaknaði einhver grunur hjá Mainau, og hann sagði með rödd sem var hás, eins og hann ætti erfitt með að draga andann, að það væri naumast hægt að fara fram á það við konu sína, sem væri mót- mælandi trúar. pað var orðið óhjákvæmilegt, að hann væri stöðugt í Wolkershausen dögum saman. Einu sinni síðari hluta dags, er hann var að leggja af stað þangað ríðandi, stóð presturinn hjá frænda hans við einn gluggann. peir horfðu á hann báðir, meðan hann var að stíga á bak hesti sín- um, og sáu að konan hans, sem var að ganga út í garðinn með Leó, gekk til hans, til þess að láta drenginn kveðja föður sinn. Hann rétti drengn- um höndina, en ekki konu sinni., Á andliti hans sem var veitt nákvæm eftirtekt af augunum fjór- um fyrir innan gluggann, var engin svipbreyting sýnileg. Hann beygði sig niður um leið og hann klappaði á hnakkann á hestinum og Líönu varð lit- ið í augu hans, sem voru myrk og ógnandi. “Eg vona, að þú verðir trúr. mótmælandi þegar eg sé þig aftur, Júlíana”, sagði hann lágt Hún snéri sér frá honum gröm í geði og hann hleypti hestinum á sprett út úr hallargarðinum og kastaði um leið kveðju á þá sem stóðu við gluggann. pað kom ríðandi sendimaður frá Wolkers- hausen á hverjum morgni með bréf frá Mainau sjálfum. í bréfum þessum var einkum spurt eft- ir því, hvemig Leó liði. Hirðdróttsetinn gat ekki varist því að skellihlæja að þessu nýja upp- átæki hins undarlega sérvitrings, sem oft áður hafði látið heila mánuði líða, án þess að spyrja að hvernig konu sinni og barni líði, en sem nú alt í einu lét sem hann væri orðinn umhyggjusamur faðir. Hann ritaði sjálfur svarið undir spum- inguna á hverjum degi — því var ekki beint að neinum sérstökum. En einn morgun kom sendi maðurinn niður til Líönu eftir að hann hafði skilað af sér bréfinu, sem hann var með og fékk henni lokað bréf. pegar hún opnaði það duttu mörg skrifuð blöð úr umslaginu og á nafnspjaldinu, sem fylgdi þeim, var skrifað, að þetta væri byrjun á handriti, sem Mainau væri byrjaður að vinna áð á kvödin, sér til skemtun- ar, eftir erfiði og áhyggjur dagsins, hann óskaði eftir áliti hennar um þessa byrjun. Hún hélt ofurlitla stund á blöðunum í ráða- leysi; hún fann til undarlegs sambands af gleði- ríkri undrun og hræðslu. Henni brá við þessi nýju afskifti, en hún áttaði sig fljótt og svaraði með örfáum línum, að hún dveldi nú á hverjum degi nokkrar stundir síðdegis í húsi skóggæzlu- mannsins, með Leó, og þar skyldi hún lesa hand- ritið í skógarkyrðinni. Hún varð forviða, þegar hún fór að lesa hand- ritið, þott hún sjálf hefði sagt, að hún héldi, að hann hefði rithöfundshæfileika. Handritið var safn af bréfum frá Noregi, sem voru stítnð til hennar. pað leit út fyrir að þessar mergjuðu setningar, hefðu runnið viðstöðulaust frá penna hans; skýrar, ljómandi myndir svifu fyrir sálar- sjónum hennar, eins og þeim væri blásið af dynj- andi stormi; þær höfðu lengi legið í læðingi áður en þær fengu að losna. Konan unga gleymdi al- veg hver það var, sem hafði skrifað þetta. Sam- kvæmishetjan dutlungafulla, með háðslega bros- ið um varirnar og uppgerðar lífsleiðindin í hverri hreyfingu, vor orðin að einmana manni er horfði hugsandi af háum klettum, sem stormurinn næddi um, niður á hið aumlega mannlíf, sem þó var fult af drambi. Stundum var hann veiðimaður, sem laus var við alla uppgerð og þvingun, hirðlífsins, elti björninn í ákafa, reikaði viltur um snjóþakta eyðimörkina og hvíldi sig svo vikum saman í hin- um afskektu bygðum, gagntekinn af styrk íbú- anna, sem var skyldur hinu dýpsta í eðli sjálf3 hans, af óstýrilæti þeirra og hreinleik siðanna og hreinlífi kvenna þeirra. Líana mintist þess er hún las þessar lýsingar og blygðaðist sín í kyrþey, að pessar lýsingar og blygðaðist sín í kyrþey, að hún hefði borið honum ábrýn, að hann kæmi aldrei auga á neitt annað en það sem gengi í augum og vilti sjónir. Líana sat fyrir utan skóggæzlumannshúsið með handritið fyrir framan sig; hún hafði lesið það þar daginn áður. pað var sem hún hefði nú fyrst fundið húsið; það var ekki ein þessara ný- tízku bygginga í svissneskum stíl, sem eru settar oft og einatt í útjarðar skógarins, heldur gamaJI kumbaldi með hálmþaki, skökkum veggjum og ó- reglulegum gluggum. Fyrir framan húsið var ofurlítill garður og í einu horninu á girðingunni, sem var í kringum hann, var trébekkur. Stóreflis perutrá, sem humalleggir fléttuðust um, kastaði skugga á bekkinn. Líana sat hér við snoturlega þakið kaffiborð, er kona skógæzlu- mannsins hafði sett þar. Frá húsinu var ekkert útsýni. Húsið lá grafið inn í skóginum, þar sem hann var hæstur, og aðeins úr gaflgugganum eða frá dúfnabúrinu mátti, ef til vill sjá hæðir í fjarska eða marglita þakið á Schönwerths-höII- inni. í garðinum gréru að vísu roðaber og georg- ínur og í bala við dyrnar stóð fallegur oleander, en í tíu skrefa fjarlægð óx illgresið óhindrað og lengra inn í hálfrökkri skógarins var krökt af gor- kúlum.;— Á þessum stað kom sú tilfinnpig ávalt yfir Líönu, að hér væri hún gleymd af öllum; þ&ð hafði þægileg áhrif á hana. Hér gerði enginn henni ónæði; skóggæzlumannskonan var ekki of nærgöngul og sýslaði við dagleg störf sín. Maður hennar var oftast nær úti við með mönnum sírt- um og hundum, og umhverfis gamla, hálmþakta húsið var fullkomin kyrð. pögnin var aðeins rof- in af kurri dúfnanna, sem flögruðu um, og þegar kýrnar bauluðu í fjósinu. Líana var svo ungleg og ástúðleg þarna, þ|ar sem hún sat í hvítum sumarkjól undir trénu, að vel hefði mátt ætla, **ð hún væri dóttir skóggæzlumannsins. Stór grá- bröndóttur köttur teigði sig lítillega á hinum eni- anum á bekknum, án nokkurrar virðingar fyrir stráhattinum, sem lá við hliðina á henni. Á bO'-ð- inu stóð skínandi fáguð kaffihitunarvél úr látúni og við hliðina á henni lá rúgbrauð og smjör ásamt nokkrum diskum; þar voru einnig nokkrar perur, sem höfðu fallið niður af trénu í dálítilli jám- körfu. pessum girnilegum réttum hafði verið ýtt til hliðar ofurlítið. Leó hafði komið með síðvaxið jarðarberjablóm og var nú, með tilsögn og hjálp stjúpu sinnar, að undirbúa það fyrir plöntusafn sitt. Dökkhærða höfuðið hans hallaðist upp að gullnu hárfléttunum hennar. Á vöngum beggja var rósroði æskunnar, og bæði voru styrkt og endurnærð af hressandi skógarloftinu, þar sem þau sátu saman glöð og ánægð. “parna er pabbi!” hrópaði Leó litli skyndilega og hljóp með útréttar hendur út á götuna, sem lá skáhalt fyrir framan þau, þar sem hann sá föður sinn koma. Mainau kom gangandi með hröð- um skrefum fram úr skóginum; hann var klædd- ur í léttan brúnan sumarfrakka og hafði göngu- staf í hendinni. Líana stóð upp og gekk á móti honum. Hann tók drenginn upp, kysti hann og setti hann svo niður aftur. “pú kemur út úr skóginum, Mainau, og ert gangandi”, sagði hún undrandi. “Já, það veit Guð, að eg var orðinn iþreyttur á að láta skaka með mig eftir akveginum — eg kom keyrandi, en fór ofan við hliðvarðarhúsið.” “pað er æði langur spölur þaðan.” Hann ypti öxlum brosandi og sagði: ‘^Hvað er það sem maður vill ekki til vinna, þegar maður hefur ekki séð lengi — drenginn isinn? jEg vissi af Ibréfi þínu, að eg mundi ekki finna neinn heima núna. Nei, sjáðu bara hvað það er skemtilegt hér!” Hann gekk hratt að borðinu og settist á bekk- inn. Kötturinn varð að víkja ofurlítið til, en fekk þó að vera kyr, sökum þess að hann var þar áður kominn og átti meiri rétt á sér. Líana gekk inn í húsið og kom út aftur með sjóðandi vatn. Á sama augnabliki var farið að loga á hitunarvélinni og rétt á eftir blandaðist kaffi-ilmurinn við skógarloftið, og Líana fór að matreiðslunni eins og hún væri eitt af hversdags- störfum hennar. “Nei, drengur minn, þetta sæti er handa mömimi þinni”, sagði Mainau og ýtti drengnum, sem vildi komast upp á bekkinn, næstum hrana- lega frá sér, og benti konu sinni, sem var búin að fylla bollan að setjast við hlið sér. Hún hikaði — hann hefði vel getað rekið kött- inn burt, og það var ekki nóg rúm á bekknum, en honum fanst annað. En í sömu andránni kom kona skóggæzlumannsins með tágastól og frels- aði hana úr öllum vandræðum — hún tók Leó upp og setti hann á bekkinn, en fékk sér sjálf sæti á stólnum og varð rórra við. Mainau tók af sér hatfj inn, fleygði honum á grasið og ýfði fallega, dökka hárið á sér með báðum höndum f— hann heilsaði hinni vikaliðugu skóggæzlumannskonu með brosi sem leit út fyrir að vera þakklætisfult. “Nú hefi eg séð með mínum eigin augum, hvað þetta er ófarsælt hjónaband,” sagði kona skóggæzlumannsins við gömlu vinnukonuna sína, (þegar hún kom inn í húsið. “Líttu bara á þau, þau sitja einu sinni ekki saman og andlitfið á honum er rétt eins og að blessuð, góða konan hans, hef ði helt ediki í bollann hans í staðinn fyrir kaffi, með indælu höndunum sínum. Annar eins kvenskratti og hún var fyrri konan hans, er mátulegur handa honum — já, drottinn má þekkja þá, þessa karlmenn!” Skuggalegi svipurinn var horfinn af andliti Mainaus. Hann hallaði sér aftur á bak á bekkn- um, svo að humalleggimir strukust kælandi um andlit hans. Hann rendi augunum hsegt yfir skjálfandi trjátoppana og hornið á skóggæslumann&húsinu, sem stóð fram úr skóginum og yfir kaffiborðið með sveitarbraginn. “Við minnum á atriði í 1-ífi þorpsprestsins í sögunni af prestinum á Vökuvöllum”, sagði hann brosandi. “Eg hefi ekki vitað fyrri að við ætt- um svona skáldlegan blett hér í skóginum. Skóg- gæzlumaðurinn vildi gjarnan losast við hálmþak- ið i— hann er stöðugt að nauða á því — en það verður nú kyrt, héðan af”. Hann bar bollann upp að vörunum með sýni- legri ánægju. “En hvað það er þægilegt að finna svona al- sett borð í miðjum skóginum, þegar maður er bú- inn að keyra fyrst eftir rykugum akveginum og svo að ganga langan veg.” “Já, eg veit hvað það er gott”, greip hún frammi fjörlega, “þegar við Magnús fórum út ti! Iþess að safna plöntum og komum svo þreytt og svöng heim aftur og beygðum inn í Iöngu götuna hjá gosbrunninum, sem þú kannast við, þá sá eg langt í burtu alsett matarborðið í garðsalnum — blessaðir, gömlu, ljótu hægindastólamir, sern þú þekkir líka, stóðu kringum það, og um leið og úlrika kom auga á okkur fór hún að laga undir te- katlinum. pesskonar heimkoma er hreinn unað- ur, einkum ef maður hefir verið að reyna að kom- l!/* .. í • ar* timbur, fidhrilkir mí öUtam Nyjar yonibirgcKr tegundum, •« kmamr mthrir strikaMr tiglar, hurðir og gluggar. Koirih og isjáið vörur rorar. Vér erumietlU glaðír aÉJ cýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. **" Limttad-----------—— ■INAY ÁYE. EAST WlfíNlPI® ast undan illviðri, hefir fundið fyrstu regndrop- ana á andlitinu og heyrir vindinn blása og regnið hellast niður meðan maður sjálfúr nýtur Ijúfrar hvíldar.” “Og nú, þegar þ/ú ert kominn hingað til Schönwerth, ertu veik af þrá eftir þess konar heimkomu.” Augu hennar leiftruðu og hún bar saman- iþrýstar hendumar upp að hjarta sér,— það virt- ist sem hún væri rétt að því komin að segja já, en hún sagði það ekki. “Mamma segir altaf að hinir síðustu af Trachenbergsættinni séu að því komnir að deyja út og að — úrættast”, bætti hún við með yndislegu brosi og kom sér hjá iþví að gefa beint svar. “Löngunin til að lifa kyrlátu og friðsömu heimilislífi og að gera þá fáu, sem manni eru kær- ir, sem allra hamingjusamasta og að finna sjálf- hamingju sína í því >— þessi löngun, sem móðir mín kallar smásálarlega, hefði alls ekki átt heima í Rudisdorf fyrir einum tíu árum, eins og þá var ástatt þar — en það er samt hún, sem hefir gefið okkur systkynunum þremur styrk í öllum þessum byltingum, sem urðu mönnum næstum því ofu.- efli. En við erum samt sem áður ekkert inni- setufólk, sem grefur sig inn í sinn þrengsta sjón- arhring og verður eigingjarnt af því að draga sig í hlé út úr öllu samkvæmislífi og mannlífi; við erum þvert á móti, mestu óróaseggirnir og vilj- um gjarna taka þátt í ýmsu og komast áfram. pú hlærð víst, iþegar eg segi þér frá því, að við höfðum borðað þurt brauð og drukkið sykur- laust kaffi, til þess að geta keypt okkur góðar bækur og áhöld til vísindalegra iðkana og til að ná í ýmiskonar fréttarit. —pesskonar líf og sam- vinna veitir hamingju, sem ekki er unt að lýsa, og nú, þegar eg hafði lesið lýsingar þínar frá Noregi, skil eg ekki — æ, þær eru ágætar, hríf- andi”, greip hún frammi fyrir sjálfri sér og lagði hendina á blöðin, sem láu í borðshorninu. — “Ef þú bara vildir afráða að láta prenta þær — ” “Uss — segðu ekki eitt orð meira, Júlíana!” hrópaði hann. í stiaðinn fyrir roðann, sem fyrstu, hrífandi orðin, er kona hans sagði um þetta, höfðu sett á andlit hans, var kominn djúpur fölvi. “Vektu ekki upp aftur hina Ijótu anda, sem eru sofnaðir og sem þú hefir ráðist á sjálf með tvíeggjuðu sverði! Eg hafði bréf þitt með mér í Wolkershausen — það er vel skrifað, Júlíana, svo kjarnyrt, að það ætti að vera gefið út og notað sem bannfæring á móti hégómagirni karl- mannanna. pú hugsar ljóst og skipulega — eg kannast við að þú hafir rétt fyrir þér í mörgu, þótt eg t. d. sé ekki enn á þeirri skoðun, að maður verði að lenda í fátækt, til þess að sjá, að inni- leg sambúð veitir mesta hamingju.” ;Hann tók handrit sitt, eins og hann væri ut- an við sig og blaðaði í því -— nokkur smáblöð hrundu innan úr því, hann þreif eftir þeim undr- andi. “Já, bara hugsaðu þér það”, sagði hún og brosti, “lýsingar þínar voru svo Ijóslifandi að þær örfuðu mig til þess að taka blýantinn, til þess að byrja að draga myndir með þeim.” “pér hepnast vel það sem þú gerir með hönd- unum, Júlíana,” sagði hann, “þær eru ágætar! pú hefir fylgt lýsingunum með blýantinum svo vel, að það er rétt eins og að þjú en ekki eg hafi hugsað þær; gagnrýni þín skoðar hverja hræringu sálar minnar niður að dýpstu rótum, sem þær hafa*vaxið upp af, og samt — drottinn minn góð- ur, um hvað er eg annars að hugsa — og samt er það einmitt þessi eyðileggjandi, kalda, hlut- lausa gagnrýni þín, sem gerir þig að kennara mínum”. Hann sagði þessi síðust orð með hörðum, skerandi róm. — “En hvað segir þú lim það, Júlíana, að við bæði tækjum höndum saman? pað er að segja að eg skrifi en þú skýrir það, sem eg skrifa, með myndum?” bætti hann við í léttari róm.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.