Lögberg - 23.09.1926, Blaðsíða 1
4
PRfiVlNíF takið sargentstrætis
ri\u v Ji\LEi v/cn að dyrunum
ÞESSA VIKU
JACK LONDON’S
nákvœma og trú\ e ða mynd af
”THE SEA WOLF”
0 É b t
PROVINCE
TAKIÐ SARGENT STRŒTIS
VAGN AÐ DYRUNUM
NÆSTU VIKU
HAROLD BELL WRIöllT’8
þjóðkunna saga
“The Mine With the Iron Door”
Leikinn af PAT O'MALLEY, DOROTHY MACKAILL og fl,
39. ARGANGUR
i
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23. SEPTEMBER 1926
NUMER 38
Helztu heims-fréttir
Canada.
í haust er liðin hálf öld síðan
hveiti, sem raöktað var í Manito-
ba, var fyrst flutt út úr fylkinu.
Það var 12. okt. 1876. Er nú gert
ráð fyrir að minnast þessa merka
atburðar í Winnipeg með ein-
hvers konar hátíðahald hinn 12.
október. Fyrir 1876 hafði hveiti
að vísu verið ræktað í Manitoba,
en að eins til heimanotkunar og
það sem út var flutt þetta ár, var
að eins lítið eitt og verðið var
lágt, í samanburði við það, sem
nú gerist. Menn fundu fljótt til
þess, að sumarið var stutt til
hveitiræktunar og þörf var á því
að finna hveititegund, sem næði
fullum þroska á skemri tíma held-
ur en vanalegt var með hveiti, sem
þá var þekt. Það var fyrir rann-
sóknir og tilraunir Dr. Charles
Saunders, að Marquis hveitið var
framleitt, og hefir það aðallega
verið ræktað í Vestur-Canada
þangað^ til nú fyrir skðmmu, að
farið er að rækta Garnet hýeiti og
Reward hveiti, sem hvorttveggja
þroskast á skemmri tíma en Mar-
quis hveitið og reyna^t einnig að
cðru leyti mjög vel. Manitoba-
fylki er frægt orðið fyrir sitt “No.
1 Hard” og virðist því heldur vel
til fallið að halda upp á fimtíu ára
afmæli þess.
* * *
Innflutningur fólks til Canada
hefir verið langtum meiri á þessu
ári, heldur en í mörg undanfarin
ár. Samkvæmt skýrslum stjórn-
arinnar, nýbirtum, eru þeir, sem
fluzt hafa til landsins frá 1. jan
til 1. ág. 86,480, en á sama tíma-
bili í fyrra 51,00, og er því mis-
munurinn 68 prct. í júlímánuði
komu 6,487 Canadamenn frá Ban-
öaríkjunum, sem áður höfðu þang-
að farið með þeim ásetningi að
setjast að, en tjá sig nú alkomna
til Canada.
• * •
Fréttir frá Port Arthur, Ont.,
segja, að þar sé mjög erfitt að fá
nóga menn til að vinna við skóg-
arhögg. Kemur það sérstaklega
til af því, að bændur bjóða gott
kaup við uppskeruvinnu og einnig
af hinu, að í haust og vetur er
búist við, að skógarhöggsvinna
verði meiri heldur en verið hefir
undanfarin ár.
• * *
Dr. August Vogt, söngfræðing-
ur, dó í Toronto hinn 18. þ.m. 66
ára að aldri. Dr. Vogt var fædd-
ur og uppalinn í Canada, en þýzk-
ur var hann að ætterni. Á barns-
aldjri hneigðist hann strax að
hljómfræðinni, enda var hann á
sinni tíð einn með allra helztu
hljómfræðingum í Canada. Hann
stofnaði hinn fræga Mendelssohn
söngflokk og stjórnaði honum frá
1894 til 1917.
# * *
Blaðið Ottawa Journal, flutti
eftirfylgjadi spádóm á kosninga-
dags morguninn þann 14. þ.m.:—
“Blað þetta gerir engar sérstakar
kröfur til þess 'að eiga yfir nokk-
urri sérstakri spádómsgáfu að
ræða. Og þegar það fullyrðir, að
íhaldsflokkurinn verði allmiklu
liðsterkari á þingi að afstöðnum
kosningunum, þá er slíkt engan
veginn á því bygt, að það geri svo
mikið upp á milli flokkanna, held-
ur sökum þess, að nú hníga allir
atburðir þá átt, að stjórnar-
flokkurinn undir leiðsögn - Mr.
Meighens hljóti að verða ofan
samkvæmt fregnum þeim, er'víðs-
vegar berast að. Það gæti hugs-
ast, að íhaldsflokkurinn fengi
ekki ákveðinn meirilíluta, en
mannflestur hlýtur hann þó að
verað.” Sannast hér hið forn-
kveðna, að svo mæla börn sem
vilja.
kinin komu til lands með þær
fréttir, að faðir þeirra og menn-
irnir, sem með honum voru, væru
í nauðum staddir. Varð því hug-
rekki og þrek systkinanna til þess
að bjarga lífi þessara manna.
Bretland.
Konungur og drotning héldu ný-
lega dansveizlu í Balmoral kast-
alanum og voru gestirnir í það
sinn engir lávarðar eða auðmenn,
heldur vinnufólk konungs og
drotningar, og skemtu þau sér
með verkafólkinu og tóku þátt í
dansleiknum með því. Eitthvjið
af bændafólki þar úr nágrenninu
var einnig boðið.
• • •
Kolverkfallið á Englandi Stend-
ur enn yfir, en þó lítur út fyrir,
að verkfallsmenn séu nú viljugri
en áður að ganga að samningum,
jafnvel þótt þeir fái ekki alt sem
þeir krefjast. Einnig mun stjórn-
:n gera það sem hún getur til að
koma á samkomulagi. En nú eru|
það námaeigendurnir, sem sýnast[
vera helst í véginum fyrir því, að
samkomulag geti náðst.
• * *.
Sjö brezkir sjómenn hafa nýlega
verið teknir af lífi í Kína af kín-
verzkum hermönnum. Una Bret-
ar því illa, eins og við er að búast,
en hins vegar mun þeim erfitt við
ao eiga, því þegar erlendar þjóð-
ir hafa eitthvað saman við stjórn-
ina í Kína að sælda, þá er erfitt
að komast að $ví, hver stjórnar,
og Bretar viðurkenna ekki stjórn
Kínaveldis. Þó mun vera fjarri
skapi þeirra, að láta þetta mál
niður falla.
Voða fellibylur fer yfir Fiorida, deyðir og limlestir
fólk í ýmsum bœjum. Eignatjón stórkostlega mikið.
Afskaplegt ofviðri gekk yfir
Floridaskagann um helgina sem
leið og olli ákaflegu tjóni. Ofviðri
þetta varaði í nokkra daga, en
varð mest á laugardaginn hinn
18. þ.m. Veðrið hefir valdið
miklu manntjóni og stórsköðum í
ýmsum bæjum þar syðra, en sér-
staklega hefir borgin Miami verið
hart leikin. Sagt er að um þús-
und manns hafi farist í ofviðri
þessu, eða nálega það, og fjöldi
manna særst og meiðst á ýmsan
hátt. 50,000 eru heimilislausir og
eignatjónið er ákaflega stórkost-
legt. Vindurinn var svo mikill, að
hann nam 130 mílum -á klukku-
stund. Afskapa regn fylgdi þessu
ofviðri og sjórinn gekk víða langt
upp á land og gerði ákaflegan
skaða. Borgin Miami er mjög
ung borg, en síðustu árin hefir ó-
grynni fjár verið varið þar til
bygginga og annara umbóta. Hef-
ir fólkið streymt þangað þúsund-
um saman, sérstaklega efnað fólk
til að njóta þar veðurblíðunnar.
Þar risu byggjpgSrlóðir svo í
verði á skömmum tíma, að engin
dæmi eru til annars eins og voru
þær um tíma seldar fyrir hærra
verð, en nokkurs staðar annars-
staðar í Ameríku. — Fáeinir ís-
lendingar eru í Miami og þar í
grendinni, og hefir ekki frézt að
þeir hafi orðið fyrir slysum. Ann-
ars eru fréttir af öllu þessu ó-
liósar enn.
Hvaðanœfa.
Lögreglunni í Montreal hefir
verið tilkynt, að einhvern tíma frá
18. júlí til 10. ágúst, hafi þremur
dýrum málverkum verið stolið í
Madrid á Spáni, sem samtals séu
$150,000 virði. Eitt af þessum
landi. Hefir hann verið þar við
fornmenja rannsóknir og fundið
mjög fornar rústir, 30 mílur norð-
ur frá Jerúsalem. Álítur prófess-
orinn, að þar hafi hann fundið
altari Abrahams og einnig gröf
Jakobs.
hafa tekjur af því að veita þeim
viðtöku, sem geta borgað fyrir sig,
0g ekki þurfa að fara með leynd.
En orðstír sjúkrahúss þessa er
orðinn svo góður, að fjöldi giftra
kvenna af öllum stigum sækir
mjög um inngöngu, og því virðist
ÍHernum nú svo, sem vel kynni að
mega láta stofnunina bera sig, ef
nægilegt fé fæst í sprettinum til
þess, að stækka hana svo sem nú
er um talað.
í stjórnarnefnd sjúkrahúss þessa
hafa nú gengið hernum til aðstoð-
ar, fjöldi af merkismönnum borg-
arinnar, eins og frá er sagt á öðr-
um stað í þessu blaði. Ýmsir
þeirra eru svo settir, að þeir hafa
hóp af mönnum sér við hönd til
þess á einn eða annan hátt að
hrinda málinu áleiðis. Þannig er
ástatt fyrir W. G. Muir,yfirmanni
New York lífsábyrgðarfélagsins
hér í borginni, og sömuleiðis fyr-
ir þeim, sem í Kiwanis klúbbnum
eru. Af því að fslendingar hafa
báðar þær leiðir lent inn í þessa
hreyfingu, er það ekki sama,
hverjar undirtektirnar verða af
þeirra hálfu. Það er þegar orðið
nokkurt kappsmál um það, hversu
vel hver hópur um sig beri al-
menningsheill fyrir brjósti, og
þessi grein er til þess skrifuð, að
íslendingar geti tekið Vara á sér í
tíma og haldið sinn hóp. Þeir
þurfa ekki annað en koma sínum
tillögum í höndur ísl. ritstj. eða til
undiritaðra, sem sjá um að kvitt-
að verði fyrir, og peningunum
komið svo á framfæri, að greini-
lega sjáist, hvaðan þeir koma.
S. W. Melsted,
meðlimur Kiwanis Club.
J. P. Sólmundsson,
c-o New York Life Ins. Co.,
704 Lindsay Bldg., Winnipeg.
daginn í vikunni sem leið, frá fs-
| landi. Mr. Magnússon lagði á
Istað 27. apríl í vor og kom til ís-
| lands 26. maí Dvaldi hann þar
jtil 15. ágúst, að hann'Yór til Nor-
egs, Svíþjóðar og Danmerkur,
og svo vestur um haf. Mr. Magn-
ússon ferðaðist aðallega um Vest-
firði, því þaðan er hanii ættaður,
en var um tíma í Reykjavík og
kom einnig til ýmsra fleiri bæja.
Lætur hann vel yfir ferðinni, sem
gekk vel og var að öllu leyti á-
nægjuleg. Tiðarfar sagði hann
gott, meðan hann var á íslándi,
sérstaklega í júnímánuði. Verð á
fiski sagði Mr. Magnússon að
hefði fallið svo mikið, að það væri
nú-lægra heldur en það var fyrir
stríðið, en kostnaður allur við út-
gerðina miklu meiri. Taldi hann
því fiskiútgerðina langt frá því
að vera arðberandi nú sem stæði.
Mr. Magnússon sagði, að þegar
hann fór frá íslandi, hefðu mörg
útgerðarfélög átt mjög mikið af
óseldum fiski, sem þau hefðu ekki
fengið viðunanlegt boð í.
Frá Elfros.
íslenzka kvenfélagið í Elfros
hefir stofnað til samkomu í Elfros
8. okt.; þar les skáldkonan, frú
Jakobína Johnson kvæði sín.
Einnig syngur barnakór nokkur
lög; og Miss Olive Peterson syng
Or bœnum.
Gjafalisti Jóns Bir"nasonar skóla
verour birtur í næata blaði.
Vegna veikinda getur Dr. Tweed
ekki verið í Árborg eða á Gimli í
nokkrar næstu vikur.
málverkum er “Ecce Homo” eftir' U.rs l0,*F.Íítlr Professor K. Hall,
‘við þyðmgar fru Johnson. —
Titian, virt á $110,006; annað “The
Bust of a Woman” eftir Van
Dyke, virt á $5,000, og hið þriðja
er merkilegt listaverk eftir Velas-
quez, sem er virt á $35,000.
Dr. Stressman utanríkisráðherra
Þjóðverja og M. Briand, utanrík-
os ráðherra Frakka, sem nú eru
báðir á þingi Alþjóðabandalagsins
í Geneva, hafa þar átt langar sam-
ræður um utanríkismál þeirra
þjóðfélaga, sem þeir eru fullírúar
fyrir, og gera menn sér miklar
vonir um, að nú muni draga til
sátta og samlyndis milli ^pssara
tveggja þjóða, sem svo lengi hafa
verið óvinir og það alt til þessa,
þó svo hafi verið kallað, að þær
væru sáttar síðan að Evrópustríð-
inu mikla lauk og friður var sam-
inn. Eftir að þeir Stressman og
Briand höfðu" talast við, hafði
hinn síðarnefndi þetta að segja:
“Eg er fyllilega ánægður með
fundinn. Við viljum koma í veg
Gáfaður alþýðumaður lét sér þau
orð um munn fara nýlega, að það
væri ekki nema rétt eftir íslenzku
konunum hér vestra, að ná í
handrit Jakobínu ojfgefa þau út í
álitlegri útgáfu — þau ættu skil-
ið að komast í bók.
Grace Hospital.
og Sáluhjálparherinn.
Ýms h'inna stærri félaga og
klúbba hér í borg, hafa nú geng-
ist undir það, að leggja Sáluhjálp-
arhernum viðbótar vinnukraft til
þess að hafa saman ^50,000 þús-
und doll. samskot, sem honum er
nauðsyn að leita til almennings
með, og fá vissu sína á fáum dög-
um um það, hvar hann stendur í
því efni.
Borgarstjórinn hefir skorað á
fólk alment að bregðast yel við, og
flestir eða allir prestar borgar-
innar hafa tekið í sama strenginn
í kirkjum sínum.
Peningarnir eru ætlaðir til þess,
Á þriðjudaginn var fóru þeir
John McRae og Jón A. Bildfell,
B.A. suður til Detroit, Mich., og
búast þeir við að dvelja þar syðra
fyrst um sinn.
Á öðrum stað í blaðmu er ávarp
frá Mr. S. W. Melsted og séra Jó-
hanni Sólmundssýni, til íslend-
inga í sambandi við viðbót þá og
breytingu, sem Salvation Army
hefir fundið óhjákvæmilegt að
gera við Grace Hospital hér í
borg. Hið göfuga verk, sem Sálu-
hjálpar herinn er og hefir verið
að vinna hér og annars staðar,
hefir hlotið þá verðskulduðu við-
urkenningu borgarbúa, að flestir
á meðal bezt þektu manná borg-
arinnap og félög innan bæjarins,
hafa skorist í þetta mál og veita
hernum nú fulltingi sitt til að ná
saman fé því, er þarfir stofnun-
arinnar krefjast. Þeir Mr. Meb-
sted og Mr. Sólmundsson hafa ver-
ið skipaðir, annar, Mr. Melsted,
af Kiwanis klúbbnum, en séra Jó-
hann af Ne w York Life félaginu,
til ,þess að aðstoða við samskotin,
hvor fyrir sitt félag, sem bæði eru
velþekt og mikils metin. — íslend-
ingar gerðu vel í að athuga þetta
mál og liðsinna því eftir megni,
þar það er göfugt og verðskuldar
velvilja og styrk allra góðra
manna og kvenna.
fyrir allan ágreining milli Frakk-jað umbæta og tvöfalda að stærð
lands og Þýzkalands og ef stjórnir1 sjúkrahús Sáluhjálparhersins. Það
Bandaríkin.
William Henderson, seytján ára
gamall piltur og systir hans Ed-
ith, sem er enn yngri, unnu það
hreystiverk nýlega, að synda hálfa
aðra mílu til lands frá bát, sem
hvolfdi fram undan Ocean Park,
N. J. Faðir þeirra systkina, sem
var formaður, og sex menn aðrir,
komust á kjöl og gátu haJdið sér
þar þangað til hjálp kom, en vit-
anlega var strax brugðið við.til að
hjálpa mönnynum, þegar styst-
þessara þjóða styðja okkur í þessu
munum við halda áfram samning-
um í þessa átt. Ef stjórnirnar
fylgja sömu stefnu eins og við
viijum fylgja, vona eg að við ná-
um hinu þráða takmarki — eg vona
það. Það áreiðanlega eflir frið-
inn í Norðurálfunni.”
Dr. Stressman hafði nokkurn
veginn hið sama að segja: “Okk-
ur kom algerlega saman um öll
þau mál, er snerta Frakkland og
Þýzkaland, og við erum ráðnir í
því, að vinna með fullri trú-
mensku að góðu samkomulagi
milli þessara þjóða. Norðurálfan
þarfnast þess, að þjóðirnar skilji
hver aðra og á það sérstaklega við
vorar Jojóðir. Geti stjórnirnar
fallist á skoðanir vorar og stefn-
vr, þá hörfir nú vænlega við um
gleggri skilning og meira bræðra-
lag milli þessara tveggja þjóða,
heldur en átt hefir sér stað um
lnagan aldur.”
•u
* * *
Þýzkur prófessor frá Berlín há-
skóla, Ernest Sellin, heldur að
hann hafi fundið leifar af fyrstu
bygð ísraelsmanna í Gyðinga-
er nefnt Grace Hospital, og er að
eins fyrir sæpgurkonur. Fyrst
og fremst ganga þær fyrir, a,ð fá
þar' samastað svo mánuðum skift-
ir, bæði fyrir og eftir barnsburð,
sem félausar eru, ógiftar, engan
eiga að, nema guð og herinn, og
oftast ríður mest á því, að kjör
sín séu gjörð að órjúfandi leynd-
armáli. Þessa Ieyndarmálsnauð-
syn varð stjórn Manitobafylkis
fyrst til að viðurkenna, og hefir
veitt þessu sjúkrahúsi undan-
þágur frá lög.um sínum um fæð-
ingarskýrslur, til þess að þar geti
verið sem óhultust . griðastöð,
hvernig sem högum er háttað. Síð-
an hafa stjórnirnar í Sasatche-
wan og og Alberta báðar breytt
eftir þessu fordæmi. Er með
þessu komis,t íyveg fyrir þá at-
burði, sem á liðnum öldum hafa
oft og löngum endað í gálganum.
Þessu Hknarverki hefir Sálu-
hjálparherinn einsamall sint um
langan aldur, fyrir allar kirkjur
og guðsþakkastofnanir landsins,
án þess að kvaka til þeirra um
nokkra hjálp fyr en að þessu
sinni. Að eins með því móti, að
eitthvert rúm sé afgangs, þegar
búið er að fullnægia þörfum allra
þeirra, sem í nauðum eru stadd-
ar, getur það komið til mála, að
Elín HálfdánarsOn, 48 ára göm-
ul, andaðist að heimili sínu,
Bjarkarvöllum við íslendingafljót,
þ. 7. sept. Lætur eftir sig eigin-
mann, Valdimar Hálfdánarson, og
fjögur börn, tvær stúlkur og tvo
drengi, á aldrinum níu til sextán.
Nöfn barnanna, éftir aldri: Sol-
veig Elín, Páll Jón, Margrét Ingi-
björg og Hálfdán Sveinn. Syst-
kini Elínar sál. eru tvö á lífi, Guð-
rún kona Jóhanns Briem og Jón
bó%di Pálsson, er býr í grend við
Riverton. — Elín var ágætiskona
og vinsæl. Jarðarförin fór fram
þ. 9. sept. Kirkja Bræðrasafnað-
ar heldur meira en full við það
tækifæri. Bæði heimaprestur, séra
Jóhann Bjarnason, og séra Sig-
urður ólafsson, voru þar við-
staddir og fluttu ræður. Almenn
og mikil hluttekning í bygð og
söfnuði í tilefni af fráfalli hinnar
góðu konu. — Burtköllunin mjög
snöggleg, hin látna ekki verulega
veik nema nokkrar klukkustund-
ir. Var í kirkju við messu tveim
dögum áður og þá að virtist bæri-
lega frísk. — Ekkjumaðurinn, börn
og aðrir áátvinir, biðja Lögberg
að fljdja vinum og bygðarfólki al-
úðarþakkir fyrir blómskrúðið
fagra og mikla, er kistan var al-
þakin með. Svo og fyrir alla hlut-
tekninguna, sem þeim hefir verið
sýnd, er þau kunna vel að meta,
mitt í hinni miklu s@rg er heim-
sótt hefir heimili þeirra.
Jóns Bjarnasonar skóli var sett-
ur á mánudagsmorguninn í þessari
viku. Formaður skólaráðsins, séra
Björn B. Jónsson, D.D., setti skól-
ann með guðsþjónustu. Fyrst var
sunginn sálmurinn; “Lærdómstími
æfin er.” Þá las Dr. Jónsson bibl-
íukafla (um vínviðinn og greinarn-
ar) og flutti bæn. Talaði hann svo
nokkur orð til kennara og nem-
enda skólans. Einnig töluðu Miss
Salóme Halldórsson og Mr. A. S.
Bardal. Miss Salóme Halldórsson
veitir nú skólanum forstöðu, ' en
meðkennarar hennar eru: Miss
Geir, Miss Bleakley og Mr. Jón O.
Bildfell. Dr. B. B. Jónsson hefir
umsjón með kristindóms kenslu í
skólanum. — Skólasetningin var á-
nægjuleg og fór mjög vel fram, en
jhún gæti verið tilkomumeiri, ef
| fólkið í Winnipeg sækti hana betur
og sýndi með því velvild sína til
skólans. í þetta sinn voru að eins
örfáir viðstaddir, auk kennara og
nemenda, þrátt fyrir það, að öllum
vinum skólans er boðið að vera við
skólasetninguna.
Á fimtudagskveldið 9. þ.m. var
fjölmenn samkoma haldin í sam-
komusal Fyrstu lút. kirkju. Var
tilefnið það, að nú eru flestir
komnir heim til borgarinnar, sem
burtu hafa verið í sumar, og nú
hefir söfnuðurinn aftur tekið til
starfa með fullu fjöri eftir há-
sumar mánuðina, júlí og ágúst,
en þá tvo mánuði er sunnudags-
skóla ekki haldið uppi, og að eins
messað einu sinni á hverjum
sunnudegi. Samkoman hepnaðist
mjög vel og virtist fólkið skemta
sér ágætlega við söng og hljóð-
færaslátt og veitingar, sem kven-
félagið framreiddi. Það er að
verða að hefð í söfnuðinum að
halda slíka samkomu árlega í
byrjun september mánðar og mun
það verða vinsælt og því vel tekið.
eins yfirlætislaus og framast get-
ur, — engin yfirvarps virðingar-
tákn gerðu þar vart við sig, held-
ur hvíldi yfir athöfninni allri,
hreinn og óblandinn alvöruþungi
hljóðlátrar sorgar. Kveðjan var í
beinu samræmi við líf hins látna
öldungs,—spekingsins með barns-
hjartað.
Sama daginn og Dr. Eliot var
lagður til hvíldarinnar hinstu,
fór fram í New York jarðarför, er
mjög var með öðrum hætti. Mað-
ur sá, er þar skyldi jarðsyngjast,
var kvikmyndaleikari einn ítalskr-
ar ættar, Rudolphe Valentino.
Tugir þúsunda þyrptust að útfar-
arstofunni til þess að skoða líkið.
Rosknar konur og ungar stúlkur,
með máluð andlit og rauðsmyrsl-
aðar varir, ruddust áfram sem
óðar væru, — vildu helzt allar
verða fyrstar, til að yfirvega í síð-
asta sinn fölva ásjónu síns látna
uppáhaldsgoðs. Hálftryldir karl-
menn klufu fylkingar og ruddu sér
veg að kistunni með slíkum of-
stopa, að lögreglan fékk lengi vel
eigi rönd við reist. Þegar svo að
lokum friður komst á, kom það í
ljós, að á annað hundrað manns
lá sært í valnum, er fljdja varð á
sjúkrahús.
Hr. Elínmundur ólafsson, kaupm.
hér í bænum, hefir keypt af ís-
landsbanka Keflavíkureignina, er
Duus-verzlun átti áður, síðan
Matth. Þórðarson frá Móum og
svo Copelandsfélagið, fyrir 300
þús. kr.
íslenzka stjórnin hefir nýlega
viðurkent bolsjevikastjórnina á
Rússlandi löglega stjórn, segja
blaðafregnir. Er langt síðan
Danmörk og önnur lönd gerðu
þetta.
Gistihús er verið að reisa í
Fornahvammi í Norðurárdal, fyr-
ir tilstyrk landssjóðs.
Bændaöldungurinn Stefán Jó-
hannesson, fyrrum póstur, andað-
ist að heimili sínu, Skriðu í Breið-
dal, 25. maí 1926.—Lögr.
Síðast liðið laugardagskv. hafði
Jón tónskáld Friðfinnsson hljóm-
leika samkomu með nemendum
sinum að Hnausa, Man. Var
jskemtunin ágætlega sótt, ekki
sízt þegar tekið er tillit til þess,
hve vegir í bygðinni voru torfær-
ir. Barnasöngflokkur söng á sam-
komunni, er tókst mæta vel, og
skemti áheyrendum hið bezta. Var
samræmið gott og hljómfall sömu-
leiðis. Nokkrir nemendur Jóns
léku á piano, og gerðu hlutverk-
um sínum góð skil. Tveir synir
söngstjórans, þeir Fred. og Wolf-
gang, léku á fiðlu og slaghörpu,
fólki til hinnar mestu ánægju. Á
Mr, Friðfinnsson þakkir skyldar
fyrir vandvirkni þá og alúð, er
hann hefir sýnt nemendum sínum, j
eins og samkoman bar ljósastan
vott um. Mr. Gísli kaupmaður;
Sigmundsson stýrði samkomunni
og fórst honum starfi sá einkar
myndarlega úr hendi.
AlþjóSa bandalagið.
Sjöunda þing Alþjóða banda-|
lagsins er nú háð í Geneva, ogi
samkvæmt fréttum þaðan að dæma j
virðist nú alt ganga þar miklu I
friðsamlegar heldur en á síðasta
þingi bandalagsins. Hin merk-
ustu tíðindi, sem þaðan eru að
segja, eru þau, að nú hafa Þjóð-
verjar gengið í Alþjóða banda-
lagið og skipa þeir þar eitt af hin-
um föstu sætum. Hin sætin skipa
Breetar, Frakkar, ítalir og Jap-
ar. Einu af hinum föstu sætum
í ráðinu, er haldið auðu og er það
ætlað Bandaríkjaþjóðinni, ef hún
síðar vill taka þátt í þessum al-
heims friðarsamtökum, en sem
hún hefir enn ekki, fallist á að
gera. Sir George E. Foster mæt-
ir á þessu þingi fyrir Canada.
Sagði hann þar, að miljónir manna
í Bandaríkjunum væru Alþjóða-
bandalaginu og því göfuga og
mikla verki, sem það væri að
vinna, mjög vinveittir. Sagðist
hann mega fullyrða, að þótt
Bandaríkin hefðu enn ekki gengið
í bandalagið þá nyti það þó ómet-
anlegs stuðnings úr þeirri átt.
Það er iitið svo á, að með inn-
göngu Þjóðverja í Alþjóðabanda-
Iagið, sé stórt spor stigið í friðar-
áttina, því nú vinni þær stórþjóð-
ir sameiginlega að alheims friði,
sem fyrir nokkrum árum bárust á
banaspjótum.
Mr. Jón Magnússon frá Gimli,
Man, kom til borgarinnar á föstu-
Tvær ólíkar jarðarfarir.
Fyrir tiltölulega skömmum tíma,
var lagður til hinstu hvíldar Dr.
Charles W. Elliot, sá er í heilan
mannsaldur hafði gegnt forseta-
embætti við Harvard háskólann,
maður, sem eigi að eins Banda-
ríkjaþjóðin að verðugu dáði, held-
ur og miljónir manna og kvenna
út um allan hinn mentaða heim.
Ja',Sarför þessa mikla manns, var
Frá Islandi.
Reykjavík, 17. ág. 1926.
Elín Stephensen, landshöfðingja-
frú varð, sjötug 13. þ.m., og var
henni þá haldið samsæti á Hótel
ísland.
Fiskirannsóknir hafa verið fram-
kvæmdar hér undanfarið af skip-
inu Dana. Hefir Bjarni Sæ-
mundsson m. a. tekið þátt í þeim
rannsóknum. Annar af rannsókn-
armönnum, meistari Thaaning,
hefir nýlega skýrt frá ýmsu, sem
rannsóknirnar snertir. M. a. hef-
ir hann vikið að því, sem oft er
talað um hér, að fiskur þverri á
íslenzku miðunum vegna aukins
og ófyrirleitins veiðoskapar. Tel-
ur hann að ekki sé mikil hætta á
slíku, því að viðkoma þorsksins sé
afarmikil, en áraskifti séu að því
hversu vel veiðist, og komi þar
margt til greina, einkum breyti-
leg lífsskilyrði, en tilgangur haf-
rannsóknanna sé m. a. sá, að reyna
að segja fyrir um það, hvenær og
hvar sé von á góðum aflaárum
og leiðbeina um það, hvernig
fiskigöngurnar yrðu haganlegast
notaðar.
Sjómerki á að reisa innan
skamms á þessum stöðum í Skafta-
fellssýálu: Á Kálfafellsmelum, þar
sem er sæluhús fyrir skipbrots-
menn, og verður merkið lóðrétt,
rauð stöng með kringlóttri, rauðri
plötu, sem á verður hvít rönd upp
og ofan. Annað verður um 8 km.
sunnan við Eldvatnsós, ferstrend,
rauð járngrind með ferstrendri,
rauðri topp-plötu og lóðréttum,
hvítum röndum á. Hið þriðja
verður um 4 km. fyrir austan
Kúðós, ferstrend járngrind, rauð,
með þríhjrrndri topp-plötu, sem
fest er þannig, að eitt hornið verð-
ur niður, og verður platan rauð,
með láréttum, hvítum röndum. Þá
verður og reist varða á hæsta
kletti Alvíðruhamra. Á Hjörleifs-
höfða, Höttu og í Pétursey hafa
þríhyrninga mælivörður verið
endurreistar. '
Norskt flutningaskip, “Nord-
polen”, sökk 29. f.m. á Breiða-
firði, fram undan Brjánslæk, rakst
þar á blindsker. Ménn björguð-
ust í land með farangur sinn, en
af farminum bjargaðist ekkert.
Skipið var með sement og fleiri
vörur, en flutti einnig símastaura,
sem áttu að fara til ýmsra staða
á Breiðafirði.
Síldveiðaskipið Varanegr strand-
aði 1. þ.m. við Skagatá. Hafði
komið svo mikill leki að skipinu
úti á rúmsjó, að skipverjar héldu
að það mundi sökkva, og hleyptu
því upp þar sem syst var til lands.
Peter Hognestad Björgvjnjar-
biskup er nýkominn í kynnisför
hingað, og er hann fyrsti biskup,
sem hingað hefir komið frá öðr-
um norænum þjóðum, síðan um
siðaskifti. Hann verður hér hálfs-
mánaðartíma og ferðast austur
um sveitir. Biskup og starfsemi
hans er lesendum Lögr. annars
áður kunn af ferðaminningum hr.
Gunnar Árnason, sem á sínum
tíma komu hér í blaðinu, og að
miklú leyti sögðu frá biskups-
dæmi hans.—Lögr.
Sjötugsafmæli átti Halldór fyrv.
prentsmiðjueigandi Þórðarson 7.
júlí. Fékk hann þá margar heim-
sóknir og mörg heillaóskaskeyti.
Nokkrir vinir hans og kunningjar
sendu honum dálitla minningar-
gjöf og færðu honum hana Rík-
harð Torfason bankaritari, Hall-
grímur Benediktsson storkaup-
maður og Gunnlaugur Einarsson
læknir, og afhenti R. T. hana með
nokkrum þakkarorðum til H. Þ.
og óskum um hamingjusama elli-
daga. Hefir H. Þ. jafnan verið
vinsæll maður og vel metinn,
enda að allra dómi drengur diinn
bezti. Enn er hann ungur í anda
og ber aldurinn vel. Fyrir 10 ár-
um flutti óðinn æfiágrip H. Þ. og
myndir af þeim hjónum.
Hér í bænum hefir verið mikið
um það talað undanfarið, að miklir
gallar væru á byggingu neðstu
hæðarinnar eða kjallarans á
Landsspítalanum, sem nú er ver-
ið að reisa. Hafði steypan ekki
harðnað eðlilega á venjulegum
tíma í veggjunum, og var ýmsum
getum að því leitt, hvað valda
mundi. Samkvæmt því, sem bæj-
arverkfræðingurinn, sem rannsak-
aði málið, hefir látið uppi, er
miklu meira úr þessu gert manna
á milli en rétt er. Segir hann, að
ónýtir blettir séu að vísu í kjall-
arasteypunni, og verði að brjóta
þá úr og steypa í þá aftur, og muni
það kosta um 5000 kr. og megi gera
það án þess að raska þurfi að
öðru leyti því, sem steypt hefir
verið. En það er kjallari og loft
yfir og fyrsta hæðin. Steypu-
skemdin er talin stafa af sýrum
í sandinum, sem notaður var í
veggina, en það var holta- eða
mýrasandur, en 1 loftin er notað-
ur fjörusandur, og eru þau sögð
gallalaus.—Lögr.
Séra Eggert Pálsson, prófastur
og alþingismaður á Breiðabolsstað
í Fljótshlíð andaðist^ í Kaup-
mannahöfn hinn 6. ágúst.
Þegar konungur var á íslandi í
sumar, hreyfði Tíminn því, að við-
emandi væri að reisa konungs-
höll á íslandi, þar sem konungur
og drotning gætu-verið þegar þau
kæmu í þann hluta ríkis sins.
út af þessu hefir sú fregn flogið
út um meginland Evrópu, að _ís-
lendingar hafi í huga að reisa
konungshöll. Blöð á Þýzkaland.
og Frakklandi flytja þessa fregn,
og hafa hana eftir dönskum blöð-
um eða frá Kaupmannahöfn. Morg
dönsk blöð hafa flutt fregn þessa
og þykir mikið til hennar koma og
ekki sízt fyrir það, að þessu mah
hafi verið hreyft í Tímanum,
blaði þeirra Tryggva Þórhallsson-
ar og Jónasar frá Hriflu, en þeir
hafa hingað til ekki^ þótt nemir
sérlegir konungsvinir eða Dana.
Hitt vita Danir væntanlega ekki.