Lögberg - 23.09.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.09.1926, Blaðsíða 6
LOGBERG FEVÍTUDAGINN, 23. SEPTEMBER 1926. Bls. 6 Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. t Eftir óþektan höfund. ' ■— ■Weraer stamaði einhverja afsökun. Hinn Hinn ókunni ypti öxlurn, eins dg hann skildi ekki framkemu Werners, kvaddi kurteislega og hélt áfram. Werner leit á eftir honum. “Það er þó hann,” tautaði hann við sjálfan sig. “Annars hlýtur það að vera tvífari hans, því slík líking er alveg óþekt.” Yitanlega trúir sérhver maður helzt því, sem hann vill trúa, og Werner hafði, bæði sökum sinnar eigin réttlætrstilfinningar, og lönguninni eftir.að hjálpa Leíiororu til að uppfylla loforð hennar, enga heitari ósk í huga sínum, en að finna morðingja Scholwiens. Atburðurinn var of mi'kils verður til þess, að hér væri hekið tillit til hinna almennu kurt- eyslssiða. Þott það væri nokkuð kynlegt, varð Wérner að sannfæra sig um, hvort þessi maður var morðingi Scholwiens, eða að eins tvífari hans. Þess vegna hraðaði hann sér aftur á eftir hinum Ijósa. “Þér fyrirgefið mér efhiust* hr. minn, ” sagði Werner aftur við hinn ókunna mann, “en mig langar til að spyrja yður einnar spurning- ar.” Hinn.ljóshærði nam strax staðar. “Það er mér sönn ánægja,” svaraði hann jafnrólegur og kurteis eins og áður, “ef eg get svarað henni.” “Voruð þér ekki, fyrir tveim árum síðan, eina nótt í hótelinu Skjaldarmerki 1 höfuÖborg- innif 7 Hann nefndi nafnið Semper, og horfði fast á hinn ókunna. ‘ ‘ Til höfuðborgarinnar hefi eg komið nokkr- um sinnum,” sva'raði sá ljóshærði, “en eg hefi áreiðanlega aldrei verið í Skjaldarmerkinu. Leyfið mér nú sem endurgjald að spyrja yður. Af hvaða ástæðum eruð þér að spyrja mig hvað eftir annað, er það nokkuð, sem yður snertir?” Af því þessi ókunni maður var svo rólegur, misti Werner stillinguna, auk þessa ruglaði hin ókunna rödd hann svo mikið, að hann varð gramur yfir sjálfum sér. Hann tók nú líka eft- ir því, að liinn ókunni var miklu elliiegri, heldur en hinn falski Seaiper gat verið, eftir því sem hann mundi bezt. “Afsakið! afsakið!” stamaði Werner aftur vandræðalegur, “en líking yðar og annars manns hefir gabbað mig.” “Það er skiljanlegt.” t Um leið og hinn ókunni sagði þetta, lyfti hann hattinum og hélt áfram rólegur. Werner gekk gramur, og fyrirvarð sig, í gagnstæða átt. Þegar hann hafði gengið nokk- ur skref, leit hann aftur eftir hinum ókunna, en sá hann nú hvergi. Hann hlaut að hafa horfið, annað hvort inn í eitthvert hús, eða inn í ein- hverja götuna, sem liggur frá torginu. Feiminn og hnugginn sneri Werner aftur til Allans og Berthold. Hann vissi, að hann varð að gefa einhverja skýringu yfir þessari dularfullu þreytni sirnii, og án þess að bíða spurninga, sagði hann, að sér hefði sýnst hann sjá mann, er hann þekti, en þegar til kom var það annár maður, mjög líkur hinum. Að liann hefði verið að elta ímyndaðan glæpamann, þorði hann auðvitað ekki að segja. Þó að hann vteri sannfærður um, að hann' hefði haft fyrir sér mann, er væri mjög líkur hinum falska Semper, gramdist konum samt, að hann hafði ekki elt hann með leynd, til að vita hvar hann ætti heima. “Það var gott að þér gátuð skýrt þessa breytni yðar fyrir okkur,” sagði Allan, “því við vorum mjög hræddir yðar vegna; þér hlup- uð burt eins og brjálsemi hefði gripið yður, eða að þér hefðuð séð vofu.” / “Það v^r Jíka vofa, sem gabbaði mig,” svar- aði Werner, “en vofur eru að eins ímyndun, og við skulum þess vegna reyna að gleyma því, sem gerði mig hræddan, svo að eg gerði ykknr K'ka hrædda. Við skulum snúa okkur aftur að hinu verulega og tala uny viðskifti okkar.’ A þessu augnabliki heyrðist bjöllu hringt í ganginum, sem kallaði gestina að dagverðar- borðinu. Allan og Berthold stóðu upp, og þegar hinn síðamefndi fór, gengu Allan og Wemer inn í borðstofuna. SJÖUNDI KAPITULI. Hinn kvenlegi Cerberus. Þetta var fagurt sumarkvöld. , Síðari hluta dagsins hafði Allan og Wemer litið yfir reikningsbækumar, svo nú var að eins eftir að skoða garðinn fyrir utan bæinn. Litlu fyrir kl. 6, þegar hitinn var farinn að minka, lögðu þeir af stað út í garðinn. Fyrir hér um bil fimtíu árum, þegar jám- brautir vom enn óþektar, stóð bærinn, sem Wer- ner ætlaði nú að kaupa hótel í, langt frá öllum aðalbrauÞim viðskiftalífsins. Jarðvegurinn, sérstaklega fjrrir utan bæ- inn, var lítils virði. Faðir Allans bræðranna átti þá stór/ lafid- spildu fyrir utan bæinn, þar sem hæðimar byrj- uðu og hækkuðu enn meira, unz þær urðu að skógivöxnum hálsum. Það var allstórt landsvæði, sem hinn'gamli Allan, er var bóndi, varð að rækta í sveita síns andlitis, til þess að geta fætt sig og fjölskyldu sína, því jarðávextir voru þá í lágu verði, sök- um hinna erfiðu samgöngufæra. En þetta breyttist alt í einu, þegar járn- brautirnar vora lagðar. Bærinn stækkaði fljótlega, og fyrir utan hann voru brautarstöðvarnar bygðar, og litli, gamli bærinn myndaði margar nýjav götur. Jarðvegurinn hækkaði f verði í hlutfalli við stækkun bæjarins. Gamli Allan mældi land sitt í byggingarlóð- ir, og seldi þær smátt og smátt. Hann varð ríkur maður, og lifði síðustu ár- in á ávaxtafé sínu. Handa sjálfum sér geymdi hann allstórt svæði, bygði á því nýtízku skraut- hús og umkringdi það með eins konar listi- garði. Alt þetta sagði Allan Werner á'leiðinni til garðsins. “Þegar faðir okkar dó, fyrir 25 áram síð- an,” sagði Allan, um leið og hann endaði skýrslu sína, “skiftum við Gottfred bróðir min-n og eg, lausafé og fasteign föður okkar á milli okkar. Gottfred eignaðist húsið og garðinn, og þar eð hann, sem ungur maður, var djarfur og starfsamur, sem elskaði peninga umfram alt, lét hann byggja, rófusykurs verskstæði hjá húsi sínu, sem eflaust hefir veitt honum góðar tekj- pr, að" svo miklu leyti að eg veit, þar eð eg kem mjög sjaldan til bróður riiíns. Eg fékk ávaxta- frarðinn, sem er aðskilinn með steingirðingu frá andeign bróður míns, svo að ekkert samband á sér stað á milli landeigna okkar. Fyrir pen- inga þá, sem eg erfði, keypti eg hótelið, sem eg eflauSt hefði viljað halda len-gur, ef lasleiki minn og fráfall konu minnar gerði mér það ekki ómögulegt. Nú erum við komnir áleiðis, þama sjáið þér hús bróður míns og verkstæði.” Hann benti á tvílyft hús, og frá því lá girð- ing langs með þjóðbrautinni að verkstæðinu, sem var bygt af rauðum múrsteinum, og snera hinir hvítu gaflar þess að veginum. Stóra hliðið í girðíhgunni og einnig litla hliðið hjá verkstæðinu vora lokuð, svo að Wer- ner gat ekki séð inn í garðinn um leið og hann gekk fram hjá. En hinir stóru, dökku reykjar- mekkir, sem stigu upp í hið hreina loft frá reyk- háf verkstæðisins, bára þess vott, að menn vora ekki iðjulausir bak við þessa múrsteinsveggi. Verkstæðið stóð á landamærum, og bak við_ það byrjaði steingirðingin, sem umkringdi garð hóteleigandans. „ Þar eð j^rðvegurinn hækkaði hér, var garð- urinn með hjalla-myndun. A hjallanum voru margar gangtraðir, og milli þeirra vár ræktað- ur vínviður. ' / Allan tók lykif úr vasa sínum, opnaði dyrnar í steinveggnum og leiddi Werner inn í garðinn. Mennirnir gengu upp tröppuna, sem var á miðjum hjallanum. Útsjónin frá efsta, stóra fletinum, var að- dáanleg, þó hún væri á einum stað hindruðmf strýtumynduðum klett. Héðan sá maður ekki eingöngu bæinn og skógi vöxnu hæðamar, en maður sá líka niður í verkstæðisgarð nágrann- ans. “Ef þér á þessari flöt viljið láta reisa veit- ingahús,” sagði Allan, “þá veitið.þér bænum okkar skemtistað, sem mun borga sig ágæt- lega.” Werner, sem var framsýnn maður, kinkaði kolli. “Undir vissum kringumstæðum, já,” sagði hann, “því þér hafið engu ýkt; afstaða garðsins og lögun er mjög hagkvæm, það má vel nota hann til einhvers, og þó er eitt óhagræði, sem eyðileggur allar vonir.” “Hvað getur það verið?” spurði Allan. Werner Jyfti hendinni og benti upp í loftið. “Hafið þér ekki tekið eftir því, hvernig reykinn leggur frá reykháf bróður yðar? 1 dag er austanvindur, og hann flytur reykinn inn yf- ir bæinn, svo hreint loft er í garðinum. En í , vestanátt legði allan reykinn inn í garðinn, sem myndi auka þægindi og gera heimsókn almenn- ings mjög vafasama.” t Allan varð hissa og þagði; hann gat ekki neitað því, að Werner hefði rétt fyrir sér. “En maður má ekki hopa undan hindrun- ijm,” sagði Werner enn fremur, “þegar maður ætlar að framkvæma eitthvað, og þetta pláss gefunsannarlega góðar vonir. Eg er fús til að kaupa garðinn Iíka og borga hann fullu verði, ef mögulegt er að bæta úr óþægindunum, sem egmintistá. ” “En það er eki í mínu valdi. ” “Maske í valdi bróður yðar. ” “A hvem háttf” spurði Allan, sem sjáan- lega varð gramur í skapi, þegar minst var á bróður hans. “Ef þessi Yerkstæðis reykháfur væri hækk- aður um þrjá eða fleiri metra, þá myndi reyk- urinn ekki reka sig á klettana, en fara fyrir of- an þá, og við þyrftum ékki í vestanvindi að vera hræddir um að reyknum slái niður.’ Allan skildi strax, að Wemer hafði.rétt fyfr- ir sér. / ‘‘Við skulum þá,” sagði Wemer, “heim- sækja bróður yðar; máske hann leyfi að reyk- háfurinn sé hækkaður um fáeina metra. Reyk- háfurinn er svo traustlega bygður, að undir- staða þans hlýtur að þola þess hækkun, og kostn- aðurinn getur ekki orðið ókljúfandi; atiðvitað verð eg að bera hann ásamrt yður, þar eð við höfum báðir hagnað af því.” Allan svaraði ekki strax. Hann hélt hönd- inni um hökuna og hugsaði sig um. “Að fara og finna bróður minn, er mér ekki geðfelt, ’ ’ sagði hann eftir langa umhugsun. ‘‘En þér verðið neyddur til að gera það, ef þér viljið selja garðinn, hvort heldur mér eða oðrum. Hin umtöluðu óþægindi sér hvar að- gætinn maður. 1 þessu tilfelli ræður úrskurður bróður yðar úrslitunum.” Allan ypti öxlum. ^ “Kæri hr. Werner, þér þekkið ekki kring- umstæðumar. Að geta fengið að tala við bróð- ur minn, er epginn hægðarleikur, eiris \)g þér í- myndið yður, án tillits til þess, að eg er mjög ófús á að snúa mér til hans. Eg er alt af hrædd- ur um, að þar inni kunni að þyrlast upp eitt- hvert ryk, sem eg ógjarna vil fá í augun.” ^ “Eg fullvissa yður um að garðurinn, an breytingar á ásigkomulagi reykjarins, verður alveg óhæfur til að dvelja í.” “Nú, að því er mig snertir,” sagði Allan/ skyndilega, “þá er mér sama þó við förum til hans; eg verð hvort sem er, að sjá bróður minn einu sinni áður en eg fer úr bænum; þetta getur þá jafnframt verið kveðju heimsókn. ” A þessu augnabliki greip Werner handlegg Allans, og kreisti hann svo fast, að Allan kendi til. 1 / “Hvað er þetta?” spurði Allan skelkaður. “Sko þarna, hann er þarna núna.” > Með þessum dularfullu orðum benti Wemer á einn gluggann í verkstæðinu fyrir neðan hjallanna, þar sem þeir liöfðu gengið fram og aftur. “Hver?” Svo leit hann þangað, sem Werner benti. “Afturgangan hans,” hrópaði Werner, “sem einu sinni áður hefir gert mig hræddan.” “Afturganga hvers ? ’ ’ A þessu augnabliki hrukku báðir mennimir við og skygðu fyrir augun með hendi sinni. Ský, sem hafði liulið sólina, var dregið frá henni; þar eð sólin var lágt á lofti, spegluðu geiálar hennar sig í gluggum verkstæðisins, sem glóðu eins og bráðið gull, og gerðu of bjart fyrir augum. 1 þessu ljóshafi var alt horfið, sem annars hefði verið mögulegt að sjá, í eða bak við gluggann. ' “Hvernig*er það með þessa afturgöngu, sem þér hafið minst á svo oft?” spurðr Allan, þeg- ar hann var búinn að nugga augun og snúa sér vih. ‘ ‘ Hún hlýtur að búa að staðaldrí í huga yð- ar, þar eð þér álítið yður sjá hana alstaðar.” “Eg er í svo mikilli geðshræringu,” viður- kendi Werner, “að eg veit naumast lengur hvað er sannreynd og hvað er ímyndun, viðvíkjandi þessari sýn. Eg held sjálfur, að það sé að eins skynvilling, sem lét mig sjá það bak við þenna glugga, er hvíldarlaust hefir kvalið huga minn síðan í morgun, og það svo tilfinnanlega, að ég get ekki lýst því. Eg hefi gert rangt, með því að gruna saklausan mann um glæp, sem liggur eins þungt á huga mínum og stærðarbjarg væri; því eg fullvissaði mig um það í morgun, að það er að eins einkennileg líking, sem gabbaði mig. ’ ’ “1 morgun töluðuð þér um kunnugan mann, sem þér hélduð yður hafa séð,” sagði Allan, sem nú var orðinn forvitinn, “en nú minnist þér á glæp. ’ ’ “Þegar maður er í æstu skapi,” sagði Wer- ner og reyndi að forðast hið rannsakandi augna- tillit Allans, “þá sér maður alstaðar vofur. ” “1 þessu tilfelli er það líka mín skoðun,’'' svaraði Allan um leið og hann fylgdi Werner ofan af hjallanum; “því jafnvel þó margt þar inni sé ekki eins og það ætti að vera, þá held eg að ekki finnist glæpamenn í húsi bróður míns; hann er raunar undarlegur maður, en heiðar- legur er hann samt.” Werner svaraði engu. Hann gekk þegjandi við hlið hóteleigandans. Hann var vitanlega í geðshræringu, þar eð hann hélt sig aftur hafa héð afturgöngu Sempers. Aðalástæðan til nær- veru hans hér, að kaupa hótelið, féll næstum því í gleymsku. Þegar þeir voru komnir niður af hjallanum, gengu þeir aftur út á veginn, sem lá langt út í hálsana og hæðirnar, og með fram honum l>Gg'gja vegna stóðu fögur bæhdabýli umkringd af ávaxtagörðum. Allau lokaði garðdyranum á eftir sér, og gekk svo með Werner fram Hjá verkstæðisr ■óyggingunni áleiðis til húss bróður síns. Þar eð végurinn lá eftir dæld, náðu sólar- geislarmr ekki til þeirra; fystu rökkurskugg- arnir gerðu vart við sig, þegar Allan greip bjöllustrenginn við húsdyr bróður síns. Bjölluhljóðið heyrðist glögt úti, en engin hreyfing heyrðist inni í húsinu, er var með lok- uðum hlerum fýrir neðstu gluggunum, og niður dregnum blæjum uppi á lóftinu, líktist töfra- höll þymirósanna, þar sem aít líf er dautt. Allan kipti aftur rösklega í bjöllustrenginn. En aftur varð hann að bíða góða stund. Loksins heyrðu þeir fótatak inni í húsinu. __ Dyrnar voru opnaðar, og reglulegur ægis- hjálmur kom í Ijós. Það var afarstór línhúfa, með rósrauðum þykksilkisborðpm á höfðinu á roskinni konu, sem leit hörkulega út úr dyr- unum. Ilskuleg orð sveimuðu á vörúm hennar, og hún bældi þau niður, þegar hún þekti Allan. Undir eins hvarf hörkulega útlitið og breyttist í vingjarnlegt bros. “Hr. Allan,” sagði hún mjög undrandi. “Er bróðir minn heima?” spurði Allan. “ Já, ” svaraði hÚn með þvj að kinka kolli. “Eg vil fá að tala við hann.” “ Það er ekki mögulegt,” sagði' hún svo á- kveðin,' að Allan spurði mjög móðgaður: / “Hvernig vitið þér það, frú,Wöhlert? Þér viljið þó Kklega ekki á eigin ábyrgð vísa mér í burtu, þegar eg kem til bróður míns?” , Frú Wöhlert, sem um mörg ár hafði verið ráðskona hjá Gottfred Allan, sem var ekkju- maður, klappaði saman lófum og leit til himins, nm leið og hún stamaði: “Hvernig getið þér ætlað mér slíkt? Eg verð sem trygg ráðskona að eins að framkvæma skipanir húsbónda míns, og þar eð hann hefir verið yfir í verkstæðinu, þá áleit eg, að það hefði reynt svo mikið á hina veiku heilsu haná, að hann í dag áliti sig ekki færan um ,að tala við neinn.’; “ Segið þér honum frá komu minni,” svar- aði Allan þurlega, “og segið honum, að eg sé hér með ókunnan gest, sem langi til að tala við hann um viðskiftaerindi. ”. “Það skal eg segja honum. ” Svo hneigði frú Wöhlert sig aftur, og menn- jimir gengu inn í húsið, en hún læsti dyrunum nákvæmlega. VÉR ÞURFUM MEIRl RJQMA! Vér ábyrgjumst Kæzta markaðsverð. skjóta af- greiðslu og penmga um Kæl. Senchð oss dúnk til reynslu og sannfærist. Vér sendum ókeypis merkiseðla, þeim er óska. Sendið oss líka egg, ST. BONIFACE CREAMERY COMPANY 373 Horace Street, St. Boniface, Manitoba. 5H5a5H5H52525£5H5H525a525E5H5H5Z5a525H5H5H5H5?5H5H5H5H5a525a5HSH5E5a5n Svo opnaði hún stofudyrnar niðri, benti þeim að ganga inn, og fór. að segja frá komu þeirra. Verkstæðis eigandinn hafði herbergi sm uppi, en niðri voru skrautherbergi hússins, sem þó aldrei voru notuð, þar eð_engir gestir höfðu komið þar í mörg ár. Fyrir viðskiftamenn og verkaménn verk- stæðisins, var inngangurinn um litla hliðið hjá verkstæðinu, sem Allan og Werner höfðu geng- ið fram hjá. Frú Wölliert þaut upp stigann., Að fáurn mínútum liðnum kom hún aftur ofan, og gexk inn í lierbergið, þar sem þeir biðu hennar.. Hún leit út fyrir að vera sorgþrangin, en þessi uppgerðar sorg gat ekki dulið henn-ar leynda sigurhrós. “Hr. bróðir yðúr,” sagði hún við Allan, “sagði, að sér þætti^ afar leitt, að geta ekki tekið á móti gestum í dag; hann er nýbúinn að ganga um alt verkstæðið, og það hefir orsakað hopum höfuðverk, svo hann er við það að fara í rúmið. Fyrri hluta dagsins á morgun gleður það han-n mikið, ef þið vilduð enn einu sinni veita okkar lélega húsi þann heiður.að koma.” “Lélegt þurfið þér ekki að kalla þetta hús,” sagði Allan, stóð upp og tók hatt sinn, “því fað- ir minn heitinn bygði það, og alt sem hann gerði varvelgert.” ' ' /t Frú Wölhert leit niður mjög auðmjúk, og af- sakaði sig með mærðarsemingi. “Eg endurtek að eins orð húsbónda míns.” Allan bað Werner að verða sér samferða, og eftir að luifa kvatt ráðskonuna kuldelega, fóru þeir. , “Eg trúi ekki einu orði af þyí, sem þessi gaifila norn segir,” sagði hann á leiðinni til bæjarins við gest sinn-; “hún hefir máske ekki sagt bróður m'ínum frá komu okkar, en hann hefir árurn saman verið undir áhrifum hennar, og samþyk'kir allar hennar ákvarðanir. Eg er sannfærður um, að eitthvað er geymt í húsinu, sem þessi lævísa, undirförla kona vill ekki láta neinn ókunnan sjá eða heyra. Nú er hún undir- . búin, og þegan við komum aftur á morgun, fá- um við eins að sjá og heyra það, sem er sam- kvæmt áformum hen-nar.” Þegar þeir komu aftur að hótel Gullenglin- um, fundu þeir Berthold þar. Umboðsmaðurinn sat í margar stundir og talaði við Allan og Werner, meðan þeir neyttu einnar flösku af víni. Werner sagðist eiga frí í þrjá daga, og áður en þeir væri liðn-ir, yrði að vera afgert um það, hvort h'ann keypti hótelið eða ekki. “Þér hafið þá ekki afráðiÖ það enn þá?” spurði Berthöíd. * “Þegar á alt er Iitið,” svaraði Allan fyrir Wern-er, “þá er það komið undir bróður mín- • “Bróður yðar?” “ Já,” svaraði Allan, “eg vil nefnilega selja hótelið og garðinn samhliða, en hr. Wern-er vill að eins káupa garðinn undir vissum skilyrðum, sem ekki er í mínu valdi að framkvæma, heldur bróðurmíns.” ^ Hann sagði nú Berthold frá ásigkomulagi málsins, og endaði með því að lýsa því yfir, að fyrri hlutá næsta dags ætluðu þeir aftur að fara og finna bróÖur sinn. / Þegar Werner seinna fór til herbergis þess, sem honum hafði verið vísað til, háttaði hann ekki strax. Hann var í of mikilli geöshræringu - yfir viðburðum dagsins, til þess að hann gæti sofnað. * , Hann slökt ljósið og settist á legubekkinn. Með hendina yfir augunum og olnbogann hvílandi á legubekks bríkinni, lét hann alt sem vakti hjá honum, von, ó.skir og efa, vera rann- jsakað í hriga sínum. En svo margar hugsanir þyrptust inn í huga hans, hver á eftir annari, að hann átti bágt með að aðgreina /þær. Fall- ega myn^in hen-nar Leonoru, yndislegi dreng- nrinn hennar, afturganga Sempers, hótel Gull- engillinn, sem hann ætlaði aÖ kaupa, skrautlegi garðurinn með vínviÖmim og nornalega konan með stóra línhúfuna. Alt hvirflaðist hvað um annað eins og í breytimyndasjá fyrir hug- skotssjón hans. Blæjurnar voru ekki dregnar niður fyrir gluggana, og birtan frá gasljósinu á torginu barst inn í herbergið, og fylti það með hinni ' dularfullu hálfbirtn, sem gagnstætt algerðu myrkri, er friðar taugarnár, æsir og ofreynir í- myndunaraflið. ^‘LeohoraýMwíslaSi hann alt í einu og rétti fram hendurnar, eins og hann ætlaði að halda kyrri myndiimi, sem br|, fyrir augu hans; en á ♦ næsta augnabliki rak hann\ upp lágt hljóð, og veifaði handleggjunum eins og til varoar. Angistarsvitinn kom út á enni hans. Beint á móti honum, hins vegar í herberg- inu, sat afturganga. Sempgrs á stól við vegginn. Werner byrgði andlitið með höndum sínum, eins og hann þyldi ekki að sjá þessa voðasýn. Þegar hann kom inn í herbergið, sat enginn á stólnum. Werner vissi þetta áreiðanlega eins víst og að hann hafði lokað dyranum, þegar hann kom inn. Hvernig gat þessi maður, sem var svo líkur Semper, og sem hann hafði séð tvisvar í dag, liafa komist inn í hefbergið? Ósjálfrátt fór hlollur um Wemer. Hann leit aftur upp, afturgangan sat enn þá hreyfingarlaus beint á móti honum, rétt eins og hún vildi.hæðast að honum með ró sinni og kæraleysi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.