Lögberg - 04.11.1926, Síða 2

Lögberg - 04.11.1926, Síða 2
Bls. 2 LÖGBEKG FEMTUDAGINN, 4. NÓVEMBER, 1926. Hafið þér húðsjúkdóm? GJALDIÐ varúðar vi5 fyrstu ein- kennum húösjúkdóma! Ef þér finn- ið til sárinda etSa kláða, eða hafið sprungur í hörundi, er bezt að nota strax Zam-Buk. Þau græða fljótt. Sé húðin bólgin af kláða, eða sár- um og eitrun, er ekkert meðal, sem tekur jafn-fljótt fyrir ræturnar og Zam-Buk. Áburðurinn frægi, Zam- Buk, læknar og græðir nýtt skinn. Zam-Buk bregst aldrei það hlut- verk sitt að græða og mýkja og heí- ir sótthreinsandi áhrif. Eru smyrsl þau nú notuð í miljónum heimila. Fáið öikju af þessum merku jurta- smyrslum, og hafið ávalt við hendina. Mrs. W. Campbell, að Bonny River Station, N.B., segir: “Sprtmgur á andliti og handleggjum dóttur minn- ar, urðu að opnum sárum. Við reynd- um ýms meðul, en ekkert hreif nema undrasmyrslin Zam-Buk. »uk Fáið öskju af Zam-Buk í dag! Ein stœrð að eins, 50c. 3 fyrir $1.25.. Zam-Buk Medicinal Sápa, 25c. st. Frá Los Angeles, Cal. 1620 Fargo Stret, off Echo Park Ave. Los Angeles, Cal., 16. okt. ’26. Til vina minna. ✓ Klukkan 9 að morgni, dag hvern, klæði eg mig, eftir að hafa tekið lítinn skamt af einhverju þunn- meti. Þá er hitinn á móti sól orð- inn í kring um 80 stig, sem sjald- an bregst, og er afar notalegur, að mér finst. — Eg sest út á stein- tröppurnar fyrir framan húsið og bíð þar eftir póstmanninum, sem þá er væntanlegur 'bráðum, kveiki þar í pípu eða vindling, og' virði fyrir mér hvað blómin í kring hafi þroskast síðan daginn áður, þurka móðuna af gleraugunum mínum, skef neglurnar á fingrum mér, en hugsa aðallega um innihald þeirra bréfa, er mér hafa borist, og þau eru f jöldi alls, en afar ólík að inni- haldi og anda, en eg þakka hér með innilega fyrir þau öll. því marga stund stytta þau mér, hvert svo sem efnið er. Þau þeirra, sem flytja fréttir af viðburðum, tiðarfari, upp- skeruhorfum og almennu ástandi yfir höfuð, eru mér kærkomnust. Þau sem flytja helst til mikið af meðaumkunum og æðrunum út af heilsufarslegu ástandi minu nú, síður, þar eg er ekki að líða neitt annað nú, en hvert einasta manns- barns, sem fæðist inn í þenna heim verður að líða á einhvern hátt, fyr eða síðar, og það oftast á óviðbún- ari tíma æfi sinnar. Þau bréfin, sem boða mér heilbrigði aftur með yfirnáttúrlegri — “divine” — lækningu, notast mér heldur ekki sem bezt, vegna þess að eg hefi sjálfur skapað mér fasta og órask^ anlega skoðun um það efni, sem mig og mínar skoðanir á þeim mál- um næsta lítið. En með tilhlýðilegri virðingu fyrir guðstrú lívaða manns sem er, stilli eg mig ekl^i um að fullvissa þá alla um, að mín eigin guðstrú, sem eg hefi fyrir löngu síðan sett mér að lifa eftir og sem eg er viljugur og ánægður að bera ábirgð á og deyja með, er enn ó- breytt, og afsala eg mér því algjör- lega leiðbeiningum allra þeirra manna, sem ávalt þykjast sjálfir bera lykilinn í vösum sínum að öllu því, s<!m viðvíkur guðstrú manna yfirhöfuð. En jafnvel nú, “stand- andi á landamerkjum lífs og dauða” sópa eg öllu því fjasi til síðu og móttnæli afdráttar og hiklaust þvi, að nokkur dauðlegur máður hafi nokkurn tíma eða muni tlokkurn tíma vera fær um að beina öðrum leiðina til himnaríkis, og að hver einstaklingur verði því að stóla upp á sig sjálfan, sinar gjörðir og sina eigin trú í þeim efnum. En eg skal þó taka fram um leið, að langt er frá að eg lítilsvirði kenningar þær, sem hinir ýmsu kristindóms kenni- menn flytja fólkinu yfir höfuð; fyrir þeim ber eg mikla virðingu, og það þó eg sé sjálfur sannfærður um að mikið af þeim eru hjákátleg- ustu fáfræðis og villukenningar. En þó það, sem vekur menn til umhugsunar, og gefur hverjum tækifæri að velja og hafna fyrir sig, og svo kemur póstmaðurinn oftast með eitthvað nýtt og vel- komið. i— Eg staulast til baka og legst á bakið til að lesa, með hlýjan vatnspoka við fæturna, og mjög magnlaus af útiverunni; tek aftur lítið af þynku um miðjan daginn, og aftur að kvöldi, ligg, ks og skrifa á víxl allan daginn og enda daginn oft með fáeinum slögum af “bridge” eða “500”, ef aðrir eru viljugir, en stendur þá svo hjartan- lega á sama, hvort eg vinn eða tapa, fer í rúmið kl. 10—11 og sef oftast vel, hefi aldrei kvalir sem kvalir geta kallast, og er þakklátur við guð fvrir það. —,Svona er þá ástand mitt nú, en fer smáhnignandi. Bið Guð að blessa ykkur alla. Ykkar einl. S. Thorwaldson. eg get ekki skift um, og hún er sú, að þó eg beri mjög mikla virðingu og aðdáun fyrir þeirri skoðun, þar hún ekki að eins ber ljósan vott um óbifanlegt guðlegt og gott trúar- legt hugarfar Jiess fólks, fsem þá skoðun aðhyllist, heldur þar að auki er hún óefað bezta hjálparmeðal meðsköpuðu eðli hvers manns til að losast við hvern þann sjúkdóm, hvað ískyggikgur eða jafnvel hættu legur sem hann er, ef hann er ekki í eðli sínu ólæknanlegur, með þeim öflum sem eru fyrir hendi til að lækna með, og sem eru, 1) aðstoð og meðöl giíðra lækna. 2) meðfædd og starfandi náttúra líkama hvers manns að losast við sjúkdóma af öllu tagi. 3; bjargföst trú þess sjúka á að hann geti orðið læknað ur. En aftur á móti neita eg því af- dráttarlaust, að nokkur sá sjúkdóm- ur, sem i eðli sínu er ólæknandiifrá byrjun, verði nokkurn tíma lækn- aður, hvorki með nokkurri einni af þessum þremur, né af því öllu til samans, hvað sterk sem trúin er á “Divine healing”, og í því ástandi tel eg mig sjálfan nú. Þau bréfin, sem aðallega ganga út á að beina mér leið til himnaríkis, með sér- stökum. guðstrúar reglum, sem þau álíta ómissandi fyrir alla sem leið- arvísir til þess fyrirheitna staðar, eru óefað skrifuð af sama góðhug til mín sem hin. En enginn vafi er á, að peir sem þau skrifa, þekkja Reykjanes. Frá skemtiför 22 ágúst. Þegar komið er vestur á Voga- stapa kemur vegur sunnan úr hraunum þvert á Keflavíkurveg- inn. Það er akbrautin góða til Grindavíkur, áreiðanlega einhver allra besti og skemtilegasti vegur á landinu. Stutt fyrir ofan Stapa er törn, sem nefnist Seltjörn. — Eigi markar þar fyrir mannvirkj- um neinum, en til þess bendir nafnið, að þar hafi verið haft í seli áður. Þó er þar auðnarlegt og rétt fyrir sunnan byrjar hraunið, eða hraunin, því að einu nafni eru þau nefnd Illuhraun. Kalla má, að þar sé engum yfir fært nema fuglinum fljúgandi. I gegn um þessa ófæru hefir mannshöndin rutt veg, brotið niður hraunstrýtur, fylt upp gjár og gjótur og mulið sjálft hraunið ofan í veginn. Hefir það runnið þar saman i eina hellu, svo að brautin er eins og fjalagólf. Að vísu er vegurinn mjór, en það er lika eini ókosturinn á honum. Til beggja handa er hraunið, líkast gríðarmiklum sullgarði á Góu. — Urðir og eggjagrjót, hellur reistar á rönd og í óteljandi stellingum, gjótur og gigir, hellar og holur og 'háar strýtur á milli í líkingu manna, dýra og allskonar óvætta. — Fram undan 'gnæfa Grindavíkurfjöllin, sem sjást héðan í suðvestri þegar bjart er veður. Á hægri hönd, eða vestan vegarins, er fyrst Stapafell, þá Súlur, þá Þórðarfell, Svartsengi og hið einkennílega fjalí, sem á sér hið einkennilega nafn Þorbjörn. Það er 243 fet á hæð. Efst á tind- inum og þvert , gegn um hann, er gjá ein mi'kil, sem nefnd er Þjófa- gjá. Þar voru þjófar hengdir fyrr- um. Gæti eg trúað því að útsýn af Þorbirni sé furðufögur og ein- kennileg. ÖH eru f jöllin grasi gróin upp á brúnir og stingur það mjög í stúf við hraunið, sem er grátt af gamburmosa. Er það eini gróður- inn þar, því að hvergi sést sting- andi strá. Einu skepnurnar, sem hætta sér út í hraunið. eru rjúpur, en þó hafast þær ekki við þar. Þegar komið er súður fyrir Þor- björn blasir Grindavík við, eða öllu heldur nokkur hluti hennar, Járngerðarstaða-hvérfið og bygðin í Hópi. Nokkuð þar fyrir austan er Þórkötlustaðahverfi, en vestur að prestsetrinu Stað er stundar- gangur frá Hópi. ÖH Grindavíkur- bygðin mun vera 7—8 km. á lengd. Margir ætla að Grindavík sé leið- inlegur staður og ljótur, en því fer fjarri. Þar eru griðar mikil tún og bvgging góð. Og þótt grindhveli hlaupi þar ekki á land líkt og fyrr- I um faf þeim dregur bygðin siálf- sagt nafnj, þá sækja Grindvíking- ar sjó af kappi og hafa jafnan mTkinn fisk eftir vertið hverja. — Er það þó ekkt heiglum hent að sækja þar sjcfT Verður það eigi gert nema á opnum bátum. En bygðin er fyrir opnu hafi og er þar oft ógurlegt um að litast, þeg- ar hafið fer hamförum. Er þar skemst á að minnast, er hafrótið braut þar allar lendingar i fyrra- vetur og æddi yfir bygðiná, svo að fólkið varð að flýja úr flestum húsum, en sum húsin tók brimið, þar á meðal fulla heyhlöðu, og færði langt úr stað. — Mörg hús braut brimið, og mælt er, að þegar flóðinu slotaði hafi fundist keila inni í einum húsræflinum, og hefir þá brimið skolað henni þangað. Hér skal ekki lýst leiðinni frá Stað og út á Reykjanes, því að henni hefir verið lýst áður “Les- bók”. En segja má, að það sé öm- urleg leið og erfið. Sunnan við aðalhraunið verpir mikið af kríu og voru þær enn þar með unga sína fuljvaxna. En sum- ar hafa þó orðið seint fyrir. Fund- um við þarna hreiður með volgum eggjum og er hætt við að ungarnir, sem úr eim koma, fái að bera beinin þar. Á Reykjanesi er margt að sjá. Þar brennur jörðin undir fótum manns, en drunur og blástur heyr- ist í goshvemum. Annar er leirhver allvíður og spýtir mórauðu. Hann er í raun- inni nafnlaus, kallaður “1919” vegna þess að hann myndaðist þá. Rétt við hliðina á honum er “Litli Geysir” og gýs silfurtæru vatni. Eru þeir vanalega samtaka og er einkennilegt að sjá kolmórautt gos- ið rétt hjá hvitum stróknum úr "Geysi”. — Annars naut "Geysir” sín ekki, því að einhver skemdar- vargur hafði fundið upp á því að velta steini yfir gosholuna og verð- ur honum eigi náð nema með verk- færum, því að gufan upp úr hvemum er svo heit að hún mundi brenna hvern, sem nærri kæmi. Þarna fyrir norðan er "Gunna”, kúptur leirhóll og kraumar allur. Handa við hólinn er postulínsnáma mikil. Hefir þar verið grafið 28 fet niður og þó ergi komið í botn á námunni. Niðri í jörðínni er postullínið gljúpt eins og linur ost- ur, en harðnar og steingjorfist er það kemur undir bert loft. Sýnis- horn af þvi geta menn séð í glugga Morgunblaðsins. Fyrir vestan hverina er lægð nokkur allstór og slétt. Eru þar ó- teljandi leirhverir og sýður og bull- ar í þeim öllum. Er sá grautur mis- jafnlega þykkur og marglitur. í sumum hverunum er hann rauður, í öðrum brúnn, blár, grænn, gulur, hvítur o. s. frv. Er mikið gaman fyrir þá, sem eigi hafa séð leir- hveri, að skoða þessa. Tilbreyting- in er afar mikil, því að tæplega munu tveir hverir vera eins að lit og ^ögun. 1— Er þetta svæði líkast því, sem er í Námaskarði í Þing- eyjarsýslu, en þó eru hér f jölbreytt- arj litir í leirnum. Mætti eflaust takast að fá þarna mikið og marg- litt duft til málningar., Zinnober- rautt, okkurgult, stálgrátt, hvítt, chromgrænt o. s. frv. Austur af vitanum er hnjúkur einn sem heitir Skálarfell, 78 metr- ar yfir sjávarflöt. Þegar gott og kyrt er veður eimir úr honum öll- um og eru þar þó engir hverir. Má af því marka hvað mikill er jarðhit- inn. Vestan við fell þetta og suður af vitanum er gjá, sem nefnd er Valbjargargjá, á korti herforitrgja- ráðsins, en þar fyrir vestan er djúp lægð, sem nefnd er Vilborgarkelda. Er sennilega annað hvort nafnið rangt og líklega bæði. Sjávarkamb- urinn fyrir framan kelduna, sem er allhár, nefnist Valahnúksmöl og Valahnúkur heitir þar rétt fyrir vestan, þar sem .gamli vitinn stóð. Er þá eigi ólíklegt að heitið hafi Valabjörg þar nærri, og keldan og gjáin dragi nafn af þvi. *Með flóði gengur sjórinn upp í þessa keldu og hitnar þar svo af jarðhitanum, að hann verður um 30 stig. Er því þarna sá allra ákjósan- legasti baðstaður, sem til er á land- inu. Þyrfti að vísu að dýpka keld- una dálítið, en það er vinnandi veg- ur. Væri svo komið þarna sumar- gistihús mundu áreiðanlega færri komast en vildu þar til dvalar. Yrði þetta jafnframt hið allra besta heilsuhæli og hressingarhæli. sem völ væri á hér. Hvergi er loftslag hollara en þama, hreint sjávarloft kryddað eimi hvera og neðanjarðar ölkeldna. , Á Bæjarfelli feða Vatnsfelliý sem er 50 metra hátt„ gnæfir vit- inn við ský. Er um 100 tröppur upp að ganga þangað, sem ljósa speglarnir eru. Þar uppi eru svalir 0g er eigi holt fyrir, þá, sem er svimahætt, að ganga út á þær. Eigi er vitavörður heldur öfundsverður af því, að vera uppi í vitanum þeg- ar jarðskjálftar eru, þvi að þá ruggar vitinn eins og skip í stórsjó. Geta menn getið nærri hvernig muni vera uppi i 30 metra háum vitaaum, þegar bærinn, sem er lág- ur "ruggar” svo rækilega að stólar og borð stök'kva um gólf, en mynd- ir á veggjum standa þvert út frá þeim. Það hefir borið við. Á aðfangadagskvöld jófa í vetur sem leið, bilaði vitinn. Hafði kvika- silfur, sem haft er í stórri skál og vitaljósið snýst í, skvest út úr skál- inni i jarðskjálfta og át sér síðan framrás og bunaði niður. Vita- vörður tók þegar eftir þessu og fór að stöðva lekann en við það kom kvikasilfur á hendur hans. Þegar hann hafði gert við þetta eins og föng voru á, saknaði hann hrings síns og fann hanh á gólfinu í fjór- um hlutum og voru þeir snjóhvítir. ISýndi vitavörður okkur brotin og voru þau ólík því, að þau væru úr gulli. Þannig hafði 'kvikasilfrið far- ið með hringinrt. Hver sá sem vill fá að skoða vit- ann, verður að greiða fyrir það 25 aura, er leggjast í styrktar og sjúkrasjóð vitavarðar. Flestir greiða talsvert meira eins og sjá má á gestabókinni, sem jafnframt er sjóðbók. Aldrei hefir verið jafn gestkvæmt á Reykjanesi og í sum- ar. Árið 1922 komu þangað 87 gestir, en annars hefir gestatalan á undanförnum árum verið 45—71. Nú höfðu rúmlega 160 menn skoð- að vitann á þessu ári, eða nær helmingi fleiri en þá er flest hefir verið áður. Frá Reykjanesi að Litlu-Sand- vík er akvegur, um 3 km. langur. Þar í víkinni er lending og þar stendur geymsluhús, sem vitamála- stjórnin hefir látið reisa. Þaðan og til Hafna (''Kalmanstjarnar er erf- iður vegur, ægisandur alla leið, og er þungt að kafa hann. — 1 Stóru- Sandvík gengur brimið langt á land upp og er rekaldsröst innan við sandana og á víð og dreif. Er þar dapurlegt um að litast og rifj- ast upp fyrir manni margar sorgar- sögur. Árar og árabrot, þóftur og þóftubrot, stýrisræflar, tunnur körfur, ljósdufl og spýtnarusl úr bátum og skipum mætir auganu h-varvetna, en hingað og þangað standa upp úr sandinum ryðguð brot úr skipskrokkum. Þannig er annars um allan Reykjanesskaga, og á einum stað (rétt hjá Stað í Grindavík) stendur þýskur botn- vörpungur, "Schlutup” frá Lubeck, í heilu lagi uppi á þurru landi. lnn- an við Sandvikina á söndunum, þar sem sjórinn var að byrja að ganga ,upp, sáum við stórar hvítar breið- ur, er við vissum eigi hvað vera mundi. En er nánar var aðgætt, voru þarna þúsundir af ritum og veiðibjöllum svo þétt saman sem kindur i rétt. Var eins og ský drægi fyrir sól er allur skarinn hóf sig til flugs. , í Höfnunum er fallegt, þótt hpldur sé. litill gróður þar, og sér- staklega kvað vera fallegt í Ósa- botnum inn af Kirkjuvogi. — Hafnarhverfið er um 5 km. á lengd og er akvegur kominn nærri Kirkjuvogi. Kemur hann á aðal- veginn hjá Innri Njarðvík. Þar er gaman að aka i myrkri gegnum hraunin frá Vatnsleysu- strönd til Hafnarfjarðar. Á báðar hendur grillir í hraundranga og strýtur og er nærri þvi að manni finnist það vera þröng lifandi vera og skrýmsla, sem skrumskæla sig allavæga framan i mann um leið og bifreiðin þýtur áfram. Alt hraunið virðist vera kvikt, en sú missýning ^stafar af þvi, að maður er sjálfur á fleygiferð Framund- an varpa ljósker bifreiðarinnar birtu yfir stuttan kafla af veginum og sér maður eigi betur, en að veg- inn þrjóti þar sem birtuna þrýtur og manni finst, að bifreiðin muni óhjákvæmilega þjóta út í úfið hraunið og fara þar i þúsund mola. Lesb. Mbl. ---------—o------------- Kvenna-heimili. I síðustu tölublöðum Heims- kringlu og Lögbergs er grein eftir ungfrú Thorstinu Jackson, sem hún nefnir "Tengist höndum yfir hafið”; gerir hún all-itarlega grein fyrir þvi að nú sé verið með undir- búning á Islandi að koma upp kvennaheimili í Reykjavik á fal- legri lóð er Alþingi íslands gaf undir tilvonandi byggingu. Hvetur ungfrú Jackson íslensk- ar konur hér vestra sérstaklega til að taka höndum saman við þær heima, og hjálpa til að koma þess- ari byggingu upp fyrir 1930. Nú hefir mér borist bréf þessa efnis frá frú Brieti Bjamhéðins- dóttur, Reykjavík, sem eg vil leyfa mér að birta, til frekari skýringar. Reykjavik 1. sept. 1926. Mr. Ásm. Jóhannsson, Winnipeg! Háttvirti frændi! •Eg hefi lengi ætlað að skrifa yð- ur línu og leita aðstoðar yðar um mál, sem eg hefi áhuga fyrir. Þér hafið máské heyrt getið um það. Við ýmsar konur hér í Reykjavík höfum hafið máls á því að nauð- synlegt væri að islenskar konur kæmu upp sérstakri kvenna-bvgg- ingu hér i bænum, sem væri eitt í senn: gistihús fyrir isfenskar (og klúbbhús eða samkomustaður kvenna hér. Eins konar miðstöð fyrir íslenskar konur, þar sem þær gætu fengið allskonar upplýsingar og ráðleggingar, sem ókunnar væru, gistingu o. fl.; þar væri einnig lestrarsalur og útlán bóka frá lestr- arfélagi kvenna hér i bænum, og yfir höfuð væri þar að fá vistir og kaffi, ýmis konar þægindi og |gið- beiningar, sem ókunnugir þurfa á að halda. Húsið ætluðumst við til að kæmist upp með hlutafé og yrði komið upp 1930 þegar 1000 ára Al- þingishátiðin á að haldast. Alþingi hefir gefið lóð á Arnarhólstúni undir bygginguna. Við vitum að margir ráðgera að koma hingað uip þær mundir, og við vitum að þá verður ilt að fá húsnæði, þótt eitthvað verði bygt af hótelum þangað til. Okkur finst nauðsynlegt að þessi bygging yrði þá komin upp. En timinn er nokk- uð naumur, og ilt ástand sem stendur hér með atvinnuleysi. Við höfum sent út hlutabréfa útboð, í marz í vetur að mig minnir og höf- um fengið innborgað 22,000 kr. og eitthvað af óborguðum loforðum, sem við fáum í haust. Hlutirnir eru upp á kr. 500, 100, 50 og 25 og er auðvitað mest keypt af þeim lægstu. Nú er eg að hugsa um að vita hvort þér viljið ekki vera svo vænn aö bjóða út fyrir okkur hluti og safna þeim ef þpir fást. Eg er að hugsa um að senda yður fáein- hlutabréf til reynslu, auðvitað með álbyrgð, það gengi máské betur með að fá fólk til að kaupa þau, ef þau væru við hendina, en til að skYjfa á listana loforðin. Eg sendi þau með næsta skipi, þó eg geti þá ekki hafa fengið svar frá yður. Eg vona þér reiðist mér ekki *fyrir þessa dirfsku mína. Við höf- um sent til Winnipeg eftir annara ávísun, einhverjum 'konum, sem við ekki þekkjum, en engin skeyti fengið ennþá. Eg vildi gjarnan mega kveðja yður nleð því að segja á kunn- uglegan íslenskan hátt: Vertu blessaður og sæll frændi góður! Með vináttu og virðingu, Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Þeir eða þær hér vestra, sem kunna að vilja styrkja þetta fyrir- tæki með hlutakaupum eða á ann- an hátt, geta snúið sér til mín í þvi sambandi. A. P. Jóhannson. 673 Agnes St., Winnipeg ------------0------------ Konan cg viískiítalííií. Því er alment haldið fram, að það hafi ekki bætt viðskiftalífið mikið, eða gert það ángjulegra, að kvenfólkið fór a gefa sig svo mik- ið við því, eins og raun hefir á orðið á seinni árum. Flestir karl- menn virðast vera þeirrar skoðun- ar, að kvenfólkið hafi ekki flutt með sér inn í viðskiftalifið neitt það, sem nokkur verulegur hagur sé að. Hinsvegar hafa þær verið þar til töluverðra óþæginda og ekki mun þetta heldur hafa orðið konunum til mikilla heilla. Anne Wj. Armstrong skrifar mjög hispursláust um þetta mál í Harpers Magazine og er það sem hún hefir að segja systrum sínum, sem gefa sig við verzlun og við- skiftum, skynsamlegt og sann- gjarnt: Það að við hugsum of mikið um oss sjálfar, kemur vafalaust til af því, vér gerum of mikið úr því verki ,sem vér erum að vinna. All- ar konur, sem vinna fyrir stór verslunar- eða iðnaðarfélög, vita það, að ef kona fær $4000.00 árs- laun þá verður hún að minsta kosti í)ttí>£0nyl$ö£ (Lompattg.^ INCORPORATEO 2?» MAY 1670. ÞRJAR MILJONIR EKRA f MANITOBA, SASKATCHEWAN OG ALBERTA ÁBÚDARLÖND TIL SÖLú OG BEITILÖND TIL LEIGU LEYFI TIL HEYSKAPAR og SKÓGARHÖGGS Sanngjörn kjör AUar frekari uppIý,ingar gefur HUDSON'S BAY COMPANY, Land D.partmsnt, Wlnnipeg or Edmonton að gera eins vel eins og maður, sem fær $10,000.00 árslaun. Þegar við leggjum oss allar fram til að gera eins vel eins og við best getum, og reynum þá alt of mikið á tauga- kerfið, þá gleymum vér voru eigin- lega, fíngerða kveneðli og gætum þess ekki að líka það getur haft sina þýðingu, jafnvel þegar um iðn- að og verzlun er að ræða. Konur finna oft mikið til þess og ofbýður það jafnvel hve miklum tíma karl- mennimir eyða í það sem þeim virðist lítilsvert, eins og t. d. viðtal við hina og þessa og er oft mikið af því gamanyrði. Maðurinn vinn- ur mikið með köflum, en hann eyð- ir líka miklum tíma sér til gamans, ekki aðeins um matmálstímann heldur einnig af hinum reglulega vinnutíma. Þeir hafa komist upp á lag með það, að vinna sér verkið létt og gera sér svo margt til gam- ans jafnframt og þeir leysa af hendi ’störf sín. Þeir láta gaman- yrðin fjúka og segja hver öðrum margar skrítnar sögur, sém koma þeim i gott skap og gerir þeim verkið léttara. Þetta á konan erfitt með að skilja og henni finst að maðurinn sé að fara heldur illa með sinn dýrmæta tíma, sem hann þygg- ur svo mikil laun fyrir. Eitt af því sem *ss konum hætt- ir mjög við, er að hugsa oss karl- mennina fulkomnari heldur en oss sjálfar. Þegar um viðskiftalífið er að ræða, lítum vér á þá sem fyrir- mynd, í stað þess að vér ættum að líta á þá sem jafningja vora og fé- laga. Eg veit að eg er hér engu ó- sekari en aðrar konur. Eg verð að viðurkenna að eg hefi gert þetta líka. En hér er oss konum þó nokk- ur afsökun, og vér ættum í þessum efnum að vera dæmdar heldur vægilega. Oss hefir flestum veist það býsna erfitt að fá nokkra veru- lpga viðurkenningu. Og vér höld- um naumast nógu fast á því litla er vér höfum. En vér gerum oss ekki fulla grein fyrir hinu, að karl- mennirnir vinna sér heldur ekki álit og traust í viðskiftaheiminum. án þess að leggja mikið á sig til þess og þeim riður jafnvel enn meira á því, að ná slíku trausti og halda því, heldur en nokkumtíma konunum. Þegar konan fer fyrir alvöru að gefa sig við verslun og iðnaði, hættir henni við að gleyma því, að hún er kona engu að síður, hvað sem hún gerir. Hugsar of mikið um fyrirrennara sína og fyrir- mynd, mennina og reynir að líkjast þeim. Gerir sér ekki grein fyrir því, að hin kvenlega fegurð, kven- legu dygðir og prúðmenska hlýtur að vera mikill ávinningur fyrir við- skiftalífið. Það dugar nú ekki lengur að slá því föstu, að alt gangi vel og alt sé nokkurnveginn eins og það eigi að vera, hvað viðskiftin snertir. Það liggur ekki nærri að svo sé. Hitt er næstum undarlegt, að það skuli ekki ganga miklu ver en það gerir. Þar er bæði körlum og kon- um um að kenna, en þó miklu meira k^rlmönnunum, því þeir hafa til skamms tíma, svo að segja ein- göngu átt við þau mál. Það má ekkl búast við að konan bæti við'skifta- lífið, eða sé því mikils virði, meðan hún bara apar eftir það sem hún hefir séð karlmennina gera, en legg- ur ekki fram það sem er hennar eig- ið, þá andlega hæfileika, sem hún hefir á að skipa og sem í ýmsum greinum er' nokkuð á annað veg heldur en karlmannanna. 1 stuttu máli: Ef konan á að gera sér von um að verða til verulegs gagns í við- skiftalífinu, þá verður hún að vera þar eins og henni er sálfri eðlilegt.. H}ún má ekki hugsa sér að afklæð- astast sínum eigin innra manni, og verða eins og karlmaðurinn. McLean’s. PROVINCE George Melford hefir hepnast að fá ágæta leikara fyrir kvikmyndina "The Flame of Yukon”, sem sýnd verður á Province leikhúsinu alla næstu viku. Seena Owen leikur aðal hlutverkið. Arnold Gray tekur einn ig mjög þýðingar-mikinn þátt í þessum leik. Ennfremur Matthew Betz, Jack McDonald, Vadim Uran- off og Wiinifred Greenwood. Myndin var tekin við Mammoth Lake í sex feta dúpum snjó. Mynd þessi þykir sérlega tilkomumikil og leikararnir fyrirtaks góðir. Coke Yard Sími Kola Yard Símí 51 776 00^© 27 773 Hagkvæmasta eldsneytið. Fljót afgreiðsla Amerísk harð- og Canadísk lin-kol J. D. CLARK FUEL CO. Ltd. Offiee Phones: 370 Garry Street 23 341 og 26 547 Gagnvart Dingwall’s Gengið inn um hliðardyrnar uiiiiimiimimiiiiiiiiiiimiiiiiiimiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnmiiiiiiiiiiiiimiii’j VETUR AÐ GANGA í GARÐ = Nú er einmitt rétti tíminn til að lita og endurnýja alfatnaði og = = yfirhafnir til vetrarins. Hjá oss þurfið þér ekki að bíða von úr S = viti eftir afgreiðslu. Vér innleiddum þá aðferð, að afgreiða varn- É = inginn sama daginn og honunTvar viðtaka veitt. Pantanir utan af É = landi afgreiddar fljótt og vel. Fort Garry Dyers and Cleaners Co. Ltd. É w. E. THURBER, Manager. I 324 Young St. WINNIPEG Sími 37-061 1 áiiiiiiiimimiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ EXCURSIONS Austur Canada DESEMBER 1., 1926, TIL JANUAR 5., 1927 Vestur Strandar VISSA DAGA i DESEMBER, JANUAR OG FEBRUAR lfka útl.) konur, sem hingað kæmu ókunnugar, um styttri tíma, og Fjelagid er areidanlegt —Mikilsverd regla fyrir ad nota Canadian National brautirnar L&tið oss hjálpa yður að ráðstafa ferðinni. Umboðsmenn vorir munu með ánsegju annastalt sem þér þurfið. Selja yður ódýrt far. gefanægan fyrirvara, o, s.frv. , eða skrifið W. J. QUINLAN, District Passenger Agent, Winnipeg RflHflDIAH NATIDHAL RAILWAYS

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.