Lögberg - 13.01.1927, Síða 3

Lögberg - 13.01.1927, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1927. 51». 3 Theodore Roosevelt. 1858 — 1919. Forseti Bandaríkjcmna 1901—1909. Eftir Aðalstein Kristjánsson. Framh. Útdráttur úr bréfi, til fóstru “Tedda”. — mun hafa verið svertingi (Mrs. Dora Watkins.) 1 Hvítahúsinu, 3. febr. 1905. Kæra Dolly:— Eg óska þér gleðilegra jóla. Þú kaupir hvað sem þér sýnist—það sem þér bezt líkar—, fyrir tuttugu dollara innlagða ávísun. Það eru nú rétt fjörutíu ár, síðan þú hættir að fóstra mig, þegar eg var svolítill drengur, sjö ára gamall, einu ári yngri, en Quentin er nú. Eg vildi, að þú værir komin hingað, svo að þú gætir séð krakkana leika sér, hérna á Hvítahúss grund- inni. S. 1. þrjá daga höfum við haft hér snjó. Archie og Quentin(synir Tedda og fleiri krakk- ar, sem hann tilnefnir, sum af þeim honum ná- skyld), hafa fundið upp margar aðferðir til þess að leika sér í snjónum. (Það er fremur sjaldan, að snjór sjáist til lengdar í Washing- ton, D.C.). Seinni partinn á laugardaginn kem- ur hefi eg lofast til þess að fara í feluleik, hér í Hvítahúsinu, ekki einungis við þessa krakka, heldur einnig við fleiri leiksystkini þeirra.” IV. Þegar sonur Roosevelts kom með liöggormana inn til dómsmála ráðherrans. Eins og áður er getið, þá stundaði Roosevelt náttúrufræði með öðrum vísindagreinum, frá því hann var lítill drengur. Synir lians lögðu einnig fyrir sig ])á vísindagrein. Þeir höfðu heilmikið safn af tömdum dýrum. í stórborgum þeim, þar sem loftslag er milt árið um kring, eru verzlunarbúðir, sem selja allskonar skordýr—söngfugla, páfagauka, gull- fiska, slöngur og tamda höggonna. Ein þess- konar verzlun var skamt frá Hvítahúsinu. Drengir Roosevelts voru þar heimagangar, og lofaði kaupmaður þeim stundum að fai’a með það, sem 'þeim þótti sérstaklega mikið til koma, heim í forsetahöllina, til þess að sýna foreldr- um sínum. Roosevelt sagði þessa sögu af svni sínum: “Eg var á ráðstefnu með dómsmálaráðherra. Quentin kom á liarða hlaupum á hjólskautum inn til okkar, með þrjá lifandi höggorma, sem honum höfðu verið léðir. Við vorum að ræða um vandamál, sem útheimti okkar ítarlegustu umhugsun. Quentin lagði höggormana á hnén á mér. Þeir voni einstaklega vingjarnlegir við hann, en stóri höggormurinn, “The king snake”, var að búa sig til bardaga, til þess að éta þann minsta. Eg vissi, að f jórir þjóðþing- menn biðu eftir mér í næstu skrifstofu. Eg mátti til með að losast við Quentin og höggorm- ana, svo eg sagði honum að fara inn til þeirra.” Mörgum fullorðnum er eins illa við höggormn, eins og mannýgð naut. “Quentin þótti þetta gott ráð, hann hefir víst haft von um, að finna fúsari leikbræður. Þegar hann kom inn til þingmannanna, þá héldu þeir fyrst, að liögg- ormarnir væru eftirlíkingar, sem stundum eru gerðir úr tré og málaðir; en er hinir hugpniðp, vígfimu lýðstjórnar foringjar sáu, að höggorm- arnir voru komnir á kreik óboðnir, og voru lík- legir til þess að skríða upp í buxnaskálmina eða treyjuermina þeirra—einn fjögur fet á lengd—, þá fór gamanið að grána. Það síðasta, sem eg frétti af þessari höggormasýningu,” — segir Roosevelt, — “var það, að litli höggormurinn, sem stóri höggormurinn vildi ná í fyrir kvöld- mat, hafði skriðrð upp í ermina hans Quentins, ■og sá, sem hugdjarfastur var á meðal gest- anna, var að hjálpa honum úr treyjunni. ” Quentin mun hafa verið á sjöunda eða átt unda ari, þegar hann var að leika sér að hög.c ormum. Hann var vngstur af börnum Roos( velts, og unni faðir hans honum mikið. Aldu hans varð ekki hár. Það var honum líf og vnd að leika handsöxum við hættur og't ofurefl Tvítugur var hann undirforingi í flugli? Bandaríkjanna. Eftir að hann liafði þjórað þeirri tuttugustu aldar herþjónustu í nærri ái a }' rakklandi, féll hann þar við glæsilegan orí stír. Bréfin hans til vina og vaudamanm Hest til móður hans, minna á hugprýði Kjarl ans Olafssonar og Harðar Hólmverja kappa. Ollum hugsandi mönnum kemur saman ui ’ a*'1 sf.vri;>ldir með morðvélum nútíman aAtu að leggjast niður. En hinu ber ekki a 1 a, að hugprýði og sjálfsafneitun hermanm (1 (Í!'T Slðuí‘ a®dáunarverð nú, en fyr á öldum i . u (’‘ 10 ba hægt að finna það í æfisög v“'" ^oosevelt ritaði skömmu fyrir anc r 1 ’ a' . laiui unni foreldrum sínum mikii 1 c, áíur verið að móðir hans va !' u/ Sþðurríkjunum, þess vegna tók hem log sart til ættmanna sinna, þegar Suðurríki úwiflcí? ur sambandinu °br þrælastríðið bram 1). Iíun ,lét Roosevelt lesa bænir og biði ^bksBun guBB, áðnrenhann fór að sofa stníSð \V!v(1Í' . 1>ab var einhverju sinni, meða sinnast í? að Ro°sevelt hafði eitthva fundist í sína‘ Honum hefir vfst eki ar hann v!!’ £Ííla* 1 refýln-urn við hann. Þei irnar eins * lattabur> l)a lét hún hann lesa bæi laust En b Vant1var 5 hanrr £erði það umvrð; ^najegfb^ MWú1; síní uo-i o-nð , r bættl hann viö: “Almát smærra fvrirÍE11 Suðurríkiarueuu mélir a.st. EI^SnðnrfL1’ ^ mÓ.ðir Roosevelts hafi feri fólk sitt eftir sðTvi tl] ^ess. að hoimsækja æt r.' ý c( fnbur hafði verið saminn. 0 Þa haf, hun frá því Krátandi, “a!5 M veriti svo emmana, öll þessi lönsu ár. se Stríðið stóð yfir. Maðurinn minn bannaðí bön * urn okkar að takk um stríðið, því liann óttaðist, að það mvndf særa tilfinningar mínar. ” Roosevelt var þriggja ára, þegar stríðið hófst, svo hann liefir ekki verið meira en fimm eða sex, þegar hann samdi sína fyrstu bæn fyrir ættjörðina, sem hann unni svo mikið. Hann varði öllu lífi sínu og kröftum til þess að þroska siðferðisþrek þjóðarinnar, sem nú er talin vold- ugust í heiminum. Þegar Roosevelt var sex- tugur, fáum vikum áður en hann dó, þá skrif- aði hann systur sinni: “Eg strengdi þess heit, þegar eg var tuttugu og eins árs, að eg skyldi aldrei hlífa sjálfum mér, hvar sem eg sæi tæki- færi til þess að gera skyldu mína, þar til að eg væri sextugur. Nú finst mér að eg geta með góðri samvizku sagt, að eg liafi eftir megni efnt það heit.” VII. James Bryce, hinn lieimsfrægi stjórnmála- maður og rithöfundur, var sendiherra Breta í Washington, þegar Roosevelt var forseti. Hann segir. meðal annars, um störf hans og áhrif: “Eftir mínu áliti, þá hefir Roosevelt unnið rneira gagn sönnum framförum, — gert. meira til þess að þroska sál þjóðarinnar, og sýna henni hlutverk sitt og afstöðu gagnvart vandamálum ' annara þjóða, en nokkur af fyrirrennurum hans á síðastliðnum hundrað árum, nema Abraham Lincoln. Sem manni, sem hefir innilega trú á lýðstjórnar fyrirkomulagi, þá hefir það verið mér sönn ánægja, að starfa, sem fulltrúi þjóðar minnar, við hliðina á þeim manni, sem meira en nokkur annar, af vorri kynslóð, hefir borið gæfu til þess að hefja þær hugsjónir upp í hærra veldi.” Roosevelt sagðist liafa skyldur að rækja, við alla Bandaríkjaborgara. Hann lagði oft lykkju á leið sína til ])ess að verja þá, sem hann vissi að erfitt áttu með að ná rétti sínum. Það er al- kunnugt, hversu margir líta niður á Svertingj- ana. Málefni þeirra og framtíð í Bandaríkj- unum, er, að margra áliti, eitt af hinum erfið- ustu til úrlausnar. Roosevelt var sá fyrsti og eini forseti, sem bauð Svertingja að Mrða með sér 1 Hvítahúsinu, sem margt af “fína” fólk- inu aldrei fyrirgaf honum. Dr. Lyman Abbott segir frá því, að skömmu eftir að Roosevelt var kosinn ríkisstjóri í New York, þá var honum boðið til Albany. Hafði Roosevelt kallað saman þar nokkura af hinum yngri þingmönnum, sem þá voru nýlega kosnir. Þar fórust honum þannig orð: “ Ef ])ið hafið komið til þess að tala við mig um einliverjar framfarir í kjördæmum ykkar, þá eruð þið ætíð velkomnir. Eg mun ætíð vera tilbúinn að tala við ykkur. En ef þið hafið komið í nafni ykkar pólitisku leiðtoga, til þess að tala við mig um ‘bitlinga’, þá eigið ]nð ekki meira erindi til mín en jafnmargir ‘grasbítar’.” Fréttaritarar, sem fylgdu Roosevelt land úr landi, og stundum í tugatali í hans heimahög- um; öll Bandaríkin voru hans heimahagar—, ræddu um það sín á milli, hvaða ástæða væri fyrir því, að Roosevelt hefði æfinlega meira vald yfir tilheyrendum sínum, en flestir aðrir ræðusnillingar. Gáfu þeir margar og ólíkar ástæður. Roosevelt hlustaði á, án þess að leggja nokkuð til þeirra mála, þar til að allir viðstaddir liöfðu gefið álit sitt, þá bætti hann við: “Það .er sannarlega ekki af því, að eg sé mælskumaður, ástæðan er líklega sú, að fólk finnur og skilur, að eg er ætíð einlægur; það er ekki víst, að eg hafi æfinlega á réttu að standa, en eg hefi ætíð eftir mætti verið fróinur í hugs- un, oi'ðum og verkum. Eg hefi ætíð ákveðna stefnu, sem er hverju barni skiljanleg.” VIII. Hver áhrif hefði það liaft, ef Roosevelt liefði verið forseti Bandaríkjanna 19141 Af því, sem sagt hefir verið hér að framan. eru engar líkur til þess, að Roosevelt hefði að- liylst hlutleysis stefnu Wilsons forseta. Hann gerði sjálfur grein fyrir þessu, í samtali við sendiherra Breta, tveimur mánuðum eftir að Belgía hafði verið lögð í val af Þjóðverjum: “Hefði eg Ýerið forseti síðustu dagana í júlí 1914, ]iá liefði eg krafist þess, að lilutleysi Belgíu væri verndað, eftir Hague samningun- um, sem Bandaríkin undirrituðu, ásamt fleiri þjóðum. Eg hefði tekið ])ar sömu stefnu og England tók. Það er trú mín, að þjóðin hefði fylgt mér þar að málum. Hvort sem eg hefi á réttu að standa í því efni eða ekki, þá veit eg það, að (‘íin sem, komið er hefir Wilson nokkuð alment fylgi. Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess, að almenningur skilji og skapi sér sjálfsta'ða skoðun, á svo óavanalega víðtækum og hættulegum málum, sem koma eins 0g þrumu- skúr. fles't öllum á óvart.” Roosevelt hafði frá því fyrsta viljað Aæita lið Belgíu og Frökkum. I nærri þrjú ár beitti hann ölluin sínum undraverðu áhrifum fyrir því máli, og stóð næstum einn uppi, fyrst í fleiri mánuði, á móti hlutleysisstefnu Wilsons. Þeg- ar 1\ ilson forseti sagði Þjóðverjum stríð á liendur, 1917, þá voru jafnvel ‘svæsnustu mót- mótstöðumenn Roosevelts, famir að kannast við það, að ef hans ráðum hefði verið fvlgt í ut- anríkismálum, og herbúnaði heima fvrir, þá liefðu fleiiú miljónir manna verið frelsaðir frá ’ blóðfórn í þeirri hamstola lieljarslóðaroustu. Nokkrum mánuðum fyrir stríðslok, hélt Roosevelt ræðu í New York borg, þar sem hann bar mjög þungar sakir á Wilson og stjórn lmns, fyrir trassaskap, lélegan og að öllu leyti ónógan útbúnað fvrir Bandaríkja flugliðið á Frakk- landi. Vinur Roosevelts sagði við hann, eftir að hann liafði flutt þéssa ræðu: “Við sáum svipi liinna follnu hermanna fyrir framan þig, meðan þú varst að halda ræðuna.” — “Wilson er ekki dauður, en hann er lánsamur, ef hann lifir ekki þann dag, að verða ofsóttur af ótelj- adi vofum, ” svaraði Roosevelt. Fleiri en einn merkur rithöfundur hefir haldið því fram. að stríðið 1914 hefði aldrei verið hafið, ef Roosevelt hefði þá verið forseti Bandaríkjanna. Stjómmálastefna hans sýnir | . ir það, að hann var allra manna líklegastur til þess að hafa skákað Vilhjálmi keisara. Dæmi þau, sem vitnað liefir verið til, sanna það. Bandaríkin voru að miklu leyti forðabúr Evrópu á stríðsárunum, hinna hlutlausu landa, sem .ekki tóku þátt í stríðinu, engu síður en hinna. Roosevelt hafði fljótlega séð þar leik á borði, til þess að sameina þær þjóðir. Ef sendi- herrar Bandaríkjanna og allra þeirra þjóða, sem ekki tóku þátt í stríðinu, hefðu vefið kall- aðir lieim, og öllum verzlunarsamböndum slitið við Þýzkaland í júlímánaðarlok 1914, þá er ekki víst, að Vilhjálmur keisari hefði verið eins viss um, að honum mundi hepnast að stofna hið þýzka heimsveldi. “Það er enginn maður í þessu landi, sem hatar stríð meira en eg, ” sagði Roosevélt . Hvort sem honum hefði tekist að varna því, að stríðið væri hafið eða ekki, þá er ]>að nokkurn veginn vást, að það hefði varað mikið skemur, ef hann hefið átt ríkjum að ráða. Roosevelt var útnefndur fvrir forsetaem- ba’tti af framsóknarmönnum í flokki samveld- ismanna, 1912. Hefði hann þá sjálfsagt náð kosningu, ef Taft forseti hefði verið viljugur til þess að hafna útnefningu. Flokkur þeirra klofnaði, WoodrcKv Wilson lilaut forseta kosn- ingu. Verzlunarskýrslur sýna, að Svíar fluttu inn tífalt meiri vörur frá Bandaríkjunum 1915, en á undanförnum árum. Mikið af þeim var flutt til Þýzkalands, hið sama átti sér stað í fleiri af hinum hlutlausu löndum. Það var oft sagt um Roosevelt, að þeir, sem ekki elskuðu liann, hötuðu hann. Fjöldi af hinum þjóðræknustú mönnum meðal “hærri sem lægri”, meðal mentaðra og ómentaðra í öllum hinum fjörutíu og átta ríkjum, fanst það ljúft, og hin helgasta skylda, að leggja fram fjör, fé og krafta fyrir hann, og þau málefni, sem hann barðist fyrir. Síðustu æfiár Roose- velts fjölgaði þessum lærisveinum hans. Frakk- ar og' Belgíumenn tilbáðu liann, spámannsgáfa hans var viðurkend í lians heimahögum. Gamla fólkið gleymdi áhyggjum og elli, þegar ‘Teddy’ var eiiihversstaðar nálægur. Æskunni fundust ])á allir vegir færir. — (‘Teddv’ var gælunafn, sem varð heimsfrægt, og allri Bandaríkjaþjóð- inni þótti vænt um.) IX. Þegar Roosevelt var ungur maður í New York, þá bygði hann sér ba>, þrjátíu mílur frá borginni, á hárri hæð, skamt frá Ostruvík (Ovster Bay). Nefndi hann 'oæinn Sagamore Hill, sem nú er heimsfrægur orðinn. Þangað leituðu frægir stjórnmálamenn úr fjarlægum löndum, og þar var hlýlega og höfðinglega tek- ið á móti þeim. Eru margar og skemtilegar sögur prentaðar af þeim heimsóknum, ritaðar með barnslegum ákafa. — Það er mjög sjald- gæft hér í landi, að sveitabæum séu gefin nöfn. Roosevelt virðist hafa fylgt þar norrænum sið. Bæjarstæðið er einkar fagurt, og liátt upp hafið vfir fjörðinn. I kringum byggingarnar er bungumyndaður, grasigróinn, vel ræktaður hóll, eins og tún á tslandi. Bæjarstæðið og landslag- ið í kring, minnir á landslag sumstaðar á ts- 1-andi. Ibeð þessi, þar sem byggingarnar standa, er stór ummáls og skógi vaxin alt í kring. Hinu megin við Ostruvík, nærri beint á móti Saga- more Hill, er ofurlítill kirkjugarður framan í allhárri hæð. Uppi á þessari hæð valdi Roose- velt sér 0g konu sinni legstað. Þar hvílir hann nú. Þúsundir fara |)ílagrímsferðir að gröfinni hans, á hverju ári. Flestallir nafnkunnir menn útlendir, sem til New York koma, og ]>eir eru margir. férðast þangað. Fjölmennar fylking- ar fara þangað í skrúðgöngu á þjóðminningar- dögum. Sá, sem þessar línur ritar, var þar staddur 31. maí 1923. Þann dag liafði verið blómsveigur lagður á gröfina, frá landstjóran- um í Havana, með innilega hlýjum orðum, og einnig frá brezkum hermönnum. Roosevelt dó í svefni, af hjartabilun, sjötta janúar 1919. Hann sagði það kunningjum sín- um ári áður, að hann ætti ekki langt eftir. Hann kom úr veiðiför frá Suður-Afríku, rétt fyrir stríðið, þar sem hann var nærri dauður, eftir langsöm veikindi, sem hann varð aldrei jafngóður af. Roosevelt þráði það meira en nokkuð annað, að fylgja sonum sínum á vígvöll- inn. Hann sótti um leyfi til Wilsons forseta, til þess að reisa herdeild og fara með til Frakk- lands. Þegar Wilson neitaði honum um leyfi til þess að kalla saman hina öldruðu víkinga, seni höfðu verið með honum í Cuba, í stríðinu við Spánverja og þráðu nú tækifæri til þess að fylg.ja honum, þá sagði hann: “Ef þeir í Wash- ington hefðu svo lítið meiri skilning, þá vissu þeir ])að, að ef eg færi til Frakklands með þess- ari herdeild, þá mundi eg ekki framar spilla þeirra pólitisku fyrirætlunum, af þeirri ein- földu ástæðu, að eg kæmi ahlrei til baka.” — Það er enginn efi á því, að Wilson og foringjar Demókrata, óttuðust, að Roosevelt mundi verða útnefndur við næstu forsetakosningar. Hahn var þeim hættulegur mótstöðumaður, eins og þá stóðu sakir. Hvað mundi harin hafa orðið, nýkominn úr sigurför frá Frakklandi? “Látum tréð liggja, þar sem það fellur,” sagði hann, ])egar rætt var um það, að flvtja lík hinna föllnu hermanna til Ameríku, eftir að sonur hans Quentin féll, sem hann unni svo heitt. Það var eitthvað í sálarlífi Roosevelts, sem minti á Egil Skallagrímsson, í sambandi við sonarmissirinn, og brennandi áhugi hans að komast á vígvöll, þegar hann vissi, að liann átti aðeins skamtveftir ólifað, það minnir á síðustu ósk Egils, þegar liann blindur bað mn fvlgd til þings. Síðustu orð Roosevelts voru töluð til ha*is dygga þjóns, sem var Svertingi: “Slöktu ljósii ” I I Nokkrum dögum eftir að Wilson neitaði að gefa Roosevelt leyfi til þess að fara með sjálf- boðaliðs herdeild til Frakklands, þá skrifaði hinn frægi franski víkingur, stjómarformaður Frakka, Georges Clemenceau, Wilson forseta langt bréf. Lauslegur útdráttur úr kafla úr því bréfi, fylgir hér á eftir: “Ef eg hefi dirfsku til að ávarpa þig, þá er það vegna þess, að með því gefst mér tækifæri til þess að kunngjöra þér, að nafn Roosevelts kastar meiri frægðarljóma yfir hluttöku Banda- ríkjaþjóðarinnar í baráttu okkar fyrir tilver- unni, en nafn nokkurs annars núlifandi manns. Eg bið að eins um það, sem Roosevelt hefir beð- ið um sjálfur, að lionum sé leyft að koma fram á vígvöllinn með sjálfboðaliðs herdeild. Hann hefir verið forseti Bandaríkjanna, og einn helzti og snjallasti meistarinn í tilraunaverksmiðju þeirri, sem mestum frægðarljóma bregður vfir nútíð ykkar og framtíð. Þér getur ekki verið móðgun í því, herra forseti, að nöfn ykkar verði sameinuð í sálum okkar—og framtíðarinnar. Hemiennirnir okkar trúa á snildar leiðtoga- liæfileika hans; nærvera Roosevelts mundi veita ]>eim nýjan fögnuð og þrótt. Kitehener hafði þannig löguð áhrif. Málefni mannkyns- ins, sem er einnig þitt málefni, krefst þess, að þú framkvænjir álirifamesta kraftaverkið, sem þú hefir vald til þess að gera, fyrir hina þjökuðu hermenn, til þess að gleðja þá. Þegar fyrsta herdeildin ykkar kom fram á vígvöllinn, vakti það innilegan fögnuð meðal hersveita okk- ar. En “dátarnir” spurðu: “Hvar er Teddv Roosevelt?” Það var töfranafnið “Teddy”, sem við fundum að skapaði þeim þrek og þrótt.”. Georges Clemenceau. Eftir að hinn þjóðkunni stjórnamálamað- ur og rithöfundur, John Morley, hafði ferð- ast um Norður-Ameríku (1904), þá sagði hann: “Eg liefi séð hér tvö undursamleg furðuverk í Ameríku: Theodore Roosevelt og Niagara foss- inn. ’ ’ Það er mælt, að frægur spekingur hafi sagt, að það væri sannkallað mikilmenni, sem aldrei minti á neinn annan mann. Guð liefir skapað miljónir einkennilegra manna, en að eins einn ‘■‘■Teddy'n Roosevelt. “Vertu réttlátur og miskunnsamur. Fvlgdu guði í auðmýkt og lotningu, — það er nægilega löng trúarjátning fyrir mig,” sagði Roosevelt við kunnningja sinn, nokkrum mánuðum áður en hann var burt kallaður. I Þér getið ekki misstígið yður ef þér brúkið þessar rubber. North- crn þýðir það sem best er. Vér höfum allar sortir af rubbers, yfirskóm og yinnuskóm. Búið yður undir það nú, að halda fótunum þurrum og notar- legum hvernigsem veðrið er, og hvemig sem er undir fæti. Til sölu hjá eftirfylgjandi kaupmönnum: Arborg Farmers’ Co-op Ass’n Jonas Anderson, Cypress River T. J. Clemens, Ashern. S. Einarson, Lundar S. D. B. T. J. Gíslason, Brown. Lakeside Trading Co., Gimli. S M. Sigurdson, Arborg F. E. Snidal, Steep Rock Stephenson .Eriksdale. lllillllllllllllllllllllHllllllliIIIIIIIIIIIIIII VIÐ Kyrrahafs Ströndina LITIR! LEIKIR! LlF! Bíður Gestanna af Sléttunni. Stöðugt veöráttufar árið um kring Útiskomtanir við allra htrfi HVERGI ÖNNUR EINS ÁNÆGJA Á FERÐALAGINU. Canadian National Ana-gjulegTistu lelðlr á laiuli og sjó Góður viðstöðutímt \ IVrðist um Vanoouver ti I staða í WASHINGTON, OREGON, OAMPOHNIA Vaneouver Vlctorla LÁG FARGJÖLD Ntr f GIL.DI Vpplýsinsar hjá nirsta umboðsmanni Canadian National \ 1

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.