Lögberg - 13.01.1927, Side 4

Lögberg - 13.01.1927, Side 4
Bls. 4 LÖCBERG, FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1927. Jogberg Gefið út hvern Fimtudag af Tke Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talaihnari N-6JI27 oý N-6328 JON J. BILDFELL, Editor Otanáskrift til blaðsin*: THt SOtUHBI^ PHESS, Ltd., Box 3172, Wlimlpog, H»n- UtanAnicrift riUtjórana; EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, M»n. tu.“ — — _____„ i-— Tha “liögbar*” la prlntað an<t publtahed by Th« Columblu Praaa. Llmlted. in th» Columhta nuildlnK, ÍÍ5 Barnent Ave., Wlnnlpe*. Manltoba. gegn um eins margar og mikilvægar hættur, og fæstir þeirra bera eins lítið ú býtum eins og þessir forystumenn á meðal mábnleitarmann- anna. Frá Lundúnum. Þegar mér fór fyrir alvöru að leiðast eftir vestur-íslenzku blöðunnm, hét eg á það blaðið, sem mér bærist fyr, að senda því línur við tæki- færi. Ekki er samt þann veg upp að taka, að mér fyndist mikið til koma fyrir blöðin, að fá skrif frá mér, því að einmitt nú, þegar að því kemur að efna áheitið, finn eg mjög til fátæktar hvað efni og getu áhrærir. En eðlisfræðin kennir oss, að alt sem fylli rúm, sé efni. Þó hefi eg oft með eigin augum séð efnisleysu eina fylla mikið rúm í blöðum og bókum, og svo mun það verða í þetta sinn. Eg þarf naumast að taka það fram, að eg fékk Lögberg fyrst, og vil eg hér með þakka það og sömuleiðis Heimskringlu, sem eg fékk nokkru seinna. Síðan hafa þau bæði komið reglulega, en aldrei orðið sam- ferða hingað til. Brautryðjendur. Margt befir verið ritað og rætt, um þá menn og þær konur í mannfélaginu, sem brautirnar hafa rutt á hinum ýmsu sviðum þess, og braut- ryðjendur nefnast; mennina og konumar, sem á undan ganga og greiða hinum veg, sem á eftir koma. Brautryðjendur hafa verið til á öllum öld- um og á öllum tímum. Þeir hafa fyrstir manna rutt skógana, siglt höfin, plægt slétturnar og brúað ófærumar. Þeir hafa á sviði andans ráð ist á hégiljurnar og hindurvitnin, rutt ljésinu veg inn í hina svörtustu afkima mannlegrar sálar, rofið vanans bönd og leyst meðbræður sína þá, er óframfærnari vom og veikari, úr höndum ófrelsisins og fordómanna, og þeir hafa á sviði vísindanna opnað mönnum nýja heima, ný tækifæri og nýjar brautir. t stuttri blaðagrein er ekki hægt að minnast allra slíkra brautryðjenda sérstaklega, enda gjörist þess naumast þörf, það hefir svo oft verið gjört bæði í ræðu og riti, og í þakklátum hjörtum þeirra, sem góðs hafa notið af verkum þeirra. En það er ein tegund brautryðjenda, sem sjaldnar hefir verið minst, en annara, og mönn- um því ekki eins kunnugt um og aðra. en það eru málmleitarmennirnir, þessir ferðalangar og fullhugar, sem aleinir glíma við hættur og ■hverskyns erfiðleika, langt frá öllum manna- bygðum. Verk málmleitarmannanna er erfiðara og hættulegra, en verk allra annara hrautrvðj-,. enda. Verksvið þeirra liggur vanalega langt í burtu frá bygðum manna, úti í ókunnum og ó- könnuðufn héruðum. Þangað verða þeir að sækja yfir vegleysur, yfir straumharðar ár og hættuleg vatnsföll, í gegn um eyðiskó£a, vfir torsótt fjöll og nálega ófæra flóa og fen. Farreiðinn er í flestum tilfellum bakið og flekar, sem þeir búa sér til úr trjábolum skóg- anna; næturstaðirnir mosató, eða klettaskora, þar sem afdrep finst fyrir vindi og veðrum, og dagarnir allir uppihaldslaus leit að auðæfum, sem falin eru í skauti jarðarinnar og enginn af mannanna bömum hefir augum litið. Þessir hrautrvðjendur em allir fátækir menn, eiga ekkert til sjálfir, nema þekkingnna, viljann og þrekið. og það láta þeir alt í té af fúsum vilja og eftirtölulaust þjóð sinni og landi, nnz þeir bera bein sín oftast einir og ein- mana úti í óbygðnm, þar sem hrafnar hlakka vfir hræi þeirra. Flestir brautryðjendur em að einhverju levti knúðir áfram á hinni erfiðu braut sinni, af eiginhags von. Það eru málmleitarmennimir líka; en engum mönnum er arðvonin óvissar’ en þeim. Verðmætir málmar em sjaldfundnir. Ár eftir ár leita þessir menn og finna ekki, og margir hafa leitað alla æfi án þess að finna auð í iðram jarðar og horft allslausir á móti ellráni, þegar þrótturinn var þrotinn til þess að stríða við öfl náttúrannar. Aðrir hafa fundið það sem þeir leituðu að, að eins til þess að sjá aðra sem í för þeirra fóra, taka allan ágóðann. — Forystumenn málmleitar njóta sjáldnast á- vaxta verka sinna, áreynslu og framsóknar. Það gjöra peningaménn þjóðanna og þjóðiraar sjitffar í heild. Canada er málmauðugt land. Hvað mikill sá auður er, veit enginn með vissu. Fyrir at- orku þessara hrautryðjenda, málmleitarmann- annna, er nú orðið Ijóst, að það er nokkum veg- inn óslitið málmahérað frá Beringssundi að vestan og Hudsonsflóanum að austan, frá íshaf- inu að norðan og miðbiki Manitobafvlkis að sunnan. Og sama er að segja með öll hin fvlkin í Canada, að New Brunswiek og Nova Scotia undanskildum, að því er málmaauð snertir. Það er því hverjnm manni auðsætt, hve þýð- ingarmikið það er fyrir landið og þjóðina, að mólmhéruð þessi séu könnuð, og þá Ííka hversn þýðingarmikið og áríðandi verk þeirra manna er, sem foiwstu hafa á hendi til þess að kanna þau héruð og j?jöra anð þann. sem þar er falinn kunnan, svo háigt sé að færa sér hann í nyt. Oss finst, að tími sé kominn til þess, að þjóðinni í heild skiljist þetta og þá líka stjórn þjóðarinnar, með því að íhuga, að létt væri af því opinbera undir með þessum sérstöku hraut- rvðjendum. Stjórn, eða stjórnirnar, ættu að létta nndir með þessnm mönnum. Þær ættu að kosta þá á meðal þeirra, sem hæfastir era til slíkrar málm- leitar og sjá þeim fyrir lífeyri, ef illa gengur, og afkomeudum þeirra fyrir lífsframfærslu, ef þeir láta lífið, því þeir eru á moðal hinna allra þörfustu starfsmanna þjóðariunar, og enginn af starfsmönnum hennar þarf að leggja eins mikið á sig, búa við eins erfið kjör, ganga í Við komum til London heilu og höldnu 17. september, og mætti okkur þar á jámbrautar- stöðinni maður að nafni William Harry. Hann er náfrændi Egertons hljómfræðings í Winni- peg, og hafði sá síðarnefndi beðið hann að líta til með okkur, þegar við kæmum, og hefir hann (Harry) reynst okkur hinn bezti drengur í hví- vetna. Hann hafði útvegað okkur herhergi og fórum við þangað tafarlaust. Þar vornm við í viku, en réðumst þá í húsmensku til ekkju einn- ar. Var hún mjög blíð á manninn í fyrstu, en hið mesta óhræsi í reynd, svo við treystum okk- ur ekki til að vera þar að staðaldri, og erum nú komin í þriðju húsmensknna og líkar hún bezt. Hér eru húsakynni, raunar mjög ólík því sem maður er orðinn vanur við í Winnipeg, og mun flestum, sem þar eru orðnir landvanir, bregða mikið við til hins verra, er þeír flytja hingað. Hér er líka mikil dýrtíð og mörg ó- þægindi í sambandi við það, en ekki nenni eg að fara að lýsa öllum þeim ósköpum; það yrði aldrei búið, og svo er eg ekki orðinn nógu kunn- ugur til þess. Reyndar kemur Lundúnaborg mér talsvert öðrn vísi fyir sjónir, en mér hefir verið '‘innprentað” af þeim, sem eg hefi leitað frétta hjá fyr og síðar. T. d. þessi ógnar þoka, sem kvað ganga hér í garð í október og haldast fram undir vor, hefir ekki gert vart við sig enn, að undanteknum einum degi. Tíðin hefir verið mjög góð, en nokkuð óstilt og margháttað um veðráttu, svo að oft hefi eg farið að heiman í segjum hellirigningu og komið á skólann 45 mínútum seinna í glaða sólskini. Það geta ver- ið ótal útgáfur eða tegundir af veðri sama dag- inn. Þá er og umferðin á strætunum ekki eins gífurleg eins og eg átti von á eftir sögum, sem eg var búinn að heyra um það. Að vísu hafa þeir hér í Lundúnum “djöflavagna, sem ætla að drepa þá sem passa sig”, ekki síður en “land- arnir,” sem Guttormur okkar talar um. Mér dettur alt í einu í hug, hvort allir hafi tekið eft- ir því, hvað þessi setning er meinfyndin hjá Guttormi. Vagnarnir, meiningin, drepa þá, sem ekki passa sig, en eru svo sem til með (ætla) að drepa hina líka við tækifæri. Svona .skil eg það, en sleppum því. Mér þykir lítið verra að komast um London, en Winnipeg, og þó eru hér ekki líkt því eins strangar umferðarreglur eins og þar, en lögreglumenn eru hér á öllum aðal- strætum, með mjög stnttu millibili. En svo sem eg hefi áður drepið á með húsakynni, era einnig margs konar staðhættir hér mjög ólíkir og í Canada; reka ókunnugir sig fljótt á það og oft varð eg fokreiður með sjálfum mér fvrstu dagana hér, á meðan eg var að átta mig. fanst ýmislegt svo ópraktiskt og smásmugulegt, án þess eg ætli að leggja á það nokkum dóm. En mér dettur í hug að segja frá fyrsta atvikinu, sem gerði mig reiðan. Það var annan daginn, sem við vorum hér, að við fórum okkur til af- þreyingar niður í Hyde Park, sem er yndislega fallegur listigarður. Vorum við að ganga þar um og bárum Margréti litln til skiftis; var það þreytandi, með því að veður var heitt og mollu- legt, svo við settumst þar á bekk til að hvíla okkur litla stund. En þegar við erum lögð af stað aftur, mætum við mjög svo borðalögðum eftirlitsmanni, og spyr sá með miklum embættis- svip, hvort við höfum borgað fyrir bekkinn, sem við höfum setið á. Eg kvað nei við því, enda hafi eg ekki vitað, að hann væri til sölu. Eg held honum hafi fundist eg snúa út úr fyyir sér, því hann stygðist nokkuð og sagði að eg yrði að borga 2 penny (4 cent) fyrir hvort okkar, og eg náttúrlega gerði það. En síðan hefi eg aldrei þorað að setjast niður, hvorki þar né annars staðar utan heimilis míns og í skólan- um. Eftir að við skildum Yið þann borðalagða, fórum við inn í matsöluhús og tiltókum hvað við vildum af þeim réttum, sem auglýstir vora á matskránni. Biðum við svo fimtán mínútur, þar til matur var borinn fyrir annað okkar, og fylgdu þær upplýsingar, að þar með væri rétt- urinn, sem við báðum um, uppétinn með öllu og vrði hitt að láta sér lynda eitthvað annað, og svo urðum við að híða lengi eftir því. Þetta þotti mer half kanðalegt, því að í Ameríku mundu þeir hafa gefið upplý.singar fyrst og komið svo með matinn handa okkur háðum í einu. — Þessu lík dæmi hefi eg iðulega rekið mig á, en er heldur farinn að venjast við það og tek ekki eins eftir því, eins og fyrst. En svo hefi eg líka tekið eftir ýmsu hér, sem eg dáist að, og eitt af því er Iögreglan. Eg ef ast nm, að til sé kurteisari og greiðugri lög- regla, þo leitað se um veröld alla, þeir eru ætíð reiðubúnir að gera manni alla þá þénustu, sem þeim er unt. En aðallega er það samt ýmislegt í sambandi við skólann, sem vakið hefir aðdáun mína. Þar virðist mannúð og sanngirni vera efst a baugi í smáu og stóru. Eg var ekki búinn að vera þar lengi, þogar eg fann greinilega, að eg á þar athvarf, ekki einasta sem stúdent, held- ur einnig sem heimamaður. Allir embættis- menn skólans eru hver öðrum ljúfari í viðmóti, og sama er að segja um þá af kennurunum, sem eg hefi nokkuð saman við að sælda, en þeir eru sex, og eg býst við að hinir séu eins, því mér sýnist þar einhvern veginn sami stimpillinn á ' öllum. Skólastjórinn, Sir Hugh Allan, er líka indæll karl og spaugsamur með afbrigðum, svo að hann kemur öllum í gott skap, sem nálægt honum koma, en lætur þó hlýða sér og er at- kvæðamikill, þegar því er að skifta. Skólinn er æði stór bygging, fjórlyftur fyrir ofan jörð, með tvöföldum kjallara. Fyrir aftan skólann er svo æði stórt samkomuhús, og er innangengt í það úr skólanum. 1 því er gott pípuorgel, og eru þar haldnir hljómleikar af einhverri tegund því nær á hverjum degi, og oft á daga suma daga vikunnar, og hafa stúdentar frían aðgang að því öllu. Undir þessu samkomuhúsi, sem kallað er Concert Hall, er svo dálítið operuhús með laglegu leiksviði. Þar brýnir söngfólkið raustina, leikur og syngur heilar operur, og tekst oft furðu vel upp. En við, sem ekki get- um sungið, megum hlusta á það eftir vild. Auk þess fáum við stundum fría aðgöngu að hljóm- leikum, sem haldnir eru í Alhert Hall, en það er fáa faðma frá skólanum. Á s’kólabyggingunni eru tveir turnar, sinn á hvorum enda, og eru þeir tvílyftir. 1 öðrum þe’ssum tumi og loftun- um þar fyrir neðan eru fjögur pípuorgel, og höfum við, sem leggjum stund á organslátt, rétt til að nota þau fjórar klukkustundir í viku, og svo er okkur velkomið að stelast í þau hvenær sem tækifæri gefst. En það er með þessi orgel eins og sagt er að hafi átt sér stað í svartaskóla, að þar gengur öll virðing niður á við, því að efsta orgelið er langverst, en það neðsta bezt. í hinum tuminum og þar niður af, eru píanó, einnig ætluð til æfinga, og eitt orgel, svo að alks á skólinn sex pípuorgel og eg veit ekki hvað mörg píanó, sjálfsagt undir hundrað. Þá hefir skólinn einnig mjög fullkomið bókasafn, sem við höfum aðgang að. Getur maður fengið hvaða bók sem er heim til sín og haft þar í tvær vikur, og orðið margs vísap fyrir vikið. Þannig er það margt í sambandi við skólann, sem maður getur hagnýtt sér, fyrir utan kensluna sjálfa, sem maður færi algerlega á mis við með “prí- vat” kenslu. En aftur á móti býst eg við, að prívatkenslan tæki sterkari tökum á þeirri sér- stöku námsgrein, sem hún nær yfir, þ. e. a. s., ef kennarinn er afburðamaður, en þeir eru vand- hittir. — Eins og eg hefi getið um hér að fram- an, er Albert Hall rétt hjá skólanum, og hugs- aði eg gott til að hafa það í svo kunnugu plássi, á meðan eg var ekki búinn að átta mig fyllilega á dýrtíðinni í London, því þar er oft mikið um dýrðir. Höllin sjálf er kringlótt, með fjórum portum, sínu á hverri hlið og hvelfdu þaki; er það tilsýndar ekki ósvipað í laginu fimm gall- óna rjómadunk — en stærra. Það rúmar að • sögn 10,000 manns, og er svo snildarlega inn- réttað, að hvert smáhljóð heyrist um það alt.. Þar er gríðarlega stórt orgel, og er sagt að það hafi um 9,000 pípur inni að halda. “Gaman væri að heyra blásið í þær allar í einu” — hefir mér verið sagt að skozkum bónda hafi orðið á að segja, þegar Lundúnamaður einn var að lýsa þessu orgeli fyrir honum, en eitt er víst, að það getur framleitt dýrðlegt tónaval í höndum þess, sem kann með að fara. Ekki hefi eg haft tíma til að skoða hér sögu- ríka staði, né söfn o. þ. u. 1. Langar mig þó til að sjá eitthvað af því tagi, áður en við yfirgef- um London. En ekki mun egHæra það í frásög- ur, því að margir mér færari hafa gefið ágætar lýsingar á helstu stöðum og söfnum þessarar borgar, og er það vandaverk meira, en margur hyggnr, að láta aðra sjá með sínum augum. — En nú held eg að nóg sé komið af þessu rugli, nð eins vil eg biðja Lögberg að skila kveðju minni til allra, sem hana vilja þiggja, og réttast held eg sé að eg noti þetta tækifæri tií að af- sakast við ýmsa góðkunningja mína í Winni- peg, að hafa ekki heimsótt þá og kvatt. Til þess bar tvent: bæði tímaleysi og svo hitt, að eg kendi mig varla mann til þess, því fátt þykir mér beiskara í framkvæmd, en að kveðja vini mína. En enginn má ætla, að eg hafi skilið við Vestur-lslendinga með köidu bióði. Björgvin Guðmundsson. 20 Sinclair Road West Kensington, W. 14 London, England. Hin huldu auðœfi Canada. A undanförpum árum, þegar menn hafa íerð- ast frá Vesturfylkjunum í Canada og austur að hafi. yfir hinar miklu auðnir norðurhluta þessa Iands, yfir holt og hæðir, fram hjá einu vatninu eftir annað og einu klettabeltinu eftir annað, þá hristu menn höfuðin og spurðu sjálfa sig hvort ]>etta hrjósturland mnndi til nokkurs nýtt, eða ef það yrði það, þá til hvers. Og það var að búast við, að menn spvrðu, því að meðan að kyrðin og þekkingarleysið grúfði yfir því mikla landflæmi, þá var ekkert sem vakið gæti von manna um að þar væri um nokkurn skap- aðan hlut að ræða, nema snjókjmgi á v'etrum og gróðurleysi á sumrum. En svo komu þessjr einkennilegu hrautryðj- endur, málmleitarmennirnir, með hagga á haki og hamar, oða klakaöxi i hendi, og opnuðu upp ftull- og silfuræðar þess mikla lands— sýndu heiminum, að þetta svæði, sem allir örvæntu nm og hristu höfuðin yfir, var eitt það auðuo-- asta í víðri veröld. Cobalt héraðið í norðurhluta Ontariofylkis reyndist hið silfurauðugasta hérað, sem þekt fr* " Sögurnar um gullfundi í norðaustur hluta Mamtohafylkis, ganga nú land frá landi og tlestar þeirra eni sannar. f Qubecfylki fundu menn þær auðugustu gullnámur, sem enn hata fundist her í landi, og í viðbót við það hef- ÞEIR SEM ÞURFA_ LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank ofHamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK The Royal Bank of Canada Aðal Reikningur SKULDIR. Capital Stock Pald up ............. Reserve Fund ...................... Balance of Profits carried forward 30. Nóvember, 1926 $24,400.000.00 $24,400,000.00 1,409,674.68 $26.809,674.68 Dividends Unclairaed ..............................~......... 13,142.66. Dividend No. 157 (at 12% per annura), payable lst December, 1926 ......................................... 732,000.00 Bonus of 2%, payable lst December, 1926 ..................... 488,000.00 --------------- $27,042,817.24 $51,442.817.24 Deposlts not bearingr interest .................................$161,170,458.60 Dtjosits bearingr interest, lncluding interest accrued to date of Satement ........................................ 451,689,830.13 Total Deposits ................................ $612,860,288.63 Notes of the Bank in circulation ............................. 39,171,262.94 Balances due to other Banks in Canada ......................... 1,390,944.68 Balances due to Banks and Banking Correspondents elsewhere than in Canada .................................. 16,764,934.43 Bills Payable ................................................. 6,103,180.05 Liabilities not included in the foregoing ................*.... 40,666.64 ----------------$676,331,277.37 Letters of Credit Outstanding ................................. 38,602,848.65 $766,376,943.26 EIGNIR. Gold on Subsidiary Coin on hand .......... $21,604,504.74 Gold deposited in Central Gold Reserves 8,400,000.00 $30,004,504.74 Dominion Notes on hand ........................ $33,401,580.50 Dominion Notes deposited in Central Gold Reserves ............................... 9,600,000.00 --------------- 43,001,580.50 United States and other Foreign Currencies 26,862,177.19 $99,868,262.43 Notes of other Canadlan Banks ................................ 3,705,579.55 Cheques on other Banks ...................................... 27,214,300.90 Balances due by Banks and Banking Correspondents elsewhere than in Canada ................................ 26,779,991.26 Dominion and Provincial Government Securities, (not exceeding market value) ..........1...................... 64,733,057.88 Canadian Municipal Securities and British, Foreign and Colonial Public Securities other than Canadian, (not exceedlng market value) ......................... 26,880,492.34 Railway and other Bonds, Debentures and Stocks (not exceeding market vaJue) ............................. 16,380,853.48 Call and Short (not exceeding thirty days) Uoans in Can- ada on Bonds, Debentures and Stocks and other Se- curities of a sufficient marketable value to cover .... 29,719,561.79 Call and Short (not exceeding thirty days) Loans else- where than in Canada on Bonds, Debentures and Stocks and other Securities of a sufficient marketable value to cover ......................................... 71,997,883.89 ---------------$367,280,083.52 Current Loans and Discounts in Canada (less rebate of interest) after making full provision for all bad and doubtful debts ..........................................$197,759,230.24 Current Loans and Discounts elsewhere than in Canada less rebate of interest) after making full provision for all bad and doubtful debts .......................... 188,884,822.96 Non-Current Loans, estimated loss provided for ............... 2,583,639.41 ---------------$338,727,692.61 BqnkPremises at not more than cost, less amounts written off ................... 14,401,556.21 Real Estate other than Bank Premises ........................................... 2,141,979.64 Mortgages on Real Estate sold by the Bank ...................................... 1,387,555.48 Llabillties of Customers under Letters of Credit as pefr contra ................ 38,602,848.65 Shares of and Loans to Controlled Companles ................................. 2,047,372.21 Deposlt with the Mínister for the purposes of the Circulation Fund ............. 1,245,000.00 Other Assets not included in the foregolng ..................................... 542,854.94 $766,376,943.26 Skýrsla YHrskoðunarmanna Til h'luthiaía The Royall Be>n k of Canada: , Vi?S höfum yfirskofiað fnamanskráða fjðrhagerikýrslu Ijinin 30. növem- her 1926 og boriS hana saman við bæku;r Royal bankans á aðalskrifátofu' hans og einnig’ vottfeötar skýrslur frá ötóibúuTium. Við höfum tallið pen- Inga og yfirfarið tryggimgiarskjöl 911 á aðalskrifstofunnii í emda fjárhags- ársins og á árinu höfum við gert hið sama á ýmsum af ihimum helstu ú.ti)búuni bankans. Viið höfum fengið allar þær upplýisimgar og skýringar, sem við höfum óskað bg er þ»S skoðun vor; að öHl viðskiftl .bamkans, þau er við höfum yfirfarið Béu fiyMilega samkvæm banka/lögunuim. pað er skoðun vor að framanpren.tuð skýrsla sé rétt gerð, og sýnt hag bankans, eins og hama t raun og veru er 30. nóvember 1926, samkvæmt bókum bankans. Montreial, Canada, 27. desember 1926. A, B. BRODTE, C.A., of Priee, Waterhouse & Oo. JAS. G. ROSS, C.A., o.f P. S. Ross & Sons. Auditora REIKNINGUR UM ÁVINNING OG TAP Balance of Profit and Loss Aceount, 30th November, 1925..$1,249,435.32 Profits for the year, after deducting eharges of manage- ment, accnied interest on deposits, full provislon for all bad and doubtful debts and rebate of interest on un- matured bills ........................................ 4,616,239.26 APPROPRIATED AS FOLI.OWS:— » >,766,674.58 Dlvidends Nos. 164, 156, 156 and 157 at 12% per annum .....$2,928,000.00 Bonus of 2% to Shareholders ............................... 488,000.00 Transferred to Officers’ Pension Fund .....................* ÍOOÍOOO.OO Appropriation for Bank Premises ........................... 400,000.00 Reserve for Dominion Government Taxes, including Tax on Bank Note Circulation .................................. 440,000.00 Balance of Profit and Loss carrled forward ................. 1,409^674.58 H. S. HOLT, President Montreal, 27th'December, 1926. ------------$5,765,674.58 C. E. NEILL, General Manager ir nú fundist platínum í því fylki í svo ríkum mæli, að engin dæmi eru til slíks áður, «f fréttir þær, sem manni berast af þeim fundi, eru sannar. Platínum er feykilega verðmikilí málmur. Nú sem stendur er hreint platínum nálega sex sinnum dýrara en gull, eða ein únza af platínum $120 virði, þar sem únza af hreinu gulli er $20.80. Verðið á platínum er ekki fastákveðið, heldur byggist það á framleiðslu og eftirspurn. En hingað til hefir eftirspurnin verið miklu meiri en framleiðslan, og er það ástæðan fyrir því geipiverði, sem á þeirri málmtegund er. Fram að þessum tíma hefir platínum fram- leiðslan aðallega verið í tJralfjöllunum og lítið eitt í Brazilíu, Colombia, San Domingo, Cali- fomíu, Oregon, Borneo og Canada.. Nú, ef þessi nýi fundur í Quebec reynist sannur og lialdgóður, verður platínum fram- leiðslan hverfandi á öllum þessum stöðum, nema í Canada, því fréttin segir, og hún virðist vera ábyggileg, að frá $290 til $2,100 virði af þessum y málmi í tonninu, hafi fundist í Aconda gullnám- unum í Boischatel héraðinu í Quebec. Hér er að eins eitt sýnishorn af því, hvað norðurhéruðin í Canada, sem fyrir nokkram árum voru álitin einskis virði, fela í skauti sínu, og menn enn einu sinni mintir á hversu mikið að þjóðin á að þakka þeim mönnum. sem fyrst lögðu spor1 sín um þessar stöðvar og opnuðu augun á fólki fyrir verðmæti þeirra—brautryðj- endunum, með baggana og bareflin.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.