Lögberg - 13.01.1927, Page 6

Lögberg - 13.01.1927, Page 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1927. Leyndarmál kon- unnar. Eftir óþekta-n liöfvmd. Þegar eg kom til herbergis míns, gekk eg beint að speglinum — var þetta föla, hörkulega ancllit með blossandi augu, í raun og veru mitt andlit ? Hve greinilega hlaut hann að hafa séð fyrirlitninguna í þessum dráttum. Eg spurði sjálfa mig hvort það hefði verið möguflegt, að eg hefði getað msett honum með ikaldri kurteisi, eftir alt, sem fram hafði farið? Eg, sem árum saman hafði grátbænt forsjónina um, að veita mér þá miskunn, að fá að sjá hann aftur, og sem síðustu dagana óskaði hins sama, • en af gagnstæðum orsökum. Hvar var nú ástin, sem eg eitt sinn bar til hahs? Hvaða stúlka var það, sem lézt vera spákona, og las í huga mín- um og lýsti fyrir mér hefndarlönguninni, sem nú var, mildast sagt, að því komin að eyði- leggja sálu mína. Jóladagurinn var bjartur og fagur. Úti var sólskin og inni í stofunni sá maður aðeins á- nægð andlit og heyrði glaðan hlátur og skemti- legt samtal. Mér fanst eins og allir væru að hæðast að mér með þessari glöðu hegðan, þó ]>eir sýndi mér eins mikla hluttekningu og þeir gátu. Garðyrkjumaðurinn sendi mér úrvals- blóm, livað þá aðrir. Agætar jólagjafir var bú- ið að senda mér, og undir öðrum kringumstæð- um hefði eg verið vfirburða þakklát. Sonur minn liafið sent mér jólabréf, og innan í því lá lukkuóska spjald, skreytt illa dregnum blóm- um af honum sjálfum. Eg lagði ]>essa 'litu gjöf innan í skrautbundna bók, “Mi'ltons Paradísar missir,” sem Barrv hafði gefið mér, og eg held að engin mynd í bókinni hafi mér fundist eins falleg og dráttm>md sonar míns. Eg stóð við gluggann og las aftur og aftur litla bréfið, þeg- ar eg heyrði rösklegt blístur og sá mann minn ganga fram hjá, ásamt hundum sínum. Hann leit glaðlega út, en á sama augnabliki voru mín- ar blíðu hugsanir dreifðar sem agnir fyrir vindi. Hvernig gat hann verið svona rólegur? Var hann þá alls ekki hræddur við mig? Hann hlaut þó að vita að eg með einu orði gat valdið hon- um hinnar svörtustu smánar? Finnur hann ekki að hann stendur á barmi eldgígs? Nei, hann röltir áfram rólegur, eins og ekkert í heim- inum geti raskað stöðu hans. Var það nokkur furða að eg krepti hnefana, og að mínar blíðu ’tilfinningar létu undan? Eg heimsótti frú Lynwood, 0g fék'k með miklum erfiðleikum leyfi til að hjálpa með und- irbúninginn fyrir hinn mikla dagverð, sem átti að eiga sér stað; að fá eitthvað að starfa, var /nauðsynlegt fyrir mig, eins 0g á stóð. Yfirfor- ingjafrúin þakkaði mér fyrir ötuileik minn, og þótti vænt um hvem greiða, hve lítill sem var, er eg gerði dóttur hennar. ó, hvað eg hefði getað verið gæfurík meðal þessara góðu mann- eskja, ef þessi höggormur hefði ekki verið á leið minni. En hvers vegna átti eg að forðast hann? Var það ekki réttara og hyggnara að mola höfuð hans? Að fáum stundum liðnum átti eg að sitja við hans eigið borð, ásamt hon- nm, mundi það ikvelja lfann? Eg vonaði það. Hann varð að læra að skjálfa fyrir valdi mínu, fyrir Damokles sverðinu, sem hékk yfir höfði hans. Þetta voru ekki fallegar jólahugsanir, en var það mér að kenna, að eg gat ekki varist þeim? Eg var einsömul í dagstofunni, og raðaði bókunum og nótunum, sem nota átti um kvöldið. Það var stórt og fagurt herbergi með mörgum listaverkum og snildarlega fyrirkomið. Glugg- arnir snéru út að löngum veggsvölum, sem snéru að garðinum. Við einn af gluggunum stóð blómaborð í veggskotinu, fult af fögrum og sjaldgæfum blómum; þessi gluggi snéri beint að trjágangi, sem opnaði ofurlítið útsýni til sjáv- arins, sem nú sýndist rauðgulur í geislum hinn- ar hverfandi sólar. Eg stóð íengi við þennan glugga og horfði út á sjóinn, og gömul hálf gleymd sönglög, endurómuðu í lurga mínum við þessa indælu sýn. Eg þráði að heyra þe.ssi söng- lög leikin á hljóðfæri, og þar eð eg vissi að eg var hér alein, settist eg við stórt píanó og lét hugsanir mínar í Ijós í tónum fin orða. Þegar eg hætti kom Barrv til mín, hann hafði komið inn án minnar vitundar, og þakkaði mér fyrir hljóðfærasláttinn. Hann greip báðar hendur mínar, og óskaði mér til hamingju með, að mér væri að batna. “ En hvað þér leikið yndislega á hljóðfæri, ” sagði hann. “Þegar eg heyrði þetta guðdóm- lega sönglag. var eg viss um að það voruð þér, sem lékuð ]>að. Eg hefi aldrei heyrt nokkra manneskju Ieika þannig. Nú skil ^eg svo vel, hvernig yður hefir tekist að ná vináttu frúar- innar svo algerlega. Verið þér nú varkárar með yður sjálfa í kvöld. reynið ekki of mikið á yður, gætið þess, hve kvíðandi við öll erum yðar vegna.” , Eg sagði honum að eg fyndi það skyldu mína, að gera eitthvað fyrir ailla, þar eð allir hefðu verið svo góðir við mig, og að eg í kvöld ætlaði að reyna að borga ofurlítið af þessari skuld. Ef ]>ér aðei»s hélduð ekki áfram að vera svo fölar. Við þonim ekki að trevsta yður til fulls, fyr en þér fáið aftur ofurlítinn roða í kinnarnar. Þér verðið að levfa mér að aka með vður nokkrum smnum, eg hefi tamið hestana vel, þeir em nú eins þægir og lömb, Lynwood ofursti vildi láta sikjóta þá.” , “^f.íví.í>eír unnu hetur, þeir hafa lík- lega latið mig sleppa of vel?” Barry svaraði ekki, en leit vandræðalegur yfir höfuð mér; eg sneri mér við og stóð and- spænis Lynwood ofursta. Án þess að finna til nokkurrar feimni, heilsaði eg honum 0g spurði, hvort hann hefði átt viðuanandi skemtigöngu, eg hefði séð hann fara fyrir stundu síðan. Hann nálgaðist mig með hægð áður en hann svaraði, og horfði á mig, eins og hann vildi lesa inst í huga minn. “Haldið þér, að eg vilji yður dauða?” spurði hann. Eg hló. “Þeir, sem á þeli standa, heyra stundum ó- þægileg orð, herra ofursti, en samt sem áður vil eg trúa ponyunum fyrir mér, kafteinn Barry; ])ó getur maður aldrei vitað hv'að fyrir kann að koma.” Eg hneigði mig lítillega og gekk fram hjá þeim út úr stofunni. Frú Lvnwood leyfði mér ekki að búa til teið, en bað mig að fara upp og hvíla mig, svo eg gæti verið vel hress fyrir k\Töldið. Eg notaði tímann til að ákveða, hvernig eg ætti að koma fram um kvöldið, eg vildi hlífa henni, en hegna honum, ef niér að eins tækist að sameina þessi áform. Eg gerði mig eins fallega og eg gat, hann skyldi sannfærast um, að eg væri eins fögur og hin konan, sem hann hafði tekið fram yfir mig, þó fegurðin væri af annari tegund. Eg fór í dýran, svartan kniplingakjól, sem frú Lynwood hafði gefið mér í jólagjöf; sem aukaskraut valdi eg rauðber, og lét líka eina grein með þeim á í hárið. Yfirforingi Rivers hafði þenna dag gefið mér nisti með roðasteinum, og það lét eg um háls minn. Eg vissi, að eg leit vel út, og þegar eg gekk eftir ganginum, kom hégóma- girndin mér t-il að líta í spegilinn í horninu hjá dagstofudyrunum. Alt í einu sá eg mvmd mannsins míns við hlið minnar myndar. “Nelly,” sagði hann með ákafa, “N^llv, eg \Terð að tala við þig. Eg er hálf brjálaður — mín eigin blíða, elskaða kona, getur þú nokkurn tíma fyrirgefið mér?” Eg sneri mér við rólega. “Afsakið, hr. ofursti, ef eg er sein til að skilja, og get ekki strax fundið hið rétta svar. Gleymst hefir að segja mér, að hér eigi að leika leikrit, og sömuleiðis, hvaða leikrit ]>að er. Eg vissi heldur ekki, að mér væri ætlað hlutverk — hverja á eg að leika?” Hann hopaði á hæl af undrun. “Nei, mér getur ekki skjátlað; svo líkar manneskjur /finnast ekki í heiminum. Það ert þú, Nelly; viðurkendu, að þú sért kona mín, þrátt fyrir það hve illa eg hefi breytt við þig.” “Viljið þér gera svo vel að sleppa höndum mínum, hr. ofursti? Mér geðjast alls ekki að leik yðar, auk þess vildi eg helzt leika við yður í votta viðurvist. Eg skeyti ekki um að vera einmana hjá yður. ” “Leikið yður ekki að mér, Nelly; hæðið mig ekki. Er eg nú ekki nógu ógæfusamur? Eg, sem ]>rái svo innilega, að heyra eitt fyrirgefningar- orð frá vörum þínum. Eg hélt, að þú værir dáin, Nelly; segðu mér um fram alt, hvort barn- ið okkar lifir!” , “Þetta er of sorglegur leikur fvrir jóladag. Þér verðið að velja eitthvað fjörugra, ef þér ætlist til að gestum yðar líki það.” Ætlar liann þá aldrei að sleppa höndum mínum! ætlar enginn að koma, til þess að gera (“iida á þessum kvalaríka Ieik ? A þessu augna- bliki kom Barr\T inn, en koma hans hafði engin íihrif á ofurstann, hann 'hélt höndum mínum föstum og sagði með ákafa miklum: “Að eins eitt orð, Nelly. Segðu að minsta kosti, að ])ú kennir í brjósti, um mig, aumkist yfir mér, litla elskaða kona; fvrrum varst þú ekki svona hörð.” Eg liló, eins og hann hefði sagt eitthvað mjög fyndið, og sagði við Barrw: “Getið þér liugsað vður þetta, ofurstinn heimtar að eg, án þess að hafa nokkurn undir- búning, geti tekið þátt í leik, sem er mér alveg ókunnur. Ætlið þér að vera með í leiknum? Þér eigið máske að leika með? Vera faðirinn, sem sameinar tvo elskendur; ef það er tilfellið. ]>á gerið þér máske svo vel, að vera leikþulur minn? Ofursti Lynwood krefst þess, að eg svari spumingu hans, en eg hefi enga hugmynd um hvemig svarið á að vera.” Ekt augnahlik horfði Barry fast á inig, svo gekk hann til vinar síns, lagði höndina fast á öxl hans og sagði: “Ertu brjálaður, Frits? Frú Lvnwood og gestir hennar eru í stiganum, þú verður að stjóma þér núna, hvað sem ]>að kostar.” I\feð hægð 0g móti vilja sínum slepti hann hendi minni, horfandi með sorgþrungnum svip á fingurinn, ]>ar sem giftingarhringur minn átti að vera, en var nú horfinn; með þungri stunu let hann að vilja vinar síns, sem leiddi hann inn í dagstofuna, og þar sá eg hann hníga niður á stól hjá píanóinu með örvilnunarsvip. Kitt augnablik fanst mér eg ætla að hlaupa til hans, og segja við hann þetta meðaumkvun aiorð. sem hann bað mig um, en svo varð mér litið í kringum mig í skrautlegu stofunni, sem var að eins lítill hluti af hans auðuga heimili, og iafnframt datt mér í hug fátæktin og vand- ræðin, sem hann skildi mig og bamið mitt eftir i. og meðaumkvunin hvarf ur huga mínum eins fljótt og hún kom. Kvöldið leið með spaugi 0g hlátri, skraut- klæddu gestirnir áttu vel við fagra herbergið; alt virtist verða til ánægj og vera samhuga. Fni Lynwood var ósegjanlega elskuleg í hvíta þykk- silkisklæðnaðymm sínum, með gljáandi gim- steinaskrauti; það, sem alt af gerði hana svo yndislega, var það, að maður var sannfærður ur um, að hun vissi sjalf ekki hve fögur og vnd- isleg hún var. Barrv leiddi mig að borðinu, og eg talaði fjörlega við hann. Annars virtist Hggja vel á öllum, nema húsbóndanum, hann var þögull og kyrlátur; á meðan matarins var neytt, veitti hann öllum hreyfingum mínum eft irtekt; og gagnstætt vana sínum tæmdi hann hvert vínglasið á fætur öðru. Loks gaf frú Lynwood merki til, að matarneyzlunni væri lokið. Húsbóndinn hraðaði sér að dyrunum, til þess að halda þeim opnum fyrir kvenfólkið. 'Þegar eg gekk fram hjá honum, hvíslaði hann gremjulega: “Var Barr>T skemtilegur sessunautur?’ Eg þekti hreiminn í rödd hans. Það var hans gamla taumlausa afbrýði, sem var vöknuð aft- ur, og það núna, þegar hann hafði enga heimild til að finna til hennar, en eg vissi á sömu sek- úndu, að eg hafði hina eftirþráðu liefnd í hendi minni. Mennirnir dvöldu ekki lengi við vínið, Þeir komu brátt til okkar, og þá ‘byrjaði jóla- skemtunin fyrir alvöru. Ofurstinn virtist að gleyma allri varkárni, hann veitti mér einkenni- le$ kurteisisatlot, og eg heyrði suma segja, að væri þeir í sporum frúarinnar, þá vildu þeir ekki hafa jafn fagra og tælandi stúlku fyrir lagsmær, einkum þar eð húsbóndanum virtist geðjast vel að henni. Til þess að forðast hús- bóndann, lék eg eitt manntafl við yfirforingja Rivers, sem va*- mér mjög ])aklátur fyrir fórn mína, sem hann kallaði það. Eftir að taflinu var lokið, var eg beðinn að leika á hljóðfæri, og varð eg við beiðninni, og var nógu hefnigjörn til að leika öll ])au lög, sem við höfðum leikið saman á fyrstu gæfuríku giftingardögum okkar. Seinna söng eg með ungfrú Thorn, er hafði val- ið gamalt kvæði, sem lýsti sorg móðurinnar yfir því, að vera aðskilin frá barninu ‘sínu. Mér fanst sem þetta væri mín eigin sprg, er eg kvart- aði yfir í nærveru hins grimma föðurs. Eg hafði kvalið hann með gömlum endurminning- um, en gleymt því, að sverð hefndarinnar er tvíeggjað — eg hafði kvalið sjálfa mig ásamt honum, og þessi síðasta vísa, sem eg ætlaði naumast að geta lokið við, var sá dropi, er fylti bikarinn svo að út úr rann eg hné niður á stól- inn og var á sama augnabliki vafin örmum frú Lynwoods, sem hvíslaði ástúðlega að mér, að eg skyldi revna að jafna mig* og komast út tir herberginu. Með hennar aðstoð komst eg út í framherbergið, og þar linuðust hugarkvalirnar við að fella tár. “Nelly,” sagði frúin, “eg get hugsað mér livaða áhrif þetta kvæði hefir haft á yður, þér enið ekki nógu hraustar enn þá, til að þola slíka geðshræringu. Ef þér að eins gætuð komist til herbergis vðar. Haldið þér að þér séuð færar um að komagt þangað hjálparlaust? ó, þarna er maðurinn minn — það var gott. Kæri Frits, ungfrú Sedwick hefir reynt of mikið á sig, eg held hún geti ekki gengið up)> stigann til her- bergis síns, svo það er líklega bezt, að hún hvíli sig dálítið í viðtalsstbfu minni. Vilt þú ekki fylgja henni ])angað, og vera hjá henni þangað til henni skánar? Eg verð, þwí miður að fara til ge.stanna aftur. Vilt þú ekki hringja eftir frú Flemming, áður en þú yfirgefur unsrfrú Sedwick? Eg vil síður að hún sé alein.” Eg gat ekki sagt henni, hve illa mér geðjað- ist að þessu fvrirkomulagi, en þegar hún vfir- gaf mig, reyndi eg að hlaupa upp stigann, til að komast. til herbergis míns og loka mig þar inni. E11 eg var of magnþrotá, eg rasaði og hefði fallið ofan stigann, ef hann hefði ekki gripið mig í faðm sinn og borið mig inn í dagstofu mína. “Nú verð eg að fá að bera fram vörn, Nelly. Eg þoli ekki að sjá þig gráta þannig; hvert eitt tár ])itt, særir tilfinning mína. Hvernig hefi eg getað fengið mig til að olla þér slíkrar sorgar? En það þrælmenni, sem eg hefi verið, að yfir- gefa ])ig þannig, en eg vissi, að það var búið að skipa að taka mig fastan fyrir skuldir, og eg var of mikill heigull til að láta loka mig inni, þess vegna flúði eg úr landi. Einn dag las eg í blaði, að þú værir dáin. Ó, litla konan mín, vertu kjarkgóð, reyndu enn þá um lítinn tíma að bera þessi voðalegu forlög, vertu þolinmóð enn ])á um tíma, svo skal eg flytja þig héðan til ])ægilegs og indæls heimilis, sem eg skal útvega ])ér; það eru margir fagrir og rólegir blettir til í heiminum, þar sem við getum gleymt öllli, sem við höfum þjáðst af. Eg vil bæta fyrir liðna tímann, eg vil aftur leiða fram á varir þínar töfrandi brosið, ef þú átt enn þá einn neista af þeirri ást,1 sem ])ú barst til mín, þá skalt þú enn þá verða gæfurík kbna.” Eg starði á hann undrandi. “Talaðu, Nelly, segðu eitt vingjarnlegt orð, segðu að þú viljir yfirgefa þetta hús á.samt mér, talaðu, elskan mín, talaðu.” Og svo talaði eg; reiðin gaf mér þrek til að segja honum, hvert álit eg hefði á breytni hans; eg sagði honum, live mjög eg fyrirliti hann, sem ekki að eins hefði gert konu ósegjanlega ógæfusatna, en sem nú, orðinn ríkur og óháður •sökum fjármuna annafar konu, talaði rólega um að vfirgefa hana, og snúa sér að þeirri fvrstu. til þess að lifa af ránsfénu ásamt henni. “Eins og þú sért ekki búinn að baka mér nóga smán og skömm,” endaði eg ræðu mína með megnustu beiskju. Hann virtist að eins heyra síðustu orðin; gamla ástin hans á mér. sem lifnuð var með nýju afli, lét hann ekkert tillit taka til hinna orðanna. “Skömm?” spurði hann. “Það lendir engin skömm á þér. Þú ert mín lögleg kona.” “Yður skjátlast, ofursti Lvnwood, eg var gift Frits Stanton, en hann hefir svívirðiilega yfirgefið mig — ef þér komið einu skrefi nær mér, kalla eg á hjálp, og svo segi eg öllu heim- ilisfólki yðar, að þér séuð svikari, og læt taka yður fastan sem slíkan.” Nú skildi hann loksins hvernig sakir stóðu. Nú stóð hann frammi fyrir mér sem afhjúpað- ur glæpama^5ur. Hafi eg nokkuru sinni elskað þenna mann, var endurminningin um það dauð á þes-sari stundu. ‘ :Nelly, vertu ekki hörð,”beiddi hann. Esr stappaði fætinum óþolinmóð á gólfið. “Eg vil ekki heyra þetta nafn frá vðar vör- \ um. Gerið svo vel að muna, að eg heiti ungfrú Sedwick, og að þetta herbergi er mitt. Má eg biðja yður að yfirgefa það undir eins?” “Er þetta alvara þín ?” spurði hann efandi. “Algerð alvara. Aðg eins ást mín á engl- inum, sem þér viljið yfirgefa svo grimdarlega, hindrar mig frá að >kæra yður. lYðar sjálfs vegna sýni eg enga vægð, eg hata og fyrirlít yð- ur, eg er guði þakklát fyrir, að barn mitt fær aldrei að sjá andlit yðar.” “Er litli Richard minn dáinn?” “Frá yður er hann dáinn, ofursti Lynwood — þér fáið aldrei að sjá liann.” Eg gekk fram hjá honum til dyranna, opn- aði þær og benti út. Þegar hann reikaði út, fann eg að eg hafði breytt brótt; eg féll á kné og bað guð að gefa mér styrk til að gera skyldu mína, og vernda frúna mína frá þjáningum og smán, sem uppgötvanin mundi verða orsök að. Þegar eg endaði bæn mína, heyrði eg inni- lega sagt “amen” bak við mig. Það var frú Slemming, hún hafði verið í hliðarherberginu næstum því allan tímann, sem við töluðum saman, hún hafði strax hlaupið upp til mín, þegar einn þjónanna sagði henni, að eg liefði orðið veik, “af hita”, var það látið heita. “Heimilisfólkið mun ætla, að eg hafi verið hér allan tímann,” S9.gði hún, “og þajj kemur í veg fyrir getgátur og slúður. Guð blessi yður fyrir það, sem þér liafið gert. — Eins áreiðan- lega og mögulegtí er, frelsið þér líf frú Ly^n- wood. En hve innilega hún mætti elska yður, ef hún vissi hvað þér gerið fyrir hana. 1 Þetta eru sorgleg jól fyrir vður, góða, en við skuluip vona að betri dagar komi einhvern tíma.” Hún hjálpaði mér í rúmið, og fór svo ofan til að flytja frú Lynwood kveðju mína og segja lienni, að eg vonaði að yerða nokkurn veginn al- bata á morgun. Morguninn eftir fór eg snemma ofan í morg- unverðar herbergið, og tóku þar allir vel 0g vingjarnlega á móti mér. Yfirforingi Rivers sýndi mér föðurlega blíðu og Jiakkaði mér fyrir skemtanina í gærkvöldi; hann mæltist til þess, að eg skemti mér með sér, svo hitt fólkið fengi ekki tækifæri til að gera mig veika aftur. Of- urstinn leit illa út, liann hafði væntanlega ekki sofið rnikið þessa nótt. Að morgunverði lokn- um, gekk eg með yfirforingjanum inn í bóka- herbergið, og las þar fyrir hann í “Times”, svo eg þurfti ekki að koma fram sem leikmær á meðan. Næsta hálfan mánuðinn voru uppihaldslaus- ar skemtanir. Á daginn skemtigöngur, lítreið- ir og ökuferðir; á kvöldin hljóðfærasöngur, kappræður, hópmyndir og (lans. Kapteinn Barry var mér tryggur aðstoðarmaður þessa daga; egl tók eftir því, að hann gerði það sem hann gat, til að vama ofurstanum að nálgast mig, og hann hlýtur ávalt að hafa haft gætur á mér, því væri einhver óþægileg afstaða fyrir höndum, sem ekki varð hjá komist, var liann óð- ara kominn til mín að hjálpa mér eins vel og mögulegt var. Eg fór að skoða liann sem trygg- an vin, og eg gat séð, að það gladdi frú Lyn- wood, að sjá þessa vaxandi alúð okkar á milli. Síðari liluta eins sunnudags sat eg róleg og las í bókinni minni, þegar liann kom til mín. Það var sú bók, sem hann haCði gefið mér — “Para- dísarmissir” Miltons — 0g við fórum að tala saman um lmna. Hann tók bókina úr hendi minni, til að finna eina eða aðra setningu, sem við höfðum talað um, en þá datt úr henni spjaldið frá Richard litla. Hann leit á spjaldið, sneri því við, rak í rogastans og sagði alvarlega: “Frú Stanton — fyrirgefið að eg ávarpa yður með þessu nafni, sem þér liafið fulla lieim- ild til að bera—, ef það er alvara yðar, að faðir litla drengsins vðar álíti að liann ,sé dáinn, þá megið þér ekki láta þetta spjald liggja ])annig ógeymt. ” Eg tók spjaldið úr liendi hans undrandi — var nokkuð skrifað á bakhliðina? Þess liafði eg ekki gætt. Ó, já, á eitt liornið var skrifað: “Richard Dale-Stanton, Barston” — 0g þar að auki dag- setning. Sá litli hafði engu gleymt. “Hvað hefi eg gert?” sagði eg skjálfandi af kvíða. “Eg sem liélt mig vera svo varkára.” “Verið þér ekki hræddar, eg liefi lengi vitað þetta,” sagði liann huggandi. “Eg hefi reynt að villa siónir fyrir Frits. Þér megið tnía mér, eg dáist of mikið að aðferð yðar, til að vilja annað en hjálpar yður. Mér þætti vænt um, ef eg mætti vera vinur yðar og veita vður þá að- stoð, sem vður er nauðsynleg. Viljið þér treysta trygð minni og leita mín þegar þér ]>urfið? Þér megið trúa því, að eg væri fús til að deyja, ef það væri yður til nokkurs gagns.” Á þessu augnabliki kom ofurstinn til okkar, en Barrv tók rólegur bréfspjaldið úr hendi minni 0g lagði það í vasabók sína; eg lét liann gera það hindrunarlaust, því eg fann að eg mátti óhult treysta honum. Sama kvöldið, þegar eg hafði lokað mig inni í herbergi mínu, var dálitlum seðli smokk- að inn á milli hurðar og dyrastafs. “Eg verð að tala við þig,” var skrifað á liann. “Komdu niður í bókaherbergið, þegar glukkan er tólf. Eg skal sjá un;, að við séum ó- trufluð að öllu leyti.” Eg fleygði seðlinum í eldinn, ákveðin í því að gefa honum engan gaum. , Um morguninn sá eg ofurstann ríða burt, á- samt mörgum öðrum. Eg var í dÆgstofunni til að undirbúa málsháttaleik, sem fram ' átti að fara um kvöldið. þegar eg sá hann skyndiléga koma inn um sólbyrgisdymar. Hann gekk að hinum dymnum og lokaði þeim, greip svo um úlnlið minú og sagði: “Loksins náði eg þér. Eg vissi, að eg mundi finna þig hér, ]>ess vegna lét eg eins og eg ætl- aði að ríða með hinum, en >sneri svo aftur. Því komstu ekki í gærkveldi, eins og eg sagði?’?

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.