Lögberg - 13.01.1927, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1927.
Bls. 7
Bæði manninum og
konunni batnaði.
M.R. F. SPItiAY TAIjAR MJÖG VEIi
IM DODD’S ICIDNEV PIDDS.
Maður frá Snskutchcwnn, sem liefir
haft nýmaveiki segir frá hvcmig
honurn batnaði.
Sprinigstde, 'Snsk. 10. ja.núar. (Ein.ka-
* ekeyiti).
“BæSi konan mín og eg höfum litS-
ið miikið af nýrnaveiki, sem stundum
var evo elæm, að við gátuim alls ekki
ibeágit 'okkur, og á.tbum mjög ^erfitt
mleð að reisa lotokur up'p tókum út
kvaUr við það. Viið notuSum Dodd’s
Kidney PitLs og okkur batnaði ágæt-
'ltega.’’
t’etto. segir Mr. T. M. Spitlay, Box 2,
Sprinigiside, Sask.
Dodd’s Kiidney Pillis er áðeins nýrna-
■meðiail. þær hafa bein Shrif á nýrun,
stiyrkja þau oig gera bau fær um að
'hreinsa óholl efni úr blófiinu.
Dodid's Kidney Pillls hafa gefið þús-
undum manna aftur gót5a heilsu.
Reymið þær.
RáSi'8 tiil að haild'a góðri heilsu er
að h'alidia nýrunum hetlbrigðum. pað
gera iDodd’s Kidney Pilils.
Eggert Ólaísson
1726—1. desember—1926.
Ræðu þá, sem hér fer á eftir,
fiutti Vilhjálmur Þ. Gíslason í
útvarpið í Reykjavik 1. desember
Þegar eg var beðinn þess að
tala í útvarpið nokkur orð um
Eggert Ólafsson, flugu mér í hug
orð úr einu kvæði hans, þar sem
hann minnist ýmissa nýrra hluta
og undra, sem fyrir honum hafi
orðið fyrst þegar hann kom utan,
til Kaupmannahafnar. Nýkominn
úr fámenni og fásinni getur hann
þess þá m. a., að “menn fengið
geta fjærstu landa, fregn og
sprok í hverri krá.” Þótt E. Ó.
hafi sjálfsagt verið sá sinna sam-
tiðarmanna, sem einna viðst leit
og mest dreymdi og djarfast spáði
um ýms undur og framfarir, sem
orðið gætu í landinu, hefir hann
vafalaust ekki órað fyrir þeim
undrum, að slíkt tæki sem útvarp-
ið yrði til þess notað að minnast
hans á tveggja alda afmæli hans.
Hann hefir ef til vill ekki einu
sinni þorað að láta sig dreyma um
það, að sín yrði að nokkru getið,
sízt að sín yrði minst í þakklæti
og aðdáun, sem brautryðjanda og
höfðingja. Því svo óánægður var
hann oft með sjálfan sig og svo
vonlítili um gengi sitt og gæfu
öðrum þræði, að við lá megnu
þunglyndi. Kvartar hann oftar
en einu sinni um það, að hann fái
ekki að njóta sín, kvartar um öf-
und illgjarnra manna, og tómlæti
og hleypidóma aldarfarsins, sem
hamli framgangi vona hans og
verka.
Tvímælalaust er það þó, að fáir
íslendinga,r seinni alda eru þess
maklegri að minst sé þeirra en
einmitt E. Ó. Er það gamall sið-
ur og góður, að þjóðirnar minn-
est þannig mætismanna sinna á
ýmsum merkisdögum í æfi þeirra
og sögu. Slíkir dagar verða ekki
einungir dagar þakklætis og heið-
nrs við þá, sem minst er, heldur
emníg dagar til þess, að þeir, sem
rúnnast þeirra, megi prófa sjálfa
sig og styrkja sjálfa sig og at-
huga það, hvað unnist hefir eða
tapast. Það er að vísu ekki fyr-
irfram sagt, að slíkir dagar þurfi
ávalt að verða til þess, að menn
miklist mjög. Þeir geta líka orð-
ið tilvalið tækifæri til þess, að
menn líti undan og blygðist sín.
Þess mjá vel minnast þegar um
er að ræða mann, sem á sínum tima
varði til þess miklu verki og hlaut
af þvi mikla óþökk, að reyna a'S
kenna löndurn) sínum að blygöast
sín. Kenna þeim að blvgðast sín fyr-
ir atorkuskort sinn og ómensku,
Ú’rir þafi, afi “þjóö í korku kalda,
komst af sultardómi, mannskap
misti burt,” kenna þeimi afi skamm-
ast sín fyrir það, afi hafa glatað
trausti sínu á fortífiinni og trú sinni
á framtíðina.
Þafi væri annars rangt, að tal'a
um E. Ó. fyrst og fremst sem refsi-
saman niðurrifsmann, því afi hann
vildi aldrei rífa niður/ þafi setn
Hvernig Nufa-Tone gerir líkamann
sterkan og hraustan.
NugaTon* 'hefir í aér bap jftrnefni,
sem igera b.lóðið rautt og 'heillbrygrt.
paS hefir einniig I sér p'hospihor, aem
er ójmiiisaamdi itU a?5 gera l ta'U<ga.rmar
eterkar. par a8 auki er þa.S tilbúiS af
sex öSirum lyfjum, sem noitpS eru um
vtða veröHid af ibestu tæknuim tiil aS
gera tíkaimann sterk'an '0,g h.raustan,
hvorlt flfin uim menn eSa konur er aS
ræða. Nuga-Tone stiýrkiir metttnga,r-
færin, eyk.ur maitarllystina, kemrur t
veg fyrir gvas i miagianum og görnun-
uni, veitir endurnæramdi svefn og
er ftgætit ■tiíl aS ílita fó,lk, ef þaS verSur
of magurt. Nuga-Tone igerir andar-
drftttiinn ’hægri, hreinsar tun.guna.,
læiknar höfuSverk, 'nýrnavei'ki og lifr-’
arveiiki og flielra þess kionar. þaS er
eitthvert alllria besta meSal fyrir Þft,
sem slitmir eru or'Snir og • veiklaSir,
hvor.t 'hlel'duir *r karl 'eSa kona. I>ú
'getur fengiS 'Nuga-Tone í 'lyfjaibúSuim.
Reymdiu iþia<8 í '20 daga oig ef þú ert
ekki ánægSur, þá skilaSu afgamginum
'tiii ilyfsalllans og fftðu afþur peni'ngana,
Vertu vlss um áS fá Nuga Tone, eftir-
ifking hefir ekki sömu verkanir.
gamalt var, svo að hann gæti ekki
bygt upp annafi nýtt í staðinn, sem
betra væri.
Enginn kostur er þess hér, afi
rekja öll þau atriði, sem E. Ó. lét
þannig tíl sín taka. Hér á aðeins afi
n^innast stuttlega meginatriðanna
úr starfi hans, list hans og lífi. Og
eg hefi í sjálfu sér ekkert nýtt fram
að færa um E. Ó. umfram þafi, sem
eg hefi uml hann sagt í æfisögu
hans', sem eg hef skrifað og út kom
í dag. En þar hefur verið reynt að
nota alt þafi, sem í frásögur þótti
færandi um liann og störf hans, úr
efni þvi sem til er, prentaö og ó-
prentað hérlendis og erlendis. En ef
afmælis. E. Ó. hefði verið minst
verulega í anda sjálfs hans hefði aS
visu ekki einungis verið skrifuð
æfisaga hans eins og gert hefur
verið, heldur einnig minst hans með
skartmikilli viShöfn, eins og hann
lýsir sjálfur í BrúðkaupssiSabók
sinni óprentaðir, aS gera eigi viS
hátíðleg tækifæri.
Eggert Ólafsson lét til sín taka
mörg mál og margvísleg. Áhugi
hans og umbótaviðleitni hafði vak-
andi auga á svo að segja öllum svið-
um islenzks þjófilifs. í ritunt hans
og rannsóknum korna fram fjölda-
margar glöggar athugnir og góðar
tillögur. Hann var vakinn og sof-
inn í því hversu 'best væri hægt afi
“sveigja landslýSinn til rr^argfaldra
sifilbóta”, hvenig unt væri að fá
„viöreisn og hjálp handa hinu
nauðstadda íslandi,” hvernig ís-
lendingar gætu “hluttakandi orðið
þeirrar lærdómsaukningar, við
hverja afirar NorSurálfunnar þjóðir
hafa nú mjög róskast og uppgengiS”
eins og hann segir sjálfur. Það var
mark hans aS “bæta geÖbresti,
bæta siðbresti” þjóðar sinnar og
kenna henní hversu mætti “gullald
ur — endurbyrjast — íslendingum.”
E. Ó.. fæddist i. des. 1726 í
Svefneyjum! á Breiðafirði, gófira
manna og göfugra. Ólst hann upp
þar vestra, og fór síðan i Skálholts-
skóla og útskrifaöist 1746. Þá fór
hann til Kaupmannahafnar og las
þar við háskólann. Náttúrufræðarit
sitt, latneskt, gaf hann út á þessum
árum (174<r>J og fór fyrstu rann-
sóknarför sina til íslands 1750, á-
samt Bjama Páls'syni. En mþgin-
rannsóknir þeirra fóru fram á ár-
unum 1752—57. Fóru þeir þá aS
einhverju leyti um land alt, en
höfðu bækistöð einkunv í ViSey. Að
ferðunun^ loknum dvaldi E. Ó. í
Höfn til 1760. Þá kom hann aftur
út og var í Sauðlauksdal við ýms
störf til 1764 að hann varð enn aS
fara utan og dvelja þar til 1766.
Þá settist hann aftur að í Sauö-
lauksdal og varð varalögmaður
1767 og kvæntist sama ár frænd-
konu sinni Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur. En áriS eftir, er hann var að
flytja sig ibúferlunv) til framtíSar-
heimilis síns afi Hofstöðum á Snæ-
fellsnesi druknaöi hann á Breiða-
firði ásamt konu sinni og föruneyti,
sem alkunnugt er, svo, að “þú heyr-
ir ennþá harmaljóð, sem hljóma frá
kaldri Skor.”
E. Ó. var allmikill afkastamaður.
H^fuSrit hans er Feröabókin. Segja
má að meö henni hafi verið lagður
grundvöllur islenskra nátúruvísinda
og voru ferðir þeirra Eggerts og
Bjarna merkilegt þrekvirki. Mat-
jurtabók skrifaði E. Ó. einnig og
Drykkjabók og hefur með þeim og
öðrum áþekkum skrifum sínum
orðig brautrySjandi íslenskrar bú-
fræöi. Réttritabók skrifaði hann
einnig og eru merkilegar skoSanir
E. Ó. og starf fyrir islenska tungu
og 'brutu nýjar brautir á ýmsa lund.
Þá reit E. Ó. Brúðkaupssiðabók,
seml er eitthvert sérkennilegasta rit
hans, ekki síst fyrir þær skoðanir
hans á þjóSfélagsmálum, senr þar
koma fram. Síðast en ekki síst, y
svo aS geta þess þáttar úr starfi
hans, sem kunnastur varð og þjóð-
inni ástfólgnastar, sem sé kvæðanna.
Þau voru mjög merkileg á sinni tíS,
þó misjöfn séu og óaðgengileg
mörg frá nútimans sjónarmiði.
Ýms höfuðkvæði hans, eins og
Búnaðarbálkur og Mánamál eru þó
enn á sínum sviöum í mferkustu
kvæða röð í isl. hókmentum.
Ytri athurðimir í æfi E. Ó. eru
'þvi fremur fábreyttir og fljótraktir.
Saga hans er fyrst og frerrist saga
rita hans og rannsókna. E. Ó. var
í raun og veru kyrlátur og fáskift-
inn fræSimaSur lengst af æfi sinn-
ar, þó hann kæmi viða við í ritum
sínum og væri i skoðunum sínum
og kenninguny enganveginn einung-
is sltofulærðlur og sérvitur hók-
ormur. Því fór f jarri. Þó E. Ó. væri
einhver glæsilegasti og bjartsýnasti
hugsjónamaður íslenskrar endur-
reisnar verSa hugsjónir hans aldrei
að þeim heilaspuna látaglaumsins,
sem einkenna þótti suma aSra ráða-
sniiSi. E. Ó. var þvert á móti fyrst
og fremst hagsýnn maSur. Og það
var stolt hans og styrkur að vera
það. — Hann mat menn og málefni
á nýelikvarÖa þess hagnýta gildis
sem þeir eða þau höfSu fyrir við-
reisnarvilja og viðreisnarstörf þjóS-
ar hans. Því má sem sé ekki gleyma
aS þó E. Ó. gæti öðrum þræSi ver-
ið jafnvel draun-\'1yndur hugsjóna
maður, sem lifði í minningum horf-
inna tima og hafði fengiS mikinn
hluta uppeldis síns og mentunar úr
fornum fræðum og fögrum rrient-
um, sem á fyrri áruml hans gerSu
hann að nokkuS sérvitrum og lífs-
fælnum bókamanni, þá undust einn-
ig snem(ma inn í líf hans aðrir þætt-
ir sem önnur áhrif höfSu. Það voru
náttúrufræðin og útilíf rannsóknar-
áranna og hagfræðin og þau kynni
sem hann öSlaðist á daglegu lífi
allra stétta þjóðfélagsins, meira en
flestir eSa allir aSrir. Þetta varð til
þess að móta fortíðarminningar og
framtíSardrauma æsku hans meira
og meira af reynslu og veruleika
lífsins. Hagsýni hans og nytjakenn-
ingar i upplýsingaranda 18. aldar-
innar urðu að vísu stundum list
hans til hnekkis. Þær gerðu sum
kvæSi hans að kokkabókum og létu
hann fá matarást á náttúru lands
síns. En í bestu ritum sinum á bestu
árum æfi sinnar tókst E. að láta
öll þessi einkenni eSlis síns og ment-
unar, hugsjónirnar og hagsýnina,
listina og fræSimenskuna, fornald-
arástina og framtíðartrúna hafa
frjóvgandi og fegrandi áhrif hvert
á annað og falla sarnian í samræma
heild þróttmikils og heilsteypts per-
sónuleika.
Þegar menn minnast E. Ó., leggja
menn aS jafnaði of einhliða áherzlu
á það, að hann var skáld, eSa að
hann var náttúrufræSingur. Eggert
var aS visu gott skáld, þó kvæði
hans séu mSsjafnlega gildismikil, og
hann var duglegur og hálærður nátt-
úrufræðingur á sinna tíma vísu.
Hann ruddi nýjar og merkilegar
brautir á mörgum sviðum ísl. nátt
úrufræSa, þó flestar rannsóknir
hans séu nú orSnar úreltar fyrir
aðrar nýrri og nákværruari. En
Eggert var meira en skáld og nátt-
úrufræðingur. Hann var einhver
lærSasti og hleypidómalausasti
fornfræðingur og málfræSingur
sinna samtíðarmanna. Hann var at-
orku- og áhugasamur brautryBjandi
og búfræðingur. Og í fleiri grein-
um hefur hann bent á nýjar leiðir
eða ratt til á fornum slóSum. Síð-
ast en ekki sist, hefur hann á sviði
ísl. þjóSfélagsmála hugsaS skýrar-
og séð skarpar en flestir aSrir þá og
lengi síðian. Þetta er ekki svo að
skilja, aS E. Ó. hafi ýkja mikið
eftir sig látiS á ölluml þessum svið-
um, eða aS ekki séu veilur í því. En
þaS sýnir að E. Ó. var einhver f jöl-
hæfasti og áhugamesti maður 18.
aldiarinnar, maður, sem ekki ein-
ungis var t mentuðustu og merk-
ustu manna röð á íslandi, heldur
einnig maSur, sem átti hlutdeild i
og hafði kynt sér þaS sem best var i
Evrópumenningu saniiíma sins.
En þar meS er komið að tveim-
ur merkilegum atriSum! í fari E. Ó.
Annað er það að þó hann væri f jöi
hæfur gat hann oftast haldið öllum
þáttum hæfileika sinna í samræmi
og sanjvinnu og látiS þá alla vinna
aS því eina og sama, sem honum
var mest áhugamál — viÖreisn þjóS-
ar sinnar í atvinnulífi fyrst og
fremst og á grundvelli þess í and-
legu lifi. Menn tala stundum um
náttúrufræðinginn E. Ó., fornfræS-
inginn E. Ó. og skáldiS E. Ó. eins
og þetta væru einhverjar sjálfstæð-
ar og aðgieindar persónur og væri
unt að athuga eins og eina út af
fyrir sig. En svo er ekki. Það er
galdurinn viS áhrif og gildi E. Ó.
NáttúrufræSingurinn og fornfræS-
ingurinn í honum var skald og
skáldið í honum var náttúrafræð-
ingur og fornfræSingur og allir
þessir þættir saman vora í þjónustu
endurreisnarmannsins E. Ó.
Hitt atriðiS sem eg nefndi, er
afstaða E. Ó. til innlendrar og er-
lendrar menningar. Sú er algeng-
asta skoðunin á E. Ó. að telja hann
hinn helsta bra)ltryðjanda þjóS-
legrar stefnu og andstæSing Hann-
esar biskups sem| haldið hafi uppi
merki erlendra áhrifa. En þetta er
að mestu misskilningur. BáSir voru
mennimir aS vísu stórlega merkir.
Það er einnig satt, sem sr. Björn í
Sauðlauksdal sagði umj E. Ó., að
hann elskaSi mjög sitt föðurland,
og vildi aldrei samþykkjast þeim,
serrt annaShvort hötuðu landiS, eða
leituSu sér fjár og frania með pess
skaða og vildi á lofti halda gönvhim
og góðum siðvenjum. En alt um
þetta var E. Ó. einhver hinn mesti
Evrópumaður í ísl. þjóSlifi — ein-
hver hinn ótrauðasti talsmaSur þess,
að íslendingar lærSu af innlendri
reynslu alt það, sem| þaSan yrði
betra fengið, en það sem heima var
til, og tækju upp hverja nýbreytni,
jafnvel þó erlend væri, ef hún
reyndist haganlegri og giftusam-
legri baráttu fólksins fyrir lífinu í
landinu, en hitt sem gamalt var,
jafnvel þó þaS væri þjóðlegt. ÞjóS
legt var i hans augum það, semi best
átti viS landið og lifshættina, það
sem best stuSlaði að því, að gera
landiS hyggilegt fyrir fólkið og
fólkiS ánægt nieð landið, alveg án
tillits til þess hvort það var nýtt eSa
gamalt. Réttur hvorutveggja til að
lifa, þins gamla og hins nýja, varð
að miSast við kraft þess til aS lifa.
Og E. Ó. trúði flestum! meira á
kraft ísl. þjóðar til þess aS lifa i
þes'su landi og á kosti landsins til
Stöðvið þetta
KVEF
StöSvið þaS áður en þab kemst
fyrir brjóstið. Peps, meðaliS sem
þú andar að þér, og er i hand-
hægum töflum, ver þig fyrir flú
og hronchitis og læknar fljótlega
kvef og hósta. Peps eySir iílum
gerlum.
PEPS
Nýstftirteg-t imeS'aJl I töf.lum vöfBum
í sllfurpapipir. Orugigari og- betri en
meSala'Manclia.
Nú 25C öskjur með 35 töflum.
aS framfleyta fólkinu, ef lifað væri
með skynsemi og hagsýni. Alt starf
hans miðaSi að þessu, að útbreiSa
upplýsinguna og áhugann á því
hvernig best yrði lifað í landinu,
hagsýnast og farsælast. I því er
fólgin höfuSástæSa þess að skylt er
aS minnast E. Ó. í dag, að hann
kendi íslendingum einna fyrstur
nianna, aS líta praktiskt á sjálfa
sig og lif sitt og' að trúa á sjálfa
sig og möguleika sína til að lifa at-
orkusömu menningarlifi i landi
feðra sinna.
Og þessvegna er loks skylt að
nvinnast E. Ó. sérstaklega á “full-
veldisdegi” þjóSarinnar. að hiS
sanna sjálfstæSi hennar er fvrst og
fremst aS þakka þessháttar mönn-
unt|, sem hann var og þessháttar
starfi, sem hann vann, að þakka
hagsýnum hugsjónamönnum, sem
unnið Itafa að því að “bæta geð-
hresti, bæta siSibresti” þessarar
þjóSar og aS þvi “landsstjórn aS
bæta, byggja kunnustur og veglegt
bókavit,” eins og E. Ó. segir í
Mánamálurrí. Það er þeim að ]>akka
sem til þess hvöttu eins og hann
segir í Búnaðarbálki, að “vilja guðs,
oss og vorri þjoS, vinum á meSan
hrærist blóS,” þvi þá er þaS, að
hefja mun guð í gæfu
gott stand það land.
Áhugi á NjáJu.
Það var ánægjulegt að sjá þann
mikla áhuga á Njálu, sem kom
fram, er fyrsti fyrjrlestuirnn af
þeim, sem próf. Sig- Nordal hafði
boðað, var fluttur fyrir fullu húsi
og meir en það. Hvar Njála væri
rituð, var efnið, og talaði hinn
ungi og efnilegi norrænufræðing-
ur skarplega og skipulega um
það, hvað ráða mætti af þeirri
þekkingu eða vanþekkingu á
landshlutum, sem kemur fram hjá
söguhöfundi. Mér virtist, sem
hér hefði átt við að rannsaka,
hvort ekki mætti af málfari sög-
unnar, ráða eitthvað um, hvar
hún sé rituð; en því miður mun
litið vera til af rannsóknum í þá
átt, og menn hafa jafnvel tæpast
veitt því eftirtekt, hve mjög Njála
ber að málsnild af hinum sögun-
um flestum. — Hygg eg, að um
þetta efni muni fróðlega verða
ritað síðar, en eg ætla hér að
eins að benda á stað í Eyrbyggju,
góðri sögu eins og kunnugt er,
sem er vel fallinn til samanburð-
ar, þar sem Njála segir frá mjög
líku: “Kerling ein gömul var í
stofunni — segir í Eyrbyggju, 63.
k. — sú var fóstra Þórodds ok þá
sjónlaus; hon þótti verit hafa
framsýn á fyrri tímum, en er hon
eldist, var henni virt til gamalóra
þat er hon mælti, en þat gekk þó
mart eftir sem hon sagði.”
En í Njálu, 124. k., er þannig
komist'að orði: “Kerling var sú
at 'Bergþórshváli, er Sæunn hét.
Hon var fróð at mörgu ok fram-
sýn. Enn þá var hon gömul mjök;
og kölluðu Njálssynir hana gam-
aWra, er hon mælti mart. Enn
þó gekk þat flest eftir.”
Hér er, eins og menn sjá, mik-
i 11 munur á málsnild, og þeim sem
rithöfundar vilja vera, er ráðandi
til að íhuga vel, hvað það er, sem
gerir þann mun.
—Mbl. Helgi Pjeturss.
onar, er fæddist þann dag fyrir
200 árum. Fóru þá fram hér í
Reykjavík ýms hátíðahöld og víð-
ar mun afmælis þessa einnig
hafa verið minst, út um land og
erlendi.s — Ræður fluttu þennan
dag hér í bænum, í tilefni dags-
ins, Sigurður Eggerz fyrrum ráð-
herra, Sigurður Nordal prófessor,
roeistari Vilhjálmur Þ. Gíslason
og Guðm. G. Bárðarson náttúru-
fræðingur. Ræðum þeirra S. E.
og V. Þ. G. var víðvarpað, en S. N.
talaði á stúdentasamkomu í Nýja
íó og G. G. B. á fundi í Vísindafé-
laginu. — Annars voru hátíða-
böld dagsins þau, að uppúr hádeg-
inu gengu stúdentar í fylkingu
frá Mensa að háskólanum og var
þar ræða .flutt og hornleikara
flokkur undir stjórn Páls ísólfs-
sonar lék á Austurvelli. Síðan var
samkoma í Nýja Bíó, og fór þar
fram, auk þess, sem fyr getur,
söngur, hljóðfærasláttur og upp-
lestur, Þórarinn Guðmundsson
lék á fiðlu, Emil Thoroddsen á
klaver, Árni Jónsson frá Múla og
Símon Þórðarson sungu kvæði úr
Friðþjófssögu, og Óskar Borg las
upp. Um kvöldið héldu stúdentar
dansleik í Iðnó.
Á Akureyri var Eggerts-afmæl
isins minst með fjölmennri og
góðri samkomu að tilhlutun stú-
dentafélagsins, segir símfregn.
Ræður fluttu þéir Pálmi Hannes-
son náttúrufræðingúr og Sig.
Guðmundsson sólameistari, en
Davíð Stefánsson skáld flutti
kvæði. — önnur símfregn segir
frá því, að í Kaupmannahöfn hafi
landar minst Eggerts og fullveld-
isdagsins með^ samsæti. Ræður
fluttu: Sveinn Björnsson senrti
herra og dr. Björg Þorláksdóttir,
en próf. Sveinbjörn Sveinbjörns
son og Haraldur Sigurðsson léku
á hljóðfæri og margskonar gleð
skapur fór fram.
Þennan dag, 1. des., kom einnig
út rit um Eggert Ólafsson, eftir
Vilhjálm Þ. Gíslason. Er það
stór bók, um hálft fimta hundr
að síður, í vandaðri útgáfu, og
með allmörgum myndum úr hand-
ritum og bókum Eggerts, eða af
s'-öðum, sem snerta sögu hans.
Eru rakin þar í 17 meginköflum
störf Eggerts, rit og rannsóknir.
í minningu þessa dags eða Egg
erts Ólafssonar, hefir einnig ver-
ið stofnaður sióður til eflingar
íslenzkum náttúrufræðum. Mun
hann vera orðinn um 30 þús. kr.,
þar með talin Helga gjöf (Jóns
sonar grasafr.) sem nemur um 10
þús. kr. Hafði Náttúrufræðisfé-
lagið sett nefnd til þess að ann-
ast sjóðsmálin og önnur efni, sem
afmæli Eggerts snertu. Formað-
ur hennar er Eggert Briem frá
Viðey. En í nefndinni eiga sæti:
Bjarni Sæmundsson, Guðm. G.
Bárðarson, Jónas Jónsson, Lúðvíg
Guðmundsson, Magnús Helgason,
Pálmi Hanneson, Þorkell Þorkels-
son og ögmundur Sigurðsson.
Er það vel til fundið að minnast
Eggerts með því að styrkja ís-
h nzk náttúruvísindi og getur
sjóðurinn eflaust orðið þeim að
góðu liði og hefir verið að stofn-
un hans og eflingu unnið af góð-
um mönnum og áhugasömum. Má
einnig minnast þess á minnning-
ardegi Eggerts hvernig taka eigi
upp nokkura iðkun íslenzkra nátt-
úrufræða í háskólanum, þar sem
þau eiga einnig heima og hljóta að
koma 'áður en langt um líður.
Hefir það verið rakið nokkuð áð-|
ur hér i Lögr. í greinabálkinum
um íslenzk þjóðfræði eftir Vil-|
hjálm Þ. Gíslason, hvernig -þeim
málum yrði komið fyrir í háskól-i
anum á fjárhagslega og fræðilega
viðráðanlegan hátt. Er aldrei
skyldara að minna á nauðsýn!
þess, að vel sé gert við íslenzk
náttúruvísindi, en einmitt í sam-!
bandi við minningu þess manns,1
sem heita má faðir þeirra.—Lögr. |
ar, og legði nefndin til vifi safnafi-
arfund, að unniS sé aS því, aS bygS
verSi ný kirkja austarlega í bænum,
t. d. á SkólavörSuholtinu, er taki
um 1200 manns í sæti. ,
Sóknarnefndin hafði og rætt mál-
iS og fallist á að mæla meS þessari
tillögu.
Töluverðar umræður urSu um
þetta mál á safnaSarfundinum og
hnigu þær allar í þá átt að styðja
máliS. — A8 þeim loknuml var eftir-
farandi tillaga samþykt í einu
hljóSi:
“Safnaðarfundurinn felur undir-
búningsnefnd þeirri, er sóknar-
nefndin hefir þegar sett, að vinna
aS undirbúningi nýrrar kirkjubygg-
ingar í Austurbænum, á þann hátt
seiv( nefndinni sýnist best henta."
Oddviti sóknarnefndar flutti inn-
gangserindiS um heimilisguðrækni.
Mintist hann meSal annars á ein-
verustundir við bænagjörS aS
morgni dags, mjorgun- og kvöld-
bænir barna, borðbænir og hús-
lestra. Drap hann aS lokum á. hvort
ekki væri unt að koma á einhvers
konar samtökum meðal ]veirra bæj-
arbúa, sent vildu hafa daglegar guS-
ræknisiSkanir á heimilum sínum,
hugði aS það kvnni að verða þeim
styrkur. sem einhverra hluta vegna
ættu erfitt með að byrja á þeim siS,
])ótt þá langaSi til.
ViS umræðurnar á eftir tóku
]æssir til máls, og sumir tvisvar:
Sigmundur Sveinsson umsjónar-
nfaður í Barnaskólanum, SigurSur
Sívertsen prófessor, sira Bjarni
Tönsson dómkirkjuprestur, Jón
Halldórsson trésmíðameistari. Páll
Sigurfisson prentari, frú Valgerður
Helgason. Jón Helgason prentari
og fundarstjóri. Sigmundur Sveins-
son og Jón Helgason töldu trúar-
glundroðann valda miklu um þverr-
andi hei rnili sguSrækni og ámæltu
nýju guSfræðinni fyrir aS hún
segði lesús vera Jósefsson. en þar
var Sigurður Sívertsen prófessor
til andsvara, og tók allhart á ræðu
bins fyrnefnda, en fékk svo aftur
góð svör og gild hjá sr. Bjarna
Jónssvni.
Fundarstjóri gat ]>ess, aS þessunv
furidi hefði ekki veriS ætlaS að
deila um gamla og nýja guðfræði
og þvi legði hann ekkert til málsins
að þessu sinni, enda þótt Ludvig
GuSmundsson guðfræfiisnemi hefSi
i fvrirlestrum sínum í Nýja Bíó lýst
svo guðfræðiskenslu háskóla vors
og trú vngstu prestanna. aS nóg efni
væri til að minnast rækilega á ])að á
öSrum staS síðar.
ASalumræðurnar snerust um
sjálft fundarmáliS og aS þeimilokn-
uni var þessi tillaga samþykt í einu
hljóði:
“Sanaðarfundurinn telur mjög •
æskilegt að allir húsráðendur safn- j
aSarins leitist við aS hlynna senv
best aS sameiginlegum guðræknis-, j
stundum á heimilum sínum.”
Var svo fundi slitið með bæn og '
söng og hafSi hann þá staðiS nærri j
3 stundir.
S. Á. Gíslasou.
Hafið þér húðsjúkdóm?
GJALDIÐ varúSar viS fyrstu ein-
kennum húSsjúkdóma! Ef þér finn-
iS til sárinda eSa kláSa, eSa hafiS
sprungur í hörundi, er bezt aS nota
strax Zam-Buk. Þau græSa fljótt.
Sé húSin bólgin af kláSa, eSa sár-
um og eitrun, er ekkert meSal, sem
tekur jafn-fljótt fyrir ræturnar og
Zam-Buk. ÁburSurinn frægi, Zam-
Buk, læknar og græSir nýtt skinn.
Zam-Buk bregst aldrei þaS hlut-
verk sitt aS græSa og mýkja og hef-
ir sótthreinsandi áhrif. Eru smyrsl
þau nú notuS í miljónum heimila.
FáiS öskju af þessum merku jurta-
smyrslum.’og hafiS ávalt viS hendina.
Mrs. IV. Campbell, aS Bonny River
Station, N.B., segir: “Sprungur á
andliti og handleggjum dóttur minn-
ar, urSu aS opnum sárum. ViS reynd-
um ýms meðul, en ekkert hreif nema
undrasmyrslin Zam-Buk.
anriMk
Fáið öskju af Zam-Buk í dag! Ein
sttcrð að eins, 5úc. 3 fyrir $1.25..
Zam-Buk Medicinal Sápa, 25c. st.
Ritari var kosinn Friðrik Björns-
| son og galdkeri Emilía Borg. í vara-
j stjórn: Axel Thorsteinson, Eirík
; ur Hjartarson og SigríSur Sigjurð-
ardóttir.
Vísir 7. des.
I íjoll,
I
mjólkurniSursivðuverksmiðja sú,
semi áður var á Beigalda, hefir nú
veriS endurreist í Borgarnesi og tók
til starfa um miðjan fyrra mánuð.
Henni berast um 1000 litrar af
mjólk á dag, og kemur mjólkin á
markað hingaS 10. þ. m. og verfiur
seld víðsvegar um hæinn.
Frá íslandi.
Fyrsti Desember,
fullveldisdagurinn, sem stúdentar
hafa haldið hátiðlegan á undan-
förnum árum, var í þetta sinn
helgaður minningu Eggerts ólafs-
Safnaðarfundurinn.
í dónýkirkunni var svo fjölsóttur,
að eg hefi ekki verið þar á jafn-
fjölmennum safnaðarfundi áður,
enda ]>ótt veSriS væri óhagstætt og
engin deilumál á dagskrá. Má af
þvi marka. að safnaðarfólk lætur
sig trúmálin meiru skifta en hér á
I árununt er 20 til 30 manns komu
) seint og síðar meir á aSalsafnaðar-
fundi í höfuðstaðnum.
Fundarmálin voru tvö: Xý
j kirkja í Reykjavík og heimilisguS-
I rækni.
| Oddviti sóknarnefndar skýrði
fundarmönnum frá, að samkvæmt
j ósk síðasta safnaðarfundar s. 1.
j vor, hefði sóknarnefndin sett sér-
: staka nefnd til að íhuga væntanlegt
kirkjubvggingarmál safnaSarins.
1 f þeirri nefnd hefðu tekið sæti
báðir prestar safnaðarir^s og auk
•])eirra Tón Halldórsson trésmíSa-
meistari, Maghús Blöndahl kaup-
| maður. Matthías Þórðarson forn-
j mh’njavörður, Ólafur Lárusson pró-
fessor. Sigurbjörn Á. Gtslason
I cand. theol. og Sveinn Tónsson
; kauomaður. HefSi nefnd bessi
haldifi tvo fundi um ntálið o" full-
trúar hennar átt tal um bafi við
ríkisstjórnina, eiganda dómkirkjurin
Bruni við Ölfusárbrú.
í fvrri nótt kont upp eldur í
vörugeysmluskúr, sem átti verslun-
in “Höfn” (áfiur verzlunin ‘Heklá’)
við Ölfusárbrú. Yar þar afiallega
geynyl steinolía og bensín, kol og
þessháttar. Hafði kviknað í bensín-
intt og brann skúrinn til ösku. Vind-
ur var hagstæfiur svo að hægt var
aS verja þau hús, sent næst voru
eldinum. og i mestri hættu voru af
hans völdum, en það var fjós og
heyhlaSa. Tjón varS þvi eigi annað
en að þvi sem brann í skúrnunt og
yar ]tað eigi ntjög mikið, aS þvi er
Visi var sagt i simtali viS Tryggva-
skála.
I
Botnvörpungurinn Kári
slitnaði upp í Viðey í gær og rak
á land, en losnaði og komst aftur á
flot meS flóðinu samdægurs. —
Enginn lek i kom aS skipinu og virð-
ist það vera óskemt.
Visir, 6. des.
Stórbruni á Stokkscyri.
í nótt hafa brunniö sjö hús á
Stokkseyri. Eru ]>að öll hús Kaup-
félagsins Ingólfs, nenta ibúðarhús-
iS, og tvö hús að auki. Eldsins varð
vart kl. 11 i.gærkveldi, í búð þeirri
í Ittgólfi, sént iþeir höfSu nýtekið
á leigu Ingólfur Bjarnason og GuS-
ntundur Þorkelsson, heildsali hér i
bænum. — Um nánari atvik að upp-
tökum eldsins vita ntenn ekki. Hús-
in voru vátrygð i Brunabótafélagi
fslands. en ekki veit \risir hvort
vörurnar voru vátrygSar.
Vísir 10. des.
Aðalfundur %
í félagi Vestur-íslendinga var hald-
inn í gærkveldi á Skjaldbreið.
Stjórnarkosning fcr fram og var
formaður kosittn séra FriSrik Hall-
grímsson, i staS Axels Thorstein-
son, er baðst undan endurkosningu.
Eyðið
vetiirvm til aí skcfa yffur
um a
Kyrrahafs-
ströndinni
í—VANCOUVER
VICTORIA
“Þar sem jörÖin í Canada
er sígræn”
GóÖir bíla vegir—
Golf og aðrir utan-
húss leikir
LÁGT
EXCURSION
Fargjald
Farbréf til sölu
II. 13. 18. 20. og25. Jan,
1. og 8. Febrúar
Gilda til
15. April 1927
©
Veíja má um
tvær lestir daglega
Vin the
Látið umhoði-
menn vora segja
\CANADIAN| yður nákvæmar
^PACINCy) um þessa án<rgju*
iRAtLWAvjj legu vetrarferð