Lögberg


Lögberg - 01.07.1927, Qupperneq 2

Lögberg - 01.07.1927, Qupperneq 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JtfNÍ 1927. Bls. 2 Athugasemdir við Mæðradagsræðu séra Ragnars H. Kvarans, sem birtist í Heims- kringlu 11. maí 1927. (Niðurlag.) Þá tilfærir ræðuhöf. tvær kon- ur úr ritningunni, til sönnunar máli sínu : Hönnu moður Samuels síðasta dómara í ísrael, og Maríu mey. Segir hann samt: “Hvoru- tveggja sagan er frekar æfintýra saga, en raunveruleiki atburða, en ef til vill fyrir þá sök einmitt lærdómsríkar.” Telur hann mest um vert, að sagan sé vel sögð, hitt minna, að hún sé sönn. Eg verð að segja, að mér finst þetta veik kennimenska. Eg tel sánnléikann /einan jgeta I gert menn hólpna. Sé sagan sögð sem raunveruleiki, verður hún að vera það. Sé hún sögð sem líking, verður að finnast fyrir henni sannleiks grundvöllur í tilver- unni, það mun hann eiga við. Það sem er talið aðal-gildi bib- líunnar, er sannleiksgrundvöllur- inn, sem hún byggist á, hvort sem um ræðir líkingarmál eða beina sögusögn skeðra hluta eða spádóma. Hún hefir haldið þeim heiðri í ómuna aldfr, að vera Guðs orð, heldur því enn og það í hugum margra ágætustu manna heimsins. En séu þessar tvær áminstu sögur æfíntýri, einkum vitaskuld sú síðari, um Maríu meyju, hvað verður þá eftir til að byggja á að virkileik? Þegar menn komast inn á þær slóðir, að telja ritninguna æfin- týri eitt, blandast hugmyndir þeirra um tilveruna fjarska fljótt sjónhverfingum. Mér kemur til hugar “upplýs- ingin”, sem einn skáldlega sinn- aður íslendingur í Winnipeg vildi veita mér fyrir löngu síðan. Hún hljóðaði svona: “Kristur og post- ularnir hafa aldrei verið til, hug- myndin hefir spunnist utan um sólina og tólf halastjörnur.” Svona j'sneri jþá skáldskapar- hugmyndin þessu við í höfðinu á honum. Presturinn, sem uppfræddi mig í æsku, var talinn góðum gáfum gæddur og mentaður vel, auk þess sem hann var flestum mönn- um meiri höfðingi að ljúflyndi og daglegri prúðmensku við alla jafnt. Hann sagði okkur börnun- um, að spádómar ritningarinnar væru sannir, væri hægt að sjá það m. a. á þeim, sem rættir væru. Hann sagði,/að eyðilegg- ing Jerúsalems árið 70 e. Kr., væri eitt af því sem Kristur hefði spáð um, og hefði þá strax kom- ið fram á svo hræðilegan hátt. Sá spádómur hljóðar svo: “En honum fylgdi mikill fjöldi af fólkinu og gaf honum, sem hörm- uðu og grétu yfir honum. En Jesús sneri sér til þeirra og mælti: Jerúsalems dætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálf- uip yður og yfir börnum yðar. Því sjá, þeir dagar munu koma, að menn munu segja: Sæl- ar eru óbyrjur og þau móðurlíf, er ekki hafa barn alið, og þau brjóst, er ekki hafa gefið að sjúga. Þá munu menn taka að 0 segja við fjöllin: Hrynjið yfir oss! og við hálsana: Hyljið oss! Því að ef menn gjörðu þetta við hið græna tréð, hvernig mun þá | fara fyrir hinu visna?” (Lúk. 23, 27-31.) Það stendur í veraldarsögunni, að þegar Rómverjar sátu um Jerúsalem á nefndum tíma, hafi neyðin orðið svo mikil, að kona át barn sitt. Hér var grimmur sannleikur á bak við spádóminn, en hvílík var ekki tilfinningin, sem fylgdi orðum hans er spá- dóminn flutti, meðlíðanin með þeim, sem þjáðust. Annar spádómur kemur mér til hugar. Hann er í Tennyson’s Locksley Hall: “For I dipt into the future, far as human eye could see; Saw the heavens fillecl with com- merce, Argosies of magic sails, Pilots of the purple twilight dropping down with costly bales. Heard the heavens fill with shouting, and There rained a ghastly dew From the nations airy navies, Grappling in the central blue”— Hér eru spádómar um flug- ferðir, verzlun þeirra ferða og stríð háð í loftinu. Alt hefir ræzt. En þegar hinn skrautlegi og dýri varningur nær þarna lend-! ingu (VPiIots of the purple”) það! er: nemur við fold, kemur önnur mynd fram í huga minn; það er hrúga — kös — af loftfari ogí limlestir—ægilega slasaðir menn eru teknir þar út úr, sumir dánir.j Eg sá þessa mynd í fyrra. Hví- Iík sjón fyrir alla, en sérstaklega fyrir þær eða þá, sem elskuðu mennina, er þarna biðu tjónið. | Eða hvílík frétt, ef þau voru ekkij við. En var nokkuð um það í þess- um spádómi? Nei. Ekkert af þeim ferðum, nema lýsingin af sigrinum. Það er ekki fyr en í næstsíðasta er- indi, þegar skáldið fer að lýsa ófriðnum í loftinu, að hann finn- ur “hinni ægilegu dögg” rigna. Karlmaðurinn er búinn að bera og mæta svo oft banaspjótunum, að meðvitundin um áhrif þeirra falla ekki burt af sálu hans, þó hann fari fljótt yfir. Með öðrum orðum, þetta var mannlegur spádómur, og svo mik- ilfenglegur sem hann er, saknar maður úr honum þeirrar guðlegu hlttekningar, sem gefin var kon- unum á krossgöngunni í Jerú- i salem; þó vitanlega sé hann ekk- ' ert líkur “útleggingunni”, sem ' íslendingurinn í Winnipeg reyndi 1 að sýna mér fram á forðum. En á sama tíma sést, að til er guð- legur spádómur, heilög ritning er i full af þeim, svo mannlegur spá- j dómur, beztu skáldverk heimsins, hafa þá og svo eintóm heimska, sem vill endilega telja sig í ætt : við skáldskap; en guðs orð getur j hún aldrei talið sig í ætt við, á ! meðan mennirnir gera greinar- ; mun á guðlegu og mannlegu orði. Það er lífsnauðsyn að gera sér grein fyrir því, að biblían saman- stendur af sögulegum frásögnum j og líkingarmáli líka. Dæmisögur ■Jesú eru dæmisögur. Engum hef- ir dottið í hug að taka þær öðru- i vísi; en þær eiga sér grundvöll á öllum tímum tilverunnar. En t móðir Jesú, má með engu móti j verða æfintýra persóna í neins manns huga, né hann sjálfur. Það er varla mögulegt annað, en I að skýr maður sjái það, þegar ! hann gáir að því, að trúi hann | ekki á fullan virkileik í þeirra I samanburði, er hann alls ekki hæfur til kennimensku, hve ágæt- ; ur sem hann kynni að reynafet á öðrum sviðum. Jesús og María móðir hans eru i í mesta máta sögulegar, áþreifan- legar persónur. Enginn, sem ekki getur hik- laust boðað fólki ritninguna sem j guðs orð, ætti ekki að vera prest- | ur. Það er ekki rétt. Hafi mað- urinn ekki áttað sig á því, að j mátturinn og valdið, sem henni fylgir og ekki er hægt að finna í neinni annarl bók, sannar sig j sjálft, þá hefir hann ekki fundið ! sannleiksgildi hennar. Ein elskandi móðir getur gefið j frá sér mikla hlýju, góður faðir líka. Einn ágætur maður, sem af guði hefir þegið sérstaka náð j til þess að gefa heiminum eitt- hvað, — þessi geta gefið svo ög svo mikið af lífshamingju sinni, líf sitt, heilsu og aðra veraldar- hamingju, en hvert þeirra gæti sagt í sínu eigin nafni: “Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð {þjáðir, eg víl gefa' yður hvíld”? Enginn nema almáttugur Guð getur gert slíkt tilboð. Það verður aldrei nema örlítið brot af heimsbölinu, sem hver maður eða kona getur tekið á herðar sér eða boðist til að taka, og ekkert orðið ágengt heldur, nema hann eða hún eigi Jesúm Krist, Guðs son og frelsara mann- anna, krosfestan og upprisinn, í sál sinni eða þá tilfinningu, séu þau utan kristninnar, sem er 1 samræmi við þann kærleika guðs, sem lýsir sér í Kristi. Að eins guðs sonur einn gat tekið alla he'inisins synd á herðar sér og borið burt, í dýpri, æðri og fullkomnari skilningi, en vér fá- um nokkurn tíma gripið i þessu lífi. Þá komum við aftur að mæðra- dagsmálinu. Ræðuhöf. tekur tvær göfugar konur, máli sínu til sönn- unar. En það er ekki nóg, af því það er ekki heil mynd af konunni í allri tilveru þessarar jarðar. Sagan af Hönnu hefir, að vísu, á sér mannlegan blæ, en að eins göfugan, eigi að síður. Hún hef- ir á sér allan raunverusvip, er engin trúarraun og er söguleg, því sonurinn umræddi er söguleg persóna, síðasti dómarinn í fsra- el. Hitt má minna á um leið, að óteljandi mæður á öldunum und- anförnu og enn í dag, hafa, auk hennar, viljað helga guði börn sín og vilja enn, og þurfa að leggja 6vo óendanlega mikíið meira á sig, til þess, en sagan sýnir að Hanna hafi þurft. Hitt er annað mál, að hún er líkleg manneskja til að hafa lagt stór- ar og miklar fórnir fram, barni sínu til styrktar, ef á hefði þurft að halda. Hanna á ekki barn, það er henni raun. Hin önnur kona manns hennar á mörg, það er henni enn þá meiri þraut. Hún biður Drottin að gefa sér, ekki bara barn, heldur “karllegan af- Spring” (I. Sam. 1, 11. 12). Móð- urást hennar einni hefði verið fullnægt með meybarni, en metn- aður hennar þoldi ekki þá barns- Á drenglyndi hennar sjálfrar og hina göfugustu hlið móðurást- arinnar reynir mest, þegar að því kemur, að efna heitið. Að vinna heit undir hita áskapaðra til- finninga, er létt verk. Að efna það he'it í gegnum kulda og erfiði hversdagslífsins, er þrautin þyngri, en Hönnu ferst eins drengilega að efna síðar og hún beiddi kvenlega 1 fyrstu. Þá er tal prestsins um sorgar- hliðina á lífi Maríu móður Jesú, göfugmannlegt. Það er hluttaka í sorg, bæði hennar og allra ann- ara s y r g j a n di mæðra, sem undantekníngarlaust i finna brot, undir þeirh kringumstæðum, í sálu sinni, af sverði þvi, er nísti gál Maríu. Og þó ýmislegt í greinarefni þessu snúi á annan veg fyrir mér, en séra Ragnari E. Kvaran, get eg vel orðið honum samferða, með áminstri konu< er hún gengur heim með slitrur af þyrnikórónunni. En þar skilja líka leiðir okkar. Til þess að sýna, að konan sé verðug þess að vera sett í Guðs stað, þar h e i 1 a mynd. Þessar tvær konur sýna bara göfgishlið- ina á konunni. Nú eru fleiri mæðramyndir 5 biblíunni, en þessar tvær. Börn- in, sem voru í þeirra höndum, elskuðu lifið og fundu til, sem önnur börn. Það er til saga af öðrum tveim konum þar, og hún er svona: Óvinaher sat um Samaríu, og hungríð þrengdi að fólkinu. “Og er fsraelskonungnr var á gangi uppi á borgarveggnum, kallaði kona nokkur til hans og mælti: Hjálpa þú, herra kon- ungur! En hann mælti: Ef Drottinn hjálpar þér ekki, hvað- an á eg þá að taka hjálp handa þér? Úr láfanum eða vínþröng- inni? Og konungur sagði við hana: Hvað viltu þá? Hún svar- aði: Konan þarna sagði við mig: Sel fram son þinn og skulum við eta hann í dag, en á morgun skul- um við eta minn son. Suðum við síðan minn son og átum hann. En er eg sagði við hana daginn eftir: Sel þú fram son þinn, og skulum við eta hann, þá fól hún son sinn. En er konungur heyrði þessi ummæli konunnar, reif hann klæði sín, þar sem hann stóð á múrnum” (II. Kon. 6, 26-30.). Mörgu fólki geðjast aldrei nógu vel að myndum af s#r, finst þær ekki nógu fallegar, ijafnvel þó þær séu það eða meir. Það er ekki saman jafnandi þessum tveim myndum og hinum tveim göfugu kvennanna. En í myndunum fjór- um er konumyndin ö 11. Það er ekki erfitt að fá heim- inn til að falla að fótum þeim Maríu og Hönnu. Ástin og virð- ingin eru þar báðar að sjálfsögðu strax til taks. Þessi hl’ið konu- myndarinnar kallar alt annað fram: hrylling, ólýsanlegan við- bjóð, jafnvel fyrir þeirri, sem bar þó hálfan sigur frá borði: bjargaði sínu barni. En einmitt hér í nauðunum, sjáum vér enn á ný, að mannslífinu er ekki borgið í móðurhöndunum, sé Guð fyrir einhverjar ástæður vikinn úr sál hennar. Þó hlutdeild prestsins með syrgjandi mæðrum sé göfugmann- leg, er umtal hans um mæður heimsins í heild sinni, næsta var- úðarvert, ósundurliðað. Hann virðist ekki sjá neitt konunni til handa, nema böl og sorg í sam- bandi við það að vera móðir. Ekkert orð um það mikla og góða, sem Guð, gefur henni í barninu, — ættu þá allir að athuga, að hver mannleg sál nýtur og líður á sama mælikvarða, og svo mikið segir séra R. E. K. að verðugu um móðurástina, að vel hefði honuín farið að minna konuna á, að hún væri að þiggja af Guði eitthvað annað en þrautir og sorgir ein- ar, í því sambandi. Það er eins og hafi verið lagt á mannkynið, annars vegar sigur- inn og sælan, hins vegar eymdin ein, og alt komið niður á kon- unni. Ekkert orð er heldur sagt um ábyrgðina, sem því fylgir, að vera kona og móðir. Svo lengi hún er viðurkend sálugædd vera, verður hún að bera ábyrgð á orðum og gerðum, og mest er ábyrgðin i sambandi við mesta hlutverkið, en það er að vera m ó ð i r. Sofgir og böl konunnar í sam- bandi við börn hennar, stafa í ó- teljandi tilfellum af lélegum feðrum. Illa giftar konur eða konur, sem orðið hafa föntunum að bráð, eru æfinlega ólánssamar fyrir lengri eða skemmri tíma æf- innar, stundum alla æfi. Stund- um hefir það ólán, sem karlmað- urinn hefir bakað henni þannig, ollað henni þess, að bera út börn sín, bæði í virkilegum skilningi og þeim, að henda þeim á heimsins náðir, jafnvel þó hún væri að upplagi bæði væn og éel gefin.x Eini vegurinn til þeés að gera manninn samvizkusaman fyriir gjöfína, sem var í minni metum, ( af því tiltekur hún nákvæmlega' breytni sinni þessu sem öðru, er hvað sér skul'i veitt. nð gera hann kristinn. Ekkert annað bjargar honum frá allri þeirri smán sem því fylgir, að vera tuddalegur eiginmaður og faðir. Þá talar presturinn um, að kon- an eigi að brjóta af sér “heimil- isklafann”. Það er fremur óholl ráðlegging og ósmekklegt orð, eft- ir alt sem manni hefir verið sagt um móðurástina, það er: með- fædda tilheniging konunnar að eiga börn. ^að má slá því föstu, að sú ráð- legging, ásamt ábyrgðarleysinu, frá konunnar hálfu, sem skín út úr ræðunni, er _ sá versti hæl- krókur, sem hægt er að bregða konunni. íMaðurinn er af guði skapaður herra alls þess, sem lifir. Engin tunga gæti útlistað öll þau ráð, sem honum hafa til hugar komið, til þess að viðhalda þessu herra- dæmi. Vinátta konunnar er hon- um fyrsta nauðsyn. Honum er illa við að ganga undir nokkuð, sem hægt er að kalla ok, en jafnvel margir þeir, sem ekki vilja lúta þeim almátt- uga í neinu öðru, beygja sig und- ir kirkjuna til þess að fastna sér konu, binda sig með guðs og manna lögum, til þess að sjá um hana og börn hennar, láta hana hafa virðingu, vernd og heimili. Lítilsigldum og lélegum monnum þykir þetta oft kúgun og leita þvi annara bragða, en eftir því sem menning konunnar hefir vaxið, gengur hún ríkara eftir að þessu sé hlýtt, því hún sér og finnur, að jafnvel á meðal þeirra hálf- siðuðu, hefir þetta verið hennar fullkomnasta vernd og börnum hennar. Ekkert, sem karlmanninum hef- ir blásist í brjóst, til þess að vera einvaldur, ábyrgðarlaus herra, ekkert sem honum hefir upphugs- ast að slá sig til riddara fyrir konunni með, er eins líklegt til að hrifa og þetta: Að segja henni að hún sé ábyrgðarlaus, flekklaus, tilbeiðsluverð vera, sem bara elski og líði og að þaú bönd, sem nauðsynlega þurfa að leggjast á hana, sem móður og eiginkonu, sem “klafa”. Að konan sjálf kvarti undan erfiðleikum lífsins, er eðlilegt, líka þeir eða þær, sem finna til með henni, en það er ekki sama hvernig eða hvar það er gert. En þegar karlmaður segir henni, í það sem á að vera guðs orða stað, að heimilið sé “klafi”, það eru þau hættulegustu ræðuhöld, sem nokkur kona getur léð eyru sín til að hlusta á. Láti konan ginnast af slíku, er úti um hana og börn hennar, því hún heldur áfram að eiga þau, þó hún flæktist um heiminn og brot- ið yrði niður heimilið. Engin kona getur ein haldið uppi heimili, eigi hún að afla alls þess að er Við þarf. Heimilið er elzta stofnun jarðarinnar og sú fullkomnasta til þessa lífs, sem konan á. Það eru til og hafa verið mis- lukkuð heimili. Það er af því menn og konur eru ófullkomnar verur. En vilji þau hugsa um að láta það halda áfram að vera sér sannan sælu og griðastað, fyrir lífsstormunum, þá er þeim í sjálfsvld sett, að athuga og öðl- ast það er þar þarf til, og þar hefir konan tvöföld völd við manninn, til þess að skapa far- sæld. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Jónas Sturlaugsson dáinn. Hann andaðist að heimili Jónas- ar sonar síns i Blaine, Wash., 29. maí s. 1. Jónas sál. var fæddur á jólum árið 1851 á bænum DunustöSum í Laxárdal í Dalasýslu, en þar bjuggu foreldrar hans: Sturlaugur Bjarnason og Halldóra Halldórs- dóttir. Var faðir hans talinn gildur bóndi í sinni sveit, enda mun hann hafa þurft á atorku og ráðdeild að halda þvi börnin voru mörg. Eign- uðust hjónin 17 börn, en ekki munu þau hafa öll komist til fullorðins ára. Um aðeins fjögur af þessum systkinum er mér kunnugt: Guð- björg var gift Hjálmari Jóhanns- syni að Árborg, Man. dáin fyrir nokkrum árum. Kristín, seinni kona Jóns Gíslasonar Dalmans, nú ekkja að Mountain, N. Dak., Bjarni, gift- ur Guðrúnu Finnbogadóttur til heimilis að Wlynard, Sask., og Jón- as, sem nú skál að nokkru nánar getið. Jónas sál. ólst upp með foreldr- um sínum til fullorðinsaldurs. Ung- ur nam hann söðlasmíð og stund- aði þá atyinnu meðan hann dvaldi á íslandi. Árið 1874 kvæntist hann Ásgerði yfirsetukonu Bjarnadóttur. Var hún af öJlum, sem til þektu, álitin merk og mikil kona. Hún var syst- urdóttir Sigurðar Guðmundssonar, er samdi Varabálk. Hún andaðist að Gimli, Man. 24. júní 1926. Hafði hún þá lifað við sjónleysi og mikla vanheilsu í 12 ár. CARILLON WILL PEAL FOR CONFEDERATION IN the Peace Tower of Canada’s Parliament Buildings the great Carillon of f*fty-three bells is being installed, 'iand will be reatly for the Diamond Jubilee. The largest bell weighs ten tons, the smaUest sixteen pounds. The inscription on the large heil reads: — This Carillon was installed by the authority of Parliament to commemorate the Peace of 1918 and to keep in remembrance the acrvice and sacrifice of Canada in the Great War. 1926.” Þcim Jónási og Ásgerði varð 6 barna auðið, eru fjórir synir þeirra enn á lífi, Ásbjörn og Ásgeir í N. Dak. Sigurður i Elfros, Sask. og Jónas hér í Blaine. Árið 1883 fluttu þau vestur um haf og settust að nálægt Svold í N. Dak. Bjugu þau þar allan sinn bú- skap í Ameriku, en urðu loks að bregða búi fyrir vanheilsu sakir. Flutti Jónas sál. vestur að hafi, því nær alblindur, fyrir hálfu öðru ári síðan. Dvaldi hann að mestu á vegum Jónasar sonar síns eftir það. Var mikið reynt til að bæta honum blinduna og hafði hann að síSustu sett von sina á lækni í Everett-borg hér í ríkinu. Ætlaði hann að sækja fund hans nú í vor, en nú hefir hann fengið æðri sjón, og betri bætur við böli sinu en jarðnesk hjálp getur veitt. Jónas var maður fastlyndur, á- reiðanlegur í viðskiftum, trvggur og vinfastur. Hann var maður greindur og gjörhugull og gott að eiga tal við gamla manninn. Þakk- látur var hann fyrir hverja hjálp og æðrulaus við óhöpp lífsins. Slíka menn er gott að annast og létt mun það hafa að einhverju störfin miklu á heimili annríkis konunnar, tengda- dótturinnar, sem varð að annast hann í banalegunni ásamt börnum og bónda sínum veikum í rúminu. Væri óskandi að sem flest gamal- menni reyndu að temja skap sitt i tíma, svo þau yrðu ekki öðrum hvúmleið að ónauðsynju i ellinni. Uann var jarðsunginn af séra H. E. Johnson í Blaine, 2. júní s. 1. H. E. Johnson. Frá íslandi. Akureyri 24. mai. Félag manna á Akureyri hefir á- kveðið að gefa út Flateyjarbók i alþýðlegri útgáfu og hafa sent út boðsbréf þar sem tilgreint er, að út- gáfunni verði þannig hagað, að bókin komi í 3 bindum. Bókhlöðu- verð á að verða 15 krónur. Aðal- menn útgáfufélagsins eru Oddur Björnsson prentsmiðjustjóri og Jónas Sveinsson bóksali. Erlingur Friðjónsson er fram- bjóðandi jafnaðarmanna á Akur- eyri í kosningunum til Alþingis. Stykkishólmi 24. maí. Hér hefir um alllangt skeið verið unnið að því, að komið yrði upp spítala í kaupstaðnum, og er nú í ráði, að reisa spitalann vorið 1928. Sýslunefnd hefir samþykt sex þús- j und króna framlag úr sýslusjóði til j spitalabyggingarinnar, en hér í j Stykkishólmi hefir Sjúkrafélagið ( safnað alls um 11 þús. kr. í þessu j skyni. Er það von manna, að hægt Verði að reisa mvndarlegan spítala, j er verði kaupstaðnum til sóma og komi aö tilætluðum notum. Fjár- söfnun til spítalans heldur áfram. Framsóknarmenn sýslunnar héldu fund með sér um fyrri helgi í Hijarðarfelli, og var þar samþykt að hafa Hannes Jónsson, dýralækni í Stykkishólmi, í kjöri af hálfu Framsóknarmanna, við kosningar þær, er i hönd fara. Sex þilskip og 2 stórir rtiótor- bátar ganga til fiskiveiða héðan, síðan, síðan vorvertiðin byrjaði (\ aprilj, og er það einu skipi fleira en i fyrra. Skip þessi hafa aflað ve! Á Sandi hafa bátar aflað vel. Má geta um það nýmæli þar, að menn fóru að nota vélar í opna báta á vetrarvertíðinni, og hafa notað þær siðan, og þótt gefast mjög vel. Þetta hafði eigi þekst fyrr hér , vestra við Bre'bafjörð, - Heilsufar manna er gott, kighóst- inn er ekki kominn í grend við Stykkishólm enn þá, svo að menn viti. Tíðarfar ágætt og gróðtir i besta lagi, á þessum tíma. * —Visir. Við bæjarmanntalið, sem fram | hverjum 100 körlum. Árið áður fór skömmu fyrir síðustu áramót, taldist mannfjöldinn hér 22,022. töldust Reykvíkingar 23,224. Karl- j Samkvæmt því hefir fólkinu fjölg- ar voru 10,666, en konur i2„558, að hér í bænum um 1202 manns ár- og erti þannig 118 konur móti ið sem leið, eða hér um bil 5% p. c. f f f 7 f f f : f f f f 1 ljá Hollinsworth er nú í algleymingi f Hin Mikla f KJOLA SALA fyrir hátíðisdagana f f f 1 f f f f f f f I f f ♦> Ákaflega mikið keypt, sal- an stórkostleg. ' Fjölbreytt úrval. Verðið þannig að það er við allra hœfi. f f f f i iiiíinnn Fuj Dresses Sérstakt verð $4.95 Crayshene Dresses sérstakt verð $5,95 Printed Crepe Dresses sérstakt verð $7.75 Flat Crepe Dresses sérstakt verð $10.75. Flat Crepe Dresses sérstakt verð §12.75 \ Printed Silk Crepe Dresses $15.95 Georgette Dresses $19.75 f f f f f f i Þér œttuð ekki sleppa þessu £ | tækifæri fram hjá yður. Í Komið og sjáið. ♦:♦ I i Hollinsworth & Co. I Limited Ladies and Childrens Ready-to-Wear and Furs V Y i 7 f f ♦:♦ f f f f ♦:♦

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.