Lögberg - 01.07.1927, Side 6
BIs. €
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1927.
ljrigb£r§
Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talaknar. N-8327 N-0328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift til bláðains:
THE eOLU^BI^ Pf^ESS, Ltd., Box 3l7f, Wlnnlpog, M«q.
Utanáskrift ritstjórans:
EDlTOR LOCBERC, Box 317f Wínnlpog, N|«n.
Verð $3.00 um árið.
Borgist fyrirfram
Th. “Lögb.r®” 1. prlntad and publlshed hr
The Columbla Preea, Llmlted. ln the Columbia
■uildlng, CBt Sargent Ave., Wlnnlpeg, Manltoba.
Afmælisbarnið laugað í sólskini.
N'æstkomandi föstudag heldur fylkja sam-
bandið canadiska, hátíðlegt sextíu ára afmæli
sitt, laugað í sólskini og sumardraumum. Verð-
ur þessa söguríka atburðar minst, með marg-
víslegum mannfagnaði frá hafi til hafs, því
margs er að minnast og fagnaðarefnin mörg.
Það var 1. júlí 1867, að fylkin, það er að
segja þau, er komið höfðu á hjá sér reglubundnu
skipulagi, afréðu að sameinast í órjúfandi
bræðralagsheild. Saga sambandsins, er ekki
löng, — hún er ekki miklu lengri en einstaklings-
æfin, en viðburðarík er hún eigi að síður, og
ber á sér meiri æfintýrablæ , en viðgengst um
sögu flestra annara þjóða. Hin canadiska þjóð
hefir stigið þvílík risa skref á braut menning-
arinnar, þann stutta tíma, sem liðinn er, frá
því hún rann saman í ákveðna heild, að ein-
stætt mun vera í sögu þjóðanna. Hún hefir
verið brautryðjandi nýrra hugsjóna, nýrra
manndómsmerkja, og hefir lyft þyngri G-rettis-
tökum, en margar aðrar þjóðir, langtum mann-
fleiri, gátu nokkru sinni látið vatn síga undir.
Vitar frelsis og mannréttinda brenna æ því
skýrar, er árin líða, og má þess því örugglega
vænta, að þessi unga, djarfsækna þjóð, verði
sönn forgönguþjóð á sviði andlegra og efnis-
legra framfara.
Þeir hinir snjöllu og framsýnu menn, er
hyrningarsteininn lögðu, að1 þessu glæsilega
þjóðfélagi, hvíla nú undir grasi grónum sverði,
en frá gröfum þeirra leggur .bjarmann af sí-
vakandi lýsigulls minningum þakklátrar þjóð-
ar.
Frá náttúrunnar hendi er Canada vafalaust
eitt hið allra auðugasta land í heimi. Skiftast
þar á námar, timburtekja, fiskiveiðar, kola-
framleiðsla og vatnsorka, að ógleymdri þeirri
feikna auðlegð, sem árlega er að finna í korn-
yrkjunni og öðrum afurðum landbúnaðarins.
Járnbrautar sambönd eru hér betri og full-
komnari, en annars staðar í víðri veröld, og eiga
þaij skilyrðislaust í því hvað drýgstan þátt, hve
atvinnu og iðnaðarmálunum, hefir miðað greitt
áfram. Samgöngutækin, í því því formi sem
þau eru, hljóta að skoðast, meðal margra ann-
ara, blessunarríkra afleiðinga, frá stofnun
fylkjasambandsins. Það var traustið á sam-
einaðri þjóð, er varð þess valdandi, að nægi-
legt fé fékst til járnbrautalagninga, sem og
annara stór-fyrirtækja hér í landi.
Það er bjart yfir Canada í dag. “Sólbjarm-
ans fang vefst um alt og alla”. Skrúðklæði
sumarsins, fara afmælisbarninu vel og auka á
yndisþokka þess.
Canada-þjóðin verður sextíu ára ung á
föstudaginn kemur. ^ . '
‘‘Drjúpi’ hana blessun drottins á,
nm daga heimsins alla.”
og ísa, áþján og nauðir, í þúsund ár, og þeir
komu með það órjúfanlega heit í huga, að reyn-
ast hinu nýja fósturlandi trúir og hinum göf-
ngustu málefnum þessarar þjóðar.
Islendingar í Canada!
Hátíðin, sem í*hönd fer, er haldin til minn-
ingar um sextíu ára þroskaskeið canadisku
þjóðarinnar, og þá, sem nú og á liðnum árum
hafa vígt líf sitt í þjónustu hennar, og í tölu
þeirra eru ekki allfáir af vorri þjóð.
Látum oss því alla taka höndum saman, um
að gjöra hátíðina sem veglegasta, þjóðinni
canadisku til vegs, minningu þeirra, sem eftir
göfugt dagsverk hvíla í helgri ró, til verðugs
heiðurs, og ass sjálfum og meðborgurum vor-
um til sæmdar.
Canada.
Þú, mikla fold, með fjöllin há,
Er fjöllum öðrum gnæfa hærri,
Og breiðast flestum fjöllum stærri,
Þér tign er skrifuð enni á.
Þú, mikla fold, er laugað lætur
1 lagar öldum þína fætur
Við þriggja sæva samstemt lag,
Nú syngjum vér þér gleði.brag.
Þú, ljúfa fold, með frið og ró,
Með fiskivötnin stærri og smærri,
Með himin öllu hyeinni’ og tærri,
Og sléttu-breiðu bjartan sjó
Sem úthaf, kyst af logni’ og Ijóma,
En líka þakinn dýrstum blóma—
Heill þér, vor nýja fósturfold,,
Með frjófa, dökka gróðrarmold.
Þú, fold með æsku ’ og frelsi ’ á kinn,
Svo full af heimsins dýrstu vonum,
Gef þínum dætrum, þínum sonum
Syo tæran hug sem himin þinn.
Þinn frelsisbikar fram oss réttu,
Ger frjótt vort starf sem þína sléttu,
Og eflt sem heimsins undra-tröll,
Þín ógnum þrungnu Klettafjöll.
1894 Einar Hjörleifsson.
Kosningarnar.
Þegar blað vort er að fara í pressuna, eru
fréttirnar af kosningunum, sem fram fóru á
þriðjudaginn í þessari viku, svo ófullkomnar,
að enn verður ekki sagt með nokkurri vissu,
hvernig þær í raun og veru hafa fallið. Samt
er .ekki vafamál, að Brackenstjórnin hefir
flesta fylgjendur á næsta þingi, en hitt, að hún
hafi meiri hlnta allra þingmanna, er mjög vafa-
samt, og meira að segja heldur ólíklegt. Þar á
móti lítur út fyrir, að íhaldsmenn hafi unnið
nokkur þingsæti, að mestu á kostnað hinna svo-
nefndu, óháðu þingmanna, sem voni átta á síð-
asta þingi. Hinn nýi leiðtogi frjálslynda flokks-
ins, Mr. Robson, er kosinn í Winnipeg með
miklu atkvæðamagni. Annars lítur út fyrir, að
í Winnipeg hafi kosningarnar fallið þannig, að
stjórnin hafi einn eða tvo þingmenn, liberalar
tvo eða þrjá, conservatívar þrjá. verkam. þrjá.
Eini íslendingurinn, sem hér var í kjöri, Mr.
W. J. Lindal, er hinn þriðji í röðinni af þing-
mannsefnum frjálslynda flokksins, og er því vel
mögulegt, að hann nái kosningu. Mr. Norris,
fyrverandi flokksforingi liberala, var kosinn í
sínu kjördæmi sem ávalt áður. Það sýnist
nokkurn veginn áreiðanlegt, að Skúli Sigfússon
hafi verið endurkosinn í St. George. 1 Gimli
kjördæminu hefir I. Ingjaldson fengið flest
af No. 1 atkvæðum, en Einar Jónasson er ekki
langt á eftir, og er það því engan veginn ólík-
legt, að hann verði kosinn.
Hvað bjórsöluna snertir, en ekki enn hægt
að skýra frá með vissu hvernig atkvæði hafa
fallið. Mikill meiri hluti Winnipeg.búa vilja
meiri bjór og að auðveldara sé að fá hann held-
ur en nú er, en það er enn óvíst, hvernig at-
kvdeði í því máli hafa fallið út um sveitir.
Þroskaskeið þjóðanna.
,■ Rœða eftir J. J. Bildfell, er viðvarpað var
þann 17. þ. m.
1 skjóli framsýni, atorku og einlægni liggur
þroskaskeið þjóðanna.
Þegar vér lítum yfir hið stutta, en þrótt-
mikla æfiskeið hinnar canadisku þjóðar, þá
þurfum vér ekki að spyrja eins og skáldið ís-
lenzka, þcgar það í anda leit yfir afkomu þjóð-
ar sinnar: ‘‘Hvað er þá orðið okkar starf í sex
hundruð sumur?”
Starfið, sem fólkið í Canada hefir afkast-
að, er öllum sýnilegt og það er svo mikið og
ósíngjarnt, að eg get aftur tekið mér orð sama
skáldsins í munn, og sagt: ‘‘Gat ei nema Guð
og eldur gjört svo dýrðlegt furðuverk.” Guð
máttarins og eldur viljans.”
Það er ljúft að virða fyrir sér þros’kasögn
hinnar ungu, og tápmiklu canadisku þjóðar.
En það er naumast hægt, við tækifæri sem það,
er í hönd fer, né heldur nokkurt annað þjóð-
ræknislegt tækifæri, án þess, að í huga manns
og hjarta vakni viðkvæm þökk og einlæg virð-
ing til mannanna og kvennanna, sem lögðu
grundvöllinn að myndun þessarar þjóðar og
hafa helgað þroska hennar líf sitt og krafta
fram á þenna dag.
í því virðulega verki hefir hið íslenzka
fólk, sem vestur yfir haf flutti og afkomendur
þess, tekið sinn litla þátt. Hvernig sú þátt-
taka hefir hepnast, er ekki mitt að dæma um,
en það vildi ég benda á, að íslendingar komu
ekki hingað að eins til að vinna fyrir sínu dag-
legu brauði, heldur líka til þess, að undirgang-
ast borgaralegar skyldur að fullu, og taka sinn
þátt í framsókn og þroska þjóðarinnar. Þeir
komu með þeim óbifanlega ásetningi, að reyn-
ast trúir því bezta er þeir áttu í þjóðararfi
sínum, því það var eina innstæðan, sem þeir
fluttu með sér til að miðla þessu þjóðfélagi
af, menning, tegld og tempruð við eld
Þjóðhátíðin.
Nefnd sú, sem haft hefir með hondum und-
irbúninginn að hátíðahöldum þeim hinum
miklu og margbrotnu, er hefjast næstkomandi
föstudag, þann 1. júlí, í tilefni af sextíu ára af-
mæli hins canadiska fylkjasambands, hefir nú
að mestu leyti lokið starfi, og komið reglu-
bundnu skipulagi á skemtis’krá og annan út-
búnað. Skal hér nú skýrt frá megin-inntaki
skemtiskrárinnar, um leið og skorað er á Is-
lendinga að fjölmenna svo á hátíðarhaldið í
Assiniboine skemtigarði, að samboðið sé virð-
ingu þjóðernis vors.
Hátíðin hefst á föstudagsmorguninn, kl. 9,
með stuttri guðsþjónustu og boðskap frá
konungi, við þinghús Manitoba-fylkis. Læt-
ur þar og til sín heyra mikill og vold-
ugur söngflokkur. Klukkan 10 hefst skrúð-
förin, frá gatnamótum Broadway og Main, alla
leið norður til Burrows Ave: Þaðan verður
svo snúið til baka suður eftir Main St., vestur
Portage Ave., suður Sherbrooke stræti og aust-
ur Broadway. Endar síðan skrúðgangan á
sömu stöðvum og hún hófst. Skýrir hin ís-
lenzka hátíðarnefnd nokkru frekar frá tilhög-
un skrúðfararinnar, á öðrum stað hér í blaðinu,
ásamt ýmsu fleira, er þátttöku þjóðflokks vors
í hátíðarhaldinu viðkemur.
Klukkan tvö eftir hádegi, þenna sama dag,
hefjast hátíðahöldin í Assiniboine skemti-
garðinum. Verður þar sérhverjum þjóðflokki
úthlutaður reitur iít af fyrir sig, undir fána
þjóðar sinnar. Á íslenzka svæðinu, flytja stutt-
ar ræður, þeir prestamir, Dr. B. B. Jónsson og
séra Ragnar E. Kvaran, en söngflokkur hr.
Halldórs Thorolfssonar, The Icelandic Chöral
Society, skemtir þar með söng. Fara þar og
fram þjóðlegar íþróttir. Verða sigurvegar-
arnir síðar að taka þátt í sameiginlegri íþrótta-
samkepni, og heyja þar úrslita haráttu.
Þá fara og fram á opnu svæði, eða í nokk-
urskonar almenningi, margvíslegar skemtanir,
allan daginn. Að kveldi dags ganga svo flokk-
ar hinna ýmsu þjóða, klæddir þjóðbúningum
sínum inn í almenning þenna, undir þjóðfána
hvers um sig, og skipa sér í eina fylking, undir
merki Canada. Verður þar jafnframt til stað-
ar, afar fjölmennur söngflokkur.
S’korað er á fólk ,að hafa með sér nesti, því
svo verður mikið um að vera, að tími vinst ekki
til heimferðar, fyr en seint að kveldi. Er gert
ráð fyrir að fólk neyti máltíðar um klukkan
fimm.
Það hlýtur að vera sérhverjum sönnum ís-
lendingi metnaðarmál, að vel takist til um þátt-
töku þjóðflokks vors í hinum söguríka afmælis-
fagnaði fylkjasambandsins canadiska. En því
að eins má slíkt verða, að allir leggist á eitt, og
geri sitt bezta til.
Allir þeir, er vetlingi geta valdið, og á ann-
að borð eiga heimangengt, mega undir engum
kringumstæðum Játa Jiátíðahöldin \ Afisini-
boine garðinum afskiftalaus, heldur fara þang-
að með fylktu liði.
Hátíðarnefndin íslenzka, hefir lagt á sig
afar mikið starf. Hepnar einu lann eru í því
fólgin, að þátttaka vor í afmælisfagnaðinum,-
megi verða þjóðemi voru til sæmdar.
ÞEIR SEM ÞURFA
.UMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
^iMiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiMiiiMiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiii:
| Samlagssölu aðferðin.
= Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- =
E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E
E lœgri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E
= hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að =
= vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni =
| ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E
E vörusendingar og vörugæði. E
Síðasta orð
Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E
fyrgreind þrjú meginatriði trygð. E
frá Þjóðhátíðarnefndinni.
Manitoba Co-operative Dairies Ltd.
1-—Hún þakkar Jtiér með öllum þeim, sem
með fjárframlögum og á annan hátt hafa stutt
að undir búningi íslendinga til þátttöku í skrúð-
förinni miklu, sem fram fer hér í borg á föstu-
daginn kemur. En með því að enn vantar
500 dollars til þess hægt verði að mæta nauð-
synlegum tilkostnaði, óskar hún að Islendingar
haldi áfram að gefa, og má það afhendast á
skrifstofum íslenzku blaðanna eða til féhirðis
hennar hið fyrsta, helzt fyrir lok þessa mán-
aðar. Þeir, sem ekki eiga hentugt með að skila
af sér tillögum sínum til blaðanna eða féhirðis,
geri svo vel að hafa þau til reiðu' þegar hr.
Árna Thorlacíus, fjársöfnunarmaður vor, vitjar
heimilanna.
2. —'Skemtiskrá dagsins er vel undirbúin.
Búningar allir gerðir og reitur Islendinga í
skemtigarðinum afmarkaður, þar sem fram
fara bæði íþrótta-sýningar og söngur. Sleipn-
ir, íþróttafélagið, sér um íþróttirnar og Choral
Society um sönginn. — Program í garðinum
.byrjar kl. 2, og ættu þá allir þátttakendur að
vera þangað komnir. Byrjað verður þar með
því, að umsjónarmaður dagsins býður alla vel-
komna. Verður þá sungið “O, Canada”. Þá
flytja þeir séra Ragnar E. Kvaran 5 mínútna
ávarp á íslenzku og séra Björn B. Jónsson á
ensku. Verður þá sungið ‘‘Ó guð vors lands.”
—Kl. 2.30 stundvíslega byrja íþróttimar með
kapphlaupum. 1 þeim taka þátt piltar og stúlk-
ur frá 8 ára til 18 ára, og verða Þrenn verð-
laun gefin hverjum flolck, frá 75c, 5Qc, 25c til
$1.75, $1.50, $1.25. Vinnendur í hverjum flokk
keppa einnig í úrslita kapphlaupunum kl. 5
síðdegis. — Ógiftra kvenna ‘‘Boot and Shoe
Race”, þrenn verðlaun, $1.25, $1 og 50c. Og
giftra kvenna ‘‘Boot and Shoe Race”, verðl.
$1.25, $1 og 50c. — Verðlaunin öll borguð í
vörum. — íslenzka Choral Society syngur
nokkur lög síðari hluta dagsins., Óskað er að
foreldrar þeirra barna , sem keppa í íþróftun-
um, verði komin með þeim út í garðinn, ekki
síðar en kl. 2 e. h.
3. —Kl. 7 til 8 að kveldinu sýna þær korrar
sig í skemtigarðinum, sem klæddár em íslenzka
faldbúningnum, 12 alls. Þær verða þar undir
leiðsögn Mrs. Ovidu Swainson, sem annast hef-
ir um allan útbúnað þeirra.
4. —Nefndin skorar hér með alvarlega á
alla þá menn, sem lofað hafa að skipa sæti
á skrúðvagni íslendinga þann 1. júlí, að mæta
í salnum undir Fyrstu lút. kirkju á Viétor str.
kl. 7 á fimtudagskveldið í þessari viku, svo að
hægt verði að reyna á þá húningana, sem þeir
verða í á skrúðvagninum á föstudaginn. Nefnd-
in hefir ekki átt kost áð finna alla þá að máli í
þessu sambandi sem æskilegt hefði verið, og
biður því þá, sem ekki hafa verið ráðnir, en
vildu skipa sæti á vagninum, og nálgast þriggja
álna hæðina, áð koma í salinn á fimtudags-
kveldið, svo að hægt sé þar að velja þá 73 menn
sem Lögréttuna eiga að skipa á.vagninum, því
ekkert sæti má vera autt þegar skrúðförin
hefst á föstudagsmorguninn.
5. —Nú, þótt búningarnir verði reyndir á
menn þessa í lút. kirkjusalnum, þá verða þeir
að klæðast þeim í neðri Goodtemplara salnum á
Sargent Ave. á föstudagsmorguninn og að vera
komnir þangað kl. 7 að morgni eða eins fljótt
þar eftir, eins og þeim er frekast mögulegt, því
svo er ákveðið, að allir verði komnir á vagn-
inn suður undir Broadway kl. 8.30 á föstudags-
morguninn og losist ekki þaðan fyr en um há-
degi, að skrúðförinni er lokið.
6. —Með-því að all-löng leið er frá Good-
templara salnum á Sargent Ave. suður að
Broadway og ótækt fyrir þá 73 menn, sem skipa
sæti á skrúðvagninum að ganga þá leið alla, þá
hiður nefndin hér með alla íslendinga, sem hif-
reiðár eiga að sýna nefndinni og málefni því,
sem hún starfar að, þá góðvild að koma með
vagna sína að salnum og keyra mennina suður
á skrúðgönguvagninn, ekki seinna en kl. 8 að
morgni. Nefndin biður þess innilega að menn
hafi þetta hugfast og sinni beiðni hennar.
Sömuleiðis biþur nefndin að einhverjir ís-
lendingar verði svo góðir að keyra þær 12 kon-
ur, sem faldbúninginn hera, og Mrs. Swainson
með þeim, vestur í garðinn kl. 1.30 e. h. Hún
vonar að keyrsla þessara manna og kvenna
verði gerð ókeypis til stuðnings nauðsynlegrar
þátttöku Islendinga í hátíðarhaldinu. — Kon-
urnar verða í neðri Goodtemplarasalnum
stundvíslega kl. 1.30 e. h.
7. —Þeir sem fara út í garðinn að deginum
og ætla sér að dvelja þar fram á kveldið verða
| 846 Sherbrooke St. - ; Winoipej,Manitoba |
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiMiMiiiiiiiiiiiR
að hafa með sér máltíð, því ekki verður matur
fáanlegur í skemtigarðinum fyrir þær mörgu
þúsundir manns, sem þar verða saman komnar
á föstudaginn kemur.
Nefndin.
Hagalagðar.
“Það er dauflega dapurt að ferð-
ast um þessar nýbygðir ykkar landi
minn! og sjá mörg, bændabýli, hús
og margs konar mannvirki í eyði
. og órækt. Það er eins og ræningja-
flokkur hafi farið um og látið
greipar sópa;,” sagði ferðamaður
“Propp” er hér hafði viðdvöl ný-
lega við kunningja sinn G. Hvað
kemur til, eg hefi hvergi þar sem
eg hefi farið séð jafn óhugguleg
afturfarareinkenni í nýbygðu landi.
Manitoba hefir þó verið og er álit-
ið næsta ríkt land víðast hvar, ef
ekki til kornyrkju þá til gripa og
sauðfjárræktar, — það væri fróð-
legt að fá að vita af hverju fólkið
hefir yfirgefið lönd og eignir; ekki
hefir það alt dáið og skilið þannig
við.
G: “Ó-nei, vinur minn, ekki er því
um að kenna, fólk er hér yfirleitt
óánægt, og umbreytingagjarnt, og
munu vera margar ástæður fyrir
að svo er; það er ekki furða þó
þér bregði við, sem ert umgirtur
kaffleti hveitilandanna í þínu bygð-
arlagi! Þessi bygð okkar er ung og
að mörgu leyti á bernsku skeiði.
Fyrir bæði innri og ytri ástæður
hafa bændur fáir hér, náð tökum á
kornyrkju sem teljandi er. Suma
þeirra hefir brostið yerklega þekk-
ingu í þeim efnum, og flest alla
fjármagn það sem hér þarf að hafa
til jarðyrkju' ‘á byrjunar skeiði,
edna hafa flestir gefist upp við það
og árangurinn orðið bara
erfiði og vonbrigði. Því eins
og þú veist geta búlönd verið mjög
misjöfn að gæðum, jafn vel á sömu
“section” þarf máské 6—8 hestöfl
til að hreyfa plóginn og 2—3 á öðr-
um blettinum, og samt eru löndin
virt jafnt til útgjalda. Hér á þetta
sér víða stað, þetta er bara eitt
dæmi af fjölda mörgum um ónær-
gætni í garð bændastéttarinnar. All-
margir hafa komist að þeirri nið-
urstöðu að þéir hefðu verið hetur
af að hafa ekki óskað eftir að fá
eignarrétt á landi hér, því skattar
eru Iagðir svo háir á þessi lítt
ræktanlegu, og óræktarlönd, að það
er líkast því að menn séu árlega að
borga kaupverð Iands sins, og er
það eitt af því sem hefir gefið
mönnum ástæðu til að fara burtu,
og svo eftir því sem fleiri bændur
hverfa úr félaginu þyngjast útgjöld
þeir sem eftir eru, og fá máské
þar fyrir aðkenningu af sama burt-
farar kvillanum.
Ekki ber á því, að þing og stjóm-
arvöld gefi þessu neinar gætur, í þá
stefnu að stöðva útstreymið. Bænd-
ur eru látnir sæta ívilnunar kjörum
auðfélaga og verksmiðju konung-
anna; með því að kaupa hátolluð—
öll verðfæri, sem framleiðslu at-
vinna útheimtir. Fátækir geta feng-
ið þau að vísu með niðurborgun á
tíma, og við ber og ósjaldan að þau
eru tekin aftur, eður annað af bú-
stofninum, ef ekki er staðið í skil-
um, engin lánsstofnun aðgengileg
fyrir þá er til, svq sem vera ætti
vaxtalétt, eða með engum prósent-
um með því tilliti að greiða vegi
framleiðslunnar. Af því sem hér er
greint, hefir þú fengið, býst eg við,
nokkra hugmynd um óheilbrigði
bygðarinnar, er þó ekki alt talið,
sem miklu máli skiftir. P. :Það er
hálf þvingandi að hlusta á þennan
framburð þinn. Eg held að það
hljóti að vera einhver vanheil-
indi í mönnunum sjálfum, sem
valda þessu ástandi. Mér sýnist
landið víða fremur byggilegt og
broshýrt, bjóða sig fram til nyt-
semdar og hagnýtingar, ef það
væri starfrækt af einbeittum á-
huga. Eg hefi ekki óvíða farið
fram hjá háum hæðum af haug-
taði gripa, sem ekki sjást hjá
okkur, og óskað í huga að einn
væri horfinn í nálægð við akur-
inn minn. Það er það sem okkur
er peningagildi til að bæta akra og
engjalönd. Eg skil ekki 1 því, að
engjalönd hér hefðu ekki verið
móttækileg fyrir það, þar sem
ekki voru kornyrkjublettir. Mér
sýnast þessir háu haugar bera
vott um fyrirhyggjuleysi manna
í búsýslu, og ef að þeim hefir
verið jafn áfátt í mörgum grein-
um í bústjórn sinni, þá er ekki
furða þótt máttarstoðin meirnaði
að neðan. Mér er enn ekki full-
ljóst, í hverju löndin og land-
stjórnin er orsök i vanlíðan hænd-
anna. Stjórnin hefir sýnt þeim
dálitla hluttekningu, eftir óskum
þeirra; hún hefir lánað mörgum
bústjóra kynbótaskepnur af mörg-
um tegundum, til umbóta kyn-
jtofni kúa, sauðfjár 0. f 1.; hún
hefir látið kaupa handa fátækum
“umsækjendum” kýr iog lánað
með vissu áikvæði verð þeirra.
Þetta er nú það sem eg man
eftir, en getur verið fleira.
G.: Já, vinur minn! Það er
auðheyrt, að þú ert ekki nógu
kunnugur á þessum svæðum. —
Þú hefir rétt fyrir þér að sumu
leyti. Þetta er gott og blessað,
þar sem það hefir náð tilgangi
sínum. En eg get sagt þér og
sýnt, hversu það hefir mishepn*
ast. En eg bið þig taka vel eftir,
0g misskilja mig ekki.
í fyrsta lagi, hvað löndin á-
hrærir, læt eg nægja það sem eg
hefi áður á þau minst; en hvað
snertir kostakjör kynbótadýranna
hefir með nautin ekki neitt veru-
lega náð væntanlegum tilgangi,
vegna þeirrar ástæðu: að eftir
að byrjað var á því, hrapaði verð
á nautgripum svo að ekki var
tækilegt að ala upp gelda eður
neina gripi til að selja, því þeir
náðu ekki að borga framleiðslu-
kostnað; varð því að lóga flestum
kálfum hið allra fyrsta, utan
kvigukálfa undan 2—3 beztu
kúnum. Á því getur þú séð, hvað
þetta náði mikilli framför í kyn-_
bótum nautgripa.
Um kýrkaupin handa mönnum,
sem þú minnist á, er svipuð saga
að segja. Til þeirra útréttinga
og innkaupa fal stjórnin sérstök-
um mönnum alla umönnun, og
var það af sumum þeirra skað-
lega illa af hendi leyst, fyrir ó-
vandvirkni með kúaval í innkaup-
unum, í stað þess að ekki hefði
átt að líta við nema úrvals kúa-
kyni. Líklega mikið fyrir þessa
skuld lentu margir í vanskilum
með að borga þessar kýr á um-
sömdum tíma, og við þenna bú-
hnykk stjórnarinnar í bændanna
garð, mun ríkið hafa tapað stórfé,
fáum mönnum til gagns og fjölda
til óheilla, þegar á alt var litið.
Fjárstofn bænda er það helzta,
sem hefir náð umbótum fyrir það,
að þeiri hafa margir keypt “skrá-
settan” (registered) hrút, einn af
þessu kyni og annar af hinu, en
markaður fyrir sauðfé hefir ver-
‘ið mjög hvikull og óábyggilegur.
Hjúin gera garðinn frægan.
Eins og eg hefi áður minst á,
er þessi bygð ekki gömul, hefir
myndast á rúmum 30 árum, og
stofnuð að mestu leyti af fátæk-
um og félausum innflytjendum,
sem lifðu að eg hygg flestir
/