Lögberg - 01.07.1927, Síða 7
LÖGBERG* FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1927.
Bls. 7.
Dodds nýrnapillur eru foeat*
nýrnameðalið. Lækna og gigt foak-
v«rk, ihjartabilun, þvasrteppu og
ðnnur vei'kindi, eem stafa frá nýr-
unum. — Dodd’s Kidney Pilla
kosta 50c askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf-
*ölum eða frá The Dodd's Medi-
eine Company, Toronto, Canada.
fyrstu árin að miklu leyti á hér-
um og fiski og kartöflum; kýr
voru fáar, uxar voru vinnudýrin,
hestar sáust óvíða, og margir urðu
að hafa samvinnu um heyskap og
aðdrætti. Þá var strjálbygt og
skólalaust, engin sveitarstjórn og
vegleysur á allar hliðar. Útgjöld
lítil, annað en á tollaðri vöru. Þá
lifði fólk furðu ánægt í fátækt,
í ótrauðri von um fegurri fram-
tíð. En árin liðu furðufljjítt, bú-
endum fjölgaði og þá er farið að
reisa skólahús á kostnað frum-
byggjanna, mynduð sveitarstjórn
og byrjað að leggja akbrautir og
láta sjást menningarmót í hví-
vetna. Þá fór margt að lifna og
lagast um nokkur ár í bili. En
þess varð ekki langt að bíða, að
útgjöldin þyngdust, og margskon-
ar kröfur bæði innra og ytra
fóru vaxandi með ári hverju, um
leið og vinnuaflið þverraði að
miklum mun við það, að vinnandi
unglingar komust á skólabraut-
jna. Alþýðuskólarn(ir hafa sína
kosti og galla, eins og flest af á-
kvæðum og verkum mannkynsins.
Þá fer að rofa fyrir fegra útsýni,
en búskapur og basl í heimahög-
um. Þá birtist börnunum annað
léttara og skemtilegra; þau kynn-
ast meira félagslífi og skemtun-
um, og með allskonar hreyfiöfl-
um tímans tapa að nokkru leyti
ást og virðingu á foreldra heim-
ilinu, vegna þess, að þeirra sjón-
deiMarhringur nær skamt fram
á ókominn tíma og alvöru lífsins.
Nú er meginþorra yngri kyn-
slóðarinnar óljúft að vera í sveit
og vinna að bústörfum, sem ekk'i
er heldur að furða þegar þess er
gætt, að flestir í þeirri stétt verða
að vinna 12—16 tíma á dag, og
árslaunin eru að eins fæði og
strigaklæði, og vænti eg, að þér
þyki nokkuð mikið sagt!
Hermannalöndin, sem voru al-
ræktuð frá 1919—1926, eru á víð
og dreif, öll í eyði, og mörgum
þúsundum dala tapað. Þá gafst
bændum tækifæri að selja land
sitt háu verði og hætta búskap,
börnin öll farin, svo vinnuaflið
vantaði, og þessir búgarðar, sem
önnur hermannalönd í eyði, flest-
öll.
P-—Það er ljóta útkoman á
öllu þessu! Heldur þú aTi stjórn-
in sénokkur orsök í því? Eg
hygg að það sé eitt af hinuip illu
afleiðingum, sem h'ið ægilega
stríð gat valdið á þessu sviði. ■—
stjórnin vildi gjöra vel við her-
mennina, en þeir hafa reynst ó-
mögulegir til að sinna bústörfum,
sem við var að búast, eftir nýaf-
staðið brjálæði hildarleiksins. Eg
held að það hefði verið heppilegra
að gefa þeim í þóknunarskyni
svo sem 10 til 15 hundruð dollara
og lofa þeim svo að eiga sig, því
ríkið hefir víst tapað miklu meira
í þeirra bygðarlögum. En svo er
tómt mál að tala um þetta, það
verður ekki aftur tekið.
Hvað heldur þú að yrði gjört
til að stöðva útstreymi fólks úr
sveitum til bæjanna. Einhverjir
verða að framleiða brauðið úr
jörðinni; ekki verður lifað ein-
göngu á bæjarloftinu, og hvernig
verður stjórninni kent um þetta,
eður ætlað að ráða nokkra bót á
þessu
G.—Það er nú það sem mörgum
hefir fundist fullkomin ástæða
til að gjöra. Var það ekki stjórn-
arformaður ríkisins, sem offr-
aði mörgum þúsundum hraustra
drengja frá Canada út í hið ægi-
lega stríð, án minstu heimildar
frá ríkisborgurum eða með sam-
þykki þjóðarinnar. í fyrstu. Allir
sýndu þann bleyðiskap að mót-
mæla því ekki. Sjálfboðaliðar voru
frjálsir að fara, \ en um hina
hefði átt að bera undir atkvæði
þjóðarinnar áður en loforð var
gefið um ákveðna höfðatölu.
Eins og þú og allir menn með
heilbrigða skynsemi geta séð, var
þetta gjörræði, sú helþrungnasta
blóðtaka, landi jafn fámennu og
á frumbýlings skeiði. Mætti kalla
það landráð á hæsta stigi. Þar
fyrir má þjóðin fleiri tugi ára
líða margskonar óheilbrigði, sem
ekki verður í tölum talið.
Þetta átti alt að græða með
fögrum loforðum til afturkom-
inna hermanna og þjóðstofninum,
sem í mörgu tilliti var helsærður.
En endir loforða varð minni en
vera þurfti, enda sum þeirra að
eins fyrirsláttur, og sem handa-
þvottur Pílatusar.
Ef að þetta hefði aldrei skeð,
■ mundir þú ekki hafa séð hér jafn-
mörg eyðibýli og nú.
Hvernig verður annað séð, en
að stjórnarráðsmenska hafi verið
orsök í þessu? Vegnayfirgangs
stríðsþjóðanna, já, og eg endur-
tek það: hefði þetta blóðuga stríð
ekki umturnað allri göfugri hug-
sjón valdhafanna, þá væri Canada
nú í dag á blómaskeiði á flestum
sviðum. Þú hfefir víst tekið eft-
Ir því, hver áhrif það hafði á
vtrlunarsviðum hér, og jafnvel í
hlutlausum löndum.
Landið er reifað sömu gæðum
og það var fyrir stríðið, og yfir-
leitt öll náttúruöfl að undanteknu
mannanna. Þú veizt, að allir góðir
og ærkærir húsbændur láta sér
vera ant um, að fólki sínu líði vel
svo það hafi ekki ástæðu til að
vera óánægt; sé misbrestur á því,
bíður heimilið stórtjón. Eins er
því varið með landstjórn og ráð-
gjafa hvers þjóðfélags.
.: — Já, vinur minn, ekki er
mér hætt við að misskilja þig í
þessu efn'i. Þú hefir framsett
hér ástæðu, sem eg hafði ekki bú-
ist við að þú mundir hreyfa við,
því stjórnin er beinlínis og óbein-
línis valin af fólkinu án tak-
marka á starfsviði hennar, ög er
þjóðinni því ætlað að vera undir-
gefin, eins og sauðirnir hirð-
unum.
Þú vissir það, að herskylda var
borin undir atkvæði þjóðarinnar,
þó að væri gjört síðar en skyldi,
KæKISKlSMEMSKlSHaKSKISKlSKISK5SKlKMSKSsMEM3KlSKiæKISMSMSK155M5EMSSMSIf{
* H
M
S
H
S
M
S
|
s
H
S
H
S
M
S
M
S
M
X
M
a
H
ÞEGAR ÞER BYGGiÐ
Þá gœtið þess að hafa
HYDRO LJÓS ogORKU
í nýja húsinu yðar.
Símið 84 8124 eða komið til Hydro 55 PriocesslStreet.
Yfir 20 miljónir hafa verið sparaðir beejarbúum með Hydro ódýra verði.
e r v ic e WínnípeóHqdro, w E AR E
at! ^ your
PARTNERS
COST
55-59
KTVECN NOTK DAMC AVL
Prtnctíf SL
HSH3HSH3MSMSH3HSH3HSMSMSMSHSH3M3H3H3HSH3HSHSHSHSHZHSH
EF ÞÉR HAFIÐ VINI HEIMA
Á GAMLA LANDINU
sem þér yiljið hjálpa tii að kom-
ast til þessa lands, þá komið
og fiunið oss. Vér gerum allar
nauðsynlegar ráðstafanir.
ALLOWAY & CHAMPION, Rail Agents
667 Main Street, Wlnnipeg, Phone 26 86
Umboðsmenn Fyrir Öll Gufuskipafélög
eða skrifið iithverjum umhoðsmanni
FARBR ÉF
til og frá til
ALLRA STAÐA
HEIMINUM
og gekk í gegn fyrir hugkænsku
valdhafanna. Þeir sáu, að Breta-
veldi myndi ekki vanþörf á lið-
safnaði og hjálp frá hjálendum
sínum, og það til muna; hafa þá
ekki gjört sér grein fyrir, hverjar
afleiðingar það mundi hafa fyrir
fátæka þjóð á frumbýlings skeiði,
sem Canadabúar voru. Þess er
of sjaldan gætt af æðri sem lægri
stéttum mannfélagsins, að “bóndi
er bústólpi og bú er landstólpi”,
Það birtist allljóslega á því með-
al annars,, hve fólkið streymir
hugsunarlaust af landsbygðinni
til bæja og borga. Ef ekki birt-
ast ný ráð til að breyta því
straumfalli til hagfeldari stefnu
á komandi tímum, þá er hætt við
örðugleikum á flestum sviðum.
Heldur þú, að þing og stjóm
geti ráðið nokkra bót á þessu?
G.—Já, vinur minn. Ef 'þess
er ekki þaðan að vænta, eru
straumhvörf sannrar menn'ingar
nálæg.
P.—Það væri fróðlegt að fá að
heyra, hvað þú álítur þingi og
stjórn fært að gjöra, er breytt
gæti til batnaðar ástandinu.
G.—Það er eg hálfhræddur við
að gjöra, því eg er viss um, að
sumt af ákvæðum þeim, sem mig
hefir dreymt um, verða miður Vin-
sæl, jafnvel þó vera kunni það
helzta, sem hægt væri að gjöra
undir öllum kringumstæðum. En
vitanlega getur þú látið inn um
annað eyrað og út um hitt, það
sem eg segi. En áður en eg leysi
frá skjóðunni, vildi eg fá að
heyra hvað þér sýnist helzt mögu-
legt fyrir þing og stjórn að
gjöra landbúnaði til viðhalds og
framþróunar. Allir sjá þörf á
einhverjum umbótum.
P.—Já, vinur minn, það væri
eg fús til að gjöra, ef eg hafði
nægilega þekkingu á staðháttum
hér og búhyggindum innbúanna.
Þú hefir víst orðið var við það„
að stjórnin sendi hingað fyrir
stuttu tvo menn til að halda fund
með bændum, og kynna sér á-
standið. Hvað gjörst hefir á
þeim fundi, mun fyrirferðalítið,
utan vekja áhuga manna í bú-
skap, sem mætti frekar verða
Ijóst með því, að bændur mynd-
uðu félagsskap með sér, er stæði
á föstum framþróunargrundvelli.
Þetta hygg eg, að vera muni
spor í rétta átt, ef því fylgir
nokkur veruleg alvara, en hrædd-
ur er eg um, að það muni hafa
litla þýðingu í þá átt að stöðva
burtfararhug þeirra, sem ekki sjá
víðtækari hluttekningu úr þeirri
átt.
Mér sýnist vera æði votlent
hér og harla lítið land á því
svæði, sem eg hefi farið yfir, en
víðá fen og flóar, veglaust á ótal
stöðum, engjalönd viða umflotin
vatni; þar; þar sýnist mér ríkis-
stjórnin þurfa að hlutast til um
framræsing með skurðgreftri á
heppilegum stöðum, svo'"' menn
hefðu meiri not landa sinna, og
ekki er neitt smáræði sem þyrfti
til vegabóta á sama tíma. Þetta
hvorttveggja er fátækum bændum
ókleift að gjöra, hvað öflugt fé-
lag sem áeofnað væri, það er að
segja á sinn kostnað, nema að
nokkru leyti.
Ekki væri heldur vanþörf á að
tollar af verkfærum, sem bændur
þurfa að brúka við akuryrkju,
væru af teknir, eður greiddir af
ríkissjóði, og er þá upp talið það
fyrsta og helzta, sem mér dettur
í hug. En heldur þú að það geti
haft nokkra þýðingu fyrir bænd-
ur og búalýð að hreyfa umbótun-
um og vænta nokkurra umbóta?
G.—Hvað sem kann að reynast
í því efni, gerir ekkert ógagn þó
við segjum meiningu okkar, því
að vel get eg ímyndað mér að á-
standið að sumu leyti sé ekki full-
kunnugt öllum þeim, sem lifa á
launatekjum og gjöra sér lítið
far um að kynna sér kjör bænda-
stéttar né skilyrði lands nytja,
svo lengi sem þá sjálfa ekki brest-
ur neitt á borð að leggja.
Eg sé, að þú hefir farið nokkuð
nærri um þarfir manna, í uppá-
stungum þínum, svo langt sem
það nær, og munu sumir hyggja
það nægilega langt. Vil eg nú
reyna að gjöra, grein fyrir því
sem mér hefir dottið í hug.
Ástandið í heiminum er að verða
býsna alvarlegt, eftir viðhorfi því
er víða ber á og virðist ríkja í
æðsta veldi, sem er skortur á
framleiðslu, og þá um leið at-
vinnubrestur. Er þess ósjaldan
minst, nú orðið, í ræðum og ritum
og eigi að ástæðulausu.
Það lítur út fyrir, að megin-
þorri mannkynsins vilji sem minst
hafa fyrir viðhaldi lífsins, vill
helzt eyða æfidögunum við bæja
og borga glaum án erfiðis átaka
næringarskilyrðum til eflingar.
Nú ef við viljum standa við og
átta okkur á framrásarbrautinni
í líkamlegum efnum, þá getur
ekki dulist, að mannlegt líf er
háð umhyggju og starfsemi á
öllum sviðum.
Hið fyrsta, sem öllum mönnum
og konum ber að gæta að, er
þetta: að allir eru skapaðir með
holdlegu eðli, geta ekki lifað án
þess að neyta til fatar og matar
þess, sem jarðríkið hefir að gjaf-
arans tilhlutan fram að leggja,
með verklegum viðburðum mann-
legs máttar. Er því óhrekjanleg,
helg skylda hvers einasta manns,
að vinna sjálfum sér og mannfé-
laginu alt, sem hann og hún orka
i því að framleiða það sem lífið
útheimtir, ef ekki með því að
leggja fram orku síns eigin mátt-
ar líkamlega, þá með því afli öðru
er kallast peningar. Þetta nær
til allra manna og kvenna, er telj-
ast vinnufær, og eru á fullþroska
alúurs skeiði.
Ef það einhverra ástæðna vegna
er háð þeim lífskjörum, sem bæja
og borga líf hefir til síns ágætis,
þá ber að gæta þess, að fram-
leiðsla jarðargróða bíði fyrir
það engan hnekki; og er mér ekki
Ijóst, hvernig hjá því verður kom-
ist upp á annan máta en þann,
sem hér skal greina:
Ríkið leggur til landspildu af
einhverri afmarkaðri stærð, sem
kosta skal ræktun á, að nokkru
leyti af sérstökum skatti bæjar-
búa, en að nokkru leyti af ríkis-
sjóði og ætti bæjarlýður að hafa
þar forgangsréttar atvinnu við,
en ríkistjórn yfirumsjón.
Við þetta myndast atvinnu og
nærgingarvegur þæjarbúum um
leið og landsnytja auki fyrir til-
veru bæjarlýðs. Ágóði sá er bú-
garður þessi kann að gefa að frá-
dregnum kostnaði, renni í rík'is-
sjóð.
P.—Getur þú hugsað að þetta
sé framkvæmanlegt. Það mundi
verða erfitt og óvinsælt að leggja
nefskattinn á og finna merkja-
línu þá, sem liggur á milli þeirra
sem ekki vinna að framleiðslu af
einhverri tegund, sem er í sam-
bandi við landsnytjar, þó heimil-
ið sé innan bæjarlínu, því fjöl-
margir atvinnuvegir tilheyra
framleiðslu.
G.—Jú, vitanlega erfitt og ó-
vinsælt, býst eg við, en einhver
ráð verður að hafa.
Eg held því fast fram, að hvert
einasta bæjarþorp ætti að hafa
aðgang að landbúnaðar starfsviði.
Það gæti verið til heilsubótar í
margskonar merkingu. Þar væri
hollara loft fyrir alla skóla; að
sjálfsögðu ættu barnaskólarnir að
haf þar starfsvið til virkilegrar
kenslu. Það dylst engum sá mun-
ur, sem kemur fram á börnum, er
alast upp úti á landi og í bæ. Hve
margt er það ekki, sem bæjar-
börn fara á mis við í þekkingu til
skilning þroska í verklegum efn-
um, er sveitabörn anda að sér
daglega, og sem er eins nauðsyn-
legt eins og matur og drykkur er
lífsskilyrðum.
Það verður ekki matið að verð-
leikum, hve miklu hollara er fyrii
manninn að alast upp við hið kyr-
láta sveitarlíf, heldur en í hring-
iðu borga og bæja lífsins.
p.—Jæja, vinur minn! Mikið ert
þú nú búinn að bollaleggja . Þú
hugsar fþér nokkuð óframkvæm-
anlegar breytingar á menningar-
brautum mannfélagsins, þú hugs-
ar þér að leggja skatt á bæjarbúa
sem ekki geta eða vilja vera úti á
landi, til eflingar framle'iðslu.
Ef að þetta þitt ímyndunar fyr-
irkomulag væri framkvæmanlegt,
gæti skeð, að færri upphyllingar
drægju fólk að bæja gyllingunum,
og máske því, sem þar hefir lítið
á að lifa, gæti liðið betur. En að
hverju leyti búalýð á landi liði
betur, er ekki auðvelt að sjá, því
margir þar neyðast til að breyta
stöðu sinni fyrir einhvern skort
á lífvænlegum lífsskilyrðum. Þar
í liggur mesti halli metaskálar-
innar.
Okkur sýnist mannfjölgun bæj-
WlLllAM FOX
þrcscnts ~
A
MCTION PICTURE
VERSIOK Of THE
BEST SELIING
SOVEL
EVEN
greatefg
THAN
*IÍ
WINTEIv
" COME5'
íjtkt stme omÚoT
ROSE THEATRE
Fimtu- Föstu- og Laugardag
þessa viku.
anna auka vanlíðan og atvinnu-
skort, um leið og hjúaeklu á fram-
leiðslusviðum, og þó er það á
hinn bóginn til verðhækkunar á
bændavörum, eður aflstöð mark-
aðar. Hvernig getum við leyst
þenna hnút eður bætt bláþræð-
ina ? G. J.
Frá Islandi.
Dr. Valtýr Guðmundsson hefir
ritað grein í Politiken um notkun
jarðhita á Islandi, segir í tilk. frá
sendiherra Dana. Getur hann þar
um ritgerðir þær, sem um það mál
hafa birst í Tímariti Verkfræð-
ingafélags Islands eftir þá Þorkel
Þorkelsson, Steingrim Jónsson, Jón
Þorláksson og Benedikt Gröndal.
Slæm skepnuhöld eru nú sögð
víða úr sveitum, og þó einkum sum-
staðar á Norðurlandi. Hey reynd-
ust með allra ónýtasta móti í vetur
og ilt að halda fénaði við á þeim.
Segja menn, að útigangshross sé nú
í engu lakari holdum en þau, sem
inni voru við gjöf í allan vetur og
eigi höfðu fóðurbæti. Sauðfé hef-
ir víða tekið ormaveiki og fleiri
kvilla og á sumum bæjum hefir eitt-
hvað drepist. Er það tilfinanlegt
fyrir bændur ofan á aðra örðug-
leika.
Á ársfundi S. í. S. var í gwr
einum rómi samþykt áskorun til
Efri deildar Alþingis um að sam-
þykkja frv. u mvarnir gegn því að
gin og klaufasýki berist til lands-
ins. Hafa Alþ. borist tilmæli eða á-
skoranir undirskrifaðar af 400
mönnum úr öllum sýslum landsins,
að frv. svipað því, er nú liggur fýr-
ir þinginu, verði samþykt.
Aðalfundur Sögufélagsins var
haldinn í lestrarsal Þjóðskjalasafns-
ins í gærkveldi. Forseti, Dr. Hánnes
Þorsteinsson gat dáinna félaga, og
mintust fundarmenn þeirra með því
að standa upp. Þá voru lagðir fram
endurskoðaðir reikningar félagsins
fyrir árið sem leið. Er nú hagur
félagsins stórum betri en undan-
farin ár, enda fjölga félagar með
hverju ári. I fyrra bættust við 112
nýir félagar, en aðeins örfáir gengu
úr félaginu eða flosnað -þar úpp.
Þessi velgengni félagsins verður
nú notuð til þess að auka bóka-iit-
gáfuna að miklum mun. Meðal ann-
ars fá félagsmenn í ár 10 arka
hefti af Þjóðsögum Jóns Árnason-
ar, og alls gefur félagið út um 32
arkir, sem ifélagar fá fyrjr einar
átta krónur, sem er árstillagið, en
minst eru bækurnar 18 króna virði.
—Þetta hefti þjóðsagnanna verður
ljósprentað í Leipzig í Þýskalandi,
algerlega nákvæm eftirlíking frum-
útgáfunnar, svo að ekki má á milli
greina, hvor útgáfan er. Þó er þessi
prentun ódýrari en venuleg prent-
un. Hafði forseti góð orð um aS
láta siðar endurprenta á sama hátt
þær 10 arkif þessa verks, sem þeg-
ar eru komnar út hér heima.
Úr stórn átti að ganga Ólafur
prófessor Lárusson og skoraðist
hann undan endurkosningu. Var í
hans stað kosinn Magnús docent
Jónsson. Þá voru kosnir tveir vara-
menn i stjórnina, þeir Hallgrímur
magister Hallgrímsson fendurkos-
inn) og dr. jur. ‘Björn Þórðarson.
Loks voru endurskoðendur endur-
kosnir, þeir Sighvatur jústizráð
Bjarnason og Þórður Sveinsson.
Látin er 26. apríl ( Bæ í rúta-
firöifirði merkiskonan Jóhanna
Matthíasdóttir, ekkja Finns hrepp-
stjóra Jónssonar á Kjörnseyri. Hún
var komin á annað ár yfir áttrætt,
fædd 13. desember 1845. Faðir
hennar Matthías Sívertsen var
bróðir séra Ólafs í Flatey og Þor-
valds í Hrappsey. — Hún bjó með
manni sínum 30—40 ár á Kjörs-
eyri og var þar orðlagt myndar-
heimili. Jóhanna var blind um 15
ára skeið, en Björn Ólafsson augn-
læknir veitti henni fulla sjón með
uppskurði og varð það landfleygt.
Hélt hún jafnan sjón upp frá því.
—Af börnum þeirra hjóna komust
átta til fullorðinsára, en á lífi eru
nú: Þórunn, Ragnhildur, Ingibjörg,
Mathildur og Helga ('kona Guðm.
G. BárSarsonar Mentaskólakennara
en látin eru Oddný, Jóna og Sig-
urður.
—Vísir.
Isafirði, 28. maí.
Atkvæðagreiðsla fór fram um
það i dag, hvort kjósa skyldi sér-
stakan bæjarstjóra fyrir ísafjörð.
Var það felt með 147 atkv. gegn
192. Afli góður í rfiiðdjúpinu, eng-
in síld hefir veiðst enn. Botnvörp-
ungarnir afstein og Hávarður hafa
báðir komið inn í þessari viku, Haf-
stein með 100 og Hávarður með
85 tn. Fiskþurkur ágætur á hverj-
um degi.
—Vísir.
Islensku stúlkurnar í Gautaborg.
Sænsk stúlka í Gautaborg skrif-
ar kunningja sínum hingað, 22 maí,
kvöldið, sem íslenzku stúlkurnar
sýndu þar fimleika sína:
“.......Fg má til að skrifa þér
strax.—Eg var á fimleikahátíð í
1 kvöld og sá kvennaflokkinn frá ís-
landi. Þú skalt vita, að hann vakti
aðdáun! Það var alveg efalaust
besti kvennaflokkurinn alla þessa
viku, sem sýningarnar hafa verið,
og fólkið var alveg frá sér numið.
Það fór eins og kliður af hrifningu
um alt þetta stóra hringleikahús,
þegar stúlkurnar gengu inn með
fána íslands í fararbroddi. Eg fyr-
ir mitt leyti sat með tárin í aug-
unum, og eg held að eg hafi ekki
verið ein um það. Hákon og Linda
voru með mér, og við gátum ekki
annað sagt en þetta, að nú yrðum
við að skrifa þér, — Hákon var
yfir sig hrifinn, og á heimleiðinni
g^at hann ekki um annað talað en
íslenzku stúlkurnar, einkanlega þá,
sem fremst gekk. Hann dreymir
víst um hana í alla nótt.—Og ís-
lensku búningarnir báru langt áf
öllu. Já, þú skalt vita að ísland sóp-
aði öllum hinum þjóðunum aftur
fyrir sig rhinir kvennaflokkarnir
voru frá Finnlandi, Danmörku r
Gautaborg), bæði með búnin"-
um og frammistöðunni.”—
Þetta er rödd úr hópi áhorfend-
anna, skrifuð í hrifningunni eftir
sýninguna, af mentaðri konu, og er
gaman að sjá, að Svíum, sjálfri
fimleikaþjóðinni, hefir fundist svo
til um stúlkurnar okkar og fram-
komu þeirra. Það er gaman að at-
hugasemdinni um búningana, því
að á slíka hluti er sænsk smekkvisi
með afburðum.
1—Visir.
Um reynsluleik þeirra ungfrú
Önnu Borg og Haralds Bjömsonar
í 4. þætti í Fjalla-Eyvindi á konung-
lega leikhúsimi í Kaupmannahöfn,
hefir töluvet verið rætt í dönskum
blöðum, að því er segir í fregn frá
sendiherra Dana.. Dómarnir eru
misjafnir, en þó yfirleitt velviljaðir,
og flestir viðurkenna dugnað og
hæfileika þessara ungu leikenda.
Lange segir í Politiken, að með-
ferð hlutverkanna hafi ekki verið
slæm og ef til vill hafi þau A. B.
og H. B. getað meira en þau sýndu,
enda sé það mikil raun að leika
þenna þátt svo að vel sé. Segir
hann, að A. B. sé of ung til að leika
Höllu, en leikur hennar hafi verið
mjög hrífandi. H. B. sýndi meiri
“tekniskan” dugnað, og lét sér að
mestu nægja ytri hjálparmeðul.
Julius Clausen segir í Berl.
Tidende,” að engi vafi sé á því, að
báðir þessir ungu leikendur sét*
gæddir leikhæfileikum, en ungfrú
A. B. sé hugkvæmdasamari og ör-
uggari í leik stnum.
“ Social-Demokraten” getur þess,
að þó að sýningin hafi ekki orðið
það sem hún átti að vera, þá sé
þó ekki vafa bundið, að hér hafi að
verki verið dugandi listamenn, sem
lært hafi talsvert við veru sína þar
í landi og hafi hin bestu skilyrði til
meiri þroska.
VINSÆLDIRNAR FARA DAGVAXANDI
Hafið þér
reynt
Það er heilnæmur bjór, bragðgóður og hefir
alt, sem bjór á að hafa. Bezta efni heima-
fengið og aðflutt, og alveg réttur tilbúningur
veldur því ,að þeir, sem bezt þekkja bjór,
kjósa belzt Country Club Special.
Frá sama ölgerðar-
húsinu eins og hið
fræga “Golden
Glow” 51.
Country Club Special bjór er geymdur í kerum,
sem fóðruð eru með gleri og helst því algerlega
hreinn og ómengaður meðan verið er að búa hann
til.
Þeir sem bjórleyíi hafa A 1 1 1 1
Talsími Ölgerðahúsinu ■ ■
PELISSIER’S LIMITED
W 1 N N I P E C