Lögberg


Lögberg - 01.07.1927, Qupperneq 11

Lögberg - 01.07.1927, Qupperneq 11
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1927. Bls. 11. Svarað prestinum. Eftir Jón Einarsson. Þrátt fyrir það þótt prestastétt- in hafi aldrei í heild sinni fengið orð fyrir að vera fyndnari en hver annar flokkur hins mentaða mannkyns þessa heims, þá samt hefir hreytiþróuninni auðnast að “þróa” að m'insta kosti eitt “specimen”, sem “sport” frá þeirri viðtekt. Staðfestu þeirra sanninda má lesa, “með bros á báðum kjöftum” eins og karlinn sagði, í iHeimskr. af 11. mai þ.á., undir .“mottóinu” Svar til Jóns Einarsonar, frá hinum göfuga tímabilspresti Únítara, Guðmundi Árnasyni. Eins og kuhnugt er, hafði eg dirfst að andæfa fréttafúlgu nokkuri um “Endalok Scopes- málsins”, er G. Á. reit í Heimskr., sem ósannri frásögn . Spaugið í svari prestsins byrjar, þegar er hann rís upp á afturfótunum (sjá Evolutions kenninguna um fer- fætluætt presta og annara stór- menna) og skrifar mér svo með framfótunum það, er nú verður bráðlega tekið til yfirvegunar, “Svar” hans, sem einnig er spaugilegt vegna þess, hve ólíkt það er efninu, sem fyrii; lá að ræða. Er það eingöngu fyrir þau ólíkindi, að eg kynni hér að fara örfáum orðum um viss atriði í þessu lærdómsríka riti prestsins, sem snerta sérstok “princíp” all- þýðingarmikil í sjálfum sér. Scopes-málið hafði eg ekki hugs- að að ræða meira. En því vil eg taka fram, sem þó mun hrella við- kvæmt prestshjarta, að eg er svo fávizkukendur, að eg tek það sem sannhygð mína, að við séra Guð- mundur v i t u m báðir jafnt um uppruna mannkynsins, alheims- ins, lífsins. Séra G. Á. mun byggja þróunarvísindi eingðngu á sögusögn annara — alveg eins og eg fáfræði mína í þessum efn- um; en vegna þess, að í mig hef- ir engum lærdómi troðið verið af prófessorum, sem vitna mætti til, sjálfum sér til frama, þá hefi eg orðið að reyna að hugsa vitundar- ögn sjálfur — þetta sjáanlega er G. Á. vel ljóst, og þar af stafar hans prestlegi ritháttur í minn garð. Danskur málsháttur segir: “Sá, sem kastar saur á aðra, atar sjálfan sig mest.” En þar hefir ekki verið átt við íslenzkan upp- gjafaprest únítara. Þegar þessi málsháttur myndaðist, voru Ún- ílaraprestarnir líklega ferfættir, með langa rófu og í rófunni var þá öll þeirra aðal-frægð — og ef til vili guðfræði? Það var sjálfsagt fyirhugað frá upphafi ,að eg skyldi svara G. Á. lítillega. úr þremur áttum hefir mér verið sent Heimskr.-númerið frá 11. maí og tekið fram um leið, að svona löguðu máli megi til að svara. Skringilega vill svo til, og um leið næsta líkt dularfullum fyrirbrigðum, að e’itt blaðið kem- ur frá “Nýstefnu”manni, annað úr rammlúterskri átt, og það þriðja frá sæthelgum únítara, og enn þungskildara er það, að Úní- ítarinn er orðharðastur um rit- hátt prestsins — sem auðvitað er þó ekkert annað en meinlaust auglýsingarkorn af karakter rit- arans. Allar auglýsingar eru í þeim tilgangi ritaðar, að þeim sé gaumur gefinn í hugsun lesenda, orðum eða gerðum, og vita slíkt allir nú, án sérstakra bendinga. Eg byrja hér á þvi, að taka upp orðrétta byrjunargrein prestsins. Lesendum Lögbergs er engu síð- ur þörf á að eiga kost á fagurri ritháttar fyrirmynd, til að líkja eftir, en þeirri kringlóttu. Þessi eru orð hins hálærða manns: “Sumir menn eru svo undarlega gerðir, að þegar þeir fara að ræða um eitthvað, þá reka þeir augun í það sem er smæst og ómerkileg- ast. Einn þessara manna er Jón Einarsson, sem er allvel þektur fyrir ritsmíðar sínar í íslenzkum blöðum hér.” “Jón semur ekki svo sjaldan ritdóma um bækur. Venjulega eru ritdómar hans ekkert annað en langdregin lúsaleit eftir röng- um orðmyndum og þess konar smágöllum. Hann segir sjaldn- ast nokkuð, sem gagn er að um efnið í því, sem hann er að dæma um; og þess vegna er ekkert á ritdómum hans að græða. Svona fer auðvitað ávalt fyrir þeim, sem eru of mikið gefnir fyrir sparðatínslu.” Eg tek þessar prestlegu setn- ingar hér upp orðrétt, sem sýnis- horn mentalegs ritháttar af fyrstu röð kurteisinnar. Mér kom um leið til hugar maður, Árni að nafni (jsem eg kyntist fyrst í Swift Current). Sá maður hafði sérstakt viðurnefni. Líklegast hefir prestur'inn þekt hann líka. Árni var að upplagi greindur maður, en talgefinn í frekara lagi og mjög hneigður fyrir “stælur”. Þegar í óefni fór fyrir honum með vörn málsins, sneri hann alt í einu við blaðinu og smelti fyrirvara- laust inn stóryrðum algerlega ó- skyldum að efni og segir, að mót- stöðumaður sinn hafi sagt svona og svona um það mál, og fór þá oft svo, að aðalmálinu var slept og byrjað á nýjum, óskyldum leik. Þannig fer hinum hámentaða presti. Ekkert í tilfærðum setn- ingum kemur við málinu, sem fyrir lá að ræða. En það eitt er satt í þessu nýja máli, að eg hefi oft lotið að lítilþægri- vizku við lestur minn. Fátt mun prestur- inn hafa skrifað, sem eg hefi ekki lesið og borgað, og mínir pening- ar hafa verið meðteknir þar, sem jáfngildir centum hinna hálærðu. Hitt veit séra Guðmundur að er ósatt mál hans, að eg taki ekki tillit til efnis þeirra bóka, er eg hefi bent á í blöðunum. Það veit hann og líka — þó sárt sé og seig-* pínandi lærðum presti — að þrátt fyrir alla háskólamentun hans, er eg miklu færari til að dæma almenn rit en hann sjálfur, fyrir þá einu, einföldu ástæðu, að hann myndi dæma eingöngu eftir flokkstæði mannsins en öldungis ekki kostum né ókostum ritsins. Veit hann og, að í honum sjálf- um svíður og sýður reiði við mig út af því, er eg dæmdi um Ijóð- mæli nokkur, þar er eg tiltók, að eg tæki meira tillit til efn'isins — þá — en skáldlegs gildis. Sem sjálfstæður maður í hugsun, þótt lærdóm skorti, get eg óefað stað- ist sanngjarnan samanburð við G. Á. sjálfan, enda rita eg hvorki sem keyptur né fylgisækjandi á nokkurn hátt. Getur presturinn með sanni sagt sama um það? Minriist eg enn þess, er G. Á. forðum var viðriðinn ritið “Heimir”. Hafði eg oft dæmt um efni þess, og haldið fram, að á ýmsum sviðum félli mér betur það blað, en annað rit með líkri stefnu, er gefið var út samtímis. En þá hefi eg óefað verið vitrar1! maður, en þegar eg benti á ósann- inda frásögn kennimannsins um Scopes-málið. Viðvíkjandi þvi, að eg ritdæmi aðallega rangar orðmyndir, við- urkenni eg fyllilega miskunn- semi prestsins í garð þeirra, sem enga rækt bera til móðurmálsins, og sem hafa samkyns velþóknun á mál-bjögun og öðru “hrogna- máli”, sem G. Á. Þótt prestur- inn riti ekki sjálfur neitt sérlegt fyrirmyndar íslenzkt mál, myndu flestir búast við, að hinn æfði mentasmekkur myndi hneigjast meira til fagurfræðinnar í þessu efni, sem öðru. Eg geri ráð fyrir, í gegnum hulu vonarinnar, að séra G. Á. muni enn ferðast “á guðs vegum” um bygð þessa í sveita síns andlitis. Skyldi það vera mér gleðiefni, að e'iga þá vinsamlegt tal við hann um aðal-hugljúfsmál hans, rófu- ætternið. Ef hann hefir ein- hverjar sannanir hennar, í gegn um eigin rannsóknir, þ. e. eigin sannvissu, yrðu fáir fljótari en eg að “þrísta hönd hans” (ivestur- íslenzkt málbrigði) fyrir bragð- ið. Jórtur eftir ýmsum og ýms- um um þau efni, eru mér þegar að nokkru kunn og kemst eg af fyrst um sinn með það, án kost- bærrar viðbótar. Ef til vill eru mér og kunnir örfáir punktar, sem rófu-spekin vill fremur geyma á skuggsýnum stöðum. Eg *er öldungSs ekki sðmu skoðunar og presturinn (í "Svar- inu”) um að það sé heppilegra og fari betur, “að nota éitt orð í stað tveggja” — eitt óskylt orð í stað tveggja rétt þýddra orða, hvort heldur er við leyfi eða ann- að efni. Þess vegna ítreka eg það, að presturinn þýddi skakt— auðvitað þvert á móti venjulegri viðtekt, orðið ‘constitutional’. Ekki méira um það. Ef G. Á. heldur, að eg hafi fundið upp orðið hámentaskóli, þá fer þó fjarri að svo sé. Mætti hann vita, að svo er eigi, vegna þess, að nafnorð þetta hefir náð talsverðri hefð í nýju máli, sem sannar ekki gildi þess, heldur hitt, að það muni vera af lærð- um manni fyrst viðhaft. Stór-merkilegt má það virðast, að hér “harmónerar” þekkingar- skortur okkar G. Á. hvor við ann- an, svo lítt ber á milli: G. Á. seg- ist ekki vita hvað hámentaskól'i sé. Fyrst þegar eg sá þetta nafn- orð, taldi eg víst, að það ættti að tákna, að hér veittist mönnum kostur á að nema hin hærri vís- indi (en hver eru þau?), og áð að eins þeir, er í gegnum þá skóla slyppu, mættu teljast að iéttu lagi há-mentaðir. Og eg hugsaði tíl pilta og stúlkna innan slíkra veggja sem sólna, er skýin huldu. Svo leið og beið. Eg las ýmislegt í blöðum og ritum, sem gerði fremur lítið úr and- legri þekking lýðsins og yfir- standandi tíðar — alment. Þessi ritháttur var einu nafn’i nefndur “hærri kritík” og lofaði hún öllu fögru. “Innan lítils tíma, og enn innan lítils tima” átti að leiða mig og aðra mér vitrari í allan sann- leik, út úr efasemdum. Eg hlakk- aði til að bráðum rofaði til sóln- anna áðurnefndu. En svo fóru leikar, að skýin dreifðust ekki, sólirnar sá ekki, ljósið lýsti ekki, en út undan skýjabrúnum bentu ótal rófur út í bláinn. Þá kom efinn — bannaður efinn — aftur heim til mín. Eg fór að hugsa, að hér hefði hin hærri kritík “meikað misteik”, og að hámenta- skóli líklega þýddi mentaskóla með háum, ókleifum veggjum. Eg hafði líka orðið fyrir þvi óhappi, að kynnast einum eða tveimur há- mentuðum mönnum, útskrifuðum úr þesskyns byggingum, og skild- ist, að til myndu vera menn, er ekki höfðu farið lengra en í gegn um raið-skóla, eða jafnvel alþýðu- skóla (Iág-skóla?), að eg ekki segi menn, sem aldrei höfðu farið að heiman til náms, sem kynnu að vera þessum hámentamönnum jafnsnjallir í almennri þekkingu. Óefað voru þessir menn undan- tekning frá því almennasta; en þeir ollu samt þessum vonhvörf- um mínum. Ef til vill verður það hlutskifti fyrir lægri kritík að koma mér og öðrum fáfróðum ■mönnum í réttan skilning á þessu máli! Frétt hafði eg það, áður en ‘Svarið” kom, að G. Á. hefði ekki numið sin háu fræði að Cam- bridge. Hefði eg mátt muna það rétta í því efni ,ef eg hefði betur athugað minn gang. Um það leyti, er G. Á. sótti nám til Ev- rópu, mun það hafa verið, er Sir Oliver Lodge, í Cambridge, var svo “forstokkaður” að gefa það út í prent, að fræðigrein ein, sem kend er í “hámentaskólum”, þyng- arlögmálið, væri enn sem komið væri ósönnuð óskilin. Þá var hann og höfundur bókar nokkurrar um lítilf jörlegt efniOO “Life and Matter” (Líf og efni), o. fl. rita, sem vissir, lærðir íslendingar á- líta að beri vott um að maðurinn sé ekki með öllum mjalla. Það var því ekki von, að G. Á. slæpt- ist á þeim gresjum og öldungis óvíst hve Sir Oliver hefði verið fljótur að þvo könnu pokann eða huga nokkuð að drenghnokka frá Harvard. Lengra austur vissu menn pilt- ung þann, er únítarar hylla öðrum fremur og vitna til í fræðakrögg- um ýmsum. Heitir garmpur sá Ernst Haeckel, frægur fyrir stilli- lega(?) ritaða bók, er heitir “Riddles of the Universe”, þ. e.: Ráðgáta alheimsins. Hann hygg- ur sig að vera “Monist”, en Lodge segir í Life and Matter, að það sé nú eitthvað annað en svo sé. Hefir G. Á. ef til vill farið þang- að til að hjálpa Haeckel við ráðn- ingu þessarar litlu gátu. Þá gaus og upp um líkt tímabil fræðikerfi voðalega stór-merkilegt, sem nefndist “Einsteins Theory”. Sannfréttist þá fljótlega, að að- eins 12 menn í þessum okkar litla heimi væru svo há-mentaðir, að þeir gætu vitund botnað í djúpi þeirrar kenningar. 1 þessar áttir stefndu því hugir ungra há- mentunga. Er því ekki ótrúlegt, að G. Á. hafi skroppið þangað til að greiða karlinum, sem vanalega er nokkuð stríhærður, eftir mynd- um hans að dæma. En ekki er það G. Á. að kenna, að óhræsis prófossor nokkur, “fyrir sunnan línuna”, staðhæfir nýlega, að þessi Einsteins kenning (theory) sé bara einföld, vanaleg reikn- ingsskekkja. Ja, þvílíkt! að fara svona með þekkinguna! Þetta ættu “öll blöðin í Tennessee” að sjá um, að ekki vildi aftur til. “Hér á slóðum er mönnum ltyfilegt að aka í bifreiðum 15 mílur á kl.st. gegnum þorp; en það þarf ekkert leyfi til þess að aka 15 mílur á klukkustund. Það er að eins óleyfilegt að fara harð- ara,” segir G. Á. Þetta dæmi er voðalega þungt og afar-greinilegt! , fyllilega ráð- gáta nr. 2. Þess vegna skil eg dæmið öfugt við það, er G. Á. ætlar lesendum sínum, n.l. svona: þessi bifreiðalög |eru '“constitu- tion” þorpsins, sem allur um- ferðahraði götutækja verður að stjórnast í samræmi við. Við- aukl, slíkra fyrirmæla verður aukalög (by laws). “Akkúrat” það sem eg sagði um “constitu- tional” í Tennessee-sambandinu: Það þurfti ekkert leyfið! “Vill Jón halda því fram, að efnishyggja og breytiþróunar- kenning sé eitt og hið sama?” spyr G. Á. Til þess að hafa sem fæst orð um þetta mál — sem einnig er r.ýtt efni, — vil eg að eins spyrja prestinn annarar spurningar, hún er þessi og afar stutt: Drag þú línuna milli þessara tveggja (hugtaka eða hugtekta, og sýndu. okkur landamerkin. Eg hafði ekki ætlað mér að ræða til hlítar “evolution” hug- myndina! Svara því ekki stór- yrðum prestsins um “heimsku” og “þröngsýni’” allra, sem hafa kunna gagnstæða fskoðun sjálf- um honum. En eg tek það þó svo, að G. Á. sé þess full viss, að að eg trúi engu í “evolutions”- kenningunni vegna þess, að eg felli mig ekki við ósanna sögu hans um málalokin syðra. Hann um það. Ef maður neitar ekki öllu í breytiþróunarmálinu, þá er svipað því ætlast sé til, að hver þvættingur og rangfærsla, sem flutt er af lærðum manni, jafn- vel um dómsfall í þágu “Funda- mentalista”, sé gleyptur sem ó- hrekjandi sannindi. Hver sem afstaða mín kann að vera gagnvart breytiþróuninni yf- irleitt, hefi eg enga hvöt til að rengja ættfræði prestsins að því leyti, er hann sjálfan snertir. Hver sem lítur hann augum, ætti að geta séð “ættarmerkin” og hvert þau benda, þótt æfinlega sé vissast að leysa gátuna á annan hátt, t.a.m. með að mæla vissa parta bakhlutans. “Jón klikkir út með því að segja, að þó að skoðun “funda- mentalistanna” væri röng, sann- aði það ekki, að breytiþróunar- kenningi væri rétt.” “Mér þykir ekki ólíklegt, að Jón hafi ef til vill e'inhvern tíma gluggað eitthvað í rökfræði, og sé svo, mun hann kannast við, að þegar um tvær alveg andstæðar skoðanir er að ræða, verður önn- ur að vera rétt, ef hin er röng,” segir G. Á. enn fremur. Eg held eg skilji þetta hér um bil, þótt eg hafi ekki “gluggað í” rökfræði. Úrlausnin verður þá svona: Ef tveir menn flytja andstæðar lygar, og önnur þéirra sannast að vera röng, þá er hin lygin orðin að sannleika. Setningin er, eins og presturinn veit, afturhneigileg (ireversible, or retroactive), og má þá snúast við, setjast fram á fleiri en einn veg. Tökum annað dæmi, sem sýnir hvað presturinn er “réttur” og eg “rangur”: Pétur segir, að Hákon sé versti maður jarðríkis. Páll segir, að betri dreng en Hákon sé hvergi að finna. Almenningur trúði ekki Páli, svo eftir hugsanafræði G. Á. var álit Péturs rétt. Löngu síðar staðhæfði Gissur, að Hákon væri “rétt í ttieðallagi, svona eins og fólk gerðist flest.” Hér eru held eg þrjár sjálfstæðar skoðanir um sama efni, sem presturinn kveður ómögulegar. En skýringin er ekki búin enn! Með almenningsdómnum varð staðhæfing Péturs rétt. Hún varð að trú. Ákvæði Páls varð við sömu rökleiðslu að lýgi. Það varð neikvæð trú. Fullyrðing Gissurar kom á sínum tíma eins og breytiþróunarkenning úr suð- urvegum og segir, að bæði Pétur og Páll ljúgi. En örlög hans stað- hæfinga eru ókunn, vegna þess að samkvæmt kenningu G. Á. geta ekki verið þrjár skoðanir á einum hlut, og ef skoðanirnar eru tvær, nógu gagn ólíkar, þá er önnur áreiðanlega rétt. Svo er nú það! Til allrar ólukku er dæmið ekki enn fullskýrt. Hvorki Pétur né Páll þektu alla menn svo, að þeir gætu, jafnvel ef þeir voru allir af vilja gerðir, borið manninn saman við alla aðra og gefið rétt- an úrskurð. Þá skorti gögn til að meta eftir. Alveg eins stóð á fyrir Gissuri. Hann gizkaði líka á manngildi Hákonar, en hafði ekkert til að byggja á úrlausn sína, nema reikning meðaltalsins, sem ekki var heldur óyggjand’i. íhugi maður kenningu “funda- mentalista”, kemst maður fljótt að því, að hugmyndir þeirra allra eru ekki allar eins. Upprunahug- myndin (philosophy of exist- ence?) meðal “evolutionista” er ekki heldur fastákveðin: Upp- runa orsökin enn ófundin. Fun- damentalistar eru á einu máli um það, að vera, sem á íslenzku hefir lengst af kölluð verið guð, en sem fínni menn nútímans, þeir er bet- ur kunna sig(!), kalla Jave, sé höfundur þektrar tilveru, þrátt fyrir það, þótt persónuleiki guðs birtist hugsjónum manna sem nokkuð mis-líkar myndir. . Þessa hugsjónavissu eiga. ekki sjáanlega sumir “evoiutionist- ar”. “Materialsmusinn” hefir talið þeim trú hendingarinnar. Þeir hafa ekki séð, ekki þreifað á guði né heyrt rödd hans á stræt- um né götuhornum; eru því hvergi nærri vissir um tilveru hans, og — “vantar” ekki að saka hann um tilhögun tilverunnar, eins að- finnanleg og hún er! Kenning Fundamentalista seg- ir G. Á. að sé heldur bágborin: “Sannleikurinn er sú, eins og Jón veit, að ummæli þeirra margra um þá menn, sem eru að bæta við þekkingarforða okkar, eru svo gifurleg og heimskuleg, að það er blátt áfram ómögulegt að bera virðingu fyrir þeim”, o.s.frv. En séu þessi lipru ummæli prestsins alveg sönn, og sé þó ekki fyrsta upprunastig tilver- unnar fastákveðið að eins á einn veg meðal “evolutionista”, þá skilst mér að hér sé um fleiri en tvær, gagn-ólíkar skoðanir að ræða, sem því hafa allmikil áhrif á dómsákvæðið. Og orðbragðið skilst mér að sé talið “rétt að vera” að borgist í sömu mynt Kemur þar til greina þessi yfir- göfuga siðfræði, sem Únitarar hampa gjarnan, sem einka tign síns flokks. Af því það eru þau lifand’i ó- sköp, sem við G. Á. fleiri vita, þá er það eðlilegt, að minnið glopri úr sér ýmsu með köflum, sem okkur er þó að fullu kunnugt. Það, í “evolution” kenningunni, meðal margs annars, sem við G. Á. aldrei gleymum, er það, að “evolution”, sem þýtt hefir verið á íslenzku með “breytiþróun”, þýðir alls ekki, að tilvern sé öll að breytast til bóta. í nafnorð- inu breytiþróun felst enginn bati, að eins vöxtur, áframhald af breytingu (þ. e. þróun breytieðl- isins). Þess vegna er það og, að G. Á. og aðr’ir góðir og gildir breytiþró- endur, ræða oft um kynsókn manna til apa, með saknaðarblæ á frásögninni, vegna þeirra kyn- glpa, sem aparnir urðu fyrir, þegar þeir urðu mannlegir ætt- lerar, féllu úr sínu tilverugildi niður í manndýr tvífættra þjóða, með öðrum orðum: the de- generation of the monkeys”. Kem- ur hér í ljós ættfeðraástin á hjart- næma vísu. Séra G. Á. hefir, mér v'itanlega, ekki lagt ýkja hart á sig við að “bæta við þekkingarforða okkar” í öðrum efnum en þessu, falli ap- anna. Þar er hann í sínu stóra essi, enda er það prestleg skylda umfram alt, að benda á og kenna hin þýðingardýpstu sáluhjálpar- atriði og gefa inn sem stærsta skamta af veigamesta “aqua vite” sem sálarfræðileg þekking hans veit um, gegn timanlegri og óefað eilífri afturför, sem er orðin ó- hræsis mannkyninu að vondum vana. f upphafi máls síns í “Svarinu” segir G.Á. að eg “fetti fingur út í smámuní” “í ofurmeinlausri frá- sögn” eftir sig um Scopes-málið. Frásögnin er ekki algerlega meinlaus. Ber tvent til þess ,ser- staklega. f fyrsta lagi er það ekki siðfræðislega meinlaust, að segja skakt frá neinum þýðingar- m’iklum málalokum, en sérstak- lega, í öðru lagi, er það fjarri því að vera meinlaust presti, að segja skakt frá málum, sem öllum er innan handar að rannsaka. Það getur ollað grun hjá vantrúuðum lýð, um það, að enn minni líkur séu til að það, er hinn sami sögu- maður kennir um málefni, sem jafnvel hann sjálfur ef til vill ve'it ekki nema sem sögusögn annara, og sem þó er aðal kenn- ingarleiðin til eilífrar sælu eða— auðnar, sé algerlega ábyggilegt. Ekkert er kennimanni meira til vegs og sæmdar en það, að vera viðurkendur sem ábyggilegur í öllum greinum. “Endaloka” eg svo þessum fáu orðum, og geri naumast ráð fyrir að bæta þar frekar við. Siðasta orðið í málum þykir mörgum sig- urs ígildi, og gef eg því prestin- um það tækifæri með vinsemd. Fús er eg þó til að ræða við hann, innan takmarka, mál sem mér finst eg skilja vitund í, ef honum er sama þótt hann riti sem kurteis maður, og sleppir allri “lúsaleit”, og heldur sér þar að auki við efnið eins og góðu prestarnir — jafnvel þótt það kynni að útheimta talsverða “sparðatínslu” í röksemdakirnum hans og annara breyt'iþróaðra há- mentunga. Til þess að forða G. Á. frá ein- um sérstökum misskilningi, skal því hér tekið skýrt fram, að eg hefi ekki neitt að segja yfirleitt gegn lærðum mönnum vegna þesr að þeir eru 1 æ r ð i r. Eg hefi þekt og þekki marga ágæta lærða menn, sem eru sómi sins sér- flokks og þjóðar sinnar í heild. En eg þekki of-marga skussa líka, sem þó voru skarpir námsmenn. Mér skilst, að eg geti “gluggað” það út úr hversdaglslegi “rök- fræði”, að sumir menn gangi skólaleiðina að eins til þess að verða lærðir, en líka nokkrir til þess, að verða nýtir menn i eina átt eða aðra. Þess vegna hættir hinum fyrnefndu við að mislukk- ast, en hinum síðari verður virð- ing og ást umheimsins að hlut- skifti, — eðlileg afleiðing af or- sök, að eg hygg. Fornleifarannsóknir Itala. « Hlér í blaðinu var sagt frá því fyrir nokkru, að Italir hefði ákveð- ið að láta grafa upp forna róm- verska bæinn Herkulanum. Og gera menn sér miklar vonir um, að með þeirri rannsókn fáist mikil og margháttuð þekking á lífi og menningu Rómverja hinna fornu, því sagnir segja, að Herkulanum væri mikil menningarborg. Var byrjað á fornleifagreftrinum 21. apríl siðastliðinn. En ítalir ætla ekki að láta stað- ar numið við Herkulanum einan. Nú nýlega hefir Mussolini gefið til kynna í ræðu, og er þegar hafinn 'undirbúningur til að framkvæma það, að reynt verði að ná upp úr Nemi-vatninu skipum Tiberiusar keisara, sem þar fóru i botninn i fornökl. j Sagnir segja. að skipin hafi ver- i ib tvö, og þóttu sannkölluð æfin- I týraskip. Voru þau ferlíki hin ; mestu að stærð, og bygð úr geysi- j dýru efni, ágætasta tré, sem þá var j þekt, dýrum málmum og marmara.^ j Voru á þeim skemtigarðar, leikvell- i ir, leikhús og annað því líkt, svo I sem á landi væri. Á þessum æfin- týraskipum hélt keisari veislur sín- ar á Nemi-vatninu. En sagan segir jafnframt, að skipin hafi sokkið í skaut vatnsins. Og síðan hafa sagnfræðingar, jarð- fræðingar og skáld skrifað margt um hint fólgnu fjársjóði. Nemi- vatnið hefir orðið að töfravatninu, umlukt sögnum og æfintýrum, og sungið lof af skáldum allra alda. Á síðastliðinni öld hepnaöist ítölskum jarðfræðingum að ná upp hluta af þessum skipum, og mátti nokkuð af þeim brotum ráða, hvenig skipin höfðu verið. V°ru stefnin prýdd ljóna- eða úlfahöfð- um, og landfestahringir, — mjög skrautlegir —náðust. V ar alt þetta látið á Terma-safnið i Rórwaborg. En svo stöðvaðist verkið. að sumu leyti vegna þess, að landeig- andi og tákið hófu málarekstur út af því, hver ætti skipin, ef þau næðust, og að sumu leyti af pen- ingaskorti. En nú á að hefjast handa að nýju. ítalir ætla sér að lyfta skip- unum úr skauti vatnsins. Hefir Mussolini kunngjört þetta, eins og áður er á drepiö, um sama leyti og hann var gerður heiðursmeðlimur í sögulega vísindafélaginu Societa Romana di Storia Patria. Nefnd ein, sem hefir haft málið til meðferðar um eins árs skeið, hefir nú komið fram með full- komna starfsáætlun, og hefir ítalska stjórnin samþykt hana. Tilætlunin er að grafa skurð úr Nemi-vatninu í Albano-vatnið og veita þangað vatninu þar til ekki er nema 20 metra dýpri t Nemi-vatn inu, og byrja síðan af lyfta skip- unum. Búist er við, að verkið standi yf- ir 1% ár, og muni kosta 8 miljónir líra. —Mbl. f t f f f f f f ❖ f f f f f f f ❖ ♦ 1 Því meir sem þú hefir saman við Hveitisamlagið að sœlda, meir berð þú úr býtum. Umboðsmenn skýra frá því, að fjöldi nýrra meðlima sé að bætast við Hveitisamlagið í öllum Sléttufylkjunum, og allir eldri meðlimir endurnýji samninga sína. Samt eru fáeinir menn í flestum sveitum, sem enn standa utan við Samlagið. Hjá ýmsum þeirra veldur af- vegaleiddur metnaður, og þeir vilja ekki kannast við, að þeir’hafi gert rangt í fyrstunni, að vilja ekki ganga í þennan félagsskap; aðrir viðurkenna kosti Samlagsins, en halda að þeir geti sjálfir hagnast á því, að selja hveiti sitt til óvina Samlagsins. Eins og oft hefir verið tekið fram, þá stafar Samlaginu mest hætta af því hveiti, sem sá ‘ bóndi hefir yfir að ráða, sem ekki tilheyrir Samlaginu. Það fyllir markaðinn fyrri part haustsins og hefir mikil áhrif í því að haldaniðri verðinu þangað til það er selt. Þetta veldur því,_ að verðið er óábyggilegt og miklum breytingum háð í október, nóvember og desem- bei’, meðan á því stendr að selja það. Allir þeir, sam Samlaginu tilheyra, ættu að leiða nágrönnum sínum, sem *ekUi tilheyra þ\ú, það fyrir sjónir kurteislega og vinsamlega, að það sé öllum bændum fyrir beztu, að Sam- lagið selji alt hveiti. Hveitisamlagið heldur áfram og það er öllum meðlimum þess og allri Vestur-Canada fyrir beztu, að það selji alt hveiti, sem framleit er í landinu. Árið sem leið varð kostnaður Canada Hveitisamlagsins hér um .bil einn fimti hluti úr eenti á hvert bushel hveitis, en kostnaðurinn í fylkjunum hálft cent á livert bushel. Það að kostnaðurinn er svona afar lítill, kemur aðallega til af því, hve afar mikið hveiti Samlagið hefir að selja, og því hefir kostnaðurinn orðið tiltölulega svo lítill. Hér um bil allir bændur, sem ekki tilhevra Hveitisamlaginu, viðurkenna, að það hafi vefið og sé þeim til hagsmuna. Það er því ekki nema sanngjarnt að ætlast til þess, að þeir einnig hjálpi því, sjálfum sér og stéttarbræðrum sínum, með því að gerast meðlimir Hveiti- samlagsins. þv Manitoba Wheat Pool, , Winnipeg, Man. Saskatchewan Wheat Pool, Regina, Sask. Alberta Wheat Pool Calgary, Alta. 4 '4 f T T T T T T T T f f f f f f f f f f f v f f f f f f f f f V *l**X**t**t**t**t**t**t**t**t^*t**t^*t**t**t^*t**t**t^*t**t^*t**t**t**t**t^*t^*t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t**t*K**t**t**t**t**t**t**t**t**t*

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.