Lögberg - 17.11.1927, Page 6
Bls. «
ívOGTTERG. FIMTUDAGINN
17. NÓVEMBER 1927.
Dóttir sjávarins.
Eftir
JOHANE SCHÖRRING.
Sagan. er í þrem þáttum: 1. Filia Maris.
2. Berg læknir. 3. Melania Yerent.
“Halló!” hrópaði hann glaðlega á eftir
þeim, þegar þau gengu fram hjá garðinum,
“kæfið ykkur ekki í Klukkutjörninni, gangið
kringum hana, ekki yfir hana.”
Filia roðnaði. Storm gai ekki varist því að
hlæja dálítið, sem gerði hana enn vandræða-
legri.
“Enið þér reiðar við þessa Klukkutjörn? ”
spurði hann.
“Ekki nú orðið,” svaraði hún og leit á hann.
Nú var það hann, sem fékk dökkrauðar kinn-
ar og augu hans horfðu á hana, eins og hann
vildi lesa allar hugsanir hennar.
Löngun hans og gætni áttu í hörðu stríði.
Sú fyrri vildi strevma yfir hakka sína og
gefa henni allan auð sinn, en liin varaði við því
og sagði:
“Gtef þú henni tíma til umhugsunar, það má
ekki koma henni að óvörum, þá missir þú
hana.”
Hraði andardrátturinn og gljáandi augun,
sögðu nógu vel frá hugsanastríði hans; en FiTiu
datt ekki í hug að líta á hann. Hún hafði svo
mikið að hugsa um.
Áður en þau varði, voru þau kom:n að tjörn-
inni. Prófessorinn var búinn að jafna sig svd
vel, að hann gat sagt nokkurn veginn rólega:
“Ungfrú Sidonius! Minnist þess, að eg hefi
blot'ð það sem arf eftir vin vðar, að vaka yfir
vður. Þessari heimild sleppi eg aldrei, nema
þér neitið henni.^ og það megið þér aldrei gera,
viljið þér gera það?”
“Það held eg ekki,” svaraði hún ástiíðlega,
“og eg er yður þakklát, ef þér viljið muna eft-
ir mér. ’ ’
“Muna eftir vður,” svaraði hann með þess-
um háðska raddhreim, sem hann ávalt notaði til
að dvlja með geðshræring sína, “já, það held
eg að eg megi lofa vður. ”
“Nær farið þér héðan?” spurði Filia ekki
alveg kvíðalaust.
“1 kvöld. Viljið þér þá geyma myndina
mína, sem er hjá lækninum?”
“Það verðið þér og læknirinn að afráða,”
svaraði Filia.
“Eruð þér hraeddar við að eiga að þakka
mér fyrir nokkurn hlut?” spurði hann beiskju-
lega.
“Nei, alls ekki, en :--—”
“En,” endurtók hann, “þér viljið þó helzt
ekki þurfa þess. ”
“Nei — eg mælist til þess, að hún megi vera
kyr.” sagði hún og leit til hans bænaraugum.
Það var ekki mögulegt að veita þessari sýn
mótstöðu.
Hann tók, eins og einu sinni við tjörnina,
sólhlífina hennar til hliðar, stöðvaði hana,
greip hendi hennar og þrýsti hana innilega.
“Já, hún má vera, hún skal vera kyr, hún
þarf ekki að vera á svmingunni. Það er ekki
svo áríðandi. Þér getið gert við hana, hvað
sem þér viljið, átt hana, ef þér að eins viljið
élska hana, af því hún er orðin mér svo kær. Og
verið þér nú sælar í þetta skifti. Eg kem bráð-
um aftur að sjá yður, máske heyrið þér frá mér
áður. Afsakið, að eg fylgi vður ekki lengra, eg
get það ekiki.”
“Hann kvaddi hana með handarveifun,
sneri sér við og fór.
Hún hélt áfram hugsandi og settist svo á
rótarstofn.
Þegar hann var horfinn, studdi hún hönd
undir kinn og endurkallaði alla viðburði þessa
dags í huga sinn, og þeir voru margir og á-
nægjulegir.
Það endurómaði í huga hennar: “Hún er
orðin mér svo kær! ’ ’
“Hún er orðin mér svo kær!” Þetta var
söngur, sem áður hafði ómað fyrir eyrum henn-
ar og var þagnaður,, en kom nú aftur með ein-
kennilegu valdi. Hann hefði þó aldrei komið
aftur, ef dauðinn hefði ekki tekið hennar kæra
vin burt, um það var hún sannfærð.
Nú kom hann vingjarnlegur, vankár, lagði
mjúka .blæju yfir sorg hennar og talaði hugg-
andi um söknuð hennar, skvldi hann seinna
meir geta vakið ánægju og vellíðan?
Eða var þetta ótrygð gegn hinum framliðna?
Nei, það var arfur, sem hinn dáni hafði bent
á og vísað' til á síðasta augnabliki lífs síns.
En sú blessun, að þeir skyldi hafa kynst og
lært að elska hvorn annan.
Það sté nú upp eins og sól í huga hennar,
að prófessor Storm var sá eini maður á jörð-
inni, sem hún igat átt ánægjulegt heimili hiá.
Nú varð henni fyrst Ijóst, hvernig hún hafði
talað við hann þenna dag.
Hann hlaut að hafa séð alla þræðina í huera
hennar. já, leyndarmál hennar, ástina. Og öllu
þessu tók hann með óviðjafnanlegri ástúð.
Gat nú nokkur maður eins vel og hann, tek-
ið þátt í endurminningum hennar, huggað hana
og umborið með henni?
Gat noikkur elskað hana meira en hann, sem
farið hafði til bernskuheimilis hennar, hafði
kynt, sér ait, og málað alt svo töfrandi í þessari
snildarlegu mvnd, sem gevmd var í húsi lækn-
isins.
“Ger;ð þér við hana hvað sem bér viljið,
eigið hana!” Þetta snildarverk. Henni fanst
hún vera svo lítil í samanburði við hann, og
írat ekki skilið að hann skvldi elska hana.
Þetta er eflaust bezta merki sannrar ástar hjá
kvenmann’num, þes”ar þessi huersun kemur
fram í fylkingabrjóst tilfinninganna. Tárin
ultu ofan kinnar hennar eins og hrassandi
morgundögg, og að eins trén og fuglamir
lieyrðu bænarorð hennar.
Henni fanst húh nú ekki vera yfirgefin.
Hverjum finst það, sem er ríkur af ást?
“ Aldrei hefi eg verið eins ánægð og nú, minn
kæri Frans!” sagði frú Möhl fyrri hluta dags
við mann sinn, undir lok vetrarins, sex mánuð-
um eftir burtför professor Storms. “Hún er
svo indæl hún Ebba litla Krog. Og eg get ekki
hugsað mér neitt jafn yndislegt, en að hafa
hana og hina fögru, elskulegu Filiu, alt af í
kringum okkur.”
“Eg skal segja þér, að eg skoða það sem
eins ikonar furðuverk, að við höfum Filiu enn
þá,” svaraði skógvörðurinn, “þú ættir bara að
vita, hve margir hafa og hve oft eg hefi verið
beðinn um, að menn mættu koma hingað, til
þeás að þeim gæfist kostur á að sjá og tala við
hana. Eg skil einu sinni ekki læknirinn, þenna
gamla mann, er hann líka orðinn brjálaður,
eips og hann eltir og hringsnýst um hana.”
Uyrnar opnuðust og Filia kom inn, ásamt
yngri dóttur séra Krogs. Þær vom báðar í
sorgarbúningum, en komu sér vel saman, var
auðvelt að sjá.
Það var líka eins og sólin hækkaði á lofti,
þegar Filia kom inn.
Hún var í sínum fegursta blóma, en hafði,
eins og vant var, þó hún sýndist andlega heil-
brigð, ]>etta viðfeldna, angurværa “Mignonsút-
lit”; þó hún væri með kátasta móti, gægðist það
alt af út hjá henni.
Þessi svipur orsakaði það ált af, enn meira
en fegurð hennar og alúð, að tekið yrði eftir
henni meðal þúsunda, eins og eitthvað sérstakt,
undailoga aðlaðandi.
Sólin sendi hlýja og bjarta geisla inn til
þessarar fjölskyldu, eins og hún boðaði komu
vorsins.
Það var svo unaðsríkt að sjá þá kæti, sem
fluzt hafði inn í húsið með litlu stúlkunni.
Mo^ sorglausri glevmsku smábarnanna
hoppaði Ebba um kring eins og fugl frá einum
til annars, eins og hiín hefði aldroi átt annars
staðar heima, og aldrei átt annan föður og móð-
ur en Frans og Kamillu Möhl. Sorgin sezt að
hjá mönnum á seinni áram, hún vill fyrst og
fremst vera skilin.
Filiu þótti vænt um að horfa á glaða leikinn
hennar Ebbu; en hin hreyfingargjama efri vör
titraði stundum, eins og vant var, þegar hún
varð glöikk í huga; máske hefir hún hugsað sér
einhvern samöfjnuð.
Sólin skein þangað inn svo blessunarlega,
eins osr hún segði fyrir um góða daga. (
“Ó, eg verð að fara út,” sagði Filia, eins og
stofan væri orðin henni of þröng, “að eins
hérna niður að skóginum og líta nýja bramið!
Það er komið sumar. Eg skal ekki vanrækja
að koma til morgunverðar.”
Hún hljóp út til þess að fara í vfirhöfn
sína.
Litlu síðar gekk hún fram hjá glugganum
yfir garðinn á leið til skógarins.
Á þessum síðast liðnu sex mánuðum var
hún búin að jafna sig og orðin róleg, á þann
hátt, að nú gat hún horft á liðna tímann með
glöggri sjón, og séð, að bað som skeð hafði,
hlaut að vera gott, þó hún skildi ekki til hlítar
hvers vegna.
Hugur hennar var þrunginn af mörírum og
góðum endurminnmmm, og aldrei vildi hún
gleyma sínum framliðna vin; en hún hafði tam-
ið sér að hugsa um hann með þakklæti. fvrir
alla þá ást og vinsemd, sem hann hafði veitt
henui. moðan augu hennar sáu nokkuð á þess-
ari jörð.
Rtundum kom að sönnu endurminning með
eldingarhraða, sem olli henni afar sárrar sorg-
ar, þegar orðin: “Aldrei oftar” ómuðu gegn-
um óviðbúnar hugsanir hennar. En þegar hún
var búin að gráta — og hver er sá, sem ekki
hef;r eina eða aðra sorg. sem verður að devða
moð gráti — svo kom vonin moð sitt kæra: “ Við
sjáumst aftur”, og huggaði hana á nv,
Og á eftir þvf hliómaði fvrir eyram henn-
ar: “Hún er orðin mér svo kær!”, sem hugg-
aði hana og gladdi svo mniloga og kondi hehni
“að gráta með hægð vfir framliðnum”, og að
líta á ókominn dag með von og trausti.
Nú var hún komin að litla rótarstofninum
í skóo-inum, hann hafði nú sína sögu eins og
tjörnin.
“0. og vildi að bann kæmi nú einhveru tíma,
nú vildi og fengin bevra hann sogja: “Hnn er
orð?n mér svo kær!” — Það hefir hann alt af
sagt,?”
Og svn fór hún nú að hugsa um þetta úr-
lausnarefni á ýmsan hátt.
“Að hugsa .sér. ef hann segði nú: “Þú ert
orðin mér svo kær! Það ómaði öðru vísi! Já,
það ómaði alt öðru vísi!—”
“En — ef bann kæmi nú aldrei aftnr, segði
þett.a a'Idrei oftar og litist ekkj oftar vel á mig!
Það vrði bó hræðilegt! Hvað kæmi svo? — já,
hvað kæmi svo?---------------
Og bvors vegna getur honum annars litist
vol á mig? — Hann. .sem befir sfna fogurð, sfna
sönnu fegurð í öllum löndum — er alstaðar
nafnfrægur!
ó. ef þétta væri nú að eins — rugl alt saman.
Hann sagði mér á bessum stað. að hann kæmi
bráðum, og, að og heyrði máske frá honum áð-
ur on hann kæmi.
Læknirinn, sem nú er vinur okkar, segir
aldrei noitt, hvernig sem eg þreifa mig fyrir
hjá honum.
Ó. of hann kæmi nú aldrei aftur — vrði í
fjarlægð — af fn'álsum vilia! Það væri alt
annað, en að verða að deyja, án þess að vilja
það------
ó iá, það væri alt annað.
Hún grét.
Pósturinn kom gangandi eftir hallarstígn-
um.
Þegar hann sá Filiu, hélt hann bréfi á lofti.
Alt hringsnerist í huga hennar.
Hún tók við bréfinu og opnaði það, en-----
Það var frá lækninum og hljóðaði þannig:
“Kæra Filia Mignon!
Þar eð veðrið er svo indælt, bið eg yður að
finna mig kl. 11 við tjömina. Eg verð að tala
við yður. Setjið yður ekki niður úti. Vorið
er enn að eins nýbyrjað. Eg er jafn stundvís
og tíminn.
“Yðar gamli elskhugi,
V. Berg.”
“Þetta er þó undarlegt,” sagði hún. “En
klukkan er ekki ellefu, eg skil þetta ekki, hvað
getur það verið!”
Hún flýtti sér aftur til tjarnarinnar.
Hún lá eins og spegill fyrir framan hana,
og henni fanst eins og hún hrópaði til hennar
sigri hrósandi:
“Eg er líka honum svo kær, svo kær!”
Hringinn í kring um hana hreyfðust grænu
stráin, og hér og hvar vottaði fyrir litlum
blómum.
“Hér er þó indælt!” hrópaði hún himinglöð,
“rrráske læknirinn ætli að tala um hann.”
Hún ætlaði að tína blóm handa honum,
þangað til hann kæmi. Honum þótti vænt um
blóm. Nfí þekti hún fegurðarsmekk hans og
hann sjálfan svo vel.
Hún og Ebba litla Krog, höfðu heimsótt
hann og myndina alloft í vetur.
Og þegar þau höfðu verið alein, hafði hann
alt af talað um mvndina, sem hennar eign, öðr-
um var bað dulið; en Storm hlaut þá að hafa
sagt honum þetta siálfur.
Með hverju átti hún nú að binda þessi blóm?
Ó, hún gat notað ræmu af hálsklútnum sínum.
Hún átti svo annríkt við að binda lvkkju á
þessa litlu silkiræmu, að hún gleymdi að líta og
hlusta eft'r öðra.
Jæja, loksins! en það var erfitt! — og hún
leit upp mjög ánægð.
Dreymdi hana?
Fyrir framan hana stóð — ekki gamli lækn-
irinn, en hinn konunglegi maður sjálfur í
svörtu flauelskápunni, prófessor Storm.
“Filia, kæra, elskaða Filia, nú get eg ekki
beðið lengur!” Og svo rétti hann hendumar á
móti henni.
Án þess að hugsa sig um eitt augnablik,
flaug hún í faðm hans.
Þetta var margreynd ást.
Skáldið á ekki nógu þýðingarmikil orð fyrir
ástarinnar gæfuríku, mállausu augnablik, og
því síður söguritarinn.
Hið fullkopma — og hvað er fullkomnara í
manninum en ástin — getur að eins fundist,
skilist, en er ólýsanlegt, hin sárasta og þyngsta
sorg er líka þögul.
“Að hugsa sér, að þú ert loksins orðin mín,
að eg á þig, að eg missi þig aldrei á þessari
jörðu,” sagði Storm yfirburða kátur, þegar
hann var búinn að átta sig svo vel, að hann gat
talað við hana.
“Hverju á eg að bæta við?” sagði hún á-
nægð og rjóð í kinnum, “það er eflaust enn þá
undarlegra, að eg þori að segja hið sama við
þig.”
“Mignon, Mignon, — já, það er þitt rétta
nafn—”
“Standið kyr, þið þarna yfir frá! Hvað sé
eg?” hrópaði rödd læknisins yfir tjörnina,
hermandi eftir fvrstu samfundum við Klukku-
tjörnina, þegar Filia stóð í vatninu í hné.
“Þetta er dálaglegt, ungfrú. Eg, gamall og
áreiðanlegur elskhugi, bið yður að mæta mér
hér, kem og finn yður í faðmi annars þorpara.
Hvernig ætlið þér að afsaka yður, hr. minn, þér
eruð ekki að hika við áformin!”
“Þú góði, gamli, tryggi vinur!” sagði Storrn
og faðmaði hann að sér, “já, þú ættir bara að
vita það. Filia, hvernig hann hefir huggað mig
og haldið vonum mínum lifandi þetta langa
ár.”
Filia gekk til hans og tók ástúðlega um háls
hans, en talað gat hún ekki.
“jáðu nú, hvernig hún hagar sér. Já, er
það ekki eins og eg hefi sagt, það er enginn end-
ir á þeirra dekurbrögðum, ” sagði læknirinn,
naumast fær um að halda táranum kyrrum.
“Nú verð eg auðvitað að taka að mér hlut-
verk föðursins.”
Sjaldan hefir sólin skinið niður á þrjár
gæfuríkari manneskjur.
Lækninum fanst enns og eitthvað bráðnaði
innan í brjósti hans.
“Eg er glaður yfir því, að eg er sextíu og
sex ára, mín kæra, litla Mignon, annars má
hamingjan vita, hvort eg hefði gengið ósærður
af hólmi. Lánið mér nú handlegg yðar í fimm
mínútur,” sagði hann hreykinn, “svo geng eg
inn til skógvarðarins og kynni yður sem heit-
mey mína, mig langar til að gera þau alveg
hissa.”
“Já, en eg verð samferða,” sagði Storm.
“Nei, alls ekki, það eyðileggur alt!” sagði
Berg læknir.
“Nú, jæja, þú skalt fá hana í fimm mínút-
ur, eg stend með úrið í hendinni, þetta er mikil
fórn af mér, tak þú hana þá,” sasrði Storm og
kvsti hana, eins ng hún væri að leggja upp í
lansrferð.
Læknirinn brosti kesknislega framan í
Storm.
“Ó, hamingjan góða, hvað sé eg!” sagði
Frans í garðstofudyrunum, sem höfðu verið
opnaðar til að koma Filiu á óvart, sem þau
höfðu beðið eftir meira en eina stund. “Kam-
illa, komdu! Filia kemur og leiðir læknirinn,
og hann er að því kpminn að kyssa hana.”
Kamilla klappaði saman höndum.
“Nei, þett er sannarlega brjálsemi, þetta
má ekki eiga sér stað! Hvað hefir stúlkan gert
af skynsemi sinni, og hann — gamli maðurinn,
er hann orðinn brjálaður?”
Læknirinn gekk inn með látæði ástfangins
manns, og lét sem hann læki fyrst eftir Möhl og
Kamillu þegar hann var kominn inn.
“Má eg kynna yður” — hann vissi næstum
eklki hvað hann átti að segja — “konu mína?”
Filia varð eldrauð af skelfingu og varðveitti
einmitt með því ímyndaðan sannleika þessarar
sýnar.
“Já,” bætti læknirinn við, þegar hann sá,
að þau voru ekki fær um að tala sökum undrun-
ar — “beina leið frá skógarkirkjunni og hing-
að, ef þið hafið beðið eftir okkur. ”
“Já, yður biðum við raunar ekki eftir,”
svaraði Kamilla, sem nú gat aftur talað; “það
er einkennilegt, að Filia skuli ekki hafa sagt
okkur jafn markverðan atburð—”
Kamilla gat ekki sagt meira, því inn kom
prófessorinn og greip Fi'liu í faðm sinn.
Nú gall við hávært siguróp og hamingju-
óskir.
Að þessum brúðguma var alls ekkert að
finna.
Tveim mánuðum eftir þetta var brúðkaup
á skógvarðarheimilinu; alt geislaði í hásumar-
dagsins hlýjandi ljóshafi.
Litlu, foreldralausu stúlkurnar voru brúð-
armeyjar Filiu, og Lars Krog leiddi brúður-
ina að altarinu.
Læknirinn og Storm höfðu beðið alla skírn-
arvottana að vera til staðar, en þeir gátu að
eins fengið Lars Krog til að koma. Hinir á-
litu sig of lítilfjörlega til að njóta slíks heið-
urs.
Þegar búið var að drekka hinar vanalegu
skálar, stóð .brúðguinn upp og ávarpaði Lars
Krog, svo tárin runnu niður kinnar allra við-
staddra.
Hann tjáði honum og hinum fjórum þakk-
læti sitt, mintist á lífsbaráttu þeirra þar vestur
frá, eins og hann hafði sjálfur séð hana, og
endaði með þessum orðum:
“Enn þá einu sinni mitt innilegasta þakk-
læti fjrrir perluna, sem þið ve'dduð handa mér
frá hinu æðisgegna hafi. Lítið þér á hana, og
segið þeim þarna heima, ef þér megnið það, hve
indæl hún er. 1 dag hefi eg leyfi til að tala um
yndi hennar, á morgun getur mannfélagið sagt
mér frá því; eg er í skuld við yður, Lars Krog,
og hina björgunarmenn hennar, og verð það
alla æfi mína.”
“Ágætt,” sagði læknirinn.
Litlu síðar stóð hann upp, segjandi:
“Filia Maris er nú í þeim réttu höndum, hiin
er komin í góða höfn, og nú skulum við, að
gamalla feðra sið, tæma einn minnisbikar fyr-
ir þá, sem sofnaðir eru lítilli stundu á undan
okkur.”
1 gegn um sín talandi, fljótandi augu, sendi
Filia lækninum innilegt þakklæti. Hann hafði
talað eins og hún hugsaði.
Glösin voru tæmd með hinum ástúðlegustu
tilfinningum og sæluríkum vonum fyrir nýju
hjónin.
Það voru göfug og eðallynd hjón.
“Nú ferðast hún með mér í heilt ár,” sagði
Storm, þegar staðið var upp frá borðum og
hann hélt handlegg hennar föstum með sínum.
“Svo komum við aftur til okkar kæru vina,
bæði á Fjóni og Jótlandi, ti'l þess að bjóða þess-
um vinum að heimsækja okkur á heimilinu, sem
verið er að byggja í höfuðstaðnum handa okk-
ur, á meðan við erum fjarverandi.”
“Og enginn gestur mun láta sig vanta,”
sögðu allir glaðlega, “þar sem Filia Maris er
húsmóðir.”
“Og þar sem Storm er húsbóndi,” bætti hún
við. ;
“Eg fer burt imeð þig, af því eg vil hafa þig
út af fyrir mig — getur þú skilið það?” hvísl-
aði hann að henni og leit í yndislegu augun
hennar.
77. RERG LÆKNIR.
Dreifðar minningar um æfi mína.
Maí 1826.
Heimurinn stóð opinn fyrir framan mig, eg
hafði nógan kjark til að ná mér í stöðu, og eg
hafði næga kunnáttu til að mega vona, að eg
gæti gegnt henni sómasamlega, en svo var
kjarkur minn bældur niður af tilviljun kven-
manns.
Eg hafði elskað hana í nokkur ár, frá því að
hún var að nokkru leyti barn. Hún var yndis-
legri en nokkur önnur, sem eg hafði séð, reglu-
'legt barn af þessum heimi.
Þar sem gleðin er sigursælust, þar var hún
inst í hópnum; þar sem þrengslin á dansleikn-
um voru mest, þar var hún blómanna blóm.
En /eg sá það, að hún þoldi ekki þessa sí-
feldu, þrotlausu dansa.
Hún vissi, að mér var ögeðfelt að fylgja
henni til dans'Ieikanna; hún vissi, að mér var ó-
geðfelt, að sjá hana flögra úr einum faðmi í
annan.
Trúlofun okkar var ekki opinber, þó allir á-
liti að við værum heitbundin, þar eð foreldrar
hennar héldu fast við það, samkvæmt gömlum
skoðunum. að lífsstaða mín yrði fyrst að vera
alveg áreiðanleg.
Eg var rétt kominn að því að ná þessu tak-
marki; hún darisaði meira en nokkru sinni áð-
ur; en enginn sá það noma eg, og ear reyndi að
sefa hræðslu mína, bæði til þess að hugera mig,
og jafnframt af því að eg gat ekki hindrað
þetta, þegar hún kom fljúgandi til mín, lagði
báða handloggi sína um háls minn og sagði:
“Volmer. að eins í þetta sinn, þegar eg er orð-
in kona þín, skal eg aldrei, nei aldrei — þú mátt
trúa mér — dansa oftar.”
Janúar, 1827.
“Þenna næstsíðasta dansleik, kæri Volmer!”
sagði hún sannfærandi við mig, þegar eg sat
þö<mll og athugaði hana í dagstofunni hjá for-
eldrum hennar.
“G. smð íræfi að betta værí sá síðasti Marta”
•» sagði eg og faðmaði hana að mér.