Lögberg - 28.02.1929, Síða 3

Lögberg - 28.02.1929, Síða 3
LÖGBERG FTMTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1929. BIs. S. Máttur kœrleikans Styttri leiðin. Allir erum vér frá hinum Eilífa Eina, og þangað hverfum vér aftur, hverskyns. trú, sem vér höfum eða höfum haft. En heimför vor getur gengið misfljótt. Það er mér sönn á- nægja, að skýra yður frá styttri leiðinni. Það get eg með sönnu sagt yður, að sé kærleikurinn prófsteinn yðar í smáu sem stóru, gagnvart yð- ur sjálfum, þá tekur heimför yðar miklu styttri tíma en ella. Til liinna styrku, er sta.rfsleiðina velja, tala «g þannig: Gleðjist af styrkleika yðar, en munið það, að styrkleikinn er ekki yðar eign, heldur eign hins Eilífa Eina. Á meðan þér hugsið sem s.vo: Eg er sterhur, eykst ekki styrkleiki yðar, þó þér séuð sterkari en þeir, sem vilja vður þlýða. Hinn sanna styrkleik öðlist þér fvrst, þegar þér skoðið styrk yðar sem fjármuni, er yður hefir verið trúað fvrir. Einn er sá, sem er sterkur. Einn er sá, sem viturleik hefir til að nota styrkleikann. Sá mun gera yður sterk- an með styrkleik sínum. Um aldaraðir hefir Hann safnað arfi yður til handa. En sá arfur er yður fyrst heimilaður, er þér æskið þess að auka styrkleika meðbræðra yðar — stvrkja þá til að bera byrðar lífsins — styrkja þá til að vilja — til að elska. Þér, sem sterkir eruð í starfinu, verið einnig sterkir í kærleikanum. Opnið hjarta vðar fyrir þeim drotni er yður elskar; þá fyrst munuð þér skilja sambræður yðar; — hvers vegna þeim yfirsést, hvers vegna þeir þjást, og sá skilningur mun gefa yður vizku til að nota styrkleik vðar réttilega, þann- ig, að hann hafi ætíð blessun í för með sér, en Þöl eigi. Á meðan þér skoðið styrkleik yðar sem yðar eigin eign, verður hann til óblessun- ar fyrir meðbræður yðar. En um leið og þér afsalið yður h'onum, verður hann að sigur- ljóma í hendi hins Eilífa Eina, öðrum til vernd- ar og blessunar. Veg lilýðninnar velja aðrir; þá drejunir um kærleika. Til yðar, sem veg þann veijið, tala eg svofeldum orðum: Þér komist aldrei styttri leiðina, nema þér fórnið því, sem þér elskið. Elskið barn yðar — ekki í því skyni, að veita sjálfum yður ánægju. Takið á móti kærleikan- um, sem dýrmætri gimsteinagjöf, er þér svo skreytið barn yðar með. Elskið vini yðar, en látið kærleika yðar vera sem dýrmæta fórn — skilyrðislausa fórn, sem einskis krefst nema nýrrar fómar. Og kærleikans vegna verðið þér, sem þekið mátt hins góða, að starfa með alúð og árvekni í hópi meðbræðra vðar — létta byrðarnar, sem lífið leggur þeim á herðar, og varpa geilsum kærleikans á æfistig hinna veg- móðu og villuráfandi með hugsunum yðar, orð- um og gerðum. Þannig verðið þér sendihoðar Drottins. Og því dýpri kærleik, sem þér berið til bræðra yðar og systra Hans vegna, því meiri og verðmætari verður boðskapur yðar. Þér uppgötvið smátt og smátt meir og meir af óþektum áuðæfum í þeim, sem þér elskið. Dýrð , lífsins er hér sem dularfult æfintýri að opin- berast yður. Og þér, sem farið þekkingarlefðina, verðið að læra að gleðjast á ósíngjarnan hátt við fræðsluleit yðar. Vitið það að til er voldug vitund, sem er hugsun hugsananna, eða hjarta- slög þeirra. Hana sjáum vér endurspeglast í náttúrulögmálunum. Það er ekki um neitt smátt eða stórt að ræða í þessum lögmálum. Þungamiðja tilverunnar er allstaðar. jafnt í tíma sem rúmi. Sá, sem ]>ekkingar leitar af sín- gjarnri þörf, — hann trénar — hann kólnar upp. Þér verðið því um fram alt að skoða alla þekkingu — alla vizku, hverju nafni sem hún nefnist, eins og holdi klædda hugsun hins Ei- lífa Eina. Hann einn getur hugsað rétt og á- lyktað, þar sem hann er alsjáandi, alvizkan sjálf. Kærleikann skuluð þér taka yður fyrir leiðarstjömu — kærleika til meðhræðra yðar; hann mun vísa yður leið. Og þá munuð þér aldrei uppgötva svo ný sannindi — brot sann- leikans, endurspeglun hins Eilífa Eina, nýtt náttúrulögmál — að þér ekki um leið verðið þrungnir óumræðilegri gleði yfir þekkingu yð- ar, sem ef til vill flytur meðbræðrum yðar gæfu og gengi. Eins og sólin flytur öllu sem lifir, yl og líf með geislamagni sínu, þannig eiga spekingar jarðarinnar að ráði kærleikans að fræða með- bræður sína um það lögmál, sem er alt og í öllu, og beina samkvæmt því, störfum þeirra í rétt- an farveg. Náttúralögmálin eru hvarvetna op- inberun fulkomins kærleika, því hugsun hins Eilífa Eina, sem alt elskar — það er lögmálið, Sá máttur, er mönnum gefur styrk, er kær- leikurinn. Hann verður til og kemur í ljós í mörgum myndum í sálum vorum; en í hvert sinn, sem vér verðum hans varir, þá eykur hann styrkleik vorn. Hann veitir oss mátt til að breyta grimd í góðfýsi — munaðarlífi í guðsdýrkun og göfga hugsun, og stærilæti í auðsveipni. Máttur kærleikans er fyrsta boð- orðið, sem þér og eg eigum að fræða mennina um í nafni Hans. v Hin Eilífi Eini talar nú til vor í gný fall- byssanna, sem Shiva, eyðanidinn. Svo fer hann að, sökum þes, hve lengi vér höfum þrjóskast við að fylgja boðorðum bróðurkær- leikans. Menning vor hefir aðeins lært að sjá fegurð Hanis í samhljómum Beethovens — í hljómlistaróði Bach’s og Handels; en vér hruk'kum undan með hryllingi, þegar neyðaróp hinna þjáðu og kúguðu mannanna bama bárust oss til eyraa. Vér höfum tilbeðið hinn Eilífa Eina, eins og okkur fanst bezt við eiga í það og það skiftið, samkvæmt ytri þorfum vorum og þægindum, en ekki í samræmi við boðorð bróðurkærleikans. Nú standa reikningsskapar- dagarnir yfir. Héðan í frá verðum vér að líta á lífið sem eina óskifta heild; vér verðum að komast til skilnings á því, að Guð er hér sem þar og allstaðar, í myrkri myrkranna, jafnt sem í ljósi ljósanna. Að liðnum vetri kemur vorið. — En vorið er fætt áður vetur bvrjar. Blöðin fölna og falla máttvana til jarðar, en í stað þeirra koma brumlinappar klæddir tryggum vetrarfatnaði. Trén virðast bíða blaðlaus eftir vorinu; en sál- araugu vor segja oss annað; með þeim sjáum vér, að alt er tilbúið. Það vantar sólskin og hlýju. iSjá, það kemur. Og í allri sinni dýrð gengur vorið í garð, og þá vitum vér að sum- arið er í nónd. Nú er haust í heiminum — blöðin falla til jarðar, og hörmungar vetrarins eru í nánd. En þarflaust er að æðrast. Laufskraut vorsins býr í brumhnöppunum, tilbúið að sýna sig, þegar tími er kominn. Og þrátt fyrir alt vita allir, að vorið kemur einhvern tíma. Drottinn safnar um sig öllum, sem vilja hjálpa Honum til að leggja stein í bygginguna — hið nýja musteri mannheima. Hlustið á glaðværð æskumanna; þar er geisli af Háns sólardýrð. Og í draumum föðurlandsvinarins og jafnaðarmannsins; í dulpseki heimspekings- ins og skáldsins — þar finnum vér, sem annars staðar, brot af speki Hans og mikilleik. En hvað er heimurinn annað nú en einn stór blóð- völlur? (Þetta erindi var samið skömmu eftir ófriðinn mikla). Það er hann að vísu í vorum augum. En Hann, Andinn Eilífi, lítur nýjar þjóðir með nýju lífi, í nýjum og fullkomnari gerfum, rísa upp af rústum tímans; því lífið getur ekki farist. Sá agnar depill er ékki til í víðum veröldum, að þar sé ekki líf. Alt er þrungið lífi hins Eilífa Eina. Fyrir vorum augum er dauðinn sár sorgarleikur, en hann er það ekki í raun og veru. Gerfin verða að deyja, til þess að lífið geti endurfæðst í æ fullkomnari mvndum, það er fagnaðarsöngur náttúrunnar; Guð gefi, að vér gætum heyrt hann öll. Rósin er sölnar í sumarlokin, lifir, þó blöð hennar séu fallin og fölnuð; hún fæðist aftur, fegurri en nokkru sinni áður. Jafnskjótt og gerfin eru lifinu til tálma, er þeim varpað burt; þau leys- ast síðan upp í sömu frumefnin, sem lífið gerði þau úr í fyrstu. ■ Þetta verðum vér ætíð að hafa hugfast; og ekki hvað sízt, þegar sorg- ir og hörmungar færast os í fang. Vér megum aldrei gleyma því, að tilgangur Gúðs með hin- um víðu veröldum, er eilíf framþróun lífsins við stöðuga ummyndun gerfanna. Og við á- formi Hans fær enginn haggað. Þeir einir, sem eitt eru með eilífðinni, fá skilið þessa stjórn Hans. Vér, skammsýnu mannanna böra, verðum að láta oss nægja með trúna eina. Trú- in er sannfæring um það, sem ekki er hægt að sjá — traust á vitnisburði þeirra, sem hafa séð. Flytjum fagnaðarboðskap lífsins og ljóssins á neyðartímunum miklu, þegar myrkur og dauði hvílir sem mara á þjóðunum, og banasigð blik- ar á lofti, nótt sem nýtan dag. Hamingjusamur er sá maður, sem horfir á tákn tímanna, veit vissu sína í því, að dauð- inn er sjónhverfing ein, og skilur hinn mikla og gleðiríka leyndardóm lífsins. Það er einmitt þessi bjartsýni — þessi gleði- ríku sannindi, sem dulspaka skáldið Ingemann opinberar svo fagurlega í eftirfarandi sálmi: Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn, indæl pílagríms æfigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum í paradís með sigursöng. Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu æfigöng; gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins sigursöng. « Fjárhirðum fluttu fyrsta söng Guðis englar unaðssöng er aldrei þver. Friður á foldu, fagna þú, maður, frelsari heimsins fæddur er.. —Dýrav. SNIGILLINN A VEGGNUM. “Hvað gengur að þér?” sagði faðir Tuma. Tumi stóð úti í garðinum fast við hiisvegginn. Hann hélt á bók í hendinni, og augu hans voru full af tárum. “Yið eigum að læra kvæði,” sagði liann. ‘ ‘ Og sá okkar, sem getur flutt það bezt, á að fá verðlaun. En eg er hræddur um, áð eg geti ekki lært það.” “Því ertu hræddur um það?” sagði faðir hans. “Hinir strákarnir segja það. Þeir segja, að það sé ekki til neins fyrir mig að reyna.” ‘Hirtu ekki um hvað strákarnir segja. Sýndu •þeim, að þú getir lært það.” ‘ En eg held, að eg geti það ekki, það er svo langt, og sum orðin eru svo erfið. Eg veit, að eg get ekki unnið verðlaunin. En það væri þó gaman, því að hinir strákarnir hlæja alt af að mér og kalla mig seina Tuma.” “Jæja, vinur minn, þó að þú sért seinn þá reyndu að síga á það. Líttu á snígilinn, þarna á veggnum. Sjáðu hvað hann er seinn en þó mun hann komast upp á vegginn með tímanum. Nú ættir þú að fara eins að og hann. Halda á- fram jafnt og þétt, læra fáeinar línur á hverj- um degi, og loks verður þú búinn að læra kvæð- ið, og þá getur farið svo að þú, fáir verðlaunin. Ef þér finst það ganga seint þá mundu eftir sníglinum. ” Tumi þurkaði augun, þreif bókina og tók til starfa. Hann lærði ekki nema fáar línur af kvæðinu þann dag, en hann lærði þær svo vel, að liann glejnndi þeim ekki. Næsta dag sá hann, að snígillinn hafði komist dálítið hærra upp eftir veggnum. Þann dag lærði Tumi nokkrar línur í viðbót við það, sem þegar var lært. Svona hélt liann áfram dag frá degi, og það stóð heima, að þegar snígillinn var kominn upp á brún, var hann búinn að læra alt kvæðið. Lolcs rann upp dagurinn, þegar kennarinn ætlaði að veita verðlaunin. Hann lét drengina flytja kvæðið einn af öðrum. Þegar fimm eða sex voru búnir, kom röðin að Tuma. Nií átti hann að sýna, hvað hann gæti. Þegar liann stóð upp, fóru drengirair að hlæja, því að allir héldu þeir, að liann hefði ekkert getað lært og mvndi hann verða að liætta, þegar liann hefði lesið fáar línur. Þetta fór nú á annan veg. Hann las liverja ljóðlínu af annari með hrein- um og skærum rómi og gleymdi engu orði. Það var alveg eins og hann hefði verið efstur í bekknum. Nú var ekki hlegið lengur, allir störðu undrandi á Tuma, og þeir, sem áttu eftir að lesa, hugsuðu svo mikið um afburði Tuma, að þeir lásu ekki eins vel, og þeir héfðu annars getað. Þegar þeir voru búnir að reyna sig, sagði kennarinn, að Tumi hefði lesið bezt, og gaf hann lionum verðlaunin; öll börnin sögðu, að þetta hefði verið alveg rétt, og svo klöppuðu þau fvrir honum. Kennarinn spurði nú Tuma, hvernig hann hefði getað lært kvæðið svöna vel og hver hefði hjálpað honum. “Það var snígillinn á veggnum,” s'agði Tumi, og aftur varð hlátur um allan bekkinn, því að enginn vissi við hvað hann átti. Kennar- inn þaggaði þaggaði niður liláturinn og bað Tuma að segja upp alla söguna. Tumi sagði, að liann hefði séð snígil skríða upp vegg, liægt og seint, en með þolinmæði og þrautseigju. Hann hefði alt af haldið áfram og aldrei litið til baka, svo hefði hann afráðið, að fara eins að og snígillinn, og læra ofurlítið af kvæðinu á hverjum degi. “Á endanum komst snígillinn upp, og eg lærði kvæðið,” sagði Tumi. “Það var laglega af sér vikið,” sagði kenn- arinn. “Nú skulum við hrópa nífalt liúrra fyrir Tuma og sniglinum á veggnum.” Ekki stóð á því, húrrahrópin heyrðust langt út frá skólanum. Þú veizt aldrei hvað mikið þú getur, fyr en þú reynir það. —'Samlesb.—S A. þýddi úr ensku. SEPPI. Bóndi var úti í haga með hjörð sína. Lítil og falleg stúlka var þar hjá honum, Florence að nafni.. “Hvar er hundurinn þinn?” sagði hún. “Hann er heima,” sagði maðurinn dapur í bragði. “Hundurinn minn getur aldrei hjálp- að mér að smala framar. Það henti strákur steini í hann í gær og fótbraut liann. Eg má til að iskjóta hann í kvöld, svo að hann kveljist ekki.” Litla stúlkan kvaddi og hljóp heim að bæ bóndans. Þar fann hún hundinn liggjandi á gólfinu. Fj’rst urraði hann að henni, en hún talaði blíðlega við hann, þangað til hún loksins lofaði honum að skoða fótinn. Þegar hún var búin að skoða hann vandlega, sagði hún: “Seppi, huudurinn minn. Þér er ó- sköp ilt í fætinum, en hann er þó ekki brotinn. Eg ætla að lækna hann. Skilur þú mig seppi?” Seppi virtist skilja hana, því að hann lof- aði henni að baða fótinn xír heitu vatni og binda um hann. Þegar Florence litla sá bóndann koma, hljóp hún á móti honum. Hún leiddi hann inn og sýndi honum hvað hún hafði gjört. “Hann er ekki fótbrotinn,” sagði hún. “Líttu á hvern- ið eg liefi bundið um meiðislið. Þú þarft ekki að skjóta hann. Hann verður o'rðinn heilbrigð- ur eftir fáa daga.” “Þakka þér fvrir, Florence,” sagði liús- bóndinn. “Eg ætla að bíða með að skjóta hann, eg vona að þú hafir rétt fyrir þér.” Næsta dag vitjaði hún hundsins aftur. Hann þekti hana og varð feginn komu hennar. Hún ])voði fótinn og batt um hann eins og daginn áður. Og eftir fáa daga var hundinum batnað, svo að hann gat hjálpað húsbónda sínum við féð. Upp frá þessu þótti hundinum innilega vænt um Florence. Hann hljóp til hennar, hvar sem hann sá hana og sýndi henni allskonar vina- hót. Ástin og þakklátsemin skein úr augum hans. Bóndinn sagði: “Aldrei get eg þakkað þér, Florenee, eins og þú átt skilið. Það er þér einni að þakka, að eg misti ekki bezta hundinn, sem eg hefi nokkura tíma átt.” Þessi litla stúlka liélt áfram að vera góð og hjálpsöm. Hún fór burt úr landinu og þangað sem stríð og styrjöld geisaði, og margir særðir menn þurftu hjúkrunar. Þar vann hún mikið verk, hjálpaði og huggaði og frelsaði líf margra manna. Hún er nú þekt um allan heim. Nafn hennar er Florenoe Nightingale. —Saml.b.—S. A. þýddi úr ensku. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. HeimlU: 373 River Ave. Tals.: 42 6íl DR. A. BLONDAL MMiotl Art* Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna ejúkdðma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h., og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. DR. J. OLSON Tannlækrdr aifl-220 Medlcnl Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bte. Phone: 21 IM HelmiUe Tais.: II «1« Residence Phone 24 206 Office Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.R fslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Simi 30 877 G, W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street OÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—6 e. h. 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545, Winnipeg THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN iaL lögfrseEtngar. Skrlfetofa: Room 811 McArther Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1651 Phonea: 26 849 og 26 846 FOWLER OPTICAL im LINDAL, BUHR & STEFÁNSON Islenzkir lögfræðingar. 156 Mala St. TaU.: 14 911 pelr hafa elnnig akrlfatofur al Liundar, Rlverton, GUnll o* Plaer og eru þar aB hltta 1 eftlrfylgj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miBvlkudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta mlBvikudag, Pinoy: PriBJa fðatudag 1 hver-jiuim mð-nuBi J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) fslenzkur lögmaCur. 12 C.P.R. Bldg. Portage og Main, Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 22 341 Heima 71 753 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great Weat Permanent Buildiag Main St. south of Portage. PHONE: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LLJB. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 A. C. JOHNSON V07 Oonfederation IJft 2IAf WINNIPEG Annast um fastelgnir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 A. S. BARDAL 841 Sherbroolce SC Selur llkkiatur og annaat um fartr. Allur útbúnaður Ennfremur selur hann minnkrv&rða og legateina. Skrifstofu tals. 86 607 HehnlUs Tais.: M út- Dr. C. H. VR0MAN TannUeknir 591 Beyd Building Phone 14 1T1 WINNXPEG. SIMPSON TRANSFER Verzla með egg-á-dag hsenanafðður. Annast einnig- um allar tegundir flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til min, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 ISLENZKIR FASTEIGNA- SALAR Undirritaðir selja hús og lóðir og leigja út ágæt hús og íbúðir, hvar sem vera vill í bænum. Annast enn fremur um allskon- ar tryggingar (Insurance) og veita fljóta og lipra afgreiðslu ODDSON og AUSTMANN 521 Somerset Bldg. Sími 24 664 ÞJ0ÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þeesl borg hefir nokkurn Uma haft tnnan vébanda s1 nnv Fyrlrtake máltiðir, akyr. pðnnu- kökur, ruilupyaaa og þjððrmknia- kaffL — Utanbæjarmenn fá mt: ávalv fyrst hresslngu á WEVEl, CAFE, 602 Sargeat Ava atml: B-9197. Rooney Stevens. elgandi. KEENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og 35c.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.