Lögberg


Lögberg - 18.04.1929, Qupperneq 7

Lögberg - 18.04.1929, Qupperneq 7
LÖGBERG FIMTUDAGINN 18- APRfL 1929. Bls. 7. Snorri Sturluson eða Einar Gilsson Athugun við ritgerð Steins Dofra: “Snorri Sturluson og Njála”. (Saga, IV. árg, 2. bók, 1928-29.) Það er ekki tilgangur minn, að gera deilumál úr því, hver verið hafi höfundur Njálu, eða koma fram með nein Fróðárundur til þess að lítilsvirða minning Snorra Sturlusonar, þótt eg telji hann öðrum líklegri tiil þess að hafa átt aðalþáttinn í samSteyugerð sög- unnar. Þær ályktanir, sem eg tilfærði því viðvíkjandi, byggjast ein- göngu á sögulegri afstöðu Snorra gagnvart fjandmönnum hans. Engum gat staðið það nær, en einmitt Snorra sjálfum, að hefna á Kolbeini unga, og þeim frænd- um hans — sonum Sighvats, — sem hann varð að flýja fyrir af eignum sínum og óðulum, árið 1236. Slík hefnd gat líka komið frá honum í fuilum krafti og hitt Kolbein í hjartastað, í lifanda lífi, og aðra, sem hún var ætluð, með þeirri smán, sem forfeðrum þeirra er gerð í sögunni. Enginn var heldur jafn-líkilegur sem Snorri, að hefna fyrir geldings kaupið á Ölfusingum, með því að skjóta Skapta inn í söguna, til þess að gera honum háðungar, bæði með hrakyrðum Skarphéð- ins og háðvísum Kára. Það leynir sér heldur ekki í sög- unni (Sturlungasögu), að Snorri hafi verið hefnigjarn, þar sem hann átti sín í að hefna, og hann mátti því við koma, að beita sér, Sýndi hann það gagnvart Magn- úsi allsherjargoða, er hann með nokkurs konar brögðum og of betldi hafði af honum arf Jórunn ar auðgu, er Magnúsi bar með réttu. Náði hann sér þar niðri á honum fyrir það, sem hann litlu áður fór halloka fyrir honum deilumáli á þingi. Líka er það auðsætt af frásögn Sturlungu, að Snorri hafi verið ráðum með Lopti Pálssyni um víg Bjarnar Þorvaldssonar á Breiða bólsstað 1221. O g leiðinlegu grunur lagðist á hann, að hafa verið í vitorði með Vatnsfirðing- um um ferð þeirra að Sauðafelli 1229. Að Snorri hafi haft hönd á sögugerð Njálu, og hallað þar vísvitandi réttu máli, þar sem ættfeður hinna mestu fjandmanna hans koma við sögu — er engu ó- líklegra um hann, en það, sem hér hefir verið tilfært af fram- komu hans gagnvart mótstöðu- mönnum sínum. Að gera Snorra að höfundi Njálu — telur Steinn Dofri — til Njálu—telur St. Dofri—til allrar hamingju fyrir Snorra og minn- ingu hans sem sagnaritara, alveg fráleitt og óhugsanlegt að sanna. Það er auðsætt, að þetta er hon- um tilfinningamál, svo helg er honum minning Snorra; er það honum sízt láandi, þar sem hann ekki virðist annað sjá í fari hans en varfærni og samvizkusemi í sagnritun. En minning Snorra sem sagnaritara hefir sitt mikla væga gildi fyrir sig. Og þau sagnarit, sem vér með fullri vissu g'etum eignað honum, eru sögur Noregskonunga (Heimskringla), sem hafa reist honum óbrotgjarna minningu,- í bókmentum vorum. En þær sögur snerta að engu leyti fjandmenn Snorra eða ætt- feður þeirra, — enda mun hann ekki hafa átt marga óvildarmenn, er hann reit þær sögur. — Gefa Þær því ekkert til kynna um það, hversu varfærinn hann hefði get- eg fram í ritgerð minni í Lögbergi, — einnig hitt, að Snorri myndi ekki hafa lagt síðustu hönd á sög- una, því beri hún ekki sama stýls- mark sem önnur þau sagnarit, sem Snorra eru eignuð. En listfengi Snorra mætti vel hafa leikið það, sem aðrir léku ekki eftir, að hæfa það mark í málsgerð og stýl, er hugur bauð hönd; en Oddverjar einir hafa getað átt áður, og æft í sínum heimaskóla í Odda, þar sem Snorri er uppalinn, en kynst þar líka Deim sagnastýl, sem mest er nú dáður í Njálu. Tuttugu greinar setur S. D. fram í ritgerð sinni í Sögu, sem eiga að afsanna það, að Snorri geti verið höfundur Njálu. En hvað Snorri hafi gert eða látið ó- gert af því, sem þar er tilrfært, hefir við lítil rök að styðjast. Við jekkjum lítið, hvernig Snorra hafi hugkvæmst að haga seglum eftir vindstöðu, er hann var flótta- maður í Skál hjá Ormi. Með Njálu er Snorri auðsjáan- lega að slá tvær flugur í einu höggi: hefna sín á óvinum sínum, — og í annan stað, að rita skemti- lega sögu, fyrir húsfreyjuna í Skál: Álfheiði Njálsdóttur, af ættfrænda hennar, Njáli á Berg- jórshvoli, — og þá auðvitað henni vil, að hefna á Hallgerði fyrir níðið, er hún lét kveða um þá Njál og sonu hans. Sú nafnbót- er hún velur þeim bræðrum, mætti benda á sóðalegt heimili, að henni hafi ekki þótt strákar sem hreinlegastir, — með tað í skeggi, eða tað fyrir skegg, — hefir ekki jótt vera smánarlaust fyrir fjöl- skylduna. Enda mun níðið ekki hafa gert verið óverðskuldað í garð Njáls, svo mikið var hann búinn að skaprauna henni í ill- spám sínum og leiðinlegum dylgj- um við Gunnar. En Grani hefir verið hvatamað ur brennunnar, því er hann gerð- ur að vesalmenni,, sem hann hef ir þó ekki verið, því sonum Há mundar halta frændum hans hef- ir þótt hann þess verður, að veita honum lið, að hefna Höskulds systursonar hans, sem þeim var óskylt mál, nema fyrir frændsemi sína við Grana. Um Hallgerði hefi eg áður rit- að, þótt sú ritgerð sé enn ekki út komin. Er þar meðal annars tek- ið til greina hið sama, sem S. D bendir á í ritgerð sinni, að sagnir af Guðrúnu ósvífursdóttur hafi borist yfir á Hallgerði. En Álf- heiður er í móðurætt komin frá Guðrúnu. En í föðurætt er hún komin frá Þorleifi krák, bræðr- ungi Njáls. Og þaðan eru sagnir af Hallgerði komnar til Skógverja og því blandast missögnum af Guðrúnu og Þorvaldi. Það væri ekki ðlíklegt, að Álf- heiður hafi haft töluverð áhrif á Snorra með þá sagnaritun, er Hallgerði snertir, því það er ein hans veika hlið, að vera nokkuð laus fyrir, undir annara vilja. En hér er hann vinafár og allslaus flóttamaður, sem tekið er opum örmum af þeim hjónum, Ormi og Álfheiði. Því þá ekki að vinna sér traust þeirra til vináttu? Var þá líka sjálfsagt að taka tillit til þess, sem Álfheiður hefir haft að segja, þótt hann vitað hafi ^nnað réttara. Að Þjóstólfur á Lundi hafi ver- ið fóstri Hallgerðar, er mjög sennilegt. Snorri mætti líka hafa vitað það, en slept því, og tekið heldur hina viltu frásögn um banamann Glúms, sem máske hafi alist upp með Hallgerði. Enga ástæðu finn eg líklega til þess að staðhæfa það, að Glúmur, maður Hallgerðar, hafi aldrei verið til, sem S. D. staðhæfir þó. Margt er það í greinum hans, sem eru aðeins smámunir, t. d. að Snorri hefði aldrei kallað Þór- arinn Ragabróðir lögmann. En það er aðeins stytting á orði, sem Snorri mætti hafa leyft sér að viðhafa. Um skóggangssök borna fram yfir höfði Jóni” ætla eg ekki að fást. En nafnið er tekið af handahófi, sem var orðið algengt á 13. öld, en var þó ekki til á ís landi fyr en á seinni hluta 11. ald- ar. Það er máske goðgá, að eigna þetta Snorra Sturlusyni. Lítil ástæða virðist, að ætla það um ýmsa drauma og fyrirburði sem koma fyrir í Njálu, að þeir teknir séu úr öðrum sögum, þótt þeir séu í líkingu við þá. Á öll- um öldum hafa komið fyrir draumar og fyrirburðir, er líkst hafa nákvæmlega hvorir ððrum — Ekki er ólíkt hinni undarlegu sýn Njáls eða Þorbjarnar Brúna að kveldlagi og var í þann veginn að festa svefn, er hann hrökk við það upp, að honum sýndist annar gaflinn vera fallinn frá húsinu sínu. Eg var þar inni í herberg- inu hjá honum. Þetta var vetur- inn áður en eg fór af íslandi, fyr- ir 28 árum síðan. Ekki sýnist það ótrúlegt, að Flosa dreymdi Járngrím veturinn eftir brennuna, sem er hart nafn, er boðað hefir feigð þein-a 15, sem féllu á íslandi.. En að draumur- inn sé rétt sagður í Njálu, er annað mál. Svo margt virðist orðum<aukið um brennuhefndina, að drauminn hefði orðið að laga eftir frásögnum þeim, sem gerðar eru, með þá sem kallaðir voru. Og margar frásagnir hafa geng- ið milli dyra og dyngju, er hallað hafi máli á mótstöðumann sögu- manns, sem orðið gat fyrirmynd fyrir Gunnar Lambason í höll Sig- urðar jarls, án þess að við þurfa Þórðar-söguna Steinunnarsonar. Furðu mikla varfærni mætti ætla það fyrir orkneyska ættfræði, ef sama nafnið skyldi aldrei verið endurtekið, og Kolbeinn svarti, sem flytur Kára utan, hafi aldrei verið til, því orkneyskur farmað- ur með því nafni, er nefndur i Sturlungu. Að Gunnar hafi verið veginn, og Geir goði dauður fyrir 981, get- ur vel verið að rétt sé, og því sé Geir ekki nefndur í því höfðingja- tali, sem Kristnisaga gerir það ár, en tekinn í það höfðingjatal, sem Landnáma gerir 934. En snurðu getur þetta hleypt á frásögn sögunnar, sem þó mætti takast að leysa. Tvennum frá- sögnum verður hér að fara fram í senn: Annars vegar deilur þeirra Bergþóru og Hallgerðar, en hins- vegar viðureign Gunnars við þá Otkel og Þríhyrningsmenn. Fell- ur þá alt í ljúfa löð við réttfært tímatal frá því Gunnar fer utan, 969’, — sama vorið, sem Haraldur gráfeldur hefir fallið fyrir gull- Haraldi, — þar til Gunnar er veg- inn 979. En Geir goði andaðist 980. En þetta verður árekstur fyrir hefndina eftir Gunnar, sem verður þá aðeins gallaður smíðis- gripur sögunnar. Mjög líklegt tel eg það, sem S. D. heldur fram að ollað hafi deil- um Skarphéðins við Þráinn, að Skarphéðinn hafi fengið Þorhild- ar, er Þráinn skildi við, og að það er fé hennar, sem hann heimtar af Þráni. Þetta mætti Snorri hafa vitað, en honum mun hafa þótt það lítilmannlegt af söguhetjunni Skarphéðni, að gera ekki gang- skör að þeirri fjárkröfu, fyr en Gunnar var dauður, er liti út fyr- ir ótta við hann, meðan hann var á lífi. Því verður að gera Njáls- sonum hrakningar í Noregi til þeirrar fjárheimtu. Líklegur var Snorri til þess, að fara rétt með það, að Mörður gígja var sonur Sighvats rauða, þótt Landnáma telji hann son Sig- mundar Sighvatssonar, sem S. D. telur rétt vera. Mörður Gígja er er tekinn í það höfðingjatal, sem gert er 934, og hann er talinn maður gamall þegar Rútur býður honum hólmgöngu 969, því er öllu líklegra, að Njála sé hér rétt- ari. Má hún líka teljast ein hin merkasta saga, hvað ættfræðslur snertir. En höfundum Landnámu getur skeikað í ýmsum greinum. Má t. d. telja það eitt meðal ann- ars, að Kolbeinn son Flosa Valla- Brandssonar er tekinn fyrir Kol- bein son brennu-Flosa. Þetta er Steini Dofra kunnugt, því hann hefir rökvíslega leiðrétt þá villu i Bútum m. ö. f 1., sem hann hefir gert. rannsóknir á. Vafamál getur verið, hvort rétt- ari séu nöfnin á sonum Gunnars Hlíðarenda í Landnámu eða að verið og samvizkusamur í þeirra garð, í þeim frásögnum, er sonar, er bar fyrir mann heima Þetta tók á Islandi, er hann lagði sig út af þeir áttu hlut að máli. Njálu. S. D. heldur því eindregið fram, að Hámundur sé rétta nafn- ið, en höfundur Njálu hafi breytt 3ví fyrir það að villast á Högg- vandil syni Gunnars Hlífarsonar. Og í vísu Gunnnars telur hann rangt vera: “faðir Högna”, og breytir því vísunni, eins og hann ætlar að hún hafi verið uppruna- lega. — Fer hann þar vel með sína hugmynd, en ábyggileg er hún ekki. Á nafnið Hrani minnist hann ekki, enda mun Grani vera rétta nafnið, eins og það er í Njálu. Má þar fara eftir hinni sögulegu afstöðu, sem það nafn bendir til. Grani hét son ólafs feilans, en systir óalfs var Þor- gerður móðir Höskulds Dalakolls- sonar föður Hallgerðar. Því er mjög líklegt, að Hallgerði hafi kært verið til þessa föðurfrænda síns og látið son sinn bera nafn hans. Því má líka telja vísara, að nöfn beggja þeirra bræðra séu rétt í Njálu, og höfundur Land- námu hafi heldur vilzt á Hámundi systursyni Gunnars, en að Njálu- höfundurinn hafi vilzt á Högg- vandil syni Gnnnars Hlífarsonar. Enda mun hann standa jafnfætis hinum beztu söguhöfundum í því að fara rétt með nöfn og ætt- færslur. öðru máli er að gegna um ýms söguatriði. Mætt þar við- hafa orð Þorvalds Gizurarsonar, er hann kvað um vinaskifti Snorra Sturlusonar: “at sjálfur veit gerst hverjum varningi verja á”. (Sturlnga, II. b. 92. kap.) Njála mun líka fara rétt með það, að Þorgerður dóttir Glúms og Hallgerður var kona Þráins. En Þorgerður, systir Hallgerðar, er nógu líklegt að verið hafi kona Þorgeirs Ljósvetningagoða, sem Landnáma nefnir Þórkötlu dóttur sDalakolls, sem getur varla verið rétt vegna aldursmunar þeirra Þorgeirs. Hér hefi eg farið yfir þau at- riði í greinum S. D., sem mér hef- ir þótt nokkurs vert að taka til greina, sem vörn fyrir Snorra um afskifti þau er eg tileinkaði hon- um af Njálu. Þó er þar eitt at- riði, sem mér finst öllu fremur styrkja en veikja það mál, að Snorri hafi ekki verið langt frá Njálu, er hún fékk sinn tilveru- rétt: Hafi Snorri verið höfundur Egilssögu — sem vísast má telja, — þá var engum kunnari rógssaga Hildiríðarsona en honum, og þá líka handhæg að grípa til hennar handa Merði. Þetta finst S. D. að Snorri vera manna ólíklegast- ur til þess, að hafa gert. En svo eru vísurnar í Njálu, bornar saman við vísur í Guð mundarsögu góða, sem öll þunga- miðjan veltur á um hluttöku Ein- ars Gilssonar í sögugerð Njálu. Þá kemur spurningin: Er ekki Einar að hjálpa sér áfram, með vísum úr Njálu, við sína vísna- gerð í sögu Guðmundar? Þessu er auðvelt að svara: ólafsríma er Ijóasti vottur þess, að höfundi hennar— Einari Gilssyni — hef- ir ekki látið vel ljóðagerð, og orð- ið því að hjálpa sér áfram á ann- ara kostnað, með drápur sínar um þann góða biskup—Guðmund. En4_a viðurkennir S. D. það í 11. grein sinni, að Einar hafi stjelt annara vísur meira og minna. Skyldi það ekki vera á líkan hátt með kapitula-formálann: “Uú er þar til máls að taka”? Mætti hann ekki eins vera stæling 1 Guðmundaffsögunni, tekin úr Njálu? iLíkan formála fá finna í Sturlungu, sem talin er verk Snorra. En að reyna að gera höfund ólafsrímu Haraldssonar að höfundi Njálu, finst mér vera fjarstæða ein. Ríman ber ekki þann blæ, að slíkt geti samrýmst. — Ólafsríma einn hinn versti leir- burður, er fram hefir komið í ljóðagerð. — Njála eitt hið mesta listaverk í íslenzkum sagnastýl. En svo eiga menn að sannfærast af ættfærslunum, að Einar Gils- son sé höfundur Njálu. Ætt hans rakin til Styrmis Skeggjasonar í Skógum, sem var dóttursonur Orms Hermundarsonar á Gils- bakka. En þeir voru fjórmenn- ingar frá Miðfjarðar-Skeggja: Ormur og Eyjólfur Bölverksson, sem Njáluhöfundurinn lætur falla ógildan á Alþingi 1012. Ekki er næsta trúlegt, að nokkur sögu- höfundur færi að skapa göfugum ættfrænda sínum slíka vanvirðu, að þarfleysu. En sá er líka hæng- ur á þeirri ættfærslu, sem Gils föður Einars er gefin í móðurætt, að hún virðist aðeins gripin úr lausu lofti og tengsluð saman úr óamstæðum molum, án þess að hafa nokkurar minstu líkur að styðjast við, því síður heimildir. Hér er rekin saman hver óvissan á aðra, sem er þó gefin fullyrðing sem vissa, í þessúm orðum: “Þeir (þ. e. Skógverjar) voru for- feður föðurmóður Einars.” — Fyrsta óvissan er það, að móðir Gils hafi verið dóttir Bárðar Hjörleifssonar. önnur óvissan, að Hjörleifur hafi verið sonur Gils á Laugum Styrmissonar. Þriðja óvissan, að Gils á Laugum hafi verið sonur Styrmis Skeggja- sonar í Skógum. Og fjórða óviss an er, að Einar Gilsson nái ætt- arsambandi við Njál á Bergþórs hvoli, með þessari ættfærslu, þótt hún hefði verið rökrétt rakin. Þvi það er einnig í hinni lmestu ó vissu hvenær Skógverjar tengjast ættniðjum Þorleifs frænda Njáls. Það eitt má telja víst, að Njáll Sigmundason, sem átti Hildi Skeggjadóttur frá Skógum, hefir verið kominn frá Þorleifi krák; synir hans, er þá hafa allir verið í Skógum, er Snorri dvaldi í Skál, 1236. Ofurlítið nánari grein vil eg gera fyrir þessari ættfærslu, sem hér hefir verið tilfærð. Hjör- leifs Gilssonar er getið í upphafi Aronsögu, og er föðurætt hans ekki rakin annað en hér segir, að hann var Gilsson. Yngveldur hét móðir hans, og var Halldórsdóttir Brandssonar örva. Þrír bræður Hjörleifs eru nefndir: Sölvi prest- ur, Helgi er kemur við söguna, og Þórður, líklega sá Þórður Gils- son, sem Sturlungasaga getur að búið hafi á Tindum í Króksfirði, árið 1244. Synir Hjörleifs eru fjórir nefndir: Aron, sem sagan er af; Ófeigur, Bárður, sem áður er getið, og Ólafur, sem ábóti var á Helgafelli, en sem talinn er faðir Þormóðs ólafssonar, sem flestar á vísurnar í Aronssögu, og vísan er eignuð 1 Njálu, um vörn Gunnars. Að vitni Aronssögu, hefir Hjörleifur Gilsson verið af- armenni að fræknleik og burðum. Hann druknaði við það að bjarga mönnum af skibroti. Annað er Hjörfleifs ekki getið í sögunni, en það, sem hér er tilfært, nema það sem hann er nefndur á ein- um stað í öðru bindi Sturlunga- sögu, og er lítið sögulegt við það, víst til að byggja á ættfærslu, til Gils á Laugum Styrmissonar. Trúlegra þætti mér, að faðir Hjörleifs hafi verið Gils Þormóðs- son, systursonur Þórðah, Gilsson- ar, föður Hvamm-Sturlu. Er þess getið í Sturlusögu, að hann var sóktur til sektar, fyrir meinlegar ástir á Ásnýju knarrarbringu. Veitti sturla honum þar lið að þeim málum. Benda líka nöfnin til þess ættarsambands: Þormóð- ur faðir Gils — Þormóður sonar- son Hjörleifs. Þórður Gilsson móðurbróðir Gils Þormóðssonar. Þórður Gilsson bróðir Hjör- leifs. Auðvitað er býsna hæpið að byggja ættfærslur á nöfnum einum, nema þau séu því fágæt- ari, en geta þó, eins og hér er til- viísað, — gefið grun um ættar- samband, milli þeirra Hjörleifs og Gils Þormóðssonar. Bæta má því hér við, að Þor- móður Ólafsson, sem vísan er eignuð um vörn Gunnars, gæti verið líklegur til þess, að hafa átt töluverðan þátt í núverandi gerð Njálu, og þá helzt með Agli Söl- mundarsyni, systuirsyni Snorra Sturlusonar. Kæmi það þá líka vel heim, að sú samvinna hafi tekist með þeim, sökum frændsemi þeirra við Sturlu Bárðarson, sem eg tók fram í ritgerð minni, þeirri sem út kom í Lögbergi í fyrra. Á þann hátt hafa handrit sögunnar aðallega fengið sína útbreiðslu, á Vesturlandi, þar sem þau eru flest eða öll upphaflega fúndin. Dánarár Þormóðs Ólafssonar Hranst Hamingjusöm Börn Vitrir foieldrar vita, að börnin þrífast best á Keilsugefandi Ogilvi* Wheat Hearts "morg- unverður’’ fyrir alla fjölskylduna Kosta Kálft við við það, sem'þér álltið OGILVIE WHEAT HEARTS hefi eg séð sett 1302. Annars stað- ar hefi eg séð hann talinn á lífi 1338, en það mun vera sá Þormóð- ur ólafsson, sem þá er á lífi, sem Steinn Dofri telur sonar sonar- son Bárðar Hjörleifssonar og samverkamann Einars Gilssonar að Njálu. Um Gils Styrmisson á Laugum er það að segja, að hann kemur við Sturlusögu og gerði hann sér far um að afstýra vandræðum, milli þeirra Einars Þorgilssonar og Hvamm-Sturlu. Trúlegt væri, að Hallur Gilsson, sem einnig kemur við Sturlusögu, en talinn er frændi Einars Þongilssonar, og var með honum í bardaganum á Sælingsdalsheiði, 1171, hafi ver- ið sonur Gils Styrmissonar. Og frændsemi þeirra Halls og Einars hafi verið þannig háttað, að Gils hafi verið sonur Styrmis Hreins- sonar á Gilsbakka, sem verið hef- ir dóttursonur Styrmis Þorgeirs- sonar á Ásgeirsá. En Kolfinna, kona Þorgils Oddasonar, var dótt- ir Halls Styrmissonar á Ásgeirsá, en þau voru foreldrar Einars. Frændsemi þeirra Einars og Halls, og nöfnin Styrmir, Gils, Hallur, segja til um náið ættar- amband. , Um föðurætt Gils, föður Einars lögmanns, er fullkominn vafi, sem felst í þessu orðalagi: “jafnvel þó að líklegast þyki að faðir Ein- ars sé Gils prestur Pálsson á Borg.” Þó er því gefin full vissa í næstu setningu um frænd- semi hans við Njál. Nafnið Gils, er orðið nokkuð útbreitt á 12., 13. og 14. öld, sérstaklega á vestur- landinu, svo að eingöngu verður engin áreiðanleg ættfærsla á því bygð. Og ýmsra merkra manna er ekki getið nema fyrir sérstök Steinn Dofri hefir lagt hér of- mikið kapp á, að koma Einari Gilssyni að Njálu, með því að misbeita ættfræðinni, sem hann hefir helgað sitt æfistarf, að fara með hana út í óvissu, fyrir það málefni. En þrátt fyrir það, þótt þessi ritgerð hans hafi minna til brunns að bera fyrir ættfræðina, en margt annað, sem frá hans hendi hefir komið, þá hefir hún stórvægilegt gildi fyrir þær rann- sóknir sögunnar, er hann færir þar fram, en eg hefi drepið á hér áður. og verið honum sammála uih að flestu leyti. Enda fær þessi ritgerð hans lofsyrði hjá ritstjóra Heimskringlu, — líklega þó fremur fyrir þær rannsóknir, heldur en ættfærslurnar. Þó eru þau lofsamlegu ummæli öllu frem- ur gerð fyrir hina fyrri ritgerð S. D. í sömu bók Sögu: “Er Njála eldri, en Þorsteins saga Síðu- Hallssonar?” Um ritgerð þessa hefi eg lítið að segja, en læt mér nægja þann úrskurð, sem ritstjóri Heimskringlu gefur gildi hennar viðvíkjandi. En samdóma er eg Steini Dofra um það, að hin upphaflega saga Þorsteins Síðu-Hallssonar hafi verið fyr rituð, en hin samsteypta Njála hefir til orðið. En höfundur þeirrar frumsögu Þorsteins er enginn vísari að hafa verið, en Hreinn ábóti Styrmis- son; hann er kominn frá Þor- steini að langmæðgnatali. Þor- steinn, var faðir Guðríðar, móður Rannveigar, móður Salgerðar, móður Guðrúnar, mióður Hreíins ábóta. Dánarár Hreins er 1171, gæti því sagan verið rituð um miðja 12. öld. Hér hefir því verið nægur tími að ná í hrópsyrði Grímkels, handa Skarphéðni, hafi sú frásögn, um orðakast þeirra Flosa, ekki vilzt yfir á þá, annarsstaðar frá. Og hér kemur ekkert í mótsögn við það, að Njála hafi verið steypt saman á fyrri hluta þrett ándu aldar. Ritað í apríl 1929. Magnús Sigurðsson á Storð. af hendi. Hafa uppdrættir henn- ar verið bundnir í vandaða bók, sem er til afnota. Samband ís- lenzkra heimilisiðnaðarfél. hefir lagt fram nauðsynlegt fé til verksins. — Lesb. Mgbl. til þess bendir nafnið. Og þeir j atvik, og fleiri, sem ekki eru Skógverjar, sem Njála bendir til nefndir á nafn. Á þann hátt að komnir séu frá Þorleifi, hafa verið þeir Skeggi Njálsson og mætti hafa verið um Gils föður Einars og marga fleiri. Teikningar Sigurðar Guðmundssonar málara, er notaðir hafa verið undanfarna áratugi, sem fyrir- myndir við baldýringar og útsaum á íslenzka faldbúninginn, liggja nú frammi til afnota á Þjóð- minjasafninu. Hefir Þjóðminja- vörður þá með höndum. Þegar Sigurður Guðmundsson endurbæU' íslenzka búninginn, sá hann sem var, að konurnar þurftu mikið og fjölbreytt af fyr- irmyndum til að sauma eftir. — Gðmlu fyrirmyndirnar eða upp- drættirnir, sumir líklega útlendir og úr ýmsum áttum, voru flestir ónothæfir eða ósmekklegir. En Sigurður tók sér fyrir hendur, að gera fjölda af uppdráttum í þessu skyni, og notaði í þá aðallega ís- lenzkar alþektar plöntur. — Frá- gangur uppdrátta þessara ber allur sama blæ; er blómum og blöðum raðað út frá miðstöngli, og hefir sú gerð stundum verið nefnd “blómsveigastíll.” Meðan Sigurður vann að þessu var Guðrún Gísladóttir, kona séra Eiríks Briems, honum mjög til að- stoðar. Átti hún síðar alla upp- drætti þessa. En þeir eru nú glat- aðir. En frú Hólmfríður Rosen- kranz og Sigríður Thofra'rensen höfðu og mikinn áhuga fyrir þessum efnum, og hafa lengi leiðbeint konum við búningagerð. — Átti Hólmfríður eftirmyndir af mörgum uppdráttum Sigurðar, er hún sjálf hafði gert eftir fyr- irsögn og undir umsjón höundar. Uppdrættir þessir eru nú í eign tengdadóttur hennar, frú Sigur- laugar Rosengranz og hefir hún lánað þá Þjóðminjasafninu til þess að þar yrði gerð ný og vönd- uð eftirmynd af þeim. Hefir ung- frú Sigríður Briem int það verk Æfágrip Björns ólafssonar. Að kveldi þess 10. marz s. 1. andaðist að heimili sínu að Hen- sel, N. Dak., bóndinn Björn Ólafs- son, 69 ára að aldri. Banamein hans var hjartasjúkdómur. Hann var búinn að vera meira og minna veikur frá því í ágúst s. 1. Hafði þá fengið snert af slagi og náði sér aldrei eftir það. Hann hafði fótavist fram undir það síðasta, að fráteknum fáum dögum, er hann lá í rúminu að lækna ráði. Hann var jarðsunginn af sóknar- prestinum, séra H. Sigrmar, þann 12. s. m. að allmörgu fólki við- stöddu. Björn heitinn var fæddur 24. febrúar, 1859, á Þorgrímsstögum í Breiðdal í Suður-Múlasýslu á ís- landi. Foreldrar hans voru þau hjónin, ólafur Björnsson, Björns- sonar frá Hlíðarenda í sömu sveit, og Margrét Guðmundsdótt- ir, Þorsteinssonar frá Stórasteins- vaði í Hjaltastaðaþinghá í Norð- ur-Múlasýslu. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum á Þorgrímsstöð- um til fullorðinsaldurs. Þann 4. júí 1883 giftist hann eftirlifandi ekkju sinni, Guðrúnu Katrínu Einarsdótttur, Engilbertssonar frá Viðarlæk í Skriðdal í Suður- Múlasýslu. Móðir Guðrúnar hét Jóhanna Rannveig Jónsdóttir, ættuð af Suðurlandi. Það sama sumar fluttu þaust þau Björn og Guðrún vestur um haf til Ame- ríku. Þegar til Winnipeg kom, réðist svo með þeim að fara til Nýja íslands; þar dvöldu þau eitt ár, fluttu svo suður hingað, námu land í þessari bygð og hafa búið á því síðan. — Þau Björn og Guðrún eignuðust þrjú börn, eitt pilt, ólaf að nafni, og tvær stúlk- ur; nöfn þeirra eru: Jóhanna Rannveig, dáin 1903, og Margrét, nú búsett á samt bróður sínum á föðurleifð þeirra; hún gift Sig- urði H. Níelssyni, en hann ógift- ur. — Eftir að hingað kom, tók Björn heit. töluverða hlutdeild í flestu, sem var á dagskrá hjá nýlendubúum og þótti góður fé- lagsmaður. Hann gekk strax í Vídalínssöfnuð, sem þá var að myndast, og tók góðan þátt í starfsemi hans; var um skeið fé- hirðir og var tvisvar sinnum send- ur á kirkjuþing. B. ólafsson var vel gefinn að mörgu leyti; hann var myndar- maður, meir en í meðallagi að burðum, duglegur til allra verka og verklaginn, enda þótti hann allstaðar hlutgengur, að hverju sem hann gekk. Björn var lágur vexti og gildvaxinn, í þerknara lagi eftir hæðinni, en svaraði sér pó allvel. Hann var frískur á fæti á yngri árum, kvikur í spori og fjörlegur í hreyfingum. Hann var fríður sýnum, kringluleitur, með ljósjarpt hár og bjart jrfir- skegg. Hann var mannblendinn og málhreyfur ©g fylgdist með flestu, sem var að gjörast, og tók oft drjúgan þátt í umræðum. Hann var hjálpfús, ef eitthvað lá við, og þá oft fljótur til að rétta hjálparhönd. Hann var hugsun- arsamur húsfaðir, umgengnis- góður og hirti vel sitt; gestrisinn og góður heim að sækja. Með Birni ólafsyni er til graf- ar genginn einn af frumbúum þessarar bygðar. Þeir týna töl- unni smám saman, íslenzku land- nemarnir. Hvenær sem kallið kemur, “kaupir sig enginn frí”, og mér finst að sérhvert dauðs- fall hrópi til okkar þessum al- vðruþrungnu áminningarorðum frelsarans: ”Verið þess vegna reiðubúnir, því þér vitið hvorki daginn né stundina.” J E.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.