Lögberg - 25.04.1929, Page 1

Lögberg - 25.04.1929, Page 1
42 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1929 NUMER 17 Sannleikurinn um styrkbetl heimfararnefndarinnar leiddur i ljós Bréfaskiftin milli heimfararnefndar Þjóðrœknisfélagsins og Mr. Bracken, ásamt bréfi Dr. Brandson’s, svari forsætisráðgjafans, og inngangsorðum doktorsins, þeim, er hér fylgja. Það er nú liðið meir en ár síð- an eg ritaði fyrstu mótmælagrein mína igegn stjórnarstyrks 'um- sóknum heimfararnetfndar Þjóð- ræknisfélagsins. Eg lét þá í ljós þá skoðun að slíks styrks gjörðist alls engin þörf, og þar að auki væri það minkun fyrir Vestur-ls- lendinga að þiggja slíkan styrk. Einnig þegar það er tekið til greina að Manitoba stjórn vildi aðeins veita peninga úr auglýs- inga sjóði fylkisins, sem er auð- vitað aðallega ætlaður til að auka innflytjenda fjölda inn í ’fylkið, þá væri það í augum margra stór móðgun, að nota stórhátíð Is- lands til þess að auglýsa annað land, og með því ef til vill, vekja nýjan vesturfara hug í landinu. Síðan mótmæli mín ífyrst birt- ust hefir heimfararne'fndin gjört sitt ítrasta til þess að sanna, að afstaða mín væri bygð á misskiln- ingi, fákunnáttu, skilningsleysi eða iilgirni. Mönnum hefir verið talin trú um, að hér væri ekki um neitt auglýsingafé að' ræða heldur um heiðursgjöf til íslendinga, sem þeim sé ge'fin eiginlega án þess að þeir hafi farið hennar á leit. Til sönnunar mínu máli legg eg nú hér fram bréf þau, þessu máli viðvíkjandi, sem heimfararnefndin og stjórnafformaður Manitoba ifylkis John Bracken skiftust á. Líka læt eg hér fylgja bréf, sem eg skrifaði Mr. Bracken þegar út- séð var um samkomulag í þessu máli, og svo svar hans til mín. Eg vona að menn lesi þessi bréf með athygli. Þau sanna svo ótví- rætt að engin mótmæli lengur duga, að Manitoba stjórn setti sem skilyrði fyrir hinni tilvonandi fjár- veitingu, að peningunum skyldi varið til að auglýsa Manitoba, en ekki til nein§ annars. Þar er ekki eitt einasta orð um nokkra “heið- ursgjöf” til íslands eða Vestur- fslendinga. Að þessum skilyrðum gengur ne'fndin fúslega, og með þvi skuldbindur hún sig til að nota þjóðhátíð íslands, sem aug- íýsingu fyrir framandi land. Fá- um mun finnast þetta sýna al- menna kurteisi gagnvart íslandi, hvað þá heldur ræktarsemi við sitt feðrafrón. Ef til vill segir nefhdin að þessi skilyrði nái ekki til fjárveiting- anna frá Saskatchewan. Þetta kann að vera rétt, en ef svo er, þá er það ekki nefndinni að þakka ef engin skilyrði voru sett af stjórn Saskatchewan fylkis. Eins og bréf eitt, sem hér er birt sýn- ir, þá gjörði nefndin báðum þess- um fylkjum, Manitoba og Sask- atc'hewan jafnt undir höfði. Ef stjórn Saskatohewan fylkis hefði sett nokkur álíka skilyrði og Mani- toba gjörði, þá hefði nefndin ef- laust viðtekið þau á sama hátt og hún viðtók skilyrði Manitoba- stjórnar. Hvað sýnist mönnum nú um hina miklu “'heiðursgjöf” frá Saskatchewan ? Eins og bréf Mr. Bracken’s ber með sér, vildi hann og ráðunautar hans, ekki veita nefndinni neitt ffé nema vissa væri fengin fyrir því, að sú fjárveiting væri samkvæmt vilja svo að segja allra íslendinga í Manitoba. Nefndinni ætti að vera nokkurn veginn kunnugt um þá mótspyrnu, sem styrkbeiðnin hefir hlotið. Þrátt fyrir það fer hún enn á ný á fund iManitoba- stjórnar nú ffyrir nokkrum vikum síðan, og fer fram á að fá hinn um- talaða styrk og fullvissar stjórn- ina um að svo að segja allir fs- lendingar séu nú á eitt sáttir í þessu máli og styrknum meðmælt- ir. Því miður er ekkert af þeim bréfum, sem hér'fylgja, sem sanna þessa sögu mína. Eg hefi aðeins orð tveggja af ráðgjöfunum þessu til sönnunar. En ef á liggur get eg eflaust fengið frekari sannanir máli mínu til stuðnings. Það er mikið elfamál, hvort eg hefði álit- ið það ómaksins vert að ]eggja frekar til deilunnar út af þessu hiáli, ef heimlfararnefndin hefði ®kki gjört þetta nýafstaðna áhlaup á auglýsingasjóð fylkisins. En tegar tillit var tekið til þess, sem a undan var gengið, þá gat eg ekki látið slíkt fram ganga án frekari ttiótmæla. Það eru eflaust til menn, sem álíta að ekkert sé vítavert í fram- komu nefndarinnar, að það sé gott og blessað ef hægt sé að ná í styrk af almennings fé, þó ekkert komi í aðra hönd. Enn aðrir sjá ekkert á móti því þó að íslandsför þeirra sé styrkt af almennings fé, með þeirri skuldbinding af þeirra hendi, sem ferðinni stjórna, að ferðin skuli auglýsa Manitoba eða eitthvert annað land, á íslandi. Ef menn eru þannig styrktir af opinberu fé, er þá ekki öldungis eðlilegt að líta á þá sem útflutn- ings agenta, sérstaklega ef styrkt- arféð kemur úr sjóði þeim, sem ætlaður er fölksiflutning til Can- ada til eflingar? Þeir, sem ekkert sjá á móti því að verða stjórnar- styrks aðnjótandi til ferðarinnar, jalfnvel þótt sá styrkur sé ýmsum skilyrðum bundinn, auðvitað fylla hóp þeirra, sem til íslands fara undir merkjum heimfararnelfndar Þjóðræknisfélagsins. Aftur á móti, þeir, sem hafa svo mikið sjálf- stæði, að þeir vilja vera óháðir þeim ógeðfeldu skilyrðum að ferð þeirra til íslands 1930 skoðist sem auglýsing fyrir Canada, munu Ieyta sér farrýmis annarsstaðar. Heimfararnefnd Þjóðræknis- félagsins hefir nú í heilt ár reynt til að sanna að staðhæfingar mín- ar væru markleysa. Eg felli eng- an dóm á nefndina, en almenn- ingur getur nú dæmt 'hana sam- kvæmt hennar eigin vitnisburði, sem eg Iegg hér fram til athug- unar. Þetta er vitnisburÖur nefndarinnar sjálfrar og er það ekkert ósanngjarnt að krefjast að almenningur dæmi nefndina og gjörðir hennar samkvæmt honum. Leiðangur hennar út um bygðir vorar á hinu liðna ári, kemur henni nú að litlum notum, þegar sannleikurinn um styrkbeiðni hennar kémur fyllilega í ljós. En naumast mun því tekið með þökkum, að nefndin hefir reynt að selja hina fyrithuguðu íslandsferð sem auglýsingu, sem annað land en ísland myndi hljóta hagnað af. Þessari staðhæfingu verður ekki neitað, svo framarlega að nefndin ætlaði sér að uppfylla lofforð sín við stjórn Manitoba fylkis. Þegar Vilhjálmur Stefánsson benti á, að heppilegasti vegurinn til undirbúnings hinnar fyrirhug- uðu fslandáferðar væri sá, að af- henda það istarf einhverju flutn- ingsfélagi, sem svo annaðist það og bæri allan starfrækslukostnað, þá var því mótmælt með fyrirlitn- ingu fyrjr hönd nefndarinnar. Það þótti óþolandi að fá það starf í hendur útlendum flutningsfélög- urn, sem svo kynnu að græða á fyrirtækinu. En síðar meir, þegar nefndinni tókst að semja við flutningsfélag um að flytja fólk, sem þessa ferð vildi fara, þá þótt- ust þeir miklir menn, sem stór- virki lægi eftir, þótt samningar þeir, sem þeir gjörðu, væru að engu leyti hagkvæmari en þeir, er sjálfboðanefndin halfði gjört við Cunard félagið. En þegar flutn- ingsfélagið annast allan starf- rækslukostnað til hvers þarf þá stjórnarstyrk? Það sem hefir ein- kent þessa heimfararneffnd frá því fyrsta, er skortur á hreinskilni. Skoðanir manna geta verið svo gjörólikar að þær geta ekki sam- rýmst undir neinum kringumstæð- um. í þessu tilfelli eflaust, finst nefndarmönnum, að þessi stjórn- arstyrkur sé heiðursgjöf, þótt öðr- um 'finnist að peningar úr aug- lýsingasjóði, veittir með vissum skilyrðum, geti ekki skoðast neinn heiður fyrir þann, sem þiggur, frekar en almenn kaup og sala er sérstakur heiður. En þvi ekki að kannast við sannleikann í stað þess að þyrla upp ógurlegu mold- viðri til þess að reyna að hylja hann? Og nú síðast fer óhrein- skilnin svo langt, að í þeirri von að ná þessum umtalaða styrk frá Manitoba-stjórn, fullvissar nefndin stjórnina um að íslendingar séu sama sem samróma í því að biðja um þennan styrk, eflaust með sömu kjörum og áður höffðu verið sett. Menn skilja nú eflaust þetta mál til hlýtar, svo óþarft ætti að vera að ræða það mikið meir. Eg 'þykist hafa fyllilega sannað mál mitt og læt þar við sitja. Spurs- málið er ofur einfalt og óþadft að láta gjöra sér sjónhverfingar. Vilja menn, eða vilja menn ekki stjórnarstyrk til hinnar fyrirhug- uðu ferðar? Vilja menn koma heim til íslands eins og sjálfstæðir menn, eða sem auglýsing frá öðru landi, sem stjórn þess lands er búin að borga Ifyrir fyrirfram? B. J. Brandson. 1101 McArthur Bldg., Winnipeg, Man. Can., 14. marz 1927. Bracken forsætisráðherra, Parliament Buildings, Winnipeg, Man. Kæri herra: Fyrir hér um bil tveimur árum byrjaði stjórnin á íslandi að und- irbúa hátíðáhald í tilefni af því, að þjóðþing hefir haldist á eyj- unni um 1000 ár. Öflug nefnd manna var kosin af Alþingi til þess að hafa með höndum undirbúninginn, sem há- tíðlegur verður haldinn í júní 1930. Þessi nefnd er í sambandi við stjórnirnar í Skandínavísku löndunum, sem váfalaust taka þátt í hátíðahaldinu í stórum stíl. Nefndin hefir einnig viðskifti við íslenzka sambandið í Norður-Ame- ríku (Þjóðræknisfélagið?) og æsk- ir þess að íslendingar, þeir sem af íslenzku bergi eru brotnir og aðrir vinir íslands taki þátt í þessu minnisverða hátiðahaldi. Á síðasta ársþingi sínu, sem haldið var í Winnipeg með ffull- trúum frá öllum hinum stærri bygðum íslendinga, kaus íslenzka sambandið ffimm manna nefnd, sem hér segir: J. J. Bíldfell, séra R. Pétursson, Arni Eggertson, A. P. Jóhannsson og Jakob Krist- jánsson. Átti sú nefnd að undir- búa skemtiferð íslenzks fólks í Norður-Ameríku til þess að taka þátt í hátíðahaldinu, og veittist þessari nefnd sú ánægja að heim- sækja yður í morgun. Eins og vér skýrðum fyrir yður í samtali voru, er það allmikið undirbúningsstarf, sem takast verður á hendur í sambandi við | þetta mál, er það aðallega í því! fólgið að flokka eða skifta í héruð : öllum íslenzkum bygðum í Norður-1 Ameríku og stofna til heimanefnd-1 ar í hverju héraði; og á sú nefnd | að kjósa einn fulltrúa í aðalnefnd- i ina í Winnipeg; þegar því verki | er lokið, ætlar aðalnefndin að helfja ákveðið starf til fylgisöfl- unar í blöðunum og með sérstök- um bæklingum frá þessum tínla og halda því áfram til ársins 1930. Alt þetta undirbúningsstarf verð- ur háð eftirliti aðalnefndarinnar í Winnipegborg. Til þess að framkvæma undir- búningsstarfið er það nauðsynlegt að hafa nokkurt fé með höndum og það var í því skyni og því skyni einungis að vér báðum yð- ur um fjárstyrk í morgun; og nú biðjum vér yður og stjórn yðar að veita oss $1000.00 styrk á hverju ári þangað til 1930, eða $3000.00 alls. Hugmynd vor er sú að nægilega margt fólk taki þátt í þessari skemtiför til þess að oss verði ó- hætt að leigja skip til fararinnar; að alt fólkið komi saman í Winni- peg, fari af stað héðan í einni Ifylkingu og komi aftur frá Islandi sömu leið til heimila sinna í Vest- urlandinu. Þetta tækifæri er afar þýðingarmikið, ekki einung- ir fyrir hina íslenzku þjóð og fólk af íslenzku bergi brotið í Ame- ríku og annarsstaðar, heldur einn- ig fyrir alla þá, sem fylgjast með sögu þingbundinnar stjórnar um víða veröld. Vér leyfum oss því að halda því fram að stjóm yðar geti full- komlega réttlætt þá athöfn að verða við þessari beiðni vegna þess að ef skemtiferðin hepnast, þá hefir hún verulegt gildi og verður MESTA AUGLÝSING, SEM FYLKIÐ MÖGULEGA GÆTI HLOTIÐ. Með einlægu þakklæti fyrir hinar vingjarnlegu viðtökur í morgun og von um að ffá hag- kvæmt svar innan skamms tíma. Yðar allra virðingarfylst, J. J. Bíldfell formaður. 142 Lyle Stræti, St. James, Man. (Úrklippa úr kvöldútgáfu Free Press, þriðjudaginn 8. marz 1927 lögð innan í) Winnipeg, Man. 26. marz, 1927. Herra J. J. Bíldfell, 1101 McArthur Bldg., Winnipeg. Kæri herra Bíldfell: Sem svar við bréfi yðar dagsettu 14. þ. m. viðvíkjandi undirbúningi undir hátíðahald á íslandi í sam- bandi við 1000 ára tilveru þjóð- bundins þings á eyjunni, leyfi eg mér að tilkynna yður að stjórnin hefir mjög mikla samúð með beiðni yðar. Samt sem áður finst oss ekki að vér getum veitt fé til þjóðræknisfélags sem slíks, en uppástungan felur í sér mjög mikla möguleika að því er aug- lýsingagildi snertir, og á þeim grundvelli væri það mögulegt að vér gætum hjálpað yður. Mér væri það því ljúft, ef þér eða samnefndarmenn yðar, vildu koma til mín einhverntíma eftir að þingi er slitið. Þá gætum vér rætt málið nánar. Oss væri það ánægja að veita þjóðræknisfélagi yðar styrk, en væri það gert, yrði það fordæmi, sem vér gætum ekki framfylgt. Auglýsingagildi uppástungunnar hrífur oss samt sem áður, og eg hefi von um að vér getum veitt félagi yðar einhverja hjálp og jafnframt aflað mikilsverðra aug- lýsinga fyrir fylkið. Yðar einlægur, John Bracken. Winnipeg, Man. 25. apríl 1927. Hon. John Bracken, forsætisráðherra í Manitoba. Kæri 'herra: Brðf yðar dagsett 29. síðastl. er meðtekið. Eg virði sannarlega hina góðgjarnlegu afstöðu yðar gagnvart uppástungunni um þátt- töku íslendinga í Manitoba og Ganada í “þúsund ára” hátíðinni, sem fram á að ifara á íslandi árið 1930. I þessu sambandi langar mig til þess að benda á það að þetta fyrirtæki er algerlega almenn- ingsmál. Að því er íslendinga í Vestur- Canada snertir langar þá aðéins til þess að láta í ljós virðingu sína við þessi sögulegu og þýð- ingarmiklu tímamót í lífi ætt- jarðar sinnar, og um ]eið og þeir gera það, langar þá til að vitna beinlínis og óbeinlínis um þá auð- sæld og vellíðan, sem þeir hafa notið í sínu nýja heimkynni í Vesturheimi. Það er á þeim grundvelli, nefni- Iega auglýsingagildi hundraða og jafnvel þúsunda af fólki, sem kom tii Canada eignalaust og án hag- kvæmrar þekkingar fyrir þrjátíu til fimmtíu árum, sem fer heim í fylkingu við slíkt tækifæri. Mani- toba er fylkið, þar sem þetta fólk er flest búsett, og þess vegna för- um vér fram á f járhagslegan styrk frá stjóm yðar. Eins og vér bentum yður á í síð- asta viðtali voru við yður þarf á nokkru fé að halda til undir- búnings starfsemi. Þúsund dala upphæðin í þrjú ár, sem nefndin, er málið hetfir með höndum bað yður og stjórn yðar a$ veita í þessu skyni, verð- ur notuð algerlega til undirbún- ings starfsemi, að mestu leyti í Manitoba-fylki. Þetta starf verður alt fram- kvæmt frá Winnipeg og sömuleið- ir allar auglýsingar í sambandi við fyrirtækið. Fólkið saifnast alt saman í Winnipeg til ferðar- innar og kemur aftur til Winni- peg að hátíðahaldinu loknu. Að svo miklu leyti sem nokkur fjár- hagslegur hagnaður stafar af för- inni annar en járnbrauta og gufu- skipafargjöld, þá nýtur Winnipeg borg hans og Manitoba-fylki. Moð von um ákveðið og hag- kvæmt svar frá yður innan skamms er eg yðar einlægur J. J. Bíldfell. Winnipeg 29. apríl 1927. Herra J. J. Bíldfell, formaður canadísk-íslenzku skemtifararinnar, Winnipeg. Kæri herra: Sem svar við bréfi yðar dag- settu 25. þ. m. leyfi eg mér að til- kynna yður að þótt stjórnin sjái sér ekki fært að leggja fram neina fjárveitingu nokkru þjóðræknis- félagi, þá er oss samt sem áður ant um að auglýsa Manitobafylki eins mikið óg mögulegt er, sér- staklega í Bandaríkjum, Stóra- Bretlandi, í norðurhluta Evrópu og á ÍSLANDI. Mér skilst það á bréfi yðar og því, sem þér hafið sagt að þessi viðburður veiti afar- mikið tsekifæri til áhatasamra auglýsinga fyrir Manitoba-fylki. 'Hftir að eg hefi ráðfært mig við samstjórnarmenn mína höfum vér ákveðið að með þeim skilyrð- um að þér komið því svo fyrir að skemtiferðin hqfjist frá ' Winni- peg og komi aftur til Winnipeg og með því skilyrði að þér sjáið einnig um það að þeir peningar, sem veittir verða af Manitoba- stjórninni, verði notaðir til aug- lýsjnga, erum vér reiðubúnir að veita $1000.00 styrk árlega í þrjú ár. Það verður að vera greinilega áskilið þegar að þessum samning- um er gengið, að þetta er alls ekki árlegur styrkur til félags yðar, heldur öllu fremur STYRKUR t ÞVt SÉRSTAKA SKYNI AÐ AUGLÝSA MANITOBA Á ÍS- LANDI og í Bandaríkjum og óbeinlínis í öðrum pörtum heims- ins, þegar sagan um heimsókn yðar canadísku og amerísku félaga til íslands verður birt. * Stjórnin væntir þess að styrkur sá, er vér veitum verði notaður elinungis í augfiýsingaskyni en ekki til þess að greiða kaup fólki, sem þér kynnuð að ráða í þjónustu yðar. Ef þér eruð reiðubúnir að ganga að þessum skilyrðum, þá hygg eg að engir erfiðleikar verði á því, að koma uppástungunni í fram- kvæmd. Yðar einlægur John Bracken. Winnipeg, Man., 3. maí, 1927. Hon. John Bracken, stjórnarformaður í Manitoba. Kæri herra: Bréf yðar frá 29. fyrra mánað- ar meðtekið. Sem svar, óska eg að láta það í ljós, að vér göngum hiklaust að skilyrðum þeim og skuldbindingum, sem sett eru fram í bréfi yðar. Vér þökkum yður og samverkamönnum yðar einlæglega fyrir yðar vingjarnlégu undirtekt- ir í þessu máli. Vér getum full- vissað yður um, að skilyrðum yð- ar verður dyggilega framfylgt, og að sú er ófrávíkjanleg ósk nefnd- arinnar, að framfylgja máli þessu á þann hátt, að það verði Mani- toba-fylki lil verulegs hagnaðar, engu síður en því fólki, er hlut á að máli. Vér viljum vinsamlegast fara fram á, að þér gefið út peninga- ávísun, borganlega til “The Canadian-Icelandic Excursion Committee,” við yðar allra fyrstu hentugleika. Yðar einlægur, J. J. Bíldfell. Skrifað með blýant á sérstakan miða í bréfasalfninu: “13. júlí, Mr. Petursson kom, og bað um $500 bráðabirgðaborgun.” The United Conference of Icelandic Churches Unitarian and Liberal Christian. Field Secretary, 45 Home Street, Winnipeg, Canada, 20 október, 1927. Hon. John Bracken, stjórnarformaður í Manitoba, Winnipeg, Man. Kæri 'hr. Bracken: Viðvíkjandi hinu árlega $1000 fjárframlagi v til framkvæmdar- nefndar ‘ICanadian Icelandic Ex- cursion olf 1930,” er stjórn yðar hefir svo örlætislega veitt, til þess að standast kostnað við auglýsing- ar, ferðalög og undirbúnings út- gjöld nefndarinnar, leyfi eg mér virðingarfylst, sem féhirðir neifnd- arinnar ,að tilkynna yður að greiðsla nú þegar, annaðhvort að parti til, eða til fulls, einkum ef hún gæti farið fram bráðlega, myndi verða þakksamlega meðtek- in og metin, með því að nelfndin ráðgerir að nota sér haustmánuð- ina til áframhalds við þann undir- búning, er hafinn var í sumar. Megum vér eiga þess von, að þér sýnið máli þessu vingjarnlega at- hygli, og að svar komi bráðlega, ásamt peningaávísun fyrir þessa árs tillagi, ef kringumstæður leyfa og það veldur ekki hlutaðeigandi stjórnardeild nokkurra óþæginda? Yðar með virðingu, Rögnv. Petursson. Winnipeg, Man. 22. október, 1927. Rev. Rögnv. Pétursson, 45 Home Street, City. Kæri herra: Sem svar við bréfi yðar Ifrá 20. þessa mánaðar, viðvíkjandi hinu fyrirhugaða tillagi til auglýsinga í sambandi við Canadian Icelandic Excursion 1930, leyfi eg mér að tilkynna yður, að fjárveiting í slíkum tilgangi, hefir enn ekki verið afgreidd af þinginu, og gæti því eftir venjulegum reglum, eigi orðið til taks fyr en eftir að þingið kemur saman. Það er atriði í sambandi við þetta mál, sem athygli mín hefir nýlega verið dregin að, en sem ekki var vandlega íhuguð, um það leyti, er við áttum tal saman. Ef þér eigið 'hægt með að líta inn á skrilfstofu mína á næstunni, myndi það fá mér ánægju, að ræða um mál þetta við yður frekar. Yðar einlægur, John Bracken. Winnipeg, Man. 5. marz, 1928. Mr. J. J. Bíldfell, 142 Lyle Street, St. James, Man. Kæri hr. Bíldfell: Sem afleiðing-alf samtali okkar fyrir nokkrum dögum, er þér full- vissuðuð mig um að enginn á- greiningur myndi eiga sér stað meðal fólks yðar, viðvíkjandi því, hvort, augtlýsjingahliðin í sam- bandi við hina fyrirhuguðu heim- för, geti skoðast sæmileg, þá bar eg málið að nýju undir ráðuneyt- ið, og það féllst á að veita yður fjárhagslegan stuðning. Það var einróma úrskurður stjórnarinnar, að ferðamanna flokkurinn skyldi leggja upp frá Manitoba hötfn, nefnilega Fort CÍiurchilI. Var svo litið á, að bæði frá því sjónarmiði að aug- lýsa Manitoba-fylki, sem og för- ina sjálfa, þá væri slíkt mjög æskilegt. Ef þér getið komið þessu í kring, ætti $1000 fjárveit- ing að verða til taks innan skamms. Ef yður finst einhverra orsaka vegna, að þér getið ekki farið fró Fort Churchill, þá vildi stjórnin gjarnan eiga þess tök, að íhuga á ný hvaða fjárupphæð skuli veitt. Eg læt hér með fylgja bréfasafn það, er þér skilduð eftir hjá mér. Yðar einlægur John Bracken. P.S. Mér hefir verið sagt, að Saskatchewan stjórnin hefði í hyggju að leggja fram $2000, þannig, að gi-eiddir verði $1000 ártega í næstu tvö ár. Viljið þér gera svo vel og láta mig vita hvort þetta er rétt. J. B. Winnipeg, Man., Canada. 8 marz, 1928. Hon. John Bracken, forsætisráðherra í Manitoba, Parliament Buildings, City. Kæri herra Bracken: Bróf yðar dagsett 5. þ. m. með- tekið með þökkum. Með tilliti til þess, að hin fyr- irhugaðá ferð 1930 hefjist frá Fort Churchill höfninni, get eg fullvissað yður um það, að há- tíðanefndin fylgir afdráttarlaust og einhuga þeirri stefnu (is one hundred percent behind that pro- position), og mun sannarlega beita áhrifum sínum að því tak- marki. Auðvitað með því skil- yrði að ekki sé neinn óyfirstígan- legur þröskuldur í vegi og sigl- ingamöguleikar að öðru leyti jafn- ir því, sem gildir um aðrar cana- dískar hafnir. í sámbandi við styrk frá Sask- atchewan, get eg endurtekið það, sem eg sagði við yður persónulega að við fórum fram á sörnu beiðni við herra Gardiner, forsætisráð- herra og við yður, og höfum enn sem komið er aðeins fengið murtn- legt loforð frá honum um þá styrk- veitingu. Eg hefi enn enga til- kynningu Ifengið um það, að til standi að nokkuð verði dregið frá þeirri aðalupphæð sem beðið var um. Eg mundi meta það mikils ef þér sæjuð yður fært að greiða ein- hverja upphæð fljótlega, með því að okkur liggur á peningum til þess að standast kostnað við und- irbúningsstarfið. Yðar einlægur, J. J. Bíldfell. ætlast til, að þessir peningar yrði veittir úr þeim sjóði íylkisins, sem hafður er til auglýsingakostnaðar, og yrði þarafleiðandi ekki veittir nema með því móti að þeim yrði varið að minsta kosti óbeinlínis, á þann hátt að auglýsa Manitoba, og þannig að auka innflutning fólks frá íslandi til Canada. Það er fullkunnugt, að alt, sem á sér hefir einhvern blæ innflutninga öflunar (propaganda) er mjög ó- vinsælt á íslandi, og ef þannig yrði litið á að þessi ferð nyti styrks af canadísku innflutningafé, mundi það vafalaust vekja illan hug á íslandi, en það væri sérlega óheppilegt þegar tillit er tekið til kringumstæðanna. Fyrsta dag maí-mánaðar siðast- liðinn, var haldinn fjölmennur fundur íslenzkra borgara í Win- nipeg í gömlu St. Stephens kirkj- unni. Þann fund sóttu um 1290 manns. Á þeim fundi var lesin upp tillaga, sem fordæmdi þessa styrkbeiðni, en til þess að særa ekki tilfinningar þeirra nefndar- manna, sem loforðið fengu fyrir þessum styrk, var tillagan ekki borin upp til atkvæða. En á sama tíma lét nefndin það í ljós við oss, að væri tillagan ekki borin upp, þá yrði málið tekið upp til nýrrar athugunar, og oss virtist það mjög líklegt að þeim peningum, sem þegar höfðu fengist, yrði skilað aftur og öll beiðni um frekari styrkveitingu yrði dregin til baka. Það urðu því fjöldamörgum Is- lendingum 'hér í landi hin mestu vonbrigði, að eftir rækilega íhug- un, ákvað nefndin að hætta ekki við beiðni sína um styrkveitingu, og að halda þeim peningum, sem hún þegar hafði fengið frá Sas- katchewan stjórninni. Af þessu leiddi það að mótstað- an gegn því að þiggja þessa pen- inga, er nú sterkari en nokkru sinni áður, og um það er eg viss að ekki sé of djúpt tekið í árinni, þó sagt sé að milli áttatíu og níu- tíu af hundraði íslenzkra borgara í Vestur-Canada, séu ákveðnir á móti því að þessi styrkur sé veitt- ur. Eg mætti geta þess að Thos. heit- inn H. Johnson, K.C., var í nefnd þeirri, sem um er getið, einungia fáar vikur áður en hann dó. Hann var aðeins á einum fundi nefnd- arinnar, þar sem fyrst var minst á þetta mál. Hver afstaða hans hefir verið á þeim Ifundi, get eg ekki sagt, en eg vissi það af per- sónulegum samræðum við hann, að áður en hann lézt var hann kominn að þeirri niðurstöðu að um engan styrk ætti að biðja frá nokkurri stjórn í sambandi við hina fyrirhuguðu ferð. Hann fór svo langt að hann kvaðst verða neyddur til þess að segja sig úr nefndinni og snúast opinberlega á móti henni, ef hún sæti föst við einn keip, að biðja um þessa styrkveitingu. Ef þér kynnuð að æskja ein- hverra fleiri upplýsinga í þessu máli, get eg bent yður á herra A. C. Johnson, danska ræðismanninn í Winnipeg, íslenzku þingmennina í fylkisþinginu, herra H. A. Berg- man, K.C., og Dr. B. B. Jónsson hér í bænum. Mér fanst það rétt að þér vær- uð látnir vita nákvæmlega um all- ar kringumstæður, því mér skilst að styrkveitingunni hafi verið lofað með þeim skilningi að Is- lendingar í Manitoba væru svo að segja einhuga í þessu efni. Eg vil því eindregið fara þess á leit við yður að þér veitið enga pen- inga í þessu sambandi, án þess að íhuga málið nánar. v Eg er yðar einlægur v B. J. Brandson. Winnipeg, 9. júní, 1928. Hon. John Bracken, stjórnarformaður í Manitoba, Parliament Buildings, Winnipeg, Man. Kæri herrp: (Eftir því sem mér skilst, hefir fjárveitingu verið lofað í sambandi við ferð þá, sem íslendingar hér í landi hafa fyrirhugað til íslands 1930. Mér skilst að loforð fyrir þessum styrk, hafi fengist gegn fullvissu um það, að íslendingar væru svo að segja einhuga í því að biðja um slíka styrkveitingu. Að því er einingu snertir, get eg fullvissað yður um að skoðanir eru mjög skiftar um það, hvort heppilegt sé að þiggja þennan styrk frá Manitoba-stjórninni, eða nokkurri annari stjórn. Mér er óhætt að fullyrða það, að mik- ill meirihluti íslendinga hér í landi litur þannig á, að styrkurinn sé algerlega ónauðsynlegur, og ekki einungis með öllu ónauðsynlegur, heldur væri það lítillækkandi að þiggja slíkan styrk og gæti vald- ið misskilningi á Islandi. Eftir því, sem mér skilst, var Winnipeg, 12. júní, 1928. Dr. B. J. Brandson, Medical Arts Building, Winnipeg. Kæri Dr. Brandson: Eg viðurkenni hér með að hafa meðtekið bréf yðar dagsett 9. þ. m. viðvíkjandi styrk þeim, er Is- lendinganelfndin bað um fyrir ári síðan eða meira. Ef tilfinningar manna eru eins og þér bendið á meðal samlanda yðar, þá gleður það mig stórlega að þér hafið gert mér aðvart um það, sökum þess að vér viljum alls ékki valda íslenzkum borgurum neinna óþæginda á nokkurn hátt. Samkvæmt bendingu yðar munum vér ekkert frekar gera í þessu efni að svo stöddu og væntum þess að nokkurn veginn eining megi nást í málinu meðal hlutaðeigenda. Með þakklæti fyrir það að skýra málið fyrir mér á þann hátt, sem það kemur yður Ifyrir sjónir er eg yðareinlægur John Bracken. (Leturbrejdingar gerðar stjóra þessa blaðs). af rit-

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.