Lögberg - 23.05.1929, Page 6

Lögberg - 23.05.1929, Page 6
BIs. tt. LÖGBERG FIMTUDAGINN 23. MAí 1929. Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. XI. KAPITULI. Saxon var nú miklu meira einmana, heldur en hún hafði áður verið. Þótt Willi hefði nú enga atvinnu, þá var hann samt meira að heim- an, heldur en hann hafði áður verið, sérstaklega á kveldin. Mercedes var farin úr nágrenninu, Bert dáiim og María var líka farin eitthvað burtu. Saxon gat ómögulega varist því, að láta sér leiðast. Willi var henni lítil hjálp í þessum efnum. Hann sá að vísu, og tók sér nærri, að henni leið ekki vel, en skildi ekki hvernig hann gæti úr því bætt. Jafnvel þótt hún hefði aldrei séð barnið sitt, þá saknaði hún þess þó sárt. Það kom hvað eftir annað fyr.ir, að henni fanst barnið vera einhvers staðar rétt hjá sér, og hún hlustði af öllum mætti eftir að heyra til þess. En hún heyrði ekkert. Tvisvar hafði hún farið -sofandi fram úr rúminu, með þeirri hugsun, að hún þyrfti eitthvað að gera fyrir barnið, en í hvortveggja sinn hafði hún komið til sjálfrar sín hjá kommóðunni gömlu, sem móðir hennar hafði átt, og þar sem bamafötin voru ge\Tnd. Þegar þetta, eða eitthvað þessu líkt kom fyrir hana, sagði hún við sjálfa sig: “Eg átti einu sinni barn,” og hún sagði þetta jafnvel uphátt stundum, þegar hún sá börnin vera að leika sér á strætinu. Einu sinni sat ung kona rétt við hliðina á henni í strætisvagni og hélt á litlu barni í fang- inu. Saxon gat ekki stilt sig um að segja við hana: <4Eg átti líka einu sinni barn. Það dó. ” Konan leit á hana og hún þrýsti barninu enn fastar að sér, ein.s og hún væri hræ.dd um það. Svo varð hún blíðlegri á svipinn og sagði: “ Aumingja konan.” ‘‘Já,” sagði 'Saxon. “Það dó.” Tárin komu fram í augun á henni og henni létti töluvert við það, að geta þó sagt einhverj- um frá raunum sínum, og allan daginn sárlang- aði hana til að segja þær svo að segja öllum, sem hún sá, bankamanninum, búðarmanninum og jafnvel lögreglumanninum, sem hún leit nú samt á alt öðmvísi, en hún hafði áður gert. Hún hafði séð lögregluþjón drepa mann á sama hátt og verkfalismenn höfðu gert það. En sá var þó munurinn, að þeir gerðu þetta ekki af því þeir væm að berjast við aðra um atvinnu, heldur var þetta þeirra lögíhelguS atvinna. Hún vissi ekki sjálf hvers vegna, en einhvem veginn var því svo varið, að hún tók oft á sig langan krók, til þess að verða ekki á vegi lög- regluþjónanna. Hún gerði sér enga ljósa grein fvrir því, en henni fanst endilega, að þeir \æm engir vinir sínir eða sinna. A leiðinni heim beið hún dálitla stund eftir strætisvagninum. Hún kom þar alt í emu auga á lögregluþjón og hann þekti hana og heilsaði henni. Hún fékk ákafan hjartslátt og hún fann sjálf, að hún náfölnaði. Þetta ver þá Ned Her- man, feitari og sœllegri en nokkm sinni fyr. Þau höfðu gengið á sama skólann í þrjú ár. Þegar púður-verksmiðjan sprakk og allir gluggar í skólanum brotnuðu, þá vora það bara þau tvö, sem ekki urðu hálf-trylt af hræÖslu, og kennarinn hafði dáðst mikið að þeim fyrir hug- rekki þeirra og gefið þeim mánaðar frí. Seinna hafði Ned Herman gifst Lenu Highland og Sxon hafði heyrt, að þau ættu fimm böm. En hvað sem þessu leiÖ, þá var hann nú lög- regluþjónn, en Willi var einn af verkfalls- mönnum. Gat það ekki vel verið, aÖ Herman gerði Willa einhvem tíma sömu skil, eins og lögregluþjónarnir höfðu gert verkfallsmönn- unum framan við húsdyr hennar? “Hvað gengur að þér, Saxon?” sagði hann. “Ertu veik?” Hún svaraði engu og henni fanst hún ekk- ert geta sagt, og hún gerði sig líklega til að stíga upp í strætisvagninn, sem kom að í þessu. “Eg skal hjálpa þér upp í vaginn,” sagði hann. “Nei, þess þarf ekki, eg ætlai ekki að fara með þessum vagni. Eg gleymdi nokkru”. Svo sneri hún í aðra átt og leit ekki einu sinni við Ned Herman. Eftir því sem lengra Þið, fór ástandið stöð- ugt versnandi. Það var engu líkara, en að pen- ingavaldið annars vegar og verkamanna sam- tökin hins vegar, hefðu valið Oakland sem bar- dagavöll, þar sem barist skyldi til þrautar. Fjöldi manna hafði gert verkfall og fjöldi verk- v«itanda hafði hætt, um tíma að minsta kosti, að reka sína atvinnu; það var eins og alt verk stæði fast, og það var afar-erfitt að fá nokkurt dagsverk að gera nokkurs staðar í bænum. Willi fékk samt ofurlítið að gera við og við, og dálitla borgun fékk hann vikulega frá verka- raannafélaginu, sem hann tilheyrði. En tekj- urnar vora saipt svo litlar, að ómögulegt var að láta þær mæta útgjöldum, þrátt fvrir það, að Saxon gætti allrar sparsemi og hagsvni eins \”el og hún mögiulega gat. Fæðið, sem þau nú höfðu, var alveg ólíkt því, sem þau höfðu haft fyrsta árið. Það sem á borð var borið, var alt miklu lakara en áður og alls ekki margt af því góðgæti, sem þau höfðu áður haft. Þá sjaldan að þau höfðu kjöt á borðinu, þá var það af ódýrustu tegund. Sama var að segja um alt annað. Afleiðingar verkfallsins vom sjáanlegar all- staðar í nágrenninu. Jafnvel þeir, sem ekki tóku sjálfir þátt í verkfallinu, urðu þó að líða fyrir það, því hver atvinnugreinin er bundin við aðra, og ef ein hættir, þá er annari hætt. Margir ungir menn vora að fara burtu, sem höfðu leigt herbergi hjá fjölskyldum, og þann- ig gert þeim léttara f.yrir að borga húsaleig- una. ‘‘Við, verkafólkið, verðum öll að líÖa fyrir fyrir þetta,” hafði kjötsalinn sagt við Saxon. “Konan mín þarf endilega að láta gera við tennurnar í sér, en það verÖur að bíÖa, þvi eg h«fi ekki peninga til að borga fyrir það, og ef þessu heldur áfram, þó verður þess ekki langt að bíða, að eg fari alveg á hausiim.” Einu sinni ætlaði Willi að pantsetja úrið sitt, til að fá dálítið af peningum, en þá stakk Saxon upp á ]>ví, að hann fengi heldur peninga lánaða hjá Willa Murphy. ‘ ‘ Það var einmitt það, sem eg var að hugsa um,” sagði Willi, “en nú get eg það ekki. Eg liefi ekki sagt þér frá því, en hann var að leika hnefaleik fyrir skömmu, og það leit út fyrir, að hann mundi vinna, og þá hefði hann feiigið heil- mikið af peningum. En þá varð hann fyrir því óhappi að meiða sig í handleggnum, og þetta fór alt út um þúfur, og hann getur kannske aldrei aftur leikið hnefaleik. Það er annars ekki ein báran stök fyrir okkur, þessum reglu- legu Ameríkumönnum, nú upp á síðkastiÖ.” “Já það er undarlegt hvernig þetta gengur alt saman,” sagði Saxon. ‘‘Alt hefir breyzt svo fjarskalega mikið síðan eg var lítil stúlka. Við brutumsti vfir slétturnar og bygðum þetta land, en nú eigum við það bara undir hopni eða náð annara, hvort við getum unnið fyrir dag- legu brauði eða ekki. Þetta er ekki þér aÖ kenna, eða mér aÖ kenna. Það er bara hepni eða óhepni. Það er ekki hægt að gera sér grein fyrir því öðru vísi.” “Eg veit ekki heldur, hvemig því er var- ið,” sagði Willi. “Árið sem leið vann eg á hverjum degi, og eg bjóst við að gera hið sama þetta ár, «n nú hefi eg verið svo að segja alveg vinnulaus vikum saman. Hver eiginlega ræður þessum. ósköpum?” Saxon hafði hætt að kaupa blaðið, til að spara peninga, en það vildi svo til, að einn af blaðadrengjunum var sonur Maggie Donahue, og þegar svo vildi til, að hann hafði blað af- gangs, og þaÖ var nokkuð oft, þá gaf hann Sax- on það. í ritstjómargreinum blaÖsins var því hiklaust og daglega haldið fram, að það væru verkamanna leiðtogamir, er væru að reyna að ná vfirráðum í landinu, en það mætti meÖ engu móti eiga sér stað, því þá færi alt í vitleysu. Saxon fanst stundum, að töluvert mundi vera hæft í þessu, en þetta mál gat hún með engu móti skiliÖ til neinnar hlítar. Það leit út fyrir, að keyrara verkfallið mundi verða langdregiÖ, hvemig sem það nú færi á endanum. Keyraramir fengu töluverö- an stvrk hjá öðrum félögum, og flestir, sem unnu við að hirÖa um hestana og hesthúsin og aktýgin, höfðu líka hætt vinnu, og þeir sem hestana áttu, gátu ekki komið í verk helm- ingnum af því verki, sem þeir höfðu samið um og þurftu að láta gera. En það var svo sem auðséÖ á öllu, að verkveitendur hjálpuðu hver öðrum, bæði verkveitenduumir í Oakland og allsstaðar meðfram ströndinni. Saxon var orðin mánuð á eftir með húsa- leiguna, eða reyndar tvo mánuði, ef miðað var við það, að húsaleigu ber að borga fyrirfram, og hún var líka orðin tvo mánuði á eftir með borganir til húsgagnasalans. En hann var ekki mjög eftirgangssamur. “Við gefum þér alt tækifæri, sem við get- um”, hafði innköllunarmaðurinn sagt. “Eg á nú reyndar að ná hjá þér öllum þeim peningum sem eg get, en samt ekki að vera harður við þig. Við revnum að gera eins vel við fólk, eins og við mögulega getum, en satt að segja þurf- um við nauðsynlega á öllu okkar að halda. Þér getið ekki ímyndaÖ yður, hvað það er mikiÖ, sem við eigum útistandandi. Annað hvort verðum við að fá mikiÖ af því inn, áður en langt líður, eða við lendum í vandræðum. Það væri því dæmalaust gott, ef þér gætuð haft svo sem fimm dali fyrir mig í næstu viku, þá látum við þetta vera í bráðina.” Einn þeirra manna, sem vann fvrir sama fé- lagið eins og Willi, hét Henderson. Hann hafði það starf, að hirða um hestana og ak- týgin og var einn af þeim fáu, sem hélt áfram að vinna, þegar hinir hættu. Hann átti heima í nágrenni við Saxon og þar sem hann vann á nóttunni, hafði hún oft séð hann koma heim að morgmnum, og henni hafði fundist hann finna töluvert til sín út af því, að liann skvldi hafa vinnu og peninga, þegar flestir aðrir verka- menn voru vinnulausir og peningalausir. Hann lét það ekki á sig fá, að drengirnir kölluðu oft til lians og létu hann vita hvað þeir hugsuðu um hann. Eitt kvöldið, þegar hann var á leið til vinnu sinnar, koirNhonum það óheillaráð í liug, að fara inn í drvkkjuknæpu. Þar var fvr- ir Otto Frank, einn af fvrri félögum Hender- sons, en sem nú var einn af verkfallsmönnum. Fáeinum mínútum síðar kom sjúkravagninn eftir Henderson og lögregluvagninn eftir Frank og var sá fyrnefndi fluttur á spítala og sá síð- arnefndi í tugthúsið. Maggie Donahue sagði Saxon frá þessu og það var auðfundið, að henni þótti meira en lítið vænt um þessar fréttir. “Þetta er mátulegt handa þeim, þessum bölvuðum óþokkum,” sagði hún. “En auingja konan hans,” sagði Saxon. “Hún er ekki heilsuhraust. Og svo vesalings börnin. Hún getur ekki haft ofan af fyrir þeim, ef hún missir manninn.” “Það er þá ekki nema mátulegt handa henni líka,” svaraði Maggie. Það gekk alveg fram af 'Saxon, hvað þessi írska kona gat verið grimmúðug. “Kona, sem getur gert sér að góðu að búa með manni, sem skerst úr leik, eins og hennar maður gerði, á ekkert gott skilið. Hvað gerir svo sem til með börnin! Eg held börn þess manns megi svelta, sem tekur brauðiS frá munninum á annara bömum.” Afstaða Mrs. Olson til þessa máls, var alt önnur. Hún virtist hafa einhverja meðaumkv- un með Mrs. Henderson og börnum hennar, og lét það í ljós með almennum orðatiltækjum, og gaf þrím ekki frekari gaum. En hún kendi sárt í brjósti um Otto Frank, og þó sérstaklega um konu hans og börn. Mrs. Frank var systir hennar. ‘‘Ef Henderson deyr, þá hengja þeir Otto,” sagði hún, “og hvernig fer þá um aumingja Hildu? Hún er svo fótaveik, að það er ómögu- legt að hún geti staðið við vinnu allan daginn og unnið fyrir kaupi. Og ekki get eg hjálpað. Eins og Carl sé svo sem ekki vinnulaus líka.” Willi hafði líka sína skoðun á málinu. “Þetta spillir enn fyrir verkamönnum, sér- staklega ef Henderson deyr,” sagði hann æði áhyggjufullur eitt kveldið, þegar hann kom heim. “Þeir náttúrlegá hengja þá Frank. Svo verÖum við líka að útvega lögmann, til að verja málið, og þeir karlar gefa nú ekki það sem þeir gera. Þeir éta mann út á húsgang. Frank hefði aldrei gert þetta, «f hann hefði ekki verið drukkinn. Utan víns er hann eins hæglátur og meinlaus eins og nokkur maður geurt verið.” Willi fór tvisvar út um kvöldiö til að for- vitnast um, hvort Henderson væri enn lifandi. Morgunblaðið gaf litla von um, að hann mundi lifa það af, og kveldblaðið færði þá frétt, að hann væri dauÖur. Otto Frank sat í fangels- inu og engin tilraun var gerð til að ná honum út. Blaðið heimtaði, að málið væri þegar tekið fyrir og Frank dæmdur til dauÖa og tekinn af lífi. Það skoraði þegar á þá, sem til þess kynnu að verða kvaddir að vera kviðdómarar, að gera skyldu sína, og útmálaði með mörgum orðum, hve afar nauðsynlegt það væri, að taka þennan mann af lífi sem allra fyrst, til að skjóta þessum óaldarlýð, verkamönnum, skelk í bringu. Því var enn fremur haldið fram, að maskínubyss- urnar væra eiginlega það eina, sem jafnað gæti um þá óróaseggi. Saxon tók sér þetta alt afar nærri. AS und- anteknum Willa, átti hún eiginlega engan að í heiminum. Frá því hann fór að heiman og þangað til hann kom heim aftur, var hún aldrei áhyggjulaus. Hún vissi fullvel, að ryskingar og annað þesskonar átti sér stað og hún vissi líka, að Willi tók einhvern þátt í þessu, en um það sagði hann henni aldrei nokkurt orð. Hún tók eftir því oftar en einu sinni, að hann hafði enhverjar skrámur á höndunum, þegar hann kom heim. Þegar það kom fyrir, var hann af- ar fálátur og sat annað hvort þegjandi eða fór strax að hátta. Eitt kveldið, þegar Willi var venju fremur þegjandalegur og sat í stólnum án þess að honum félli orð af munni, fór hún til hans og settist á kné hans, lét annan hand- legginn utan um hálsinn á honum, en með hinni hendinni strauk ihún hár hansi og vanga. “Hlustaðu nú á mig, Willi minn,” sagði hún blíðlega. ‘ ‘ Þú hefir ekki verið alveg sann- gjarn við mig að undanförnu, en þú átt að vera það. Nei! nei!!”, hún tók hendinni fyrir munn- inn á honum, “eg er að tala núna, og það er vegna þess, að þú hefir talað of lítið að undan- förnu. Þú manst, að strax í byrjun komum við okkur saman um það, að við skyldum segja hvort öðru alt. Eg braut það loforð, þegar eg seldi Mrs. Higgins þessa hluti, sem eg var að búa til. Mér þótti þá strax, og mér þykir enn ósköp slæmt, að eg skyldi gera það, og eg hefi aldrei gert það síðan. Nú kemur til þinna kasta. Þú segir mér ekkið hvað þú ert að gera. Þú ert að gera eitthvað, sem þú vilt ekki segja mér. — Þú ert mér kærari, Willi, en alt anuað í ver- öldinni. Þú veizt það. Við eigum að lifa hvort fyrir annað. En nú er það eitthvað, sem að- skilur okkur. Eg veit, að í hvert sinn, s«m hnú- arnir á höndunum á þér eru sárir, þá er eitthvað í huga þínum, sem þú ekki vilt segja mér. Ef þú getur ekki treyst mér, þá getur þú engum treyst. Þar að auki ann eg þér svo h«itt, að hvað sem þú gerir, þá held eg áfram að unna þér. ’ ’ Willi starði á hana og það var einhver grun- semd í svip hans. “Þú þarft ekki að dvlia mig neins,” hélt hún áfram: “Þú viezt, að eg verð alt af með þér, hvað s«m fyrir kemur. ” ‘‘Þú ætlar þá ekki að setja þig á móti því, sem eg geri ? ’ ’ “Hvernig ætti eg að gera það? Eg á ekki vfir þér aÖ ráða, góði minn. og þó eg gæti það, þá vildi eg það ekki, og ef þú létir mig ráða fvrir þér, þá Jiætti mér ekki nærri eins vænt um þig.” Það var eins og hann væri að hugsa sig um eitthvað, sem hann ætti bágt með að átta sig á. “Þú mátt ekki verða reiÖ.” “Reið við þig? Hvernig ætti það að geta verið? Eg er aldrei reið við þig. Vertu nú góður og segðu mér hvemig stendur á þessum skinnsprettum á hnúunum á þér. Þær eru þar, eins og allir geta séð.” “Jæia, þá, eg skal segja þér það alt, eins og það er.” Hann þagnaði sem snöggvast og Saxon sá að hann var að hugsa um eitthvað sem hann hafði hálf gaman af. “Þú ætlr ekki að verða reið?” hélt hann áfram. “Við verðum eitthvað að gera, tila að balda okkar hlut. Við hittum einhvern náunga, sem var svo stór, að eg var eins og barn hjá honum. Hendumar á honum og fæturnir voru svo stór, að það tók engu tali. Það var auðséÖ á honum, að hann var sveitamaður og hann hafði fráleitt í huga að gera nokkuð ilt af sér. Hann var víst alls ekki að hugsa dm að hjálpa verkveitendunum, eða að skaSa verkamennina. Hann hgði ekki vit á því. Hann hafði bara lesið einhverjar aug- lvsingar um hátt kaup og kom til borgarinnar til að fá það. Við vorum tveir, Bud Strothers og eg, við KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEQ, MAN. Offlce: 6th Floor, Bank of HamlltonOhamber* erum alt af saman, og stundum eram við fleiri. Eg gaf mig á tal við þennan náunga og spurði hvort hann væri að líta eftir vinnu, og játaði hann því. Eg spurði, hvort hann gæti keyrt hesta. Jú, hann liélt það nú. Þú ert einmitt rétti maðurinn, sagði eg. Kom þú með mér, og við skulum sjá um, að þú fáir nóg að gera nú strax. Við gátum ekki gera það, sem við ætluÖum, þama, því þarna var lögregluþjónn ekki langt frá, sem þekti okkur samt ekki. Við fóram því á afvikinn stað og þessi náungi fylgdi okkur og grunaði ekki neitt. Við fórum að tala við hann og spyrja hann, hvort hann væri nú alveg viss um, að hann vildi taka þessa vinnu. *Jú, það var nú ekki mikill efi á því. Til þess hafði hann komið til borgarinnar. Eg sagði honum, að nú ætti hann að fá að reyna, hvernig færi fyrtf þeim, sem væra að að reyna að stela vinnu frá öðrum. Svo við réðumst þama á hann, og það sem við gerðum fer ekki nærri vel með hend- urnar á manni; en það leið ekki á löngu, þang- að til það vora orðin töluverð umskifti á þess- um náunga, og það var ekki sjón að sjá hann.” Willi þagnaði, og það var eins og Kann væri að hugsa sig um hvernig þetta hefði nú eigin- vont. Keyrarar í Frisoo gerðu einu sinni verk- með honum, en í raun og veru hafði hún mesta ógeð á því athæfi, sem hér hafði veriÖ um hönd haft. Það sem gamla Mercedes hafði sagt, var furðulega nærri réttu lagi. Þessi heimski verka- lýður reifst og barðist sín á milli. Hinir fáu vitra, lifðu í allsnægtum, og þar bæri ekki á neinu ósamkomulagi. Þeir létu heimskingjana framkvæma óþverraverkin. Menn eins og Bert og Frank Davis og Chester Johnson og Otto Frank, vora ávalt reiðubúnir til þess og það voru líka þeir, sem urðu fyrir skakkafallinu. Það komu aldrei nein óhöpp fyrir hina. Þeir keyrðu í sínum eigin bílum. ‘‘Þegar við vorum búnir að gera þessum náunga þau skil, sem við héldum að væra hæfi- leg,” hélt Willi áfram, “þá spurði eg bann aft- ur, hvort hann kærði sig um að fá þessa vinnu. En hann hélt nú ekki, og eg las yfir honum tölu- vert. Þú hefðir átt að sjá hann taka til fótanna. Eg er viss um, að hann hleypur enn. En þegar hann kemur heim til sín, þá er eg viss um að hann varar alla sína kunningja við að koma til Oaikland, til að fá vinnu, hvað sem í boði er.” ‘‘Þetta er óskaplegt,” sagði Saxon, en Jæ reyndi hún að brosa, til að þóknast, Willa. “Þetta var ekki mikið,” sagði Willi. ‘‘Nokkrir af piltunum náðu öðram náunga. Hann var víst heldur illa útleikinn, þegar þeir skildu við hann. Blaðið í kvöld segir, að hann hafi verið nefbrotinn og rifbrotinn og fram- tennurnar brotnar úr honum, þegar hann kom á spítalann. Hann fékk áreiðanlega alt, sem liann þurfti. En þetta var nú samt ekki svo vont. Keyrar í Frisoo gerðu einu sinni verk- fall. Þá tóku þeir alla verkfallsbrjóta, sem þeir náðu og handleggsbratu þá á báðum hand- leggjum, svo þeir gætu ekki keyrt hest. Spít- alarnir urðu fullir af slíkum mönnum. En keyrararnir unnu verkfallið. Það verður að hræða þessa náunga, en það má ekki komast upp, hverjir gera þetta.” “En ef það skyldi nú samt komast upp, hvernig fer þá?” spurði Saxon. ‘‘Þá fá félögin lögmenn til að verja okkur. Það kemur nú reyndar ekki að miklu gagni nú, því dómararnir eru allir á móti okkur og blöðin eggja þá alt af að vera sem harðasta. En hvernig s«m alt fer, ])á eiga þó margir, sem era á móti olkkur, um sárt að binda. ” Saxon revndi sem bezt hún gat að komast eftir því hjú bónda sínum, hvor-t honum í raun og veru fyndist þetta ofbeldi réttmætt. Henni skildist að svo væri. Hann sá ekkert rangt við þetta. Það bara varð svona að vera. Hann var samt ekki með sprengingum eða manndrápum. Þegar verkfallsmenn hefðu tekið upp á því, þá hafði almenningur ávalt snúist á móti þeim og þeir hefðu tapað. “Okkar fólk þurfti aldrei að eiga í þessum ósköpum, ” sagði Saxon. “Það var aldrei neitt verkfall í gamla daga.” ‘‘Nei, þeir gerðu engin verkföll, gömlu menn- irnir, en þá var öðru vísi að lifa í landinu en nú er orÖiÖ. Eg vildi að eg hefði veriÖ uppi á þeim árum. ” ' BÆNDABYGGINGAR Fáið þessa bók áður en þér byggið Hún kennir yður að búa til betri og traustari byggingar Sendist án endurgjalds, þá um beðið. Vér búum einnig til CULVERTS, VATNSKASSA, KORNGEYMSLUHÚS, LOFT- KLÆÐNINGAR, BRUNNKASSA, BRUNNUMGJÖÐIR. Skrifið eftir upplýsingum og verði WESTERN STEEL PRODUCTS LIMITED WINNIPEG Calgary, Edmonton, Regina, Saskatoon, Vancouver, Victoria

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.