Lögberg - 15.08.1929, Side 1
42 ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. AGÚST 1929
✓POC
L
Helztu heims-fréttir
IC=\)
>0<=Z>0C=>0'
J
Canada
í öllum fylkjum Oailada er nú
stjórnar vínsala, nema í Prince
Edward Island og Nova Scotia.
Árið sem leið nam áfengissalan
alls $107,694,384, og kemur þá
söluvert yfir $10 á hvert manns-
barn í landinu. Tekjur stjórn-
anna af þessari áfengissölu urðu
yfir árið $72,560,501. Þar af fékk
sambandsstjórnin $49,805,291, og
fylkisstjórnirnar alls $22,855,261.
Tekjur fylkjánna eru samt í raun
og veru meiri, en hér segir, að
minsta kosti í Saskatchewan og
British Columbia. Mestar tekjur
hefir Ontario haft af áfengissöl-
unni, eða $8,130,390, og þar næst
Quebec með $7,000,000. Þá Al-
berta og 'British Columbia, með
meir en hálfa þriðju miljón hvont.
Öll hin fylkin eru innan við milj-
ón; Manitoba með $9216,163. en
hér er þess að gæta, að ölgerðar-
húsin í Manitoba hafa leyfi til að
selja bjórinn beint til almennings.
Annars mundu tekjur stjórnar-
innar af áfengissölunni töluvert
hærri.
* * * *
Nú hafa utanríkisstjórnir Can-
ada og Bandaríkjanna útnefnt
sinn manninn hvor, til að gera
um málið, sem út af því reis, að
ein af strandvarnar snekkjum
Bandaríkjanna sökti skipinu
“I’m Alone”, sem á ólöglegan hátt
var að flytja áfengi til landsins,
en skipið var Canada tilheyrandi.
Einn maður fórst þegar skipinu
var sökt. Canadastjórn hefir út-
nefnt fyrir sína hönd Eugene La-
Flieur, K.C., lögmann í Montreal,
og Bandaríkjastjórnin hefir út-
nefnt Willis Van Deanter, dómara
í hæsta rétt Bandaríkjanna. Þar
að auki hefir Canadastjórn skip-
að eina þrjá lögmenn til að lítaj
eftir hagsmunum Canada í þessul
máli.
* * #
Iðnaðarfélagið, Canadian In-
dustries Limited, hefir keypt
þúsund ekriur af landi skamt frá
East Selkirk, og hér um bil átján
mílur norður frá Winnipeg, þar
sem það ætlar að reisa stóra
verksmiðju á næsta ári, þar sem
búa á til sprengiefni, sem nú er
alt af meiri og meiri iþörf fyrir,
eftir því sem námaiðnaðurinn hér
í norðurhluta Manitobafylkis og
nágranna fylkjunum, fer vaxandi.
Er búist Við, að næsta sumar
vinni tvö til þrjú hundruð manna
við byggingu þessarar verksmiðju
og eftir að hún er komin upp, er
gert ráð fyrir, að hún veiti 60—70
mönnum stöðuga atvinnu.
* * *
Föstudagurinn í vikunni sem
Jeið, var heitasti ágústdagur, sem
komið hefir í Winnipeg, svo sög-
ur fari af. Hitinn komst þann dag
u'Pp í 98 stig. Það er að eins
tveimur stigum minna, heldur en
niesti hiti, sem komið hefir í Win-
nipeg, síðan hér var reglulega
f*orið að mæla hita og kulda. Það
var 23. júní árið 1900; þá komst
hitinn upp í 100.5. Einu sinni áð-
ur hefir hitinn í Winnipeg verið
jafnmikill, eins og á föstudaginn,
tað var 31. júlí 1926.
* * *
Samkvæmt nýjum skýrslum frá
hagstofu sambandsstjórnarinnar í
Ottawa, hefir kjötneyzla þjóðar-
innar, árið sem leið, numið 156
Pundum á mann. Er hér átt við
allar tegundir af kjöti.
* » *
Nýdáinn er Senator N. K. La-
fiamme, K.C., merkur lögmaður
i Montreal. Hann sat þing lög-
fr*ðingafélags Canada í Winni-
í*eg 1928, sem fulltrúi dómsmála-
ráðherrans. Eru nú fjögur auð
®®i-i í efri málstofunni, þrjú í
Uebec og eitt í Manitoba. En
ekki breytir þetta afstöðu flokk-
Uuna í efri málstofunni, því fylg-
'snienn stjórnarinnar skipuðu öll
þessi sæti.
Á föstudaginn í vikunni sem
leið, brann salt verksmiðja að
Bishopric, Sask., til kaldra kola.
Er skaðinn talinn um $500,000.
Þar unnu 35 menn, og er sagt að
iðnfyrirtæki þetta hafi staðið
með miklum blóma.
* * *
Graf Zeppelin kom með heilu og
höldnu til Friedsrichshafen á
laugardaginn, eftir 4,200 mílna
flug frá Lakehurst, N. J. Var loft-
skipið nú fljótara í ferðum held-
ur en það hefir áður verið á ferð-
um sínum yfir Atlantshafið, eða
55 klukkustundir og 24 mínútur.
Er það 13 klukkustundum og 22
mínútum styttri tími, en það hef-
ir áður verið fljótast að fljúga
þessa leið.
* * #
Isaac Campbell, K.C., andaðist
að heimili sínu, 586 Eiver Ave.,
Winnipeg, aðfaranótt þriðjudags-
ins í þessari viku, 13. ágúst, 76
ára að aldri. Mr. Campell var
einn með merkustu lögmönnum og
stjórnmálamönnum í Manitoba á
sinni tíð. iFylkisþingmaður var
hann um tíma á þeim árum, sem
Hon. Thomas Greenway var for-
sætisráðherra. Um sæti á sam-
andsþinginu sótti hann einu sinni
í Winnipegborg, gegn Sir Hugh
John Macdonald, og tapaði hann í
þeim kosningum. Var sú kosn-
ingahríð lengi í minnum höfð, er
vafalaust kom til af því, að um-
sækjendurnir voru atkvæðameiri
og vinsælli heldur en vanalega
greist. Þótt Mr. Campell væri
ekki lengi þingmaður, þá var hann
þó jafnan áhugasamur um stjórn-
mál og mikill áhrifamaður í sín-
um stjórnmálaflokki, frjálslynda
flokknum. Mr. Campell var ó-
vanalega vel máli farinn maður.
Hvaðanæfa
Loftskipið mikla, Graf Zeppe-
lin, lagði af stað frá Lakehurst,
N. J., hinn 7. þ. m., með 22 far-
þega, auk skipverja, sem eru um
40. Á nú að fljúga umhverfis
jörðina og koma aðeins við á
þrem stöðum, Friedrichshafen,
Tokio og Los Angeles. Flugleið-
in er talin 22,000 mílur, og er
mikið af henni yfir úthöf og eyði-
merkur, svo geta m ánærri, að hér
er lagt út í hættuför ekki litla.
En foringi fararinnar er Dr. Eck-
ener. Er hann hinn öruggasti, og
gerir sér hinar beztu vonir um,
að ferðin hepnist vel.
* * *
Enn lítur heldur ófriðlega út
milli Kínverja og Rússa, og lítur
ekki út fýrir að ágreiningur sá,
sem risið hefir milli þeirra
þjóða, hafi enn jafnast. Hafa
báðar þjóðirnar fjölda hermanna
og mikinn herútbúnað á landa-
mærunum og hafa jafnvel borist
þær fréttir að þar hafi lent í ein-
hverjar skærur, en þær fréttir
virðast heldur vafasamar og mið-
ur ábyggilegar.
Til Pálma
er hann var staddur, ásamt konu
sinni, í Winnipeg, 1. ágúst 1929.
1 fjarlægð, Pálmi, fann eg þig
fyrst, í smáu ljóði. —
í vetrar hríð þá hresti mig
þin hugsjón, vinur góði.
Þú tókst úr minni götu grjót,
er gjorðist farar támli.'
— “Víða liggja vegamót”—
vinur kæri, Pálmi.
Þíns viðmóts njóta veit eg nú
að vinum dýrmætt þykir.
—Á brúðkaupsferð hér birtist þú,
er blómatíminn ríkir.
Auðgist þú og fljóð þitt frítt,
af fögrum andans málmi.
Fyrir orð og handtak hlýtt
hjartans þakkir, Pálmi.
G. H. Hjaltalín.
Jarðskjálftarnir á Islandi
Reykjavík, 24. júlí 1929.
Stundarfjórðungi fyrir klukkan
sex í gær, kom hér í Reykjaví'k
svo harður jarðskjálftakippur, að
menn muna hér ekki annan eins.
Hús hristust , svo að brakaði í
þeim, og fjölda fólks var nóg boð-
ið, svo að það þusti út á götumar,
sumpart til að bjarga sér, ef hús-
in skyldu hrynja, sumpart til þess
að verða sjónarvottar að atburð-
um þeim, er fyrir kæmi í grend-
inni. Talið er, að kippurinn hafi
staðið 35—40 sekúndur. Er það
langur jarðskjálftakippur.
Skemdir á húsum.
Þegar þetta er ritað, er ekki
hægt að gefa fullkomið yfirlit yf-
ip skemdir þær, sem orðið hafa
hér í bænum. Svo margar kvik-
sögur gengu manna á milli, að
erfitt var í gærkvöldi að greina
satt frá ósönpu. Skal hér talið
það, sem Morgunblaðið, hafði
frétt í gær með vissu.
Mest brögð virðast hafa orðið
að skemdum á húsum þeim, sem
hlaðin eru úr. grásteini, svo sem
Alþingishúsinu, og Landsímastöð-
inn. 1 velflestum herbergjum
þinghússins mun bera á sprung-
um, einkum meðfram loftum og
hrundi nokkuð niður af loftlist-
um — einkum í Neðri deild. Kon-
ungsmerkið með kórónunni á þak-
skegginu yfir ganginum, fékk
þverbrest og datt lítill moli úr
merkinu niður á gangstéttina.
Landsímastöðvarhúsið skemdist
og talsvert, veggir sprungu, reyk-
háfur hrundi og þessháttar. Reyk-
háfar hrundu á allmörgum húsum
í bænuin, og hefir blaðið ekki tölu
á þeim.
Sprungur komu í veggi á nokkr-
um steinsteypuhúsum, en sögu-
sagnir þær, sem gengu um bæinn
um þau efni í gær, voru allmarg-
ar orðum auknar.
Skemdir innanhúss.
'Svo mikill var hristingurinn í
mörgum húsum, að munir duttu
úr hyllum, vörur, sem settar voru
fram til sýnis í búargluggum,
hrundu víða í hrúgur. Nokkrar
búðargluggarúður munu hafa
sprungið. Mest tjón varð í gler-
vörubúðum. Þar munu sumstaðar
hafa brotnað vörur svo að all-
miklu nam.
Húsin vingsast til.
Svo mikil var jarðhræringin,
að þeir sem úti voru, nálægt há-
um húsum, sáu þau vingsast til.
Hvein og brakaði í öllum húsum,
svo brakhljóðið og glumrugangur-
inn minti á að komið væri alt í
einu ofsarok. En veður var hið
bezta, blæjalogn og sólskin. — Á
Tjörnina kom allmikil bára, og
við hristinginn gaus upp úr henni
óþefur all-mikill. Sumstaðar sáust
göturnar og gangstéttirnar ganga
svo til, að sást í raðir gangstétta-
flísanna, er þær sporðreistúst
augnablik úr stellingum sínum.
Alment mun það vera álit manna,
að jarðskjálftar þessir hafi
ekki mátt verða mikið meiri til
þess að hér hefðu hús hrunið og
yfirskollið stórkostlegasta og
hörmulegasta slys, sem fýrir bæ
þenna getur komið.
Hvaðan stafaj- jarðskjálftinn
Þeirri spurningu er alls ekki
hægt að svara nú. Þorkell Þor-
kelsson veðurstofustjóri fór strax
eftir kippinn vestur í Stýrimanna-
skóla, til þess að athuga jarð-
skjálftamælana, sem þar eru. En
því miður var lítið á þeim að
græða. Jarðhræringin hefir ver-
ið svo mikil, að þeir fóru báðir úr
skorðum. Þó var Þorkell helzt á
því, að hreyfingin hafi komið úr
norðaustri.
Hvað náði jarðskjálftinn yfir
stórt svæði Var hann meiri ann-
arsstaðar á landinu?
Þessar spurningar vöknuðu.fyrst
hjá mönnum hér, er þeir höfðu
gengið úr skugga um, að engin
alvarleg slys hefðu hér orðið.
Með því að athuga hve langt
jarðskjálftinn náði, bjuggust
menn við að hægt væri að gera
sér nokkra grein fjrrir hvaðan
hann stafaði. Frá Morgunblað-
inu var því tafarlaust hringt í
allar áttir út um land. >
Jarðskjálftinn náði austur að
Skeiðarársahdi, vestur á Snæfells-
nes, norður á Borðeyri, að því er
Morgunblaðið frétti í gær.
Eftir þeim upplýsingum, sem
Morgbl. fékk í gær, hefir jarð-
skjálftinn varla verið mikið meiri
annars staðar, en hér í nágrenni
Reykjavíkur, þó e. t. v. nokkru
meiri í sumum sveitum austan
fjalls, en hvergi fréttist um slys,
sem af honum hefði hlotist.
Erfitt er að meta það eftir
lauslegu umtali í síma, hvort jarð-
skjálftinn hefir verið meiri á ein-
um stað en öðrum, fólk leggur á
slíkt svo misjafnan mælikvarða.
En yfirlitið, er blaðið fékk i
gær, er á þessa leið:
1 Vestur-Skaftafellssýslu fanst
jarðhræingin aðeins, t. d. fanst
hún á Kirkjubæjarklaustri aðeins
af fólki því, er var inni við. Líkt
var sagt frá Vík, þó mun kippur-
inn hafa vevrið snarpari þar.
í neðanverðri Rangárvallasýslu
voru talsverð þrögð að honum. Þó
duttu engir húsmunir t. d. í Efra-
'Hvoli. Aftúr fréttist um allmikla
hreyfingu 1 Miðey 1 Landeyjum.
í Þjórsártúni var engu meiri hrær-
ing, en á; Efra-Hvoli.
En aftur á móti var sagt í Fells-
múla í Landsveit, að þar hafi kipp-
urinn verið bæði mikill og lang-
ur. Sagði heimildarmaður blaðs-
ins, að hann myndi hafa staðið yf-
ir í eina mínútu. Áður en hann
kom, heyrðist hár þytur úr suð-
austurátt. Kippurinn var þar tal-
inn álíka snarpur og snörpustu
kippir, sem þar komu fyrir Heklu-
gosið 1918.
Hjá ölfusá var kippurinn svo
snarpur, að myndir duttu niður
af veggjum og hlutir hröpuðu
fram úr hyllum.
í lágsveitum Árnessýslu mun
jarðskjálftinn hafa verið álíka
mikill og í Landsveit. Af Eyrar-
bakka fréttist, að það hefði tals-
vert hrunið og brotnað í húsum.
Sagt var þaðan sem dæmi upp á
hristing að bíll, sem stóð mann-
laus þar á veginum, rólaði til
fram og taftur.
Frá Fjöldamörgum stöðvum í
Borgarfirði, Mýrasýslu og alla
leið út á Snæfellsnes *Ólafsvík og
Hellissand) fréttist um álíka
hristing og hér var, a. m. k. ekki
minni, og eins á Borðeyri.
Á Blönduósi og Akureyri urðu
menn hans ekki varir, og heldur
ekki á Húsavík. En heimildarmað-
ur Morgunbl. gat þess, að á þess-
um tíma, er alt skalf hér syðra,
voru Húsvíkingar að fagna Súl-
unni, og hvert mannsbarn úti við,
svo að segja. Hefði því vel getað
verið, að lítil hræring hefði farið
fram hjá mönnum.
Er eldgos í vændum?
Eins og eðlilegt er, verður mönn-
um tíðrætt um það, hvort þessi
jarðskjálfti, er náði yfir svo stórt
svæði, muni vera fyrirboði þess,
að eldgos sé í vændum. Er eigi
ólíklega til getið, að svo sé.
En hvar er eldsumbrota að
vænta? Dr. Helgi Péturss mun
■hafa haldið því fram í vetur, að
vænta mætti eldsumbrota í Hengl-
inum. Aðrir spá, að Hekla muni
nú láta á sér bæra. En sé svo,
að upptök jarðskjálftanna séu
austur við Heklu, mun munurinn
á styrkleika þeirra þar eystra og
hér í gær, tiltöllega lítill. Eftir
jarðskjálftasvæðinu í gær að
dæma, ættu upptökin að vera
vestar en í Heklu.
Stefna hreyfingarinnar í gær
bendir enn fremur til þess. Eftir
þeim upplýsingum, sem Morgbl.
fékk seint í gærkveldi, má telja
fullvíst, að kreyfingin hafi skoll-
ið hér yfir frá norðaustri.
Frá höfninni.
Sprungur komu í eystri hafnar-
garðinn, “Batteríisgarðinn”, ein-
ar þrjár, og garðhausinn við hafn-
armynnið raskaðist eitthvað, óvíst
tíve mikið. Sprunga kom einnig í
hafnarbakkann, þar sem kolahegr-
inn er.
Þegar kippurinn kom, var Drotn-
ingin á förum, og stóð fjöldi fólks
niður á hafnarbakkanum. Þegar
jarðskjálftinn kom, áttuðu margir
sig ekki á því í bili, hvað um var
að vera, og héldu að vél skipsins
væri að fara af stað. En er þyt-
urinn jókst, og glumrugangurinn
byrjaði í húsunum, skipið tók að
nagga í garðinn, og vörur að
raskast 1 vöruhlöðunum er þarna
eru, þaut flest afi fólkinu upp af
bakkanum í áttina til geymslu-
húsanna. Fólk, sem í skipinu var,
hélt enn fremur að lætin stöfuðu
frá skipinu; t. d. vélarúminu, þar
hefði sprenging átt sér stað eða
þ. h. En brátt sáu menn, hvers
kyns var, enda skifti ekki löngum
togum, unz alt var með kyrrum
kjörum.
Annar kippur miklu vægari,
kom klukkan rúmlega sjö og hinn
þriðji, þeirra vægastur, klukkan
átta. — Mgbl.
Reykjavík, 25. júlí.
í gær var mönnum tíðrætt um
jarðsskjúlftana, eins og nærri má
geta. Ber öllum saman um , að
hér í Reykjavík hafi ekki komið
harðari kippur í jarðskjálftunum
1896, en kippurinn í fyrradag.
Upptökin.
Morgbl. átti í gærkvöldi tal við
Þorkel Þorkelsson veðprstofu-
stjóra. Hann gat ekki í fyrra-
kvöld sagt með neinni vissu hvar
upptök jarðskjálftanna væru,
vegna þess að jarðskjálfamælarn-
ir fóru úr lagi. En hann hélt þá.
að upptökin væru í norðausturátt
héðan.
Seinni partinn í gær, fékk hann
skeyti frá athuganastöð í Eng-
landi, sem staðfesti þetta. Eftir
þeim upplýsingum, sem hann fékk
þaðan, eru upptökin 30—40 km.
frá Reykjavík, í stefnu á Borgar-
fjarðardali. Engin eldfjöll eru á
þessura slóðum, sem kunnugt er,
og eru því miklar líkur tii þess,
að jarðskjálftar þessir stafi ekki
af eldsumbrotum.
Smájarðhræringar, segir Þ. Þ„
að verið hafi hér hvað eftir ann-
að undanfarna viku. Eins fund-
ust hræringar í fyrri nótt, en eigi
miklar.
tJr Grímsnesi fékk Morgunbl.
þá frétt í gær, að heyrst hefðu
dynkir í fjöllunum í vesturátt, og
fanst þar grenilega, að hrejrfing-
in kom að vestan.
Jarðskjálftinn fanst greinilega
á Vestfjörðum, var kippurinn t.d.
allsnarpur á ísafirði, svo snarp-
ur, að bollar brotnuðu e. d. eða
annað brothætt í einstaka húsi.
Er mjög óvanalegt, að svo snarp-
ur jarðskjálfti komi þar vestra.
Kippurinn, sem mestur var hér,
fanst og greinilega á Siglufirði.
Hann hefir því náð um meira en
hálft landið.
í gær urðu menn varir við
nokkrar sprungur í steinhúsum
hér í bænum, sem eigi var veitt
eftirtekt strax í fyrradag, en
komið hafa í jarðskjlftunum.
Eftir því, sem meira heyrist um
það, hve jarðhræringarnar voru
hér miklar, furðar menn meira á
því, að eigi hafi frekar tjón af
hlotist. — Mgbl.
Hlýir straumar
Sunnan úr Mexico-flóa kemur
Golf-straumurinn streymir til
norðausturs á ská yfir hafið og
flytur svo öllum norðvesturhluta
Norðurálfunnar lífgefandi yl. Eg
hefi sjálfur nokkra reynslu af
hita Golf-straumsins. Þegar eg
ferðaðist frá Seattle til New York
gegn um Panama skurðinn, fann
eg þær stundir heitastar á allri
ferðinni, og þá var líka skipið
hraðskreiðast, er leiðin lá eftir
Golf-straumnum fram hjá Flor-
ida-skaga.
Bandaríkja-íslendingar.
Oft hefir það verið talið til
erfiðleika, að hið lúterska kirkju-
félag vort er skift milli tveggja
ríkja, og auðvitað er það tilfellið,
að einmitt þess vegna er ekki
eins auðvelt að eiga samleið í öll-
um málum, en sá er kostur við
þetta ástand, að kirkjufélagið
eignast við þetta meira víðsýni.
Á síðari árum hefir fólksfjöldi
kirkjufélagsins verið meiri Can-
NÚMEP 33
The Pioneer’s Field
By Bicha.rd Beck.
You walk a sacred ground, tread gently here;
This field was dearly bought. Through sacrfice
Of blood and tears a nation’s glories rise,
Builded y menn who never learned to yield
To any foe—mortal or not of clay.
The toiler’s story whispers yonder oak,
Rugged as he and bent with lieavy years,
Yet broken not, though trembling oft with
fears,
A hero garland-crowned by Nature’s hand, —
The fearless planter’s worthy monument.
ada-megin, þungamiðja starfsins
hér, og nú eru flestir embættis-
menn kirkjufélagsins hér megin
landamæranna, en hvort sem for-
setinn hefir átt heima norðan eða
sunnan “linunnar”, hefir drottin-
hylli og drenglyndi gagnvart
kirkjufélagsmálum átt sterk ítök
meðal Bandaríkja-íslendinga.
Því miður hefir Jóns Bjarna-
sonar skóli ekki átt því láni að
fagna, að heilla til sín marga
námsmenn úr Bandaríkjunum.
Einn í hópi fyrstu námssveina var
samt sunnan úr Minnesota-ríki,
ágætur námsmaður, Christian
Árnason. Annar kom til vor
seinna, frá Svold í N. Dakota,
Tryggvi Björnson. Hann var með
oss þrjúár og lauk námi með sóma.
Hann hefir nú stundað nám í
hljómfræði í New Yorkborg í þrjú
ár og síðari hluta þess tíma
haft þar sívaxandi nemenda-hóp.
Hann er hér nú um þessar mund-
ir og býður fólki til hljómleika.
Var að heimsækja foreldra, syst-
kini og æskustöðvar í Norður-
Dakota og ferðast svo nokkuð um
bygðir og heldur samkomur.
Rækt hans til skóla vors kemur
meðal annars fram í því, að hann
hefir áformað halda eina sam-
komu hér í borginni til arðs fyrir
skólann. Hún verður haldin í
Fyrstu lútersku kirkju 23. þessa
mánaðar. Á þetta verður síðar
minst. Enn fremur ber að geta
þess, að Mr. Björnson heldur aðra
samkomu síðar hér í Winnipeg.
Fleiri nemendur sunnan að
hefðu getað stundað nám með
oss, ungir menn, sem hafa komið
norður til þess að búa sig undir
læknafræðisnám. Sumir hafa
staðið í þeim misskilningi, að
skóli vor gæti ekki leyst þetta
verk af hendi. Það er samt til-
fellið, að flest árin, síðan skólinn
tók að fást við nám fyrsta bekkj-
ar háskólans, höfum vér haft
eitthvað af nemendum, sem hafa
verið að búa sig undir lækna-
skóla eða “engineering”, og það
er líka verulegur sannleikur, að
enginn þeirra nemenda hefir fall-
ið í ársprófi. Þeir hafa stundum
fallið í einni námsgrein eða
tveimur, en ekki í ársnáminu.
Ef vér hefðum eins mikla trú í
verkinu á landanum, eins og vér
höfum í orði á íslendingadaginn,
þyrfti ekki að kvarta um skort á
stuðningi í neinum málum vor-
um.
Þrátt fyrir það, að skólinn hef-
ir lítið verið notaður af Banda-
ríkja-íslendingum, hafa þeir samt
styrkt hann. Þegar eg, eitt sinn,
safnaði fé heilan vetur fyrir
skólann, fékk eg í það heila, eins
góðar viðtökur og eins góðar und-
irtektir í Bandaríkjunum eins og
í Canada. Hlýlegustu orð, sem
nokkurn tíma hafa verið til mín
töluð í sambandi við þetta starf
mitt, voru töluð af Bandaríkja-
manni, hr. G. B. Björnson.
Á kirkjuþinginu siðasta var
samþykt að fylgja upphaflegri
hugmynd skólamálsins, að beina
fjársöfnun til safnaðanna. Nokkru
eftir kirkjuþing var svo kirkju-
þingserindrekum send skrifuð til-
kynning um þessa ákvörðun. Málið
hefir fengið hlýlegar undirtektir,
bæði í Canada og Bandaríkjunum.
Kafla úr bréfi að sunnan um þetta
mál, leyfi eg mér hér að birta:
“Mér þótti vænt um myndirnar
og ritgjörðina um skólann, sem
kom í Lögbergi í gærkvöldi. Það
er nauðsynlegt, að halda stöðugt
uppi ummælum og útskýringum
um skólann.
“Það þarf lika að brýna ræki-
lega fyrir prestum og erindrek-
um samþyktir og gjörðir kirkju-
þinganna. Það þarf að uppbyggja
meðal fólks vors meiri ábyrgð og
virðingu fyrir okkar sameigin-
legu, kirkjulegu starfsemi á
kirkjuþingum.
“Við höfum hugsað okkur hér,
að kalla saman fulltrúafund úr
öllum söfnuðunum til að tala um
skólamálið.
“Svo bið eg guð að blessa starf
þitt.”
Bréfið er persónulegt bréf til
mín, en eg vona, að það gjöri ekk-
ert nema gott að birta það. Höf-
undurinn er Bjarni Jones, í Min-
neota, einn af fulltrúum á síðasta
kirkjuþingi.
Andann í bréfinu nefni eg hlýj-
an straum. Það er hann með
réttu frá upphafi til enda, og fátt
er oss meiri nauðsyn nú en það,
I að hiýir straumar streymi um alt
kirkjufélag vort. Á eg auðvitað
við það, að öll þau hlýindi komi
frá Guði.
Enginn má misskilja orð mín
Svo, að eg sé að kvarta um nokk-
urn skólamáls-kulda hér í Canada.
Að visu er hann til, bæði í Can-
ada og Bandaríkjunum, en rétt
sem stendur er eg ekki að kvarta
undan neinu, en þess vil eg biðja,
að hlýir straumar eins og þessi
sunnan frá Minneota, bræði allan
skólamáls-ís, sem til er meðal vor.
Með heitum hjörtum og vilja-
þrungnu viti getum vér gjðrt
skólamálið að suðrænum pálma-
lundi.
“Kærleikans andi, hér kom með
þinn sólaryl blíða,
kveik þú upp eld þann, er hjartn-
anna frost megi þíða;
breið yfir bygð bræðralag vinskap
og trygð,” —
Segjum, að vér biðjum um það,
bæði í orðum og í starfi kirkjufé-
lags vors: “Breið yfir bygð,
bræðralag vinskap og trygð.”
Einn þátturinn í þessum hlýleik
að sunnan, er eftirtektaverður.
Það er drengskapur við kirkjufé-
lagið. Sá andi kemur fram í of-
anskráðu bréfi, og eg fann hann
sterkan, þegar eg var þar á ferð
til að vinna að skólamálinu.
Mönnum þar finst, að drengskap-
ur við kirkjufélagið, sem þeir til-
heyra, kref jist þess, að þeir styrki
mál þess. Getur nokkur neitað
því, að það sé réttur skilningur?
Skólinn hefur starf sitt á ný
18. september.
Sendið umsóknir til Miss Hall-
dórsson, Lundar, Man., eða til
séra Rúnólfs Marteinssonar, 493
Lipton St„ Winnipeg. Fyrir-
spurnum fúslega svarað.
Fyrsti maðurinn á þessu sumri
til að sækja um inngöngu í skól-
ann fyrir son sinn, er amerískur
prófessor, sunnan úr Bandaríkj-
um, sem dvelur í Winnipeg í
vetur.
Eg er líka þakklátur fyrir þann
hlýja straum.
Á hlýjum straumum berst til
; vor samúð, á þeim berst til vor
fjárstyrkur og á þeim berast til
vor nemendur.
Sendið skólanum hvaðanæfa
hlýja strauma. R. M.
I