Lögberg - 15.08.1929, Page 3

Lögberg - 15.08.1929, Page 3
LÖGBERG FTMT'JDAGINN 15. ÁGÚST 1925. Bla. S. SÓLSKIN FRIÐÞJÓFUR FRÆKNI. (Endursögn úr sögu hans.) Beli hét konungur, er réði fyrir Sygnafylki. Nálægt kóngsgarði var Baldurshagi, helgur griðastaður og hof mikið. Tvo sonu átti kon- ungur, þá Helga og Hálfdán, og eina dóttur, Ingibjörgu hina fögru. Hinumegin fjarðarins, andspænis konungsgarði, var, stórbýlið Fram- nes. Þar bjó Þorsteinn yíkingsson, gamall vin- ur konungs. Hans son nefndist Friðjófur. Var hann allra manna mestur í hverskyns íþróttum, manna vinsælastur og hugrakkastur, enda jafn- an kallaður Friðþjófur hinn frækni. Bóndi nefndist Hildingur. Hjá honum ólust þau upp, Friðþjófur og Ingibjörg Beladóttir. Með þeim tókust þegar í æsku góðar ástir. Þeir Beli konung-ur og Þorsteinn Víkingsson dóu samtímis. Tóku Belasynir við konung- dómi, en Friðþjófur fór í víking. Var hann sig- ursæll og auðgaðist brátt. Þeir konungarnir, Helgi og Hálfdán, lögðu mikla öifund á Frið- þjóf sakir vinsælda hans, því sjálfir höfðu þeir fárra manna vinskap. Og er Friðþjófur bað Ingibjargar sér til handa, þá kváðu þeir hon- nm, bóndasyninum, eigi ihæfa að ofmetnast svo, að hugsa til mægða við konungsætt. Friðþjófi sveið sáran, en fékk þó engu um þokað. Hringnr hét konungur í Svíþjóð. Hann sagði þeim Belasonum stríð á hendur. Frið- þjófur sat heima, og veitti þeim bræðrum eigi lið. En meðan þeir bræður voru að heiman, létu þeir Ingibjörgu systur sína dvelja í Bald- urshaga. Hugðu þeir henni vel borgið í helgi hofsinsj. En Friðþjófur fór oft þangað til fund- ar við Ingibjörgu, þrátt fyrir alt. Sóru þau hvort öðru æfilanga trygð, enda höfðu þau áð- ur skifst á hringum til staðfestingar. Nú fór svo, að Belasynir þorðu eigi að leggja til or- ustu við Hring konung, heldur játuðust undir yfirráð ihans og hétu honum eiginorði Ingi- bjargar systur sinnar. Eii Friðþjófur hafði bæði rotfið helgi hofsins og egnt konungana til reiði gegn sér. Varð hann því að vinna sér það lil friðar, að fara til Orkneyja fyrir þá Bela- syni og heimta skatt af Angantý jarli. En með- an hann var að heiman, létu þeir konungarnir brenna bæinn á Framnesi, föðurleifð Frið- þjófs, og neyddu Ingibjörgu systur sína til að giftast Hringi konungi. Og er Hringur amað- ist við hringnum Friðþjófsnaut, þá bað hún konu Helga bróður síns að færa bann Frið- þjófi, er hann kæmi heim. — Um þær mundir, er Friðþjófur kemur lieim og spvr þessi tíð- indi, var haldin blótveizla mi'kil í Baldurshaga. Voru þeir Belasynir þar með miklu fjölmenni. þangað fór og Friðþjófur. Hafði hann með sér sjóð gildan, skattinn af Orkneyjum. Víkur hann sér að Helga konungi og keyrir sjóðinn í andlit honum og ségir þar skattinn kominn. En við fórnareldana stóð fcona Helga, ásafnt öðrum konum, og bökuðu þær goðin við eldana. En Friðþjófur kom þá auga á 'hringinn Ingibjarg- ar á handlegg konunnar. Þrífur hann þá til hringsins, en goðalíkanið valt við það út í eld- inn. Gjörðist þar af svo ákaft bál, að 'hofið brann. Sök átti Friðþjófur á brennu þessari, enda áleit hann sig “varg í véum”. Lagðist hann þá í víkingu og eyddi illmennum, eins og til að bæta fyrir brot sitt. En Ingibjörgu gat. hann ekki gleymt. Hana þráði hann eina. Hana varð hann að sjá, hvað sem það kostaði. Fyrir því tók hann sér vetrarvist, dulbúinn að nokkru, við hirð Hrings konungs. Konungur sat oft og lengi á tali við liann um veturinn, en lézt eigi þekkja, en þekti þó. En Ingibjörg var ®tíð fámælt, og Friðþjófur lét sem hann þekti hana eigi. Einu sinni um veturinn bjargaði hann lífi konungshjónanna. Þau óku á ótraust- úm ísi, sem eigi reyndist heldur. Isinn brast — “Svo hörð voru kappans heljartök, að hesti og kerru hann rykti úr vök.” — Leið svo vet- úrinn. En einn dag um vorið hélt Hringur kon- ttngur út á skóg á veiðar með Friðþjófi og hirð- mönnum sínum. Gengu þeir tveir saman, Frið- þjófur og konungur, og komu þar á einn fagran stað. Konungur kvartar þá sáran um svefn, og lagðist þegar fvrir. En Friðþjófur biður hann heldur hraða för sinni heim, og ganga þar til hvílu, en það vildi hann eigi. Og er Frið- þjófur hugði konung sofnaðan, tóku freisting- ^.rnar að gerast áleitnar. En þá tók hann sverð sitt og slöngváði því langar leiðir frá sér. Sezt há Hringur upp og kveður sig gruna, að Frið- hjófur muni hafa háð harða baráttu meðan þeir hvíldust. Segist hann hafa strax þekt hann, en vilji sinn sé, að hann dvelji sem lengst hjá Ser. Friðþjófur þakkar konungi með virktum, kveðst hyggja á brottför hið skjótasta. Og siiemma morguns gengur Friðþjófur á fund honungs. og clrotningar til að kreðja þau og Pakka þeim gestrisni og vinsemd. Gefur hann Pá Ingibjörgu hringinn góða að skilnaði. — Hringur konungur mátti eigi heyra brottförina ^ýfnda. Bað hann Friðþjóf ílendast og stýra rikinu fyrir syni sína unga, því “ek em sjúkr”, ^®lti Hringur. Hverfur Friðþjófur að því ^aði. — Skömmu síðar dó Hringur, og var hann hýygður að fornum sið. Gekk þá Friðþjófur að ei&a Ingibjörgu og tók jarlsnafn. En er Bela- synir fréttu það, fóru þeir með her á hendur ^.^hþjótfi. Lauk þeirra viðskiftum svo, að Helgi e ‘ en Hálfdán tók sættir. Settist nú Friðþjóf • ?r ab löndum sínum og varð víðfrægur af reysti sinni. — Smári. “MATTUGIR MENN.” Svo kvað Longfellow, skáld í Ameríku, en Matthías þýddi: “ Allir miklir menn oss sýna manndómstign er unt að ná og eiga þegar árin dvína eftir spor við tímans sjá.” En “enginn verður óbarinn biskup”. Það kostar og rnikiði að öðlast máttinn og læra að beita honum til ágætra verka, bæði á sviði efnis og anda. Það er ekki fyrirhafnarlaust, að verða sannur maður: heill og hreinn í starfi og hvíld, göfugur í hugsun og hlýr í hjarta, og þó svo viljasterkur, að skirrast ekki við að ein- beita öllum lífs og sálar kröftum góðum málum til framgangs, jafnvel þó að leggja verði heims- lánið að veði. En “eitt er nauðsynlegt”. Hverj- um manni ber að stefna að því, að geta orðið ‘máttigr í orði ok verki,” eins og sagt er um Guðmund góða Hólabiskup (1161—1237), sér- staklega })ó á vorum tímum, þegar flest liggur í rústum í heiminum og nálega hvern einasta hlut þarf að endurskoða. — Hér skal lítillega • minst tveggja máttugra manna. I. Landkönnuðurinn og trúboðinn David Liv- ingstone (1813—173) var af skozkum ættum. Arið 1840 gerðist hann Afríkutrúboði. Þá hafði hann bæði lært guðfræði og læknisfræði. Afríka var þá svo að segja Evrópumönnum alókunn- ugt land. Livingstone var hinn fyrsti vísinda- mentaði maður, sem rannsakaði meginland hennar. En jaJfnframt vísindarannsóknum sín- um boðaði Livingstone heiðnum svertingjum fagnaðarerindi Krists, og kendi þeim nýja og betri siði. Hann er oft nefndur “postuli Afríku,” og hefir hann, að hyggju vorri, með heiðri unnið til þeirrar göfugu nafnbótar. Þrjá- tíu árum æfi sinnar fómaði hann mannkærleik- anum og1 vísindunum. Var hann jafn-máttugur í kærlieksverkum, uppgötvunum og vísinda- rannsóknum. Alls fór hann í þrjár langar og erfiðar rannsóknarferðir um hin myrku upp- Jönd Afríku. Og eins og nærri má geta, varð hann að líða margvíslegar þrautir, en aldrei þvarr honum kjarkur né trú á köllun sína og hjálp guðs. Um Livingstone, er til góð bók á íslenzku. Er hún sannarlega lioll unglingum til lestrar, og skemtileg í bezta lagi. — David Livingstone dó 1. maí 1873 í litlu þorpi í Afríku. Trúir þjónar lians báru líkið langar leiðir til strandar. En jarðsett var það í Westminster Abbey í Lundúnum, þar sem Englendingar kjósa sínum beztu mönnum legstað. — II. Kínatrúboðinn Iludison Taylor var einn liinn máttugasti maður á sviði bænarinnar. Bar hann takmarkalaust traust til guðlegrar for- sjónar og varðveizlu á sér, hvernig sem alt leit út. — Sagt er, að hann hafi tekið sér far með seglskipi til Kína, þar sem hann ætlaði að boða fagtiaðarerindið. A leiðinni bar svo við, að skipið lá í logni undir ey einni, er bygð var mannætum. Sterkur straumur bar skipið óð- fluga að landi, og gátu skipverjar ekkert ráðið við það. A landi sáust dansandi villimenn. Var auðséð á öllu, oð þeir hugðu gott til glóð- arinnar, er skipið strandaði. tírkula vonar um björgun, fór skipstjóri til trúboðans og grát- bændi hann um að biðja gnð, að forða skips- höfninni frá þeim ósköpum, að verða mannæt- unum að bráð, með því að senda þeim vind, svo að þeir gætu siglt þaðan,—-“Það skal eg gjöra,” svaraði Taylor, “ef þú lætur draga öll segl upp.” Því neitaði skipstjóri. Kvaðst hann ekki vilja gera sig svo lilægilegan, að láta setja upp segl í blíðalogni. “Þá bið eg ekki fyrir skipinu, ” svaraði trúboðinn. 1 örvæntingu sinni lét skipstjórinn þá setja upp segl, en trú- boðinn fór til káetu sinnar og féll á kné í heitri bæn. Að góðri stundu liðinni var drepið á dyr hjá honum. Hann spyr hver það sé, og var þar þá skipstjóri kominn. Skipstjóri spyr hann, hvort hann biðji enn um vind, og játaði Taylor því. Skipstjóri kvað honum óhætt að láta bæna- gerðinni lokið, því að nú væri hið bezta leiði mnnið, enda Iweri skipið óðfluga frá ey mann- ætanna. — ‘Bænin er lykill að föðurhjarta guðs.” Þann lykil nota allir máttugir menn. — Smári. FRIÐARSAMNINGUR. Sólin var farin að lækka á lofti, og bæjar- burstin vaipaði skugga fram á hlaðið. Við Tryggvi stóðum úti í forsælunni. Hann átti að fara upp í fjall að smala ánum, en eg átti að sækja kýrnar suður að Víðidalsá. “Eg á þetta prik,” sagði Tryggvi, þegar hann sá, að eg ætlaði að taka prik, sem reis upp við bæjarvegginn. “Nei, það er prikið mitt,” svaraði eg og gekk snúðugt suður hlaðvarpann. “Eg skal nú sýna þér það, hvort eg næ því ekki,” segir Tryggvi og kemur þjótandi á eft- ir mér. “Þú skalt aldrei hafa það,” svaraði eg og leit hlæjandi um öxl mér. Síðan hljóp eg, eins og kólfi væri skotið, suður túnið, yfir túngarð- inn, yfir lækinn, ylfir þúfur, yfir steina, yfir moldarflög, yfir holt og hæðir, og alt af var Tryggvi á hælunum á mér. Eg var kominn upp á háan hól, þegar ó- þyrmilega var þrifið í herðarnar á mér. Eg féll endilangur til jarðar á grúfn, en hélt samt fast um prikið með báðum höndum. Tryggvi lagðist nú ofan á mig og reyndi að draga prikið úr greipum mér. Það fauk í mig, þegar hann var nærri búinn að ná af mér prikinu. Eg reyndi af alefli að standa upp, en gat hvorki hreytft legg né lið. Þá datt mér nýtt ráð í liug; en hvorki var það gott né fagurt. Eg fann, að eg gat hreyft höfuðið, enda notaði eg mér það. Eg rak hnakkann upp í nefið á Tryggva, svo að hann fékk fossandi blóðnasir og fór að gráta. Hann slepti öllum tökum og við stóðum báðir upp. Eg fór nú að skæla líka, bæði af því, að eg kendi í brjústi um Tryggva litla, og svo iðrað- ist eg eftir að hafa verið svona vondur við hann. Eg fór að stumra ytfir honum, og þurka af honum blóðið með vasaklútnum mínum. Við vorum alt í einu orðnir svo hjartanlega sáttir og góðir hvor við annan. “Þetta var alt mér að kenna,” sagði eg, og stakk vasaklútnum aftur í vasa minn. “Nei, það var mér að kenna,” sagði Tryggvi með tárin í augunum. Meðan á þessu stóð, lá prikið, þetta þrætu- epli okkar, þarna á hólnum, en nú tekur Trvggvi það upp. “Þú mátt hafa prikið, góði,” sagði hann, og ætlaði að fá mér það. “Nei, nei, góði, hafðu það, þú þarft að ganga svo langt,” svaraði eg og hljóp niður hólinn. Inndæll friður fvlti sál mína, friður, sem enginn þekkir nema sá, sem er alsáttur, bæði við Guð og menn. Eg leit við og sá,- hvar Tryggvi gekk við prikið upp ásana. Mér fanst hann nú vera svo góður drengur, þrátt fyrir alt. “Við megum annars ekki láta okkur koma svona illa saman,” sagði Tryggvi, þegar við vorum að moka fjósið daginn eftir. “Hvað eigum við þá að gera, svo að okkur komi vel saman?” spurði eg vandræðalegur. “Við verðum náttúrlega að búa til samn- ing,” svaraði Tryggvi. Þetta þótti mér ágætt ráð. Við fórum nú að búa til friðar.samninginn. Tryggvi einblíndi á flórinn og studdi sig við skófluna sína, en eg klóraði mér á bak við eyrað. Eftir góða stund hóf Tryggvi mál sitt á þessa. leið: “Þú mátt aldrei stríða mér. Eg má aldrei reiðast við þig. Við eigum að vera góðir hvor við annan, allan daginn. — Svona vil eg hafa samninginn.” Mér þótti samningurinn góður; en með því að við vorum báðir breyzkir, var eg hræddur um, að við myndum glevma samningnum, ein- mitt þegar mest lægi á að muna eftir honum. Eg gerði því þessa athugasemd: “Það er ‘hægra fyrir okkur að muna tvö orð, en heilan samning. Ef eg fer að stríða þér, þá mátt þú minna mig á samninginn, með því að segja: Ertu vinur? En ef þú ætlar að berja mig, þá á eg að segja: Ertu vinur? Það væri samt ef til vill betra, að tala undir rós, og segja: Ertu v?” Þetta þótti Tryggva ágætt. Þessi orð áttu ætíð að minna okkur á friðarsamninginn, og sætta okkur, hvernig sem á stóð. Nú liðu svo nokkrir dagar, að ekkert bar til tíðinda. Þá bar svo til einn dag, þegar við Tryggvi vorum að dreifa heyi úti á túni, að eg kastaði votum stráum framan í hann. Tryggvi reiðist, og æðir að mér með kreptan hnefa. — “Ertu v?” hrópaði eg , því að nú mundi eg alt í einu eftir samningunum. — “Já,” svaraði Tryggvi, og varð svo ósköp niðurlútur. Svo litum við brosandi hvor framan í anna, og vor- um alsáttir. Skömmu síðar fór eg að erta Tryggva að nýju, þri að eg mundi þá ekki eftir samningn- um í svipinn. Eg bjóst nú við, að Tryggvi mundi lumbra á mér, en það var öðru nær. — “Ertu v?” sagði hann og leit vingjarnlega til mín- — “Já,” svaraði eg og varð niðurlútur. Svo litum við brosandi hvor framan í annan, —og vorum hjartanlega sáttir. — Bernskan. SÁPUKÚLAN. “Hún er rauð, hún er gul, liún er græn, hún er blá,” sagði Jenny. Hún er allavega lit,” svaraði eg. Við vorum að tala um svo ljómandi fallega sápukúlu, sem Jenny var nýbúin að blása út. Þarna sveimaði hún til og frá, og sólin skein á hana gegn um gluggann. Eg andaði liægt und- ir liana, til þess að halda henni sem lengst á lofti; en þá kemur Imma litla alt í einu blað- skellandi og ætlar að grípa hana. “Æ, æ, komdu ekki við sápukúluna mína. Láttu hana vera, segi eg.— Eg skal segja henni mömmu það,. — Hana nú! Þarna ertu búin að sprengja hana.” Svona lét Jenny dæluna ganga, en Imma skifti sér ekkert af því. “Víst má eg eiga hana,” sagði hún og greip um leið báðum höndum utan um sápukúluna. En Imma litla greip í tómt og fór að skæla, því að sápu- kúlan sprakk óðara en hún kom við hana. Ætli það séu ekki fleiri en hún Imma litla* sem seilast eftir sápukúlunum? — Bernskan. /p<x—-----^QC^>ogr3ðCmo<^ Prof essional ‘Cards 1 Q<=>Q<=>ac=>ac-->o<->r><-vf><- DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Offfice tlmar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimlll: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnipegr, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherbum St. Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. KeimiU: 373 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A„ BLONDAL Medleal Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna ajúkdðma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 HeimiU: 806 Victor St. Sími: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 Paris Bldg. Winnipeg Fasteignasalar. Leigja hús. tJtvega peningalán og elds- ábyrgð af öllu tagi. Phone 26 349 Residence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.R íslenzkur lögfræðingur 708 Miining Exch&nge 356 M&in St. Winnipeg DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryl&nd Street CÞriCja hús norð&n við Sarg.) PHONE: 88 072 . Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED T&nnlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg H. A. BERGMAN ísl. lögfrætSingur. HkriÍBtafa: Room 811 McArthor BuUdlng, Portago Ave. P.O. Box 165« PIwom: 26 849 og 28 84« LINDAL, BUHR &STEFÁNSS0N Islenzkir lögtræSingar. 856 Mala St. Tala.: 84 >88 pelr hafa ahmlg akrlfabofur aS Lundar, Rlverton, GUnll og PlBSC og eru þax a8 hltta & afUrfylgj- andi tlmum: Lundar: Fyrsta miBvlkudag, Riverton: Fyrata fImtudag, Glmli: Fyrata. mtC vikudag. Pln«y: priSja föetudag I hvarjum niAnuCl J. Hagnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaður. Rosevear, Rutherford, Mcln- tosh & Johnson. 910-911 Electric Railw. Cmbra. Winnipeg, Canada Sími: 23 082 Heima: 71 753 Cable Address: Roscum JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Mining Exchange Bldg. Main St. south of Portage Phone: 22 768 G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrfstofa: 702 Confederation Life Building Main St. gegnt City Hall Phone: 24 587 A. C. JOHNSON SS7 Oonfederatlon Llte 9Us WINNIPEfl Annast um fasteignir manna. Tek- ur aS sér a8 ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgB og bifreI8a ábyrg8- lr. Skriflegum fyrlrspurnum svara8 eexnjvtundls. Skrlfstofuslmi: 24 263 Heimaslmi: 33 328 A. S. BARDAL 84« Sherbrooke 8u Selur llkkiatur og annaet um «t- fartr. Allur útbúnaBur •& beMk Enníreanur selur hann aliakoaax minnisvarBa og legntelna. Skrifstofu tals. 86 607 Heimilia Tals.: 18 808 ALLAR TEGUNDIR FLUTN- INGA. Nú er veturinn genginn í garð, og ættuð þér því að leita til mín, þegar þér þurfið á kolum og við að halda. JAKOB F. BJARNASON 668 Alverstone. Sími 71 898 Dr. C. H. VR0MAN Tannl»knlr 505 Boyd Bullding Phone 8« 1T1 WINNIPEG. ÞJOÐLEGASTA Kaffi- og Mat-«öluhúiiS y>Tin þeagi borg heflr nokkurn dau h.ft iim»n vébanda dnna Fyrlrtaka mé.ltí8ir. akyrk pðnnu- kðkur. rullupyflsa og þjð8r«4ail»- kaffí. — Utanbsejarmenn t*. m*. kva.lv fyrst hreealngu k WKVKL OAFE, «93 Sargeat Ave 8tm 1. B-8197. Rooney Stevens. elgandv. SIMPS0N TRANSFER Verzla me8 egg-d-dag hsensnafðSur. Annaat elnnlg um allar tagundir flutnlnga. 681 Arlington St., Winnipeg FRÁ ISLANDI Borgarnesi, 11. júlí 1929. í fyrradag var byrjað á að steypa brúna yfir í Brákarey. Er búist við að brúin verði fullgerð í gústlok eða byrjun september. Yf- irleitt miðar hafnargerðinni vel áfram. • Grasspretta er ágæt í Borgar- firði og sláttur alment byrjaður. Eru menn víða langt komnir með tún. Ungmennasamband Borgarfjarð- ar efnir til íþróttamóts á sunnu- daginn kemur á Hvítárbökkum, nálægt Ferjukoti. Þar verða í- þróttir háðar og ýmislegt til skemtunar, með líkum hætti og venja er til á mótum þessum. \. i • Siglufirði, 11. júlí. Snorri Stefánsson, vélstjóri í Gooseverksmiðju, lenti í vél á laugardaginn og handleggsbrotn- aði, marðist alvarlega. , Flutningsbifreið rakst á hjól- reiðarmann í gærdag og meiddi hann talsvert á baki og víðar. IMaður féll af pöllum í fyrra- dag í fiskimjölsverksmiðju Siglu- fjarðar og fékk alvarlegan heila- hristing. Allir þessir þrír menn eru nú í afturbata. Sjö ára gamall drengur féll í gærdag af bryggju í ólafsfirði; ósyndur maður freistaði að bjarga honum, en ibáðir druknuðu. ís tuttugu og sjð mílur undan Skaga. Vætutíð. Sláttur byrjaður. — Þorskafli glæðst aftur. Inflú- enza og lungnabólga ganga hér. —Vísir.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.