Lögberg - 12.09.1929, Page 6

Lögberg - 12.09.1929, Page 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMJBER 1929. Mánadalurinn EFTIR JACK LONDON. “Þú ert regluleg' liet.ja og eg dálst að þér,” sag'ði Willi, þegar sundmaðurinn kom í iand og heilsaði honum glaðlega. “Brimið var nokkuð mikið í dag,” sagði sundmaðurinn, en gerði annars ekkert úr því, að hann hefði unnið nokkurt frægðgírverk. “Eg býst við, að þú sért einhver óþrótta- maður, sem eg hefi aldrei heyrt getið um, ” sagði Willi og gaf nákvæmar gætur að vexti hans. Hinn ókunni maður hristi höfuðið, en Willa gat ekki grunað, að Uér væri fyrverandi í- þróttakennari við háskólann og maður, sem ritað liafði heilar ba'kur um það efni. Hann eins og mældi Willa með augunum og honum duldist ekki, að liér var líka íþróttamaður, eða þá að minsta kosti efni í óþróttamann. “Þú-ert vel vaxinn,” sagði sundmaðurinn. “Með þeim allra beztu, og mig skvldi ekki furða þó þú hefðir einhverja æfingu í hnefa- leik.” Willi samsinti að svo væri. “Eg heiti Ro- berts,” sagði hann. Sundmaðurinn hugsaði sig um litla stund, og það var eins og hann væri að grafa eftir ein- hverju í‘ huga sínum. “Willi — Willi Roberts”, sagði Willi. “Já, einmitt það. Stóri Willi Roberts? Eg sá þig einu sinni leika hnefaleik. Það var fvrir jarðskjálftann. Þú getur slegið með báðum höndum, eg man það, og þú ert þrautseigur, en heldur seinn. En þú gerðir ^gætlega, samt sem áður.” Hann rétti Willa vota höndina ogbætti við: “Eg er Hazard — Jim Hazard.” “Ef þú ert sami maðurinn, sem svo oft er talað um í sambaiuli við knattleiki, þá kannast egviðþig. ” Þessir tveir menn tóku höndum saman, fast og vinsamlega og Willi gerði ]>au kunnug, Sax- on og Mr. Hazard. Henni fanst hún vera æði smávaxin í samaiilmrði við þessa tvo stóru menn, en hún var stolt af því, að tilheyra þeim þjóðflokki, sem þá hafði framleitt. Hún hlust- aði á þá talast við. “Eg vildi eg ætti kost á að æfa mig við þig í hnefaleik, svo sem hálfan klukkutíma á hverj- um degi, ” sagði Hazard. “Þú getur kent mér ýmislegt. Býst þú við að verða hér í þessu ná- • grennif” “Nei. Við ætlum lengra suður með strönd- inni. Við erum að líta eftir bvijörð. Samt sem áður gæti eg kannske kent þér eitthvað; og það er eitt, sem þú gætir kent mér, og það er að svnda í briminu.” “Þetta er ágætt,” sagði Hazard. “Þú getur kent mér hnefaleik og eg get kent þér að synda. Hefir þú nokkuð á móti því, að vera hér nm tímaf” spurði hann og sneri sér að Saxon. “Það er ekki ljótt hérna.” “Nei; hér er framúrskarandi fallegt. En við erum hér á ferðalagi og erum að líta eftir heimilisréttariandi, ” mælti Saxon, og hún leit á farangur þann, sem þau höfðu meðferðis. “Ef þið eruð að hugsa um landið hinum megin við Sur, þá liggur ykkur ekkert á, það tekur það enginn frá ykkur,” sagði hann hlæj- andi. “En nú verð eg að flýta mér og komast í fötin. Komið þið að sjá mig, ef þið verðið hér á ferð aftur. Hér vita allir, hvar eg á heima. Og verið þið nii sæl.” Svo hvarf sundmaðurinn eins og hann kom, á harða hlaupi yfir sandhæðirnar. Willi horfði á eftir honum og það leyndi sér ekki, að þetta fanst honum aðdáanlegur maður. “Þetta er maður eftir mínu geði,” sagði hann. Veiztu það, Saxon, að hann er frægur maður! Hann hlýtur að vera það, því eg hefi ótal sinnum séð mynd af honum í blöðunum, og það er ekkert stærilæti í honum, hann er rétt eins og fólk er flest. Eg fer að trúa því aftur, að enn séu þó einhverjar taugar í þessum gamla stofni, sem við erum af komin.” Þau fóru upp í bæinn og kevptu sér ofurlítið af matvælum, kjöt, garðmat og hálft dúsín af eggjum. Willi ætlaði ekki að geta fengið Sax- on til að fara frá búðarglugga, þar sem var mikið af perlum og^fáséðum skeljum.. “Þessar skeljar eru hér allstaðar í fjörunni, eg skal finna þær fyrir þig seinna.” “Faðir minn átti ermahnappa úr gulli, sem voru settir með þessum fallegu skeljum. Mér hafa ekki dottið þeir í hug nú árum saman. Mér þætti gaman að vita livar þeir eru nú niður komnir. ’ ’ Þau héldu í suður átt. Víða sáu þau hús inni á milli trjánna, sem þeim sýndust einkenni- leg, og Jvegar þau komu að Carmel-ánni, sáu þau hús, sem var alt öðru vísi en aðrar bvgg- ingar, sem þau höfðu séð á leiðinni. “Eg veit hvað þetta er,” sagði Saxon næst- um í háJfum hljóðum. ‘‘ Þetta er ein af trúboðs- stöðvum Spánverjanna, Carmel trúboðsstöðv- arnar, auðvitað. Þetta hafa Spánverjar bvgt, þegar þeir komu hingað frá Mexico, til ÍTð krÍLstna Indíánana.” “Já, þeir voru hér þangað til við komum og rákum alt dótið burtu, Spánverja og Indíána,” og það var auðhevrt á röddinni, að þetta fanst' honum eitt af hetjuverkum forfeðra sinna. “Þetta er nú merkilegt engu að síítar,” sagði Saxon og horfði á þetta hálf-hrunda og vanhirta bænaJiús. “Eg hefi séð Dolores trú- boðsstöðvarnar í San Francisco, en þær eru minni en þessar og ekki eins gamlar. ” Þarna stóð 'hún, þessi gamla kirkja, eða það sem eftir var af henni, hálf-hrunin, og yfirgef- in af mönnum, en sem einu sinni haíði verið bænahús, þar sem þúsundir manna höfðu fund- ið frið og huggun. Staðurinn hafði þau áhrif á Willa og Saxon, að þau gengu um þessar rústir í hægðum sínum og með mestu varfærni og töl- uðu ekki nema í hálfum hljóðum. Saxon fór að raula fyrir munni sér sálmsvers, er 'hún kunni, og áður en hún vissi af var hún farin að syngja með fullum rómi þetta sálmsvers: “Sálar minnar sanni vin, Sæti Jesú, levf þú mér, . Þegar eg af þrautum styn, Þýða hvíld í faðmi þér. Méðan fara f^am hjá él, Fel mig þar, ó, Jesú minn. Leið mig gegn um harm og hel Heim í dýrðar-salinn þinn.” Willi reyndi ekki að syngja, en liann horfði á konu sína með ást og aðdáun, og þegar hún var búin, sagði hann svo lágt, að það rétt heyrð- ist: “Þetta var vndislegt — verulega vndislegt. Þú hefðir átt að sjá framan í sjálfa þig. Þú varst isjálf eins falleg eins og söngurinn, og það, sem þú fórst með. Er það ekki annars undarlegt, að eg 'hugsa aldrei um trúarbrögð, nema í sambandi við þig?” Þau settust ]iarna að og fengu sér að borða, og evddu síðari hluta dagsins niðri í f jörunni að norðan, verðu við ármynnið. Þau höfðu ætlað sér áð halda lengra um daginn, en þarna var svo margt að sjá og svo tilhreytilegt og fagurt, að þau gátu ekki slitið sig frá því. Hitinn var ]>eim ekki til ó]>æginda, því hafrænan kældi loftið svo að*]>arna var ofur notalegt seinni part dagsins, og um kvöldið nutu þau þess sam- an, að horfa á hið yndislega sólarlag. Henni fanst, að þetta væri yndislégasti dag- urinn, sem hún liafði lifað og henni fanst sínir fegurstu draumar nú vera að rætast. Slíka fegurð, eins og hún hafði séð í dag, hafði hún aldrei getað látið sér detta í hug. “I"m hvað ertu að hugsa?” spurði WiIIi og tók mjúklega í hendina á henni. “Eg veit varla,” svaraði hún. “En eínn slíkur dagur sem þessi er betri en mörg ár í Oakland.” VII. KAPITULI. ; Carmel áin og Carmel dalurinn var nú að baki þeirra. Og eftir því sem sólin ha'kkaði á lofti, komust þau lengra suður eftir hæðunum, sem voru milli fjallanna annars vegar, en sjáv- arins hins vegar. Vegurinn var ekki sem greið- færastur og bar það með sér, að 'hann var ekki fjölfarinn. “Mér lízt ekki vel á þetta land,” sagði Willi. “Þessi vegu er bara slóðir eftir hesta og hér er skógurinn mjög ómerkilegur og léleg gróðr- armold. Þetta er bara beitiland og hér er svo sem enginn búskapur.” Hæðirnar voru evðilegar og ekki mjög gras- gefnar og skógur lítill og ekki þéttur. Einn úlf sáu ]>au skjótast inn í skóginn og Willi óskaði að hann hefði byssu, þegar hann sá villikött, sem sat og glápti á þau og fór ekki xír veginum fyr en ‘YY illi henti moldarkögli í hausinn á hon- um. Saxon kvartaði hvað eftir annað um þorsta. Á einum stað bevgðist vegurinn nærri ofan að sjó, til að seniða fyrir djúpt gil. Þar settist hún niður, meðan Willi fór að leita að upp- sprettulind. “Heyrðu!” kallaði hann, rétt eftir að hann var nýskilinn við hana. “Þú verður að koma hingað, því hér er nokkuð merkilegt að sjá.” Saxon fór eftir mjórri skógarbraut, sem lá niður að sjónum. Hún hafði aðeins farið fáa faðma, þegar hún kom auga á fjöruna, en hún sást ekki, fyr en maður var kominn rétt að henni, því að skógarkjarrið óx alveg fram í flæðarmál. Sjórinn þarna fram undan var all- ur fullur af klettum og smáskerjum og þar böð- úðu selirnir sig í sólskininu, og þar var mikill fjöldi sjófugla, og þótti Saxon þarna æði há- vaðasamt, því þar söng hver fugl með sínu nefi, eins og gengur. Til að komast ofan í f jör- una, varð Saxon að renna sér ofan svo sem tólf feta háa brekku og kom hún þá ofan í mjúkan sjávarsandinn. “Hérna er gott að vera,” sagði Willi. “Við ættum ekki að fara lengra fyrst um sinn. Hér rétt hjá er ágæt uppsprettuíind, og hér skortir ekki eldiviðinn. Líttu á allan þennan rekavið, sem hér er. Hér er *alt, sem við þurfum. Við gætum átt hér heima. Hér er fult af skelfiski og eg er viss um, að við gætum veitt hér fisk. Hvernig lízt þér á, að við verðum hér nokkra daga? ^ ið erum að< taka okkur jrí hvort sem er, og eg get farið til Carmel og fengið öngla og færi.” Saxon }>ótti mjög vænt um að finna, hve áhugasamur Willi var um þetta, því að á því gat hún markað, að hugur hans var nú snúinn frá borgariífinu. “Hér er líka alveg logn,” hélt hann áfram. “Ekki andvari. Og sjáðu bara hvað náttúran er hér öll vilt, alveg eins og við værum þúsund mílur frá mannabygðum. Það hafði verið töluverður stormur á hæð- unum, sem þau höfðu farið um um morguninn, en þarna niðri í fjörunni var alveg logn og loft- ið var eitthvað ,svo þægilega mátulegt. Til og frá voru smá eikartré og ýms önnur tré, sem Saxon vissi ekki nafn á. Hún fór fljótt að kunna þarna vel við sig, og Willi og hún tóku höndum saman og fóru að ganga um fjöruna til að vita hvers þau vrðu vísari. “Hér er gaman að vera og hér getum við leikið okkur um stund,” sagði Willi þegar þau gengu þarna um fjöruna. “Hvernig lízt þér á að setjast hér að?” “Hér hefir einhver verið á ferð,” sagði hún og benti á spor, sem hún sá í sandinum. Hver veit nema hér sé einhver vilt mannæta.” “Það kemur ekki til nokkurra mála,” sagði Willi. “Sá sem hér hefir gengið, hefir ekki verið berfættur. Hann hefir haft hælalausa skó.” “En mannætan hefði nú getað tekið skóna af einhverjum sjómanninum, sem hann hefir kannske étið. Gæti það ekki vel verið?” “Sjómenn brúka ekki svona skó,” sagði Willi og var fljótur til svars. “Þú sýnist vera alveg viss um þetta. En svo þarf það ekki endilega að hafa verið sjó- maður, ,sem var étinn af mannætum. Það gat vel hafa yerið farþegi. En hvað sem þessu líð- ur, þá er eg vel til með að fara ekki lengra og vera hér f nótt.” Aður en klukkutími var liðinn, voru þau búin að koma sér fyrir og Willi var búinn að safna Saman heilmiklu af þurrum rekavið og kveikja eld, og það var farið að sjóða á kaffi- katlinum. Saxon kallaði á Willa og benti út á klettana. Þar stóð maður í sundfötum. Hann horfði á þau og þau sáu, að hann hafði mikið, svart hár, sem hreyfðist fyrir golunni, þar sem hann stóð. Hann hélt á stað f áttina til þoirra og Willi var fljótur að benda Saxon á, að þesisi maður hefði hælalausa skó. Eftir fáeinar mín- úrur var hann kominn til þeirra. Utlit þessa aðkomumanns kom Saxon til að halda, að hann væri einn af afkomendum gömlu innflytjendanna, og henni fanst hann ékki ó- svipaður gömlum hermönnum, sem hún hafði séð. Hann yar að vísu ungur maður, ekki nema svo sem þrítugur. Hann var toginleitur, með hátt enni og hátt og þunt nef, næstum trjónu- myndað. Varirnar voru þunnar og hann leit út fvrir að vera tilfinninganæmur, en augun voru öðru vísi heldur en hún hafði séð í nokkr- um öðrum manni. Þau voru ,svo dökk-grá, að þau sýndust næstum brún. Þau báru vott um töluverðar gáfur og glaðlyndi, en að öðru leyti var ekki auðvelt að sjá í þeim, hvað með mann- inum bjó. Saxon fanst, hálft í hverju, að hún hefði áður séð þennan mann. “Halló!” sagði hann glaðlega, þegar hann kom til })eirra. “Það ætti að fara vel um ykkur hérna.” Hann kastaði niður poka, sem liann liélt á og sem eitthvað var í. “Skelfiskur,” sagði hann. “Alt, sem eg gat fundið. Það er ekki nógu vel fjarað út.” Saxon hejrrði Willa tauta eitthvað fvfir munni sér, og hún sá að hann starði á þonnan aðkomumann, eins og hann væri að undra sig á einhverju. “Daamalaust þykir mér vænt um að hitta þig,” sagði hann loksins. “Lofaðu mér að taka í hendina á þér. Eg hefi alt af sagt, að ef eg fyndi þig einhvern tíma, ]>á skyldi eg lirista á þér hendina — Heyrðu! ’ ’ Willi komst ekki lengra, því hann rak upp skellihlátur, sem hann gat ómögulega stöðvað góða stund. Aðkomumaðurinn horfði á hann forvitnis- lega, þar sem ]>eir stóðu og héldu höndum sam- an, en hann gaf Saxon líka auga. “Þú verður að fyrirgefa,” sagði Willi loks- ins og veifaði út annari hendinni. “Eg get ó- mögulega varist hlátrinum. Eg segi þér alveg satt, að eg hefi stundum vaknað á nóttunni og hlegið að þessu, sem eg er að hugsa um í sam- bandi við þig. Þekkirðu hann ekki, Saxon? Þú ert náúngi, sem áreiðaniega getur lilaupið.” Nú kannaðist Saxon alt í einu við þennan mann. Það var sami maðurinn, sem staðið hafði við hliðina á Roy Blanchard hjá bílnum, þegar hún veik og hálf-rugluð hafði vilzt inn í þann hluta borgarinnar, þar sem hún var ó- kunnug. En það var heldur ekki í fyrsta sinn, isem hún hafði séð þenna mann. “Manstui ekki eftir skemtuninni, sem múr- ararnir héldu í Weasel skemtigarðinum í Oak- land?” spurði Willi. “Og hlaupurunum? Mikil ósköp! eg þekti nefið á þér, þó eg sæi þig innan um miljónir af öðrum mönnum. Þú ert maðurinn, sem settir stafinn þinn fyrir fæt- urna á Timothv MoManus og komst þar með af stað 'svo miklum ófriði og áflogum, að til slíbs eru engin dæmi.” Nú var það aðkomumaðurinn, sem hló. Hann stóð fvrst á öðrum fætinum og svo á hin- um og hló enn meira. Loksins seítist hann á rekaviðar staur, sem var þar í fjörunni. * “Svo þú varst þar og sást það alt saman?” gat hann loksins komið upp fyrir hlátrinum. “Og þú líka?” og hann sneri sér að Saxon. Hún samsinti því. “Heyrðu!” sagði Willi og var nú búinn að fá vald yfir hlátrinum. “Það, sem mig langar til að vita, er það, hvers vegna þú gerðir þetta. Hvað kom þér til að gera það? Að þessu hefi eg spurt sjálfan mig ótal sinnum.” “Það hefi eg gert líka,” sagði komumaður. “Þektirðu Timothy McManus nokkuð?” “Nei, eg hafði aldrei séð hann áður og hefi aldrei séð hann síðan.” “En hvað kom þér til að gera þetta?” apurði Willi enn. Hinn ungi maður rak enn upp skellihlátur, en svaraði þó eftir litla stund: “Þó eg ætti lífið að leysa, gæti eg ekki svarað þessu. Eg bara stakk nú stafnum þama án þess að hugsa nokkuð um það, eða hafa nokkum ásetning til þess. Eg er viss um; að Timothy McManus varð ekki meira hissa á þessu heldur en eg varð sjálfur.” “Náði liann þér?” spurði Willi. “Prinst þér eg líta út fyrir það? Eg hefi aldrei orðið eins hræddur á æfi minnL Svo mikill hlaupagarpur, sem hann er,- þá hefði hann aldrei náð mér þann daginn. En hvað KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. - HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard OfRce: 6th Floor, Bank of HawlltonChawber* kom fyrir á eftir? Eg heyrði að það hefði orð- ið mesta uppþot. ” Willi tók æði langan tíma til að segja frá því, livernig þetta hefði alt gengið -til, en að því búnu sögðu ]>eir hvor öðrum nöfn sín. Mark Hall hét hann, þessi ungi maður, og hann átti heima í litlu húsi þar skamt frá. “En hvernig komust þið hingað í.Bierces- víkina, sem við köllum? Enginn maður sér hana af veginum.” “Svo það er það, sem þessi vík heitir,” sagði Saxon. “ Já, það er ]>að sem við köllum hana. Einn af okkur félögum var hér eitt sumar, og við nefndum víkina eftir honum. Mig langar í bolla af þessu kaffi,” sagði hann og vék sér að Saxon, “og svo skal eg sýna manninum þínum þetta pláss. Okkur þykir mikið vaiið í þessa vík og hér kemur enginn nema við sjálfir.” Meðan þeir voru að drekka kaffið, virti Willi Mark Hall vandlega fvrir sér. “Ekki hefir þú fengið alla þessa stæltu lík- amsvöðva fyrir þá líkamsæfingu, sem þú fékst við að flýja undan McManus?” “Nei, þá á eg að þakka vissum líkamsæfing- um. Taktu bara á mér og þá getur þú fundið hvað vöðvamir eru jafnstæltir um allan líkam- ann. ’ ’ Willi gerði ])að og undraðist stórlega, því svo stælta vöðva hafði hann ekki fundið áður. “Annað eins og þetta hefi eg aldrei séð á æfi minni, og hefi eg þó séð marga sterklega og vel vaxna náunga um mína daga. Það er eins og þú sért ekkert nema stæltir vöðvar. ” “Það er alt þessum vissu líkamsæfingum að þakka. Læknamir sögðu, að eg væri dauðans matur og gáfu mér engar vonir. Vinir mínir sögðu, að eg væri dauðans vesalingur og eg gengi víst með einhverjar skálagrillur í höfð- inu. Eg tók því það ráð, að vfirgefa bæinn og fór til Carmel og síðan hefi eg oftast evrið úti og haft miklar líkamsæfingar og þess vegna er eg orðinn svona hraustur.” “Jim Hazard fékk ekki sína miklu krafta þannig. ’ ’ “Hann þurfti þess ekki með. Hann var fæddur hraustur. Eg hefi orðið það með því að lifa samkvæmt vissum reglum. Náttúran gerði hann hraustan, vísindin hafa gert mig hraustan. Nú skal eg sýna þér, hvað eg get gert. Farðu úr fötunum, nema buxunum og skónum. ” “Móðir mín var skáld,” sagði Saxon, með- an Willi vék sér frá til að búa sig undir að revna sig við Hall. “Sum ljóðmælí hennar hafa verið prentuð.” “Hvað hét hún?” spurði hann. “ Dayelle Wiley Brown,” svaraði Saxon og hún nefndi nokkur kvæði eftir liana, og sagði honum hvar þau væri að finna. “Eg kannast við bókina og á hana meira að segja sjálfur, þó eg hafi ekki lesið þessi kvæði,” sagði hann og var nú auðfundið að hann fór að veita þessu eftirtekt. “Hún var sjálfsagt ein af frumbyggjunum, löngu á undan mér. Eg ætla að gæta að þessu, þegar eg kem heim. Faðir minn kom hér snemma á tímum. Hann var læbnir, en gerðist kaupmaður j San Franc- isco, og hepnaðist að hafa nógu mikið af ná- unganum til að geta haft ofan af fyrir mér og mörgum fleiri kiökkum, og á lians peningum höfum við lifað alt að þessu. En meðal ann- ara orða, hvert eruð þið að fara?” Þegar Saxon sagði honum, að þau hefðu ekki viljað vera lengur í Oakland og þau væru að leita sér að heimilisréttarlandi, þá lét hanu vel yfir því að þau skyldu fara frá Oakland, en leizt miður vel á fyrirætlan þeirra. Brewers Of COUNTRY CLUB BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT ÖR EW E RV OSBORN E A M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 41-111 47-304 56 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.