Lögberg - 12.12.1929, Page 6
Bls. 6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER 1929.
I: Mánadalurinn
EFTIK
J A C K LONDON.
Næsta kvcld kom Willi ekki heim, og klukk-
an níu kom drengur frá Glen Ellen með sím-
skeyti frá honum, og sagði hann þar, að hann
kæmi ekki heim í tvo eðá þrjá daga. Hann væri
að kaupa hesta til að senda til Oakland.
Það var ekki fyr en efitir þrjá daga, að Willi
kom heim. Hann var dauðþreyttur, en auðséð
var á svip hans, að eitthvað hefði gengið hon-
um í vil.
'‘Ilvað hofir þú verið að gera þessa þrjá
daga 1 ’’ spurði Mrs. Mortimer.
“Eg var að gera það sem þú hefir sagt mér
að gera, nota heilann, liafa tvo fugla í skotinu,
og eg má segja þér, að eg hæfði ekki bara tvo í
einu, heldur marga. Eg frétti um nokkra hesta,
sem hægt væri að kaupa í Calistoga, og fór
þangað, og eg keypti alla hestana, átta af þeim,
og það eru alt ungir og góðir hestar. En sag-
an er lengri en þetta. Eg hitti einhvem náunga
í Lawndale, sem hafði gert samninga um að
flytja mikið af grjóti til 'bæjarins til að stein-
leggja strætin. Hann vildi ólmur og uppvægur
kaupa hestana, eða þá fá-þá leigða.’’
“Og þú lézt hann hafa alla þessa hesta?”
spurði Saxon.
“Ekki mikið. Eg keypti þessa átta hesta
fyrir peninga frá Oakland, og þeir voru sendir
ir þangað. En eg talaði aftur við þennan inann
frá Lawndale, og hann gekk inn á að fá hjá mér
sex hesta leigða, og borga mér fimtíu cents á dag
fyrir hvern þeirra. Eg símaði félaginu í Oak-
land, að senda mér sex hesta, sem orðnir eru
fótaveikir og taka borgunina fyrir þá af um-
boðslaunum mínum. Bud Strothers velur þá
fyrir mig, og hann veit hverskonar hesta eg vil.
Þegar þeir koma, dreg eg strax undan þeim
járnin og læt þá .svo ganga lausa svo sem tvær
vikur,' og svo fara þeir til Lawndale, og eg er
viss um, að þeir geta vel dugað til þeirrar
vinnu, sem þar er, því þar er bara moldarbraut
og þeir þurfa ekki að stíga á stein. Hálfur dal-
ur á dag fyrir hvern hest, það eru þrír dalir á
dag, sex daga í hverri viku, og eg þarf ekki að
fóðra þá eða kosta nokkrum sköpuðum hlut til
þeirra, og eg skal líta eftir því, að vel sé farið
með þá. Þrír dalir á dag, það er nóg til að
borga þessum tveimur vinnumönnum, sem þú
a'tlar að fá, einn og hálfan dag hvorum, nema
þú látir þá vinna á sunnudögum líka. Mána-
dalurinn ætlar að reyúast okkur vel. Bráðum
getur þú farið að hafa demanta, eins og konur
auðmannanna. Þó maður lifði þúsund ár, ug
væri alt af í einhverri borginni, þá hefði maður
aldrei annað eins tækifæri, eins og þetta. Þetta
er betra en peningaspil Kínverjanna.”
Hann stóð á fætur.
ðórukkiáehn fgtr -a&n- ?D !(,fyren ienrv inu
>*, ” i6æ Í7 >V4i>t\U *
”.Eg ætla að fara út og vatna Hazel og
Hattie og gefa þeim og búa um þær fyrir nótt-
ina. Eg verð tilbúinn að borða, þegar eg kem
aftur. ”
Þegar hann kom aftur, litu konurnar hvor á
aðra og það var eins og þær hefðu báðar eitt-
hvað að segja, en Willi varð fyrri til.
“Það er eitt, sem þið hafið kannske ekki
skilið fyllilega. Eg fæ fyrst og fremst þrjá
dali á dag, en hryssurnar sex, verða mín eign.
Eg á þair sjálfur. Hafið þið hugsað um það?”
XX. KAPITULI.
“Eg er nú ekki að kveðja ykkur í síðasta
sinn, börnin góð,” hafði Mrs. Mortimer sagt,
þegar hún fór. Hún kom líka aftur um vetur-
inn, og hún hafði alt af nóg ao segja Saxoa um
búskapinn og sérstaklega um garðræktinu, og
hún var óþrevtandi að útlista fyrir henni alt,
sem þar að laut, og þó sérstaklega hvernig selja
mætti alt, sem þau framleiddu, með góðum
hagnaði, hvað mikið sem það væri. Willi tók
hvert taikifæri til þess að flytja heim til sín á-
burð frá Glen Ellen, sem þar hafði safnast
fyrir ánim saman og enginn hafði hirt um að
nota. Einnig flutti hann heim töluvert af til-
búnum áburði, samkvæmt ráðum Mrs. Morti-
mer.
Fangarnir, sem þau fengu til að vinna fyrir
sig, voru báðir Kínverjar. Báðir höfðu þeir
verið lengi í fangelsi og voru báðir farnir að
veikjast æði mikið, en hvor um sig gat afkastað
svo miklu dagsverki á hverjum degi, að Mrs.
Mortimer var fyllilega ánægð með það. Gow
Yum hafði verið garðyrkjumaður fyrir tuttiigu
árum, en hann hafði vrerið dæmdur til æfihmgr-
ar fangavistar fyrir það, að verða landa sínum
að bana í áflogum út af peningaspili. Það var
líkt á komið með félaga hans, Chan Chi. Hann
hafði af svipuðum ástæðum verið tuttugu og
fimm ár í fangelsi, en þar hafði hann unnið
mikið við garðyrkju og kunni nú vel til þeirra
verka. Þessir tveir náungar höfðu verið send-
ir til Glen Ellen, líkt og tollskyldar vörur, og
þar tók einhver lagagætir við þeim og átti hann
svo að gefa fangaverðinum skvrslu um þá mán-
aðarlega. Það varð Saxon líka að gera.
Henni stóð fvrst hálfgerður stuggur af þess-’
um mönnum, og var engan veginn óhrædd um,
að þeir mundu kannske einhvern daginn vinna
sér eitthvert voða mein. En það leið ekki á
KAUPJÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPiRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENitr AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlce: Bth Floor, Bank of HamiltonChambert
löngu, þangað til hún hætti alveg að láta sér
detta nokkuð slíkt í hug. Hinn sterki armur
laganna hélt þeim enn föstum. Kæmi það fyr-
ir, að þeir fengi sér eitthvað í staupinu, mundu
þeir tafarlaust verða sendir aftur í fangelsið.
Þeir máttu ekkert fara út af heimilinu, nema
þeim væri útvegað leyfi til þess hjá lögregl-
unni. Hvorugur þeirra var illa lyntur. Saxon
hafði haft töluverðar áhyggjur af því að eiga
að umgangast og ráða yfir fveimur glæpamönn-
um, en þegar þeir komu, féll henni vel við þá og
féll vel að vinna með þeim. Hún gat sagt þeim
hvað þeir áttu að gera, en sjálfir vissu þeir
hvernig átti að gera ]mð. Af þeim lærði hún ó-
tal margt viðvíkjandi garðvrkju, og hún sá
fljótt, að það hefði ekki orðið mikið úr bú-
skapnum, ef hún hefði átt að trevsta á að fá
vinnumenn þar í nágrenninu.
Enn þfí síður óttaðist hún nokkuð vegna
þess, að hún var ekki einsömul. Hún hafði
hugsað sitt ráð vel og vandlega, og hún sá fljótt
að hún gat ekki gert hvorttveggja, séð um úti-
verkin og unnið húsverkin eins og vera bar.
Hún hafði því skrifað konu, sem einu sinni
hafði verið nágrannakona hennar. Hún var
ekkja og hafði ofan af fvrir sér með því að
þvo þvott. Hún hafði tekið boði Saxon og kom
til hennar. Mrs. Paul var lág vexti, en gild-
vaxin og vigtaði tvö hundruð pund, en þrátt
fyrir það virtist hún a-ldrei þurfa að setja sig
niður allan daginn. Hún var um fertugt og
það var ekkert því líkt, að hún væri nokkuð
hrædd við Kínana, enda sa.gði Willi henni, að
með sínum máttuga armlegg gæti hún hæglega
ráðið niðurlögum þeirra beggja. Mrs. Paul
hafði með sér sextán ára gamlan pilt, sem hafði
vanist vrinnu hjá bændum, og hann gat mjólkað
Hildu, mjólkurkúna góðu, sem Edmund hafði
valið þeim. Þótt Mrs. Paul gæti vel gert alt,
sem gera þurfti í húsinu, þá var þó eitt, sem
Saxon gerði æfinlega sjálf, og það var að þvo
sín eigin föt.
“Þegar eg hætti því,” sagði hún við Willa,
“þá skaltu taka reku og grafg. gröf þama hjá
rauðviðartrjánum, því þá er kominn tími til að
jarða mig.”
Þau voru ekki búin að vera þarna lengi,
]>egar Willi einn daginn kom heim með heil-
mikið af járnpípum og eftir nokkra daga var
hann búinn að leiða vatn frá uppsprettulind-
unum, heim í húsið og í fjósið og hænsnahús-
húsið.
“Eg bvsit við, að eg geti hugsað eins vel og
aðrir,” sagði hann. “Eg sá konu hinu megin
í dalnum, sem var að bera vatn frá uppsprett-
unni heim í húsið, ein sex hundruð fet, og fór
eg þá að hugsa um það mikla óþarfa göngulag,
sem þessi kona lagði á sig; eg gerði ráð fyrir,
að hún færi þrjár ferðir á dag, og töluvert
fleiri á þvottadögum. Og hvað haldið þið að
hún gangi margar mílur á ári, til og frá vatns-
bólinu? Hundrað tuttugu og tvær mílur. Hugs-
ið þið um það, hundrað tuttugu og tvær mílur!
Eg spurði hana, hvað lengi hún hefði verið þar.
Þrjátíu og eitt ár. Þið getið sjálfar reiknað,
hvað langt hún hefir verið búin að ganga. Þrjú
þúsund sjö hundruð áttatíu og átta mílur, alt
af því, að hún hafði ekki tvö hundruð feta langa
vatnspípu. Ofbýður ykkur það ekki?
“Eg er ekki búinn enn. Eg ætla að fá bað-
ker og ýmislegt fleira, þegar eg get keypt það.
En heyrðu, Saxon, þú hefir tekið eftir litlu
grundinni þar sem Wild Water rennur í Son-
oma. að er fullkomlega ekra af skóglausu
landi. Það er mitt land. Þú hefir ekkert við
þann blett að gera. Þar ætla eg að rækta fóður.
Eg ætla að fá mér dálítinn útbúnað, sem eg veit
af og eg get fengið fyrir tíu dali, og veita vatni
á þennan blettt, og þú mátt reiða þig á, að hann
sprettur vel. Eg verð að fá mér annað hross
handa sjálfum mér. Þú brúkar Hazel og Hattie
svo mikið, að eg get ekki haft mikið gagn af
þeim, og þegar þú ferð að selja kartöflurnar,
þá sé eg þær aldrei. En eg býst við að geta
fóðrað annað hross á þessum bletti.”
Willi gat samt ekki gefið sig við þessari
grasrækt fyrst um sinn, því hann þurfti að
sinna því sem meira var um vert. Fvrst voru
mörg óþægindi við að stríða. Þeir peningar,
sem hann liafði komið með, og sem hann hafði
unnið sér inn síðan þau komu í Sonoma dalinn,
höfðu mest-allir gengið til ýmsra umbóta og
svo fyrir riauðsynjar þeirra. Þeir átján dalir
á viku, sem hann fékk í leigu fyrir hestana, fónx
til að borga kaup vinnufólksins, og hann hafði
enga peninga til að kaupa sér reiðhest, sem
hann gæti notað, þegar hann var á ferðum sín-
um að kaupa vinnuhesta fyrir félagið í Oak-
land. Hann komst þó út úr þessum vandræðum
meða því að gera eins og Mrs. Mortimer hafði
sagt honum, að hugsa fyrst og fremst og reyna
jafnan að hæfa tvo fugla með einum steini.
Hann fór að temja tryppi fvrir aðra, og með
því móti komst hann þangað, sem hann þurfti
að fara.
Alt gekk því þolanlega — enn sem komið
var. En nú kom það fyrir, að kosin var ný
bæjarstjórn í San Franciseo, og náði hún kosn-
ingu þannig, að hún hafði lofað að vera spar-
samari, hehlur en sú, sem fyrir hefði verið, og
þess vegna hafði hún hætt við allar vegabætur
í borginni. Þetta þýddi það, að allri vinnu var
hætt í grjótnámunum í Lawndale, því þar hafði
bærinn aðallega fengið grjót til vegagerða.
Þetta leiddi það aftur af sér, að Willi fékk ekki
meiri leigu eftir hesta sína, og meira að segja
mundu þeir bráðum koma og hann yrði að fóðra
þá upp á sinn, kostnað. Hvernig þau gætu nú
koldið kaup, þeim Mrs. Paul, Gaw Yum og
Chan Chi, var meir en liann gat séð fram úr.
“Eg býst við, að við höfum reist okkur
hurðarás um öxl,” sagði hann við Saxon.
Þetta kveld kom hann seint heim, en hann
var glaðlegur á svipinn, þegar Saxon kom út
heilsaði honum.
“Það verða engin vandræði úr þessu,” sagði
hún glaðlega. “Eg hefi talað við öll vinnu-
hjúin. Þau skilja öll, hvernig ástatt er, og eru
meir en viljug að bíða eftir kaupinu sínu fyrst
um sinn. Eftir svo sem viku fer eg að srija
garðávexti. Þá fáum við mikið af peningum.
Eg skal líka sgja. þér nokkuð, sem ])ú kannske
trúir varla. Gamli Gaw Yum á peningr á
banka. Hann kom til mín, *eftir að eg sagði
bonum, að við hefðum litla peninga sem stæðí,
og bauð mér að lána okkur þrjú hundruð dali.
Hvernig lízt þér á það?”
“Ekki líkar mér nú sem bezt, að fá peninga
lán hjá honum , þó hann sé nú reyndar góður
karl; en það getur vel verið, að eg þurfi
þe.ssara peninga. Þú veizt ekki, hvað eg hefi
verið að. gera í dag. Eg hefi verið svo önnum
kafinn, að eg hefi ekki getað fengið mér bita
að borða.”
“ Þú hefir verið að hugsa, býst eg við,” sagði
Saxon hlæjandi.
“Já, það má sjálfsagt segja svo,” sagði
Willi og hló líka. “Eg liefi eytt peningum, eins
og eg væri stórríkur maður..”
“Hvernig geturðu gert það, þegar þú hefir
enga penx^ga?” spurði Saxon.
♦
“En egNiefi lánstraust hér í þessu ná-
grenni, og eg kefi áreiðanlega notáð það nú
nokkuð freklega, og nú geturðu getið hvernig
eg fór að því.”
‘•‘Keypt reiðhest?”
“Nei, það var nú eitthvað annað,” sagði
Willi. “Eg má eins vel segja þér strax, hvað
eg gerði, ])ú getur aldrei getið upp á því. Þú
þekkir Thiercroft. Eg keypti stóra vagninn j
hans fyrir sextíu dali. Eg keypti líka vagn af
Henwood, járnsmiðnum — hvað sem hann
heitir, fyrir fjörutíu og fimm dali, og eg keypti
ágætan vagn af Ping fyrir sextíu og fimm dali.
Eg hefði fengið hann fyrir fimtíu, ef hann
hefði ekki vitað, að eg þurfti endilega að fá
hann. ’ ’
“En hvað er um peningana?” ispurði Sax-
on. “Þú hafðir ekki einu sinni hundrað dali
eftir. ”
“Var eg ekki rétt að segja þér, að eg hefði
lánstraust? Eg hefi það og eg borgaði ekkert
fyrir þessa vagna út í hönd, og eg hefi ekki lát-
ið úti nokkurt cent í dag, nema fyrir tvö sím-
töl. Svo keypti eg þrenn aktýgi, öll briikuð,
fyrir tuttugu dali hvert. Þau keypti eg af mann
inum, sem eg leigði hestana, því hann þærf
þeirra ekki lengur. Svo leigði eg af honum átta
hesta og fjóra vagna, hálfan dal á dag fyrir
hvern hest og hálfan dal fyrir hvem vagn. Þar
era sex dalir, sem eg þarf að borga í leigu á
dag. Þessi þrjú aktýgi eru fyrir he-stana, sem
eg fékk frá Oakland. Svo leigði eg tvö hesthús
í Glen Ellen og pantaði mikið af heyi og öðru
fóðri frá Kenwood, því nú hefi eg fjórtán hesta
að fóðra, og eg verð að láta járna þá og hvað
eina. Svo fékk eg sjö menn til að keyra fyrir
mig, og eg á að borga hverjum þeirra tvo dali
á dag, svo þú sérð, að eg hefi ráðist í tölu-
vert.”
“Hvað gengur annars að þér?” sagði Saxon.
“Er þig að dreyma, eða hefirðu hitasótt?” og
hún strauk með annari hendinni um ennið á
honum og tók um úlnliðinn á honum með hinni.
“Það lítur ekki út fyrir, að þú sért veikur og
ekki hefir þú fengið þér í staupinu. Segðu
mér hvað þú ert að fara, hvað sem það er.”
“Ertu ekki ánægð með það, sem komið
er?”
“Nei, eg vil vita alt um þetta.”
“Þá það. En fyrst vil eg að þú vitir, að
ráðsmaður félagsins, sem eg vann fyrir í Oak-
land, getur ekki gert neitt, sem eg get ekki gert
líka. Eg get rétt eins vel tekið þátt í viðskifta ■
lífinu eins og hinir. Nú skal eg segja þér alt,
hvernig þetta er, en ekki skil eg enn, hvernig !
á því stendur, að þeir í Glen Ellen skyldu ekki j
verða á undan mér. Þeir hafa líklega verið
sofandi. Það er ekki hætt við að menn í stór-
bæjunum léti svona tækifæri ganga úr greipum
sér.
“Þú veizt um þessa múrsteina verksmiðju,
sem þeir eru að koma á fót þarna í Glen Ellen.
Eg var að vandræðast með það í huganum, að
hafa þessa sex hesta og ekkert handa þeim að
gera. Eg varð, að hafa eitthvað handa ]>eim
að gera, og mér datt í hug þessi múrsteina-
verksmiðja.- Eg fór og skoðaði staðinn, þar
sem þeir taka efnið í múrsteininn og eins verk-
smiðjuna sjálfa. Aðstaðan er öll heldur þægi-
leg. Eg reyndi að gera mér grein fyrir öllu
þessu, eins nákvæmlega eins og eg gat. Eg
talaði við mennina, sem voru að vinna þarna
og eg komst að því, að von var á ráðsmanni fé-
lagsins og öðfum forráðamönnum þess með
morgunlestinni, svo eg fór á járnbrautarstöðv-
arnar og var þar, þegar þeir komu og eg heils-
aði þeim og gaf mig á tal rið ])á.
“Eg fór með þeim upp að verksmiðjunum
og eg gat vel skilið á tali þeirra, hveraig öllu
var varið. Svo þegar eg hafði tækifæri til, lagðí
eg fyrir þá mitt tilboð. Eg var alt af hræddur
um, að þeir væru búnir að ráðstafa því ein-
hvern veginn, hvernig þeir ætluðu að ná að sér
efninu. En eg skildi að svo var ekki, þegar þeir
fóru að spyrja mig um kostnaðinn. Eg hafði
allar áætlanir í huganum og gat lesið þær upp
eins og eg væri að lesa af bók, og ráðsmaðurinn
skrifaði það alt í vasabókina sína.
“ ‘Við ætlum að byrja þetta strax í stórum
stíl. Hvaða útbúnað hafið þér til að geta gert
verkið, Mr. Roberts?’”
“Eg'hafði vitanlega ekkert riema Hazel og
Hattie, sem báðai»eru of litlar fyrir þetta verk.
En eg varð að bera mig vel, svo eg' sagði hon-
um, að eg gæti byrjað með fjórtán hestum og
sjö vögnum, og ef hann þyrfti meira, gæti eg
hæglega bætt við.
“ ’Gefið okkur svo sem fimtán mínútur til
að hugsa okkur um, Mr. Roberts’,” sagði ráðs-
maðurinn.
“ ’Auðvitað,’ sagði eg. ‘En ]>að er nokk-
uð, sem eg þarf að taka fram fyrst, og það er,
að eg vil gera tveggja ára samning, og í öðru
lagi, verður að gera umbætur á veginum frá
staðnum þar sem efnið er tekið, og til verk-
smiðjunnar. Annars getur ekkert orðið af
þessu, hvað mig snertir. Eg sýndi þeim svo,
hvernig þyrfti að gera við veginn og útskýrði
það svo alt fyrir þeim. Þetta hjálpaði mér heil-
mikið. Þeir höfðu bara verið að hugsa um
múr.steinana. Nú skildu l>eir, að það var fleira,
sem taka þurfti til greina.
“ílg býst við, að eg liafi beðið einn hálfan
klukkutíma eftir svarinu frá þeim, og mér leið
nærri eins illa, eins og þegar eg beið eftir svar-
inu frá þér, þegar eg bað þig að verða konan
mín. Eg notaði samt tímann til að fara aftur
yfir mínar áætlanir, ef til þess kæmi, að eg
þyrfti að koma niður á verðinu. Eg hafði sett
verðið eins og þeir gera í borginni, og eg gat,
staðið mig við að lækka það dálítið. Þeir komu
nú aftur.
“ ‘Yerðið ætti að vera lægra hér úti í sveit,
heldur en í borginni,” segir fyrirliðinn.
“Eg hélt ekki, og eg sýndi þeim fram á, að
liér væri ekki einu sinni liægt að rækta hey
handa liestunum, og maður yrði að flvtja inn
alt fóður handa ]>eim. Eg get kevpt fóður fyr-
ir lægra verð í San Francisco, heldur en hér,
þó eg sæki það sjálfur.
“Þeir vissu, að þetta var satt, og gátu ekki
á móti því haft. En eg var svo heppinn, að
þeir spurðu mig ekki um kaupgjald eða hvað
það kostaði að járna hestana. Hér eru engin
verkamannafélög. Ef þeir hefðu vitað nokkuð
úm ]>etta, getur vel verið að eg hefði orðið að
koma niður. En þeir hugsuðu of mikið um
múrsteininn til að gefa því nokkrar gætur. ”
WiUi tók skjal úr vasa sínum og fékk Saxon.
“Þarna eru samningarnir,” sagði liann.
“Eg hitti Mr. Hall og hann las þá og sagði, að
þeir væru í bezta lagþ. Þá sagði eg öðrum frá
þessu, og nú er það komið út um alt. Á föstu-
daginn fæ eg hestana, sem eg leigði, og á mið-
\riku byrja eg að vinna fyrir félagið.
“En eg hefi ekki sagt þér það bezta enn.
Eg þurfti að síma bæði til Kenwood og Lawn-
dale, og meðan eg beið eftir sambandi, fór eg
enn að fara yfir tilbóðið, sem eg hafði gert
þeim, og þá komst eg áð því, að eg hafði sett
verðið talsvert hærra, en eg í raun og veru æfl-
aðist til. Það er eins og fundnir peningar. Ef
þú þarft á þeim mismun að halda, þá bara láttu
mig vita. En eg sé, áð eg muni eiga erfitt með
peninga næstu tvo eða þrjá mánuðina. Fáðu
þessa fjögur hundruð dali hjá Gow Yum. Lof-
aðu að borga honum átta af hundraði í leigu og
segðu honum, að við þurfum peninganna bara
í þrjá eða fjóra mánuði.”
Willi þagnaði og Saxon þóttist sjá að nú
hefði honum dottið eitthvað nýtt í hug. Eftir
litla stund sagði hann:
“Þekkir ]>ú nokkuð inn á bankaviðskifti og
kant þú að skrifa bankaávísanir?”
ASK FOR
DryGinger Ale
OR SODA
Brewers Of
country'chjb'
BEER
GOLDEN GLOW
ALE
BANQUET ALE
XXX STOUT
BR E W E RV
OSBORN E &. M U LVEY - Wl N NIPEG
PHONES 41-111 4930456
PROMPT deliverv
TO PERMIT HOLDERS