Lögberg - 19.12.1929, Page 6

Lögberg - 19.12.1929, Page 6
Bls. 14. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBíER 1929. Gabriel Garibaldi Dante Rossetti. I indverskri bók er komist þannig að orði, að “alveran” hafi Iagst á sæng og fætt tvíbura. Voru það tveir sveinar. Alveran ákvað þeim sérstakt hlutverk: Þeir áttu að kynda þann eld, sem heitum heldur sálum mannanna, því annars mundu mennirnir frjósa í hel eða verða að steinum. Hafa sveinarnir síðan farið um t'll lönd; þeir tala tungur allra þjóða og rækja köllun sína þang- að til veröldin líður undir lok. Þessir sveinar eru skáldið og listamálarinn. Mér þótti þetta undur fallegt, þegar eg las það fyrst fyrir 25 árum, og mér þykir það eftir þvi fallegra, sem eg hugsa lengur um það. Mörg hafa skáldin fæðst og lif- að og margir listamálararnir; en að sami maðurinn sé hvorttveggja í senn og verði heimsfrægur í báðum listunum, það er sjald- gæft; þó kemur það ifyrir. Gabriel Garibaldi Dante Ros setti, var einn þeirra fáu, sem þjónaði þessum tveimur herrum og var báðum trúr. Hann var einn hinna áhrifamestu og full- komnustu listamálara sinna tíma og jafnframt eitt tilfinningarík asta, formfegursta og dýrlegasta skáld nítjándu aldarinnar. _____ Rossetti var fæddur 8. maí 1828 í Lundúnaborg á Englandi. Að þjóðerni var hann þrír fjórðu ítali °g einu fjórði Englendingur. Fað- ir hans var ítalskur, en móðir hans ítölsk í aðra ættina og ensk í hina. Varð faðir Rossettis að flýja frá ítalíu vegna þátttöku í pólitiskum æsingum, og settist hann að í Lundúnaborg; bar var hann háskólakennari. Voru þau hjón fremur fátæk, en settu þó þennan son sinn til menta; voru þau bæði bókelsk og bæði skáld. Rossetti var kornungur, þegar hann fór að stunda listamáln- ingu, og eru sum málverk hans frábærlega fögur, hrífandi og Iærdómsrík. Meðal þeirra má nefna: Danté‘s Dream”, “Pan- dora” og “Found.” trt úr mynd- inni “Danté’s Dream” má lesa ást og angist sálarinnar, sem leitar unnustu sinnar í öllum krókum og kymum helvítis og himnarík- is; Pandora lýsir í áhrifamiklum dráttum öllu því, sem felst í hinni fornu goðasögn; Pandora er mál- uð frábærlega fögur, og hefir listamaðurinn náð einkennilega vel hinu sorglega og Ieyndar- dómsfulla augnaráði, þegar hún er að reyna að loka aftur kassan- um, sem hún opnaði, en tekst það ekki; og upp úr kassanum og út úr honum í allar áttir veltur eldur og reykur, sem jafnharðan breyt- íst í skuggalegar andamyndir, sem svífur umhverfis höfuð hennar. Djúpblá augu í angistarfullu and- liti festa sig í huga áhorfandans og hann gleeymir þeim aldrei. Myndin, sem hann nefnir Found , er þó ef til vill enn þá áhrifameiri. Hún geymir sögu, sem sagt ei að hafi átt sér stað í raun og veru og er á þessa leið: “Ungur bónda- sonur kemur snemma morguns til Lundúnaborgar., Þegar hann kem- ur að brúarsporði, sem inn í borg- ina liggur, þá mætir hann, annað hvort af tilviljun eða forlögum, ungri stúlku, sem hafði verið unn- usta hans; hafði hún farið til Lundúnaborgar, lent þar í slarki og auðnuleysi og fallið “lengst niður í djúp djúpanna”, eins og skáldið kemst að orði. Þegar stúlkan sér hinn forna unnusta sinn alveg óvænt, verður henni svo hverft við, að hún fellur nið- ur við fætur hans í yfirliði. ______ Myndin sýnir annars vegar svo átakanlega angistina og blygðun- ina í andliti stúlkunnar, sem enn laganna”, eins og Guðmundur Guðmundsson segir, og hefir það að sjálfsögðu átt mikinn þátt í sköpun þeirra mörgu og míklu ástaljóða, sem eftir hann liggja. Hann kvæntist 1860 stúlku, sem hét Elizabeth Eleanor Siddal; bjuggu þau saman í hálft annað ár; hún ól andvana barn og dó ..kömmu síðar. Konan var frá- bærlega fögur, skáld og listnæm og unni Rossetti henni hugástum; enda varð hann frá sér numinn :if sorg, er hann misti hana. Um það leyti, sem hún dó, hafði hann íullbúin til prentunar fyrstu Ijóð sín, en í stað þess að láta prenta þau, Iét hann grafa handritið með henni. Árið 1869 (eða sjö árum síðar) lét hann þó tilleiðast að láta grafa kvæðin upp aftur og voru þau prentuð 1870. Næsta ár var skrifaður um þau itdómur af mannl, sem Robert Buchanan hét, og fordæmdi hann >au niður fyrir allar hellur, taldiJ þau heimskuleg og siðspillandi. Þau Ijóðin, sem Buchanan þessi dæmdi einna óvægast, hafa s’ðan verið viðurkend meðal fegurstu ástaljóða, sem heimur bókment- arria hafi eignast. En svo mikil áhrif hafði dómurinn á Rossetti, að hann varð ekki mönnum sinn- andi um langan tíma. Varð hann smámsaman taugaveiklaður og þjáðist af langvarandi svefnleysi náði sér aldrei aftur að heilsu og lézt 9. apríl 1882. Þótt hann væri þannig heilsu- laus um margra ára skeið, vann hann kappsamlega að ljóðagerð og er hann óskabarn margra bók- mentamanna. Þykir sú bók ofull- komin, sem sýnishorn af bezta skáldskap Englendinga, sem ekki flytur eitthvað eftir Rossetti. íslendingar munu yfirleitt lítið hafa kynst honum, en illa trúi eg því, að yngri höfundar vorir græddu ekki talsvert á því, að kynnast honum rækilega. Eg læt hér fylgja lauslega þýðingu af einu ástakvæði hans. Sig. Júl. .Jóhannesson. Verð uppskerunnar. Samkvæmt áætlun hagstofunn- ar í Ottawa, verður uppskeran í landinu á þessu ári $986,986,000 virfði. Jafnvel þótt verðið sé tölu- vert hærra heldur en í fyrra, þá verður þó uppskeran öll ekki nærri eins mikils virði, vegna þess hvað hún er miklu minni. Telst svo til, að í fyrra hafi hún verið $1,125,008,000 virði. Hveitiupp- skeran í Sléttufylkjunum var í fyrra virt á $424,039,000, en i ár ekki nema $316,343,000. Fyrir svo að segja allar tegundir af upp- skeru fá framlieðendur minna þetta árið, helur en í fyrra, nema fyrir kartöflur. Fyrir þær fá þeir miklu meira, eða $69,963,444, en í fyrra ekki nema $40,874,000. Veld- ur því verðhækkun aðallega. Frá Islandi. Þrettán. Reykjavík, 9. nóv. Síðastliðinn mánudagsmorgun andaðist hér í bænum Páll Bjarna- son lögfræðingur, eftir fárra daga legu í lungnabólgu. — Páll var fæddur 13. júlí 1890 að Steinnesi í Húnavatnssýslu, sonur Bjarna prófasts Pfálsonar. Hann lauk stúdentsprófi 1912 og lögræði- prófi 1916. —- Starfaði hann nokk- ur ár sem fulltrúi bæjarfógeta, en hefir seinni árin haft lögfræði skrifstofu fyrir eigin reikning. — Páll var alla daga vinsæll af þeim er til þektu, enda var hann dreng- ur hinn bezti. Hann var greind ur maður, stiltur vel, en þó tölu- verður skapmaður, góðgjarn og trygglyndur. Er að honum mikill mannskaði. — Vörður. Þrennir skuggar. Eftir G. G. D. Rossetti. Eg staðar nam og starði’ í augu þín eg starði á þau í skugga lokka þinna, sem ferðamaður mæti þeirri sýn i myrkum skógi þyrstur lind að finna. Við sjálfan mig eg sagði: “Hjarta mitt! hve sælt væri það hér að tefja mega, í helgum friði seðja hungur sitt já, sælt að mega’ af þessum brunni teyga. Eg horfði Iengur — sálu þína sá eg sá hana í skugga augna þinna. sem leitandinn, er gullið lítur gljá, er geymdi fljót í skuggum hylja sinna. Við sjálfan mig eg sagði: “Hvar er ráð, að sigra hér? ég vesæll er og aumur; án hennar líf er hel í lengd og bráð’ og himnaríki aðeins tómur draumur.” Eg enn þá horfði — ást þín birtist mér, eg eygði hana’ í skuggum sálar þinnar, sem kafarinn, er djarfur sekkur sér í sjávar húmið dýra perlu’ að vinna. Við sjálfan mig eg sagði — ekki neitt, en sál mín fæddi hugsun orðavana: “Já, þér er ást á æðsta stígi veitt, og engum nema mér þú gefur hana.” Sig, Júl. Jóhannesson. Hinn 13. þ. m. eignuðust hjón í Kansas City tvíbura, pilt og stúlku, pilturinn vigtar 7 pund og stúlk- an 6 pund, eða bæði til samans 13 pund. Hjónin áttu níu börn fyr- ir og með þeirn, sem nú bættust við, eiga þau ellefu og að hjónun- um sjálfum meðtöldum, eru með- limir fjölskyldunnar þrettán. Ef þessi hjón hafa eins megna ótrú á tölunni þrettán, eins og margt fólk hefir, þá hafa þau sjálfsagt áhyggjur miklar, síðan þetta kom fyrir. Reykjavík 15. nóv. Ólafur Rósenkranz leikfimis- kennari, andaðist í gær að heim- ili dóttur sinnar hér í bænum. Hann var 77 ára að aldri. Kjörkaup New 1929 Nash, Special Sedan, reg. price $2,010.00, for only $1,550.00. jSmall deposit will hold til Spring. Small Car tak- en in trade. E. Breckman, 921 Winnipeg ave. Tel. 27 561 ASK FOR DryGinger Ale OR SODA áfengisbDðirnar Lokaðar nm Jólin Allar áfengisbúðir, undir umsjón Vínsölunefnd- ar,nnar verða lokaðar á þriðjudaginn og miðviku- dagmn, 24 og 25. desember. Brewers Of COUNTRY C LU B* BEER GOLDEN GLOW ALE BANQUET ALE XXX STOUT Regina, Sask. W. W. AMOS, Chairman, Liquor Board. BR E W E RV OSBORN E & M U LVEY - Wl N NIPEG PHONES 4MII 42-304 56 PROMPT DELIVERY TO PERMIT HOLDERS er einkar fögur, og hins vegar takmarkalausa hluttekningu og sorg í andliti mannsins, þar sem hann tekur í hendur hennar og reynir að reisa hana á fætur. Flestar myndir, sem Rossetti hefir málað, eru teknar úr daglega lífinu og eru svo lifandi, að á- horfandanum finst, sem hann sjái þar mannlegar sálir íklæddar holdi og blóði. / \ En Ijóðin hans eru ekki síður áhrifamikil og tilfinningadjúp. Hann er eitthvert einlægasta ásta- skáld, sem uppi hefir verið. Var það ef til vill að upplagi og auk þess “varð hann fyrir fótum for- Til Jólagjafa \ erður ekki valið betra en góðar bækur og skemtilega sungnar sönglagaplötur. Gleðileg Jól! Bókaverslun Ólafs S. Thorgeirssonar _________674 Sargent Avenue, Winnipeg Radlola u33” sarocnt clectric 690 VICTOR STREET. Eigendw Sargent Electric, 690 Victor Street, oska hinvm mörgu, islenzku viðskiftavinum smurn gleðilegra Jóla og farsœls Nýárs. f. t ^***********^^ hefir alla sömu kosii eins og Radios sem kosta meira Oviðjafnanleg vörugæði! 1 VÍÖT.a. húsale5u og því um líkt, og með því að sætta okkur við htinn agoða, en mikla umsetnintr. eetum vér ábyrgst yður kjörkaup. Alfatnaðir oé Ytirfrakiiar $25, $30, $35 .g SNIÐ EFTIR MALI.EDA VERKSMIDJUGERÐ. Búmr til í Style Park hjá Frith Bros., víöfrægum klæðskerum. SCANLAN & McCOMB M7lA PORTAGE AVE.—Milli Kennedy og Vaughan. Cabinet Radiola 33, fær kraft frá vanalegum ljósa- vír. Er sterklega gert, úr bezta efni. Hefir mikla og fagra tóna, og samræmi alt hið ákjósanlegasta. Kaupið þetta hljóðfæri með Jóla Klúbbs borgunar skil- málum vorum vorum. Fyrir $1.00 getið þér orðið með- limur. Með pípum, há- talara og standi Kaupið af áreiðanlegum og staðföstum sérfræðingi. Til þess að vera viss um ánœgju, :>á notið “Heimsins nezta Kveiti” við alla yður jólabökun GUARANTEED !HE PURE PRODUCTOf WESTERN > ÍJSStKST /^Ve ms$ i___qjy A iWeb tnntlegum fjáttbaóðfeum LAKE 0F THE WOODS f MILLING C0„ LIMITED [ Gleðileg Jól! Farsœlt Nýtt Ár! Er innileg ósk vor til allra vorra við- skiftavina — og um leið þökkum vér þeim öllum fyrir hið iiðna ár. J. d. SWANSON CO., LTD. 600 PARItS BUILDING, WINNIPEG <— QJ'O A±z=flo v V/ o Canada’s Leading Taxidcrmist. NATIVE INDIAN CURIOS and RELICS RAVV and DRESSED FL!RS, FUR RUGS MADE UP. Phone 24 934 304 EDMONTON ST., WINNIPEG, MAN. Official Taxidermist to Manitoba Government. 1 Kveðja til íslenzkra vina Vér viljum hér með grípa tækifærið, og óska vorum mörgu íslenzku viðskiftavinum, gleðlegra Jóla og far- sæls Nýárs. Vér metum það mikils, live vel þér látið af Melrose framleiðslutegundunum. H.L.MacKinnon Co.,Ltd. SV EINN JOHNSON, Meðeigandi. Síðustu forvöð að panta Jólakökur og Búðinga Fancy Shortbread Mince Patties Almond Paste Þar sem nú er ekki full vika til Jóla, þá er tíminn orðinn stuttur til að ljúka við allan undirbúning fyrir þau. Ef þér hafið ekki nú þegar pantað það, sem þér þurfið hjá brauðmanninum eða matsal- anum, þá gepð það í dag og kom- ist hjá annríki síðustu stundanna. THE BALMORAL FRUIT SUPREME Ágætasta tegund, ísuð og fallega skreytt,—í málm um- búðum. — Stærð 3 pd. SPEIRS P4RNELL B/IKING CO. LIMITED 666 667 Elgin Ave. Phone 86 617 866 18

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.