Lögberg - 19.12.1929, Side 7

Lögberg - 19.12.1929, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER 1929. Bls. 15. Jan Mayen. Eftir Cai Chaffalitzy de Muckadell. Garaall málsháttur sjómanna segir, að það sé jafnörðugt að rata á Jan Mayen, eins og að finna nál í heyhlassi. Ástfeðan til þess er sú, að þessi litla eyja — sem Norðmenn hafa nú lagt und- ir sig — er í miðju Norðuríshafi og næstum alt af þoku hulin. Það er hrjóstrugt land, þessi eyja. sem norski fáninn á nú að blakta yfir, og svo eyðileg, að menn geta ekki gert sér það i hugarlund. Það er þó hægðar- leikur að rata á norsku eyjuna með tilstyrk norsku loftskeyta- stöðvarinnar þar, sem sett var á laggirnar 1921. — Fjórir ungir og hraustir menn dvelja þarna allan ársins hring og senda veðurfregn- ir út um heiminn. Með aðstoð skeyta frá þeim, er auðvelt að finna eyjuna og brátt rís hún elns og kolsvartur veggur upp úr þok- unni. Svo blasir við manni flöt og sendin strönd, sem dreift er yfir einhverjum hvítum hlutum, sem mest líkjast beinagrindum. Hærra standa nokkrir krossar á haugum framliðinna, og enn hærra eru kolsvartir klettar, gróðurlausir, nema hvað þar verður vart við mosa. Og manni verður ósjálf- rátt að spyrja sjálfan sig að því hvort maður sé kominn til dauðra eyjar Böcklins? Nei, það er að- eins hin rnikla Rekavík, sem við manni blasir, og þar hefir pól- straumurinn fleygt á land reka við í þúsundatali. — Hefir sjð gangurinn dreift þessum við vítt um kring, ár eftir ár, og á sumrin hefir sólin þurkað viðinn og gert hann snjóhvítan. Þokunni léttir nú, og í norðri rís fagur jökulskalli og ber hátt við himin. Þetta er Beehrenberg, hið gamla eldfjall. Það er 2,545 metra hátt, eða álíka og Galdhö- piggen í Noregi. “Ja, kom til Jan Mayen, far min!” geta nú Norð- menn sagt eins og þeir hafa áður sagt um norsku fjöllin! Frá Jan Mayen eru 800 kíló- metrar til næsta lands. Hún er beint norður af íslandi og í há- austur af Scoresbysund. Hún er eiginlega ekki annað en eitt fjall, eldfjall, sem skagar upp úr haf- inu og árum saman hefir hraun runnið niður fjallið. Það er alt hraun, gróðurlaust hraun og sandur. Nú er Beehrenberg hætt að gjósa; það gaus seinast 1818, en hraunið er þarna enn ógróið með öllu og setur svartan og óyndis- legan svip á landslagið. Eyjan er 372 ferkílómetrar að stærð, en inni í henni er ekkert dýralíf. Aðeins við strendurnar eru bjarg- fuglar, álkur, teistar og lundar, sem horfa forvitnisaugum á þá, sem þangað koma. Það voru hinir ötulu hollenzku sjómenn, sem fundu eyna fyrst og nafn sitt dregur hún af einum þeirra, sem kallaður var Jam maatje, en hét Jan Mayen. Hann kom árið 1614 til eyjarinnar, og lagðist við akkeri í Mary Muss Ví'k, sem hann nefndi í höfuðið útgerðarmanni sínum. Síðan hafa íshafsfarar þráfaldlega komið þangað, en vegna þess að þar er engin höfn, hafa menn ekki dval- ið þar langdvölum, en þó hafa menn haft þar vetursetu á landi. Árið 1883 höfðu t. d. Austurrík- ismenn vetursetu þar, undir for ustu Wilczek greifa. Bygðu þeir þar hús og standa þau enn. Þessi hús gáfu Austurríkismenn Dðn um, því að þá var talið, að Danir stæði næst því að eiga eyna, þar sem þeir réði bæði yfir íslandi og Grænlandi.,— Dönsk herskip hafa haldið húsunum við — semast gerðu sjóliðar af “Fyllu” við þau og máluðu “Dannebrog” húshlið Hinn þáverandi — og núverandi —- hervarnaráðherra var með þeirri för, og hann er sjálfsagt sá eini ráðherra, sem þangað hef- ir komið eða mun koma. Vegna þess vað Jan Mayen er hrjóstrug, hefir hön verið ónum in, “Na man’s lan,” eða “Terra Nullius.” — Krossarnir, sem þar standa, eru reistir á gröfum manna, sem þar hafa dáið. Grjót- hrúga verndaði hin bleiku bein þeirra við ásælni blárefa, sem eru á eynni — en enginn hefir sezt þar að til fulls, þangað til Norð- menn reistu þar veðurathugana- stöð sína. Það getur verið, að Forðabúr til að varð- veita Jólafagnaðinn. Eftir Merle Crowell. MRS. ELÍN ÞIÐRIKSON, heiðruð með fjölmennu samsæti, ifimtudaginn 10. október síðastliðinn í samkomusal Víðinesbygðar, í Nýja íslandi, á afmælisdegi hennar, sem kvenfélagið stóð fyrir, og ávarp- aði núverandi forseti þess, Mrs. Jónsson, heiðursgestinn á þessa leið, með velvöldum og kærleiksríkum orðum. “Allir, sem hér eru saman komnir, og þeir, sem ýmsra orsaka vegna ekki gátu komið, fundu svo vel, hvað þeir áttu þér mikið að þakka fyrir eitt og alt, í ráði og dáð, í fimtíu ár í þessari bygð, stofnandi hins fyrsta kvenfélags árið 1882, forseti þess í fjölda-mörg ár, og nú ný-hætt safn- aðarforsetastöðu, ætíð leiðbeinandi í orði og verki til bless- unar í öllu okkar verki, endurgjaldslaust og oft óþakkað.. Sérhverju af okkur hefir þú sýnt góðvild og gestrisni. Við, sem erum hér saman komin, til að gleðjast með þér sjötíu og átta ára ungri, þökkum þér af hjarta fyrir öll þín störf með okkur, bæði fyr og siðar. Ekki mátt þú svo skilja þetta, að búin sé vinnan og lokið starfinu, því enn ert þú leiðandi í bygðarlífinu hér,og Guð gefi að lengi enn, megi þér endast aldur og þrek. Óskum vér að njóta samvinnu þinnar í langan tíma enn. Sérstaklega þökkum vér þér fyrir hönd allra safnaðarlima. Við finnum öll, að við eigum þér þar svo mikið að þakka, og sem forseta þess í tíu ár. Góður Guð launi þér og geri ófarna æfibraut bjarta og blíða. Já, lán og blessun fylgi þér til æfiloka. — Gjaf- irnar eru vottur þakklætis frá okkur, og biðjum við þig að þiggja þennan stól (Chesterfield ChairX herðatrefil (scarf) og blómvöndinn.” Ýmsir töluðu, og lutu allar ræðurnar að því, hvað þeir ættu henni mikið að þakka í öllum velferðarmálum. Heiðursgestur, Elín Þiðrikson, tók til máls og þakkaði með hlýjum og velvöldum orðum þá sæmd, sem sér væri sýnd, “já, af innsta grunni hjartans þakka eg ykkur”, og sagði meðal annars, að hún hefði ekki vitað betur, en að hún hefði verið að fara á kvenfélagsfund, en í stað þess biði sín fagurlega skreytt samkomuhúsið, og bað algóðan Guð að launa öllum fyrir þá vinsemd, sem æfinlega hefði mætt sér, og að gefa alúðar-samvinnu í öllum velferðar- málum til sigurs í okkar kæru bygð. Einn viðstaddur. í sumar sem leið, var óvanalega mikill þurkur víðast hvar í land- inu. Hvar sem eg fór, sá eg þess ljós merki. Rykið þyrlaðist upp á keyrslubrautunum, ef þær voru ekki steinlagðar. Engin og leik- vellirnir skrælnuðu. Lækirnir þornuðu og jafnvel uppsprettu- lindirnar líka. Þetta vakti hjá mér gamlar end- urminningar. í Maine-ríkinu, þar sem eg er alinn upp, áttum við tvo aðal- óvini: Byljina á veturna og þurk- ana á sumrin. Af þessu tvennu, var þó þurkurinn skaðlegri. Við sáðum á vorin og gerðum okkur miklar vonir um góða uppskeru. Alt gekk vel fram eftir sumrinu. Akrarnir voru sígrænir og falleg- ir og plönturnar teygðu sig upp úr moldinni, gegn sól og sumri. En svo brást regnið stundum. Það rigndi ekki vikum og jafnvel mánuðum saman. Akrarnir skrælnuðu, en einmitt þaðan átti maður von á vetrarforðanum, og þá var eins og blóðið í manns eig- in æðum væri að þorna. Bónd- anum var tíðum litið til lofts, en þar var ekki ský að sjá og hann hristi höfuðið. Þetta hafði mikil mikil áhrif á alt okkar líf, jafnvel leiki okkar barnanna. Það er margt líkt með náttúruuni og manninum. Það er eins og ofþurkurinn nái til vors innra manns. Vonir unglingsins eru miklar. í æsku dreymir oss um komandi sól og sumar. Þá finst oss framtíðin geislum stráð og teljum það svo sem sjálfsagt, að gæfan verði vor stöðugi föru- nautur. Þegar árin færast yfir, verður reynslan oft nokkuð á annan veg. Uppsprettulindir geðinnar þrjóta oft og einatt. Vér reynum ineð- læti og mótlæti og komumst fljótt að raun um, að lífið er ekki íyrst og fremst leikur. Hið mikla haf, milli þess, sem vér erum, og þess, sem vér ættum að verða, dylst oss ekki, og hugurinn fyllist af beiskju vonbrigðanna. Vér finn- um oft, að vér höfum mist af kjarnanum, en höldum skelinni og hyljum sjálfa oss undir henni. Dræmarnir hafa ekki ræzt. Upp- sprettulindir gleðinnar hafa þrot- ið, þornað. Jólin eru að koma. Jólaskraut- ið blasir við manni og jólagleðin sömuleiðis. Hún nær til svo að segja allra, jafnvel þeirra, sem kaldlyndastir eru. Naumast hafa vonbrigðin og óánægjan tekið nokkurn mann þeim heljartökum, að ekki geti gleðibros færst yfir varir hans um jólin. Vonirnar glæðast á ný og örðugleikarnir verða ekki eins ægilegir. Friður á jörðu, og velþóknan yfir mönn- unm, er allra gleði. Það er eins og hinar þornuðu uppsprettu- lindir gleðinnar opnist á ný og veiti nýrri lífsgleði inn í sálarlíf manneskjunnar — í bráðina. Þessu mætti ef til vill líkja við vatnsveitingar, áveitur. Ef hægt er að gera ófrjóvar eyðimerkur að aldinreitum, með því að mynda stórar safnþrór einhvers staðar Iangt í burtu, og veita svo vatn- inu á þessar gróðurlausu lendur, þegar hentugt er, því má þá ekki líka varðveita jólafagnaðinn og veita honum inn í sálarlífið, hve- nær sem er á árinu? Hví skyldi maður eyða honum öllum á einni viku? Á jólunum hugsa menn fyrst og fremst um aðra. Það er gott og göfugt hugarfar. En er nokkur ástæða til að binda það svo að segja eingöngu við jólin? Snjór- inn í marz, þurkarnir á sumrin og haustnæðingarnir minna lika &, að þörf er á hlýrra hjartalagi og örlátari hönd. Eg þekki fólk, sem virðist hafa hið sama, góða og göfuga hugar- far alt árið, eins og svo margir hafa um jólin. Er eg einn af þeim? Látum oss spyrja sjálfa oss þeirrar spurningar, einlæglega og í fullri alvöru, áður en vér göngum inn í nýja árið. 11111111111 u 1111111111111111111111 m i 11111 m m 111. m 11 m 111111111111111111111111111 ■ 111111111111». Islenzkur harðfiskur 5 Einnig höfum vér rokka og kamba, og að auki fæst í § búð vorri allslags sænskur og norskur varningur, og 1 og sænsk harðvara af öllum tegundum. = Póstpantanir tafarlaust afgreiddar. = = Harðfiskurinn kostar 33c pundið. = SWEDISH IMPORTING CO. Tel.: 29 692 406. Logan Ave. | L. E. ANDERSON T t e 11111 m m 111 m 11111111 m 111111: m 11111111113' t p 11 m i: 1111 m i n 11 p 11111111111111111111 m 11111»~ ■«Ba«B*«j»«**«Bg^«B3ö«P*«3fr«BiÉ«3»«Bj^«pa«P»<«g$«P*«B»«B»«B*gBlii«Biíi«Blii««i«Bti«B»t > £ 5 i' P l £ i'l: Nokkrar bendingar, þar \ sem úr miklu er að velja af Jólagjöfum | w.s «Pi^ «B« «B» «Bft «P*«P* gpaBB1* «W<«I» V t Carrtck Œþeatre óskar öllum sínum íslenzku viðskiftavinum Gleilegra Jóla og Farsœls Nýárs PERCOL.ATORS Til að búa til kaffi með rafíihaldi $6.75 og yfir VÖELTTJÁRN Gera ápætis vöflur $7.95 og yfir KRULLUJÁRN. Sköftin úr rose- wood eða gleruð. $1.00 og yfir. JÓLATRÉS LJÓSA SETS til að notast úti, þola repn, $2.70 og yfir HYDRO STRAUJÁRN . Gagnleg og ódýr jólagjöf $2;95 og yfir TOASTMASTER Rafáhald, sem steik- ir brauðið án þess að litið sé eftir þvi. $14.50 LJÓSA SVEIGAR og lýsandi glugga- sveigar. $1.60 og yfir LAMPAR Stórkostlegt úrvai og sanngjarnt verð. EGGJASUÐUVÉL Sýður 4 egg í einu eftirlitslaust. Aðeins $7.00. FLASHLIGHTS Frft 59c og yfir. Sjáið þessi nýju með alla vega lit- um ljósum. JÓLATRÉS LJÓSA SETS innan húss. $1.25 og yfir ABYRGST AF HYDRO WuinípcOHijdro, 55-59 PRINCESSST. PHONES: 848 131 848 132 Norðmenn hafi gagn af eynni yið veiðar sínar í íshafinu, en þá verða þeir líka að tryggja skip- inum, að þau geti legið þar. Norsku blöðin eru þegar farin að tala um hafnarbyggingu þar — en það verður útdráttarsamt, því að ekk- ert grjót finst þar til hafnargerð- ar og það er langur vegur að flytja það frá öðrum löndum. Þannig er þá hið nýja norska land, eyðiklettur úti í reginhafi. Einstaka sinnum i góðu skygni sér til jökla á Grænlandi, en langa tíma ársins er eyjan umlukt haf- ís. Svört, óaðlaðandi rís hún þá þögli heimskautsnæturinnar. En norðaustast á hennni erú tvær loftskeyta stengur. Þar hafast við einhverjir afskektustu menn í heimi þessum og hafa ekki annað samband við umheiminn, en hin- ar ósýnilegu loftskeytaöldur. Lesb. Vér seljum Hangikjöt saltað og reykt hjá íslendingum.og líka aðrar tegundir aí íslenzkum mat. Safeivay Stores Ltd. Corner Home and Sargent PÁLL HALLSON. Sími: 89 902. Ráðsmaður í kjötmarkaðnum, ;«P»«BH«i»«tagwi ws»«ga<iiri!i;<jsr<i Fermingar í V atnabygðum. 1 1 "T 17. Nóv. 1929, í Foam Lake: Anna Margaret Agneta Howe. Karl Leo Einarsson. • 17. nóv. 1929, að Leslie: Guðmundur Albert Árnason. Guðrún Þórvör Halldórsson. Harold Johnson. Jóhanna Friðbjörg Sigbjörnsson. Jóhannes Þórður Björnsson. John Robert Warrey Pell. Ketill Einar Ketilsson. Sigurður Belgþór Ketilsson. Thomas Sumarliði Halldórsson. 24. nóv. að Wynyard: Anna Björnsson. Helgi Þorberg Sveinsson. —Niðuröðunin ^eftir stafrófi. Guð blessi þessi efnilegu ung- menni og láti leið þeirra liggja til sigurs. Carl J. Olson. WARNING! FIRE! FIRE! FIRE! Yuletide Dangers Christmas season is near at hand with its atten- dant fire dangers. Overcrowded stores, churches with their annual Christmas festivals, bazaars in full swing and enter- tainments in homes will have the usual highly in- flammable decorations and electrical displays, in addition to the large accumulation of highly in- flammable waste materials, caused hy the unpacking of Yuletide goods. Be careful in the use of all electrical devices and see that smokers are careful with “butts” and Matches. Under no circumstances use gasoline in your homes or places of business for cleaning purposes, because gasoline is more dangerous than gunpowder. Keep the premises free from all rubbish and waste materials — a fire lurks in every rubbish heap. Therefore, might I ask the whole-hearted co- operati'on of every man, woman and child in Manitoba to endeavor to make this Christmas fireproof. Remember always that precaution is the master of fire. Issued by the authority of E. McGRATH, Prov. Fire Com- missioner, Winnipeg g-fe-cg»<wSi<«B»«7.Ti»«B»«t»«!!»«gii«Bi»«PSi«gii«Wi«B»«B»«Blíi«Biíi«Bi»«Blli«Blli«Blli«Blli> We take this oppoitunity of extending our most sincere thanks to all those who have, by their valued courtesies, contributed to our success. mt wm au 5op, #oob Healt!) anb ^apptneöö tíjíö Cþriötmaö “The Reliable Home Furnishers" 492 Main St. Phone 86 667 KOKUR —100 tegundir Gleymið ekki sögunni um Marie Antoinette, sem sagði: “Því borðar fólkið ekki kökurV’ Gaman hefði verið að vita, hve miklu meiri áherzlu hún hefði lagt á oiðin, ef hún hefði viti.ð hve dásamlegar að kökur vorar eru. Siöðvið Canada Bread manninn á strætinu og látið hann.sýna yður kökur vorar. Canada Bread MAKE ’EM i

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.