Lögberg - 31.07.1930, Side 4

Lögberg - 31.07.1930, Side 4
Bls. LÖGRERG. FIMTUDAGINN 31. JÚLI 1930. Xögfcerg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., ■Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Tahámar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaÖsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg" i» printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Úrslit kosninganna Svo fóru leikar á mánudaginn var, að aft- urhaldsstefnan, ofbeldis 0g öfga-stefnan, und- ir forustu Mr. Bennetts frá Calgary, gekk sigri hrósandi af hólmi, og verÖur það því Mr. Ben- nett, er með völdin fer ásamt fylgifiskum sín- um, að líkindum næstu fjögur árin. “Fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokk- uð gott,” segir gamalt íslenzkt máltæki. Mr Bennett tekur við völdum með ákveðinn þing- meirihluta að bakhjarli og verður því eigi um það vilst, hvar ábyrgðin lendir ef illa skyldi tak- ast til um ráðsmensku hans á þjóðarbúinu; há- tollastefnan, óheillastefna canadisku þjóðar- innar, sem 0g reyndar flestra annara þjóða, hefir orðið ofan á í bráðina; nú er það hún, að því er Mr. Bennett og fylgifiskum hans segist frá, er lækna á hverskonar fjárhagslegar mein- semdir bændanna í Vesturlandinu; nú er það hún, er innan skamms ber á því fulla ábyrgð, að hver einasta starfsfær hendi í landinli verði starfandi ár út og ár inn, og að alt fljóti í mjólk og hunangi; og nú er það líka hún, er krafin verður á sínum tíma strangra reiknings- skila, ef smjörverðið í Yestur-Canada hækkar ekki til muna á næstunni, sem og verð hinna ýmsu annara framleiðslutegunda. Mr. Bennett hefir verið sérlega örlátur á loforð; hvað um efndirnar verður, leiðir framtíðin í ljós- Við sambandskosningarnar 1911 steig can- adiska stjórnin eitt hið háskalegast ólánsspor, er hún að vorri hyggju hefir nokkru sinni stig- ið; þjóðin átti þess kost þá, að tilhlutan Sir Wilfrid Lauriers og frjálslynda flokksins, að komast að gagnskiftasamningum við Banda- ríkin; blekkingamoldviðri afturhaldslegátanna, með Sir Robert Borden í broddi fylkingar, blind- aði þjóðinni illu heilli svo sýn, að hún þekti ekki sinn vitjunartímá og hafnaði samningun- um með miklu afli atkvæða. Afleiðing þeirrar slysni varð sú, að nágrannaþjóð vor sunnan landamæranna, tók að byggja tollmúra gegn canadiskri framleiðslu, unz svo fór, eins óg nú er komið á daginn, að heita má sem um beina útilokun sé að ræða á canadiskum landbúnað- arafurðum suður yfir landamærin. Til nokk- urs slíks hefði vitanlega aldrei komið, ef can- adiska þjóðin hefði borið til þess gæfu, að sam- þykkja gagnskiftasamningana. Að fengnum upplýsingum um afstöðu Banda- ríkjastjórnar, gagnvart innflutningi canad- iskrar framleiðslu suður yfir landamærin, sem og um hina nýju tollmúrahækkun, tók King- stjórnin að svipast um eftir nýjum markaði fyrir eanadiskar ^afurðir, er henni vitanlega bar skylda til, og hvað var þá eðlilegra en það, að hún leitaði fyrir sér innan takmarka veldis- heildarinnar brezku? Með þetta fyrir augum samdi Mr. Dunning hið nafntogaða og vitur- lega fjárlagafrumvarp sitt, er afgreitt var á síðasta þingi, og rýmkaði mjög um ívilnunar- tollinn brezka. Á móti framgangi frumvarps- ins í því formi, sem það þá var, greiddu allir afturhaldsþingmennimir fitkvæði að undan- skildum tveimur, og féllu þeir í ónáð hjá flokki sínum fyrir tiltækið. Ekki Qr nú þó ýkja langt síðan, að ýmsir úr hópi afturhaldslegátanna á- feltust Kingstjórnina harðlega fyrir það, hve fátt hún léti sér um það, að auka canadisk við- skifti við Bretland og samlendur þess. En svo þegar stjórnin steig stærsta sporið, sem nokkru sinni hefir stigið verið í sögu þjóðarinnar í þá átt, þá skar Mr. Bennett þegar upp herör og bauð út liði miklu til þess að fyrirbyggja að slíku vrði í framkvæmd hmndið. Ekki náði nú samræmið lengra en það- Vér erum ekki í nokkrum minsta vafa um það, að með f járlaga- frumvarpi Mr. Dunnings, og þá ekki hvað sízt ákvæðunum, er að rýmkun ívilnunartollsins brezka lutu, hafi verið stigið djarfmannlegasta og viturlegasta sporið í f jármálasögu canadisku þjóðarinnar, að minsta kosti síðan 1911; á þessu hefði þjóðin vafalaust áttað sig, ef henni hefði veizt svigrúm til þess að íhuga málið í ró og næði, en slíku var því miður ekki að heilsa. Blekkingamoldviðri afturhaldslegátanna magn- aðist því meir, er nær dró kosningunum, unz svo var komið, að málskjarninn sjálfur týndist og sökk í drekkingarhyl aukaatriðanna; þannig er því ávalt farið, ef afturhaldsmenn vinna kosningar; þeir hafa aldrei unnið kosningar með nokkrum öðrum hætti, og vinna þær senni- lega aldrei á annan veg. Eins og lesendum þessa blaðs er kunnugt, var einn Islendingur í kjöri við hinar nýaf- stöðnu kosningar, og var sá Mr. Joseph T. Thorson, er bauð sig fram undir merkjum frjálslyndu stefnunnar í Mið-Winnipeg kjör- dæminu hinu syðra; hafði Mr. Thorson setið á sambandsþingi síðastliðin fjögur ár, og getið sér í hvívetna hinn 'bezta orðstír fyrir dreng- lyndi, einurð og mælsku- Afturlialdsliðið lagði alt hugsanlegt kapp á að koma Mr. Thorson fyrir kattarnef, og því hepnaðist það að þessu sinni. Mr. Thorson er samt sem áður að engu leyti minni maður né ómerkari fyrir það, þó hann biði lægra hlut í kosningunum; hann barð- ist eins og sönn hetja, er vansæmd telur sér að öilu öðru, en heiðarlegum vopnum. Þingfer- ill Mr. Thorsons, þótt enn sé eigi langur, er engu að síður eftirtektaverður og lærdómsríkur; á þessum fjórum árum, sem Mr. Thorson sat á þingi, gat hann sér slíkan orðstír, að vitrustu stjórnmálamenn þessarar þjóðar, töldu hann einn hinn allra snjallasta þingmann, er Sléttu- fylkin hefðu sent til Ottawa í háa herrans tíð; Thorson og Dunning voru alment kallaðir “afburðamennirnir úr Vesturlandinu’’; þó bar Vesturlandið ekki gæfu til þess aJð endur- kjósa þessa tvo ágætismenn á mánudaginn var. Það þarf enginn að ætla, að Mr. Thorson hafi verið kveðinn niður fyrir fult og alt, þó hann biði lægra hlut í kosningunum; hann á eftir að koma fram á sjónarsviðið, endist honum heilsa og líf, máttugri en nokkru sinni fyr; hann á enn eftir að auka á sæmd sína og þjóðbrotsins íslenzka, sem áhrifamikill stjórnmálamaður í sögu þessa lands, ]>rátt fyrir afkáralegan und- irróður örfárra, lítilsigldra löðurkúfa, er í nafni islenzkrar þjóðrækni, létu ekkert til spar- að, að koma lionum fyrir kattarnef. Mr. Joseph T. Thorson var' eini Islending- urinn, er bauð sig fram við nýafstaðnar sam- bandskosningar, éins og þegar hefir verið bent á; hann var líki eini frambjóðandinn, er Heims- kringla lagði í einelti, — eini maðurinn, er í hennar augum var svo stór-háskalegur maður canadisku stjórnmálalífi, að jafnvel ekki var í það horft, að léita fulltingis suður yfir landa- mærin til þess að koma honum á kné, og þá var nú heldur ekki farið í geitarhús að leita ullar. T?efö er nú í sjálfu sér ekkert undrunarefni, þótt Heimskringla leggist á móti málstað land- ans; hún hefir oft gert það áður, en þó sjaldan eins kappsamlega og þá, er nýtustu og beztu menn áttu í hlut, eins og Mr. Thorson. Hörmungarnar á Italíu 1 vikunni sem leið, gerðust þeir hörmulegu viðburðir á Italíu, að ægilegir landskjálftar geysuðu yfir stórefli.s svæði, er orsökuðu feikna manntjón. Áætlað er, að alls hafi í þeim hér- uðum, er landskjálftanna varð aðallega vart, nokkuð á fimta þúsund manns látið lífið; ýms smáþorp hrundu svo að segja til grunna, auk þess sem manntjón og eigna varð þó nokkuð hér og þar í hinum stærri borgum. Tilfinnan- legast varð tjónið á all-breiðri spildu suður af Róm, 0g náði alla leið til Cataníu á Sikiley. Svo má heita, að bærinn Malfi, er liggur um sjötíu og sex mílur austur af Neapel, hryndi til grunna. Ibúatala þess bæjar nam eitthvað um tólf þúsundum, og komst megin-þorri fólksins af, þrátt fyrir það, þótt landskjálftakippimir yrðu ef til vill hvergi ákafari, en einmitt þar. Það var skömmu eftir miðnætti, að land- skjálftakippanna varð fyrst vart, og grúfði myrkur yfir landinu. Er tekið er fult tillit til þess, hvemig ástatt var, verður það þarafleið- andi því ánægjulegra til þess að vita, hve giftu- samlega tókst til um björgunartilraunir og líkn- arstörf. Jafnskjótt og þess varð vart, hvernig komið var, bragðu ítölsk stjómarvöld skjótt við og sendu til landskjálftasvæðanna mikla herskara af lögregluliði, læknum og hjúkranarkonum, auk þess sem sendar voru einnig þangað allar hugsanlegar tegundir vista og fatnaðar; leið því tiltölulega ekki á löngu, þar til hlúð hafði verið sæmilega að þeim, er uppi stóðu húsvilt- ir og ráðþrota; þó kendi þarna hvorttveggja í senn, bæði þögullar og háværrar sorgar; marg- ir stóðu á öndinni sökum óvissu og ótta um ör- yggi ástmenna sinna; ýmsir höfðu á augna- bliki mist alt, sem þeim var kærast í lífinu, án þess að vita af, og aðrir uppgötvuðu það fáum augnablikum seinna, að ástmenni þeirra öll voru heil á húfi, —* höfðu aðeins orðið viðskila tiltölulega skamma stund. Þó flögra, eins og gefur að skilja, yfir landskjálftasvæðunum, dimm og dapurleg ský — bleksvört og blýþung í augum þeirra, er fyrir ástvinamissinum urðu, en í augum margra hinna svona rétt eins og fisléttir þokuhnoðrar fjarst við sjóndeildar- baug. Svona geta aðstæðurnar verið breytileg- ar, og umhverfið misskift á lit, og það svo að segja. skoðað frá sömu sjónarhæðinni. Oss, sem kjörið höfum Canada að dvalar- stað voram, liættir stundum til að kvarta und- an veðráttufarinu hér, finst veðrið ýmist of kalt, eða langt-of heitt. Borið saman við af- stöðu ýmsra annara þjóða, höfum vér þó öll fylstu ástæðu til þess að vera þakklát. Vér höf- um engan Yesúvíus hér í landi, er spúð geti ösku og eimyrju, og lagt í auðn á svipstundu borgir og blómleg héruð. Um landskjálfta er hér heldur ekki að ræða svo teljandi sé, og að öllu saman lögðu, byggjum vér eitt blessunar- ríkasta landið undir sólinni. Því ættum vér ekki að vera þakklát fyrir það? — Sorgaratburðir þeir hinir síðustu, er gerst hafa með ítölsku þjóðinni, eru svo alvarlegs eðlis, að alt alvarlega hugsandi fólk hlýtur að minnast syrgjendanna mörgu og þjóðarinnar í bænum sínum. Canada framtíðarlandið Verndun skóga og skógareldar Þótt það sé að vísu ekki beinlínis nýmæli, að menn þeir, er um canadiska skóga vilja feúðast, verði að hafa með sér leyfisskjal frá hlutaðeig- andi skógarverði, þá er þess vert, að því sé full athygli veitt, að fyrir atbeina innanríkis- ráðgjafa sambandsstjórnarinnar, Hon. Charles Stewart, hefir strangara eftirlit verið með því haft í sumar, en nokkra sinni fyr, að fyrirmæl- um í sambandi við slík leyfisskjöl væri rögg- samlega framfylgt, og er það vel. \ Straumur ferðamanna um skóga þessa lands, er jafnt og þétt að færast í vöxt. Það er því ekki nema eðlilyegt og sjálf^agt að lögð sé á það öll hugsanleg áherzla, að fyrirbyggja tjón, sem frá skógareldum getur stafað. Og því miður hefir það oft og einatt atvikast þannig, að skeytingarleysi eins manns hefir valdið tjóni, sem skift hefir mörgum tugum þúsunda; jafnvel einn einasti hálfútkulnaður vindlings- stúfur, getur orsakað feykilegt bál, sé honum fleygt þangað, sem eldfimt er fyrir- Almenningi má aldrei gleymast það, að skógamir eru engrar einnar kynslóðar eign. Sú kynslóð gengur grafarveg með þunga synd á baki, er skilar komandi kynslóð nöktu beru- rjóðri. Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar, að varpa öllum áhyggjum upp á stjórnina og skóg- arverðina í þessu tilliti; samvinna á þessu sviði, sem og reyndar flestum öðrum, er óum- flýjanleg, ef vel á að fara. Hver éinasti maður, sem ferðast um skóg, verður að hafa það á meðvitundinni, að hann líka, sé í rauninni skógarvörður; er meira með því unnið, en margur kann að hyggja. Þjóðrækni I. Flestum kemur saman um það — andstæð- ingum sem hliðstæðingum — að Dr. J. T. Thor- son hafi verið einn hinna allra nýtustu og at- kvæðamestu manna á sambandsþingi. II. 1 Winnipeg eru gefin út mörg blöð á ýmsum tungumálum, og ekki eitt einasta þeirra — eft- ir því, sem eg veit bezt — flutti eitt einasta orð á móti Dr. J. T. Thorson, nema Heimskringla — hún gróf upp skúm úr hverju skoti, til þess að ausa hann níði. III. Heimskringla lét svo að segja öll þíng- mannaefni í friði, nema J. T. Thorson. Hann var líka eini Islendingurinn í kjöri- IV. Heimskringla hefir réttilega lýst því yfir, þótt nokkur tími sé síðan, að það sé skylda allra Islendinga, að styrðja hvem þann landa, sem hafi reynst stöðu sinni vaxinn; hún kvað það heilaga þjóðræknisskyldu. V. Heimskringla þykist vera aðal-málgagn þjóðræknishreifingarinnar. Trúir nokkur því, eftir þessar kosningar? “Af ávöxtunum skul- uð þér þekkja þá.” VI. “Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjama; byrgið þið hana, hún er of björt, helvítið að tarna.” — Stgr. Th. Sig. Júl. Jóhannesson. Hænsnarækt. Hænsnarækt borgar sig vel, ef hún er rétt stunduð. Aftur á móti gæti hún orðið tap fyrir vankunnáttu. Þess vegna heyrir maður svo margan toóndann segja, að ekkert sé upp úr hænsnunum að hafa. Að velja beztu varphænurnar. Áður en útungun byrjar á vor- in, ættu allir að velja úr beztu varphænurnar og hafa þær sér með óskyldum hana. Beztu varp- hænurnar fara vanalegast fyrst niður á morgnana og seinast upp á kveldin. Annað merki er þetta: Farðu yfir hænsnahópinn að kveldi til, þegar þau eru sezt upp. Skoða þú hverja hænu fyrir sig. Beggja megin við eggholið eru tvö bein, sem kölluð eru: pelvic bein. Séu beinin þunn og komir þú þremur fingrum á milli þeirra, þá er hænan góð varphæna; séu foeinin þykk, og komir þú að eins einum fingri á milli beinanna, þá er hænan mjög léleg sem varp- hæna. Það tekur frá viku til tíu daga fyrir eggin að verða frjósöm. Eftir að útungun er um garð gengin, ættu allir hanar að vera teknir og hafðir sér, en ekki leyft að ganga með hæhunum um sum- artímann. — Margir standa í þeirri meiningu, að hanar þurfí að vera með hænunum til þess að þær geti verpt; en það er mikil fjarstæða. Nú eru egg keypt eftir flokkun. Egg með útungunarefni, byrja að ungast út í sumarhitanum, og skemmast fljótt; ófrjósöm egg aftur á móti, geymast yfir lengri tíma án skemdar. Hænsnafóður. Um þetta leyti árs þurfa hænsn- in ekki eins kröftugt fóður eins og að vetrarlagi; en grænmeti er þeim nauðsynlegt; ef þau ekki hatfa aðgang að grasi, þá þyrfti að rækta fyrir þau kálmeti. Einn hnefi af korni þrisvar á dag fyr- ir hverja hænu, er mátulegt eða 20 pund af korni á dag fyrír hverjar 100 hænur. Helzt ætti kornið að vera af fleiri en einni tegund, t. d. einn þriðji af hverju: höfrum, byggi og hveitikorni. — Hænsni fá leiða á sömu kornteg- und til lengdaír. — Þeir sem hafa nóg af skilvindumjólk og hleypa henni í ost með sýru, geta sparað sér korn, því í mjólkinni er mik- ið eggjahvítuefni. — Annað, sem hænbni ættu alt af að hafa að- gang að, er grófur sandur (grav- el), og nógar skeljar (muldar). Sandurinn hjálpar meltingunni og og er nauðsynlegur. úr skeljunum myndast eggjaskurn. Hænsnalús og maur. Hænsni, sem eru lúsug, verpa ekki til lengdar. Til þess að eyði- leggja lús, er lúsasmyrsl ((blue ointment) einna bezt. Taka skal hænurnar að kvöldinu, og maka smyrslin undir foáða vængina, undir stélin 0g ofan á hausinn (við hauslúsb að eins lítið á hvern stað. Þetta eyðileggur lús. En það er meiri vandi að losast við hænsnamaur (mites). Þessi maur skríður á hæsnin á nótt- unni og sýgur úr þeim folóð, en heldur til í rifum og smugum á daginn. Maurinn magnast ákaf- lega fljótt í hitanum á sumrin, og getur valdið því, að hænur hætti alveg að verpa. Til þess að lostast við maur, verður að sprauta hænsnahúsið með steinolíu eða sterku kreolin- vatni. Taka skal alt út úr hús- inu, sem lauslegt er, svo sem hreiður, hænsnaprik o.s.frv. Svo skal sprauta í allar rifur og smug- ur, sem sjáánlegar erú. Þetta verður svo að endurtakast eftir vikutíma, þegar mauraeggin ung- ast út. Bezt er' að sprauta hænsnahúsin áður en maurinn magnast. Veiki í hænsnum. Þeir, sem hafa léleg hænsnahús, missa oft hænsnin úr veiki, eink- um á vorin. Ekki er til neins að reyna að lækna hænu, sem verð- ur veik; betra að eyðiíeggja hana sem fyrst, því oft smitar hún heil- brigðar hænur. Tæring er mjög almenn í hænsnum, sem hafa hana, þá munt þú sjá ljósleita depla á lifrinni og innýflunum. Missir þú margar hænur úr þessu, er þér bezt að losa þig við allan hópinn, því þessi veiki er mjög smitandi, ef hún kemst í hænsna- hópinn. Stundum vill til að hænsni, sem fóðruð eru ,k höfrum og foyggi, hætta að éta fyrir það, að þau hafa úttroðinn sarp, einkanlega ef þeim er gefið mikið bygg. — Þetta má kalla uppþembu, og má lækna hana með því að skera upp sarpinn og hreinsa alt úr honum, sauma svo fyrir aftur með nál og tvinna. Verður þá hænan jafn- góð. Þetta orskast af því, að neðra opið á sarpinum hefir stíflast. Hænsnahús. Allir ættu að hafa sérstakt hús fyrir hænsnin, en ekki að hafa þau innan um gripi eða hross, sem víða tíðkast. Húsið mætti byggjast eftir fjölda hænsnahna, sem þú hefir. Það þarf ekki að vera fallegt eða dýrt, en verður að vera bjart og loftgott; nægi- legir gluggar þurfa að vera á því, og ættu að snúa í suður. 1 Staðinn fyrir gler, má forúka lér- eft í suma þessa glugga; það mundi gera húsið loftbetra. Það, sem mest er um vert, er að húsin séu björt og loftgóð, trekklaus og laus við raka. Kuldinn að vetr- inum gerir hænsnunum ekkert til, ef þau hafa nóg af strái að rusla í, þá vinna þau sér til hita. Góðar varphænur. Það eru ekki góðar varphænur, sem verpa að eins að sumrinu. Það gerir hvaða hæna sem er. Það er hennar eðli. En hænur, sem verpa í vetrarkuldanum I IManitoba eins vel og á sumrin, þær mætti kalla góðar varphæn- ur. Þessum góðu varphænum er nú sem óðast að fjölga, en hinar lélegu að fækka, sem betur fer. Sá sem byrjar á hænsnarækt, verður að hafa góðan stofn, ann- ars gæti það orðið honum stór- skaði. Bezt er að byrja með lít- ið, en auka ef vel gengur. Hænsnategundir. Til varps eru Leghorn hænsni í fremstu röð. Það má segja, að þau séu reglulegar hænsnavélar. En ókostur er einn við Leghorn- hænsnin, að þau eru mjög óstöð- ug að vilja liggja á. Þau eru held- ur smá, vigta frá 4 til 6 pund hver hæna, en verpa furðustórum eggjum. Þeir sem hafa Leghorn- hænsni, þurfa að hafa aðrar hæn- ur til að liggja á að vorinu, eða þá útungunarvélar, sem er ómiss- anlegt fyrir alla, sem stunda hænsnarækt að nokkrum mun. J. A. Kveðjuorð Eg, undirrituð, hafði ekki tæki- færi að kveðja mína góðu kunn- ingja í Selkirk, áður en eg fór það- an. Bið eg því Lögberg svo vel gjöra að færa þeim mína vinar- kveðju ásamt öllum hinum, er gjörðu mér dvölina í Selkirk ærilega og margoft skemtilega. Sér á parti vil eg nefna Mrs. Kristínu L. Benson og mann hennar, er voru svo hjartagóð, að bjóða okkur hjónunum að vera til húsa hjá sér þann tíma, er við dvöldum í Selkirk vegna veikinda manns míns, Bjarna Jónassonar, og gjörðu sitt ýtrasta til að okkur gæti liðið vel. Mrs. Benson, með sinni óþreytandi glaðværð, stytti okkur marga stundina. — Fyrir þrjátíu árum, þegar við áttum heima í N. Dakota, var Kristín (þá Mrs. Dínusson) okkar góð ná- grannakona. Það eru vinir, sem í raun reynast. Líka er mér Ijúgt oð skylt að nefna hvað Mrs. Allie B. Guð- brandsson var mér hjálpleg með alt, sem kringumstæður hennar leyfðu og að síðustu bjó okkur vel út til ferðarinnar vestur. Gjörði hún það svoleiðis, að það væri svo gott að þiggja það. “Fleira er gott en gjafir.” Guð sér og laun- ar öll kærleiksverk. Það þarf ekki að minna hann á það. Á vagnstöðinni í Regina mætti okkur tengdasonur okkar, Mr. H. T. Halvorson, og tók okkúr heim til sín í “bíl”. Jóna dóttir okkar og tvær litlar stúlkur þeirra, voru frískar og glaðar að sjá okkur koma. Þau eiga inndælt hús og hefir hann góða stöðu hér 1 borg- inni. Vonum við, að þetta verði okkar síðasti áfanginn í þessu lífi. 1423 Princess -St., Regina, Sask., 23. júlí 1930. Þórunn B. Jónasson. KENNARA vantar fyrir Árnes skóla No. 586, fyrir næsta skóla- ár, átta mánaða kensla. — Um- sækjendur verða að hafa lst class certificate o'g góða æfingu. Til- takið kaup. — Tilboð sendist til undirritaðar fyrir 9. ágúst 1930. — Mrs. Th. Peterson, sec-treas.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.