Lögberg - 25.12.1930, Page 3

Lögberg - 25.12.1930, Page 3
I •LÖGBERG, FIMTLJDAGINN 25. DESEMBER 1930. Bls. 3. :»ÍÍÍÍ5ÍÍ4Í5Í5SÍÍ5ÍÍ£ÍS55$S4Í554ÍÍ55S*5ÍÍ4Í5Í5Í5Í4555ÍÍÍÍÍÍ4S5Í5ÍÍ5554Í5ÍÍÍ5ÍÍ4Í54Í5Í: gSSSSS^SSSSSSSSSSSSSSSSSSWSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSy^SS Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga HALTA BRÚÐAN. (Þýtt úr ensku.) Þetta kvæði er til þess gert, að lítil stúlka lesi það upp, o!g þykist vera brúðan. Hún á að vera búin eins og gamla brúðan lýsir sjálfri sér í kvæðinu: með stóra hettu á höfðinu, sem nái niður á háls; svarta pjötlu eða bréf fyrir öðru auganu; vinstri handleggurinn á að hanga niður máttlaus innan- undir kjólnunj og ermin á þeim handlegg á að vera troðin út einurigis niður að olnboga; hægri fótur- inn á að vera vafinn og bæklaður. Brúðan staulast hægt og veiglulega fram á leiksviðið og gengur við hækju hægra megin. Eg er gömul Jólabrúða, eg er slitin — það er baginn — vegleg, ný og vel til fara var í fyrra’ á Jóladaginn. Fyrir einu ári síðan allir við mér brostu glaðir; tignarsvip og táp ég átti, tennur eins og perluraðir. Kinnar eins og rósir rjóðar, / rauðar varir — yndis þokka — augnahárin eins o!g silki, augu skær og bjarta lokka. -Stúlkan, sem í sokknum fann mig, sýndist eins og bezta móðir; yrði’ ég svona’ í höndum hennar hélt ég aldrei, vinir góðir. f Nú er hárið fagra farið, fegurð öll af kinnum þrotin; ef é!g tæki hettu’ af höfði, höfuðkúpan sæist brotin. Eg hef’ bara annað augað; urðu hinu slys að meini: alveg inn í höfuð hrökk það; hent var mér — ég lenti’ á steini. Úti var ég látin liggja lengi’ í hita — slíkur voði —. Svo kom rigning, af mér allri allan litinn burtu þvoði. E!g hefi að eins annan fótinn, af því staulast ég á hækju: Steyptist niður’ á stétt — þar engir stóðu’, er af mér fallið tækju. Hvernig ætli ykkur þæti, ef sér nokkur hugsa kynni, handlegg sinn af seppa tugginn, sagið alt í burtu rynni? Þið, sem fáið fyrir Jólin fagra brúðu, skrauti búna; passið að hún ekki verði aumin!gi’ eins og ég er núna. Sig. Júl. Jóhannesson. \------------ NÆTURSTORMURINN. (Eftir Eugene Field.) Ef stormurinn heyrist hvína: “þúúúúú” i hræðslu galsi snýst. Já,hú n er skrítin hræðslan sú, ég henni get ei lýst. lEn þessa rámu rödd á nótt, í rúmið heimtar mig. Eg kalla oft — það kannske’ er ljótt — eg kalla hátt, þá alt er hljótt: “Þú, nótt, hvort næðir þig? eða’ ertu hrædd? Hvað amar þér? Hver er hann sá sem kallar þú?” 'Oig svarta nóttin svarar mér: “Þúúúúúúúú 'Þúúúúúúúú Þúúúúúúúú.” Og mamma stundum hvíslar hljótt, ef hávær um ég geng, að þegar veini’ og væli nótt hún viti’ um slæman dreng. 1 bólið mitt þá beint ég fer og bænir mínar þyl. — En þörf að vita þó er mér hver þessi slæmi strákur er; ég ekkert í því skil; því spyr ég storminn: “Hver er hann? Já, hver er slæmur? Svara þú!” Þá heyrist rödd, sem hræðir mann: “Þúúúúúúúú Þúúúúúúúú Þúúúúúúúú.” Og ég má til að játa það, að ég er stundum þrár; mér þykir verst með vindinn að hann veit það upp áhár. — Eg ræð þér, ef þú rengir mig, að reyna eitthvert kvöld, ef veðrið úti yglir sig og óþekt hefir gripið þig ^ð vonzku’ og hrekkjum völd: Þá spurðu storminn: “Hver er hann, sem hefir verið slæmur nú?” Og svar hans gengur gegn um mann: “Þúúúúúúúú 'Þúúúúúúúú Þúúúúúúúú.” Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. Sigríður Stórráða. (NiÖurl.) Hún leit til lians óuniræðgilega sorgbitnum augnm. “Veizt þú það ekkif” spurði konan. En þá sneri konungur sér frá henni. Hann hafði ekki tíma til að standa þar til að ráða gátur, fanst honum. Það leit út fyrir, að kon- an dróttaði því að honum að hafa rekið sig. Hann fékk ekki skilið, við hvað hún átti. Snarlega gekk konungur leiðar sinnar. Hann kom ofan að konungsbryggju, þar sem skip Sigríðar stórráðu lágu við festar. Við höfnina komu þjónar drotningar til móts við hann; þeir gengu allir í gullbryddum fötum með silfur- hjálma á höfði. Sigríður s.tórráða stóð í lyftingu á skipi sínu, horfði út um Konungahellu og fagnaði yfir valdi hennar og auðæfum. Hún virti bæinn fyr- ir sér, eins og hún þegar væri orðin þar drotn- ing. En er konungur leit Sigríði stórráðu, kom honum þegar í hug konan viðmótsblíða, sem komið hafði út úr kirkjunni, fátæk og hælislaus. Hvað er þetta, hugsaði hann með sér, mér finst nú, sem væri hún fegurri Sigríði stórráðu. Þegar Sigríður stórráða brosti nú við hon- um, tók hann að hugsa um tárin, sem tindruðu hinni annari konu í augum. Andlit þessarar ókunnu konu var Ólafi kon- ungi svo skírt fvrir hugskotssjónum, aS hann gat ekki varist að bera það saman við andlits- drætti Sigríðar stórráðu, einn á eftir öðrum. Og um leið og hann gerði þetta, hvarf öll fegurð SigríSar. Hann sá, aS augu SigríSar stórráSu voru grimmúSug og munnur hennar lostafullur. I andlitsdrætti hverjum las hann syndarúnir. Hann gat samt enn séS, aS hún var fögur, en honurn geSjaSist ekki lengur andlit hennar. Hann fór aS fá ímugust á henni eins og glófögr- um eitursnáki. Þegar drotningin sá konunginn koma, rann sigurbros henni um varir. “Eg átti eigi von á þér svo snemma, ólafur konungur,” sagSi hún. “Eg hélt þú værir við messu.” Konungur fékk löngun óumræSilega sterka til aS hafa á móti orSum SigríSar stórráSu og gera hemji alt á móti skapi. “MessugerS er enn eigi byrjuS,” sagSi hann. “Eg kem til þess aS biSja þig aS ganga meS mér í hús guSs míns.” Um leið og konungur sagði þetta, varð hann hörku var í augnaráði SigríSar, en þó var hún brosandi enn. “Kom þú heldur til mín yfir á skipiS,” sagSi hún. “Eg skal sýna þér gjafir, sem eg hafSi meS mér handa þér.” Hún lyfti uppp gullbúnu sverSi, eins og til þess aS lokka hann til sín, en konungi sýndist hann stöSugt sjá hina konuna viS hliS hennar. Og honum fanst Sigríður stórráða liggja eins og ormur á auðlegð sinni. “Svara mér fvrst,” sagði konungur, “hvort vilt þú ganga með mér í kirkju?” “Hví skyldi eg ganga í kirkju þína?” spurði hún með hæSnissvip. Þá sá hún, aS konungur hleypti brúnum og hún varS þess vör, aS hann var eigi sams hugar og deginum áður. Hún breytti þegar til, og varð mild'og þægileg. _ “Gakk þú í kirkju eins oft og þig lystir, sagði hún, “þó eg fari ekki. Af þeirri ástæðu ætti engin óeining aS verða okkar á milli. Drotning steig niður af skipi og kom til kon- ungs. Hún hélt á sverði í hendi og kápu, fóðr- aðri safala, sem hún ætlaði aS gefa honum.. En í sömu andránni varS konungi litiS niS- ur til hafnar. 1 fjarlægS sá hann hina konuna koma gangandi; hún gekk álút og þreytulega og bar enn bamiS á armi. “A hvaS horfir þú svo ákaft, Ó'lafur konung- ur!” spurði SigríSur stórrSa. Þá sneri hin önnur kona sér viS og leit til konungsins og þegar augu hennar hvíldu á hon- um, fanst honum aS gullnum glampa bregða fyr- ir um höfuS hennar og barnsins, fegurri öllu skrauti konunga og drotninga. En svo sneri hún um leiS aftur við og gekk aftur á leiS til borgarinnar og hún hvarf honum svnum. “A hvaS horfir þú svo ákaft, Ólafur konung- ur!” spurði Sigríður stórráða aftur. En er Ölafur konungur sneri sér nú til drotn- ingar, sýndist honum hún gömul og ljót og synd og vonzka heimsins um hana á alla vegu, og hann varð skelfdur af að hafa látiS ánetjast. . Glófann hafði hann dregið af hönd sér, til tð rétta henni hönd sína. En nú tók hann glóf- ann og laust hana með honum í andlitið. ‘ ‘ Ekki vil eg eiga þig, ljóta og hundheiðna kerling!” sagði hann. ' Þá hörfaði SigríSur stórráða þrjú skref aft- ur á bak. Fljótt náði hún sér aftur og svaraði: “Þetta mætti vel verða þinn bani, ólafur kon- ungur Tryggvason.” Of bleik var hún eins og Hel,er hún sneri sér frá honu mog steig á skip sitt. ■i- Nóttina eftir dreymdi ólaf konung ljótan draum. Það, sem hann sá fyrir augum sér, var ekki jörðin, heldur hafsbotninn. ÞaS var grá og grænleit mörk og á henni stóS vatn, margra faðma dýpi. Fiska sá hann sveima í ránser- indum, skip sigla fram hjá uppi á mararflet- inum eins og dökkleit ský og sólarljósið bar daufa birtu, eins og- fölleitur máni. Þá kom konan, er hann hafði séð í kirkjudyr- um, gangandi eftir liafsbotninum. Iíún var álút eins og áður og föt hennar slitin, eins og þegar fundum bar saman áður, og andlit hennar fult Hugarraun. En þegar hún gekk áfram á hafsbotni, greindust vötnin sundur fyrir henni. Það var eins og þau hvrfu frá af óumræÖilegri lotningn og myndaði súlur og hvelfinar, kring um hana, svo það var eins og hún gengi í dýrlegu must- eri. Alt í einu sá konungur að vatnið, sem hvelfd- ist yfir konuna, tók að skifta litum. Fvrst urðu súlur og hvelfingar ljósrauðar, en fljótt varð liturinn dekkri. Alt hafið varð rautt hringinn í kring, eins og það hefði breyzt í blóð. A liafsbotni, þar sem konan gekk, sá kon- ungur brotin sverð og örvar, brostna boga og spjót. Fvrst voru ekki mikil brögð að þessu, en eftir því sem hún gekk lengur í rauðu vatn- inu, fóru lirúgumar af þessu vaxandi. Konungi sýndist konan loka augum, svo hún sæi ekki. Hún var á ferð að ákveðnu mark- miði, án þess aS tefja eða liika. En liann, sem var að dreyma, gat eigi snúið augum sínum brott. Hafsbotninn sá hann þakinn brotnum skip- um. Þung skipsakkeri sá hann, gildir kaðlar lágu í bugðum eins og snákar, skip með brotn- um borðum, gvlt drekahöfuð, er setið höfðu í stafni, blíndu á hann rauðum, ægilegum aug- um. “Vita vildi eg hver það er, sem átt hefir í orustu og veriS valdur að allri þessari evði- legggin,” hugsaði sá, sem drauminn dreymdi. Hvarvetna sá hann látna menn, þeir héngu í hliðum skipanna eða höfðu sokkið, niður í grænt þangið. En hann gaf sér ekki tóm til að veita þeim eftirtekt, því augu hans urðu að fvlgja konunni, se mstöðugt hélt göngu sinni áfram. Loks sá konungur hana nema staðar vfir látnum manni. Hann var búinn rauðum kvrtli, hafði fagran hjálm á höfði, skjöld á armi og hélt á beru sverði í hendinni. Konan beygði sig jTir hann og hvíslaði að honum, eins og vildi hún ekki vekja hann af svefni: “Ólafur konugur, Olafur koungur!” Þá sá hann, sem drauminn dreymdi, að mað- urinn á hafsbotni var hann sjálfur. Hann fann það greinilega, að hann var þessi látni maður. Þegar látni maðurinn hreyfði sig ekki, kraup konan við hlið hans og hvíslaði honum í eyra : “Nú heffr Sigríður stórráða sent herskipa- flota sinn gegn ])ér og hefnt sín. TSrast þú þess, sem þú hefir gert, ólafur konungur?” Og aftur spurði hún: “Nú líður þú beiskju dauðans ,af því þú kaust þér mig, en ekki Sig- ríði stórráSu. Tðrast þú þess? TSrast þú þess?” Þá leit hinn látni loks upp og konan halp hon- um á fætur. Hann studdi-st við öxl hennar og hægt og hægt gekk hún á brott með honum. Aftur sá Ólafur konungur hana á gangi, — á gangi nótt og dag yfir lög og láS. SíSast sá hann, að þau voru lengra komin en skýin og hærra en stjömumar. Nú komu þau inn í garð, þar sem jörðin var skínandi björt og blómin voru hrein eins og daggardropar. Konungur sá, að þegar konan kom inn í garÖinn, bar hún höfuðið hátt og var léttari í spori. Þegar ])au komu lengra inn, tók að lýsa af fötum hennar. Hann sá, að þau lögðust sjálf- krafa gullbryddingum og lituðust regnboga- litum. Hann sá líka, að yfir hvirfli hennar kveikt- ist geislabaugur, sem varp birtu sinni yfir and- lit hennar. En fallni maðurinn, er studdist við öxl henn- ar, lyfti höfði og spurði: “Hver ert þú?” “Veizt þú ekki, Ólafur konungur?” svaraði hún, og óumræðileg hátign og dýrÖ lýsti af henni. En í draumnum fyltist Ólafur konungur miklum fögnuði yfir því að hafa kosið sér að þjóna himnadrotningunni mildu. ÞaS var fögn- uður svo mildll, að aldrei hafði hann kent ann- ars eins; hann var svo mikill, að hann vakti hann. En er hann vaknaði, var andlit hans laugað táram og hann hafði tekið höndum saman til bænar. —Sögur Breiðablika. FANGINN OG DÓMARINN. Hann var ungur maÖur, fríður sýnum, en lít- il merki karakters í svipnum. Hann var ásakaÖ- ur fyrir glæp og stóð nú frammi fyrir dóamar- anum og reyndi að verja sjálfan sig. Hann notaði mörg orð, en gat ekki séð í jámandliti dómarans, hver áhrif þau höfðu. Sjálfur vissi ann sig sannan aS sök, en þóttist viss um, að hann gæti logið sig út úr því. Hann lauk máli sínu. Dómarinn mælti, fast en hægt: “Þú ert margsaga. ÞaS er von. Þú hefir notað mörg orð, en þau hafa ekki sannfært. Eng- inn maður, sem gerir það að vana sínum að ljúga, man allar lygarnar. Lygina er erfitt að muna. En það er alt af auðvelt að muna sann- leikann. Og hann er sagna beztur, þrátt fyrir alt..” Fanginn leit upp. Hvert orð hafði hitt hann. Sannleiksgildi hvers orðs Var lionum ljóst. “Eg vil segja aarmleikann,” sagði hann loks. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office tfmar: 2—S HeimiU 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. DR. O. BJORNSON 216-220 Medioal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office timar: 2—8 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 586 Winnípeg, Manitsba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office timar: 2—6 HelmiU: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka ajúkdóma.—Er að hitjta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 378 River Ave. Tals.: 42 691 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna ajókdóma. Er aö hitta frA kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Offlce Phone: 22 296 Heimili: 806 Vtctor St. Siml: 28 180 Dr. S. J. JOHANNESSON atundar Uxkningar og gfirartur. Til vlðtala ki. 11 t. h. Ul 4 a h. og frá 6—8 að kveldlnu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 HAFIÐ píÍR &ARA FÆTZJRT ef svo, finnið DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WfNNIPEG. Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlæknar. 406 TORONTO GENERAL TRITST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WTNNIPEG DR A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840. Heimilis 46 054 Dr. Ragnar E. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Gigt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysi Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 Suite 837, Somerset Bldg. 294 Portage Ave. Dr. A. V. Johnson tslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipe'g Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 J. SIGURDSSON UPHOLSTERER Sími: 36 473 562 Sherbrooke Street H. A. BERGMAN, K.C. lelenzkur lögfræðingur Skrlfsrtofa: Room 811 McArthur Bulidlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) 1 slrnakur lögmaOur. Rosevear, Rutherford Mclntoeh and Jolinson. 910-911 Electric Railway Chmbra Winnipeg, Canada Slmi: 23 082 Hetma: 71 753 Cable Address: Roscum Lindal Buhr & Stefánsson islenzkir lögfræðingar. 366 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnig skrifstofur að Lundar, Rlverton, Gimli og Piney, og eru þar að hitta k eftirfylgjandl timum: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miðvikudag, Plney: priðja föstudag 1 hverjum m&nuði. J. T. Thorson, K.C. íslenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Sími: 22 768. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrlfstofa: 702 Confederation Llfe Bulldlng. Main St. gegnt City HaU PHONE: 24 587 Residence Phone 24 206. Office Phnone 89 991 E. G. Baldwinson, LLB. Islenzkur lögfræðingur 809 Paris Bldg., Winnipeg J. J. SWANSON & CO. LiMITED 601 PARiS BLDG., WINNIPEO Faateignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og elds&byrgð af öUu tagl. PHONE: 26 349 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignlr manna. Tekur að sér að ávaxta aparlfé fölks. Selur elds&byrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað aamstundia. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 323 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 505 BOTD BLDG. PHONE: 24 171 WINNIPEO G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Viðtala tlml klukkan 8 tll 9 að morgninum. M.l.AR TECUNDIR FLUTNTNOAt Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðala. Jakob F. Bjamason 762 VICTOR ST. Stmi: 24 500 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður aá beatl Ennfremur selur hann allekonax minnisvarða og legsteina. Bkrifstofu talsimi: 86 607 SeimOU talsimi: 58 302 Hann játaði glæp sinn, sem var smár. Og hann bætti við: “Ef eg hefði heyrt orð yðar„ herra dómari, og sögð á sama hátt, þá væri eg ekki hér nú.” Dómarinn brosti lítið eitt. “í þeirri von, að þú viljir muna orð mín og breyta eftir þeim, skal dómur þinn vægur. Eg dæmi þig til að dvelja eina klukkustund á heim- ili mínu, og segja sonum mínum hvað breytti hugarfari þínu. GnS mun með þér vera, er þú byrjar líf þitt að nýjn, ef þú elskar sannleikann í smáu og stóm.” Fanginn brosti. Hann gerði það, sem fyrir hann var lagt. Mörgum ámm seinna sat hann á sama bekk sem dómarinn. — Hann var dómarinn. — Rökkur. V

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.