Lögberg


Lögberg - 05.05.1932, Qupperneq 1

Lögberg - 05.05.1932, Qupperneq 1
45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. MAl 1932 NÚMER 18 Kirkjuþing 1932 Hið fertugasta og áttunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi verður haldið í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg dagana 16.—20. júní, 1932. Þingsetningar-guðsþjónusta með altarisgöngu verður haldin að kveldi fimtudagsins, 16. júní. Byrjar kl. 8 e.h. Söfnuðir er telja eitt hundrað fermda meðlimi eða fctrri, hafa rétt til að senda einn erindreka. Svo bætist einn erindreki fyrir hvert hundrað fermdra meðlima eða brot úr hundraði, með því skilyrði að enginn söfnuður hafi rétt til að senda fleiri en fjóra erindreka. Eru söfnuðirnir ámintir um að senda erindreka eftir því sem þeim er þannig heimilað að lögum. Allir embœttismenn og fastanefndir minnist þess að skýrsl- ur þeirra ber að leggja fram á fyrsta 'þingdegi. Seattle, Wash. K. K. Ólafson, 15. apríl, 1932. forseti. Kosinn forseti Fyrir fjörutíu og þremur árum f Fyrir nokkrum dögum fékk kona mér úrklippu úr blaði, sem var gefið út á england; er dagsetning úrklippunnar 27. jan. 1889. Ein- hver ritar fréttir frá Canada og er að minnast á íslendinga, og mælir á þessa leið: “Enn eru íslenzkir innflytjend ur að koma. ísland hefir ávalt verið mjöig kalt og ömurlegt, virð- ist vera að verða enn óbyggilegra; er ekki mót von, að það komi að því, að það verði í eyði og mann- laust; 0g allir þeir, sem ekki deyja af elli eða harðrétti, komi á eftir þeim, sem hafa hlotið meiri hagsmuni og ánægjulegra líf í hinum nýja heimi, sér í lagi í Mið- Canada. Canada hefir nú þegar grætt stór-mikið á því að fá þessa innflytjendur. íslendingar hófu flutning hin!g- að kring um árið 1873. Er talið, að orsökin hafi að nokkru Jeyti verið óánægja með stjórnarfar landsins. Voru það 120 manns, sem lögðu upp, flestir vel metnir bændur, sem sáu ekki að þeir gætu látið sér líða bærilega á ættjörð- inni, sigldu því með fjö.lskyldur sínar til Canada. Nokkrir af mönnum þessum fóru til Bandaríkjanna, en allflestir settust að í Ontariofylki. Þar farnaðist þeim svo vel, að þeir hvöttu frændur og vini til að koma á eftir. Það fæst ekkert land gef- ins í Ontariofylki, sem á annað borð er hentugt til Akuryrkju. En íslendingar höfðu ekki mikil pen ingaráð, þeir leituðu því lengra vestur á bóginn, og fyrir milli- göngu Dufferin lávaréar, sem þá var landstjóri í Canada, tók Can- adastjórn þátt í flutningsskostn- aðinum. Tóku þeir sér bygð í grend við stað, sem nefnist Gimli. Er það suðvestanvert við Winni- pegvatn. Þar er nóg veiði í vatn- inu, og í grendinni sléttlendi fyr- ir haga og akuryrkju. Þetta gerð- ist árið 1876. Gimlihérað hefir náð nokkurri útbreiðslu; munu vera um 15 til 16 hundruð manns tiJ heimilis á þessu svæði. Árið 1880 flæddi vatnið og vann mikinn skaða á afurðum manna; kom það inn óhug hjá mönnum, og með því að góðæri mikið var í höfuðbæ Manitobafylkis, snerust þeir framgjarnari að því, að flytja suður á leið og taka sér bólfestu í Winnipeg. Þangað komu flestir til viðnáms, sem ætla sér að stað- næmast í Canada. Aftur fara sumir þeirra aðra' leið, sem ætla til Dakota og nærliggjandi ríkja í Bandaríkjunum. Það eru í Winnipeg og grend- inni um eða yfir 2,000 íslendinig- ar. Nokkrir reka verzilun, en fleiri hlutinn stundar ýmsar aðr ar handiðnir: á járnbrautum, inn- anhúss verk og fleira þess hátt- ar. Margir leita sér atvinnu í hinum yngri þorpum með fram Kyrrahafs brautinni, sérstaklega í Portage la Prairie, Brandon og Calgary. Aðrir, um 3,000, hafa sezt að í smá-sveitum, numið ser land og orðið að bjargandi bænd um. Ein sveitin heitir Þelamörk, við Manitobavatn; önnur er Þing- valla, nokkuð stærri; hún er í grend við Langenburlg, rétt vestan við Manitobafylki. Þá er ein lengra vestur í Norðvestur Can- ada. Álitlegasta sveitin er sú, sem er kend við Grund í suður- Manitoba. Glenboro er markaðs- bærinn, sem er við grein af Kyrrahafs járnbrautinni. Mr. Frederickson er með fremstu mönnum meðal þjóðar sinnar hér. Hann er bóndason, mentaður vel. Hann fluttist með fyrsta hóp landa sinna hingað, þá 24 ára að aldri, og staðnæmdist við Gimli. Hafði hann þar margt fyrir stafni. Hann rekur verzlun í Glenboro og á bújörð nálægt Grund. Það eru tvö atriði einkennileg í sambandi við íslenzka innflytj- endur. Þeir biðja .ekki um og þig'gja ekki utan að komandi styrk til landnáms. Þeir fengu að vísu ívilnun í fargjaldi sínu vest- ur hingað frá Ontariofylki, og eins yfir sjóinn á leið sinni frá fslandi Annað fá þeir ekki. Þeir sem heima á gamla land- L. H. Thorláksson. Hann hefir verið kosinn forseti yn!gri deildar verzlunarráðsins í Edmonton, Alta. Mr. Thorlaksson er einn af embættismönnum Hud son’s Bay félagsins og hefir síð- an 1928 verið skrifstofustjóri fé- Jagsins í Edmonton. Hann er einn af sonum séra N. S. og frú Thor- laksson. Fyráti Maí Fyrsti maí er nokkurs konar há- tiðisdagur verkamanna víða um heim, eins og kunnugt er. Þó þessi dagur sé sérstaklega nefnd- ur verkamannadagur, þá eru það engan veginn verkemenn einir, sem þar láta á sér bera, heldur ýms fálög, sem krefjast margs- konar breytin!ga á fyrirkomulagi þjóðfélaganna, en sérstaklega eru kröfurnar um bætt kjör fátækara fólksins. Sýnast kommúnistar þar nú fremstir í flokki. Eru þessar kröfur um bætt kjör sérstaklega fram bornar á þann hátt, að fjöldi fólks gengur í fylkingu um borg- arstrætin og eru þar margir fán- ar á lofti, og eru á þá letraðar margskonar kröfur. Svo eru vana- lega ræðuhöld, sem nokkuð þykja stóryrt stundum og söngvar sungnir, sem sumir kalla frelsis- söngva. Ein af þessum göngum fór fram í Winnipeg á sunn.udag- inn. Hún var fjölmenn mjög og haldið, að í henni hafi tekið þátt einar fjórar þúsundir karla, kvenna og barna. Alt fór þar frið- samle&a fram og enginn varð fyr- ir meiðslum, eða nokkru þess kon- ar. Víðast hvar annars staðar virðist fyrsti maí hafa verið frið- samari heldur en oft áður. inu vilja komast til Canada, en geta það ekki vegna <%fnaskorts, bíða þar til frændur þeirra að vestan senda þeim fargjaldið Þegar kemur vestur, vinna þeir vanalega af sér þá skuJd innan lítils tíma, og draga svo saman nóiga peninga til þess að geta borgað fargjald ættingja sinna heima. Þegar þeir koma, er skof- ið yfir þá skjólshúsi, þar til þeir hafa sjálfir komið sér fyrir með verustað. ' “Við hjálpum hverir öðrum, og leitum ekki liðsinnis annara. Það] reynist okkur bezt,” sagði MrJ Christopherson við mig. Mr. Christopherson heldur póst- húsið Grund. Þar er bújörð hans. Hann fer iðulega til Winnipeg og tekur á móti löndum sínum að heiman, og hjálpar þeim til þess að sjá sér fyrir heimili.” Konan, sem fékk mér úrklippu þessa, er ensk og mjög vel ment- uð. Hún Igeymir hana eins og ger- semi, vegna þess segir hún, að það sem sagt er um íslendinga í grein- inni, er “alveg satt þann dag í dag.” Vildi hún endilega sýna mér þessa gersemi. Hélt eg að einhverjum þætti gaman að sjá hvað var skrifað um okkur til Eng- lands á þeim árum. En eg ber enga ábyrgð á villum þeim, sem grein- in kann að bera með sér. S. S. C. Við fjall undir hlíðarfæti (Þýtt við lag.) Við fjall undir hlíðarfæti eg frjósaman þekti giróðurblett; í honum á selið sæti, þar syngjandi steypist foss af klett; þar heiðloftin skína há og víð um hádag á miðri sumartíð. Hvert laufblað er lífræn tunga, er limið í skógi snertir blær; hann sál mína syngur unga, og sólguðinn mildur taktinn slær, en áin um nótt 0g nýtan dag þar niðar sitt fagra vögtgulag. Sig. Júl. Jóharmesson. Fjárlögin samþykt Fjárla!ga frumvarp sambands- stjórnarinnar var samþykt á þing inu hinn 28. f. m., með 36 atkvæða meiri hluta. 108 atkvæði með, en 72 á móti. Umræðurnar um það urðu langar og mikill, en þær umræður virðast hafa komið fyrir lítið. Stjórnin hefir mikinn meiri hluta í þinginu og getur komið fram hverju, sem hún vill og sýnist mjög lítið gefin fyrir að taka nokkuð til greina annað en sinn eigin vilja. Ekki Sjálfrátt Þessi saga gerðist í Warren Ontario. Það hefir margan mann- inn hent, að lítast nokkuð vel á stúlkurnar. Giroux Ovila er lík- Iega einn af þeim mörlgu, sem “þykja stúlkur drottins bezta smíði”, og nokkuð var það, að hann reyndi að kyssa unga stúlku, sem Elizabet heitir. Faðir hennar var sjálfsagt siðavandur maður, stefndi Ovila fyrir þetta tiltæki. En þegar fyrir réttinn kom og kviðdómurinn var búinn að at- huga málið, komst hann að þeirri niðurstöðu, að varir ungu og fall- egu stúlkunnar væru svo aðlað- andi, að manni væri að minsta kosti mikil vorkun, þó hann reyndi að kyssa þær. Úrskurður kvið- dómsins varð því sá, að Ovila væri “ekki sekur.” “Ekki sekur um hvað?” þrum- aði dómarinn úr sæti sínu. “Ekki sekur um neitt,” svaraði formaður kviðdómsins. Fylkiskosningarnar Það hefir enn ekki verið ákveð- l ð, hvenær fylkiskosningarnar í Manitoba fari fram, en það þykir nokkurn veginn áreiðanlegt, að xað verði seint í júnímánuði. Stjórnarsinnar og eins íhalds- menn gera ráð fyrir að hafa fram- bjóðendur í öllum kjördæmum Og þar að auki verður sjálfsagt fjöldi annara manna í kjöri, ýmist tilheyrandi einhverjum flokkum, eða þá óháðir. Þeir eru jafnan ó- trúlega margir, sem sjálfum finst, að þeir séu einstaklega vel til þess fallnir, að vera löggjafar og sækj- ast mjög eftir því. Mun sú verða raunin á við næstu fylkiskosn- in!gar í Manitoba. Þingkosningar Frakka Almennar þingkosningar fóru fram á Frakklandi á sunnudag- inn. Nákvæmar fréttir af þeim koma ekki fyr en í næstu viku. En svo virðist, sem ekki hafi þar orð- ið neinar stórkostlegar breyting- ar, hvað stjórnmálaflokkana snertir. Helztu flokksforingjarn- ir, Tardieu, Blúm o!g Herriot náðu allir kosningu. Bóndi skrifar H. B. C. Hverfa aftur til sveitanna Þess var getið í síðasta blaði. að sambandstjórnin væri ófáan- leg til að hjálpa fólki í Winnipeg til að byrja búskap, eins og bæj- arstjórnin og fylkisstjórnin vilja gera. Nú mun stjórnin hafa séð sig um hönd í þessu máli fyrir á hrif þingmanna hér að vestan, og kvað nú vera viljug að taka ein hvern þátt í þessu. Á fundi, sem Hudsons Bay fél hélt í London fyrir skömmu, las meiningamunur forseti félalgsins, Sir Ashley Coop er, bréf til félagsins frá bónda Canada, sem honum þótti að vísu heldur raunalegt, en þrátt fyrir það, ekki laust við gamansemina Bréfið er á þessa leið, þó þýðing in sé ekki alveg nákvæm, vegna þess að þetta málfæri, sem kallað er “slang”, er ekki til á íslenzku “Eg fékk bréf yðar, viðvíkjandi því, sem eg skulda. Þér verðið að sýna þolinmæði. Eg hefi ekki gleymt yður. Gerið þér svo vel að bíða. Þegar e!g hefi peninga, skal eg borga yður. Ef þetta væri dómsdagur, og þér væruð ekki bet- ur við því búinn að koma fram fyrir skaparann, heldur en eg er með að mæta skuldakrðfum yðar þá yrðuð þér áreiðanlega að fara til helvítis. Vona þér gerið þetta.” I Guðsþjónustur í Fyrstu lút. kirkju 8. maí. Mothers’ Day \ I. Kl. 11 f. h., ensk guðsþjónusta. Á þessa samkomu er öllum mæðrum safnaðarins sérstaklega boðið, ásamt börnum þeirra, til minn- ingar um “Mæðradaginn”. II. Kl. 7 e. h., íslenzk guðsþjónusta. Allir veilkomnir. Útyarp. Úr öllum áttum hafa Fyrsta lúterska söfnuði lengi borist áskoranir um að útvarpa !guðsþjónustum. Það hefir mikinn kostnað í för með sér, enda ekki auðvelt að komast að út- varpinu. Nú hefir þó auðnast að ráða bug á erfiðleikunum, og hefir verið samið við fylkis-útvarpið um útvarp íslenzkr- ar guðsþjónustu frá Fyrstu lútersku kirkju, sunnudags- kvöldið 5. júní, kl. 7. Verður það í fyrsta sinn, að íslenzkri guðsþjónustu er útvarpað um þessa heimsálfu. Járnbrautirnar og giátihúsin Sir Henry Thornton, forseti Canadian National járnbrautanna, sa&ði í vikunni sem leið þingnfend sem járnbrautamálið hefir til meðferðar, að hann vildi feginn að járnbrautakerfið ætti engin gistihús, því þau væru sér til meiri erfiðleika og óþæginda held- ur en allir aðrir sínir eífiðleikar samanlagðir. Mörg þeirra hefðu verið til áður en hann tók við stjórn kerfisins, • en ýms hefðu verið bygð síðan til að keppa við C. P. R. félagið. En þessi hótel hefðu orðið járnbrautarfélaginu til mikils skaða og valdið sér af- ar-miklum erfiðleikum. Frá Shanghai Vopnahlé hefir nú um tíma verið milli Japana og Kínverja og hafa þessar þjóðir, eða fulltrúar þeirra, verið að reyna að koma sér saman um friðarsamninga sem báðir hlutaðeifcendur gætu unað við. Virðist það hafa gengið nokku seint, en síðustu fréttir segja þó, að nú sé svo langt kom- ið, að þessar þjóðir hafi fallist á nokkur grundvallaratriði væntan- legra friðarsamninga. Lítur því út fyrir nú sem stendur, að ekki muni verða meira úr ófriðnum milli þessara tveggja þjóða, í þetta sinn. MacDougald segir af sér Það hefir lítilsháttar verið skýrt frá því hér í blaðinu, að þing- nefnd hefir í vetur verið að rann- saka afskifti þriggja Senatora af Beauharnois málinu. Komst meiri hluti nefndarinnar að þeirri nið- urstöðu, að þar væri ekki alt eins og vera bæri, hvað tvo þeirra snertir að minsta kosti. Hefir nú annar þeirra, MacDougald, sagt af sér. Þessi frétt barst, þe'gar blaðið er tilbúið til prentunar og því ekki hægt að skýra frekar frá þessu máli í þetta sinn. Móðurbróðir Mrs. Herridge, kona sendiherra Canada til Bandaríkjanna, ól son hinn 28. f. m. Hún er systir Ben- netts forsætisráðherra. Það merki- legasta við þá frétt er það, að Bennett er orðinn móðurbróðir. Jón Bjarnason Academy GJAFIR Vinkona skóJane í Wpeg .... $10.00 Áheit frá vini skólans, Deerhorn, Man........... 25.00 Jón Hannesson, Svold, N.D. 5.00 Proceeds of Concert and Social held by teachers and students of the school (april 27th)—47.00 Peter Anderson, Winnipeg 25.00 Mrs. Howard Jackson, Langruth, Man........... 2.00 Með alúðar þakklæti, S. W. Melsted, gjaldk. Syng, syng— (úr sænsku) Syng, syng, hafalda liátt, hljómana þína kann óg. Smáfugl, kvakaðu kátt, kenni ég ljóðs þíns mátt. Syng, syng, blævakið blóm, brjóst þitt ei finni trega. Bjart sé í hjarta og hug, harmi skal vísa á bug. Svng, syng, hafalda hátt, hljómana þína kann ég. Smáfugl, kvakaðu kátt, kenni ég Ijóðs þíns mátt. Einar P. Jónsson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.