Lögberg - 12.05.1932, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.05.1932, Blaðsíða 1
PHONE: 86 311 Seven Lines foti JáSs" S"* * For ited Cot* For Service and Satisfaction 45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1932 NUMER 19 Merkilegur fundur 1 fyrra frétti Matthías Þórðar- arson þjóðminjavörður, að fyrir mörgum árum hefði fundist merki- lefgt tré í laekjarfarvegi hjá bæn- um Hólmi í Landbroti. Út af þessu skrifaði hann Bjarna Runólfssyni Rafmagnsfræðin!g í Hólmi og bað hann um upplýsingar um fund þenna. Hefir Matthías síðan feng- ið skýrslu frá föður Bjarna, Run- ólfi Bjarnasyni á Hólmi, sem nú er gamall maður, en man vel eft- ir því, þegar tréð fanst. Er skýrsla Runólfs á þessa leið: — Á árunum frá 1870—1880 fanst tré í jörðu í gömlum lækjar- farvegi í landareign jarðarinnar Hólms í Landbroti í Vestur- Skaftafellssýslu, með þeim hætti, sem hér skal sagt frá. Eftir vatnavexti sást af tilvilj- un á tréstúf upp úr sandi og aur 1 nefndum lækjarfarvegi. Var þá farið að athuga þetta nánar og reyndist þarna vera óhreyfanle'gt tré. Fóru þá þrír bændur með mönnum sínum að grafa með trénu, og var grafið alt í kring un» það um 6—6 álnir í jörð niður. Lengra treystust menn ekki að grafa vegna vatnsaga. Var þá reynt með átökum að losa tréð, en sú tilraun varð árangurslaus. Þá reyndu menn einnig að setja bönd um tréð að ofan og toguðu i það 5—6 menn til þess að reyna að losa það, en alt varð áranlgurs- laust. Tréð var óhreyfanlegt. Nú varð ágreiningur um hvað gera skyldi, en að lokum var tek- ið það óheillaráð að höggva tréð í sundur svo neðalega sem hægt •var. Voru þá sex menn á meðan að ausa vatni í skjólum upp úr gröfinni. Þegar tréð hafði verið höggvið sundur, fyltist gryfjan samstundis vatni, og í næsta vatnavexti, fyltist hún af sandi og aur. Tréð var rúmlega eitt fet að gildleika í þvermál að ofan, en tvö fet, eða jafnvel meira, að neðan. Að utan var það grásvart að lit, en að innan falleg lindi-fura. — Tréð var sívalt, kvistalaust og slétt. Stóð það ekki beint upp, heldur hallaðist líkt og sigla á skipi, þá er skipið liggur á kjal- síðu. Þetta er stutt lýsing af þessum atburði. Vegna þess að eg undirritaður var þarna viðstaddur, og sá alt, sem fram fór þessum atburði við- víkjandi, þá votta eg hér með, að eg hefi lýst þessu svo rétt, sem eg man eftir, og tel víst, að neðri endi trésins sé enn í dag þarna niðri í jörðinnn. Er hægt að finna tréS? í einkabréfi til fornminjavarð- ar, sem þessari skýrslu fylgir, seg- ir Runólfur svo: — Hvað viðvíkur því, að eg geti sagt til hvar á að grafa til að finna neðri enda trésins, þá er því til að svara, að e!g man ekki upp á hár hvar það fanst. En ef tekið er pláss, tíu faðma í ferhyrning, til að leita í, þá skil eg ekki í öðru en tréð finnist. Staðhættir eru þarna ekki góðir, því að þarna eru oft vatnavaxtabreytingar. Því er þannig farið, að farvegur Skaft- ár er svo þrðngur á einum stað, að hann tekur ekki nema meðal- vatn árinnar, svo að alt eða mest af því, sem áin vex, fellur í þenn- an farveg, sem tréð fanst í, og verður þar mikið vatn, svo mikið á stundum, að ekki er fært nema á báti eða dragferju. Þar að auki er dálítill lækur, sem er upp- spretta, og rennur eftir nefndum farvegi. En hann er ekki mikið Forseti Frakklands myrtur Paul Doumer, þrettándi forseti franska lýðveldisins, var myrtur í París hinn 6. þ. m., skotið á hann þremur skotum, sem særðu hann þeim sárum, er leiddu hann til bana, þrettán klukkustundum síð- ar. Dánardægur hans er því 7. maí. Forsetinn var þegar fluttur á spítala eftir að skoitð var á hann, og þar gert alt sem mögu- legt var til að bjarga lífi hans. Frá því hann var særður og þang- að til hann dó, var hann lengst af rænulaus, en þó ekki alt af. Einu sinni spurði hann, hvað hefði komið fyrir. Honum var sagt, að hann hefði orðið fyrir bíl. “Und- arlegt,” sa!gði hann, “eg man ekk-, ert.” Doumer forseti var hálf áttræð- ur að aldri og hafði mikinn hluta æfinnar fengist við stjórnmál og gegnt ýmsum mikilsverðum em)- bættum. Mikill hæfileikamaður, prúðmenni og vinsæll. Morðinginn var þegar tekinn fastur, en særði þó lögreglustjór- ann nokkuð áður en hægt var að taka af honum vopnið. Hann er rússneskur læknir og heitir Paul Gouguloff. Er haldið, að hann muni naumast vera með fullu viti. Flest af því, sem hann sagði, þeg- ar lögregtan talaði við hann, bend- ir í þá átt. Kommúniátar teknir faátir Það lítur út fyrir, að réttvísin í Canada sé að verða nokkuð að- gangshörð við kommúnistana Einir átta þeirra að minsta kosti. voru teknir fastir í vikunni sem leið, samkvæmt fyrirskipun sam- bandsstjórnarinnar, og allir send- ir til Halifax, og þar á að rann- saka roál þeirra. Er þar vikið langt frá vanalegum réttarfarsreglum þessa lands, því vanalega verða menn að standa fyrir máli sínu í heimahögum, eða þar sem þeir hafa framið eitthvert lagabrot, eða eru fgrunaðir um að hafa gert það. En Mr. Guthrie, núverandi vörður laga og réttar þessa lands, segir að þetta sé nákvæmlega lög- um samkvæmt, en Mr. Woodsworth er óánægður með þetta. Þrír af þessum mönnum áttu heima í Win- nipeg og voru hér teknir fastir. Þeir heita: Daniel Holmes, Konrad Cessinger og Orton Wade. Tölu- vert umtal er um það, að þessir menn verði kannske sendir burt úr landinu, en það er alt óvíst enn.j Nú fljúga fuglar norður - - (Flutt á Islendingamóti í Minneapolis, 9. apríl 1932.) Nú fl.júga fuglar norður til fjalla-landsins prúða, er kastar vetrar knfli og klæðist vorsins skrúða. Um brekkur lækir Jiðast sem lokkar niður vang'a. Á túni senn mun sóley í sumarblænum anga. Nú fljúga fuglar norður, með fagran söng í hjarta; þá heilla huliðs raddir og heiðið víða og bjarta. Þá seiðir svipfrítt hauður þar sólskin hlær um nætur á brjóstum blárra vatna við blómgra hlíða fætur. Nú fljúga fuglar norður. — I faðmi hlýrra dala þeir vita frið og fegurð, þar fjóla og lindir hjala. Og drottning fjalla fögur, hún fagnar hverjum gesti, . og enga á hún kærri en unga söngva-þresti. Eg flýg með fuglum norður; mér firðir rétta hendur og bjóða mér til bæjar, en brosa hýrar strendur. Á öllu er æsku-svipur sem eilíft ríki vorið Sú foldin fölnar eigi þar fyrsta stigum sporið. Richard Beck. 1. 2. Kirkjao Hvítasunnan í Fyrstu lútersku kirkju. Kl. 11* f. h.—Fermingar-guðsþjónusta. Kl. 7 e. h.—Altarisgöngu- guðsþjónusta. Velkomið til hátíðahaldsins, kristið fólk! Capone fluttur til Atlanta Nú sýnist með öllu vonlaust, að A1 Capone komist hjá því, að taka út þá hegningu, sem hann hefir verið dæmdur til, sem er ellefu ára tugthúsvist. Ný rannsókn í glæpa- málum hans, sem hann hefir ósk- að eftir, verður ekki hafin, og nú hefir hann verið fluttur frá Chi- ca!go í Atlanta fangahúsið mikla og er hans þar nú vandlega gætt. Er sagt, að Capone hafi orðið af- ar mikið um þessi málalok og bor- ið sig hörmulega. Capone hefir verið talinn einn af allra athafna- mestu glæpamönnum í Chicago og er þá mikið sagt. En þenna dóm fékk hann fyrir að svíkjast um að greiða tekjuskatt. Frá íslandi að óttast, ef til kæmi, því að veita má honum burtu frá þeim stað, sem leita ætti að trénu. — Fús er eg til þess að segja til staðarins eftir því sem eg bezt veit, en út, af jarðraski, sem Skaftá hefir gert á þessum slóðum, er alt verra við að eiga. Hólmur í Landbroti liggur langt frá sjó, nærri Kirkjubæjarklaustri. Er þar allhátt land alt um kring (hraun) og er lítt skiljanlegt hvernig, eða hvenær tré þetta hef- ir komist þanigað. En tvent er þó annað, sem er athugavert, að tréð er valviður, stendur ffþp á endann og likist mest siglu á skipi. Matthías Þórðarson mun ætla sér í sumar að rannsaka fund þenna nánar. Hefir hann skrifað Runólfi Bjarnasyni, beðið hann að benda á staðinn þar sem tréð fanst, og athuga hvað það mundi kosta, að grafa niður á það og merkja, svo að þessi einkennilegi fundur verði rannsakaður ná- kvæmlega. — Lesb. Hollustu eiðurinn Á miðvikudaiginn í vikunni sem leið, samþykti irska þingið frum- varp, sem stjórnin hafði lagt fyr- ir það, og er þess efnis, að afnema hollustueiðinn til Bretakonungs. En Mtill varð atkvæðamunurinn, 77 með frumvarpinu, en 67 á móti. Sýnir þetta ljóslega, að hér er ekki um eindreginn vilja þjóðar- innar, eða írska Fríríkisins að ræða. Mótstöðuflokkur stjórnar- innar barðist líka af öllu afli gegn þessu frumvarpi, en verkamanna- flokkurinn studdi hana til að koma því gegn um þingið. Ef gert ráð fyrir, að þetta frumvarp verði að lögum í þessari viku, og hollustu- eiðurinn þar með afnuminn. En ekki munu Bretar tilbúnir að fall- ast á %ietta og því ekki ólíklegt, að hér kunni að draga til nokkurra tíðinda. ------------- Þriggja ára fangelsi Peter Verigin, sem er nokkurs- konar einvaldshöfðingi yfir svo sem fimtíu þúsund Doukhobors í Vestur-Canada, var dæmdur til þri'ggja ára fangavistar í vikunni sem leið. Var dómur þessi upp- kveðinn í Yorkton, Sask., af D. Maclean dómara. Hann var kærð- ur um að hafa svarið rangan eið, og þótti sannað að hann hefði gert það. Annars eru endalaus vandræði með þessa svo kölluðu Doukhobors hér í landi. Þeim skilst illa að þeim beri að hlýða lögum landsins, nema því aðeins, að þau séu í samræmi við það, sem þeir vilja sjálfir vera láta Taka þeir stundum upp á hinum fáránlegustu hlutum, þegar þeim fellur eitthvað miður vel, eins og « t. d. að ganga berir í stórhópum um borgarstræti. Fyrir það er nú fjöldi þeirra í fangelsi :í British Columbia. Þingslit—Kosningar Fylkisþinginu í Manitoba var slitið kl. 5 á laugardaginn. Höfðu þingmennirnir setið á fundi næst- um alla nóttina áður, og sýnist það nú vera að verða siður við þing- slit hér í fylkinu. Var þetta fimta og síðasta þingið á því kjörtíma- bili, sem nú er að enda. Fylkisstjórnin hefir nú ákveð- ið að þingkosnin'gar fari fram hinn 16. júní í öllum kjördæmum Manitobafylkis, nema tveimur, The Pas og Rupert’s Land. í þeim kjördæmum verða ekki kosningár Lyr en 14. júlí, eða nærri mánuði seinna. Áður en kosningar fara fram, verða einhverjar breytingar gerð ar á ráðuneytinu, einhverjir menn tilheyrandi frjálslynda flokknum teknir inn í það. Hverjir þeir verða er ekki enn ákveðið, svo kunnugt sé. Bæði stjórnin og íhaldsflokk- urinn gera ráð fyrir að hafa fram- bjóðendur í öllum kjördæmum. Verkamannaflokkurinn hefir níu eða tíu frambjóðendur. FRÁ ÍSLANDI. Si'glufirði, 9. apríl. Norðanhríð í gær og dag. Mik- il fannkoma. Hefir kyngt niður allmikilli fönn á láglendi og slétt- að af öllúfn giljum til fjalla. Es. ísland liggur hér og fær ekki afgreitt sig, enda mun það ekki leggja út héðan fyr en lægir. Skeyti hafa borist frá Detti- fossi og Novu vestan úr Húna- flóa. Láta skipsmenn á þeim hið versta yfir veðrinu. í Dettifoss- skeytinu segir, að veðurhæðin sé 11—12 og verði að halda skipinu upp í sökum veðurhæðar, enda er það létthlaðið. Bæði skipin segja talsverðan íshroða á flóanum. Bandaríkin spara líka Congress Bandaríkjanna' ætlaði að láta til sín taka og spara um $200,000,000 af alþjóðarfé á þann hátt að lækka útgjöldin með ýmsu móti. Þetta sýnist ekki hafa hepnast nærri því eins og til var stofnað, en samt hefir þingið á- kveðið, að lækka útgjöldin um $38,000,000 til $43,00,000. Fjár- lagafrumvarpið, sem nú hefir ver- ið samþykt, ákveður meðal annars, að lækka laun Congressmanna um $825 á ári, eða úr $10,000 ofan í $9,175, og laun annara embættis- manna eru lækkuð um 11 per cent. af öllum þeirra launum, sem eru yfir $2,500 á ári, það er að segja, það er ekkert tekið af $2,500, en 11 per cent. af öllu því, sem þar er fram yfir. Þingið feldi margar sparnaðartillögur. Mikill munur Á fjárhagsárinu, sem endaði 31. marz 1925, seldi Canada hveiti út úr landinu, sem nam 191,764,- 537 mælum. Verðið á öllu þessu hveiti nam $251,665,844. Á fjár- haigsárinu, sem endaði 31. marz 1932, var næstum því jafnmikið hveiti selt út úr landinu, eða 191,316,933 mælar, en verðið, sem inn kom fyrir hveitið það ár, var ekki nema $115,739,383. Verð munurinn er því meir en 135 milj- ónir dollara. Þetta sýnir, að Can- ada getur enn selt eins mikið hveiti og fyrir sjö árum, en verð- munurinn er óskaplegur, meir en 50 per cent. Þegar þessa er gætt, þá er ekki undarlegt, þó búskap- urinn í Sléttufylkjunum gangi heldur erfiðlega, þar sem hveitið er aðallega ræktað. MacDonald líður eftir vonum Reykjavík 11. apríl. íshroði mun hafa valdið eín- hverjum skemdum á bryggjum á Siglufirði nýlega. Annars hafa fáar fregnir boxist um ís síðustu daga. Frá Súgandafirði barst þó Veðurstofunni svohlj. fregn í gær: Strjált ísrek frá landi til hafs. — Veður er nú batnandi nyrðra og kyrt veður um alt Norðurland. í Grímsey var stinnings kaldi á norðan í morgun, en lægjandi. — Bjart orðið í innsveitum norðan- lands. Grundarfirði 24. marz. Veðrátta var hér óstöðug og ill- viðrasöm fyrra hluta vetrarins. í janúar gerði óhemju snjó og hefir ekki komið svo mikill snjór síðan árið 1920. — Þ. 23. jan. fór að þíða og var hlákan hin hagstæðasta sem menn muna. Að eins frost einn dag í febrúar og dálítill snjór og nokkurt frost í byrjun þessa mánaðar. Annars sífeld vorhlý- indi. — Fé var tekið alment á gjöf um mánaðamótin nóvember og des- ember. Alment er ekki 4farið að sleppa fé enn þá. Skepnuhöld hafa verið sæmileg, nema allmik- ið hefir borið á lungnaveiki í fé, en fátt drepist. Gróður er orðinn óvenju mikill og á einum bæ farið að vinna á túni (slóðadraga). Að jarðabótum hefir verið unn- ið mikið ií vetur, einkum þakslétt- um, svo að þær verða líklega með meira móti í ár. Vegna fjárhags- erfiðleika mun lítið verða keypt af erlendum áburði og tefur það mjög fyrir nýræktinni. Fiskafli var rýr hér í haust, enda miklar ógæftir, en síðan í janúarlok hefir verið góður afli og gæftir.— Heilsufar alment gott í vetur. Nýlega fundust í Kvernárfjalli rústir af séli því, sem frá er sagt í Sögum frá Skaftáreldum og víðar, og ekki hafa fundist fyr. Eru þarna þrjár rústir frá ýmsum tímum og benda þær á merkilegt samræmi i fyrirkomulagi og búrekstri feðra vorra, uppi í faðmi fjallanna. Væntanlega verða rústir þessar rannsakaðar af fornfræðingum. —Finnandinn er Kristján hrepp- stjóri Þorleifsson á Grund.- Reykjavk, 11. apríl 1932 Aflinn nam þ. 1. apr. samkvæmt skýrslu Fiskifélagsins, 16,463 þurr- um smálestum. Á sama tíma í fyrra var aflinn 12,466 smál., 1930: 22,593 og 1920: 18,241 þurr- ar smál. Fiskibirgðir námu þ. 1. apríl samkv. reikningi Gengisnefndar, 14,047 þurrum smálestum. Á sama tíma í fyrra voru fiskibirgðirnar Símskeyti frá London á mánu- 16,393 smál., 1930: 18,423 og 1929: daginn getur þess, að uppskurður 12,740 þurrar smál. á hægra auga MacDonalds for- útflutningur nam á fyrsta árs- sætisráðherra, hafi hepnast ágæt- fjórðungi þessa árs kr. 11,59$,400, lega og að honum líði vel og sé o!g er það mun meira en á sama á Igóðum batavegi. Samt er búist tímabili á undanförnum þrem ár- við, að hann verði að vera á spít-j um. í fyrra nam útflutningurinn alanum einar tvær vikur enn að| á þessu tímabili kr. 10,410,270, minsta kosti. Konungurinn sendij 1930: kr. 10,527,500 og 1929: kr. honum blóm á sunnnudaginn ogj 11,125,980. — 1 marzmánuði yfir- Bennett sendi honum samhygð- j standandi árs nám útflutningurinn arskeyti. ' kr. 4,074,760. — Vísir. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.