Lögberg - 12.05.1932, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1932.
Náman með járnhurðinni
EFTIR
HAROLD BELL WRIGHT.
Þegar dreng|uriim stóð þarna dauð-
hræddur og hágrátandi og vissi ekki hvað
gamla konan var að skamma sig fyrir, þá
fór Bob á kné og rétti honum báðar hend-
urnar. ‘Komdu hérna, drengur litli % sag*ði
hann á ensku, ‘komdu héma til okkar.’
“Krakkinn hætti að gráta og varð allur
að einu brosi og kom hlaupandi.
“Gamla konan vissi ekki, hvað hón átti
að gera, en eg hafði augu á henni, svo hún
þorði ekki að hafa sig mikið uppi.
Bob fór að tala við krakkann: ‘Hvað
heitirðu, drengur litli?’ og drengurinn svar-
aði hiklaust: ‘Eg heiti Marta.’
“ ‘Marta?’ sagði Bob, og leit á mig hálf
vandræðalega. ‘Það er skrítið karlmanns-
nafn.’
‘Eg er ekki drengur’, sagði hún og var
fljót til svars; ‘ eg er stúlka, . sérðu það
ekki? ’
“Það var líka alveg rétt sem hún
sagði,’’ bætti Bob við.
“Já,’’ hélt Thad áfram, “og þegar gamla
konan sá, að telpan fór að gefa sig að okk-
ur, þá varð hún óðamála og talaði ekkert
annað en spönsku og svo greip hún krakk-
ann og rak hann inn í kofann og lét aftur
hurðina.
“Það kveld settumst við Bob að þar ekki
langt frá, og þegar við vorum búnir að
borða og dimt var orðið, sátum við við eld-
inn og reyktum og voram að tala um ýmis-
legt. Þá heyrðum við skrölt í vagni og við
heyrðum bamsgrát. Við skildum fljótt,
hvað um var að vera. Það var verið að
koma litlu stúlkunni suður fyrir landa-
mærin.
Við félagar vorum svo alveg vissir um
það, að hér væri eitthvað meira en minna
grunsamlegt, svo við tókum nokkuð hörðum
höndum á honum, þessum náunga og hann
varð að viðurkenna, að hann ætti ekki þetta
barn, en sagði að pabbi þess og mamma
hefðu beðið sig að hafa það um tíma, þang-
að til þau kæmu aftur.
“Þið getið rétt ímyndað ykkur, að okkur
Bob þótti þetta alt annað en trúleg saga.
Okkur fanst því bezta ráðið, að taka barnið
sjálfir og fara með það til Tucson, og við
gerðum það.
“Þegar við komum til Tucson, var okkur
báðum farið að þykja svo vænt um stúlk-
una, að við hefðum tekið mjög nærri okkur,
ef við hefðum þurft að láta hana fara frá
okkur aftur.’’
“ Skemtilegasti krakki, sem nokkum tíma
hefir verið til,” skaut Bob inn í söguna.
“Henni fór strax að þykja vænt um okkur
og var svo dæmalaust góð við okkur og kall-
aði okkur báða ‘pabba’.”
“Við gerðum samt alt sem við gátum, til
að finna foreldra hennar,” hélt Thad á-
fram. “Við vorum í Tucson meir en mánuð.
En lögreglan vissi ekki til þess, að nokkru
barni hefði verið stolið, eða hefði tapast á
nokkurn hátt, og enginn annar, sem við
fundum, vissi nokkuð til þess. Það var tölu-
vert um að vera héæ í þá daga og lögreglan
hafði alt af meir en nóg að gera, og fólk
hætti fljótlega að liugsa um þetta, sem fyrir
okkur hafði komið, og fór að hugsa og tala
um eitthvað annað, og enginn skifti sér
neitt af okkur Bob, eða litlu stúlkunni og við
urðum bara að sjá um hana sjálfir. Við sá-
um ekki, að við gætum gert neitt annað.
Svo okkur fór að finnast, að forsjónin, eða
hepnin, eða þá eitthvað annað, hefði þama
gefið okkur fallega og skemtilega dóttur,
sem við ættum nú reyndar kannske skilið að
eiga. Við fórum svo skömmu síðar til Gra-
ham fjallanna og náttúrlegá tókum hana
með okkur.
“Nú var okkur báðum farið að þykja svo
vænt um hana, að við vorum rétt að því
komnir að berjast, til að gera út um það,
hvor okkar ætti að vera pabbi hennar. Það
varð nú samt ekki, og niðurstaðan varð sú,
að við skyldum vera það sína vikuna hvor.
Þess vegna var það, að við gáfum henni
nöfn okkar beggja—Hillgrove. Skímarnafn
hennar er Marta, gerum við ráð fyrir, og
Marta var eina nafnið, sem hún hefir
nokkum tíma getað sagt okkur. Þetta er
nú nokurn veginn alt, sem um þetta er að
segja, þangað til við komum hingað með
hana, og þið fórað að kenna henni.”
“Okkur Thad skildist þetta svona,” sagði
Bob, “að barnið hljóti að hafa verið skilið
eftir hjá þessu fólki. Það tekur ekki nokkru
tali, að hún sé ein af þessu Mexicofólki, hún
er ekkert svipuð því. En það má nærri geta
hvers fconar fólk það hefir verið, sem skildi
barnið eftir hjá þessu hyski. Foreldramir
hafa víst ekkert ætlað að hirða um hana
meira, annars hefðu þau komið til okkar.
Eins mikið veður, eins og við gerðum út af
þessu í Tucson, þá er ekki hætt við öðra, en
foreldrar hennar hefðu komist að því, hvar
hún var niður komin, ef þau hefðu reynt
það, eða kært sig um að vita það. Af þessu
má ráða, hvers konar manneskjur foreldrar
hennar hafi verið, að þau skyldu ekki hirða
um stúlkuna öðru vísi en svona. Og alt af
síðan, hefir verið auðveit að finna okkur
Thad. Það er víst ekki mikill efi á því, að
foreldrar hennar hafi verið einhverjir
gallagripir; þau kunna nú að hafa verið
hjón, sem líklega hefir nú ekki verið held-
ur. Það hlýtur að vera eitthvert vandræða-
fólk, sem kastar frá sér barni eins og
Mörtu.”
“Það er nú víst enginn efi á því”, sagði
Thad. “Það er alveg áreiðanlegt, að þessi
Mexicohjón hefðu ekki náð í hana öðru vísi.
Þau fóru aldrei neitt, og ef þau hefðu stolið
barninu, þá er ómögulegt annað, en það
hefði vakið svo mikla eftirtekt, að fólk hefði
vitað eitthvað um það. Nú, hvemig sem
þetta er skoðað, þá lítur það herfilega út;
það er ómögulegt að komast hjá því. Þetta
er þá alt, sem eg, og félagi minn, vitum um
þetta, ” bætti Thad við, og það var eins og
einhverju fargi væri létt af gamla. mannin-
um.
Saint Jimmy sagði ekki nokkurt orð. Það
var auðvitað, að þessi saga hafði æði mikil
áhrif á hann. Mrs. Burton þurkaði sér um
augun. Gömlu( mennirnir biðu með ó-
þreyju.
Loks spurði Bob, eins og með hálfum
huga:
“Haldið þið enn, að stúlkunni ætti að vera
sagt þetta?”
“Eg er hræddur um, að Marta verði að
vita þetta,” sagði Saint Jimmy, seinlega.
“Eg er sannfærð um, að henni ætti að
vera sagt það,” sagði Mrs. Burton ákveðið.
“Og þú, sonur miim, ættir að segja henni
það. Það er léttara fyrir hana að heyra það
frá þér, sem ert kennari hennar, heldur en
frá nokkrum öðrum.”
“Já,” sagði Thad og var mikið niðri fyr-
ir. “Það er einmitt það sem við B'ob
höldum. ”
“Viljið þér gera það?” surði Bob.
“JláJ,’” svaraði Saint Jimmy, “eg Iskal
gera það.”
Það var eins og miklu fargi væri af þeim
félögum létt.
“Þetta hjálpar okkur út úr miklum vand-
ræðum, ” sagði That. “Það er líka miklu
betra fyrir stúlkuna.”
“Áreiðanlega,” sagði Bob. “Það er ó-
mögulegt að segja hvaða vitleysu aðrir eins
asnar eins og við, hefðum gert úr þessu. Eg
er yður fjarskalega þakklátur fyrir að
hjálpa okkur út úr þessum vandræðum.”
“Það er eg líka,” sagði Thad einlæglega.
“Þetta er nú alt komið í gott lag, félagi,”
sagði Bob og var fljótmæltur, “og nú vil eg
að við förum sem allra fyrst. Eg vil ekki
að stúlkan okkar sjái okkur hér, þó eg fengi
fyrir það allan þann auð, sem við fáum, þeg-
ar við finnum gullæðina, sem við erum að
grafa eftir. ”
“Sá auður verður nú kannske ekki svo
sérlega mikilþ” svaraði Thad héldur
kuldalega.
“Það er ómögulegt að segja, ” sagði Bob
glaðlega. “Gullið er þar sem maður finnur
það.”
Þegar þeir félagar voru farnir, fóru þau
Saint Jimmy og móðir hans, að tala um
þetta, sem þeir höfðu sagt þeim, og þeim gat
ekki betur fundist, en þeir hefðu haft. rétt
að mæla. Þetta leit áreiðanlega heldur illa
út. Meira að segja svo illa, að Saint Jimmy
leið alt annað en vel undir þeirri byrði, sem
gömlu mennirnir höfðu velit af sínum herð-
um yfir á hans. Hann sá það í hendi sér, að
það var enginn hægðarleikur fyrir hann, að
segja þessari ungu stúlku, sem hann hafði
sjálfur mentað og hjálpað til að ná miklum
andlegum þroska, Jiessar leiðinlegu fréttir.
sem voru henni svo nákomnar. Hann þekft
hana vel og vissi, að henni var ant um sinn
eigin sóma og sína eigin virðingu.
Þegar Marta kom þar, seinna um daginn,
á heimleið frá Oracle, gátu þau Saint Jimmy
og móðir hans ekkert um það, að gömlu
mennimir höfðu þar komið, og kennaranum
fanst alveg ómögulegt fyrir sig, að segja
stúlkunni í það sinn, það sem hann þó áleit
að hún ætti að fá að vita. Han taldi sjálfum
sér trú um, að það mundi verða hægra ein-
hvern tíma seinna.
Þennan sama dag, þegar Marta- var á
heimleið, og fósturfeður hennar voru að
grafa eftir gullinu, stóð Natachee, Indíán-
inn, á kletti hátt uppi í f jallshlíðinni, þar
sem hann gat séð yfir Gullgilið og ofan á
eyðimörkina við rætur Catalinas fjallanna,
svo víðáttumikla sem augað eygði.
Oss, sem vanist höfum Indíánum klæddum
eins og hvítir menn eru klæddir, og vanist
því, að þeir gerðu öll vanaleg verk hvítra
manna, mundi hafa komið Natachee nokkuð
einkennilega fyrir sjónir, og vakið eftirtekt
flestra. Band hafði hann um hárið, sem
var mikið og hrafnsvart, og undir bandið
var stungið stórri fjöður. Annars var hann
klæddur eins og hans viltu forfeður. Vopn
hafði hann ekki önnur en hníf með breiðu
blaði og svo boga og nokkrar örvar. Hann
var í broddi lífsins og sterklegur og hraust-
legur.
Og þó hann virtist eiga illa við samtíðina,
þegar hann stóð þama á klettinum, þá átti
hann þó ágætlega við þetta hrikalega lands-
lag. Það er ekkert ólíklegt, að einmitt þaraa
hafi líka einhver af forfeðrum hans staðið
og horft á þetta undarlega, hvíta fólk, sem
var að koma á þessar stöðvar í fyrsta sinn.
Heil klukkustund leið, og Indíáninn stóð
þarna hreyfingarlaus, eins og kletturinn,
sem hann stóð upp við, og horfði alvarlegur
á eyðimörkina, fjöllin og skýin. Hann sýndist
engu gefa gætur, því sem nærri honum var, en
horfði niður ásléttuna, þar sem sjá mátti ryk--
mekkina þar sem bílamir fóru um méð feikna-
hraða. Þar mátti einnig sjá reykinn frá jára-
brautarlestinni, sem var að koma til Tucson.
Svipur rauðskinnans, sem stóð þama á klett-
inum, var harður og alvarlegur. Einhverjar
leifar af villimenskunni mátti vel sjá í augna-
ráði hans.
Alt í einu hallaði Indíáninn sér áfram, og
það var auðséð, að eitthvað vakti eftirtekt
hans. Þó einhver hefði 3taðið þaraa rétt hjá
honum, mundi hann naumast hafa séð það sem
hann sá, og fráleitt getað getið sér til, hvað
það var. En Natachee hafði óvenjulega skarpa
sjón, og hann gat séð, að þarna var einn mað-
ur á freðinni, og hvernig sem á því stóð, þá
gaf hann þessu mjög nánar gætur. Nóttin var
að falla á og það var óttalega dimt og drauga-
legt þarna uppi í fjöllunum, eða það mundi
þeim hafa fundist, sem ekki voru þar kunnug-
ir. Og væl náttuglunnar gerði umhverfið enn
ömurlegra, en það mundi annars hafa verið.
1 litla hvíta húsinu í f jallshlíðinni sat Saint
Jimmy og var enn að hugsa um söguna, sem
gömlu félagamir tveir höfðu sagt honum.
1 húsinu við gilið, sváfu gömlu félagarair
vært, draumlausum svefni, og fósturdóttir
þeirra sömuleiðis, og höfðu enga hugmynd
um nokkra haittu.
Langt í burtu, suður í Mexico, sátu tveir
menn við borð í veitingahúsi. Á borðinu hjá
þeim stóðu glös og flöskur, en þar var líka ó-
hreinn og illa gerður uppdráttur af einhverju
landssvæði. Mennirnir voru að skoða þennan
uppdrátt og tala um hann. Á uppdrælttinum
tóð: “Náman með járnhrurðinni, í Gullgil-
inu.”
VI. KAPITULI.
Maðurinn, sem Indáninn sá, og sem fyr er
getið, var nú kominn einar tvær mílur lengra
upp eftir gilinu, frá því Indíáninn kom fyrst
auga á hann. Tunglsljósið vísaði honum til,
að nóttin var að falla á. Það leyndi sér ekki,
að hann var þarna ókunnugur og það leit út
fyrir, að hann væri að gæta sér að stað til að
hvílast í yfir nóttina, en það var auðséð að
hann var í óvissu og hann var ekki nærri laus
við að vera hræddur við eitthvað.
Hann var ungur maður, svo sem tuttugu og
tveggja eða tuttugu og þriggja ára, hár, en
fremur grannur, alrakaður; en nú hafði
hann þó sjáanlega ekki rakað sig í nokkra
daga. Hörundsliturinn var dökkur af sól-
bruna, og hann bar það á allan hátt með sér,
að hann liafði verið mikið úti. Þegar mað-
ur sá hann, fanst manni, að ekki gæti hjá
því farið, að hann fyrir skömmu hefði náð
sér eftir veikindi. Ekki sýndist hann mjög
þreytulegur, þó hann hefði sjálfsagt verið
nokkuð lengi á leiðinni, og bagginn, sem
hann bar, væri vafalaust æði þungur. Þrátt
fyrir það, að hann var í grófgerðum fötum
og yfirleitt heldur illa til hafður, þá leyndi
það sér þó ekki, að hér var maður, sem
hugsaði eitthvað hærra, heldur en rétt um
daginn og veginn, eða það eitt, að ná í pen-
inga. ílans heimur var ekki eingöngu bund-
inn við verksmiðjurnar, bankana og verzl-
unarviðskifti.
Vlegna þess að myrkrið var að falla á, var
ekki um annað að gera fyrir þennan ferða-
mann, en að setjast að yfir nóttina. Stað-
urinn, sem hann valdi sér, var skamt frá
læknum, svo sem þrjú hundruð fet frá veg-
inum. En jafnvel eftir að hann hafði tek-
ið af sér baggann, stóð hann góða stund og
horfði alt í kring um sig, eins og hann væri
í miklum efa um, að hann hefði valið rétt.
Fjöllin eru einstaklega vingjaraleg í aug-
um þeirra, sem þekkja þau og eru þeim
kunnugir. En fyrir þá, sem þekkja þau ekki,
eru þau næstum hræðileg, sérstaklega þegar
dimma tekur á kveldin. Þeim, sem elska
stjörnumar, sýnist næturhimininn vinsam-
legiur, en hjá öðrum vekur hann hræðslu og
kvíða. Dýrin og fuglarnir eru. góðir félagar
þeim, sem vanir eru eyðistöðvunum, en hvert
hljóð, þó ekki sé nema. fugl flúgi hjá, vekur
hræðslu og kvíða hjá þeim, sem ókunnugir
eru, þegar dimt er orðið á kveldin.
Eftir að hann var búinn að vefja um sig
ábreiðunni, sem hann hafði með sér, og lagst-
ur út af, gat hann ekki sofnað, en lilus'taði
nókvæmlega eftir liverju hljóði. Hann heyrði
lækjarniðinn og hann heyrði þytinn í vind-
inum, og hann heyrði ýms önnur hljóð, sem
voru honum ókunn og óskiljanleg og ollu
honum því mikillar áhyggju og kvíða.
Meira að segja varð lækjarniðurinn að
hálfgerðum óhljóðum í eyrum hans, og hon-
um fanst fjöllin svo óþægilega nærri sér,
eins og þau væru rétt að því komin að hrynja
yfir sig. Stjömurnar voru svo óttalega
fjarlægar, og eifthvað öðru vísi heldur en
nokkura tíma áður. Eldurinn, sem hann
hafði kveikt, var kulnaður út.
Eftir að hann sofnaði, hraut liann og lét
heldur illa í svefninum, rétt eins og honum
liði eitthvað illa, og refur, sem var forvit-
inn og kom mjög nærri manninum, varð laf-
hrædddur, þegar hann heyrði hroturnar, og
sitökk burtu og hljóp eins og hann mest mátti.
Hann hljóðaði upp úr svefninum og úlfur,
sem var að forvitnast um hvað væri þarna
um að vera, þaut í burtu eins og elding.
Maðurinn vaknaði og stökk á fætur og haf-
ur, sem stóð þama við lækinn, leit í áttina
til hans, en lót sig þeftta annars engu skifta.,
Ofan úr fjallinu heyrðust við og við einhvea
villidýra öskur, en svo varð aftur dauða-
kyrð. Manninum fanst sér vera að verða
kalt og hann bætti á eldinn og lagðist svo
niður aftur og sofnaði. En hann svaf illa
og draumarnir vora alt annað en þægilegir.
Sltrax þegar birta tók, hefði mátt sjá eitt-
livað dökkleitt færast niður fjallshlðina,
hægt og hægt, í áttina þar sem hinn ókunni
maður hafðist við. Hafurinn hljóp inn í
næsta skógarbuska, og úlfurinn hljóp niður
gilið. Það var eins og öll fjallshlíðin yrði
alt í einu kvik af einhverjum lifandi verum.
Hægt, og svo að segja hljóðlaust, færðist
Indíáninn Natachee nær og nær staðnum,
þar sem hvíti maðurinn lá. Hann stóð stund
arkora við dálítinn skógarbuska og veitti
því nákvæmar gætur, hvemig hinn ókunni
maður hafði um sig búið. Þegar hann fann,
að sér var ekki veita eftirtekt, gekk ihann
enn nær til að sjá hvað hann hefði með-
ferðis, en fór afar hljóðlega. Hann gekk
jafnvel svo nærri, að líta framan í hann.
Ókunni maðurinn bylti sér við, en Indíán-
inn færði sig aftur út í skógarbuskann, eins
fimlega og hljóðlega, eins og kötturinn, og
hvarf alt í einu.
Bráðum varð albjart og allir hlutir fengu
aftur sinn eðlilega svip. Kynjamyndir næt-
urinnar hurfu. Ferðamaðurinn vaknaði.
Hann var rétt að enda við að borða morg-
unmatinn sinn, er hann heyrði að ein-
hver var á reið eftir veginum. Hann spratt
á fætur. Það var Lizard, sem var að koma.
Honum datt í hug að taka til fótanna, en
]>að var of seinft. Hann stóð þarna fölur og
skjálfandi og horfði á manninn koma nær og
nær. Ilann stöðvaði hestinn og horfði á
hinn ókunna mann og á bæli hans.
VII. KAPITULI.
Vel gat verið, að það væri bara af göml-
um vana, að Lizard stanzaði til að sjá, hvað
hér væri um að vera, því hann lét það aldrei
undir liöfuð leggjast, að hnýsast eftir öllum
sköpuðum hlutum, sem honum komu ekkert
við. “Sæll vertu,’ kallaði hann, og án þess
að bíða eftir svari sn'eri hann út af vegin-
um og reið ofan að læknum, og rykið þyrl-
aðist upp alt í kring um hann.
Hann fór af baki og tók niður beizlistaum-
ana. Ógeðslegt bros lék um andlit hans, sem
var hvortveggja í senn, heimskrllegt og
lymskulegt.
“Eg sá reykinn og datt í hug að sjá hver
væri hér. Eg aötlaði að ríða til Oracle ein-
hvern tíma í dag, hvort sem var. Ekki að
eg eigi þangað nokkurt erindi, annað en að
sitja þar stundarkom fvaman við búðar-
dyrnar og spjalla við hina náungana. Það
eru oftast nokkuð margir þar á sunnudög-
um.”
Hann leit forvitnislega á farangur þessa
ókunnuga manns, og skeytti því engu, að
maðurinn hafði ekki sagt nokkurt orð við
hann, en það var eins og honum fyndist al-
veg sjálfsagt, að þarna væri hann meir en
velkominn.