Lögberg - 12.05.1932, Síða 3
LÖGBERG, FIjVliGDAGINN 12. MAÍ 1932.
BIs. 3.
SOLSKIN
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
Dísa gamla
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson. •
(Framh.)
Nú fóru bömin að troSast, hvert í kápp
viS annaS inn í mannþröngina. Drengirnir
hrundu frá sér öllu, sem fyrir varS, eftir
því sem þeir gátu; en Sigga fór ga>tilega og
hægt aS öllu. Samt var& þaS þannig, aS hún
komst fyrst inn; því allir hliSruSu til fvrir
henni.
“Lofi'S þiS litlu stúlkunni aS komast á-
fram!” sögSu allir; “hún er svo stilt og
kurteis; en hrindiS þiS strákavörgunum úr
vegi; þeir ætla alt um koll aS keyra,”
Svo kemst Sigga inn aS afgreiSsluborS-
inu og spyr eftir bréfi til mín.
Loksins kom jþaS. Sigga varS frá sér
íiumin af gleSi; hún komst út meS þaS og
f sýndi drengjunum:
“Á, þaS var eg, sem hafSi þaS!” sagSi
hún.
“HvaS er aS marka þaS!” sagSi Gvend-
ur; “þér sem var hjálpaS til þess. Þú
hefSir aldrei náS því, ef rétt hefSi veriS haft
viS. Þú sem varst langt úti í holti, þegar
viS vorum komnir aS dyrunum. ÞaS var
bara af því viS komust ekki inn.”
“ÞaS var bara af því eg var stilt og kurt-
eis,” svaraSi Sigga; “en ekki ruddaleg viS
þá, sem í dyrunum voru. ViS skulum ann-
ars hætta aS aS tala um þetta og flýta okkur
meS bréfiS til hennar Dísu. ViS skulum öll
fara meS þaS! ViS fáum öll í því kveSju frá
lionum Badda, og svo skulum viS vera ró-
leg.”
“Já, viS skulum öll fara meS þaS!” sögSu
allir drengirnir í einu, og svo fór allur hóp-
urinn af staS í bróSemi. •
HvaS eg varS glöS aS fá bréfiS. Eg opn-
aSi þaS undir eins og þaS var á þessa leiS:
“Reykjavík, 28. nóv. 18—
Elsku hjartans mamma mín!
Nú er eg búinn aS vera hátt á annan mán-
uð í skólanum og mór líkar ágætlega vel.
Þú baSst mig, þegar viS skildum, aS muna
eftir aS koma mér vel viS kennarana og
skólabræður mína. Eg held að eg hafi gert
'þaS hingaS til. Allir era ósköp góSir viS
mig og mér er alveg hætt aS leiSast — mér
leiddist býsna mikliS \ fyrsta kastiS. ÞaS
er dæmalaust fjörugt hér og. skemtilegt.
Drengjunum er reyndar sumúm hætt viS aS
gera ýmislegt til þess aS stríða kennurun-
um, en eg hefi aldrei tekiS þátt í því; mér
þykir þaS svo ljótt.
Eg mætti nýlega einum kandídat héma í
bænum — hann er útskrifaður af latínpskól-
anum og gengur nú í læknaskólann; hann
var hálf-drukkinn. Hann spurði mig, hvort
eg væri skólapiltur. Eg sagði: “Já.”
■. “Jæja, lagsi!” svaraði hann, “þú ert víst
nýkominn í skólann; eg sé þaS á þér aS þú
inunir vera ‘busi’. Eg skal gefa þér lieil-
ræSi, karl minn: BrúkaSu bara kjaftinn við
kennarana og hnefann við strákana, þá mun
þér vegna vel í skólaum. Þetta gerði eg og
hafði gott af.”
Mér þótti þetta svo ljótt, að eg vil aldrei
tala við þennan mann aftur; og þú mátt vera
viss um þaS, mamma mín, aS eg fylgi aldrei
þessum heiliTeSum, sem hann ætlaSi aS
kenna mér.
ÞaS á aS raSa lijá okkur eftir mánuS; þá
skal eg skrifa þér aftur, og láta þig vita
hvar eg verð í röSinni. Eg vonast eftir aS
fara heldur upp en niSur.
Bezta mamma, skilaSu beztu kveSju
minni til allra krakkanna og segSu þejm, að
eg ætli að skrifa þeim öllum í jólafríinu. ÞaS
væri gaman aS geta komiS lieim þá, en þaS
er svo langt.
Eg geng alt af upp á hæS, sem hér er fvr-
ir ofan bæinn, á hverjum morgni; þaS er
kölluS “SkólavörSuhæS ”; eg fer þangað til
þess að sjá fjöllin heima; til þess aS sjá
hlíSina, sem þú býrS undir, og þá dettur mér
alt af í hug þessi gamla vísa, sem þú kendir
mér:
“Helgu og forau trygðatröll,
traustu’ pg gömlu Islandsfjöll,
hlýiS minni lilíSarrós,
hún er minnar æfi ljós.”
Já, þú hefir sannarlega veriS minnar æfi
ljós, hingaS til, mamma mín, og eg vona aS
eg geti orSiS þinnar æfi ljós þegar þú ert
orðin gömul.
Nú verS eg aS hætta; klukkan er orSin
hálf átta; þegar liún er átta, fer eg í skól-
ann. Eg verS aS gæta þess, aS koma nógu
snemma til þess aS eg fái ekki ‘nótu’. Eg
fór á fætur klukkan sex til þess aS hafa nóg-
an tíma til aS skrifa þér.
Eg biS guS aS vera meS þér og láta þér alt
' af líSa vel. Eg skal aldrei gleyma neinu,
sem þú sagSir viS mig, þegar eg fór í skól-
ann.
Vertu blessuS og sæl, mamma mín.
Þinn Baddi.”
Þetta bréf var til mikillar ánægju, bæSi
fyrir mig og börnin. ViS heyrSum þaS á
því, aS Bjarni litli var enn þá sami góði
drengurinn, sem hann ’ hafði alt af veriS.
Næst þegar póstur fór suSur, skrifaði eg
honum langt bréf; það er aS segja, eg baS
póstinn aS skrifa fyrir mig, því ekki var
nema. einstöku manni kent aS skrifa, þegar
eg var ung — og mér hafði ekki veriS kent
það. Hamingjunni sé lof, aS þið eigiS betra,
sem eruS ung; nú er öllum lærnum kent aS
skrifa.
Veturinn leið; eg fékk bréf frá Bjaraa
mínum meS hverjum einasta pósti. Svo kom
vorið og svo kom sumárið með blessaða sól-
ina og sæluna, lífiS og fjöriS, og loksins
kom sá tími, þegar von var á Bjarna mínum
heim. Það var 1. júlí, sem hann hafði skrif-
að mér, að hann kæmi. Veðrið var yndis-
lega fagurt; blæjalogn og sjór spegilslétt-
ur. Þegar klukkan var fjögur, var von á
skipinu, sem hann ætlaði að koma með. ÞaS
var víst ekki komiS hádegi, þegar börain
héldu, að klukkan væri orðin fjögur. Þau
voru alt af úti og horfðu í sífellu út á sjó-
inn, en komu inn í eldhús til skiftis til þess
að líta á klukkuna. Þegar klukkan var um
það léyti að verða þrjú, fór eg fram í eld-
hús. Þegar eg kom inn, var þar svolítill
drenghnokki aS klifra upp á kistu. Hann
var átta ára gamall og var sonur hjónanna
í næsta bæ; hann hét Vilhjálmur.
“HvaS ertu að fara upp á kiestuna, Villi
minn?” spurði eg.
“Æ, vertu ekki vond viS mig. Eg ætla
bara aS færa klukkuna. Krakkarnir segja,
aS liann Baddi komi klukkan fjögur. Eg
.kom inn fyrir löngu, og þá v^r klukkan rétt
aS segja eins og hún er núna. Má eg ekki
færa hana?”
“ÞaS þýðir ekkert fyrir þig aS færa
klukkuna, Villi minn,” svaraði eg. “Ef þú
gerir þaS, þá yerður hún ekki rétt, en Báddi
kemur, þegar rétt klukka er fjögur.”
“ Já, en það er svo langt þangað til,” sagSi
Villi. “Það er ómögulegt að bíða svo lengi.”
Svo fór hann til hinna bamanna.
Loksins komu öll börnin inn til mín og
sögðu mér að skip væri á ferðinni. “ÞaS*er
ugglaust skipið hans Badda,” sögðu þau.
Grvendur á Tóftum hafði meS sér kíki (sjón-
auka) og stökk niður aS sjó.
Skipið færSist óðum nær, en ekki var enn
þá hægt að sjá þaS meS yissu, hvort Baddi
væri þar eða ekki. —
“Þarna er hann!” sagði Gvendur loksins;
og þau vildu öll fá aS horfa í sjónaukann, til
þess að geta séð hann.
Svo kom skipið að landi og varð þá heldur
en ekki fagnaðarfundur, þegar Baddi steig
á land.
“Komdu sæll! komdu sæll” hrópuðu böra-
in hvert í kapp við annaS. Þau ruddust fram
að sjónum og vildu öll vera fremst, til þess
að Baddi heilsaði þeim fyrst. Hann ætlaði
tæpast aö komast í gegn um hópinn með
töskuna sín á handleggnum til þess að heilsa
mer. Á leiðinni heim hoppuðu bömin og
léku í kring um hann og réðu sér ekki fyrir
gleði.
“Er ekki dæmalaust gaman og gott að vera
í Revkjavík?” spurðu þau hvert í kapp við
annað; er ekki fjarska fallegt í Reykjavík?
Eru allir þar í svona fínum fötum eins og
þú?” o. s.frv.
Baddi var í nýjum fötum ljómandi falleg-
um, sem honum höfðu verið gefin. Þó hann
hefði haft tuttugu munna, þá hefðu þeir ekki
dugað til þess að svara öllum spurningum
eða segja frá öllu, sem bömin vildu fá að
vita. Svo fóru þau að segja honum, hvað
gerst liefði heima um veturinn — og það
var býsna margt. Þau sögðu lionum margar
sögur af því, hvernig ýmislegt hefði farið,
)>egar þau voni að leika sér:
“Eg var t. d. svo góður að fela mig,” sagði
Jón, “að neginn gat fundið mig. ”
“ Já, en eg var svo fljótur að hlaupa í stór-
fiskaleiknum, að enginn náði mér,” sagði
Gvendur.
“Og óg, og ég,” sagði Árni; “þegar við
fóram í bændaglímu, þá var eg svo sterkur og
lipur að eg feldi alla liina strákana.”
‘ ‘ En eg var duglegust að lesa í vetur, þeg-
ar presturinn húsvitjaði,” sagði Sigga.
(Framh.)
Bætir Matarlystina og
Gefur Meiri Svefnfrið.
FÓIk, sem hefir slæma matarlyst og
getur illa sofitS á nóttunni ætti a5 reyna
Nuga-Tone f nokkra daga og finna mis-
muninn sem það gerir. pessi heilsu-
gjafi veitir betri matarlyst, hjálpar
meltingunni, styrkir taugarnar og
vöðvana, læknar hægðaleysi og veitir
endurnærandi svefn.
Nuga-Tone eyðir óhollum efnum úr
líkamanum, læknar nýrnaveiki og
blöðrusjúkdóma og styrkir krafta
þeirra sem veiklaðir eru. Nuga-Tone
er ágætt meðal fyrir þá, sem lasnir eru
og veikburða, og ef þér líður ekki vel,
ættir þú ekki að láta bregðast að reyna
Nuga-Tone. pú getur keypt Nuga-
Tone alstaðar þar sem meðul eru seld.
Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá
láttu hann útvega það frá heildsölu-
húsinu.
Bertha S. Phillpotts
Bertha S. Phillpotts var, eins
tíg mörgum mentamönnum ís-
lenzkum er kunnugt, mikill vin-
ur íslands og íslenzkra bókmenta.
Hafa íslendingar mist góðan vin
og nýtan, þar sem hún var, því
þessi ágætlega mentaða enska
kona andaðist skömmu eftir nýár
s. 1. 54 ára að aldri. Var hún fyr-
ir eigi löngu síðan gift manni að
nafni Newall, háskólakennara í
stjörnueðlisfræði.
Bertha S. Phillpotts mun hafa
fengið áhuba fyrir íslandi og ís-
lenzkum bókmentum fyrir áhrif
Elder Edda and Scandinavianj1
Drama” og “Edda and Saga.” |
Þykir sérstök ástæða til - að
vekja athygli á þeirri bókinni, sem
síðast var nefnd, því hún er fyr-1
ir stuttum tíma útkomin. Hún var
gefin út árið sem leið í hinu al-
kunna og vinsæla “Home Univer-
sity Library of Modern Know-
ledlge.”
Þessi bók Berthu S. Phillpotts,
“Edda and Saga”, er eins og nafn-
ið bendir til, samin til að kynna'
mönnum og skýra Eddurnar báð-
ar og sagnagerð íslendinga að
fornu. Ber bókin höfundinum
vitni um mikla elju og þekkingu,
en auk þess er bókin svo vel rit-
uð, að efni hennar er ljóst og að-
gengilegt hverjum meðalgreindum
enskulesanda.
Með fölskvalausri vináttu sinni
í Igarð íslendinga og fyrir þær
miklu mætur, sem Bertha S. Phill-
potts hafði á bókmentum vorum.
landi voru og sögu þess, og sein-
ast en ekki sízt fyrir það, hvernig
hún sýndi oss þetta í verki í bók-
um sinum, ber oss að halda minn-
ingu þessarar ágætu konu 1 heiðri
—Vísir.
SMÆLKI.
Móðirin (að koma heim klukkan
Rafkæliskápur
sparar peninga
með því að fyrirbyggja úrgang.
Hann verndar jafnframt hellsu
fjölskyldu yðar gagnvart skemdri
fæðu.
KomiO í ai/ningarstofur hjá
Hydro og skoOið þessa kœliskápa,
eOa símiO 848 134, og mun ugi-
boOsmaOur vor þd heimsæk'ja
yOur.
VÆGIR
BORQTTNARSKILMAT.AR
frá Eiríki Magnússyni og brezka
skáldinu og Islandsvininum Willi-
am Morris. LaSgði hún eftir það
stund á að kynna sér sem bezt nor-
nær fræði og þrisvar sinnum kom
hún til íslands og einnig mun hún
hafa ferðast um Danmörku, Noreg
og Svíþjóð.
Bertha S. Phillpotts var fyrir-
lesari við háskólann í Cambridge.
Og hún var víðkunnur rithöfund-
ur. Liggja eftir hana þessar bæk-
ur: “Kindred and Clan”, “The
2.30 um nóttinah: “Þú þurftir ekki
að vaka eftir mér. Eg hafði lykil-
inn með mér.”
Dóttirin: “Eg vissi það, en ein-
hver þurfti að Jjúka upp fyrir
ömmu.”
Kaupandi: “Þú hefir ekki lengi
verið búðarþjónn.”
Búðarþjónninn: “Hvernig veizt
þú það?”
Kaupandi: “Þú roðnar enn þá,
er þú nefnir verðið.”
Myndln að ofan sýnir hinn nýja
GENERAL ELECTRIC
KÆLISKAP
GftuöTWiratoíg
HudroIlectrfcSijstein,
“Er faðir þinn Meþodisti?”
“Nei, mamma segir að hann sé
S j ö-D aga-Fj arverandi.”
• PR0FE8SI0NÁL CARDS •
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy sta. Phone: 21 834 Offlce tlmar: 2—1 HeimiU 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arta Bldg. Phon« 21 834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 H. A. BERGMAN, K.C. tsUnnleur lögfrædingvr Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Are. P.O. Box 1656 PHONBS: 26 849 og 26 840
DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. , Phone: 21 834 Offlce tlmar: 2—3 Helmili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 686 Wlnnlpeg, Manltoba Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TBUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 646 WINNIPEG W. J. LlNDAL o| BJÖRN STEFaNSSON islenzkir lögfrœOingar á öðru gölfi 325 MAIN STREET Talsími: 24 963 Hafa einnfg skrlfstofur að Lundar og GlmU og eru þar að hitta fyrsta mið- vikudag I hverjum mánuðL
DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offlce tlmar: 3—6 HeimiU: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. fslenzkur iBgfrœOingvr Skrtfst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ejúkdöma.—Er að hitta kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimill: 373 RIVER AVE. Talalmi: 42 691 DR. A. V, JOHNSON íslenzkur Tannlæknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Simi: 23 742 Heimills: 33 328 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaOur 606 Electric Railway Chambers Winnipeg, Canada Slml 23 082 Helma: 71 718
i
Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21213—21144 HeimiH: 403 676 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE 8T. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður sá besti Ennfremur selur hann allskonar nalnnlsvarða og legstelna. Skrifstofu talrrlml: 86 607 HeimiUs talslmi: 58 302 1 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. IjögfrœOingur Skrlfstofa: 702 CONFEDERATON LIFB BUILDING Maln SL gegnt City Hall Phone 24 687
DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Offlce Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slml: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlft íölks. Selur eldsábyrgð og bif- relða ábyrgðlr. Skrlflegum fyr- lrspurnum svarað samstundls. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 t E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur tögfræOingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991
Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Tll viðtala kL 11 f. h. U1 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 532 8HERBURN ST. SÍMI: 30 877 G. W. MAGNUSSON \ • Nuddlæknir 41 FURBY ST. Phone: 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma J. J. SWANSON & CO. LIMITl'D 601 PARIS BLDG, WINNIPBO Fasteignasalar. Letgja hús. Ot- vega penlngalán og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone: 26 349