Lögberg - 12.05.1932, Síða 4

Lögberg - 12.05.1932, Síða 4
Bla. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAl 1932. / Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITO»LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um drið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 86 327—86 328 Af ásettu ráði Þingnefndin, sem verið hefir að rann- saha orsakirnar til þess, að sparibanki Mani- tobafylkis varð að hætta störfum í vetur, lagði skýrslu sína fyrir fylkisþingið í vik- unni sem leið. Er hún all-löng og gefur ýmsar mildlsverðar upplýsingar í þessu máli, en ein aðal niðurstaðan, sem nefndin kemst að, er sú, að það sem aðallega, eða að minsta kosti að miklu leyti, hafi ráðið niðurlögum þessarar stofnunar, hafi verið árás, sem af ásettu ráði og meo samtökum, hafi verið hafin gegn henni. Þetta er samt ekki svo að skilja, að árásin á sparibankann hafi verið gerð vegna þess, að þeim sem hana gerðu, hafi verið nokkurt sérstakt áhugamál, að koma honum fyrir kattarnef, sjálfs hans vegna, heldur er þetta gert í pólitiskum tilgangi og í þeirri von, að ef sparibankinn félli, þá félli núverandi fylkisstjórn jafnframt og þar með mundi íhaldsflokkurinn komast til valda í Mani- toba. Þetta sýnist vera nokkurn veginn ljóst, eða það er að minsta kosti mjög torvelt, að skilja eða skýra þetta á nokkum annan veg. “Tilgangurinn helgar meðaílið’ ’, sögiðu Jesúítamir. Ihaldsmönnunum, sem þátt tóku í þessu, hefir líklega fundist það sama. Þeim hefir líklega skilist, að það væri að minsta kosti vel afsakanlegt, að leggja þessa fylkisstofnun í sölumar, ef það gæti orðið þessum stjómmálaflokki til stundar hagnað- ar. Þingnefnd sú, sem þetta mál hafði til með- ferðar, var skipuð átta mönnum. t henni vom: Stuart S. Garson, formaður; W. J. Major, dómsmálaráðherra; I. B. Griffiths; Dr. John Munn; S. J. Farmer; W. Sanford Evans; James McLenaghen og Tvan Schultz. Hinir fjórir fyrst töldu teljast til stjómar- flokksins; Mr. Farmer er verkamannaflokks maður; Mr. Evans er óháður íhaldsmaður; Mr. McLenaghen íhaldsmaður og Mr. Schultz er einn af þingmönnum frjálslynda flokks- ins. Allir skrifuðu þeir undir nefndar- skýrslna, nema Evans og McLenaghan. Mr. Evans kom fram með sérstakt nefndarálit, sem er mjög efnislítið, að öðru en því, að hann afsakar afskifti sambandsstjómarinn- ar af málinu, en þó á þeim grundvelli einum, að hennni hafi ekki borið skylda til, að sinna þessu máli, þar sem það væri eingöngu fylk- ismál. Um það atriði sýnist heldur þýðingarlítið að þræta. Enginn neitar því, að hér sé um fylkismál að ræða, en hitt getur hver og einn sagt sér nokkum veginn sjálfur, hvort sann- gjarnt er að búast við því, að stjórn lands- ins hlynni að hagsmunum fylkjanna eftir föngum, þegar hún hefir tækifæri til þess, og þegar til hennar er leitað í þeim efnum. Þegar búið var að veikja svo traust á sparibankanum, að fólk tók þaðan peninga sína miklu örar, en eðlilegt var, fór fylkis- stjórnin fram á það við sambandsstjómina, að hún ábyrgðist það fé, sem fólk ætti þar inni. Mundi það að sjálfsögðu hafa orðið til þess, að enginn hefði lengur óttast um pen- inga sína á sparibankanum og fólk hefði hætt að taka þá .þaðan. Þessu neitaði Mr. • Bennett hreint og beint, en ábyrgðist bönk- unum hins vegar, að þeir skyldu ekki verða fvrir neinu tapi, þó þeir tækju við sparibank- anum eins og hann var. Um þetta segir þingnefndin meðal annars: “Nefndin er á þeirri skoðun, að ef sam- bandsstjórain ■ hefði veitít þá nauðsynlegu ábyrgð, sem farið var fram á, þá hefði sparibanka fylkisins verið borgdð. Þó þessi beiðni hefði verið veitt, þá hefði 'sambands- stjómin ekki þar með tekist neitt þvngri ábyrgð á herðar, heldur en hún að endingu gerði, þegar hún gekk í ábyrgð fyrir bank- ana. ” Neitun sambandsstjóraarinnar um þessa ábyrgð, sem fylkisstjórnin fór fram á, “get- ur ekki verið réttlætt, þegar tillit er tekið til þeirrar ábyrgðar, sem hún veitti. bönkun- um og til þeirrar hjálpar, sem hún hefir veitt öðrum fylkjum,” segir þingnefndin enn fremur. Þingnefndin segir einnig í nefndarskýrslu sinni: “Nefndin hefir sannfærst um, að sú fregn, að Braeken forsætisráðherra hafi Eg treysti Islandi * Eftir Max Keil. Á þremur vegamótum æfi minn- ar hefi eg einkum borið tiltrú til íslands, og eg get sagt ykkur strax, að það hefir aldrei brugðist mér. Fyrsta tækifæri til þess hlotn- aðist mér, þegar eg var ungur stúdent, nýkominn til háskólans í Berlín. Þar ávaraði mig einu sinfti ljóshærður félagi, sem eg þekti að- eins í sjón, og spurði, hvers ve!gna eg sækti ekki fyrirlestra hjá pró- fessor N. “Hvað kennir hann” “Hann kennir gotnesku; þú verð- ur fyrst að læra gotnesku, ef þú ætlar að lesa þýzk fræði.” Mér virtist hann hafa rétt að mæla. Hvers vegna ekki trúa því, að það væri bráðnauðsynlegt að lesa gotn- ensku ! Eg fór að sækja fyrirlestra þessa prófessors. Áður en hann byrjaði að tala gotnesku, bauð hann okkur hjartanlega velkomna. Hann sagði, að «ér þætti mjög gott, að við ætluðum nú að hætta að stunda hin fornu grísku og rómversku fræði. Gamla ger- manska menningin væri að minsta kosti eins mikils virði. “En sér- lega gott tækifæri til að kynnast henni, er að lesa forníslenzku.” Svo bað hann alla að taka þátt í íslenzkum æfingum, er haldnar voru undir eftirliti hans. í þess- um æfingatímum lásum við nokkra kafla úr Njálu, ásamt fleiru. Síð- an hefi eg aldrei hætt að treysta þeim uppeldisáhrifum og hinum siðferðilega krafti, sem eru falin í íslenzkri menningu að fornu og nýju. Nokkrum árum seinna var eg svo heppinn að fá að koma til ís- lands í stúdentaskiftum. Eg get játað án þess að roðna: eg vissi harla lítið um ísland. Það er svo villandi, að trúa ferðasögum, sem aðrir hafa ritað. Einn góðan veð- urdag lögðum við af stað frá Hamborg. Nafn skipsins vissi eg. Þegar eg kom um borð, sá eg þar nokkra menn, sem var áreiðanlega trúandi til að koma manni heilu og höldnu til íslands. Það næ'gði mér alveg. Hvað gerði það til, þótt eg vissi ekki um heiti fólks þess, sem eg ætlaði að fara til og dvelja hjá sem gestur í heilt ár? Eg þurfti ekki að vita það, fanst mér. Og það get eg sagt ykkur, að alt reyndist prýðilega, skipið og skipverjar, heimilið og heimilis- fólkð, borgin og borgarbúar. Hvað hefði það þýtt, að vera að brjóta heilann um það fyrirfram? Þannig kyntist eg Fróni og Frón- búum að nokkru leyti. En margt var eftir, nefnilega að sjá alt landið, að ferðast milli fjalls og fjöru. Eg lagði af stað upp í sveitirnar. Lítið vissi eg um vegi og brýr. En sæmilega bjó eg mig undir ferðalagið. Eg gleymdi að- eins olíubuxunum, því að sólin skein, þegar eg fór úr bænum. Enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa. Hvernig sem því var farið, þá hafði eg það á til- finningunni, að alt myndi ganga vel. Og alt gekk vonum betur. Nú er eg sannfærður um, að það er óhætt að bera traust til lands og þjóðar — ef maður að eins lít- ur með velvild og skilningi á það, sem fyrir augu ber. Eg gekk fram og aftur við Tjarnarbrúna, þegar eg var að hugsa um þessar línur. Áður hafði eg setið kvöldboð á góðu heimili. Þar voru bæði bæjarbú- ar og sveitamenn. Þótti mér sem óhætt væri að treysta fólki þessu, ef það ynni að framtíð landsins í sameiningu. Þegar eg rölti þar um, var dimt og skýjað. En ein stjarna blikaði á norðurhimni.- 1 meir en þriBjung aldar hafa Dodd'a Kidney Pills veriB viBurkendar rétta meBaliB viB bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. F&st hjA. öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eBa sex öskjur fyrir $2.60, eBa belnt frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Hún kastaði ljósi sínu að norðan til mín, sem ættaður er frá suður- löndum. Eg trúi á það ljós, sem skín að norðan í suðurátt. —Stúdentablað. Ef þú þjáðist af nýrnaveiki Lestu Það, Sem Mrs. M. Gauthier Segir Um Dodd’s Kidney Pills. Kona í Manitoba Segir í Fáum Orðum Hversvegna Dodd’s Kidney Pills Ættu að Vera á Hverju Heimili. Ross P.O., Man. 12. maf (Einkaskeyti) “Eg reyndi Dodd’s Kidney Pills viS- bakverk, sem eg hafði býsna oft,” seg- ir Mrs. M. Gauthier, sem hér á heima. “pær reyndust mér ágætlega og græddu fljótt nýrun.” Ef þö hefir einhvern snert af bak- verk, þá máttu reiBa þig á aB hann stafar frá nýrunum. Dodd’s Kidney Pill hafa bein áhrif á nýrun og gera þau sterk og heilbrigB. Ef nýrun eru heilbrigð þá er blöðið f lagi og heilsan yfirleitt. Með því að styrkja lfkamann og nýr- un sérstaklega, þá verður heilsan gðð og þolir áföll, sem annars gætu orðið hættuleg, ef vanrækt eru. Kauptu öskjur af Dodd’s Kidney Pills hjá lyf- salanum nfl strax og bættu þannig heilsu þína eins og þúsundir annara hafa gert. pú getur hæglega fengið þær. P-7 farið austur, með öðram, einum eSa fleirum, í J>eim tilgangi aS ‘selja sparibankann, eSa hann hafi, eSa nokkur fyrir hans hönd, nokkum tíma boSiS hann til sölu, er alger- lega gripin úr lausu lofti.” Eins og fyr segir, er þingnefndin ekki í neinum efa um þaS, aS þaS voru samantekin ráS fleiri eSa færri Thaldsmanna hér í fylk- inu, aS útbreiða þann orðróm, að sparibank- inn væri ótryggur, og í því að ráða fólki til að taka þaðan peninga sína, sem allra fyrát. Telur nefndin sex menn, sem hún hafi feng- ið sannanir fyrir, aS tekið hafi þátt í þessu. Þessir menn eru: John T. Haig, K.C., íylk- isþingmaður; F. Y. Newton, fyTkisþingmað- ur; Eric Willis, sambandsþingmaður; Val- more Schweitzer, útbreiðslustjóri íhalds- flokksins í Manitoba; Dr. L. B. Wilmont og Dr. C. Rice. Vitanlega eru þeir miklu fleiri, sem þátt tóku í þessu, þó ekki hafi verið sannað hverjir þeir eru. Var þessi orðróm- ur breiddur út með ýmsu móti, en sérstak- lega meS því að síma mönnum, sem peninga áttu í sparisjóSnum, eða sem haldið var aÖ peninga ættu þar, og segja þeim þessa sögu, að sparibankinn væri að fara á höfuðið, eða væri að mins'ta kosti mjög ótryggur, og þeim væri því ráðlegast að taka þaðan peninga sína, eins fljótt og þeir mögulega gætu. Oft- ast vissu þeir, sem símaS var, ekkert hver eða hverjir þaS gerðu. ÞaS er vanalega heldur auðvelt, að vekja gmn hjá fólki og tortryggni, ekki síst þegar um peningamál er að ræða, enda hepnaðist það hér svo vel, að fjöldi þeirra, sem þaraa áttu peninga inni, keptust um það hver við anna, að ná þeim út og koma þeim fyrir ann- arsstaðar. Sjálfsagt má sanngjarnlega gera ráð fyrir, að sumir þeirra, er þátt tóku í að út- breiða þenna orðasveim, hafi ekki fyllilega vitað hvað þeir voru að gera, eða ekki skilið það. En slík afsökun dugar naumast fyrir þá menn, sem að framan era nefndir, að minsta kosti ekki þingmennina. Þeim var vorkunnarlaust að vita hvað satt var í þessu máli og skilja hvað þetta þýddi. Þeim væri ekki gert rótt til, ef sagt væri að þeir hefðu ekki vitað hvað þeir gerðu. ÞaS væri að gera of lítið úr þeim. Edward Brown, fyrverandi fjármálaráð- herra Manitobafylkis, hafði komið fram með nokkrar athugasemdir, eða aðfinningar við það, hvernig stjóm þessarar stofnunar væri hagað. Vildi hann að 80 per cent af því fé, sem fólk ætti inni hjá stofnuninni, hefSi ver- ið varið þannig, að fyrir það hefði veriÖ kej-pt Canada skuldabréf. Sýnir þingnefnd- in fram á, að ekki hafi þetta veri.S gert, þeg- ar Mr. Brown hafði sjálfur yfir þessum sparibanka að segja, og ekki sé svo fyrir mælt í lögum stofnunarinnar, sem samin voru og samþykt að hans' ráði. Segir nefndin, að stofnuninni hafi verið nákvæmlega stjórn- að samkvæmt gildandi lögum. Má óhætt fullyrða, að svo hafi verið. Vitanlega gild- ir hið sama um sparibanka Manitobafylkis, eins og um allar aðrar stofnanir, að jafnan má segja, og oftast með nokkram rökum, að hægt hefði verið að stjóma þeim betur, en gert hefir verið. ÞaS er ekki nema rétt og sanngjamt, að taka það fram, aS oss dettur ekki í hug að allur íhaldsflokkurinn í Manitoba eigi hér hlut aS máli. Oss dettur ekki í hug að efast um, að þar sé margt af svo heiðarlegu fólki, að því gæti ekki dottið í hug að vinna slíkt verk sem hér hefir unnið verið. Að því er séð veiÖur, hefir leiðtogi flokksins, Mr. Taylor, heldur ekki tekið þátt í þessari her- ferð gegn sparibankanum, þó hann hafi hins vegar reynt, að halda uppi nokkurri vöm fyrir félaga sína og flokksmenn. Hér hefir ekki verið skýrt svona ýtarlega frá þessu máli vegna þess, að oss skiljist, að íhaldið 'hafi ekki oft unnið þessu fylki og þessu landi, miklu meira tjón, heldur en hér er orSiS. En þetta mál sýnir betur en flest annað, hve.óskaplega langt pólitískt ofstæki getur leitt menn af réttri leið, þegar jafnvel opinberum stofnunum er ekki hlíft, ef álitið er, að það gæti ohðið einhver ávinningur fyrir vissan stjómmálaflokk. BlaSið Winnipeg Free Press fer fáeinum orðum um þetta mál, auk þess að skýra ná- kvæmlega frá öllum gangi þess. Þar segir meðal annars: “Sá viðburður, sem hér hefir orðið, að ógleymdu því, sem gerst hefir annars staS- ar, bendir til aS engum opinberam stofnun- um sé óhætt, ef stjómmálaflokkur sér sér hag í því, aS ráðast á þær. Þetta eru nýir og mjög alvarlegir örðugleikar, þegar um aukning þjóðeigna fyrirtækja er að ræða. ÞaS lítur svo út, að almenningur verði að stíga alvarlegt spor í þá átt, aS kenna stjómmálasnápum, að það era takmörk fyr- ir því, hvað þeim líðst í þessum efnum. TækifæriS til að veita slíka uppfræðslu í Manitoba, er nú fyrir hendi, sem betur fer, og vér hyggjum, að það tækifæri verði ekki látið ónotað af kjósendum fylkisins.” Minningar “Vestr fór ek of ver”, Þó að víða mér, væri ógreið braut við íslands skaut, því að úlfur og örn og Ynglings börn, vildu tröð tálma og taka Pálma. Fagurt var á frosnum heiðum, fjöllin lyftu herðum breiðum upp til dags, frá dala leiðum, dýrð að lofa skaparans, — alt var r-íkt af auðlegð hans: Fjöldi kristalls stjarna í snjónum, stöðuvötnirl fyrir sjónum, ljómuðu við geisla glans. Fjörur krin!g um kalda barma, kvikar öldur vöfðu arma, litlu utar kystu hvkrma, kletta skers, í felu-leik undir þeirra úða-reyk. Yztu hafs-brún ísinn vafði, allar skipa ferðir tafði;--- köld var himins brúnin bleik. Eg var sekur. — óalandi, óferjandi’ á mínu landi, yfir höfði ógn, en fjandi undir fótum skreið, um þá gömlu Grettis leið. — Æskan þekkir engar þrautir-------- oft þó séu luktar brautir, gatan virðist björt og breið. Skildi’ eg þar við elda og ísa, — orð þó tæpast megni’ að lýsa------ öldur sem í anda rísa æfintýra manns, insta dulið eðli hans. örlögin, sem ýmsu ráða, atvikanna sögu skráða, leika þar við lífsins dans. Oft það, sem mér örðugt þótti, ýmsra daga stríð og flótti, jafnvel stundum efi’ og ótti urðu mér að hag, — myrkur boðar bjartan dag. Mér hefir reynslan máttug skapað mikinn gróða-------fátt er tapað, — jafnvægi er lífsins lag. Vel, sem Egill, vini eg þekki, vel þeim skipa’ á fremstu bekki; það eru’ ei undur oft þó drekki Arinbjarnar skál,------- trútt er vinar tungu-mál. Þó að uglur 'guði’ á glugga og glampa sýnir fylli skugga, geymi’ eg vina glóð í sál. Lengi verður mér í minni, margt þó annað gleymast kynni, þegar eg í síðsta sinni sá við hafsins brún, — Grettis fornu griða tún. Sagan gamla’ á bláum bárum brosti þar í gullnum tárum, napra gegnum norna rún. Heima þótti hlíðin fögur, hjartans ljóð og æsku bögur, æfintýra unaðs sögur anda um blómin þar,--------- mörg þar minning var. Huldur bjuggu’ í hverjum steini — — huldu-fólk í dragi og leyni, — töfrasvip hver tindur bar. Æfintýra íslendingur, enn á fornri tungu syngur, ýmsum löndum útlendingur, elskar feðra þjóð,------ kveður Kórmáks ljóð. Þó hér fáir fagni’ hans kvæðum, finnur hann í sínum æðum íslenzkt eðli’ og blóð.-----— Tónar, sem að til vor líða, töfrar sólskins daga og hríða, litaskifti láns og kvíða lífsins kenna mál------- opna rós í eigin sál. Ekkert verður aftur tekið, — engan hefir reynslan svikið — — drekk því fornum dögum skál! Alt er jafnt, þá upp er staðið, ekki er verra dýpra vaðið, — mörgum er til feóta baðið, bakkanum hinum ef þeir ná, ef — þeir reynslu-sannleik sjá. Lífið sjálft á bleikum blöðum, berst með tímans öldum hröðum, — haust og vetur verkin á.------- Fagurt er á frosnum heiðum, fjöllin lyfta herðum breiðum upp til dags frá dala leiðum, dreymandi um vor og sól,--------- útlaginn þar átti skjól. Lengi er heitt í gömlum glóðum, gneistar búa’ í þeirra ljóðum, sem að trúa’ á Tindastól.. Pálmi. /

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.