Lögberg - 12.05.1932, Side 7

Lögberg - 12.05.1932, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1932. Bto. 7 Brúðkaupsveizlan Saga eftir J. J. Myres. (Niðurl.) Nokkrum vikum seinna kom Jón og var að bjóða okkur hjónum í brúðkaupsveizlu. Hann sagði það yrði nú reyndar fámenn veizla, því dóttir þeirra hjóna og sonur okkar hefðu komið sér saman um að það yrðu ekki nema bara skyld- fólkið viðstatt. Þau ætluðu að giftast hjá prestinum. 'Svo ætl- aði Mrs. Johnson að hafa til veizlu-máltíðina heima strax á eft- ir, bara fyrir brúðhjónin o!g þá nánustu. Brúðkaupsdagurinn rann upp heitur og sólskipsríkur, fuglarnir sungu og rósirnar voru rétt að springa út. Unga fólkið fór flest með brúðhjónunum til prestsins. Konan mín og eg þurftum bara að komast í tíma til Johnsons hjón- anna, til að sitja veizluna, og kom okkur saman um að við skyldum fara snemma, ef Mrs. Johnson kynni að þurfa einhverja hjálp Það mátti þó ekki minna vera, en við reyndum að létta eitthvað undir með henni, því það var ó- sköp hægt að ímynda sér, hvað hún var að hafa fyrir þessu. Þegar við vorum tilbúin, keyrði ein dóttir okkar, sem hafði orðið eftir heima, bílinn. En þegar kom að Johnsons húsinu, mundu mæðgurnar eftir einhverju, sem þær áttu eftir að kaupa, og kom þeim saman um að halda áfram til búðarinnar í þeim erindum. Eg bað þær þá að skilja mig eftir, því eg vildi heldur tala við Mrs. John- son en að fara í þessa kaupferð. Mrs. Johnson tók mér tveim höndum, og Mr. Johnson var rétt að enda við að klæða sig. Hún saigði að við hefðum nægan tíma til að drekka kaffi áður en hitt fólkið kæmi, það gæti auðveldlega orðið einhver bið, og það væri ekkert á við það að fá kaffisopa sér til hressingar. Tók hún nú i handlegginn á mér og leiddi mig inn í borðstofuna og vildi vita. hvernig mér litist á, og lét eg i Ijós hina mestu ánægju með alt og hrósaði henni eins og mátti fyrir mikla rausn og frábæra frammistöðu. Eg hafði aldrei séð betur tilreitt veizluborð eða fínni rétti fram borna, og var þó víst margt ókomið á borðið. . Eg bara kendi í brjósti um hana fyrir þessa miklu fyrirhöfn, sem var náttúrlega langt fram yfir það, sem þurft hefði. ( Nú setti Guðrún mig niður við annan endann á borðinu, en Jón við hinn endann, og sagði að við skyldum nú bara hugsa um að skemta okkur vel þangað til brúð- hjónin og hitt fólkið kæmi. Hún sagði, með sínum mikla rausnar- skap, að við skyldum drekka kaff- ið okkar bara þar sem við sætum við veizluborðið, við þyrftum ekk- ert að óla'ga á borðinu við það. — Hvorugur okkar var með þessari uppástungu. Við vorum hræddir við þetta fína borð. Hvað ef við skyldum hella óvart niður kaffi á snjóhvítan dúkinn? Þarna var silfrið alt útlagt. All- ir köldu réttirnir hver á sínum stað. Staupunum var raðað eftir listarinnar reglum, stóru diskun- unum staflað á annan enda borðs- ius, en litlu diskarnir voru í röð- um á borðinu; og svo síðast, en ekki sízt, voru blómin; rósirnar voru alstaðar, bæði um herbergið og á borðinu, raðað eftir vissum reglum, svo að alt liti sem bezt og skrautlegast út. En við Jón vild- um heldur drekka kaffi í eldhús- inu eða stofunni, en það var ekki við það komandi. Guðrún sagði, að við þyrftum ekkert að aflaga á borðinu, en kvenfólkið drekki svo kaffi seinna, kannske í eld- húsinu. Það var ekki um neitt að gera nema hlýða Guðrúnu, enda var hún komin með kaffið, og fórum við Jón nú að drekka það í mesta næði, því Guðrún fór að sinna öðrum störfum. “Margt fer nú á annan veg, en mann grunar stundum Jón niny” sagði eg. “Við áttum þá þetta eftir, að láta unga fólkið tengja okkur svona með þessari giftingu. Þetta legst bara vel í mig og eg er að vona að ekkert komi nú framar fyrir, sem raskað getur ró okkar eða valdið nokkurri andúð. Eða hvað heldur þú?’’ “Jæja,” segir Jón, “eg held eg sé nú loks búinn að læra að lifa. Eg er nú búinn að læra að taka öllu rólega, hvað sem fyrir kemur. Nú raskar ekki framar neitt ró minni. Svo, hví skyldi eg ekki spá öllu því bezta? Við erum nú báð- ir svo gamlir, að við ættum ekki að gera glappaskotin hér eftir. Lífið er mesti og bezti skólinn Við lærum öll á endanum, þó seint gangi. Eg er búinn að læra að lofa Guðrúnu minni að ráða og segja aldrei neitt, ef hún er í nokkurri geðshræringu, og nú rík- ir ró og friður á þessu heimili, lof sé guði, í stað óánægju og sundur- lyndis, sem oft vill verða, þegar menn tala þegar konan vill hafa orðið. Við karlmennirnir þurf- um að læra að þegja og þá er okkur vel borgið.og öllu er þá ó- hætt. Eg veit líka að þú munir vera búinn að finna út af eigin reynslu, að þegar konan staðhæf- ir, þá er bezt að samþykkja strax og skilmálalaust, eða þá að sitja rólegur og segja ekkert. Það er alt, og það er líka einfalt. Auð- vitað getur maður hugsað margt, þegar konan sér ekki til. Eg skal skýra betur fyrir þér, hvað eg meina,” sagði Jón með stillingu. En hann sagði svo ekki meira, því Guðrún kom þá til baka og hvor- ugur okkar hélt víst að það væri nauðsynlegt, að tala um þetta í hennar viðurvist.” “Þessi veizla minnir mig á veizl- una stóru 1930. Mikil ósköp lang- aði mig til að fara til íslands á þjóðhátíðina. En eg veit að þig hefir ekki langað þangað,” sagðí Guðrún við mig. “Jú, mig einmitt langaði nú meira til þess en mig hefir lang- að til nokkurs á æfinni,” sagði eg. “Undarlegt er það,” sagði Guð- rún. “Þú varst þó enginn ís- landsvinur hér á árunum, eg man svo langt.” “Jú, mér hefir æfinlega þótt mjög vænt um ísland,” sagði eg. “Því hallmæltir þú því þá, eins og þú gerðir?” mælti Guðrún “Bágt á eg með að fyrirgefa þér þvættinginn um þorskhausa átið sem þú gerðir þig sekan í hér um árið. Já, það eru nú yfir 30 ár síðan. En viltu annars ekki meira kaffi?” “Jú, þakk,” sagði eg og rétti henni bollann, “kaffið er mjög gott. En hvað þorskhausana snertir, þá voru þeir borðaðir á íslandi með góðri lyst, og þótti tátíðar-réttur, þegar ekki var ann- að til. Og sem eg er lifandi sál, þá er það nú satt,” bætti eg við. “Þú ert þá ekki hættur að ljúga enn,” sagði Guðrún og skelti kaffi- bollanum svo hart á borðið, að sjóðandi kaffið heltist alt rétt of- an í keltu mína. Eg æpti af sárs- auka og stóð upp, eins og bezt eg gat, og um leið ýtti eg borðinu ó- viljandi á Jón og sporðreisti það um leið. Það vildi svo óheppi- lega til, að Jón misti jafnvægið og féll aftur á bak í stólnum ofan á gólf, en tók óviljandi í borðdúk- inn um leið og dró alt af borðinu ofan á sig. Og þar lá hann af- velta og ósjálfbjarga undir öllu saman. Svo óheppilega vildi til, að stór skál með þeyttum rjóma féll rétt framan í andlit honum og blindaðist hann og hálf kafn- aði 1 rjóma. Eg gleymdi mínum eigin sársauka í bili, þegar eg sá ástand Jóns, því hann var bók- staflega kaffærður í mat og gler- og lierbrotum. Eg kendi svo í brjósti um hann, að eg tók undir hendurnar á hon- um, og fór að reyna að reisa hann við. En hann var máttlaus og það þurfti átak til; samt gat eg lyft honum dálítið. í því varð mér lit- ið á Guðrúnu og sá eg, að hún var hamslaus af reiði, og grípur stór- an silfurdisk úr hrúgunni á gólf- i.nu og ætlar að kasta honum í höfuð mér. En eg gat vikið mér dálítið undan, en misti Jón um1 leið ofan í glerbrotin og matar- hrúguna. Diskurinn kom í gler- skápshurðina og fékk því Jón öll þau glerbrot ofan í höfuðið og diskinn á eftir. Hvolfdist diskur- inn ofan á höfuðið á honum, en haldan kræktist undir hökuna, svo hann sat nú þarna með þenn- an undarlega hatt á höfðinu. Það er óþarfi að taka það fram, að diskurinn fór honum illa, hann var bæði of stór og svo dæmalaust. illa lagaður fyrir höfuðfat. Jón var að öllu leyti illa fyrirkallað- ur, ef hér hefði verið um fríðleiks- sýningu að ræða. Enda var hann auminginn ekki að keppa um nein verðlaun. Hann hafði bara ver- ið að reyna að setjast upp í sak- leysi, þegar diskurinn hvolfdist á hann. Nú sat hann rólegur og beið átekta. Það gat þó ekki ver- ið notalegt að sitja svona í hrúgu af hálfbrotnum staupum, sem eg hafði hlunkað honum o'fan í. Blóðið rann niður um bakið á honum, því hann var mikið skor- inn á höfði af glerbrotunum, en að framan var hann í einu rjóma- og berja-löðri. Þetta var ekki álit- legt; nú fann eg kvalirnar af brunanum, og fór nú að dansa um gólfið og reyna að þurka af mér kaffið, en það var of seint. Það var komið sem komið var. Eg var skaðbrendur og hoppaði á gólfinu af kvölum, og þá kom Guðrún og hoppaði af reiði rétt fyrir framan mig og bölvaði í takt á íslenzku. Ef Jón hefði þurkað rjómann úr augunum á sér, þá hefði hann séð hér óvanalegan dans. En hann sat hinn rólegasti, grafkyr eins og ekkert hefði komið fyrir og sýnd- ist ekki vera í neinni geðshrær- ingu. “Þurkaðu rjómann úr augun- um á þér, bannsettur ræfillinn,” öskraði eg. Hann sýndist ekki heyra það. Eg var að verða reiður við Guð- rúnu, eg gat ekki að því gert. Svo nú hrópaði eg: “Guðrún, Guðrún, þú ert. tvisvar búinn að hella á mig sjóðandi kaffi og það er rétt tvisvar of oft.” “Það er vel á minst,” sa!gði Guð- rún. “Eg skal hella á þig meira nú strax.” “Gerðu engin veizluspjöll, Guð- rún,” sagði eg; “mundu að þetta er brúðkaupsveizla barnanna okk- ar. Við erum skyldug til þess að sjá um, að alt fari vel og skipu- lega fram. Ekkert má koma fyr- ir, sem skerðir gleði brúðhjón- anna.” Eg rauk nú aftur aftan að Jóni og tók undir hendur hans til þess að reisa hanh upp, og hóf eg hann nú á háa loft. Mér fanst að öll velferð á himni og jörðu væri undir því komin, að Jón 'gæti stað- ið upp og þurkað sér í framan. En rétt í því kemur Guðrún með stól og reiðir hann til höfuðs mér, en hann snerist í höndunum á henni og hún misti af höfðinu á mér, og stóllinn kom með fullum krafti í höfuð Jóns, og fann eg að hann rotaðist í höndunum á mér. Misti eg hann þá aftur ofan í mat- inn og glerbrotin á gólfinu. Sá eg nú að Guðrún reiddist enn meir við mig, þegar svona fór, og nú kom hún au!ga á kjöthníf, sem lá á gólfinu. Þrífur hún nú hnífinn. Sá eg að hana mundi hvorki vanta vilja eða lag á að brúka hann. Tók eg nú eftir því að eg var vopn- laus og tók að lítast illa á hvern- ig komið var. Tók eg það því til bragðs, að ná góðum tökum utan um Guðrúnu og halda henni í föst- um faðmlögum. Þegar eg leit upp, sá e'g konuna mína standa í dyrunum. Var hún að virða fyrir sér allar kringum- stæður. En eg þorði ekki fyrir mitt líf að sleppa tökum á Guð- rúnu, þó eg vissi að þessi faðm- lög liti illa út. “Svo þið hafið þá komið ykkur saman um að drepa Jón,” segir hún. “En nú getið þið ekki gift ykkur nema að koma mér úr veg- inum líka, og hér er eg. Gerið þið nú hreint fyrir ykkar dyrum.” Mér hafði orðið svo bylt við að heyra þetta, »rð eg slepti Guð- rúnu. Hún var nú líka búin að gleyma hnífnum; en tók nú hand- fylli of niðurskornu kjöti, berjum og öðru sælgæti, og henti í andlit konu minnar. Jón lá meðvitundarlaus á gólf- inu og fleygði konan mín sér í faðm hans, og hefi eg aldrei fund- ið út til hvers hún gerði það. En það sýndist hafa góð áhrif á hann, því hann raknaði við og sýndist ranka við sér, og fór að bölva á íslenzku. Þótti mér ó- segjanlega vænt um það, því eg hafði haldið hann dauðan. Hann hratt nú konu minni frá sér og stóð upp og fór að þurka framan úr sér rjómann. í því komu brúðhjónin og þeirra föruneyti. Varð Guðrúnu svo bylt við það, að hún datt í fang mitt. En eg hratt henni frá mér í átt- ina til Jóns og fór hún að hjálpa honum til að þurka sér í framan. Og um leið rann henni reiðin og hún fór að gráta. Mér fanst það ofur tilhlýðilegt, en hún hefði mátt byrja á því miklu fyr. Eg sá samt, að Jón kendi strax í brjósti um hana. Það var ekk- ert spursmál, að hann fyrirgaf henni alt, sem á undan var gengið. Jón var nú sá eini, sem gat sagt orð. Fór hann að skýra frá því, K.AUP1Ð ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & HENRY AVE. EAST. Yard Office: 6th Floor, Bank of DOOR CO. LTD. WINNIPEG, MAN. Hamilton CThambers. Guðrúnu, og er kominn að þeirri niðurstöðu að Jón hafi rétt fyrir sér, það sé bezt að þegja og borga Fjallkonunni allar skuldir for- feðranna að eins með þögn, tómri þögn. Svona ávöxtum við okkar ís- lenzka arf. Mikil er þjóðrækni okkar Guð- rúnar. E N D I R. Islenzku tímaritin (Framh.) se'gir hann hafi verið lítt ment- aður eða þá lítt lesinn. Þó mun mentun hans og þekking hafa stór- um aukist eftir að þeirra kynning var, sem eðlilegt var„ því þá var séra Jón að eins unglingur; en þrátt fyrii^ galla, sem hann óneit- anlega hefir haft, mun hann hafa verið stórmenni með víðtæka þekk- ingu. Hálfpartinn freistast mað- ur til að hugsa, að hér kunni að liggja til grundvallar rótgróin per- sónuleg óvild til séra Jóns, eða kali til Vestur-íslendinga, eða hvorttveggja. Það er eins og manni finnist á bak við orðin liggi eitthvað, sem bendir í þá átt, þó allnokkur sannleiki kunni að Skírnir, CV. árg., 1931. Tíma- rit bókmentafélagsins er sem höggvið úr íslenzkum steini, sem vera í frásögninni. að undanförnu. Það mun vera elzta íslenzkt tímarit, sem út er gefið, og á glæsilegan feril að baki. í það hafa jafnan ritað valdir fræðimenn og snjöllustu rithöfundar. Ritstjóri þess nú— að þetta væri alt svoltill misskiln- hefir verjg um nokkur undanfarin ingur, sem væri algjörlega sér að ( ér—er ^rni 'Pálsson, sem Vestur- kenna, því hann hefði í ógáti kipt ( fsienclinigum er 'ógTeymanlegur, borðdúknum af borðinu um leið gíðan hann heimsótti ^þá 1930, og hann hefði dottið eins og klaufi^ fræðimaður með bókmentasmekk á gólfið. Hann sagðist vera orð- og rithöfundur snjall. Hefir] staðar; þó ekki gé öll nýbreytni til inn svo stirður. ] skírni ekki farið aftur undir batnaðar> fyrir misbrúkun á frelsi Eg var of reiður til að tala. Svo hans ritstjórn. var líka bruninn alt af að verða f þessum árgangi Skírnis er efn- “Kaupstaðarferðir 880—90” eft- ir Odd Oddsson, er löng og ítar- leg ritgjörð um þetta efni. Segir hann nákvæmlega frá háttum o!g siðum og atburðum í sambandi við hinar erfiðu kaupstaðarferðir þessarar tíðar, en sem nú er alt orðið breytt fyrir þægilegri sam- göngutæki og hagkvæmari verzl- unarmáta, sem nútíðarmenningin hefir innleitt á ísladi sem annars- sárari. En Jón var líka mikið ið fjölbreytt og hugðnæmt. Skal skorinn á höfði og víðar, og hann h§r lauslega drepa á efnið: hafði þar að auki verið barinn L Fyrst er ritgjörð eftir Dr. Finn rot. Svo eg, sem var mikið minna jéngon; “jjan(lrit og handritalest- meiddur, fór að skammast mín ur 0g utgáfUr”, sem ber vitni um fyrir að vera ekki jafn-fús til sátta mikla fræðimensku, sem þó þorra og réttarbótum. Ritgjörðin er vel skrifuð og er fróðlegt að fylgjast svona í giftingu barna okkar. Varð e'g því fyrstur til að síma eftir lækni handa Jóni, og reyna að stöðva blóðmissi hans. Tengdamæðurnar áttuðu sig nú líka fljótt og þær kystust bæði vel og lengi, og fóru svo náttúrlega að kyssa brúðhjónin og óska þeim til lukku. Við Jón óskuðum þeim líka til lukku, eins og bezt við gát- um, undir kringumstæðunum, og reyndum að útskýra á sem eðli- legastan hátt slysin, sem fyrir höfðu komið. Þó Jón væri mikið særður, fór það nú að koma í ljós, að hann mundi úr allri hættu. Var þá farið að þrífa upp veizluleif- arnar, þó veizlan væri nú reynd- ar ekki byrjuð, og fyltu þær, eins og þar stendur, margar körfur. Á meðan læknirinn var að sauma saman sár Jóns, var kvenfólkið að setja á borðið aftur. Og stóð það heirtia, að þegar máltíðin var til, var Jón líka reiðubúinn. Réttirn- ir voru nú reyndar ekki eins margir og ætlast var til í fyrstu, en aldrei hefir glaðari hópur setið veizlu. Reyndar er ekki nema rétt alþýðu mun þykja fyrir ofan sinn skilning. Þá er “Orsakir hljóð- breytinga í íslenzku”, eftir Dr. Guðmund Finnbogason; vísindaleg ritgjörð, en nokkuð þur, eins og sumt er frá hendi þessa rithöf- undar kemur. Skemtileg ritgjörð samt, sérstaklega ef oftar er les- in en einu sinni, og fróðleg mjög. “Latínuskólinn 1872—78” pftir Dr. Finn Jónsson, er skemtileg og Þjóðbandalagsins o. fl.” Verður með honum á þessu ferðalagi. “Þjóðbandalagið”, eftir Einar Arnórsson, er merkileg ritgjörð og all-löng, sem fólk ekki má við að missa af að lesa og læra. Ein- ar Arnórsson er einn af hinum fjölfróðustu íslendingum, sem nú eru uppi, í lögvísi, og því einn af þeim allra fremstu, er treystandi væri til að rita um þetta mál af viti og þekkingu. Ritgjörðin er í fjórum köfilum: I. Kaflinn upphaf og aðdragandi. II. kafli “Almenn- ar athu'gasemdir um Þjóðabanda- lagið”. III. kafli “Félagar Þjóð- bandalagsins”. IV. kafli “Skipun fróðleg ritgjörð um Latínuskól- ann frá stúdentsárum hans; kenn- ir þar margra grasa; finst mannií því vart neitað, að hér er ritgjörð, sem skrifuð er af þekkingu, dóm- greind og sanngirni, og sem hefir við lestur ritgjörðarinnar, að íjlesendum að færa fróðleik og sögu- flestum tilfellum sé rétt og hlut- drægnislaust sagt frá; þó rís í huga manns spurning, hvort hlut- drægnislaust sé sagt frá, er hann minnist á séra Jón Bjarnason, sem merkastur hefir verið leiðtogi Vestur-íslendinga, sem í hans skólatíð var um stund kennari í latínuskólanum. Mun mörgum Vestur-íslending forvitni á að sjá umsögn doktorsins um hann, sem er á þessa leið (hann er að lýsa kennurunum í skólanum): “Annar var Jón Bjarnason, síð- að taka það fram, að Jón stóð við ar prestur og biskup Vestur-ls- borðið. Hann sagðist vera búinn að sitja nóg í dag, og það var auð- heyrt, að hann meinti það. Lækn- irinn hafði vafið svo upp höfuð Jóns, að hann var nú óþekkjanleg- ur. En það gerði ekkert til, því að allir, sem við borðið sátu, vissu ósköp vel að maðurinn, sem stóð, var enginn annar en Jón. Síðan hefir okkur Guðrúnu aldrei borið neitt á milli. Auð- vitað tölum við aldrei um ísland, eða neitt því viðvíkjandi. Eg er svo staðráðinn í því, að brenna mig ekki á því aftur, að nú tala ég æfinlega við Guðrúnu á ensku. Síðan við Guðrún hættum að tala íslenzku, má heita, að við sé- um fyrirmyndar Vestur-íslending- ar. Eg held að reynslan sé búin að kenna okkur bezta veginn til að halda við íslenzku þjóðerni 1 Ameríku. Eg er viss um, að þetta er bæði ný tízka og að við Guð- rún sýnum með þessu sérstakt frjálslyndi. Reyndar langar mig stundum að tala á íslenzku við Jón, því e'g man að faðir minn sagði stundum, að ef Vestur- íslendingar legðu ekki stund á að halda við íslenzkunni, þá gerðu þeir sig hreint og beint að þorsk- hausum. En eg er hræddur við lendinga. Hann kendi okkur guð- fræði og landafræði í 1. bekk; svo hætti hann, sem betur fór, við skólakenslu. Hann var hrotta- menni, hlutdrægur í mesta lagi o'g óþýður mjög við þá, sem honum var illa við, og voru orsakir til þess litlar oft og einatt. Hann er sá kennari, sem eg hefi lakastar endurminnningar um. Hann var lítt mentaður og þá að minsta kosti lítt lesinn. Hann var ekki annað en prestaskóla kandídat, og þarf það auðvitað ekki að vera neitt niðrunaryrði.” Hvort hér er rétt sagt frá, skal eg ekki neitt um segja; eg þekti séra Jón ekki persónulega, en djúpt mun tekið í árinni, er hann legan sannleika. Einar Arnórsson hefir skrifað svo mikið í seinni tíð í sambandi við lögvísi o'g önnur fræði, er þjóðinni eru þýðingar- mikil, að í því tilliti verður hann talinn í fyrstu röð íslenzkra rit- höfunda; enda væri hann ekki með- al þeirra, er í Skírni skrifa, ef hann væri ekki þar metinn öðrum frem- ur. “íslendingar og dýrin”, er merki- leg ritgjörð eftir Dr. Guðmund Finnbogason; nær ritgjörð þessi yfir 18 blaðsíður og er hin skemti- legasta og fróðlegasta í alla staði. Lýsir höf. því, hvert tignarsæti húsdýrin skipa í hinum fornís- lenzku ljóðum, og er fróðlegt að lesa um það, og er hesturinn þar fremstur; er hann og sú skepnan, sem í nánustu sambandi hefir verið við mennina í ö.ll þau ár sem bygð hefir verið á íslandi, og því næst hjarta landsmanna. í gegn um blítt og strítt, í farsæld og þraut hefir hann borið hita og þunga dagsins um þúsund ára skeið, án þess að mögla, án þess að kvarta yfir hlutskifti sínu, nótt eða nýtan dag. Er því ekki að furða, þótt hesturinn eigi ítök í hugum íslenzkrar þjóðar, fyrst og síðast og æfinlega. (Framh.) Athygli! Athygli! Þegar hart er í ári, sitja þeir venjulegast fyrir atmnnu, er mesta sérþekkingu hafa. Verzlunarskólamcntun, er ein sú hagkvarmasta mentun og notadrýgsta, sem ein- staklingum þjóðfélagsins getur hlotnast. Nú þegar fást á skrifstofu Columbia Press Ltd., Scholarships við tvo fullkomnustu verslunarskóla Vest- urlandsins, með afar miklum afslcetli. Leitið upflýs- inga bréflega eða munnlega. Fyrirspurnum svarað sam- stundis.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.