Lögberg - 15.12.1932, Side 3

Lögberg - 15.12.1932, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1932. Bla. S. Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. (Framh. frá bl. 1. des—16. ka.) Þau gengu meðfram læknum, sem var nú orðinn mun breiðari og rann með glaðlegum klið niður klappirnar. Belmont gekk niður lækjarfarveginn. Kalt vatnið dró úr sárs- aukanum, er hann hafði í fótunum eftir meiðsli þau, er hann hafði orðið fyir undan- farna daga. “Eg hefi verið ákaflega eigingjorn og lmgsunarlaus”, sagði hún. “Nú liefi eg not- að stígvélin yðar og látið yður ganga ber- fættan. Þér verðið að taka við þeim og setja þau upp, eg þarfnast þeirra ekki lengur.” Hún settist niður og bjóst að leysa stíg- vélin af sér. “Nei, nei,” mótmælti hann og hristi lxöf- uðið. “Þér skuluð hafa þau. Eg get frekar án þeirra verið en þér, eg er ekki sárfættur. Auk þess komum við bráðum niður eftir og þar er mýkra undir fót. ” Grænn villiviður- inn lá fram undan þeim og breiddi út sval- andi skugga sina, sem þau höfðu drevmt um og þráð undanfarna skelfingardagá. Belmont gekk á undan, hún á eftir. En hvað var orðið af Giles? Hvar var hann? Það var engu líkara, en hann liefði sokkið niður í jörðina. Belmont svipaðist eftir honum í allar áttir og reyndi að sjá gegnum villiviðinn, ef hann væri þar, en alt í einu hrökk hann til baka. og rak upp lágt hljóð. Greinarnar rétt fyrir framan hann beygðust til ldiðar, og andlit kom í ljós milli laufsins — gult smetti — djöfulegt ásýndum — sem starði á hann skásettum, litlum, ó- geðslegum augum. Þeir horfðust fáar sekúndur í augu, síðan reis mongólinn upp. Hann var vopnaður, og einn var hann ekki. Yið hlið hans var ann- ar. Blökkumaður, með kolsvart andlit. ðTon- gólinn miðaði byssunni á Belmont. Belmont stóð eins og liöggdofa. Hann hafði ekkert vopn — var algerlega varnar- laus og alveg á valdi andstæðings síns. Það var ekki um sjálfan sig, sem hann hugsaði þá í augnablikinu, heldur um ungu stulkuna. Hvað yrði um hana? Hann liorfði á byssn- hlaupið, sem miðað var á höfuð hans. Hann sá augað, sem sigtaði á liann, ógeðslega, gula andlitið, sem þegar lék sigurbros um. Þá heyrðist hvellur, skotblossa brá^við og piíð- urrevkur huldi útsýnið. Mongólinn rak upp hljóð, veifaði örmun- um féll í þyknið. Belmont,stóð augnablik eins og utan við sig. Hann skildi ekki hvað skeð hafði — augTiabliki síðar vai’ð hann þess vís. Elsa var eins og steini lostin. Hægri armi hélt liún enn útréttum og hélt fast utan um skammbyssuna. Hún hafði drepið mann, og á andliti hennar mátti sjá hræðslusvip. Nokkur augnablik diðu, án jiess að þau hreyfðu sig cða mæltu orð. Þau hevrðu í kyrðinni greinar og kvisti braka og brotna, er svertingUm fór um á flóttanum. Sverting- inn hélt, að hann væri eltur, og hljóp eins og lífið ætti að leysa. Elsa rauf um síðir ])ögnina. Hún var ná- föl og augu hennar óvenjulega starandi. “Eg hefi drepið liann — eg hefi drepið hann — eg hefi orðið manni að bana — en eg varð að gera það,” livíslaði lnin ásakandi og afsakandi. “Að öðrum kosti liefði hann skotið yður, hr. Belmont ...” Hún horfði á hann og riðaði, “nú hefi eg endurgoldið yður — er ekki svo?” Hún varð alt í einu örmagna og hné andvarpandi niður. Skamm- byssan féll úr hönd liennar, líkami hennar titraði af skelfingu og hún liuldi andlitið í höndum sér. Belmont stóð augnablik hreyfingarlaus, því næst kraup hann niður við hlið hennar. Hann tók um hendur hennar fast og innilega og beygði sig niður að andliti hennar. “Þér eruð lietja,” mælti Belmont. “Þér hafið bjargað lífi mínu! Það var sannar- lega djarfmannlega gert. Eg skil svo vel, að það liefir gengið nærri yður, að þér skntuð manninn, en þér gátuð ekkert annað gert. Það var annað hvort lians líf eða mitt um að gera, og mitt líf var yðar líf undir þessum kringumstæðum. Þér hafið bjargað lífi okk- ar beggja, og það er, eins og þér segið, — við erum kvitt núna.” Hún leit upp og augnaráð hennar var enn- þá eins og ruglað og óráiðskent. Hann stóð enn og hélt fast í hendur henni. 1 sama vet- fangi skrjáfaði í runnunum og Giles kom hlaupandi öskugrár í andliti. Hann hafðl orðið dauðskelkaður, er hann sá svertingj- ann koma þjótandi rétt fram hjá sér, og hann hafði lieyrt skotið. Sjón sú, er nú bar fyrir augu hans, var á alt annan veg, en hann hafði búist við. Hann nam staðar alt í einu og stóð kyr, másandi af mæði og glápti á þau tvö — Belmont og Elsu — er héldust fast í hendur, og hún horfði framan í hann á þann hátt, að Giles fékk sterkan skjálfta af heift- aræði. Hann gleymdi allra snöggvast ótta sínum við svertingjann og setti á að blóta. Hann varð sótrauður af bræði og krepti hnefana. “Hva — Jivað á þetta að þýða?” spurði hann og skjögraði nær ]>eim og glápti á þau bæði á víxl. Belmont slepti höndum stúlkunnar og sneri sér að Giles. “Það á að þýða, að enn þá eru nokkrir af þorpurunum hérna í eynni,” mælti hann. “Við maútum tveimur þeirra, og annar þeirra hefði skotið mig, ef ungfrú Ventor hefði eigi orðið fyrri til og sent honum sjálf- um kúlu. Þetta. alt hefir gengið nokkuð nærri henni — eins og þér, ef til villl, getið skilið.” Giles stóð grafkyr og glápti á hana, og Belmont gekk burt að dauða gulskinnanum. Hann sá þegar, að maðurinn var steindauð- ur. Skotið hafði hitt rækilega. Það hlaut að vera forsjónin sjálf, er stjórnað hafði hendi hinnar ungu stúlku, því skotið var nærri því meistaraskot. Ofurlítið blátt merki sást mitt á enninu á hinu gula audliti. Litlu augun skásettu voru galopin og gláptu upp á við, glerköld og gljáandi. Hægri hönd Mongól- ans var krept fast utan um riffilinn. Belmont varð að taka sig saman, til þess að geta fengið sig til að lúta niður yfir líkið, brjóta opna gulu krumluna og losa byssuna. Þetta var fjölskotariffill, fyrsta flokks »vopn af amerískri gerð. Hann var fullhlað- inn, og er Belmont leitaði á Jíkinu, fann hann þar heilan forða af skothylkjum. Hann stakk ])ví öllu á sig. Nú hafði hann þá loksins þesháttar vopn, er liann lengi hafði óskað sér, og auk þess upp undir firntíu skothylki. Belmout reif nú lieilmikið af vefjujurtum og kvistum og breiddi yfir líkið. Hann hugs- aði sér að koma aftur seinna, ef tækifæri gæf- ist, og grafa líkið. Elsa var staðin npp. Hún var ennþá mjög föl og utan við sig af öllu því, er fram hafði farið, og augnaráð liennar bar fram- vegis vott um hræðslu. Ilún flýtti sér til Bel- monts með auðsýndum ákafa, svo að Giles tók að gretta sig á ný og bíta sig í varirnar af bræði. “Er hann ekki dauðuur — er hann það ekki?” spurði hún. “Hann hefir bráðdáið — liann hefir verið dauður, áður en hann náði jörðinni,” mælti Belmont. “Mér þykir vænt um, að það gekk svo fljótt,” mælti hún. “Eg hefði ekki getað l)orið, að sjá lmnn byltast í kvölum og fjör- brotum.” Giíes rak upp hásan hlátur. “Þú ert, svei mér, of tilfinninganæm, góða mín,” greip hann fram í. “Hefðir þú ekki skotið hann, þá hefði hann skotið þig, og' eg býst alls ekki við, að hann hefði gert sér neinar rellur út af því.” “Nei, ]>að veit ég' vel,” mælti hún, “en . . .” Hún flýtti sér að fela skammbyssuna fyrir hvössu og forvitnu augnaráði Giles. “Það var líka annar náungi,” sagði Bel- mont alvárlega, “og hann komst undan. Það var ekki lieppilegt. Eg skil ekkert í, livers vegna þessir tveir hafa verið skildir liér eft- iv. En samt lilýtur það að tákna ])að eitt, að sjóræningjarnir koma liingað aftur! Þessir tveir menn liafa verið skildir eftir í ein- liverjum vissum tilgangi. Og hver veit — ef til vill eru þeir fleiri. Við verðum að reyna að grenslast eftir þessu og fá vissu um það. Til allrar hamingju höfum við nú almenni- legt. vopn.” Giles var nú búinn að lirista af sér afbrýð- issemina og hræðsluna. “Það liggja heilr margir kassar í hrúgu niðri á ströndinni,” mælti hann. “Eg rak augun í þá og var á leiðiniíi þangað, er eg hevrði skotið. Það eru alls ekki fgir kassar, og þeir eru skrambi stór- ir. Ef hér eru fleiri þorparar í eynni, þá eru þeir sennilega þar niðri, til þess að hafa gæt- ur á þessu. Við verðum heldur að gá að, hvernig þar er umhorfs.” “.Tá, og svo verðum við að lialda hópinn,” mælti Belmont. “Nú er það með öllu ófært að dreifa sér. ” Giles gekk á undan og vísaði veg gegnum kjarrviðinn. Þau fylgdu lækjarfarveginum og komust rétt á eftir niður á ströndina. “Kassarnir liggja þarna til vinstri. Eg sá iþá liggja í hlaða undir barði. “Gáið að,” hrópaði hann alt í einu, og í sömu andránni fleygði hann sér niður mar- flötum á jörðina. Kúla skauzt fram hjá kinninni á Belmont, og allra snöggvast sáu þau svörtum haus bregða fyrir í þéttum runnunum. Belmont skaut eftir hausnum inn í runn- ana, en sennilega árangurslaust, því þau heyrðu framvegis skrjáf í laufi og bresti í kvistum, er svertinginn hélt áfram flótta sínum. Giles stóð upp aftur. “Eg sá hann — það var negri!” stundi hann upp úr sér. Hann var nábleikur, og um munninnn voru afar einkennilegir kiprings- drættir. Eg sá hann miða á okkur, og eg hélt að hann hefði hitt.” Belmont leit á Elsu. Andlit ungni stúlk- unnar var rólegt, og var eigi minsta hræðslu- vott að sjá á henni, Ósjálfrátt hafði hún tek- ið upp skammbyssuna á ný og stóð nú og kreisti fa.st utan um skeftið. • “Þú ættir heldur að láta mig fá ])essa,” sagði Giles. “Það er betra að eg' hafi hana en þú . . ..” “Ungfrú Ventor á að hafa þessa skamm- byssu,” mælti Belmont mjög ákveðið. “Það mál er útrætt fyrir fult og alt.” Giles beit saman tönnunum og kreisti upp bros. “Hamingjan góðasta,” sagði hann, “eins og þér óskið. En mér virðist nú samt, að það sé heldur undaiiegt fyrirkomulag, að eg skuli vera sá einasti, sem er vopnlaus. Hefði eg bara liaft skammbyssuna þá arna áðan, hefði eg getað skotið svörtu vofuna eins og að drekka.” Belmont svaraði þessu engu, en hann brosti. Hann mintist þess, hve fljótur Giles hefði verið að fleygja sér niður, undir eins og svertinginn rak snoppuna fram á milli kvistanna, og það var meira en ólíklegt, að hann hefði verið nægilega snarráður til uð bregða fyrir > sig skotvopni undir þeim kringumstæðum. 1 skugganum undir barði einu lágu fáein- ir kassar í stafla. Það voru stórir vörukass- ar, og var hver þeirra merktur “Chicago”. Það var mjög einkennilegt, að sjá þessháttar framleiðslu menningarlandanna hér á þess- um stað. Það var eins og orðsending frá öðr- um lieimi, er þau hefði þekt fyrir ævalöngu, og sem þau, ef til vill, aldrei framar myndu augum líta. Það var ofurlítil minning frá þeim heimi, er þau höfðu látið að baki sér. “Það er eflaust niðursuða,” mælti Bel- mont, “Og það hafa þeir eflaust tekið úr skonn- ortunni, sem sökk í storminum,” mælti Giles. Belmont kinkaði kolli. Auðvitað var þetta stuldur. — Hann stóð í djúpum hugsunum og var mjög alvarlegur á svipinn. Hann var að brjóta heilann um, hvernig liggja myndi í lieimsókn sjóræningjanna hingað til evjar- innar, og svo þessu, sem þeir liöfðu skilið eftir. Það gat litið út, eins og ræningjarnir hefðu farið einhvern leiðangur með það fyr- ir augum, að koma liingað aftur. Þesis vegna hefðu þeir skilið tvb menn eftir — ef til vill fleiri, en samt hélt hann að þeir væru aðeins tveir — til þess að gæta kassanna. og ef-til vill til að taka á móti öðrum ránsfeng, er þangað kynni að koma. Eitt var að minsta kosti ábyggilegt, og það var, að eigi myndi verða langt að bíða þess, að ræningjarnir kæmu aftur — ef til vill kæmu þeir aftur þegar í dag eða á morgun. Belmont varð æ ljósara og ljósara, hvílík liætta þeim stafaði af svertingjanum. Kæmu sjóræningjarnir aftur, og svertinginn næði fundi þeirra, mundu þeir fá vitneskju um, að hvítir menn væru á eynni og svo mundi verða þaulleitað endanna á milli. Og hvað sem ]>essu liði, svo stafaði greinileg hætta af nærveru svertingjans. Hann var vopnaður og gat, livenærsem vera skyldi, skotið á þau úr leyni. Tilraun hans í þessa átt rétt áðan, sýnd þetta greinilega. Belmont skýrði Giles rækilega frá þessu, og sagði lionum í stuttu máli, livað nú væri að gera. (Framh.) PROFESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Offlce tlmar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Wlnnipegr, Manitoba Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited ÁbygRÍlegir lyfsalar Fyrsta flokks afgrreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 DR. O. B. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office tlmar 2-3 Heimill 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnip>)g, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœðinoar 325 MAIN ST. (á öCru gölfi) Talslmi 97 621 Hafa einnig skrifstofur aö Lundar og Gimli og er þar aö hitta fyrsta miövikudag I hverjum m&nuöl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office tímar 3-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aö hitta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H.T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Heimili 403 675 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 054 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími 501 562 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnlpeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur löofræðingur Skrifst. 411 l’ARIS BUILDING Phone 96 933 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaður Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasími 71 753 G. S. THORVALDSON B A„ LL.B. Löofrœðingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrasðingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Phone 24 206 Office Phone 96 635 Dr. S. J. Johannesson stundar lækningar og yfirsetur Tíl viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6-8 aö kveldinu 632 SHERBURN ST.-Slmi 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 s Slmiö og semjiö um samtalstima J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö af öllu tagi. Phone 94 221

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.