Lögberg - 15.06.1933, Síða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. JÚNÍ 1933
Bls. 5
vestur, með svo mikilli .nákvæmni
og snild, að unun var að heyra þá
lýsingu og alla ferðasöguna. Eg lét í
ljós, að mér þætti íslenzkan hennar
falleg. “Hrædd er eg um, að allir
verði þar ekki á þinu máli,” sagði
hún og brosti; það er aðeins aust-
firzka, sem eg tala og skrifa; eg
kann ekki annað mál; en eg veit að
Björn bróðir minn skilur austfirzku
manna bezt, og hann tekur aldrei
hart á henni.”—Haustið 1917, þegar
Guðfinna kom úr ferð sinni til ís-
lands, heimsótti hún konuna mina
og mig. Við áttum þá heima að
Otto í Manitoba. Þá sagði hún okk-
ur ferðasögu sína svo vel og skemti-
lega, að unun var á að hlýða. Kom
þar í ljós sama snildin, hvað lýsing-
ar og frásögn snerti, sem í bréfinu
til Björns bróður hennar. Auga
hennar var glögt, minnið ágætt og
dómgreindin afbragðs-góð. Henni
var ljúft að tala um ísland, því að
hugur hennar og hjarta var þar
löngum. Hún var sjálf svo íslenzk í
anda, þekti svo vel til íslenzkra hátta,
kunni svo mörg fögur íslenzk ljóð,
og var svo vel heima í íslenzkum
bókmentum að fornu og nýju, að
maður gat ekki annað en dáðst að
því. En þó hún elskaði ísland mik-
ið, þá unni hún þessu landi (Can-
ada) eins fyrir það. Eg spurði hana
að þvi, þegar hún var hér á ferð
fyrir nokkrum árum, hvort hana
langaði ekki heim til Islands aftur.
Hún svaraði þ'ví á þá leið, að sér
væri Big Point bygð svo kær, að
þaðan vildi hún ekki fara; þar hefði
hún lifað marga ánægjustund, unn-
ið þar sigur á örðugleikúm frum-
býlingslífsins, komið þar upp börn-
um sínum, og eignast þar marga ein-
læga og góða vini, Og þar kvaðst
hún vilja eyða sinum siðustu æfi-
dögum. Enda hélt hún áfram aö
eiga þar heima alt til æfiloka. Hún
dó að heimili sínu að Langruth
þann 11. nóv. 1932, og var jarð-
sungin af séra Jóhanni Eriðriks-
syni.
Með þessari mætu merkiskonu er
til grafar gengin ein af hinum
mörgu þolinmóðu og hugprúðu ís-
lenzku landnámskonum í Vestur-
heimi. Og hana má telja í hinni
fremstu fylkingu islenzka landnáms-
fólksins. Það var Svo mikið af
hreinni göfgi í öllu hennar lífi. I
hennar huga var aldrei neinn tví-
veðrungsskapur, og hún var alveg
laus við alt yfirlæti. En örlæti
hennar og hjartagæzku var jafnan
við brugðið. Hún var ávalt reiðu-
búin til að rétta bjálparhönd. Hún
var vinföst og vinsæl. Og hún vann
trúlega í þeim félagsskap, sem hún
tilheyrði: kvenfélaginu í Big Point
bygð, og í hinum lúterska söfnuði
þar. Og hún ávann sér virðingu
allra, sem umgengust hana. /Efi-
starf hennar var mikið og gott, og
áhrifin af því munu vara um ókom-
in ár.
J. Magnús Bjarnason.
Elíros, Sask.,
1. maí, 1933.
Háskólanámskeið
I sumar verða haldin rúmlega 50
sumarnámskeið við háskólana í
Þýskalandi, og skiftast þau á nær
20 háskóla. Um helmingurinn af
þessum námskeiðum er til þess að
kynna þýska tungu og menningu,
en hin um þýsk vísindi. Sérstök
námskeið verða haldin í Berlín 15.
—25. júlí fyrir Englendinga, i Jena
1.—31. júlí fyrir Norðurlandabúa
(er það 5. námskeiðið í röðinni) og
i Königsberg 30. júlí til 22. ágúst
fyrir Englendinga. Sérstakt nám-
skeið er fyrir guðfræðinga í Tub-
ingen 31. júlí til 13. ágúst og nám-
skeið fyrir stærðfræðinga og nátt-
úrufræðinga í Guttingen frá 25.
júpí til 15. júlí. Eramhaldsnám-
skeið í leikfimi, lyfjafræði, málma-
fræði, hljómlist og uppeldisfræði
verða í Berlín, í málmsteypu, vél-
fræði, rafmagnsfræði og málmfræði
í Clausthal-Zellerfeld í Harz, í lyfja
fræði í Erlangen, í málmafræði í
Freiberg, í lyfjafræði og guðfræði
í Halle, i sögu Spánar og rómönsku
þjóðanna í Ameríku i Hamborg og
í hljómlist í Munchen.
Æfiminning
1
TRYGGVI O. SIGURDSON
Fæddur á íslandi 26. desember 1S78
Dáinn að Brovvn, Man., 5. jan. 1933
Hér er eftir mann að mæla, þar
sem Tryggvi O. Sigurdson er kall-
aður yfir á hærra svið úr bygð
vorri, velmetinn og víðþektur mað-
ur.
Hér sannast það fornkveðna að:
“merkið stendur þótt maðurinn
falli.” Hin mörgu og myndarlegu
hús á heimilum bændanna víðsvegar
í hans heimabygð og í f jarliggjandi
héruðum geyma minnismerki hins
látna manns, er hann reisti af hagri
hönd og sjálfstrausti, sem hann
hafði frá náttúrunnar hendi, en ekki
af utan að lærdómi. Hlaut hann svo
mikið álit fyrir trúmensku í smíðum
að hann hafði oft fleiri tilboð en
hann komst yfir að sinna, og það
jafnvel þótt völ væri á öSrum lærð-
um smiðum.
Landeignir sínar leigði hann að
mestu, bjó því aldrei stórbúi, eii vel
var um alt gengið, og var reynsla
hans sannarlega sú, að : “betri er ein
gæs í hendi en tíu á flugi.
Tryggvi sál. var góðum gáfum
gæddur, lesinn vel og ljóðelskur;
enda prýðilega hagorður sjálfur. En
sökum næmrar dómgreindar fór
fyrir honum eins og fuglinum, sem
betur sér flugvængi bræðra sinna,
en sina eigin; mun honum hafa
fundist sig skorta flughæð, og
slepti hann því sjaldan ljóðuin sín-
um út í heiminn, heldur takmarkaði
þeim flug meðal nokkurra vina sinna
innan fjögurra veggja og raulaði
þau i takt við hamarshöggin, þegar
hann var við vinnu sína.
Þegar talþráður kom fyrst í sveit-
ina, þóttu það miklar nýjungar og
kastaði hann þá fram þessari stöku
við kunningja sína í símann:
“Framsókn andans undrumst vér:
um loft, jörð og græði';
fréttir stöðugt stilast hér
stáls með segulþræði.”
Var honum þá svarað með eftir-
fylgjandi vísu:
“Von um lífið finst mér fest,
fagrahvels i háum geimi:
“telefónið” bendir bezt
á bráða ferð að öðrum heimi.”
Þótt Tryggvi væri barn að aldri
þegar hann kom að heiman (ein-
ungis sex ára), talaði hann jafnan
móðurmál sitt hreint og kraftmikið,
Var hann hinn öruggasti stuðnings-
maður þjóðræknisfélagsins og ann-
ars íslenzks félagsskapar í bygð
sinni.
Tryggvi var fæddur 26. desem-
ber 1878 að Hrafnsstaðaseli á
Fljótsheiði; er það lág heiði, öldu-
mynduð milli Bárðardals og Mý-
vatnssveitar í Suður-Þingeyjar-
sýslu; en býlið tilheyrir Bárðardal.
Foreldrar hans voru þau Oddur
Sigurðsson Oddssonar hreppstjóra í
Ljósavatnshreppi í Bárðardal og
Sigríður Gunnlaugsdóttir Gunn-
laugssonar þjóðhagasmiðs i Hörg-
árdal. Móðir Sigríðar var Kristín
Sigurðardóttir hreppstjóra að
Þúfnavöllum í sömu sveit. Ná-
frændur Tryggva í föðurætt voru
þeir nafnkendu bræður Kristján
dannebrogsmaður á Illugastöðum
og Björn í Lundi, synir Jóns Kol-
beinssonar í Bakkaseli í Fnjóskadal
og konu hans.—En hver var hún
þessi kynsæla kona? Sömuleiðis
voru þeir náskyldir honum Einar
Asmundsson í Nesi og Thos. H.
Johnson fyrverandi dómsmálaráð-
herra. Föðurbræður Tryggva, vel-
þektir menn voru þeif Baldvin hómó
pati, bóndi í Garði í Aðalreykjadal,
Benedikt veitingamaður á Vopna-
firði og Vigfús bókbindari, er dó í
Norður Dakota.
Föður sinn misti Tryggvi korn-
ungur og fluttist hingað vestur með
móður sinni og systkinum þegar
hann var sex ára gamall. Bræður
hans voru: Benóní, sem dó í jan-
úarmánuði 1933, Stefán bóndi í
Brownbygðinni í Manitoba og Sig-
urður Snorri vestur á Kyrrahafs-
strönd.
Systir hans, Aðalbjörg, dó 18 ára
í Norður Dakota. Önnur systir hans
er Guðrún Lilja, kona Guðmundar
skálds Friðjónssonar á Sandi.
Tryggvi kvæntist 30. júni 1924
Guðnýju Pálínu dóttur Jóns Thor-
lákssonar frá Stóru Tjörnum í
Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyj-
arsýslu, sem lifir mann sinn ásamt
tveimur börnum: Petrínu Lovísu 7
ára og Páli Aðalgeir 5 ára.
Tryggvi var liinn þýðlyndasti
maður konu sinnar, faðir barna
sinna og sonur móður sinnar, sem
enn er á lífi 90 ára að aldri; hefir
hún legið rúmföst og blind í f jölda
mörg ár. Misti hún eins og fyr er
getið, tvo sonu sína síðastliðinn
janúar, en tók því með stakri ró
og stillingu. Þar sýnir trúin kraft
sinn hjá þeim, fer leitar hennar.
Eg, sem þessar linur skrifa, var
staddur á heimili Tryggva tólf dög-
um áður en hann andaðist. Fór
hann þá á næstu póststöð til þess að
sækja bréf og kvaddi konu sína og
börn með hinni mestu alúð, þótt
ekki væri ferðinm lengra heitið en
hálfa mílu. Ekþ.i svo að skilja að
eg telji þetta nokurn fyrirboða þess
hversu stutt hann átti eftir ólifað,
heldur hefir þetta verið hans föst
regla.
Þessi mikli þýðleiki í haustri
karlmannslund, birtir frummynd
liins göfuga og sterka.
Tryggvi veiktist skyndilega af
lungnabólgu og dó 5. janúar 1933
eftir fárra daga legu. Hann var
jarðaður 10. janúar af séra Jónasi
Sigurðssyni.
Með þessum velgefna og hrausta
manni finst oss sem horfnir séu
miklir ónotaðir kraftar; en hann
gæti sagt eins og skáldið Victor
Hugo:
“Þegar eg fer í gröfina, hefi eg
lokið dagsverki mínu, en eg hefi
ekki lokið lífi mínu—dagsverk mitt
byrjar aftur næsta morgun.”
Sigurjón Bergvinsson.
Blaðið Dagur á Akureyri er beðið
að taka þessa dánarminningu.
Á. B.
Viðskiftasamningur Is-
lendinga og Breta
Eins og kunnugt er hafa staðið
yfir samningaumleitanir milli Breta
og íslendinga um viðskiftamál.
Af hálfu íslendinga hafa tekið
þátt i samningum þessum þeir
Sveinn Björnsson sendiherra, Rich-
ard Thors framkvæmdarstjóri, Jón
Árnason framkvæmdarstjóri og
Magnús Sigurðsson bankastjóri.
Skrifari nefndarinnar var Stefán
Þorvarðsson fulltrúi í utanríkis-
málaráðuneytinu.
Samninganefndir ríkjanna höfðu
fyrir skömmu komið sér saman um
viðskiftasamning milli ríkjanna.
Lokaður fundur var haldinn i
Sameinuðu Alþingi þriðjudaginn
16. mai og lá samningurinn þar
fyrir. Alþingi samþykti einróma
samninginn og fól sendiherra Sveini
Björnssyni að undirskrifa hann
fyrir íslands hönd. Sú undirskrift
fór fram í London föstudaginn 19.
maí. En samningurinn öðlast
þó ekki gildi fyr en Alþingi hefir
samþykt smávægilegar breytingar á
gildandi tollalöggjöf.
Satnningurinn heitir fullu nafni:
Viðskiftasamningur milli konungs-
ríkisins Bretlands og Norður-ír-
lands og konungsríkisins fslands.
Aðalsamningurinn er í 6 greinum.
En honum fylgir e'nnig bókun, sem
er í 3 köflum og hafa aðiljar komið
sér saman um ákvæðin, sem þar eru
greind. Samningurinn er gerður í
tveim samritum á ensku og íslenzku,
og er hvor tveggja textinn jafngild-
ur.
HVAÐ FA ISLENDINGAR?
Tvent var það aðallega, sem Is-
lendingar þurftu um að semja viö
Breta nú. Það var útflutningur á
fiski og kjöti til Bretlands.
Fiskurinn—
Meðaltal áranna 1929—1931
—mínús 10%. Verðtollur-
inn 10% helst.
Það er skýrt tekið fram í samn-
ingnum, að eigi skuli verða lagður
annar feða hærri tollur á fisk frá ís-
landi en 10% verðtollur, sem gilt
hefir undanfarið.
Ef Bretar setja hömlur á inn-
flutning fisks, þá undirgengst
breska stjórnin að fiskmagnið frá
íslandi skuli eigi vera undir 354,000
hundredweights á ári. Þetta fisk-
magn svarar til 90% af fiskút-
flutningi okkar til Bretlands, mið-
að við meðaltal áranna 1929—1931.
Þá eru gefin loforð um endur-
greiðslu á tolli af þeim fiski frá Is-
landi, sem verkaður er i Englandi,
og fluttur þaðan aftur.
Ákvæðin um fiskinn eru orðrétt í
samningnum á þessa leið:
1. Á nýjan eða saltaðan fisk,
annan en skelfisk, innfluttan til
breska konungsrikisins frá íslandi,
skal ekki vera lagður neinn annar
eða hærri tollur cða gjöld, en 10%
verðtollur.
2. Ef svo fer að stjórn breska
konungsríkisins temprar magn á
innfluttum fiski til breska konungs-
ríkisins, þá undirgengst breska
stjórnin, að alt magn nýs og blaut-
saltaðs fiskjar, sem leyft verður að
flytja inn frá íslandi, að undanskild-
um laxi, sjóbirtingi, ál eða vatna-
fiski, skuli ekki vera undir 354,000
hundredweights (1 ctw.—50.7 kg.)
á ári, en af þessu leyfða minsta
magni skal ekki minna en 104,000
hundredweights vera blautsaltaður
fiskur.
3. Ef svo verður að þursaltaður
fiskur verði fluttur út frá breska
konungsríkinu eftir að hafa verið
fluttur inn þangað frá Islandi nýr
eða blautsaltaður og verkaður í
breska konungsrikinu, undirgengst
breska stjórnin að taka í gildi regl-
ur um endurgreiðslu á innflutnings-
tolli greiddum af nýjum eða blaut-
söltuðum fiski við innflutning hans
til breska konungsríkisins.
4. Haldast skulu gildandi ákvæði
um undanþágu frá innflutningstolli
við innflutning til breska konungs-
ríkisins á þurkuðum islenzkum fiski,
sem eingöngu er ætlaður til útflutn-
ings aftur eftir flutning yfir land-
svæði breska konungsríkisins, eða
eftir umskipun þar.
5. I þessari grein taka orðin
‘fiskur innfluttur frá íslandi’ einnig
til fiskjar, sem íslenzk skip leggja á
land i breska konungsríkinu beint
úr sjónum.
Kjötið—
Enn er óvíst hvaða kjötmagn
við megurn flytja til Bret-
lands, en okkur eru trygð
bestu kjör.
Eigi er fullvíst cnnþá hvaða kjöt-
magn við megum flytja til Bret-
lands.
Bretar ætla að hafa ráðsfæfnu
seint í júní, þar sem teknar verða
ákvarðanir um kjötflutning nýlend-
anna til Englancls. — Eftir þessa
kjöt-ráðstefnu kemur röðin að öör-
um ríkjum og þeim skamtað. Það
verður því ekki fyr en seinna í sum-
ar, að við fáum vitneskju um hvaða
kjötmagn við fáum að flytja til
Bretlands.
I samningnum eru ákvæðin um
kjötið þau að við skulum undir eng-
um kringumstæðum sæta verri kjör-
um en nokkurt annað erlent ríki.
M. ö. o. okkur eru trygð þau bestu
kjör, sem erlent ríki getur fengið
hjá Bretum.
Ákvæðin um kjötið í samningnum
eru á þessa leið :
1. Undir engum kringumstæðum
skal hér eftir hlutfallslega vera
meira takmarkaður innflutningur til
breska konungsríkisins á íslenzku
frystu og kældu sauða- og lamba-
kjöti, en innflutningur á sams kon-
ar sauða- og lambakjöti frá nokkru
öðru erlcndu ríki.
2. Ef svo fer að nokkur breyting
verður gerð á núverandi fyrirkomu-
1
^ lagi á innflutningi til breska kon-
ungsríkisins á kældu og frystu
sauða- og lambakjöti frá erlendum
ríkjum, þá skal fult tillit verða tekið
til krafna íslands.
3. Komi það til að nokkurt ríki,
sem selur á breskum markaði af-
sali sér eða fyrirgeri heimild sinni
að meira eða minna leyti til inn-
flutnings á áðurgreindri fram-
leiðslu, þá skal innflutningsheimild
Islands verða aukin hlutfallsega ekki
minna en nokkurs annars erlends
ríkis.
HVAÐ FA BRETAR?
I 1. gr. samningsins eru ákvæði
um hlunnindi þau, sem Bretar fá hjá
okkur. Þar segir svo:
Á vörutegundir þær, sem taldar
eru upp í fylgibréfinu með samn-
ingi þessum, og framleiddar eru eða
unnar innan breska konungsríkisins,
hvaðan svo sem þær koma, $kal ekki
við innflutning þeirra til Islands
vera lagður tollur eða gjöld önnur
eða hærri en þau, sem greind eru i
fylgisbréfinu.
Smávœgileg tolllœkkun á fáeinum
vörutegundum.
I fylgibréfinu sem minst er á í
1. gr. samningsins eru taldar upp 7
vörutegundir, sem nú er 15% verð-
tollur á, en sá verðtollur skal lækk-
aður niður í 10%.
Þessar vörutegundir eru:
Silkivefnaður úr kúnstsilki, sokk-
ar úr kúnstsilki, kjólaéfni kvenna úr
baðmull, tvisttau og rifti úr baðm-
ull, fóðurefni o. fl. úr baðm-
ull, gluggatjaldaefni úr baðmull og
léreft úr hör eða hampi. *
Þungatollur (vörutollur) á þess-
um vöruteg. skal og haldast óbreytt-
ur.,
Ennfremur er samkv. fylgibréf-
inu tilskilið, að gildandi tollar skuli
ekki hækkaðir á eftirtöldum vörum:
I ZAM-BUK
f hreinsar húðina af
Blettum og bólum
Karlmannafataefni úr ull, segl-
dúkur, umbúðarstrigi (hessian),
gólfdúkur (linoleum), tómir pokar,
sokkar aðrir en úr silki eða kúnst-
silki, nærföt önnur en úr silki eða
kúnstsilki, línfatnaður, regnkápur,
enskar húfur, steinkol, galvanhúðað-
ar járnplötur og virstrengir.
Kolakaup Islendinga—
Við elgum að kaupa minst
77% af okkar kolum frá
Bretlandi.
Þá eru ákvæði um það í bókun
þeirri, sem fylgir samningnum, að
breska stjórnin geti hvenær sem er
sagt samningnum upp með þriggja
mánaða fyrirvara, ef á einhverju
einu ári kola-innflutningur frá
Bretlandi til íslands nemur minna
en 77% af öllum kola-innflutningi
til landsins á því ári, eftir því sem
opinberar hagskýrslur íslands sýna.
Þá eru einnig ákvæði í bókun-
inni um það, að kolakáupmenn í
Bretlandi fullnægi jafnan kröfum
íslendinga um verð og gæði kol-
anna.
Agreiningsmál útkljáð fyrir al-
þjóðadómstóli
Þá er fyrirmæli um það í samn-
ingnum, að hverskonar ágreiningur,
sem upp kann að rísa milli ríkjanna
um það, hvernig beri að skilja og
I beita ákvæðum samningsins eða ann-
ara gildandi verslunar- eSa við-
skiftasamninga, skuli vísað til al-
þjóðadómstólsins, ef annar hvor
aðili krefst þess; þó geta ríkisstjórn-
(Framh á bls. 8)
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man.................... B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota..................B S. Thorvardson
Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man............................ G. Sölvason
Baldur, Man..........................O. Anderson
Bantry, N. Dakota.............Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash..............Thorgeir Simonarson
Belmont, Man..........................O. Anderson
Blaine, Wash...................Thorgeir Simonarson
Bredenbury, Sask................................S. Loptson
Brown, Man............................J. S. Gillis
Cavalier, N. Daksta........... . B. S- Thorvardson
Churchbridge, Sask......................S. Loptson
Cypress River, Man..............F. S. Frederickson
Dafoe, Sask ........................J. Stefánsson
Edinburg, N. Dakota............Jónas S- Bergmann
Elfros, Sask..............Goodmundson, Mrs. J. H.
Foam Lake, Sask..................Guðmundur Johnson
Garðar, N. Dakota..............Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask............................C. Paulson
Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man...........................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man...................F. S. Fredrickson
Hallson, N. Dakota..............Col. Paul Johnson
Hecla, Man......................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota....................John Norman
Hnausa, Man........................... G. Sölvason
Hove, Man...........................A. J. Skagfeld
Húsavík, Man...........................G. Sölvason
Ivanhoe, Minn...........................B.. Jones
Kandahar, Sask.......................J. Stefánsson
Langruth, Man....................John Valdimarson
Leslie, Sask..........................Jón ólafson
Lundar, Man...........................S. Einarson
Markerville, Alta...............................O. Sigurdson
Minneota, Minn............................B. Jones
Mountain, N. Dakota...............Col. Paul Johnson
Mozart, Sask..................................Jens Eliason
Narrows, Man........................Kr. Pjetursson
Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld
Oakview, Man........................Búi Thorlacius
Otto, Man........................*.....S. Einarson
Pembina, N. Dakota...................G. V. Leifur
Point Roberts, Wash...................S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson
Reykjavík, Man.......................Arni Paulson
Riverton, Man.........................G. Sölvason
Seattle, Wash.......................'..J. J. Middal
S'elkirk, Man...........................G. Nordal
Siglunes, Man......................Kr. Pjetursson
Silver Bay, Man....................Búi Thorlacius
Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson
Swan River, Man.........................A. J. Vopni
Tantallon, Sask.................... J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota.................Eiuar J. Breiðfjörð
Vancouver, B.C......................Mrs. A. Harvey
Víðir, Man.................................Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man...............................Guðmundur Jónsson
Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson
Winnipeg Beach, Man.................G. Sölvason
Winnipegosis, Man............Finnbogi Hjálmarsson
Wynyard, Sask...................Gunnar Johannsson