Lögberg - 31.01.1935, Síða 1

Lögberg - 31.01.1935, Síða 1
PHONE Seven 86 311 Lines , VA C°r‘ V>* Por Better Dry Cleaning 3nd Laundrr 48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3I.JANÚAR 1935 NÚMER 5 Til Sveins Thorvaldssonar kaupmanns viÖ Islendingafljót, 24. J anúar, 1935 Það fara’ ekki margir í fötin þín Sveinn að frækni í elju og striti. Og þú gengur ennþá svo bjartur og beinn og brynjaður íslenzku viti. En þrátt fyrir margskonar annir og ys og átök við hryðjur og rosa, varð aflrauna bjarg hvert sem ódeilis fis og allatíð svigrúm til brosa. Þú kunnir þér illa í kveifmenna sveit með kræklum, sem vermast við ofninn; þín bardagalöngun var hamröm og heit og hrein eins og norræni stofninn. Þig langaði ungan að skilja þín sköp og skygnast um nýheima álfur, og þrátt fyrir örlæti, auðsæld og töp þá áttu þig gránaðan sjálfur. Með sjálfsdáð þú ruddir þinn víkingaveg og valdir þér Bifröst að setri.— Þó konungleg orða sé ákjósanleg, er arfurinn norræni betri. Á steintöflum aldanna stendur það glæst og stimplað í kynslóðarótið, að komist þú einn hafir krýningu næst af kóngssonum norður við Fljótið. Einar P. Jónsson. FRA SAMBANDSÞINGINU Umræðurnar um hásætisræðuna voru margfalt styttri en venja er til; voru það aðallega flokksforingj- arnir þrír, er til máls tóku, þeir Benett, Woodsworth og King; var forsætisráðherra nokkuð hvassyrt- ur með köflum, en hinir tveir prúð- menskan sjálf. Báðir hétu þeir Mr. Bennett stuðningi við framgang um- hóta-ákvæða hans, en kröfðust þess jafnframt, að afgreiðsla þeirra gengi fyrir afgreiðslu á frumvörp- um einstakra þingmanna; töldu þeir Mr. Bennett bezt mtjndu geta sann- að alþjóð manna um að full einlægni lægi til grundvallar sinnaskiftum hans, ef svo yrði gert. Þessu svar- aði forsætisráðgjafi á þá leið, að stjórnin færi í þessu tilliti alveg eftir sínu eigin höfði og legði fram umbóta-frumvarp sin í þeirri röð, er henni bezt hentaði, en fullvissaði þó þingheim um það, að um óþarf- an drátt yrði undir engum kringum- stæðum að ræða. Framsögumenn aðalflokkanna þriggja voru á eitt sáttir um það, að ef til þess kæmi að stjórnarskrár- breyting teldist óhjákvæmileg til framkvæmda hinum ýmsu umbóta- akvæðum, þá væri sjálfsagt að haf- 'st yrði viðstöðulaust handa í þá átt. fylkisþingi stefnt TIL FUND4 Forstetisráðherrann, Hon. Johh Þracken, hefir lýst yfir því, að fylk- 'sþingift i Manitoba komi saman á þriðjudaginn þann 12. febrúar næst- komandi. Ekki þykir líklegt að þingið eigi langa setu að þessu sinni, nema því aðeins að Sambandsþing afgreiði einhver þau mál, er frá stjórnskipulegu sjónarmiði krefjist einnig samþykkis fylkisþings. RöSSAR auka viðskifti VIÐ BRETA ^för Lundúnafregnum ; liefir ráðstjórn Rússlands keypt frá Bretlandi fyrir ut í hönd, fimm miljón dal; unaðaráhöldum og ýmsui velum. S VINNA IIEIMSFRÆGÐ Samkvæmt fregnum frá Davos á visslandi síðastliðinn mánudag, þá hlaut hockeyflokkurinn Monarchs fra Winnipeg, heimstitil i þeirri í- Imott. Úrslitaleikurinn stóð á milli Monarchs og Svisslendinga; lauk honum með því að kapparnir frá Mamtoba gengu sigrandi af hólmi með fjora vinninga á móti tveimur. KOSNING 1 BANKARAÐ Þann 23. þessa mánaðar voru talin atkvæði þeirra manna, er í vali voru sem bankaráðsmenn við hina nýju peningastofnun, Central Bank eða Bank of Canada. Sjö menn skyldi kosnir í bankaráð og hlutu þessir kosningu: W. K. McKean, Halifax; Robert A. Wright, Drinkwater, Sask.; W. D. Black, Hamilton, Ont.; R. J. Magor, Montreal; Joseph Beaubien, Montreal; Thomas Bradshaw, To- ronto og W. C. Woodward, Van- couver. Mr. Wright, hinn eini full- trúi Stléttufylkjanna, hlaut lang hæzta atkvæðatölu þeirra allra, er í kjöri voru. SAMBAND SVEITARFÉ- LAGANNA BER FRAM KRÖFUR SINAR Forráðamenn sveitarfélaga sam- bandsins í Manitoba, vitjuðu nýver- ið á fund Bracken-stjórnarinnar og báru upp við hana ýmsar mikilvæg- ar kröfur. Meðal þess helzta var það, að' stjórnin eftirléti sveitunum 25 af hundraði af skatti á gasolíu, sem og tilsvarandi hundraðshluta af ökuleyfi fólks- og vöruflutninga- bíla. Þá var og fram á það farið, að komið yrði upp hér og þar um fylkið stöðvum til aðhlynningar og lækninga sjúklingum, er af krabba- meiri þjást. ENDURVAKNING FRJALS- LYNDU STEFNUNNAR Kjörtímabil bændastjórnarinnar í Alberta er nú senn á enda, og má vel ætla að til kosninga verði geng- ið þá og þegar. Eins og kunnugt er lét Mr. Brownlee af stjórnarfor- mensku út úr hneykslismáli því, er landfrægt er fyrir löngu orðið. Við stjórnarforustu tók einn af ráðgjöf- um hans, Mr. Reed; er hann vin- sæll maður og vel látinn, þó hvergi nærri komi til jafns við Mr. Brown- lee að því er atfylgi á sviði stjórn- málanna áhrærir. Frjálslyndi flokkurinn í Alberta var allur í brotum fram að árin 1932 og átti ekki nema bráðabirgða for- ingjum á að skipa. En það ár fékk hann nýjan foringja, Mr. W. R. Howson í Edmonton, áhugamann mikinn og mælskan vel; hefir hann nú endurvakið, flokkinn til slíkra athafna víðsvegar um fylkið, að engan veginn er óhugsanlegt talið, að hann nái völdum við næstu kosn- ingar. Svo kvað Mr. Howson vera fylginn sér, að margir líkja Iionum við Mitchell Hepburn, hinn hugum- stóra og harðfylgna stjórnarfor- mann þeirra Ontario-búa. Aftaka veður á Kyrrahafsströnd Slík aftáka veður hafa dunið yfir British Columbia fylki undanfarandi, að elztu menn rekur ekki minni til annars eins. Svarf þetja mjög að Vancouver borg um hríð og ýmsum fleiri bæjum við ströndina; fannkyngi hlóð niður, eimlestir teptust og flest samgöngutæki færðust úr lagi. Er svo tók aftur að þiðna, geysuðu vatnsflóð mikil um Fraser dalinn, er ollu viðtækum skemdum. Átján manns er sagt að hafi látið lífið í þessum fá- ránlegu náttúruhamförum vestur við ströndina. VIRÐULEGUR MANN- FAGNAÐUR Á fimtudagskvöldið þann 24. þ. m., var Sveáni kaupmanni Thor- valdssyni og frú hans haldið veg- legt heiðurssamsæti á Fort Garry hótelinu hér í borginni, er eitthvað um tólf tugir manna og kvenna tóku þátt í. Stjórnarnefnd Þjóðrækn- isfélagsins átti frumkvæði að þess- um mikla mannfagnaði, og stýrði honum forseti félagsins, hr. J. J. Bíldfell. Að lokinni máltíð hófst skemtiskrá, er innifólgin var í ræðu- höldum, söng og ljóðalestri. Dr. Rögnvaldur Pétursson mælti fyrir mlinni Mr. Thorvaldssonar; séra Jakob Jónsson mintist íslands; Dr. Sveinn E. Björnsson frá Ár- borg, ávarpaði heiðursgest fyrir hönd samborgara hans í Nýjá ís- landi; Mr. J. T. Thorson, K.C., mintist Canada en séra Rúnólfur Marteinsson Vestur-íslendinga. Ræðurnar voru í rauninni hver ann- ari betri, og höfðu margyíslegan fróðleik til brunns að bera. Á milli þess sungu veizlugestir fullum hálsi margt íslenzkra þjóðsöngva, en við hljóðfærið var Mr. Ragnar H. Ragnar. Frumsamin kvæði fluttu þeir rit- stjóri þessa blaðs, G. O. Einarsson og Mr. N. Ottenson; eru tvö þeirra birt á öðrum stað hér í blaðinu. Þá voru og lesin samfagnaðarskeyti til Mr. Thorvaldssonar frá nokkrum f jarlægum vinum. Heíðursgesturinn þakkaði fyrir hönd sina og f jölskyldu sinnar, for. göngunefnd Þjóöræknisfélagsins, er stofnað hafði til þessa eftirminni- lega samsætis, sem og þeim öllum, er stuðlað höfðu að því að gera það jafn virðulegt og raun varð á; var mál hans hið fróðlegasta og kom víða við. Óhætt mun að fullyrða, að heim hafi allir farið þetta litbrigðaríka kveld, með ánægjulegar endurminn- ingar um ljúfa samfundi. FRAMLEIÐSLA HUNANGS NEMUR $413,562 Árið, s<jm leið, voru 3,133 hun- angsframleiðendur í Manitoba fylki, og var framleiðslan metin á $413,- 562. Þann 20. desember síðastlið- inn, voru í fylkinu, 1,255,000 pund af óseldu hunangi, er nú mun vera að rnestu selt. Verð hunangs á árinu var þó nokkuð ofan við meðallag, að því er ráða má af síðustu skýrsl- uni. Ofsavettur. Þak fýkur af húsi. í dag fauk þak af íbúðarhúsi á Skagaströnd. Húsið var bygt úr stein steypu með skúrþaki. Tók þakið af í heilu lagi ásamt öllum boltum og kom niður 15—20 metra frá húsinu. Engin meiðsl eða aðrar skemdir urðu. Panel var slegið neðan á loftið og sérstaka bita, og er það hið eina er skýlir. Búist er við að flytja verði úr húsinu. Ofsa- veðu^ af vestri var í dag með hríð- aréljum en snjókoma lítil. Frá Islandi Vélbátur talinn af. Klukkan 6 — 7 í gærkvöldi var loftskeytastöðinni hér á ísafirði til- kynt, að “Njál” frá Súgandafirði vantaði. Bátar, liggjandi í Presta- bugt, voru beðnir að tilkynna, ef Njáll kæmi þar. Kl. 22 náðist sam- band við togarann Sindra, er var staddur út af Horni á leið til ísa- fjarðar. Leitaði hann á leið sinni, en Hávarður, sem stöðin einnig hafði samband við, leitaði frá ísa- firði til Skálavíkur. í dag kl. 14.30 hafði vélskipið Freyja samband við stöðina og tilkynti, að hún hefði fundið rekald úr bátnum, lóðabelgi og kolakassa úr hásetaklefa og fleira, sem benti til þess að báturinn mundi hafa farist. Almennar fréttir. Frá Selfossi símar fréttaritari út- vai*psins: 1 fyrradag gerði austanfjalls út- synningsrok með éljagangi, en vægu frosti, og hefir það haldist síðan. Snjór er þó enn lítill á láglendi og ágætt isfæri hefir haldist óslitið í allan vetur yfir Hellisheiði, og veg- urin oftast verið auður þar til nú í dag, að farið er að draga í skafla vestan til á fjallinu, og færðin að þyngjast. Er það mjög sjaldgæft, að ekki hafi einhvern tíma fyrir há- tíðir tepst bilfæri yfir fjallið. / Heilsufar manna er gott í hérað- inu. Bændur lítið þurft að gefa, það sem af er vetrinum. Gripahöld eru góð og lítið um veikindi í fén- aði. Sjaldan er-róið í verstöðvum aust- anfjalls í vetur, enda fiskilaust á grunnmiðum til þessa, og vertíð ekki byrjuð. IAfgunartœki. Minningargjöf. Vestmannaeyjum, 10. jan. Félagið Akoges afhenti 8. þ. m. sjúkrahúsinu hér í Vestmannaeyj- um til eignar og umráða, Carbogen lífgunartæki fyrir sjódruknaða menn, og veitti sjúkrahússlæknir því móttöku. Gjöf þessi er til minn- ingar um Helga Scheving stúdent, sem var í félaginu og' druknaði síð- astliðið sumar við syðri hafnargarð- inn hér í Vestmannaeyjum. Þessi tegund tækja er mikið notuð af Rauðkrossi Danmerkur, til þess að lifga druknaða menn og þá, sem kafnað hafa af reyk eða lamast af rafmagnsstraum. Tækið er þannig, að súrefni er þrýst í stálflösku. Við flöskuna er síðan tengd togleðursslangaj en á enda hennar er málmgríma, sem sett er fyrir nef og munn þess, sem lífga á. Á stálflöskunni er mælir, sem sýnir þrýstinginn á súrefninu. Ein varaflaska fylgir. Tækið er í trékassa, og fremur létt, og getur einn maður borið það auðveldlega. Það er mjög einfalt að fara með tækið. Vísir 11. jan. Hinn 1. desember síðastliðinn voru neðantaldar konur og menn eftir tillögum Fálkaorðunefndar- innar sæmd af konungi héíðurs- merkjum orðunnar, sem hér segir: A. Stórriddarakrossinum (áu stjörnu): Sendiherrafrú Georgia Björnsson, K.höfn; Davíð Sch. Thorsteinsson, fv. héraðslæknir, Rvík; Eggert Claessen, hrm., formaður stjórnar Eimskipafélags íslands og yfirmað- ur Oddfellow-reglunnar á Islandi, R.vík; Einar Stefánsson, skipstjóri, Rvík; Guðmundur Finnbogason dr. Phil., landsbókavörður, Rvík; Gunn- laugur Claessen, dr. med., Rvík; Júlíus Júliníusson skipstj., Khöfn; Ólafur Lárusson prófessor, Rvik; Richard Thors, framkvæmdastjóri, Rvík; Sigurður Kristinsson, fram- kv.stjóri, Rvík; Sigurður Kristjáns- son, bókaútgefandi, Rvik; Sigurður Nordal, dr. phil., próL, Rvík; Sig- urður P. Sívertsen, vígslubiskup, próf. Rvík. B. Riddarakrossinum: Frú Kristín Ólafsdóttir, Nesi á Seltjarnarnesi. Ásmundur Ólafsson, prófastur, Hálsi í Fnjóskadal, Guð- mundur Friðjónsson, skáld, Sandi. Guðmundur B. Jónsson, sjálfseign- arbóndi, Sveinseyri; Jón Pálsson, fv. bankagjaldkeri, Rvík; Jón Sig- urðsson, skrifstofustjóri Alþingis, Rvík; Magnús Gíslason, hrepp- stjóri, Eyhildarholti; Magnús Stef- ánsson, sjálfseignarbóndi, Flögu í Vatnsdal; Maytin Bartels, hanka- fulltrúi, K.höfn; Ólafur Finsen, héraðslæknir, Akranesi. Pétur Ingjaldsson, skipstjóri, Rvík; Stef- án Sandholt, bakarameistari, Rvík; Sigurður Jónson, skólastjóri, Rvík; A'aldemar V. Snævarr, skólastjóri, Neskaup^tað. SJÓÐSTOPNANIR af dánarbúi B. H. Bjarnason kaupm. Rektor Háskólans hefir borist til- kynning um eftirfarandi dánargjöf: B. JI. Bjarpason kaupmaður hefir með arfleiðsluskrá sinni og konu sinnar frú Steinunnar H. Bjarna- son, dags. 25 sept. f. á., ánafnað: 1. Slysavarnafélagið Islands 5000 —fimm þúsund krónur til björgun- arráðstafana á Vestfjörðum, og 2 stofnað styrktarsjóð, er heitir “Framfarasjóður B. H. Bjarnason- ar kaupmanns” með 25,000—tutt- ugu og fimm þúsund króna höfuð- stól. Sjóðnum skal stjórnað af þriggja tnanna nefnd og skulu nefndarmenn kosnir til þriggja ára í senn, og jafnmargir til vara, einn af Háskóla- ráði, annar af Verzlunarráði og þriðji af Iðnráðinu og sé fulltrúi Háskólans formaður nefndarinnar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja karla og konur af öllum stéttum, lærða og leika, sem lokið hafa prófi i gagnlegri námsgrein og taldir eru öðrum fremur efnilegir til fram- haldsnáms, sérstaklega erlendis. Verja má alt að 4/5 — fjórum fimtungum — af ársvöxtum sjóðs- ins til styrktar efnismönnum, og getur styrkþegi notið styrksins alt að 2 árum í senn. En afgangur árs- vaxtanna, 1/5, leggist árlega við höfuðstólinn, sem aldrei má skerða. Að öðru leyti skulu skiftafor- stjórar búsins semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn og hlutast til um út- vegun kgl. staðfestingar á skrána. Háskólaráðið hefir þegar kosið próf. Ágúst H. Bjarnason sem for- mann nefndar þeirrar, er um getur. —Mbl. Hjarðmenn Eftir Jón Magnússon. flm afkima íslenzkra bygða var aðfangadagur á ferð. Um foldina fanribreiðan skvgða til fagnaðar honum var gerð. En yfir skein himininn heiður og 'háf jöllin björt eins og sól, í hrímperlum mjallir og meiður, í mjúksnævi lægðir og skjól. 1 brekkunni sunnan við bæinn þeir bræðurnir stóðu hjá fé í frostinu, draumljúfan daginn, uns djásn hans í vestrinu hné. Þeir liamra og hléborgir gistu á hlaupum um fannir og grjót. En sauðirnir síðlagðinn hristu og surfu hvert krafs niðr í rót. ÍTr liaganum heim vildi lokka mörg hugsun, sem óþreyju jók, um kjörgripi: klút eða sokka, um kerti eða fallega bók. —Því gjafimar gáfust þar bestar, til gleði og þarfa í senn. Við finnum þær fagnaðar-mestar hjá fátækum hjarðmönnum enn. —Og loks gat hann liðið, sá dagur. Þá ljómaði himinn á ný; svo bjartur og barnæskufagur hann bar hvorki rák eða ský. Sem harpa á hvelfingu dregin um heim vom norðurljós þönd. Og glampandi gullborðum slegin þau geislunum dreifðu um lönd. Þá opnuðust himnanna hallir. \ Um hásæti drotíins varð bjart. * Þar fylktu sér englar hans allir, . en orð þeirra jörðina snart: “Lát gleðjast, ])ú hannheimur mæddur, svo miklist vor fagnaðargjörð. í dag er þér frelsari fæddur og friður guðs settur á jörð.” Og bræðurnir hugfangnir horfðu, * uns hvarf þeim liin dýrlega sýn. Hvert orð fer sem ilmur um storðu, hvert atvik í draumlielgi skín. Af haganum heimliðis bentu þeir hjörð sinni um ákveðna stund, og liurðir að húsdyrum fentu með hraustri og brennheitri mund. \ 9 Og alt var að endingu þrotið, sem önnin og dagskyldan bauð. Þeir fagnandi í fannbyrgða kotið sér flýttu með Iiimneskan auð. Um göngin var albirta og ylur, —en annars var mvrkt þar og kalt— því hátíðin djásn sín ei dylur, sú dýrð ljómar jafnt yfir alt.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.