Lögberg - 31.01.1935, Side 2

Lögberg - 31.01.1935, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. JANÚAR 1935. Sagnir af Vatnsnesi NitSurl. Hlíðarsystkin. Af börnum Bjarna frá Katadal, síðast í HlíÖ, komust sex úr æsku. Fjögur þeirra fluttust vestur um haf. Voru þau oft nefnd Hlíðar- systkin, og skal nú víkja nokkuS aS hverju þeirra. Sigurbjörg Bjarnasdóttir er fædd a8 Tungu á Vatnsnesi 14. jan. 1844. Dvaldist hún í föðurhúsum til 1864. Eftir það var hún í vist á nokkrum stöðum þar til hún fluttist vestur með föður sínum. Þar giftist hún og átti eitt barn, sem dó á undan henni, og er ættstuðull hennar al- dauða.—Sigurbjörg var fríð stúlka, prýðilega greind og fíngerð. Varð hún ekki gömul. — Bera nokkur kvwði Sigurðar bróður hennar þess ljósan vott að hann unni þessari systur sinni mjög. Elínborg Bjarnasdóttir er fædd 30. jan. 1848, Árið 1873 giftist hún Jóni Bjarnasyni frá Múla á Vatns- nesi, og fluttust þau vestur um haf 1883. Námu þau land í svonefndri Sandhæðabygð í N. Dakota, og bjuggu þar til dauðadags. Um heim- ili þeirra Jóns og Elinborgar segir Thorstina Jackson meðal annars, í Sögu íslendinga í N. Dakota: “Heimili þeirra hjóna var sönn fyrirmynd að iðjusemi, guðrækni, góðgerðasemi og góðum siÖum. Jón var maður fáskiftinn og sló sér lítið út frá heimilinu. Elínborg var aftur^, á móti félagslyndari, og starfaði hún mikið utan heimilis. Ungling- um, sem ólust upp í hennar ná- grenni, mun lengi verða í minni hennar trúa og dygga sunnudaga- skólastarf. — Einnig lagði hún sig eftir Iæknisfræði. Las hún mikið af bókum þess efnis, og fékk tilsögn hjá Einari lækni Jónassyni. Fyrst var hugmynd hennar að nota þekk- ingu sína aðeins við heimilið, en skortur á læknishjálp og hjúkrun, á frumbýlisárunum, knúðu hana til að starfa mikið njeðal sjúkra fjær og nær heimili sinu, og lagði hún á sig miklar vökur og ferðalög. — Elín- borg var mesta afkastakona hvað handiðn snerti, sérstaklega prjón- les. — Trauðla hefði hiín getað unnið annað eins starf út í frá, hefði ekki maöur hennar veriÖ henni svo framúrskarandi vel samtaka. Hann lagði alt sitt fram fyrir heimilið. Var hann fáorður, seintekinn en vin- fastur. BæÖi höfðu þau hjón skýr- ar gáfur, vorit föst og ákveðin í skoðunum, en höfðu þó til mikið af umburðarlyndi. Þau voru vel hag- mælt og höfðu gaman af að kasta fram tækifærisvísum.” Samson Bjarnason er fæddur 6. nóv. 1849 að Tungu á Vatnsnesi. Ólst hann upp meÖ föður sínum, og fluttist með honum vestur uin haf 1874. Haustið 1875 kvæntist hann Önnu Jónsdóttur frá Skarði á Vatnsnesi, en misti hana eftir mjög skamma sambúð. Eitt barn áttu þau, og dó það ttngt. Arið 1878 kvæntist Samson í annað sinn, önnu Jónsdóttur frá Syðra-Vatni í Skaga- firði. Eignuðust þau sex börn og lifa þrjú þeirra enn. Um Samson farast Thorstínu Jackson svo orð i áðurnefndri hók: “Samson var ötull og framtaks- samur í landnámsstríðinu. Hann eignaðist bjarkarbát fyrir milli- göngu séra Páls Þorlákssonar, og flutti Samson fólk og vörur milli Gimli og Winnipeg. Dálitla verslun byrjaði hann á Gimli. Þegar út- flutningarnir hófust til Dakota, flutti Samson fjölda af fólki á bát sínum frá Nýja-fslandi til Winni- peg. Til Dakota flutti Samson búferl- urn 1879, og nam land austarlega í Sandhæðabygð. Sýndi hann sömu búhygnina og framtakssemina þar eins og áður í Nvja-fslandi. í bygð- armálum hefir Samson ávalt tekið drjúgan þátt. Var hann 20 ár 5 skólanefnd og 30 ár oddviti bygðar sinnar. Heimili þeirra hjóna hcfir ávalt verið þekt fyrir gestrisni við alla þá, sem að garði hefir borið.” Eftir að Samson kom vestur, hafði hann lengi bréfaskifti við Jakob bróður sinn, á Illugastöðum. Var gaman að mörgum þeirra, því Sam- son var greindur og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. í einu þeirra segir Samson frá, að þar hafi verið á fyrirlestraferð Norðmaðurinn Björnsjerne Björnson. Lofar hann Björnson ákaflega fyrir mælsku, skörungsskap og víðsýni, en einlcum dáist hann mjög að framkomu hans allri og útliti. Þó var eitt í fari Björnsons, sem hann gat ekki sætt sig við: Björnson trúði ekki á sama hátt og Samson á annað líf,—trúði varla á það. Þvi segir Samson, að lyktum, að hann haldi að Björnson sé meistarastykki Djöfulsins, sem Anti-kristur, til að taka guðstrúna frá fólkinu, en án hennar geti það ekki lifaÖ. Hún hefði gefið því kraftinn til að komast yfir land- námsörðugleikana, og hún yrði aö vísa því veginn fram til fullrar sið- menningar í svo hálfnumdu landi. Mjög eggjaði Samson Takoh bróður sinn að flytjast vcstur. Þar væri nægilegt olnbogarvmi fyrir dugandi menn, þar væru möguleikar til að komast í álnir, en hér væri engin framtíðarvonj aðeins harðindi, framaksleysi og skortur. Jakob svaraði þessu svo að, hér væru nóg- ir möguleikar dugandi mönnum, hér vantaði ekkert nema framsýna menn og framtakssama og hann tryði ekki öðru en að þeir sem vestur fóru hefðu-einnig komist vel af hér heima, ef þeir hefðu lagt eins mikið á sig hér eins og landnámið krafð- ist af þeim þar. Því taldi hann þeim íslendingum fara litilmannlega, sem rynnu hér af hólmi, þó nokkur ár kæmu erfið, í stað þess að vinna að þvi að íslendingar gætu gengið móti batnandi tímum á íslandi. Sýndist þeim bræðrum svo mjög á sinn veg hvorum að þeir hættu að skiftast á hréfum. Samson var duglegur og mjög sýnt um fjármál, varð og efnaður maður. Hann andaðist 1933. Friðrik Bjarnason er fæddur að Tungu 4. júlí 1851. Átta ára fjam- all fluttist hann að Katadal með for- eldrum sínurn. Þar misti hann móð- ur sína 12 ára gamall. Ari síðar, 1864, fluttist Bjarni faðir hans að Hlíð á Vatnsnesi, en systkinin Sig- urbjörg og FriÖrik vistuðust þá að Tungu. Leið þeim þar miðlungi vel. Eftir eins árs dvöl þar, fluttust þau að Ásbjarnarncsi til Ásgeirs Ein- arssonar alþingismanns og GuSlaug- ar Jónsdóttur, og voru þar tvö ár í yfirlæti.” Þaðan fluttist Friðrik að Hlíð til föður síns. Bjó Bjarni þá meÖ Kristinu Jóhannsdóttur, og seg- ir Friðrik svo síðar, að hún hafi verið þeim systkinum eins og góð móðir. Til Kanada fluttist Friðrik 1874 með föður sínum og systkin- um. Haustið 1875 kvæntist hann Mildríði Árnadóttur frá Grafarkoti á Vatnsnesi Sigurðssonar. Lengst bjuggu þau í Pembina- fjöllum og Wynyard bvgð og þar andaðist Mildríður 9. október 1911, en Friðrik lifði til 1927. Þeim Friðriki og Mildríði varð átta barna auðið Dóu tvö í æsku, og lifa fimm þeirra eðn. í endurminningum sínum frá Garðar segir Stephan G. Stephans- son skáld svo um Friðrik: “Hann hefir verið og er skýrleiks- maður á marga lund. Um eitt skeið æfinnar fékst hann nokkuð við smá- skamtalækningar og þótti takast vel. Andlegum og íslenzkum félagsmál- um hefir hann æfinlega verið hlynt- ur. Hann hefir ávalt tekið mikinn í félagsmálum sveitar sinnar. Hann er frjáIshyggj uma8ur í besta skilningi þess orðs.” Friðrik var greindur maöur og prýðilega hagmæltur, og róma þeir er þektu hve gott hjónaband þeirra Mildríðar var og heimilið glaðvært, ?ó þar væri aldrei miklum efnum til að tjalda. Mildfríður var mjög dug- Ieg kona, eins og henni stóÖ ætt til, en Friðrik var veikbygður maður og heilsulítill, og þoldi illa vosið og erfiðið, sem fylgdi landnámsárun- um. Hefir það að sjálfsögðu geng- ið hart að Friðrik, þvi í einum stað Iýsir hann því svo: Kuldasteytings frost og fjúk feril rlimman næddi. Þó'var hann alla tíð þess umkom- inn að gefa þeim hlýju og gleði er næst stóðu hontim. Því unna hon- um allir, sent einhverntíma þektu hann. — Þvi ver hefi eg ekki feng- ið afskrift af ljóðasyrpu hans, en sel hér aðeins eina visu, h'klega hans síðustu, þvi hún lýsir honum nokk- uð: Vinir, ekki hafið hátt hinst er kveð eg foldu— en fellið blóm aÖ leigi lágt hk þar fer i moldu. SIGURDUR Og'hELGA. Eg get ekki skilið við þessar sagnir um Katadalsfólkið svo, aÖ tilfæra ekki fáeinar vísur eftir Sig- urð Bjarnason. Eru þær aÖ mestu teknar af ítandahófi og sýna þvi nokkurnvegin hagmælsku hans. Á barnsaldri orkti Sigurður þessa vísu: Höttótt rolla og rauður klár reyna að tolla saman, Laufaþollum leit við fjár list það skolli gaman. Þessar vísur, ósamstæðar, lýsa Sigurði nokkuð, skoðunum hans og hugsunarhætti: Innra-manninn ef að sjá ertu fast í 'sólginn, augun skoða áttu þá, andinn þar er fólginn. Til að þekkja þankánn hreint þetta eina dugar; augun geta engu leynt eðlisfari hugar. I Fvrst þú auðtir firrist mig farðu hvert þig lystir. Ekki skal eg elta þig, aðra meira þyrstir. Þú á lífsins völtum veg vanda ntörgum semur. Minnar sálar auðinn eg elska langtum fremur. Reyndu flárra að forðast stig, falsi mægjast tregur; i vinskap fárra festu þig, flestum þægilegur. Heims um glaum eg hirði’ ei neitt, hann þvi vil afsegja; eg í guði girnist heitt glaður lifa’ og deyja. (Líklega síðasta vísa SigurÖar). Sigurður kom þar inn í Reykja- vik er menn voru kliptir. Vildu þeir að hann léti einnig klippa sig, því hann var orðinn loðinn. Kast- aði hann þá fram þessum vísum: Ljós á brá og mjúkhent mær, máluð klárum sóma, skar mitt hár þá skildum. vær —skærri báruljóma’1. Koll þó lýða klippi hér 1 klaka hlíðir mundar, hárið síða‘ á höfði mér hennar bíði fundar. Kunnar eru nokkrar vísur Sig- urðar, sem sýna að hann óraði fyrir endalokum sinum: Hrollur króar hvggjubæ, helst sem þróar trega, þegar sjói séða fæ svona ógalega. Þá vill grunur glæðast minn geigblöndunarstrangi, að eg muni síðast sinn sjóriðunum fangi. Síðar var það, að hann kvað og nefnir “Svefnvisu.” Finn eg vanda þrjóta þráÖ þegar landið hverfur. Sjóarandlát sætt er tjáð: sá mér blandast skerfur. Ekki var Sigurður einhliða í ljóð- um sínum, þótt flest sé það alvar- legt, sem birt hefir verið eftir hann Set eg hér nokkrar vísur, sem þetta sanna, sina úr hverri áttinni. Þess- ar nefnir hanrt Óyndi. Hér er drungaeðli inni. —Eg fæ sungið Ijóð, svo að þungum þanka linni —þó miðlungi góð. Farðadallar hér þó hjá sér happa galli seim, eg rak alla ólund frá mér, yndið kalla heim. Frá mér reykiar- skyrpa -skýlu skáldaleikirnir, en sjálfir steiki sína fýlu sorakveikirnir. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Vík eg f jær þá sorinn sóða svika nærir bál, því mín kæru ljósin ljóða ljóma skær í sál. Við þann una einn eg nenni yndisfunastað, þó mig gruni að gungumenni gremjast muni það. Fyrst sá nýtir flærðarhita frómlund víta nam, hann má sýta og sig á skíta, sveipaður lýtaham. Vermenn komu að Fornahvammi og voru við vín. Þá kvað hann: Best er að tala greitt um gjöld og góðra kosta borgun. Við skulum brúka kjaft í kvöld, en kuteisina á morgun Þessi vísa er kveðin í Revkjavík, og mundu sumir ætla að yngri væri en frá dögum Sigurðar. En ekkert er nýtt undir sólunni: Vikur mjóu meybrotin, menn við sjóar áleitin, eins og tóu útspýtt skinn Amors þróa verganginn. Um nirfil, ákærðan í svoncfndu beinamáli í Húnaþingi: Dygðasnauður, klækjaknár. kapteins auði ríkur, augnarauður, andlitsblár, afa dauðans líkur. (Dauðinn kom fyrir syndina, en hún er dóttir djöfulsins. Athuga- semd Sigurðar). Ekki er kunnugt um hvern þessi er:— Mammonshlekkjum mýlda skauð maurasekkjum unni, en að þekkja §el og sauð sundur ekki kunpi. Næsta vísa sýnir, aö ekki var ættingjum hlift, ef svo bar undir, enda þótt kerskivísur Sigurðar séu ótrúlega fáar, eftir hætti hans tíðar: Friðnum spyrnir frændi minn —fjárplógs þyrnastikill. Eigingirnis-andi þinn er svo firna mikill. Kveðið á ferð um kvöld: Lánið seiðir sorgir frá, sundur neyðir mölvar; máni greiða geisla á grundir breiðir fölvar. Kona í Reykjavík, Þuríður Eyj- ólfsdóttir, þekti Sigurð af orðspori og sendi eftir honum. Þegar Sig- urður' kom inn til hennar kastaði hann fram tveimur vísum, og "er þetta önnur þeirra: Stirður oft við skáldaskraf, skemtun veita ringur, nú er svanna séður af Siggi Norðlendingur. Sagt er, að það væri Þuriður þessi sem fékk Kristján Jónsson til að yrkja eftir Sigurð látinn. Siglingavísur: Byrinn grennir magnið rnóðs, mastra- flennir -striga. Liðugt rennir fákur flóðs- fyrir Ennisstiga. Ösla voð?.örnin*má æða-boðann Hafla. Beljar froða brjóstum á, brýtur gnoðin skafla. * Síðasta vísan í fyrra bindi ljóð- mæla Sigurðar. Ljóðavinur hirtu hér helst hvað skyni geðjast. Sleptu hinu, og hlifðu mér hallmælinu við af þér. 1 frásögn Snæbjarnar Jónssonar, sem fyr er getið, er talað mjög lof- samlega um SigurÖ Bíjarnason, og alt að maklegleikum, eftir þvi sem eg veit best. Þó vil eg bæta þar við því, sem mér þykir sizt mega gleym- ast: Eftir líflát Nathans Ketils- sonar og beinar afleiðingar þess, hlaut að verða óvild milli ættanna, sem þar voru aðil jar, þó að hvorum- tveggja væri svo sárt að þeir töluðu fátt um. Voru því lengi allar leiðir frosnar þar á milli. Þenna ís braut Sigurður og sýnir það betur en nokkuð annað, að hann var enginn meðalmaður. Verður þetta ljóst aí sanngjörnum og lofsamlegum eftir- mælum, sem hann orti eftir Guð- mund Ketilsson, visum sem hann kvað til Eyjólfs Gttðmundssonar, og hlýrri vináttu, sem var á milli hans og þeirra Tllugastaðahjóna, Agnar Guðmundsdóttur og Jóns Árnason- ar. Gaf Jón út fyrstu rímur Sig- urðar, og fyrir hann orti Sigurður Sörlarímur. Einnig fengu þau 111- ugastaðahjón Sigurð til að hreir.- skrifa ljóðasyrpu Guðmundar Ket- ilssonar að honum látnum, og er það handrit til enn. Siðast en ekki sízt sézt þetta af mörgum ljóðabréfttm, sem fóru milli Sigurðar og Agnars Jónssonar, en þeir voru alúðarvinir. Er Ijóðmælahandrit Sigurðar Bjarnasonar voru komin í eign Guð- bjargar Eiríksdóttur á Kálfshamri, var það einn vetur að stúlka á Blönduósskóla skrifaði hénni og bað hana lána sér þau. Ætlaði Guð- björg að verða við beiðninni, en áður bækurnar færtt, dreymdi hana, að Sigurður kæmi að henni og segði með alvörusvip: “/Etlar þú að láta brenna mig?” Þegar Guðbjörg vaknaði skildi hún drauminn svo, að Sigurði væri ógeðfelt að hún lánaði bækurnar, og gerði það því ekki. Brátt skýrðist draumurinn þó betur, því á þessum vetri brann Blönduósskólinn. Frá þessu hefir sagt mér Ögn Eiríksdóttir á Ás- bjarnarstöðum. Þá hefir Snæbjörn vikið nokkuð að Helgu Eiríksdóttur, heitkonu Sigurðar, sem svrgði hann í fjöru- tíu og tvö ár. Bæti eg við það fátt einu. Fyrstu veruleg kynni Sigurðar og Helgu vortt það, að fardagaárið 1855—56 bjuggu þeir báðir í Tungu, Bjarni og Eiríkur feður þeirra. Þá var Sigurður 14 en Helga 12 ára, næstu ár voru þau í nágrenni, og urðu þá margar vtsur til, þar á meÖ- al þessar. Helga kvað: Siggi kveður löngurn ljóð lvndi meður kátu; hölda gleður, hrindir móð, hirðir téður plátu. Sigurður kvað: Syngja ljóöin liðugt kann lyngorms tróðan bungu, hringaslóðin eg sem ann, (eða: þvinga móðinn iðug ann,) yngisfljóð i Tungu. Eftir að Eiríkur fluttist að Bergs- stöðum, vorið 18Ó1, réðst Sigurður þangað til vistar, og var þar viðloða eftir það. Vel man eg Helgu, því hún var nágranni foreldra minna frá því eg man fyrst eftir þar til eg var 19 ára, og var vinátta rnilli heimilanna. Helga var há og grönn, dökk á hár og dökkeyg, augun hvöss og þó hlý. Hörundsbjört var hún og fríð, róm- urinn heldur dimmur, en þó sér- staklega þýður; framúrskarandi harngóð. Ætíð lagði hún gott til mála, því jafnan fann hún málsbót. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Arras, B. C Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash ! Bredenbury, Sask Brown, Man Cavalier, N. Dakota.... Churchbridge, Sask.... ! Cypress River, Man Dafoe, Sask J. G. Stephanson Darwin, P.O., Man. .. Edinburg, N. Dakota... Elfros, Sask Garðar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota .... Hayland, P.O., Man. .. Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markervjjle, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dak S. J. Hallgrimson Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man Point Roberts, Wash.. . Red Deer, Alta Reykjavík, Man i Riverton, Man Seattle, Wash Selkirk, Man Siglunes, P.O., Man. . Silver Bay, Man Svold, N- Dakota Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipegosis, Man Wynyard, Sask

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.