Lögberg - 10.09.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. SEPTEMBER, 1936
7
barnsskóna. En þessi sonur gömlu
hjónanna var sjálfur 'heilsulítill og
fyrir eigi löngu urðu þau fyrir þeirri
sorg, að missa hann og var lungna-
bólga, sem kom í kjölfar brjóst-
himnubólgu banamein hans. Fyrir
þessum sára missi urðu þau, Val-
gerður húsfreyja og bóndi hennar,
er hann hafði verið með þeim nokk.
urn tíma með drenghnokkann sinn.
Gömlu hjónin tóku þá drenginn
alveg að sér,
— Hugurinn leitar til þeirra á
stundum. Eg veit, að þau eiga
erfitt. En eg veit, að þau munu
þrauka, fram á síðustu stund. Þau
eiga vonir, sem lifa.—Sd.bl. Vísis.
“ Eg er vegurinn ”
Framh. frá bls. 3
inni, lifa réttlætinu. Fyrir hans
benjar eruð þér læknaðir.” (1. Pét.
2, 24. v.)
Maðurinn, sem þetta ritaði, lét
krossfesta sig fyrir kristna trú, en
ekki fanst honum meira til um sig
í samanburði við meistarann en svo,
að hann lét krossfesta sig á 'höfði.
Fanst það of mikið stærilæti af
sinni hálfu, að taka dauða sínum í
sömu stellingum og sá er á undan
gekk.
Vöndun á öllum sviðum er kraf-
an, sem kristindóminum fylgir, því
er mönnum svo illa við hann. Vér
erum sjálf ekki nógu góð, getum
ekki af eigin ramleik náð því há-
marki, fyrir sál vora, sem auðfund-
ið er, að gert er inst og dýpst í til-
verunni.
“Eg veit eg má ekki drekka, en eg
get ekki látið það vera,” sagði einn
af samtíðarmönnum vorum, þegar
læknar hans og vinir héldu því að
honum, að drykkjan væri að verða
.honum að aldurtila. Vel greindur
maður og mikill fyrir sér á starfs-
sviði.
Þannig kveinar hin ódauðlega
mannssál yfir fjötrum syndarinnar,
en fær ekki éinmana rönd við reist.
Og þegar það eru ekki nautnirnar,
sem á eftir reka, þá ágirndin, búra-
skapurinn, síngirnin í ótal mynd-
um. Og við vissum um það alt löngu
áður en Krishnamurti heyrðist
nefndur; löngu áður en hann var
til. Þar að auki er það vist, að sú
litla glæta af ljósi sem skin í gegn-
um sál hans, er geisli frá kristinni
trú, því dr. Annie Beasant var alin
upp i kristinni trú, þó hún hafnaði
henni, er hún kom til ára, fyrir á-
trúnað Hindúa. Hinu hefir hún
ekki getað hjálpað, þó eitthvað af
kristnum menningaranda eimdi inni
í sál mannsins, sem hún hjálpaði til
að móta.
Meistarinn Búdda sagði: ‘‘Helgi-
siðir ykkar eru tilgangslausir, bæn-
ir eru gagnslausar endurtekningar;
bænaþulur geta ekki frelsað manns-
sálir.” Svo hljóðar þetta.
Það er svo að sjá, sem greinar-
höfundi þyki þetta sláandi, því tek-
ur hún það upp í grein sina; er þó
vist að fátt mun grátlegra en það,
að kona, sem uppalin er undir kristn.
inni, skuli vilja gera slikt að yfir-
skrift hugsjóna sinna. Síðar í
greininni grípur hún þó til orða
hans, sem kendi að biðja: “Leitið og
þér munuð finna, o. s. frv.” Fellir
hún þó framan af málsgreininni
allri, því hún er sem kunnugt er:
“Biðjið og yður mun gefast, leitið
og þér munuð finna, knýið á og fyr-
ir yður mun upplokið verða.”
Það eru flestir sem taka ofan
hattinn og hljóðna, er þeir koma til
Getsemane, jafnvel þó á ýmsu velti
um trúna á auka-atriði, já, og aðal-
atriði líka. Það er eins og eilífðar.
kendin i hverjum einum láti til sín
taka á svo heilgum stað. Þrasið
hættir, mannlegleikinn dregur sig í
hlé. Maðurinn finnur að það er
i fullkomið tækifæri að sannfærast
um það, sem skáldið íslenzka syng-
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man......................B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota....................B. S. Thorvardson
Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.........................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man...........................O. Anderson
Bantry, N. Dakota.............. .Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, VVash..........................Thorgeir Símonarson
Blaine, Wash/...................Thorgeir Símonarson
Bredenbury, Sask.........................S. Loptson
Brown, Man...............................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dak»ta..............B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask......................S. Loptson
Cypress River, Man................................O. Anderson
Dafoe, Sask. ......................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.................Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.................Goodmundson, Mrs. J. H.
Foam Lake, Sask .............. J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota.................Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.............................C. Paulson
Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man............................F. O- Lyngdal
Glenboro, Man......................... O. Anderson
Hallson, N. Dakota...............S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man............................Magnús Jóhannesson
Hecla, Man....................................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota.....................John Norman
Hnausa, Man...........................B. Marteinsson
Ivanhoe, Minn.............................B. Jones
Kandahar, Sask.................. J. G. Stephanson
Langruth, Man....................John Valdimarson
Leslie, Sask.............................Jón ólafson
Lundar, Man..........................Jón Halldórsson \
Markerville, Alta.................................O. Sigurdson
Minneota, Minn.............................B. Jones
Mountain, N. Dak...................S. J. Hallgrimson
Mozart, Sask...................J. J. Sveinbjömsson
Oak Point, Man..................... A. J. Skagfeld
Oakview, Man.....................................Búi Thorlacius
Otto, Man............................Jón Halldórsson
Pembina, N. Dak..............................Guðjón Bjarnason
Point Roberts, Wash......................S. j. Mýrdal
Red Deer, Alta........................O. Sigurdson
Revkjavík, Man........................Árni Paulson
Riverton, Man..................................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash...........................J. J. Middal
Siglunes, P.O., Man..........................Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man.................................Búi Thorlacius
Svold. N. Dakota.................B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask................... J. Kr. Johnson
IJpham. N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man......................Tryggvi Tngjaldsson
Vogar, Man...................................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..................................Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man. ...........Finnbogi Hjálmarsson
Virynyard, Sask....................J. G. Stephanson
' ur: “Því fjær sem heims er hyllin,
þér hjarta Guðs er nær.” Þar er
öll heimshylli 'horfin. Þar fær guð-
dómurinn næði til þess að tala í
gegnurn mannssálina. Brotin sópast
í burtu, fjötrarnir falla. Ekki fyr-
ir fullkomleikum okkar mannanna,
sem alt verður i molum og brotum
hjá, líka það sem vér vildum bezt
hafa gert; heldur fyrir það, að
þarna stöndum vér frammi fyrir
helgidómi Drottins, frammi fyrir
eilífri fullkomnun, eilífum kærleika.
Og hvað heyrum vér þaðan ?
“Vakið og biðjið, svo þér fallið
ekki í freistni. Andinn er að sönnu
reiðubúinn, en holdið er veikt.”
Þar sem tilfinningin var næmust,
þar sem byrðin var þyngst, þar sern
guðdómurinn var að lúta niður að
jörðinni, með tímanlegt og eilíft
frelsi til mannanna, þar var skipun-
in þessi:
“Vakið og biðjið.”
Hvað kærum við okkur urn
Búdda, heiðinn, blindann leiðtoga.
Menning hans felur í sér skelfing
og undirokun fyrir smælingjana. Og
það er eitt af hinum stóru viðfangs-
efnum kristinna manna, að leysa þá
úr ánauð, færa þeim tíðindin frá
Getsemane og Golgata.
Hvað kemur okkur Krishnamurti
við. Það, sem er nýtilegt í máli
hans, höfum vér átt í miklu skærari
og skýrari stíl og ekta umbúðum.
Hans umbúðir eru mjög svo óekta.
Hvað þurfum við Krishnamurtis
við að leiðtoga, sem eigum Jesúm
Krist að leiðtoga, kennara, lækni.
lífgjafa, éilífum frelsara.
Hann sagði sjálfur: “Eg er vegur.
inn og sannleikurinn og lífið, eng-
inn kemur til föðursins nema fyrir
mig.” (Jóh. 146) Og jarðlífsreynsl-
an öll sannar að þetta er ódauðleg-
ur sannleikur.
Það er nauðsynin mesta í lifi allra
manna, að eignast hann, frelsarann.
Megi Guðs volduga og mildiríka
h$nd (Vídalín) varðveita Canada
frá öllum falsspámönnum og öllu
fári, hverju nafni sem nefnist, og
ljúka upp mannssálunum til sjónar
og viðurkenningar á þeirri einu
miklu nauðsyn, sem liggur svo mjög
i láginni í hugum margra, sem stend-
ur; nauðsyninni þeirri að þekkja og
eignast Jesúm Krist að persónuleg-
um frelsara og alheimsins frelsara.
Hann sem sjálfur sagði: “Eg er
vegurinn og sannleikurinn og lífið.”
Rannveig Kristín Guðmundsdóttir
Sigbjörnsson.
Dánarfregn
Agnes Magnúsaóttir Vatnsdal, í
Geysisbygð í Nýja Islandi, kona
Jóns Pálssonar landnámsmanns og
fyr bónda þar, andaðist að heimili
sínu Vatnsdal, þann 27. ágúst. Hún
var dóttir Magnúsar Gamalíelssonar
og Guðlaugar Magnúsdóttur er
bjuggu á Skúfslæk í Árnessýslu.
Hún giftist árið 1895 Jóni Pálssyni
smiþ, ættuðum frá Kumla á Rangár.
völlum. Þau fóru til Ameríku f rá|
Tjarnarkoti í Njarðvíkum árið 1900,
og fluttu strax til Nýja Islands. Þau
tóku til fósturs Grím Júníus Magn-
ússon ættaðan úr Gullbringusýslu, er
hann var 11 ára að aldri. Einnig
fóstruðu þau frá 8 ára aldri, Láru
Þorsteinsdóttur Bergmann af Borg-
firskum ættum. Fósturbörn þeirra
hjóna giftust og búa nú í Vatnsdal
góðu búi. — Einnig fóstruðu Vatns-
dalshjónin Sigurð Johnson frá
tveggja ára aldri. Er hann hjá
fóstursystkinum sínum i Vatnsdal
ásamt fóstra sínum.
Hin látna var kona dugleg, lifs-
, glöð, barngóð og fróð um margt,
lifði hún mjög í því sem íslenzkt
var, og unni því af óskiftum huga.
Eitt af áberandi einkennum hinnar
látnu, var hjálpsemi við bágstadda
og veika; var það engin nýjung þó
hún sem sjálfboði vekti yfir sjúk-
um og rétti hvarvetna fratm hjálp-
arhönd.
Fósturbörnum sínum var hún góð
móðir og manni sínum trúföst hjálp
og stoð á langri samferð þeirra.
Agnes rækti skyldur sínar heima og
heiman, hún unni kirkju sinni af al.
hug, var trúuð kona og félagslynd.
Útförin fór fram þann 20. ágúst,
að viðstöddu mörgu fólki; er hennar
sárt saknað af eiginmanni, fóstur-
börnum, og vinum.
Reykjavíkurblöðin eru vinsamleg-
ast beðin að birta þessa dánarfregn.
Margt af syskinum og frændaliði
þeirra hjóna er í Reykjavík og i
Árnes- og Rangárvallasýslum.
Sigurður Ólafsson.
* * *
ÞAKKARORÐ
Öllum þeim sveitungum, nágrönn.
um og vinum, er veittu okkur hjálp,
Og sýndu samúð og hluttekningu
með blómagjöfum og á annan hátt',
við sviplegt fráfall okkar elskuðu
eiginkonu og fóstru, Agnesar Magn.
úsdóttur Vatnsdal, vottum við okk-
ar innilegasta þakklæti.
Jón Pálsson Vatnsdal,
Mr. og Mrs. Grímur J. Magnússon
S. S. Johnson.
Geysir P.O., Man.
Grettissundið
Framh. frá bls. 5
fátt af því, sem hann þarf sér til
viðhalds. Má mönnum vera ljóst,
að slík fæða, er lélegur 'hitagjafi og
óliklegri til afreka, en fæða sú, sem
Grettir hafði í Drangey, þótt ef til
vill hafi með tífnabilum brostið á að
gott væri.
Eg þori að fullyrði, að fæði al-
þýðu manna á íslandi er afarlélegt
Ekki að vöxtum, heldur að kostum.
Besta sönnun þess er, að hér á ís-
landi eru meltingarkvillar tíðari en í
nokkru öðru landi sem eg þekki.
Mér er ekki kunnugt um, að í-
þróttamenn vorir hafi í nokkru
breytt til um mataræði, er þeir
þjálfa sig til íþróttaafreka, enda
væri það of seint þá. Iþróttamenn
þurfa að hafa annað og betra upp-
eldi en nú tíðkast á íslandi, ef þeir
eiga að vera vænlegir til sigurs í
kappraunum, er gera miklar kröfur
til þreks og þols. Eg var ekki hissa
á þvi, þó íslenzkir knattspyrnumenn
færu hrakfarir fyrir hinum þýzku
knattspyrnumönnum fyrir skemstu.
Eg úygg, að mataræðið hafi átt sinn
þátt í þeim. Lifnaðarhættir manna
hafa mikla þýðingu, er ræðir um
þjálfun undir kappleik. Það er og
viðurkent, að öll eiturnautn, svo sem
tóbaks, víns og jafnvel kaffi, dragi
mjög úr þrótti manna og áræði, og
geri þá óvænlegri til afburða af-
reka.
Eg hygg, að vanþekking íþrótta-
manna vorra á þessu sviði, standi
þeim mjög fyrir góðum árangri í
kappleikjum, ekki sízt þeim, er
þreyta Grettissundið.
Enginn maður er svo fákænn, að
hann ali reiðhestinn sinn eða veð-
hlaupahestinn á hröktu heyi, eða
öðru efnasnauðu fóðri. Heldur ekki
mundi hesturinn þrífast eða vera
vænlegur til mestra afreka, ef hann
væri fóðraður á eintómu svokölluðu
kraftfóðri. — Fóðrið þarf einnig að
innihalda nægilega mikið af ómelt-
anlegu cellulose, þar tekur blað-
grænan og þau efni, sem henni eru
samfara, öllu öðru fóðri fram. Ekki
aðeins handa hestinum, heldur og
handa kúnni, kindinni pg manninum,
þótt meltingarfæri hans hafi smám
sarnan tekið þeim breytingum, að
þau geti ekki notfært sér hana ein-
göngu til fæðu. Það er engin til-
viljun, að ný^og lifandi blaðgræna
hefir svipaða efnasatnsetningu og
litarefnið í blóði manna og dýra.
Það stafar af því, að blaðgræna er
hin upphaflega fæða allra dýra og
manna og alls sem lifir. Blaðgrænan
í jurtum og kálmeti hreinsar og
styrkir blóðið, og hindrar rotnun og
ýldu í þörmum manna og dýra.
Þeim, sem neyta eingöngu sterkr.
ar fæðu, svo sem kjöts, er hætt við
innvortis rotnun og kyrstöðu i þörm-
um. Hin cellulose auðuga blaðgræna
hindrar slíka rotnun og varðveitir
heilbrigði meltingarfæranna.
Um fæði Grettis í útlegðinni vit-
um vér harla lítið. Hætt er þó við
að Útlaginn hafi ekki ætíð átt kost
góðs fæðis. En sagan segir, að gott
hafi þeim þótt í eyjunni, því að þar
var gott til matar fyrir sakir fugls
og eggja. Þar var með öðrum orð-
um sældarlif í samanburði við það.
sem oft hafði áður verið.
Fæði þeirra félaga hefir verið ó-
Business and Professional Cards
PHYSICIANS amd SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimill: 638 McMILLAN AVE Talslmi 42 691 i Dr. P. H. T„ Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phonea 21 211—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON
Vlðtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St,—Sími 30877 Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
lslenxkur löafrœOingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 38 043
J. T. THORSON, K.C.
Islenzkur lögfrœOinour
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94 668
BUSINESS CARDS
DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328
CorntoaU ^otel Sérstakt verð á viku fyrír námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNlPEG
A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur ilkkistur og annast um út- farír. Ailur útbúnaður sá bezti Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Helmilis talslmi: 501 562
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING. WINNIPEG Annast um fasteignir raanni Tekur að sér að ávaxta spartfé fölks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir Skrlflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328
líkt kröftugra en nútiðarfæði, ekki
sízt í kauptúnum. Það hefir verið
auðugt af holdgjafa og fituefnum.
Lundinn, sem mjög verpir í eyjum.
er ungur mjög feitur. En hæpið er
að meltingarfæri manna þoli til
lengdar svo sterka fæðu, ef ekki er
neinn ko'stur kolvetna eða jurta-
fæðu. En þeir félagar hafa senni-
lega haft þar í eyjum fæðisbætir,
sem hefir varðveitt heilsu þeirra og
hreysti.
Flestir hafa heyrt getið um
skarfakál. Eg hefi hvergi séð það
svo þroskamikið sem i Drangey.
Þar eru heilir flákar þaktir skarfa-
káli. Blöð þess eru þykk og matar-
mikil, þau eru lítið eitt súr á bragð.
ið og hið ljúffengasta kálmeti.
Skarfakálið hefir mörgum norð-
urförum bjargað frá því að deyja
úr skyrbjúg. Það er auðugt af öll-
um tegundum fjörvis. Ekki aðeins
C-fjörvis, sem forðar mönnum frá
skyrbjúg. Ennfremur er það auð-
ugt af málmsöltum i lífrænu sam-
bandi, og einnig af ómeltanlegu
cellulose og er þess vegna hin bezta
fæðisbót.
Eg efast ekki um að Grettir og
þeir bræður hafa neytt skarfakáls í
allmiklum mæli. Ef það er rétt, hef.
ir það vissulega varðveitt heilsu
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
TannXœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
DR. T. GREENBERG
DentUt
Hours 10 a. m. to 9 p.m.
PHONES:
Ofíiee 36 196 Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipe*
J. J. SWANGON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ut-
vega peningalö.n og eldsábyrgB af
öllu tœgi.
Phone 94 2 21
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEG
Pœgilegur og rólegur bústaöur <
miObiki borgarinnar.
Herbergi $.2.00 og þar yflr; me8
baSlclefa $3.00 og þar yflr.
Ágætar máltlCir 40c—60c
Free Parking for Gueets
þeirra og hreysti.
Þetta er þó ekki svo að skilja að
eg telji að skarfakál og aðrar kál-
tegundir séu svo mikill eða góður
hitagjafi, heldur að þær verja þorra
manna fyrir rotnunarefnum, ef
fæðan er auðug af holdgjafaefnum,
svo sem fæða Grettis hefir vissulega
verið. — Skarfakálið hefir þannig
varðveita blóðið frá því að mengast
eiturefnum, en það er fyrsta skil-
yrði þess, að þreytan, sem ákaft
vöðvaerfiði framkallar, gerir minna
vart við sig. Eg geri einnig ráð
fyrir að vegna þess að skarfakálið
heldur blóðinu hreinu í þeim er þess
neyta, þá geri það þeim einnig létt-
ara um að verjast kuldanum.
Eg efast einnig um að Grettir
hefði enst þol og þrek til þess að
synda í land úr Drangey, ef hann
hefði verið alinn upp á nútiðar vísu
á kaffi, sykri, brauði úr hvítu hveiti
og annari jafn efnasnauðri fæðu,
sem rænir menn þreki og færir þeim
sjúkdóma i stað hreysti.
Það er sannfæring min, að ef í-
þróttamenn vorir ætla sér að kom-
ast í fremstu röð íþróttamanna og
geta sér sæmd fyrir afrek í íþrótt-
um, þá verða þeir að gefa meiri
gaum mataræðinu en þeir hafa gert
til þessa.—Mbl. 13. ágúst.