Lögberg - 28.01.1937, Page 6

Lögberg - 28.01.1937, Page 6
6 LiÖGBEBGr, FIMTUDAGINN 28. JANÚAR 1937 Þræli Arabahöfðingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. 1 sal þessum var einnig geymt ýmiskonar heríang frá íjölmörgum ránsferð.um. Loft og veggir var tjaldað dýrindis glit- og mynda- vefnaði. Á steinflísagólfinu lágu skrautlegar gólfábreiður í fimm lögum, hvert ofan á öðru; þar voru teppi frá Kúrdistan, Soumak, Bok- haia og gömul tei>pi frá Kalín, ómetanlegir dýrgripir. Allstaðar var fult af vopnum, byssum, slkammbyssum, stæltum sverðblöð- um, stuttum og löngum, bognum og beinum, með gulli og gimsteinum skreyttum skeftum og lijöltum. Auk þe&s' var þar fjöldi allskon- ar hluta, sem helzt hefðu átt heima í skrifla- búð. Þar voru allskonar úr og klukkur, standmyndir og skrín úr eir, útskornar dósir úr fílabeini, áttaviti af skipi liafði einnig vilst svona langt afleiðis, — hnakkar, beizli, svip- ur, fíiatennur úttroðnir dýrahausar, ítölsk brynja og hjálmar frá krossfaraöldinni, hill- ur fullar af bókfelli og handritum — alt þetta hreif huga vísindamannsins Caverly með á- girnd og forvitni. Á löngu útskomu borði í miðjum saln- um hafði miðdegisverður Tagars verið fram- reiddur. Nú var Tagar risinn upp af legubekkn- um og gekk fram og aftur um gólfið með heila hænu steikta í annari hendinni, en potaði bog- sverði sínu út í loftið með hinni. “Líttu á!M kallaði hann í skipunarróm, er Caverly smeygði sér úr hælalausum skón- um og gekk inn í salinn. Inn í salinn hafði verið borið allstórt búr fult af lifandi mús- um. Troðið hafði verið í allar rifur og sprung- ur í salnum, og svo hafði músunum verið slept út. Tagar var nú í óða önn að búa sig undir stríð — með því fyrst og fremst að troðfylla sig með mat, og því næst að æfa sig í vopnaburði — hvorttveggja í einu. Mýsnar hlupu dauðliræddar í allar áttir, um alt gólf og uppeftir veggjum til að leita sér smugu, en Tagar var allsstaðar á eftir þeim með hárbeitt bogsverðið. Ein af þessum vesalings smákvikindum ætlaði að forða sér yfir gólfkodda. Bogsverðið hvein í loftinu, •er Tagar sneið músina sundur í tvent. Inn á milli reif hann hænubrjóstið sundur með tönn- unum og hrækti út úr sér um öxl því, sem hann gat ekki gleypt í sig. “Svona á að fara að því!” Hann hjó nú hausinn af þremur músum hverri á eftir annari með þvílíku grimdar- æði, að betur hefði átt við á ljónaveiðum. Ein músanna hafði reynt að klifra upp eftir vegg- teppi, önnur hljóp yfr matborðið, og sú þriðja hafði hlaupið alla leið upp í hásæti Tagars og sat þar tístandi af hræðslu. Þetta var alt of stórfenglegur dauðdagi fyrir svona lítil og vesöl kvikindi. Fjórða músin slapp undan sökum þess, að einhver kom í dyrnar og hrópaði kveðju sína. Tagar glefsaði munnfylli sína af steiktu hænunni og lét bogsverðið síga. “Ef það er Ali Móhab, skaltu koma inn!” Það var Móhab. Hinn gamli veðurbarði hermaður fór úr skónum og gekk inn í salinn. Á eftir honum kom Lorg, hræddur og hik- andi, þar næst Mótlag hinn eineygði, Mansor og enn þrír, fjórir aðrir af ægilegustu her- mönnum Tagars. Hér átti bersýnilega að halda herráð. Tagar þurkaði sér um munninn á silki- erminni. “ Jæja, þá erum við hér saman komnir til að ráðgast um, hvernig við bezt getum stútað Z aad. Hann leit í kringum sig og virti fyrir sér hina sólbrendu hermenn sína. Svo sneri hann sér alt í einu að Caverly og lyfti annari auga- brúninni. “Sídí Sassí hefir ef til vill ein- hverja uppástungu?” Caverly gekk nokkur skref fram og aftur og var hugsi. Svo nam hann skyndilega stað- ar fyrir framan Lorg. “Hvemig var það annars, þegar félagar þínir voru drepnir, og hvíti þrællinn komst undan, stóð vindur þá af þér eða á þig?” “Á mig, Sídí,” svaraði Lorg. “Fanstu lyktina af úlföldum Zaads?” “Nei, enga lykt nema lykt eyðimerkur- innar.” “Það var þá engin þorstalykt af þeim?” “Þeir hljóta að hafa verið nýbúnir að drekka, Sídí. Annars hefði verið þorstalykt af þeim, ’ ’ svaraði Lorg. Caverly litaðist um og varð þess var að allir störðu á hann forvitnisaugum. “Hf úlf- aldarnir hafa verið nýbúnir að drekka, er það sönnun fyrir því, að £aad hefir verið nýlagð- ur á stað í leiðangur,” mælti hann. “Hann hefir því verið á útleið, en ekki heimleið. Hann mun því vafalaust verða á sveimi um eyðimörkina næstu daga og hafa gát á ferða- mönnum.” “Það er rétt,” sagði Ali Móhab í viður- kenningarróm. • / Caverly leit hvast til Tagars og mælti í ásökunarróm. “Þú hefðir átt að gera árás á hann þegar í gærkvöJdi í stað þess að sitja að sumbli.” Tagar vrar sem púðurtunna og eldneisti, ef nokkur áræddi að finna að gerðum hans. Hann þaut upp eins og elding, en í stað þess að beina reiði sinni að Sídíanum lét ’hann hann bitna á liinum vesæla Lorg. “Hvers vegna sagðirðu mér ekki undir eins, að úlfaldarnir hefðu verið írískir og ó- þrevttir,” öskraði Tagar. “Mér datt það ekki í hug,” svaraði Lorg. “Jæja —svo þér datt það ekki í hug!” Tagar varð enn þyngri og ískyggilegri á brúnina. ‘ ‘ Þér datt lieidur ekki í hug að spyrja mig!” mælti Lorg lieimskulega. Tágar fékk nú eitt tiyllingskastið, er stundum gat grijiið bans og svift hann allri vútglóru. Iíann þreif svipu á borðinu og sló af öllu afli. Smellurinn af hinni þungu, ósút- uðu leðuról þvert yfir bert andlitið á Lorg var svo andstyggilegt hljóð, að allir hrukku við. “Eg skal kenna þér að segja mér fyrir, hvað eg eigi að hugsa!” öskraði hann. Lorg stóð eins og steingerfingur. Blóðið vrall út úr djúpri fleyðru þvert yfir liægra kinnbeinið. Andlit hans var alveg hreyfing- arlaust, og sáust engin svdpbrigði á lionum. ’l'agar þeytti svipunni frá sér, þvert yfir salinn. Þessi æðisköst runnu venjulega undir eins af honum, er hann var búinn að vinna eitthvert illvirkið. “Þetta færðu fyrir að tala of hratt, en ríða of seint,” sagði hann í ofur- lítið spakari róm. “Þú átt ekki að skifta þér af, hvað Tagar hugsar. Þú átt aðeins að hlýða skipunum Tagars. Hefðirðu riðið harðara, þá hefðir þú fært mér þrælinn aft- ur. ” Caverly stóð þögull og horfði á. Hann opnaði og krepti hnefana á víxl. Hann hafði aldrei séð neitt eins andstyggilegt á æfi sinni. Hann hugsaði með sér, að vel gæti svo farið einn góðan veðurdag, að honum yrði það óblandin ánægja a vera við beiðni Nökhlu um að drepa Tagar. Það varð dauðaþögn í salnum eftir þenn- an viðburð, og menn skotruðu augunum hver til annars. En alt í einu glumdi við raust Tagars sigrihrósandi: ‘ ‘ Við teflum fram öll- um riddaraliðum vorum og ríðum af stað í kvöld og girðum fyrir, að Zaad nái heim aft- ur til Khadrim. ” “Nei,” mælti Rainy kuldalega. “Hva. . .!” Tagar varð svo steinhissa á dirfsku Sídíans, að kjálkar hans smullu sam- an eins og tóubogi. “Segirðu nei!” “Að ráðast á mannfjölda á bersvæði er ámóta og að elta býílugur,” svaraði Caverly og brosti yfirlætislega. “Þeir dreifast í allar áttir, en flokkast saman aftur óðar, er elting- unni léttir. Ef maður ætlar sér að vinna á þeim, verður að hringsitja þá!” Tagar var brúnaþungur og alt annað en áre'nnilegur. “Þú hefir ef til vill eigin upp- óstungu?” “Láttu mig fá ofurlítinn umhugsunar- frest, faðir minn, þá skal eg segja þér, hvað mér lízt í þessu máli.” Caverly litaðist um og lét augun hvarfla um allan salinn án þess að festa þau við nokkuð sérstakt. Ilann hafði auðvitað sínar eigin áætlanir, og fyrst og fremst var það til- gangur hans að koma sjálfum sér og Bó Treves heilum á hófi úr greipum Tagars Kreddache og út fyrir takmörk veldis hans. Það var aðeins ein hugsanleg leið til þess að komast burtu úr þessum fjarlægu og af- skektu eyðimerkurvinjum. Hann varð á ein- hvern hátt að fá forustu riddaradeildar og leggja síðan í leiðangur svo langt út á eyði- mörkina, að hann að lokum- næði saman við útverði menningarinnar. Það var eini mögu- leikinn — einasta vonin um að geta bjargað sjálfum sér og Bó. EJn áður en þetta væri framkvæmanlegt, varð hann að fá ótakmark- að vald yfir herdeild, sem fús væri að fylgja honum, hvert sem væri. En til þess að ná þessu takmarki varð hann fyrst að sýna og sanna dugnað sinn og herkunnáttu. Það var ef til vill, er öllu var á botninn hvolft, heppni fyrir hann, að þessi forni fjandskapur á milli Tagars og ^aads hafði blossað upp á ný einmitt núna. Nú gefst ein- mitt tækifæri til að sýna, að hann var fær um að stjórna heilum hóp eyðimerkurhermanna. Sjálfur hefði hann alls ekki haft rreitt á móti því, að þessir tveir gömlu ræningjahöfðingj- ar tættu hvor annan sundur, en hann varð nú samt að neita sér um þá ánægju. Herferð þessi og bardagi mátti ekki halda áfram nema að vissu marki, og ekki hársbreidd út yfir það. Þetta var annars allflókið málefni og erfitt viðfangs. Tilgangur hans var að sýna Tagar, að hann væri duglegur herforingi, sem væri fullfær að taka að sér stjórn á ræningja- llokk Gazim-vinjar, en á liinn bóginn varð hann að forðast að sýna alt of mikinn dugnað og herkænslru, svo að hann ef til vill ynni á Zímd og tæki fanga. Hann varð um fram alt að forðast það, að Lontzen yrði tekinn til fanga. 1 þessu var hættan fólgin. Það væri alt of mikil áhætta að láta Tagar sjá þennan hvíta mann og yfirheyra hann, því svo færi hann að brjóta heilann um strokuþrælinn. Og enn meiri hætta mundi stafa af Lontzen. Caverly þekti Lontzen nægilega vel til þess að vita, að honum var alls ekki að treysta, er hugleysið og síngirnin næðu tökum á honum. Yrði hann handtekinn, myndi hann annað- livort verða gerður að þræl eða dæmdur til dauða, og Caverly vissi vel, hvernig Lontzen myndi reynast í þeim kringumstæðum. Hann myndi þá sárbæna þá um að láta sig lifa, og hann myndi skírskota til þess, að liann hefði verið góður vinur Sídíans. Hann myndi því ekki liika við að ljósta upp öllu því, er snerti dauða Sídíans. Maður sá, er brugðist liafði ungri stúlku á hættunnar stund, myndi ekki hika við að svíkja hvern sem væri, ef hann með því gæti bjargað sjálfum sér. “Nei. Tagar mátti með engu móti kló- festa Lontzen! Það var því alt af teflt á tvær hættur, hvernig sem Caverly færi að því. En honum virtist, að sú leið, er hann hafði hugsað sér, væri einasta leiðin, og hann vonaði að geta hagað seglum á þann hátt, að það kæmi hon- um að lialdi. Hann sneri sér snöggt við og horfðist í augu við þá, er biðu svars hans með eftirvæntingu. Hann stakk báðum þumal- fingrum undir mittislinda sinn og mælti: ‘ ‘ Hlustið á ráð mitt! Við tökum ekki all- an herinn með okkur, en aðeins sjötíu og fimm manns. Hinir verða að vera eftir og verja Gazim, ef svo kynni að fara, að Zaad gæti snúið á okkur og komist fram hjá okkur í eyðimörkinni.” “Og hvað svo, sonur sælH” spurði Tag- ar með ískyggilegri kurteisi. Caverly leit rannsakandi í augu Tagars en er hann svaraði, leit hann um öxl til Ali Móhab, hins gamla víghauks eyðimerkurinn- ar. Hann fann það á sér, að úr þeirri átt yrði hann helzt að vænta þess stuðnings, er hann þurfti á að halda. “Mér hefir verið sagt,” mælti Caverly ennfremur, “að landslagið fyrir norðan Khadrim sé allháar sandöldnr. Mér hefir einnig verið sagt, að þar sé stór uppþornaður árfarvegur, sem liggur í aust-vestur um hálfa dagleið frá Khadrim. Þessi farvegur kvað vera alldjúpur og þannig lagaður, að allmikill liðsfjöldi geti hæglega falið sig þar.” “1 þeim farvegi geta þúsund manns hæg- loga falið sig,” mælti Ali Móhab. “Svo skiljum við úlfalda okkar eftir á öruggum stað,” mælti Rainy, “og setjum nokkra menn til að gæta þeirra. Því næst dreifum við okkur eftir árfarveginum, felum okkur þar og bíðum. Tveir eða þrír af okkur ríðum svo af stað og leitum uppi Zaad og menn hans.” Caverly starði á veggteppin stóru, eins og hann sæi þar greinilegt landa- bréf yfir þetta landsvæði. “Þessir tveir eða þrír menn eiga svo að vera útverðir okkar, — og beita.” “Og ginna hann þangað, sem hinir bíða?” spurði Tagar, sem nú tók að fá áhuga fyrir þessari nýju áætlun, svo að hann gleymdi móðguninni. “Já, — ginna Zaads-menn með sér í sjálfheldu.” “Bíddu nú!” kállaði Ali Móhab upp. “Hefir nú Sídíinn hugsað þetta nógu ræki- lega? Gáðu að, Zaad hefir ekki meira en helminginn af liði sínu með sér. Það eru því að minsta kosti sextíu eða sjötíu manns eftir í Khadrim, og þá eigum við að baki okkur aðeins hálfrar dagleiðar f jarlægð! Zaad get- ur kallað þá til hjálpar með spegilmerki eða reykmerki. Og hvernig fer þá . . .?” “Já, hvernig fer þá?” endurtók Caverly og brosti. “Sérðu það ekki, heimskinginn þinn!” öskraði Tagar. “Hermennirnir frá Kliadrim munu ráðast á okkur að aftan, og að framan mun Zaad sækja að okkur með fimtíu manns. Við myndum verða í klípu, milli tvfeggja elda, og það væri dásnoturt!” Hann gretti sig háðslega framan í unga manninn. “Þú ættir framvegis að hafa vit til að þegja og láta reynda menn og skynsama tala.” “Fyrirgefið herra,” mælti Ali Móhab, er hafði virt Caverly nákvæmlega fyrir sér. “Var þetta öll áætlun Sídíans?” “Nei, það var það ekki. Þetta var að- eins byrjunin!” “Svo-o?” urraði Tagar. “Eg er einmitt við því búinn, að Zaad gefi mönnum sínum merki. Bg er við því bú- inn að heimaverðirnir í Khadrim geri útrás og ráðist á okkur að baki. En er þeir koma — ” Caverly opnaði báðar hendurnar eins og töframaður, sem er að sýna, að það sem hann liélt á rétt áður, sé nú horfið á dularfullan hátt — “er þeir koma, — þá erum við þar ekki.” * “Jæja, þá erum við þar ekki!” Hinn gamli liarðúðugi stríðsmaður strauk skegg sitt. ‘ ‘ Hvar erum við þá ? ” “Útverðirnir verða að sjá um, þeir geti gint Zaad í gildruna skömmu fyrir sólarlag, hvorki fyr né seinna,” sagði Caverly. “Svo gefur Zaad heimamönnum sínum merki og varalið lians kemur þegar frá Kliadrim. En áður en það kemur að árfarveginum, er orðið koldimt, og' á meðan höfum við liægt og gæti- lega læðst upp úr farveginum og til úlfalda vorra og erum komnir á bak. Þegar svo báð- ir flokkar Zaads hittast í myrkrinu, erum við komnir langt að baki þeim. Við erum þá einmitt í þann veginn að klifra yfir hina varnarlausu múra í Khadrim. ” Það varð dauðþögn um hríð. Svo kast- aði Ali Móhab höfðinu aftur á bak og hló. Skellihló og' rak svo upp aðdáunaróp mildð. Tagar var ekki eins fljótur að átta sig. Það var eins og fífldirfskan í áætlun þessari ruglaði hann í fyrstu. Hann leit á Ali Mó- hab. “Lízt þér vel á uppástunguna?” “Vel?” Móhab lamdi hnefanum á lærið á sér. “Iíún er skrambi sniðug. Það er Allah sjálfur, sem blásið hefir syni þínum þessu í brjóst.” Nú tók að blika og leiftra í köldum augum Tagars. “Jæja, þá fylgjum við þessari áætlun!” mælti hann ákveðið. “Þú, Ali Móhab, verður 'þá einn þeirra, sem átt að ginna fjandmenn- ina í gildruna. Svo getur þú sjálfur kosið þér aðstoðarmenn. ’ ’ Hinn gamli víg-glaði ræningi lagði lóf- ann á enni sér og beygði sig djúpt fyrir Cav- erly. “Salaam aleikum, Sídí!” mælti hann. ‘.‘Mér væri það mikill heiður, ef þú vildir fara með mér! ’ ’ ‘ ‘ Með mestu ánægju! ’ ’ Caverly gætti þess vel að láta ekki bera á gleði sinni og geðs- hræringu. Ilann dauðlangaði til að reka upp fagnaðaróp. Alt snerist á betra veg en hann hafði þorað að vænta. Ef þeir tækju Khad- rim og skildu samtímis eftir nægilegt varnar- lið í Gazim, þá yrði Zaad lokaður úti í eyði- mörkinni og ætti við þorsta og sult að etja. Bæði þorpin voru vel víggirt og of byrg af matvælum til þess, að hægt væri að vinna þau í stuttri umsát. Zaad mundi því — heldur en að deyja úr hungri og þorsta — leita með menn sína til fjarlægra vinja og búa sig þar undir nýja árás. 0g þá yrði Lontzen að fylgja með Zaad.— Ali Móhab litaðist um og leit á hvert andlitið af öðru. Hvöss augu hans námu staðar við Mansor, þrælasvipu-vörðinn. “Heyrðu!” sagði Móhab og glotti illilega. Mansor hafði ekki orð á sér að vera hugrakk- ur, og hann vildi helzt vera laus við þennan hættulega heiður. “Heyrðu, Mansor, þú átt að vera þriðji parturinn af þessari átu.” Svo var þá þetta klappað og klárt. Tagar gerði sínar fyrirskipanir, og herráðsstefn- unni var slitið. Seinni liluta dagsins var alt á tjá og tundri í Gazim. Hermennirnir voru að týgja sig í óða önn. Það ískraði í brunnvindunum, er verið var að fylla hina stóru vatnsbelgi. Úlföldunum var skipað í raðir, og vatn sett fyrir þá. ‘ ‘ Drektu og vertu sterkur! ” Bvssu- skfeti glumdi á steinbrúnni, ilskór skrjáfuðu í sandinum. Hverfisteinarnir skræktu undir sveðjum og sverðum. Fóðurpokar og mal- töskur voru á ferð og flugi. Klyfja-úlfald- arnir rumdu og stundu, meðan verið var að reyra liinar þungu byrðar á þá. Hróp og köll, söngur og hlátrasköll glumdu við hvívetna, og inn í alla þennan hávaða fléttuðust kveinstaf- ir og sorgarhljóð kvennanna. Sólin var sígin að sandbrún í vestri, er ytri hliðum Gazim var hrint upp á víðan vegg. Tagar Kreddache reið fremstur. Á hægri hönd honum reið Caverly, en AIi Mó- hab á vinstri. Herfáninn með slöngufánun- um fimm blakti yfir höfði hans. Á eftir þess- um þremur komu úrvalshermenn í tveimur röðum. XII. Herferðin. Gazim-vinjarnar hurfu brátt í voldugri víðáttu sandauðnarinnar. Þessi litli græni blettur var svo afar lítilfjörlegur í saman- burði við umhverfið, að það var hreinasta furða, að hann skyldi nokkurntíma hafa fund- ist. Á alla vegu breiddi sandauðnin úr sér — hin ægilega og ógnarvíða eyðimörk Sahara. Um sólarlagsleytið voru hermennirnir komnir langt út á eyðimörkina. Nú höfðu 'þeir síðasta klettariðið með hinum óskemti- lega vegvísir langt að baki sór.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.