Lögberg


Lögberg - 28.07.1938, Qupperneq 1

Lögberg - 28.07.1938, Qupperneq 1
51. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN v 28. JÚLt 1938 NÚMER 30 ‘ i FJALLKONA ÍSLENDINGADA GSINS A HNAUSUM Frú G. J. Guttormsson Œfiminning Guðrúnar Gudmundsdóttir Jónasson Hún andaðist að heimili sínu við Vogar-pósthús i Manitoba þann ii maí siðastliðinn. Guðrún var fædd 16. júli árið 1872 á Stefánsstöðum í Skriðdal i Suður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Guðmund- ur Hirinbo^ason ísleifssonar Óla- sonar frá Geirólfsstöðum í Skrið- dal og Guðlaug Eiríksdóttir Einars- sonar. Bjuggu þau hjón síðustu tíu árin, sem þau voru á íslandi, á Þor- grímsstöðum- í Breiðdal. Þegar þau fluttust vestur, var Guðrún tólf ára gömul. Þau settust að nálægt Hensel í Norður Dakota og bjuggu þar. Árið 1893 giftist Guðrún Jónasi Kristjáni Jónassyni, ættuðum úr Skagafirði. Bjuggu þau næstu tvö árin i Dakota, en fluttust 1895 norður til Manitoba og settust að við Manitobavatn, á Siglunesi, og bjuggu þar upp frá þvi á sama stað í fjörutíu og þrjú ár. Um það leyti er þau fluttust þangað norður mátti heita óbygt með fram vatninu svo langt norður. Var það hið mesta þrekvirki að flytja sig svo langa leið, hátt á þriðja hundrað milur með skepnur og bústofn; en þetta var á landnámsárunum, og á þeim árum létu menn sjaldnast fyrir brjósti brenna, þó að þeir yrðu að fara langar leiðir yfir óbygðir og vegleysur til að komast þangað sem þeir ætluðu sér að fara. Þeim Jónasi ,og Guðrúnu búnaðist vel enda voru bæði dugleg og fyrir- hyggjusöm. Völdu þau sér fagran stað við vatnið, móti suðri, þar sem útsýni er einna fallegast til eyjanna, sem liggja þar suður undan. Hetir Jónas nú á síðari árum gefið staðn- um nafniö Fagranes, og ber hann nafn með rentu. Þarna bygðu þau upp eitt hið mesta myndarheimili þar í sveit og þó víðar væri leitað, og ólu upp tíu börn. Var að vísu gott undir bú þar i héraði, og mörg- um hefir farnast þar prýðilega vel; en það er ekki ofsagt, að atorka og framsýni þeirra hjóna hafi ráðið miklu um, hversu vel þeim farnað- ist. Börn þeirra Jónasar og Guðrún- ar eru þessi: Þóra Björg, gift Hávarði G. Hávarðssyni, bónda að Clarkleigh, Man.; Guðmundur Finn- bogason, fiskikaupmaður i Winni- peg, giftur Kristínu Johnson; Ólaf- ur, bílaviðgerðarmaður í Winnipeg, giftur Jenny Pétursdóttur Péturs- sonar fjrá Langárfossi'; Guðlaug, gift Birni Guðmundssyni Jónssonar frá Hiúsey, bónda við Vogar; Jón- ina Guðrún, hjúkrunarkona, ógift: Vilhelm Snorri, verzlunarmaður í Winnipeg, giftur Guðrúnu Hin- riksson; Ólafia Svanhvít, gift Ólafi Jóhannessyni Johnson, bónda að Vogar; Skúli, Jónas Bogi og Olga, öll ógift Iheima. Stjúpsonur Guð- rúnar er Þorfinnur Egill, til heimilis í Winnipeg, giftur Guðbjörgu John- son. Systkini GuÖrúnar, sem á lifi eru, eru Guðrún, kona Jóns Eyjólfsson- ar á Lundar; Finnbogi. bóndi við Mozart, Sask.; Guðlaug, kona Jóns Halldórssonai', sem lengi bjó á Lundar, nú í Winnipeg. Guðrún sál. var ágætiskona, dug- leg, stjórnsöm á heimili, virt og vel látin af öllum sínutn nágrönuum og sveitungum; hún var sómi sinnar stéttar sem móðir og húsfreyja. Skapgerð ihennar var þannig, að hún var glaðlynd í viðmóti, einlæg og viljaföst. Á allri hússtjórn hennar var myndar- og rausnarbragur, sem benti bæði á gott uppeldi og sterka sómiatilfinningu. Hún rækti skyld- FJALLKONA ISLENDLNGA DAGSINS A GIMLI Frú Halldóra Jakobsson Heimboð TIL KYNNIS Vltí JÓNAS JÖNSSON ALÞM. Fimtudaginn 28. }>. m. verður innboð að 45 Home Str. frá kl. 3—6 0g 8—10 eftir hádegi, til þess að veita Is- lendingum í bænum tækifæri á að bjóða fyrverandi dómsmálaráðherra Jónas Jónsson alþingismann, vel- kominn hingað til lands, er hér er staddur sem gestur Þjóðræknisfélagsins. 1 umboði: Forstöðunefnd Þjóðræknisfélagsins. Skáld lífsins Þekki eg skáld, sem altaf er að yrkja með öllum sínum háttum fögur ljóð. Heimurinn allur er hans mikla kirkja, — altarisloginn fögur kærleiksglóð. Lífsins skáld, eg hugsa um þig hrærður. Eg hryggur leita stundum á þinn fund, en frá þér kem eg altaf endurnærður, með eld í hjarta og glaða sólskinslund. Og fögur blóm í sporum þínum spretta. Við spurning hverri veiztu ekki svar, en gefa viltu ei annað en hið rétta, pf einhvem þurfamann að garði bar. Lífsins skáld, þú yrkir kvæði engi, en alt þitt líf mér syngur fagran brag, og eins þótt hugans hörpu þrjóti strengi og hjartað spili undir sorgarlag. Því hjá þér vaka vorsins raddir blíðar, sem vetrarkvöldin stytta, dimm og löng, og þú átt eftir einhvemtíma síðar að orna mörgu, bæði í ljóði og söng. Því eldur logar undir brúnaskömm, eldur hlýr, sem löngum vermir mig. Ljóðin þöglu liggja þér á vörum, lífsins skáld, sem yrkir sjálfan þig. Grétar Fells. —Nýja dagbl. ur sínar sem bezt mátti verða og var manni sínum samhent mjög um alt, hollráð og úrræðagóð, þegar til vandaniála kom. Með henni er gengin til grafar ein af hinum merk- ustu íslenzkum konum i bygðum Is- lendinga hér í landi. Síðustu árin, sem hún lifði, þjáðist hún af þreyt- andi og þvingandi sjúkdómi; en hún bar alla erfiðlika mð mestu hug- prýði. Dóttir hennar, Jónína, stund- aði hana stöðugt að heita mátti tvö síðustu árin með frábærri alúð og ástundun. Guðrún var jörðuð að Lundar 14. maí, að viðstöddu miklu fjöl- nienni, af séra Valdimar Eylands. Daginn áður fór fram húskveðja á heimilinu, og var alt bygðarfólk að heita mátti, pg sumt lengra að koni- ið, þar viðstatt. Sá sem þessar lín- ur ritar, flutti þar nokkur kveðju- orð. G. A. MISS CANADA (á íslendingadaginn á Hnausum) Ungf rú Snjólaug Sigurðsson 100 þús. pakkar af saltfiski seldir Sölusamband islenzkra fiskfram- leiðenda hefir nýlega selt 100 þús. pakka (5,000 tohn) af saltfiski til Barcelona og S..Í.F. hefir von um sölu síðar á 50 þús. jjökkum í viðbót og ef úr henni verður, þá er hér á einn stað seldur um helmingur alls þéss fisks, sem tií er í landinu. Af þessum fiski fara 50 þús. pakkar nú næstu daga, er verið að hlaða skipin, aðrir 50 þús. pakkar fara í ágúst og verði úr sölu á 50 þús. pökkum í viðbót, fara þeir sennilega í september. Þessa sölu annaðist Ólafur Proppé framkvæmdarstjóri fyrir hönd S.Í.F. Hann fór suður til Barcelona og gekk þar frá samningunum um þessa fisksölu, sem hafði verið und- irbúin símleiðis hér heima áður. Ólafur Proppé lagði af stað héð- an 28. maí og fór með skipi til Eng- lands og hélt svo áfram til Parísar. Þaðan fór hann þann 9. þ. m. flug- leiðis til Barcelona. Dvaldi þar nokkra daga og gekk frá samning- um um fisksöluna. Frá Bercelona fór hann svo aftur flugleiðis til Parísar þann 15. þ. m. og kom til London 17. þ. m. Ferðin suður hafði gengið að óskum. Verðið á þessum fiski er mun hærra en annarsstaðar er fáanlegt. En það er ekki aðeins hið hærra verð, sem fiskeigendum kemur hér til góðs, heldur einnig hitt, að fisk- ur þessi er létt verkaður og munar það 10% móts við Portúgals-verk- aðan fisk og 20% móts við fisk þann, sem seldur er til Suður-Ame- ríku. En það, sem mesta þýðingu hef- ir fyrir okkur í sambandi við þessa fisksölu er þó það, að greiðslan fer fram í sterlingspundum og hefir bún þegar verið trygð gegnum banka í London. S.Í.F. hefir hér til taks tvö skip, sem taka fyrstu 50 þús. pakkana. Er byrjað að hlaða skipin og verða þau ferðbúin i vikulokin. Fiskurinn er seldur f.o.b., og verður afhentur í Frakklandi. Er það mikið gleðiefni öllum fiskeigendum, að þessi fisksala skyldi hafa tekist svona vel. Stjórn og framkvæmdarstjórar S.Í.F. hafa sýnt mikinn dugnað í sambandi við þessa sölu, því að margvíslegir erf- iðleikar voru á veginum. —Morgunbl. 28. júní. Brjáluð veröld Veröldin nötrar af stríðsugg. Stórveldin geysast áfram í æðis- gengnu kapphlaupi um það, hvert þeirra geti aukið hergagnabirgðir sínar sem mest og teflt sem flestum mönnum fram gegn sprengjum, vél- byssum og eiturgasi. Við |slendingar höfum aldrei skil- ið ógnir ófriðarins, sem geisaði í Evrópu á árunum 1914—T8. Við heyrðum ekki svo mikið sem eitt byssuskot, enda þótt meginland álf- unnar nötraði af skothríð og orustu- gný samfleytt um fjögra ára skeið. Nú er hafinn undirbúningur að miklu geigvænlegri hildarleik en heimsstyrjöldin var. Og hver þorir að treysta því, að hlutlausum smá- ríkjum, jafnvel þótt fjarlæg séu ó- friðarmiðstöðvum Evrópu, takist að komast hjá ógnum næsta ófrið- ar ? í styrjöldum má heita, að þjóð- ir telji sér nálega alt heimilt, og er þá enginn annars bróðir í leik. Sannleikurinn er sá, að þegar til slíkra skemdarverka kemur, eru þjóðir næsta líkar, enda þótt sumar þeirra þykist öðum fremur elska friðinn og vígbúist í skjóli þess yfirskins. Það er fróðlegt að kynnast vig- búnaðarkostnaði síðustu ára í ver- öldinni. Árið 1932 nam hann sam- tals nál. 4 miljörðum gulldollara. Fjórum árum seinna (1936) hafði liann hækkað um 1 miljarð. En á siðastliðnu ári hækkaði vígbúnaðar- kostnaður heimsins á nokkrum mánuðutn úr 5 miljörðum gulldoll- ara upp í 7 miljarða. Það virðist þvi tæplega geta liðið á löngu, þar til hinir “friðsömu” stjórnmála- menn Evrópu fara að láta verkin eða öllu heldur vopnin tala. —Samtiðin.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.