Lögberg - 28.07.1938, Side 10

Lögberg - 28.07.1938, Side 10
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚLl 1938 öllum vinum mínu/m i Árborg og grend gefst hér með til vitundar, að eg hefi opnað Bíla og Afgreiðslustöð skamt frá Rjómabúinu Það verður mér mikið ánægjuefni að láta yður í té beztu, hugsanlega afgreiðslu á B.A. GAS and OIL — FIRESTONE TIRES GLOBELITE BATTERIES MAJESTIC RADIOS Danielson’s Auto Sen)ice M. J. DANIELSON, Owner ARBORG PHONE 24 MANITOBA Hamingjuóskir til tslendinga á Þjóðminningardaginn! Oss er það sönn ánægja að hafa getað veitt yður afgreiðslu síðan 1921 Vér höfum öll skilyrði til þess að fullnægja þörfum yðar með MASSEY-HARRIS BINDERS og þreskivélum og öðrum búnaðaráhöldum Sími 212 Selkirk Skoðið áhöldin á vinnustofu vorri BALCAEN BROS. Pósthólf 184 Manitoba Massey-Harris wmboðsmenn Hagn aðarsamas t að verzla við Balcaens Hamingjuóskir til Islenzka Þjóðarbrotsins í tilefni af ÞJÓÐHATIÐ ÞEIRRA • Það er oss ánægja að hafa stutt að velferð yðar síðlistu 12 árin, með voru VÍÐFRÆGA BROWN’S BRAUÐI CAKES PASTRY ROLT.S CCCWN’jí CCEAD LTD. SELKIRK .... MANTTOBA Á leið til Brasilíu (Brot úr ferðasögu) Eftir Thor Thors Haustið 1935 tókst eg ferÖ á hendur til Suður-Ameriku. Var sú ferð farin að tilhlutan Sölusam- bands isl. fiskframleiðenda í mark- aðsleitar- og söluerindum, og stóð hún yfir frá síðari hluta ágústmán- aðar til s.íðari hluta nóvembermán- aðar. Ritstjóri Samtíðarinnar hefir óskað þess, að eg skýrði lesendum hennar eitthvað frá þessu ferðalagi, og vil eg verða við því. Fer hér á eftir stutt frásögn af förinni yfir úthafið. Eg fór héðan með s.s. “Gullfoss” áleiðis til Skotlands 27. ágúst Dvaldi eg síðan i Lundúnum nokkra daga, meðan eg beið skips til Suð- ur-Ameriku. Skipið, sem bezt hentaði ferðalagi minu, átti að fara frá Soutihhampton á Suður-Eng- landi þ. 7. sept. Sérstök járnbraut- arlest átti að fara frá London ein- göngu með farþegana og þá, er þeim fylgja til skips. Lestin er full af fólki, og með forvitni horfir hver á annan og rannsakar, þar sem búist er við langri samfylgd. Lestin nem- ur staðar rétt við skipshlið, og stíga nú farþegarnir á skipsfjöl, en engir agrir mega fara um borð. Skipverj- ar hirða farangurinn úr járnbraut- arlestinni og skila honum í farþega- klefana. Menn koma sér nú fyrir i klefum sínum, sem eiga að vera heimkynni . þeirra um langa hríð. Stundvíslega á hádegi. siglir skipið út úr skipakvínni framhjá fjölda annara stórborga hafsins, því að þarna koma og héðan fara hinar miklu fleytur, er tengja saman heimsálfurnar. Farkostur þessi er eign ensks eimskipafélags, Royal Mail, og nefnist “Alcantara.” Hann er um 22 þús. smálestir að stærð og gengur 19 milur á vöku. Þetta er eitt af stærstu skipunum, sem annast farþegaflutninga milli 'Evrópu og Suður-Ameríku. Það er búið þeim nýtízku þægindum, sem hin stóru Atlantshafsför hafa bezt að bjóða. Það er komið við í einni höfn á Frakklandi, i Vigo á Spáni og i Lissabon, en aðeins staðið við í nokkrar klukkustundir. Alls staðar bætast farþegar í hópinn. Síðasti viðkomustaður skipsins, áður en haldið er rakleitt til BrasiLíu, er við eyjuna Madeira. Við komum að kveldi dags til höfuðborgarinnar, Islenzkir byggingameistarar velja Ten/Test í allar sínar byggingar Þessi Insulating Board skara fram úr að gœðum . . . Seld og notuð um allan heim—- Fyrir nýjar byggingar, svo og til að- gerða eða endurnýjunar fullnægir TEN/TEST svo mörgum kröfum, að til stórra hagsmuna verður. Notagildi þess og verð er ávalt eins og vera ber. Og vegna þess að það kemur í stað annara efna, er ávalt um auka-sparn- að að ræða. TEN/TEST hefir margfaldan tilgang sem insulating board. Það veitir vörn fyrir ofhita eða kulda, og tryggir jöfn þægindi hvernig sem viðrar. Þess auíftneðförnu plötur tryggja skjótan árangur og lækkað innsetningarverð. í sumarheimilum eða borgarbýlum, skrifstofum, fjölmennisíbúðum, kirkj- um, skólum, bókasöfnum, útvarps stöðvum, samkomusölum og hótelum, tryggir TEN/TEST lífstíðarþægindi, útilokun hávaða, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu byggingar- listar. Útbreiðsla og notkun um allan heim gegnum viðurkenda viðskiftamiðla, er trygging yðar fyrir skjótri, persónu- legri afgreiðslu. Ráðgist við næsta TEN/TEST umboðsmann, eða skrifið oss eftir upplýsingum. HLÝJAR SKREYTIR ENDURNÝJAR Insulating JVall Board LÆKKAR KOSTNAÐ VIÐ HITUN INTERNATIONAL FIBRE BOARD LIMITED, OTTAWA oísTRIBUTORS: ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTD., Winnipeg, Man. sem nefnist Funohal. Það er hin dýrlegasta sýn, sem getur að líta, er borgin breiðist út við fjallsræt- urnar, mörkuð af ljóshafi. í hlíð- inni upp frá borginni ljóma ljósin úr gluggum fjölda heimila, sem dreifð eru eftir henni allri. Það er friður og stórkostleg fegurð yfir þessari sýn. En þegar skipið er lagst, er frið- urinn þegar rofinn. Fjöldi smá- róðrarbáta legst við skipshliðina. Flestir eru þeir hlaðnir varningi, sem nú á að selja farþegunum, og sölumennirnir öskra hver í kapp við annan, til að bjóða fram vörurnar og mada með þeim. Flestir hafa á boðstólum alls konar saumavörur, skrautlega og vandaða dúka o. fl þess háttar, og snúa þeir nú innilega og hávært máli sínu til kvenfólks- ins, sem margt lætur leiðast til kaup- ánna. Þá er þar einnig fjöldi ann- ara báta, sem í eru ungir menn i sundklæðum. Þeir hrópa jafnvel ennþa háværara og skora á fólkið að fleygja peningum í sjóinn, þeir skuli hirða þá. Það er fleygt silfur- peningum. Róðrarmennirnir bregða blysi að sjáv*irfletinum, og piltarnir fleygja sér á kaf og koma þegar upp aftur með skildinginn í lófanum. Dýpi er þarna talsvert, og þetta þyk- ir vasklega gert, og farþegarnir láta því skildingana rjúka, en drengirnir vinna sér inn laglega upphæð. Ekki þurfa þeír að óttast, að slái að þeirn, því að það er molluhiti í lofti. Það er aðeins tími til að skreppa á land." Madeira er portúgölsk nýlenda, frjósamt land, en íbúarnir lifa mest á ferðamannastraumnum. Englend- ingar sækja þangað mjög mikið, og má í rauninni segja, að hættir íbú- anna og afkoma mótist af þeim og sé háð þekni. Það litla, sem menn sjá við örstutta viðdvöl, bendir alt til þess, að hér sé ferðamaðurinn æðsta veran og sá möndull, sem alt snýst um. Enda þótt langt sé liðið fram á kvöld, er uppi fótur og fit í bænum, veitingahús og verzlanir opnar og fjöldi fólks á götum úti. Ef til vill var þetta vegna þess, að á höfninni lágu tvö stór farþegaskip. Einkennileg eru farartækin, sem þarna eru mest notuð, en það eru lágir, opnir vagnar, er tvö naut ganga fyrir. Var ýmsum gestanna auðsýnileg ánægja að reyna þetta. Hús og mannvirki voru myndarleg og gróðursæld og mildi náttúrunnar auðsæ, jafnvel um þetta leyti sólar- hrings, enda eiga ibúar eyjarinnar ,afkomu sína fyrst og fremst yndis- leik loftslagsins að þakka, því að það dregur þangað fjölda þeirra ferðalanga, er fénu dreifir. Á miðnætti er haldið burt frá Madeira. Skipið hraðar sér á brott, ljósin í landi ljóma enn í kvelddýrð- inni, en smáóskírast og hverfa loks alveg. Nú er næsta höfnin hinum megin hins volduga hafs. Við höf um verið 5 daga um borð, en eigum ennþá eftir 12 daga til áfangastaðar, en 9 daga til fyrstu hafnar. Nú er sjálf siglingin að hefjast. Þegar hér er komið, er vissulega orðið tímabært að athuga fleytuna nánara. Það er eigi ástæða til að vantreysta henni, 'þótt háar kunni að reynast öldur úthafsins. Að afli, stærð og útbúnaði, er hún tákn þeirrar fullkomjnunar, sem mannlegt hugvit og tækni vita bezta. Sex þilför, sem einkend eru bókstöfum, frá A til F, aðgreina vistarverur. Neðst í skipinu er fullkomin og rúmgóð sundlaug með 24 búnings- klefum. í hana er daglega dælt nýjum, köldum sjó, og er hún mjög kærkominn dvalarstaður farþeg- anna, einkum eftir að hitarnir auk- ast. Á næsta þilfari er borðsalur, er rúmar 300 manns í sætum’; þar eru einnig stórar svalir fyrir hljóm- sveit skipsins, sem leikur þar við hverja máltíð. Á næstu þilförum eru farþegíaklefarnir og læknabú- staðir, — því að 3 læknar eru á skipinu, einn enskur, einn portú- galskur og einn spánskur, — aðal- skrifstofa skipsins, myndastofa, hárgreiðslu- og rakarastofur. Far- þegaklefarnir eru vistlegir og rúm- góðir, flestir eins manns klefar. Á næstefsta þilfari eru samkomusalir, reykingasalir og lestrarsalir. Þar er geymt bókasafn skipsins, sem er mjög f jölbreytt. Hér er einnig / mjög rúmgóð braut til skemti- gangna, og í góðviðrinu má þetta þilfar iheita aðalsamkomustaður fólksins. Þar gengur það fram og aftur heyir ýmsar íþróttir og alls konar kepni eða situr við lestur í stóliun sínum. Þar fyrir ofan er svo leikfimissalur með fullkomnum tækjumi, undir umsjá sérstaks kenn- ara, leikvellir, og loks stór sam- komusalur. Þar fara fram guðs- þjónustur öðru hvoru á morgnana Ofar öllu er svo stjórnpallur skips- ins, búinn öllum nýjustu tækjum til að stjórna fleytunni farsællega um höf og hafnir. Skipið er í rauninni ríki út af fyrir sig, lítil þjóðfélags- höll, með sérstakri, skipulagðri og öruggri stjórn, fjölda þegna, sem allir eru skattþegnar, en jafnframt aðnjótandi hlunninda þjóðfélagsins, raunar aðeins i hlutfalli við þann skatt, eða það fargjald, sem þeir inna af hendi. Mismunurinn kem- ur glögglega fram á hinumi þrem farrýmum. Fyrsta farrými hefir sams konar þægindi að bjóða og beztu gistihús stórborganna, að vísu nokkuð mismunandi eftir verði far- miðans. Annað farrými er svipað þvi, sem bezt er á millilandaskipum þeim, er við eigum að venjast, en auðvitað eru salakynni öll stærri. Þriðja farrýmii likist öðru farrými á íslenzku millilandaskipunum, en þrifnaður virðist þarna minni og umgengni verri. Á skipinu eru um 1200 farþegar, þar af helmingur á þriðja farrými, en sjálf skipshöfnin er um 450 manns. Farþegarnir eru fólk af öll- um stéttum, við hinn ójafnasta efna- hag; nokkrir vellauðugir, aðrir blá- snauðir og fjöldinn einhvers staðar þar á milli. Nær því allar þjóðir eiga sína fulltrúa. Mest er um Brasilíumenn og Argentínubúa, Portúgala og Spánverja. Síðan kom/a Englendingar, Frakkar, Þjóð- verjar, Italir o. s. frv., og nokkrir Norðurlandabúar eru einnig í hópn- um. Hér má því segja, að ægi saman öllum manntegundum í hinni rikulegu tilbreytni útlits og anda, sem hugvit og kenjar örlaganna hafa megnað að færa í form. Og eins og fólk þetta virðist frábrugð- ið, eins virðist það i fyrstu vera sannfært um, að það hafi ekkert saman, hvert við annað, að sælda. En þetta smábreytist, eftir því sem líður á ferðina. Skipverjar gjöra sér alt far um að fá farþegana til að kynnast. Þeir eru látnir kjósa nefnd til að beita sér fyrir skemit- unum og vþróttaleikjum milli far- þeganna, og árangurinn verður sá, að áður en á áfangastaðinn er kom- ið, hafa flestir eginast fjölda kunn- ingja. En slík viðkynning verður ARBORG THEATRE AGÚST 4., 5. og 6. SNOW WHITE and THE SEVEN DWARFS added shorts Sýningar hefjast kl. 9 e.h. Aukasýning á laugardaginn kl. 2:30 e. h. Tvœr sýningar á laugardagskvöldið, kl. 7 og 9:30 e. h. Fjölmennið að Gimli á ÍSLENDINGADAGINN Kaupið matvöru yðar, álnavöru, harðvöru timbur og málningavöru allan ársins hring í búð vorri LAKESIDE TRADING COMPANV GIMLI, MANITOBA 77/. TIIOBDA RSON IIANNES KRISTJÁNSSON Rjóma framleiðendur Styðjið yðar eiginn iðnað með því að senda oss rjóma yðar Vörubilar vorir koma reglubundið Við höfum jstjórnareftirlitsmann, sem flokkar rjómann. Við veitimn alla beztu, hugsanlega afgreiðslu Við starfrækjum almenna sölubúð ásamt Rjómabúinu, þar sem þér getið keypt nauðsynjar yðar við lægsta verði, sem hugsast getur. RIVERTON CO-QPERATIVE CREAMERY ASSDCIATION SIMI 20 RIVERTON MANITOBA

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.