Lögberg - 19.01.1939, Side 1

Lögberg - 19.01.1939, Side 1
52. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JANUAR 1939 NÚMER 3 MÆLIR MEÐ RÝMKUN ÍNNFLUTNINGSHAFTA Verkamanna samtökin cana- disku hafa fariÖ fram á það viÖ sambandsstjórn, aÖ rýmkaÖ verÖi vitund til um núgildandi höft gegn fólksflutningi inn í landið, nieÖ það fyrir augum að veita landsvist takmarkaðri tölu hús- viltra landflóttamanna frá Mið- Evrópu; telja forustumenn hlut- aðeigandi verkamanna samtaka hér vera um slíkt mannúðarmál að ræða, er canadiska þjóðin geti ekki undir neinum kring- umstæðum látið afskiftalaust. MOTHERWELL SyEMDUR gjöf Hon. W. R. Motherwell, sam- bandsþingmaður fyrir Melville hjördæmið í Saskatchewan, er nú maður hniginn allmjög að nldri; á hann að baki sér langan °g merkan stjórnmálaferil; gegndi hann um hríð búnaðar- raðherra embætti í stjórn Sas- l'atchewanfylkis. En þegar King- stjórnin kom til valda í Ottawa ^922, var Mr. Motherwell falin á hendur forusta landbúnaðar- vaðuneytis sambandsstjórnarinn- ar, og þótti þar< sem annarsstað- ar hagvitur umbótamaður. Nú hefir Mr Motherwell lýst yfir því, að þátttaka sin í opinberum uiálum sé í þann veginn að enda °g hann gefi ekki oftar kost á ser til þingmensku. Skömmu áður en Mr. Mother- Well á dögunum lagði af stað til sambandsþings, sæmdi miðstjóm Eiberal flokksins í Saskatche- vvan hann með samsæti og minja £J°f; var gjöfin forkunnar fög- ur borðklukka með viðeigandi áletran. Vesturlandið mun lengi geyma nafn Mr. Motherwells sem eins s>nna ágætustu sona. 8ENAT0R CASGRAIN eatinn Nýverið lézt að heimili sínu í Montreal, Senator J. PýB. Oas- gram, einn af áhrifamestu stuðn- 'HgSmönnum Liberalflokksins uni angt skeið og aldavinur Sir Vvilfrids Laurier. Senator Cas- grain var 82 ára er dauða hans ,ar að; útnefningu sína til efri niálstofunnar hlaut hann árið 1900. EEtílIl SIG úr e.c.f. flokknum Llaðið Vancouver Province jætur þess getið, að Dr. J. Lyle ,e ‘°rd hafi ákveðið að segja s'g úr C.C.F. flokknum. Dr. elford er nú borgarstjóri í ancouver og á jafnframt sæti á 'ylkisþingi; var kosinn í Van- c°uver í síðustu fylkiskosning- ['ni sem foringi C.C.F. Aminst "inð segir að Dr. Telford taki V, a næsta þingi sem utan- "kka þingmaður. MEN’S CLUB Prófessor L. A. H. IVarren Eins og vikið var að í síðasta blaði, heldur Karlaklúbbur Fyrsta lút. safnaðar fundi í sam- komusal kirkjunnar á fimtudags- kveldið þann 26. þ. m., kl. 6.15 e. h.; verður þá sezt stundvís- lega að borðum. Aðgöngumiðar kosta 40C og fást á skrifstofu Lögbergs, sem og í gimsteinabúð forseta klúbbsins, Mr. E. S. Feldsted, 447 Portage Ave. Sölu aðgöngumiða lýkur á mánudag- inn þann 23. þ. m. Ræðumaður klúbbsins að þessu sinni verður Próf. L. A. H. Wjarren, kennari í stjörnufræði við Manitobaháskólann. Urn- ræðuefni: “The Wonders of the Sky,” ásamt myndum til skýr- ingar. FIMM LEYNILÖGRFGLU- MENN TEKNIR AF LIFl 1 MOSCOW Þann 9. þ. m. voru fimm hátt settir leynilögreglumenn Soviet- stjórnarinnar rússnesku teknir af lífi í Mosrow; voru þeir allir sakaðir um föðurlandssvik, og sagðir að hafa verið í vitorði með Fasi&tum, bæði ítölskum og þýzkum. IiYSSUKAUP STJÓRNARINNAR Rannsókn þeirri, sem Davis hæztaréttardómari hefir haft með höndum vegna samninganna við John Inglis & Co. um kaup á 7000 Bren-byssum, er nú lokið, og álitsskjal dómarans verið lagt fram i þinginu. Dómarinn hvít- þvær hermálaráðherrann, aðstoð- arráðgjafa hans og Plaxton þing- rnann af þeim ákærum, er Col. Drew ba_r fram á hendur þeim í Macleans ritgerðinni frægu, þeirri, er til rannsóknarinnar leiddi; þessu jafnframt mælir Davis dómari með því við stjórnina, að sérstakri nefnd, sem óháð sé hermálaráðuneyt- inu, verði falin umsjá með her- gagnakaupum i framtíðinni. GASSPRENGING I VISINDABYGGINGU MANITOBA IIASKÖLANS VELDUR MIKLU TJÓNl Snenuna á fimtudagsmorgun- inn þann 12. þ. m., gerðist sá atburður, að sprenging, sem sögð er aðl hafa stafað frá gasi, olli tjóni, sem talið er að nerhi milli tíu og tuttugu þúsundum dala; þetta var í hinni nýju og veglegu vísindabyggingu Mani- tobaháskólans; mestar urðu skemdirnar á þriðju og fjórðu hæð; tveir menn, sem voru þarna við vinnu, sættu meiðslum' og voru fluttir á sjúkrahús. Spreng- ingin fór fram áður en kenslu- stundir í háskólanum hófust þennan morgun, og má það telj- ast mikið lán. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS 25 ARA Á þriðjudaginn þann 17. þ. m. átti Eim'skipafélag íslands 25 ára starfræksluafmæli. í tilefni af því barst stjórnarnefndarmanni þess vestan hafs, hr. Ásmundi P. Jóhannssyni svohljóðandi símskeyti: Reykjavik, 17. jan. 1939 “Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg. Stjórn Eimskipafélags Islands minnist yðar í dag og sendir yður fyrir hönd félagsins hug- heilar kveðjur og þakkir fyrir vel unnin störf í þarfir félags- ins.” Eggert Claessen. HARÐIR I HORN AÐ TAKA Samtalsfundur þeirra Cham- berlains og Mussolinis, er fram fór í Róm á fimtudaginn og föstudaginn í vikunni sem leið, bar engan sýnilegan árangur í friðar- eða samkomulags-átt; virtust þeir höfðingjar, er að málum stóðu, hvor um sig, næsta harðir í horn að taka, og gátu eigi með nokkrum hætti náð sameiginlegum samkomulags- grundvelli; er mælt að þetta hafi að mestu leyti stafað frá óbil- girni Mussolinis viðvíkjandi Spánarmálunum. Vegna vináttu- sambandsins við Frakka, var Mr Chamberlain ófáanlegur til þess með öllu, að sinna nýlendukröf- um Mussolinis í Afríku; að minsta kosti ekki á þessu stigi málsins. ítölsk stjórnarblöð segja að samtalið hafi verið í alla staði vingjarnlegt, og telja liklegt, að kvatt verði til sam- talsfundar á ný eftir að Franco hafi unnið fullnaðarsigur á Spáni, Ýms helztu blöð Breta eru þeirrar skoðunar, að styrkur Mr. Chamberlains heima fyrir hafi aukist til muna vegna þeirr- ar einurðar og þeirrar festu, er hann sýndi i þessari siðustu viðureigri við Mussolini. Ualborg Nielsen, B.A. Miss Valborg Nielsen lauk í fyrra stærðfræðisprófi við Mani- tobaháskólann með fyrstu ágætis- einkunn; fékk hún þegar að loknu námi ábyrgðarstöðu við Success verzlunarskólann hér í borginni; nú hefir Miss Nielsen hlotið stöðu við Insurance-deild Sambandsstjórnarinnar í Ottawa °g leggur af stað austur á föstu- dagskveldið kemur.—Miss Niel- sen er fædd í þessari borg; for- eldrar hennar eru þau Mr. Charles Nielsen póstfulltrúi, og frú hans Sölveig Þorsteinsdóttir Nielsen. Hugheilar árnaðar- óskir frænda og vina fylgja Miss Nielsen til hennar nýju heim- kynna og þeirfar veglegu stöðu, 'sem henni nú hefir verið falin á hendur í þágu hins opinbera. BÆNDAÞING I ALBERTA Þann 18. þ. m., héldu sam- einuðu bændasamtökin í Alberta ársþing sitt; sátu það f jögur hundruð erindrekar úr öllum kjördæmum fylkisins. í fjórtán ár samfleytt, höfðu bændur far- ið með völd í Alberta, eða fram að þeim tíma, er Social Credit stjórnin kom þar til valda. Þing þetta ákvað að bændasamtökin skyldi fyrst um sinn vera óháð pólitískum flokkum eða einangr- aðri hluttöku í stjórnmálum; það feldi uppástungu um að- skilnaS ‘ Vesturfylkjanna frá Austur-Canada, tjáði sig hlynt ríkiseinokun á lækningum, og skoraði á sambandsstjórn, að rannsaka til hlitar skilyrði fyrir allsherjar tryggingu á uppskeru bænda, er ríkið beitti sér fyrir og starfrækti frá ári til árs. FALLEG OG VIÐ- EIGANDI MINNING Þau hjónin Grimúlfur Ólafs- son tollstjóri í Reykjavík og kona hans, hafa gefið Lands- spítala Islands minningargjöf um Friðrik heitinn Stefánsson, fyrr- um forstjóra Columbia Press, Limted. Fregn um þetta barst ekkju Friðriks, frú Önnu, ný- verið að heiman FASISTAR VIÐ VÖLD 1 JAPAN I fyrri viku fóru fram stjórn- arskifti í Japan; féll þá ráðu- neyti það, er Konoye prins hafði veitt forustu í rúma nítján mán- uði; hinn fráfarandi forsætisráð- herra hafði jafnan þótt frjáls- lynd í skoðunum og naut stuðn- ings vinstri manna á þingi; hann er andvigur stefnu Fasista og taldi það með öllu óviðunandi, að herinn réði lofum og lögum í landinu; þessi afstaða reið hon- um og ráðuneyti hans að fullu. Hinn nýi forsætisráðherra Japana, Baron Iliranuma, er ein- dreginn Fasisti og herneskju- maður hinn mesti; hann viður- kennir engan annan gúð en her- guðinn, og staðhæfir að jap- anska þjóðin eigi að verða vold- ugasta hernaðarþjóðin í heimi; hann er því nær sjötíu og fjögra ára að aldri. LIKNESKI AF ÓLAFI TRYGGVASYNI Kaupmannah. 19. des. Norðmenn hafa ákveðið að láta reisa geysimikið likneski af Ólafi konungi Tryggvasyi á heimssýningunni í New York. Er það tekið fram, að þar sem íslendingar ætli að reisa likneski af Leifi heppna, þá verði Norðmenn að reisa annað líkneski, sem geti sýnt Ameriku- mönnum Ólaf Noregskonung, með því að þegar Leifur fann Ameríku, þá hafi hann numið þar land og helgað sér það í nafni Noregskonungs. —Alþbl. 20. des. Allra síðustu fregnir Árásarhersveitir Francos sækja að Barcelona á þrjá vegu, og eru sagðar að vera einungis rúmar 20 núlur frá borginni; stjórnin hefir boðið út öllu því liði, sem tök eru á, þar á meðal unglingspilt- um og konutn, borginni til varn- ar; þykir líklegt að úrslit þess- arar orrahriðar við Barcelona bindi enda á Spánar styrjöldina á einn eða annan hátt. + Sprengjum hefir verið varpað yfir vissa hluta London og í Birmingham undanfarna daga tneð næsta ískyggilegum og dul- rænum hætti; hefir þeim einkum verið beint að orkustöðvum hlut- aðeigandi borga; tveir menn liafa látið lif og uni tuttugu meiðst meira og niinna. Lögreglan hef- ir málið til rannsóknar, og hef- ir grunur fallið á irska lýðveldis- sinna. + Símað er frá Túnisíu þann 18. þ. m., að stjórn Itala sé svo að segja daglega að auka herafla sinn á landamærum Tunis, þrátt fyrir kröftug mótmæli af hálfu Frakka, er lýst liafa yfir því, að ítalir skuli aldrei fá þumlung af landareign hinnar frönsku þjóð- ar í Tunis.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.