Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 3
3 LÖŒBERQ, FIMTUDAGINN 9. MABZ, 1939 KAUPIÐ AVAL.T LUMBER hji THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Döggin Grátandi barn hleypnr til föður síns og biður um fyrir- gefningu. Faðirinn vefur barnið upp að brjósti sér: “Já, af öllu hjarta fyrirgef eg þér. Guð blessi þig, elsku barnið mitt, og leiði þig á vegum dygða alla æfi.” Himnesk sæla fyllir sál barnsins. Sál og likami titra af gleði. Sælt er að hvíla fyrirgefinn í föðurfaðmi. Aldrei skilur önd mín betur, að ertu Guð og faðir minn en þegar eftir villuvetur mig vermir aftur faðmur þinn.” i 32. sálmi Davíðs er lýsing á ástandi syndarinnar og svo á ástandi fyrirgefningarinnar. Syndarinn er í kvölum. Syndin þjáir hann og lamar. “Meðan eg þagði, tærðust. bein mín, er eg kveinaði liðlangan daginn, því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér.” En svo kom stefnubreyting. Hinn syndugi maður sá nýtt ljós. Hann tók aðra stefnu, sneri við á leið sinni. “Þá. játaði eg synd mína l'yrir þér.” Þá varð sólskin. Ský synda og sopga voru öll horl'in. Hvílík dýrð. Já, “sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin.” Þetta verður oft dásamlegt Jilutskil'li einstaklinga og stundum einnig þjóða. í 14. kapítula bókar sinnar talar spámaðurinn Hósea um þennan mun á ástandi syndar og fyrirgefningar. “Snú þú við, ísrael, til Drottins Guðs þíns. Hverfið aftur til Drott- ins. Segið við hann: íyrirgef með öllu misgjörð vora og ver góður.” v Þessi hvöt verður að framkvæmd. Sólin bræðir ísinn. Líf færist í kaldar æðar. Vetur verður að sumri. Fólk yfirgefur skurðgoðin, og hverfur aftur til hins eina, sanna, iifandi Guðs. Velþóknun Drottins hvílir yfir aftnrhvarfi Þjóðarinnar. Við það fyllist spámaðurinn guðinóði. Unaður gagn- tekur sál hans. Hann verður eins og annar maður: nýtt hf streymir i æðuin hans og guðdómlegt skáldamál flýtur ;d' vörum hans. Guð segir fyrir munn hans: “Eg vil verða ^srael sem döggin.” Þar sem litið er um regn verður hver dropi, sérhver vökvi dýrmætur. Döggin þar er lífgjafi, og i raun og veru er döggin víðast og oftast metin bæði fyrir fegurð og nyt- Semi. Henni er líkt við glitrandi perlur — og menn hugsa l>m hana sem svaladrykk jurtanna; en að sjálfsögðu er hún því meira metin sem minria er af annari vætu. Hér er þetta 'henrisaga uin Guð. Hann vill vera ísrael eins og döggin, svölun, endurnæring, líf. ()g árangurinn er fljótt augljós. Œrael skal blómgast sem lilja og skjóta rótum sem Líbanon- skógur. ísrael skal verða eins og undratré, sem breiðir Sreinar dýrðar sinnar í allar áttir, fagurt og tignarlegt í heiin mætti, sem Guð hefir gefið og blessandi alla sem búið 8eta í skjóli þess. Skáldlegt auga spámannsins sér þessar diyndir af lifandi útstreymi hins eilífa anda, sem öllum vill hjarga og alla hefja til farsældar um tíma og eilífð. Guð vill láta þessa fegurð falla yfir hverja þjóð, hvern sótnuð, hvert heimili, sérhverja einstaklings sál. Viltu fkki opna glugga sálar þinnar og lofa fegurðinni að streyma *nil» dögginni himnesku að svala anda þínum? “Þú sendir, Drottinn, dögg af hæðum, í dropum smáum niður á jörð, að kveikja líf í köldum æðum og klaka leysa böndin hörð. Lát náðar daggardropa þinn svo drjúpa í mína sálu inn.” Guð vill fyrirgefa þér, líkna og blessa. Elskan eilífa V,M alla verma. Alt haps eðli segir: “Eg vil vera þér eins og döggin,” ekki einungis ísrael eldur öllum þjóðum, öllum mönnum. Þessi orð eru töluð 11 Mn, þú sein les. Guð vill vera þér eins og döggin, gefa bér lít og sælu til eilífðar. Taktu á móti lífgjafa þinum. Allir Jieir, sem hrakist hafa i dimmviðri sorga, efa- Semda eða glæpa og svo hafa hrópað til himnaföðursins, Clns °8 glataði sonurinn, hafa fundið fyrirgefninguna eins himnasælu, og nýja lífið i Guði meiri unað en nokkuð n»nað sem þeir höfðu reynt á jarðneskri vegferð sinni. 'yrirgefningin er dögg af himnum. /?. M. Ur bréfakörfunni Bnglendingur og Iri Það er einatt grunt á því góða með Englum og írlending- j uun og því oft viðbrugðið, hvern- ig þeir máta hverjir aðra í við-1 ræðum. Eftirfylgjandi smásaga er gott dæmi þess. Einu sinni var flokkur manna við járnbrautarlagningu í Ame- ríku. Meðal þeirra voru nokkrir Englendingar og íri. Þeic fóru ekki heim til sín til morgunverðar, en settust niður til snæðings, þar setn þeir voru að vinna. Ekki er þess getið hvað þeiuw fór á milli, þar til einn Englendingurinn segir : Mig dreymdi fíka einkennilegan drauim í nótt. Eg þóttist vera kominn til Vitis. Þar sá eg feikna mikið bál, og á bálinu var mesti grúi af sálum. Sumar voru allar í kafi, aðrar teygðu aðeins höfuðið upp úr. Þar sá eg einn púka, sem átti að gæta eldanna, og var sá æði svartur og illilegur. Þegar eg hafði nú um stund horft á þetta með skelfingu, s]>urði eg púkann, hverrar þjóðar þessir vesalingar á bálinu hefðu verið. Það voru alt írlendingar, svar, aði hann. Það varð mi’kill hlátur meðal félaga Englendingsins, þegar hann hafði lokið við að segja frá draumnum. írinn gaf því litinn gaum, en eftir stund tekur hann til máls: Mig dreymdi lika draum í nótt, og það sem merkilegra er, að mig dreymdi sama drauminn. En minn draumur var þó dáHtið lengri. Nú vildu allir fá að heyra draum írans. —Eg ætla þá að byrja þar sem Jack endaði, tók Irinn til máls nokkuð draamf. Mér þótti það skrítið að hér skildu vera svo margir írar og enginn Eng- lendingur nálægur, svp eg hélt þaðan i þeim tilgangi að svipast eftir þeim. En ekki hafði eg lengi íarið, þegar eg kom til staðar, þar sem lá hópur af sál- um og allar voru þær beinfrosn- ar. Þetta undraðist eg næsta injög og vék mér að púkanum, sem þeirra átti að gæta og spurði hann hverrar þjóðar menn þetta hefðu verið. —Englendingar, svaraði hann, —Og hvers vegna eru þeir ekki brendir? spurði eg aftur. —Þeir eru svo horaðir að þeir loga ekki var svarið. ♦ Þjóðareinkenni Þegar Englendingur fer út úr járnbrautarlest, þá gengur hann beint út og litur hvorki til hægri né vinstri. Þegar Skotinn fer út, lítur hann aftur til að sjá, hvort hann hafi nú ekki gleymt einhverju, en írinn lítur aftur til að sjá, hvort aðrir hafi ekki skilið eitthvað eftir. ♦ -f Vitnið írlendingur nokkur var leidd- ur sem vitni í morðmáli. Sáuð þér skotið? spyr dómarinn. —Nei, en eg heyrði það, svar- aði írinn, y —Það er ekki nóg. Þér rnegið setjast. írinn snéri sér undan og rak upp skellihlátur. Dómarinn varð þessari ósvífni öskuvondur, og spurði írann hvernig hann dirfð- ist þess að hlæja þannig fyrir rétti. —Sáuð þér mig hlæja? psurði írinn. —Nei, en eg heyrði yður hlæja, svaraði dómarinn. —Það er ekki nóg, mælti ír- inn og gaut til hans hornauga. -f -f Datt það ekki í hug Et’ þér hafið ekkj farmíða fyrir þennan dreng, þá verðið þér að kaupa farmiða handa honum, sagði lestarþjónninn við frúna. —Það dettur mér ekki í hug, sagði frúin. —En þér verðið að hlýða sett- um reglum. I lvað er drengurinn g.amall. —Það hefi eg ekki hugmynd um, hefi aldrei séð hann fyr. / skólanum Lærisveinninn: Er hægt að refsa manni fyrir það, seim mað- ur liefir ekki gert. Kennarinn: Nei, vissulega ekki. Lærisveinninn; Jæja, eg hefi ekki reiknað heimadæmin. Business and Professional Cards DR, B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winntpeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medica! Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St». Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED TannUeknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth gt. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 ÐR. K. J. AUSTMA.NN 310 MEDICAL ARTS BLDG. Stundar eingöngu, Augna-, Eyrna-, Nef- og Háls- sjúkdðma Viðtalstími 9—12 fyrir hádegi; að kveldi eftir samkomulagi Skrifstofusími 21169 Heimilissími 48 551 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur löofrœOincrur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG, WPEG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgB a/ öllu tægl. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL »85 SMITH ST., WINNIPBG pœgilegur og rólegur bústaOur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yíir; maí baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Ouests DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medieal Arts Bldg. Cor. Grahani og Ivennedj Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Víðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 6 Skrifstofusimi — 22 2íl Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gðlfi Talsími 30 877 Viðtalstfmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islenxkur lögfræOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Bulir Bjöi-n Stefánsson Telephone 97 821 Offices: 325 MAIN STlíEET Thorvaldson & Eggertson Islenzkir lögfrœOingar a. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. O. EOOERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Oonfederatlon Life Blg. SlMl 97 024 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvarða og legsteina. Skrifstofn talslmi: 86 607 Heimilis talsimi: 601 562

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.