Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 9. MARZ, 1939 5 Stórmerk landnámshjón Margrét Guðrún Briem F<rdd að Reykjahóli í Skagafirði, '7- apríl 1863. Dáin að Grnnd v,ð Islendingafljót, 18. apríl 1937 Jóhann Briem Fœddur að Grund í Eyjafirði, 7. des. 1845. Dáinn að Grnnd við Islendmgafljót 3. júlí 1938. 4 4 4 4 ViÖ andlát þeirra Briemshjóna yar. þeirra vel ig fagurlega minst 1 Lögbergi. Verða því minning- arorö' þessi lítið annað en það, a<5 draga saman á einn stað tokkurar hugleiðingar um þau stórinerku hjón og minnast þeirra *leggja i senn. Foreldrar Jóhanns Briem voru i’au Ólafur timbursmiður Briem, a Grund í Eyjafirði, og Dóm- Lildur Þorsteinsdóttir fra Stokka alöðum. Börn þeirra hjóna voru f,ti að tölu. Urðu sum af þeim ’iafnkunn fyrir gáfur, þar á n>eðal séra Eggert fræðifliaður Lriem á Höskuldsstöðum, Har- a'dur bóndi og málafylgjumað- Ur i Búlandsnesi, dr. Valdimar slyáld og. vígslubiskup á Stóra- nupi, Sigriður kona Daviðs Prófasts Guðmundssonar á Hofi 1 Hörgárdal, (þau hjón móður- foreldrar Davíðs skálds Stefáns- sonar í Fagraskógi), og Rann- veig kona Sigtryggs Jónassonar, iyrrum þingmanns og ritstjóra Lögbergs. — Jóhann Briem lifði °il systkini sín, en næst á undan oonum dóu þeir bræður Ólafur trésmiður, er var nærri allan ald- Ur sinn í Skagafirði, Jakob Lriem, er lengi dvaldi á Betel, yogstur systkina sinna, og dr. ^aldimar Briem á Stóranúpi. voru þessir fjórir bræður all- ’yngi á lífi eftir að öll hin syst- ónin voru látin. Mintist séra ' aldimar þess i ljóði nokkuru. er Jóhann hafði orð á við mig 1 sarrttali fyrir allmörgum árum. Foreldrar konu Jóhanns Briem er venjulega var nefnd hinu sið- ara nafni sínu, Guðrún Briem, v°ru þau Páll bóndi Pétursson UR Margrét kona hans Magnús- ' óttir, Var Páll hálflmóðir Jóns fturssonar, er var merkur óiidj, fyrst i Geysisbygð, en s’ðar í grend við Gimli. Dætur ans eru Ingibjörg kona séra ^Surðar Ólafssonar í Árborg, '&Hður kona Einars bónda Mnarssonar á Auðnum í Gimli- SVe,t, og Kristín, gift kona vest- l,r við haf. — Systkini Guðrún- ar Friem voru Jón bóndi Páls- ?°n’ er bjó i Islendingafljóts- y?o, kona hans Kristín Björns- °ttir, Qg g]jn kona Valdimars . aýdánarsonar bónda á Bjark- P^öllum. Eru þau systkin bæði 'n fyrir allmörgum árum. Þau Jóhann Briern og Guð- rún kona hans bjuggu allan sinn búskap á Grund við íslendinga- fljót, að undanteknu einu ári, snemraa á tið, er þau bjuggu í Argylebygð. Urðu búskaparár þeirra alls fimmtíu og sex að tölu, og hjónabandsár þeirra sama tímalengd. Var heimili þeirra jafnan annálað fyrir veg- lyndi, rausn og höfðingsskap.— Börn> þeirra Bnemshjóna eru sem hér segir; 1. Veighildur Mabel. Maður hennar Percy De Montford Wood, skrifstofumaður hjá Sig- urdson-Tliorvaldson Co. í River- ton. Er enskur að ætt. Stund- aði skólakenslu fyr á árum. Þáu hjón hafa eignast fimm börn. Mistu tvö á unga aldri, stúlku og dreng, Mollie Eaullie og Gordon Percy. Á lífi .eru: Aubrey Jó- hann Rawland, Annie Thelma og Elsie Sylvia, öll uppkomin og gift. 2. Valdheiður Laura. Hennar maður er Albert Edward Ford, blaðamaður. Þau hjón eru bú- sett í borginni Toronto. 3. Páll Marinó Briem, ókvænt- ur. Hefir verið bústjóri á Grund ,og býr þar nú eftir föður sinn. 4. X'algerður Helen. Maður hennar er Óli Kristinn Coghill. Þau hjón eru búsett í Riverton. Börn þeirra eru: Guðrún Olive, Jóhanna Pearl, Marinó Wilfrid, og Valdheiður Mabel. Er elzta stúlkan gift. Heitir maður hennar William John Russell Cairns og eiga þau unga dóttur er heitir Helen Margaret. Þau hjón eiga heima i Riverton. 5. Sigtryggur Hafsteinn Briem. Kona hans er Ingibjörg Guð- jónsdóttir, húsasmiðs, í Winni- peg. Þeirra börn: Margrét Aurora, Valdimar Hafsteinn Bernard, Lorna Björg, Jóhann Herbert og Guðjón Elmer. Þau Briemshjón eru búsett í River- ton. 6. Eggert Ólafur Briein og Annabella kona hans eru búsett í borginni Toronto. Hann vinnur við blaðamensku. Börn þeirra hjóna eru: Annabelle Olive, Margaret Ann, og John Edward. Þau Jóhann Briem og Guðrún kona han^ áttu mikinn og góðan þátt í lífi og starfi hinnar fögru og söguríku bygðar á bökkum íslendingafljóts. Jóhann var einn af þeim er gengust fyrir stofnun Bræðrasafnaðar, á miðju fyrsta landnámsári bygðarinnar, var oft formaður hans og full- trúi safnaðar á kirkjuþingum. Var einn af þeim er stofnuðu blaðið “Framfara,” var fyrsta og helzta nýlenduskáldið, sat i nýlendustjórn þeirri er bygðar- menn sjálfir settu á laggirnar í Nýja íslandi, áður en nýlendan fékk lögfonnlega sveitarstjórn. Og þegar hin lögformlega sveit- arstjórn var stofnuð, varð Jó- liann Briem hinn fyrsti oddviti Biennar. Mátti segja að hann, á- samt fáeinum öðrum ágætum mönnum, væri frá byrjun vegar, og lengi frameftir, eins og lifið og sálin í öllum störfum, í einni af hinum stærztu og sögurík- ustu bygðum íslendinga hér vest- anhafs. Guðrún Briem vann mikil og vegleg störf í Bræðrasöfnuði, bæði við sunnudagsskóla, fyrst lengi, en síðan við fræðslu ferm- ingarbarna. Náði hún jafnan hylli þeirra og hlýhug. Var hún og lengi formaður í Kvenfélag- inu “Djörfung,” er bæði vinnur að heill safnaðarins og að ýms- um öðrum góðum málum, eins langt og áhrif þeirra vænu systra geta náð.—Má með sanni segja. að Guðrún Briem væri hin ágæt- asta kona og mjög til sóma hin- t um stórmerka manni sinum. bæði á heimili og utan þess. Varð það sameiginlegt hlutverk þeirra hjóna, að setja rnikinn og þjóð- legan svip á heimili sitt, þar sem aHir voru velkomnir, um leið og góð áhrif þeirra höfðu stórlega mikið að segja í því umhverfi þar sem bústaður þeirra var í nokkuð meira en hálfa öld. Jóhann Bjarnason. Leiðinleg mistök Orð leikur á því, að lítillar dómgreindar hafi gætt við út- gáfu sendibréfa St. G. Stephans- sonar. Þessu til sönnunar set eg hér ummæli tekin úr merku blaði sem gefið er út austan hafs. Þar segir svo: “En því i ósköpun- um er alt þetta birt. Smávægi- legt umtal um ýmiskonar erindis- rekstur, sem engan varðar um? Því ekki að velja úr það bezta, það sem gefur lesandanum í styttra máli bezta niynd af manninum. Mér væri sem eg sæi framan i skáldið, eftir því sem rnaður kynnist honum af kvæðum hans, er hann grunaði, að alt þetta, sem þarna er birt, ætti að koma fyrir sjónir al- mennings.” Það eru til bókmenta fróðir menn, bæði hér vestra og heima á Fróni, sem líta svo á, að það sé að gera sér ósæmilega dælt við dána menn að snapa saman prívat sendibréf eftir þá, og gefa þau út í bókarformi. Margt af slíkum bréfum hefðu höfund- ar þeirra vitanlega aldrei leyft að láta prenta, enda varðar almenn- ing ekki vitund um slík einka- mál, sem eru enda öllum óvið- komandi, einskis virði. Það er ilt og óheppilegt að álpast til að grea framliðnum vanvirðu að naitðsynjalausu, þó ástæðan geti ef til vill verið sú, að árangur- inn fari í öfuga átt við tilgang- inn. Það reynist oft sannmæli, að þegar fara á betur en vel, þá fer oft ver en illa. M. íngimarsson. Eyjólfur Bölverksson lögmaður (Sbr. Njálu) Mál sjallastur var Mörður á þingi. Mælt er að rödd hans á klettunum syngi. Hans alger var sigur, að almanna rómi. —Eyjólfur Bölverksson gengur að dómi. Fríður sem goðinn, með flokk sínum vafcti. Fagurbleikt hárið í vindinum blakti. Þrunginn af vitsmunum, þungur á báru, þóttafuM orðin, sem hnífseggjar skáru. Hann mælti: “Þér kennið ei réttar að reka.” Hann röddina brýndi: “Eg geri yður seka! Og afdrifin verða yður enginn sómi. Eg ónýti málið í fimtardómi! Svo lúaleg afglöp, ei lögmönnum sæma, að láta hálfa fjórðu tylft dæma. Og aldrei þér súpið úr ausunni kálið. Það áttu aðeins þrennar að dæma málið.” Málið var tæpað, og Mörður þrotinn. menning friðarins niður brotin. Hefndaröldur sein hafbrim skullu — Hringurinn Flosa-naut goldinn að fullu. Fyrir djúptæka lögkænsku dauðann beið hann. Daginn þann sama á helveg reið hann. Þó dytti um fégirnd sá Darrows liki, hann dregur sinn hlut í sögunnar ríki. /. S. frá Kaldbak. Fótatak englanna (Úr raddir næturinnar eftir H. W. Longfellow) Þcgar stundir dagsins dvína Djúpar næturraddir við Innri ljós mér skærar skína; Skajm helga ró og frið. Aður en loga lampar kveldsins, Sem leiki vofur undraspil, Skuggamyndir arineldsins Eg sé dansa um súð og þil. Liðinna svipi Ijóst eg greini, Lít þá sem um opnar dyr:— Astvinurinn hjartahreini Heini, mig sækir enn sem fyr. Hinn ungi, er sterkur vildi vera, Vaskastur í stríðsins raun, Þreyttur lifsins byrði að bera Bana hlaut i verkalaun. Helgur, sterkur, máttar minni Er margan þungan sjúkdóm bar Auðmýkt læra í bljúgu sinni. Bleikir, hljóðir mætast þar. Eeygi eg með þeim ástmey hreina, Æsku minnar hjálp i þraut. Hún var lífs míns yndið eina. Engill nú, við heimsins skaut. Heyri eg glögt hve hljótt ’ún andar Hægum skrefum færist nær. Sezt á stól til hægri handar. Hönd mér þrýstir ljúfust mær. Hennar augna ástarseiður Er það ljós, sem bjartast skín Eins og stjörnuhiminn heiður Horfi beint í átt til mín. Alt cr ldjótt, þó eitt eg greini Ástarsvip á meyjar brá. Eins og blærinn engilhreini Andvarp henni líður frá. Þótt mér oft sá þungt i sinni Þá mig enginn harmur sker, Ef aðeins geyma’ eg má í minni Minning slíkra, er birtast hér. S. E. Bjórnson. Upplýsingar óskast um: 1. Oddnýju Kemp f. á.Höfða- húsum i Fáskrúðsfirði 5.-9., 1852. Gift Birni Marteinss)mi frá Gestsstöðum. Fóru til Ame- ríku 1877. Áttu 2 eða 3 dætur. Hvenær dó Oddný? Hvað hétu dætur hennar, hvenær fæddar (og dánar?), áttu þær börn, og hvað hétu þau? 2. Níels Kemp, f. á Gvendar- nesi, Fáskrúðsfirði 2.-4., 1871. Fór til Ameríku eftir 1885 (um 1890?). Hann kvað hafa farið vestur á Kyrrahafsströnd. Hefir hann gifst? Ef svo er, hvað heitir kona hans og börn, ef nokkur eru og hvar býr hann nú, ef hann er á lífi. Bæði íslenzku blöðin eru beð- in að flytja þessar fyrirspurnir, svar má senda annaðhvort til Próf. Stefáns Einarssonar, The Johns Hopkins University, Balti- more, Md., U.S.A., eða til hr. Lúðvíks R. Kemps, Ulugastöðum í Skagafirði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.