Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MARZ, 1939
Bergkastali
Adolf Hitlers
Adolf Hitler er aÖ mörgu Ó-
Hkur öllum öðrum þjóðhöföingj-
um( sem nú eru uppi. Ef maÖ-
ur leggur til síðu alla fordæma,
á framkomu mannsins; en virðir
fyrir sér aðeins hin persónulegu
einkenni hans, þá verður myndin
næsta einkennileg. Maður, sem
fáir vissu að var til, póstþjóns-
sonur frá Braunau í Áusturríki,
sem óx upp viÖ skorinn skamt
og lítinn orðstír verður til þess
á fáum árum að sameina mestu
menningarþjóÖ heimsins, sem
var þjökuð, þreytt og kvíðafull,
um sameiginlegt, þjóðlegt sjón-
' arsvið. Etja kappi og kænsku
við tvær sterkustu og stjórnkæn-
ustu menningarþjóðir vorra daga
og bera sigur úr býtum. Hvað
er það, sem gefur þessum manni
slikan mátt? Það er sjálfsagt
margt, sem taka verður til greina
ef slíkri spurningu ætti að vera
svarað viðunanlega. En látum
okkur nægja tvær aðal ástæður
em legið hafa til grundvallar
fyrir þessum sigrum Hitlers út-
ávið. Fyrst ótti mótstöðumanna
hans við stríð og allar þær hörrii-
ungar, sem því hlytu að verða
samfara. í öðru lagi, aðstaða
Hitlers sjálfs til málanna og
eðlisupplag. Stríð er i lians
huga eðlilegt og sjálfsagt. Menn-
‘ irnir eru ekkert nema verkfæri,
þegar um hag ríkisins er að
ræða. Sorg og tár mæðra og
ástvina aðeins skortur á þrótti
•ig sjálfstæði. Þegar föðurland-
Blandað og látið í flöskur
í Canada undir beinu
eftirliti eigendanna
ADAIR & COMPANY
GLASGOW
hjá
Goodertham & Wbrts, Limited
25 oz. Flaskan $2.40
40 oz. Flaskan $3.75
Að viðbættum söluskatti
ef nokkur er
L
Thfs advertisement is not inserted by
the Government Liquor Control Com-
ntission. The Commission is not respon-
sible for statements made as to quality
of products advertised.
ið krefst einhvers þá má ekkert
standa í vegi; en hvenær sú þöíf
sé brýn og liver hún sé, það er
Hitlers eins að segja, en þeir
sem bezt þykjast vita, segja að
hann kveði aldrei upp slika úr-
skurði undirbúningslitið og
undirbúningurinn er sagður að
vera á þann hátt, að hann í ein-
rúmi setur sig i samband við
alheimsvaldið og þegar að hann
gengur út frá þeim samfundum,
er hann ekki aðeins sannfærður
um að málstaðurinn sé réttmæt-
ur, heldur er hann líka orðinn
merkisberi valdsins sjálfs, og
fylgir því svo fram þegar hon-
um hentast þykir, ekki að forn-
um diplomatiskuim sið, heldur
með kænsku hermannsins, sem
mótstöðumenn hans hafa ekki
séð við, eða varað sig á.
Um það, hvernig að Hitler
geri sér grein fyrir aiheimsvald-
inu, skal hér ekkert sagt, en að
hann leggi rnikla áherzlu á það
atriði og samband, bendir hinn
nýi bergkastali hans ótvíræðlega
á, því eg tel víst, að engum þjóð-
höfðingja, hvorki fyr né síðar,
liafi dottið neitt slíkt í hug. í
Hoher Göll fjöllunum er tind-
ur einn, sem Kehlstein nefnist
Hann er um sex þúsund fet yfir
sjávarmál. Að ofan er tindur
inn standberg á alla vegu, en
hæst uppi á tindinum hefir Hitler
látið gjöra kastala íri stein-
sementi og stáli, rammgerðan
mjög. Að því verki unnu þrjú
þúsund manns í marga mánuði,
en um kostnaðinn veit enginn,
því verkið var gjört fyrir Herr
Hitler.
Upp fjallshlíðina frá bústað
Hitlers, Berghofi, liggur akveg-
ur í ótal bugðum og þegar upp
eftir kemur, er hann högginn
inn i bergið. Eftir fimm mílna
keyrslu er komið að eir-litaðri
málmhurð mikilli, sem fellur inn
í bergið. Þar er stanzað á þrepi
í fjallinu. Hurðinni, sem er í
tvennu lagi er lokið upp. Fyrir
innan taka við 350—400 feta
löng göng inn í fjallið og er
rauðum marmara óslípuðum
hlaðið innan í þau. Göngin eru
vel lýst með rafljósum. Inni í
fjallinu kemur imaður að lyftivél,
sem rúmari tíu manns, sem liður
hægt og gætilega upp önnur
göng, fjögur hundruð feta löng,
sem boruð hafa verið ofan í
fjallið, og er ekkert rúm í þeirn
göngum nema fyrir lyftivélina.
Uppi á toppi fjallsins er kastal-
inn sjálfur. Aðalsalur hans er
hringmyndaður með gluggum alt
í kring, nema þar sem eldstæðið
er sett. í kastala þessum er auk
aðalsalsins, bókhlaða, eldhús,
varðstofa og svefnherbergi.
Útsýn frá þessum einkennilega
bergkastala, sem Hitler hefir
nefnt Alderhorst, er áhrifamikið
og fagurt. J austur sézt áleiðis
til Úkraníu, sem Hitler hefir
augastað á nú. Þaðan sézt og í
áttina til Vínar og Braunau,
æskustöðva Hitlers, til snjó-
þaktra tinda Alpafjallanna og
þaðan skamt í burtu Undersberg
þar sem munnmælasögur segja
að leifar Karlamagnúsar hvili,
en aðrir segja það séu leifar
Friðriks keisara, sem líka var
nefndur Barbarossi.
í bergkastalanum á Kelstein-
fjalli, þar sem skýin sigla fram
og aftur, þung og dimm, eða
björt og létt eins og ljósálfar,
þar sem stormarnir gnauða á
glugga og hurð, eða ljúfur loft-
blærinn leikur sér við hinar
margbreytilegu myndir 1 jósaskift-
anna, situr Herr Hitler nú langt
fyrir ofan ys og þys daglegu
annanna, einn í kastala sinum
uppi í himinblámanum eða á
meðal skýjanna og ræður þar í
samráði við alveldisafl það, sem
er hans önnur hönd, og hann
treystir skilyrðislaust, fram úr
vandamálum sínum.
/. /. B.
(Þýtt og samið)
Ritfregn
Byijið árið vel með
COCKSHUTT Búnaðaráhöldum
The History of the Scandi-
naz’ian Literatures . . . Based
in part on the work of Gio-
zvtnni - Bach. With additional
sections by Richard Beck, Uni-
versity of North Dakota,
Adolph B. Benson, Yale Uni-
versity, Axel Johan Uppvall,
University of Pennsylvania,
and others . . . New York —
1938.
(Bókmentasaga Norðurlanda
. . . bygð að nokkru leyti á riti
G. Bachs, með viðbótarköflum
eftir Richard Beck . . ., Adolph
B. Benson . . ., Axel Johan
Uppvall . . . og fleiri).
í bók þessari er yfirlit um
I bókmentir Norðurlandabúa, það
er að segja Norðmanna, Svía,
Dana, íslendinga og Finna, bæði
| hinna sænskumælandi Finnlend
inga og þeirra, er finsku tala og
j rita. Er þetta mikið verk og
merkilegt og ætti að geta stúðlað
að þekkingu á norrænum bók-
j mentum meðal þeirra þjóða, er á
' enska tungu imæla. Er þetta
1 fyrsta ritið á ensku, sem gefur
yfirlit í einni heild um allar (eða
þvi nær allar, — Færeyinga
vantar) norrænar bókmentir. —
Finnar eru teknir með af menn-
ingarsögulegum ástæðum, þó að
finskan sé ekki norrænt mál.
Hér er einnig gerð grein fyrir
skandinavisk-amerískum bók-
rnentum1 hverrar þjóðarinnar sér-
staklega.
| Dr. Richard Beck hefir samið
kaflana um íslenzkar, amerisk-
íslenzkar og finskar bókmentir—
og enn fremur kaflann um ame-
rísk-norskar bókmentir. Sýnir
það glögt álit það, sem hann hef-
ir unnið sér meðal fræðimanna i
þessum greinum vestanhafs, að
honum skuli hafa verið falið
þetta verk; enda hefir hann rit-
að margt um íslezkar og aðrar
norrænar bókmetir í merk tíma-
rit og blöð þar í landi. Er þar
skamt af að segja, að yfirlit
þessi eru prýðilega samin og höf-
undinum til sóma, enda er hann
næmur á gildi bókmenta og gagn-
rýnandi góður, en sjálfur prýði-
íegt skáld, eins og sjá má á
ljóðabók hans, er út kom árið
1929 og Ljóðmál nefnist, en þó
ennþá frekar af ýnisum kvæðum
eftir hann, sem síðan hafa birzt
í blöðum og tímaritum, t. d. í
“Eimreiðinni,” “Samtíðinni,”
“Skinfaxa” og “Kirkjuritinu.”
Bera þau vott um innilegar til-
finningar, skáldlega andagift og
smekkvísi, sem hvergi skeikar.
Það er ekki lítils virði fyrir
okkur Islendinga, að eiga slíka
fræðimenn og frömuði bókmenta
vorra, sem dr. Richard Beck er,
í Prófessorsembætti við merka
ameríska háskóla. Menn eins og
Halldór Hermannsson, Richard
Beck og Stefán Einarsson eru
okkur ómetanlegir.
Jakob Jóh. Smári.
—Alþ.bl. 8. febrúar.
HIN NYJA
No. 35
COCKSHUTT
Tiller- Combine
Rambygð, létt í drætti.
Kostnaðarlítil!
pessi nýja No. 35 Tiller Combine flýtir mjög s&ningu, verndar rakann
og hraðar frjófgun . . . tryggir öran og hraustan gróður. Pér getið
notað hana við sumaryrkju og einnig eftir uppskeru diskun.
t þessari nýju sitðvél er margt af kostum, sem eru I hinni frægu
Cockshutt No. 33 Tiller Combine, að viðbættum nýjum ágætum, vinnu-
hraða, sparnaði og fleiru, er gerir No. 35 “Speed-Tiller” þá léttustu,
sterkustu og hagkvæmilegustu sáðvél, sem þekkist I dag. Skoðið
þessar vélar hjá Cockshutt umboðsmönnum. Skrifið eftir bæklingi!
THE
COCKSHUTT
No. 8
Seed Drill
fvrir Nákvæma
og ódýra Sáningu ^
Nákvæm dreifing fræsins með hinni viðfrægu No. 8 Cockshutt Steel
Drill, er yðar bezta trygging fyrir arðvænlegri uppskeru.
Pessi vél er stáltengd eins og brú, og býr þessvegna yfir nauð-
synlegum krafti til jafnrar og fullkominnar sáningar — án nokkurra
mistaka.
Hyatt rennivöltur og Alemite smurning tryggja auðvelda vinnu og
góða endingu. Smiðuð fyrir 16- to 38-run stærðir af hesta og dráttar-
vélagerð. Skoðið vélina hjá Cockshutt umboðsmanni eða skrifið eftir
bæklingi.
KSHUTT
PLOW CDMPANY LIMITED
WINNIPEG
RKGINA
SASKATOON
COLGARY
EDMONTON
ROYAL DANISH
CONSULATE GENERAL
For Canada and Nezv Foundland
Keefcr Building
1440 St. Catherine Street West
Montreal
To the Editor,
“Lögberg,”
The Columbia Press,
695/ Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Dear Sirs:—
I hereby beg to inform you
that Mr 1 Grettir Leo Johannson,
910 Palmerston Ave., Winnipeg,
has been appointed Honorary
Danish Consul at Winnipeg,
and that Mr. Johannson has been
recognized as such by the British
Government and the Canadian
Government.
Yours faithtully,
G. HOLLER,
Consul General.
Pontan
Það var í samsæti á Þingeyr-
um, þar sem þeir voru staddir
Gísli Magnússon stúdent á Tjörn
á Vatnsnesi, séra Páll á Undir-
felli, séra Jónatan frá Ljósa-
vatni, prestur á Stað í Hrúta
firði og Guðmutidur djákni á
Þingeyrum, Sýndi þá Gisli þeim
tóbakspontu sína úr rostungs-
tönn, silfurbúna, forlátagrip, sem
menn dáðust að. Kváðu þeir
Páll, Jónatan og Guðmundur þá
eftirfarandi alkunnar vísur um
ixmtuna, sína visuna hver:
Ó hvað þú ert yndisleg,
orma búin dinu.
Líkt og frúin faðmi mig,
fati rúin sínu.
Þinn við munn eg mynnist greitt
mitt í nunnusafni.
Þér eg unni af þeli heitt,
þú ert1 sunnu jafni.
Þú berð ljðma geddu geims,
gleður fróqia drengi.
Fríar dróma angurs eyms,
eg það róma lengi.
Siðar gaf Gisli pontuna Sig-
urði Sverrissyni, en hann aftur
Birni bónda í Belgsholti í Mela-
sveit, föður sira Þorvaldar á
Melstað. Var Björn eitt sinn í
fiskiróðri í Garðsjó, og misti þá
pontuna fyrir borð. En sama
dag var dreginn fiskur undir
Vogastapa, og úr maga hans kom
pontan.
Um þetta sagði sira Þorvaldur
mér og sýndi mér pontuna, sem
hann eignaðist eftir föður sinn.
Pontan mun nú i eigu Ófeigs
á Barði í Miðfirði, sonar séra
Þorvaldar. Væri áhægjulegt að
Þjóðminjasafnið eignaðist slík-
an grip.
Jón L. Hansson.
—Lesbók.
Hinn dauði hefir sinn dóm
weð scr
Pat Murphy kom heim hræði-
lega útleikinn með andlitið alt
þakið plástrum, og hann gat
naumast séð konuna sína, þegar
hún tók á móti honum:
—Hvað er að sjá þig, hrópaði
frúin. — Hver hefir farið svona
með þig. Ætlarðu að segja mér
að bölvaður þrjóturinn liann
Mike Doherty hafi . .
—Þey, þey, kona góð, greij)
Pat fram í. —Talaðu ekki illa
um hina látnu.
.