Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MARZ, 1939 -------------- Hbsberg -------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLiUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Vel og drengilega að verið Það hefir lengi verið á orði haft, og ekki að ófyrir- synju, hver nauðsyn bæri til, að verð á gasolíu innan vébanda Manitobafylkis yrði lækkað til muna; hjá ná- grannaþjóð vorri sunnan landamæranna er um engan samjöfnuð að ra'ða þessu viðvíkjadi; þar sýnist stjórn- arvöldum yfir höfuð vera: það ljóst, hve afar mikilvægt það sé, eigi aðeins fvrir iðjuhöldinn og ferðamanninn, heldur og engu síður fvrir bóndans, að verð á gasolíu sé við sem allra flesitía hæfi, þannig, að nötkun þess komi sem jafnast niður. Svo megnri óánægju hefir ástandið á þessu sviði hér í fylkinu valdið, að árs]>ing sveitar- stjórna sambandsins í Manitbba samþykti í haust er leið uppástungu, sem fram á það fór, að einstökum bæja- og sveitarfélögum yrði heimilað með lögum, að takast á hendur og reka fvrir eigin reikning verzlun með gasolíu. Einn þeirra manna, er öðrum fremur kom snemma auga á hvar skórinn krepti að í þessu efni, var hinn djarfi og framtakssami fjármálaráðherra Manitoba- fylkisins, Hon. Stewart S. Garson; er nú liðið því sem næst ár frá því er hann hóf umbótabaráttu sína í sam- bandi við gasolíu verðið; hann tók áminstri uppástungu sveitarstjórna sambandsins þegar fegins hendi og lvsti yfir því, að frumvarp til laga lútandi að gasolíuverzlun- inni yrði lagt fyrir þing nema því aðeins, að gasolíufé- lögin lækkuðu umsvifalaust smásöluverð þessarar mikil- vægu framleiðslu'tegundar; fyrir atbeina Mr. Garsons hafa olíufélögin nú J>egar lækkað gasolíuverðið um eitt cent á gallónuna; fljótt á litið sýnist þessi lækkun ekki mikih’æg; við nánari athugun kemur það þó í ljós, að með henni sparaist þeim fvlkisbúum, er gasolíu kaupa, hvorki meira né minna en $050,000 á ári. Mr. Garson taldi þessa smávægilegu lækkun óviðunandi, og bygði álit sitt á rannsóknum og samtali við forstjóra hinna ýmsu olíuverzlana; kvað hann þessum verzlunum það innan handar, að lækka smásöluverð um þrjú cents á gallónu; við það var samt sem áður ekki komandi af hálfu olíufélaganna á þessu stigi málsins. En Mr. Gar- son er ekki eitt í dag og annað á morgun; hann hefir líka lært það af reynslunni, að ekki fellur ávalt tré við fyrsta högg, og þessvegna lýsti liann þegar yfir Jiví á ný, að svo fremi að olíufélögin ekki slökuðu frekar til og samningatilraunir færi með öllu út um þúfur, væri hann Jiess albúinn, að leggja fyrir þing löggjöf, sem í meginatriðum sé í samræmi við kröfur sveitarstjórna sambandsins eins og J>ær bárust stjórninni í liendur fyrir munn f ramkvæmdarnefndar; hefir þetta hvarvetna mælst vel fyrir og Jiótt að makleikum drengilega að verið. Almenningur á góðan liauk í horni þar sem Mr. ’Garson er, og væri gott að eiga sem flesta slíka fulltrúa jafnt á þingum sem í stjórn. Vikið hefir þegar verið að þeim geysimun, sem á sér stað á gasolíuverði í Manitoba og nágrannaríkjun- um sunnan landaniæra, svo sem North Dakota og Minne- sota.; hitt er mönnum ef til vill ekki jafn ljóst, að innan takmarka þessa lands, er værðmunur þessarar fram- leiðslugreinar, vegna staðhátta, afar mikill líka; hér hjá oss í miðves-trinu, er langt til aodrátta, og er flutnings- kostnaði }>ar af leiðandi kent um hið háa verð; hvort Jmð er í öljum atriðum rétt getur verið álitamál, því orð leikur á að stundum sé }>et>ta notað sem átylla fvrir uppsprengdu verði; þó er vitað, að hlutföllin eiga að sjálfsögðu að vera þau sömu. En sé því ekki að heilsa, að ná megi við'unandi samkomulagi um málið. er óhjá- kvæmilegt, að gripið verði til alvarlegrá ráðstafana, svo sem J>eirra, að bæja og sveitafélög taki gasolíuverzlunina í sínar hendur, eða stvðji til J>ess }>avr samvinnustofn- anir, sem kunna þegar að vera starfræktar í hinum ýmsu bygðarlögum. Ef verð á gasoKu yrði lækkað sem svarar }>rem centum á galiónu hverja, myndi }>eim, sem vöruna kaupa, eða fylkisbúum í heild, sparast miljón dala á ári, og ekkert minna er líklogt að Mr. Garson geri sig ánægðan með. I Klýf ur almenningsálit á Bretlandi Símfregnir frá London þann 4. þ. m., láta þess getið, aS blaS- ið London Times hafi flutt dag- inn áður opið bréf frá prófessor Gilbert Murray við Oxford há- skólann um Chamberlain forsæt- isráðherra, og hve einstætt það sé í sögu brezku þjóðarinnar hvernig honum hafi lánast að kljúfa almenningsálitið heima fyrir, og hversu hann sýnist láta sér í létti^ rúmi liggja siðferðis- legar hugsjónir stjórnmálanna. Prófessor Murray kemst meðal annars þannig að orði; "ÖIl hans hlýyrði falla í garð ofbeldismannanna; kaldyrðin í garð }>eirra, sem þjást. Hug- hreystingaryrði hans lúta að því, hvernig þjóðin géti hagnast á þjáningum annara; hann sýnist láta siðferðislegar hugsjónir sér eins og vind um eyru þjóta; yfir þjóðbandalagið steypir hann fyrirlitningu sinni. Og þegar fólkið á strætinu mótmælir gerð- um hans, ber hann því það á brýn, að það standi í sambönd- um við kommúnista. Einhver hugsanleg leið ætti að vera til þess, að sanna oss að stjórn beri að grundvalla stefnu sína og athafnir á siðferðilegum hugsjónum; að stjórn eigi ekki altaf að hallast á sveif þeirra sterku á kostnað hinna veiku, eða brosa af sjálfsfögnuði yfir hrakföllum og ógæfu hinna sak- lausu.” A krossgötum Nú um síðustu áramót var hinum forna Vindhælahreppi skift i þrjú hreppsfélög. Vind- hælishreppur var áður með stærstu hreppuui landsins taldi 61 býli og auk þess allstórt þorp, Skagastrandarkauptún. Einnig var um nokkurt skeið smáþorp í Kálfshamarsvík en nú er bvgð þar að mestu eydd. Hinir nýju hreppar heita: Vindhœlishrepp- nr, er nær frá Laxá að Hrafná og telur 25 býli; Höfðahreppnr, á milli Hrafnár og Harastaðaár; sá hreppur er kauptúnið og 4 jarðir. Nyrzti hreppurinn heitir Skagahreppur og nær frá Hara- staðaá norður Skagann að sýslu- mótum Skagaf jarðarsýslu og tel- ur hann tuttugu og níu býli. Góð samvinna var um skiftingu þessa, og má teljá hreppsbúa hafa sýnt hina mestu víðsýni í skifting- unni t. d. með því að láta 4 jarðir fylgja þorpinu og mun það mjög hjálpa þorpsbúum til að geta rekið landbúnað samhliðá útgerð, sem þar hlýtur ávalt að verða aðalatvirinuvegur. + Sunnudaginn 15. janúar fóru fram sveitarstjórnarkosningar i hinum nýju hreppum. Sýslu- nefndarmenn voru kjörnir: I Vindhælishreppi Magnús Björns- son, Syðra-Hóli. í Höfðahreppi Gunnar Grímsson, kaupfélags- stjóri. f Skagahreppi, Sigmund- ur Renediktsson bóndi, Björgum Menn þessir eru allir Framsókn- armenn. + Síðastliðið sumar reisti Verzl- unarfélag Vindhælinga með til- styrk Sambands íslenzkra sani- vinnufélaga frystihús á Skaga- Stofnið spari-innátœðu við banka PENGINGAR YÐAR ERU ÖRUGGIR OG ÞÉR GETID NOTAD ÞA NÆR SEM VILL Á tólf mánuðum lögðu viðskiftamenn inn 10,500,000 upphæðir i Royal Bank of Canada; sönnun fyrir því trausti, sem alim'enningur ber til þessarar stofnunar, sem hefir eignir yfir $800,000,000. THE ROYAL BANK OFCANADA _______ Eignir yfir $800,000,000 _______ strönd, bæði fyrir kjötfrystingu og hraðfrystingu fiskjar. Vona menn að framkvæmd þessi verði stórt átak til að rétta við hag þorpsbua því íiskimið — ekki sízt kola — eru ágæt skamt frá Iandi. Allmikil brögð voru a§ landhelgisveiðum botnvörpunga i Húnaflóa s.l. sumar og verður að telja brýna þörf að fá bát á Húnaflóa til strandgæzlu. + Tiðarfar í héraðinu hefir ver- ið fremur gott. Nokkru fyrir jól var orðið nær haglaust ^m alt héraðið en þá brá til hláku. 27. des. snerist til norðanáttar og stóð þá hríðarveður í alt að 10 dögum með mikilli fann- komu. Samt voru jarðir góðar eftir þá hrið og mega teljast það enn. + Mæðiveikin drepur ennþá með svipuðum hætti og síðastliðið ár. Þegar veikin hefir verið í fénu í 2 ár, má telja augljóst, að eitt- hvað dregur úr veikinni. Reynsl- an ein sýnir hversu því reiðir af. 4* I léraðsbúar ^hugsa mjög til þurmjólkurvinnu og hefir Slát- urfélagið á Blönduósi fengið leyfi til þeirrar vinslu, en ekki hafa ennþá fengist svo ábyggi- legar kostnaðaráætlanir að hægt hafi verið að ákveða hvort í slíka framkvæmd yrði ráðist. + Fjárhöld hafa verið í betra lagi í Norður-Þingeyjarsýslu, vestan Öxarf jarðarheiðar. Þó bar talsvert á þaraveiki á nokkr- um bæjutn í Núpasveit og Vest-I og skammbyssur. ur-Sléttu í byjrun októbermán- aðar. Mun á nokkrum bæjum hafa drepist utn 60 fjár af völd- um þessarar veiki. — Um 11.200 dilkum var slátrað á Kópaskeri i liaust og var meðalkroppþyngd þeirra 15.07 kg. Er það um hálfu kílógrammi betri jafnað- arþyngd heldur en í fyrrahaust. Þyngstir voru dilkar af Hóls- fjöilum, 16.83 kg. til jafnaðar. Hæstri nteðalþyngd náðu dilkar Þorsteins Björnssonar á Víði- hóli á Hólsfjöllum, 14 að tölu, i8.8<; kg. + Níu ibúðarhús voru reist í héraðinu síðastliðið sumar, þar af eitt nýbýli að Austurgarði í Kelduhver f i. Öxar f j arðarhrepp- ur lét reisa leikfimishús við haimavistarskóla sinn í Lundi. Mun það vera stærsti samkomu- salurinn i héraðinu og vel í sveit settur. Fast leiksvið er í saln- um nteð tveim búningsherbergj- um beggja megin leiksviðsins. Presthólahreppur lét reisa kenn- arabústað áfastan við heimavist- arskóla sinn hjá Snartarstöðum. Auk þess var bygt stórt og vand- að skólahús á Raufarhöfn fyrir um 70 börn. — Unnið var nokk- uð með dráttarvél búnaðarsam- bands Norður-Þingeyinga í vor og sumar að Landbroti til ný- ræktar í Presthólahreppi og öx- arfirði.—Tíniinn 4, febr. Stjórnin i sambandsríki Breta í Suður-Afriku hefir bannað leikföng eftirfarandi tegunda: Tindáta, fallbyssur, brynreiðar Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllum tímum kemur sparnaður sér vel; þó ekki livað sízt J>egar hart er í ári.— Við höfum til sölu námsskeið við helztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga hjá okkur tafarlaust. Tlte Columbia Press Limited SARGENT & TORONTO V Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.