Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERGr, FIMTUDAÖINN 9. MAHZ, 1939 Jón Guðnason Stevens Skipstjóri á Winnipeg-vatni í 46 ár ♦ -f > -f Fœddur 4. okt. 1864 Látinn 2. febr. 1939 Þegar eg með fám orðum minnist þessa látna manns, sækja að mér þessi erindi úr “Kirkju- garðsvísum’’ dr. Gríms Tfiomp- sen: “Hvert helzt sem lífsins bára ber, er bátnum hingað rent, í sínum stafni situr hver, og sjá! Þeir hafa lent. Allharðan þessi barning beið, og byrinn ljúfan hinn, en beggja liðugt skipið skreið í skúta grafar inn. Þó liggja margir úti enn með öngul, net og vað; en — þó það séu þolnir menn, þeir koma bráðum að.’’ » Um lát Jóns skipstjóra hefir þegar verið getið og helztu æfi- atriði hans birt í Lögbergi, fyrir stuttu síðan. Hann var fæddur að Fjarðar- horni í Helgafellsprestakalli við lireiðafjörð, sem að ofan er um getíð. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson og Jóhanna Jó- hannsdóttir. Til Canada fluttist hann með móðursystur sinni Guðbjörgu að nafni, í stóra hópnum 1876, þá 12 ára að aldri, settust þau fyrst að i Selkirk þann 1. des. 1887, kvæntist hann Jóhönnu Stefaníu Jónsson; voru foreldrar hennar Hans Kristján Jónsson, fjörmaður mikill og hraustmenni, látinn á Gimli 1925, og íngibjörg Kristjana Jóhanns- dóttir, bæði ættuð úr Eyjafjarð- arsýslu, en komin hingað til lands árið 1876.— Stevens hjónin voru sín tvö fyrstu búskaparár í Selkirk, en fluttu þá til Gimli, og bjuggu þar í 7 ár, eftir það áttu þau heima í Selkirk á ný, um 10 ára bil; þvi næst bjuggu-þau vaxandi blómlegu búi i Minerva-bygð í 16 ár, en fluttu þá inn í Gimli-bæ, og bjuggu þar síðustu 12 sam- veruárin. Börn þeirra eru sem hér scgir Jón Hans, kvæntur Ragnhildi Benónísdóttur, bóndi í Mínerva- bygð. William skipstjóri, búsettur í Selkirk, Man., kvæntur Ingi- björgu Johnson. Flóra Hansína, fyr hjúkrunar- kona, gift Dr. John Douglas Mc- Queen, VVinnipeg. Helgi Stefán, fiskiútvegsmað- ur á Gimli, kvæntur Guðrúnu S. Thorvaldsson. Norman Kristján, skrifstofu- maður hjá Armstrong-Gimli fiskifélaginu, kvæntur Margréti Ilólmfríði Skaptason. Clifford Jóhann, skipstjóri og fiskieftirlitsmaður, í stjórnar- þjónustu á Winnipeg-vatni, kvæntur Snjólaugu Jósephsson. Öll eru börn Stveens hjón- anna mannvænlegt og dugandi fólk, syrgja þau ásamt móður þeirra og ástvinum sínum og 27 barnabörnum mikilhæfan og hug- um kæran föður sinn og ættföð- ur. Við lát Jóns skipstjóra liggur eðlilega við að minnast með nokkrum orðum á störf umliðins dags, þegar að farmaðurinn er nú kominn í höfn. Jón var snemma hraustur og þróttmikill, unglingur að aldri hóf hann störf á Winnipegvatni. Smámsaman, einn og óstuddur af öðrum mönnum vann hann sig upp í ábyrgðar- og virðingar- stöðu. Mjög ungur varð hann skipstjóri og rak þá atvinnu i samfleytt 46 ár. Var hann, er hann lézt elztur starfandi skip- stjóri á vatninu. Mun enginn íslendingur fyr eða síðar hafa rekið þá atvinnu jafn lengi og hann. Síðastliðinn júlí-mánuð vaY Jón fluttur veikur heim af skipsfjöl, frá þeim tíma .að dán- ardegi fram, var hann oft mjög þungt haldinn. Hann naut á- gætrar umönnunar og aðhjúkr-* unar sinnar góðu konu og ljúfrar hjúkrunarkonu i þjónustu henn- ar; og síðustu vikurnar naut hann einnig hjálpar einkadóttur sinnar, Mrs. dr. McQueen, er hún hjúkrunarkona og lagði hönd á að hjúkra kærum devjandi föður á hinztu æfistundum hans. Ungur að aldri, sem þegar hefir verið að vikið varð Jón skipstjóri, og stjórnaði stærri skipum á Winnipegvatni. Ýms- um erfiðleikum og hindrunumi var starf alt á vötnum úti háð þá, sem nútiðarmenn eiga ekki við að stríða, þótt ávalt krefjist sú staða ítrustu aðgætni og hag- kvæmni samfara þolinmæði og karlmensku. Skipakostur og á höfn öll á ferðagufuskipum, eða i fiskiveiðum var ófullkomnari og aðstaða önnur, en síðari ára- tugi. Samfara miklum dugnaði í þeirri stöðu, er Jón Guðnason sýndi í hvívetna, á sinni löngu skipstjórnartíð, mun þó fágæt trúmenska hans i öllu starfi sínu og dæmafá hollusta og umönnun um hag þeirra er hann þjónaði, hafa, að dómi fornra félaga hans, flestum fremur hafa einkent- hann. En einnig naut hann trausts og álits samverkamanna sinna og stéttarbræðra. Fiskiveiðar stundaði hann einnig á “vatninu’’ á vetrum. utan einn einasta vetur, í meir en 50 ár. Var hann jafnan tal- inn heppinn til aflafanga, og harðfengur til sóknar, gekk hann að verkum á vötnum úti, fram á siðustu ár, sem yngri maður væri; virtist hreysti hans og harðfengi vel mega sæma miklu yngri manní, og minti á starfs- háttu hinna fornu formanna og víkinga sem íslendingar rekja ættir sínar til. Því miður er þeim sem þetta ritar ekki ljóst um ættir Jóns, en tilgáta mín er sú, að hann muni afsprengur afla- manna og sjósóknara, er óviða við ísland gátu sér fyrri orð- stír en við hinn víðfeðma en hættuiega Breiðafjörð. Jón var þrekmaður að líkamsburðum, mikill að vallarsýn, vaskleika- maður, kappsfullur og framsæk- inn: hreinn í lund, ör og til- finningarikur elskur að náttúru- fegurð, vinfastur og trygglyndur þar sem hann tók( þvi, hann átti bróðurhug gagnvart öllum mönn- um.— Samfylgd Stevens hjónanna varði full 51 ár. Með sanni mátti segja að sú langa samfylgd var giftusamleg og affarasæl. Sigur krýndi æfibaráttuna, helg- ustu skyldur lifsins voru með heiðri af hendi leystar. Jón var sá gæfumaður að eignast þrótt- mikla og ágæta konu að lífsföru- naut, konu, er studdi hann á langri samfylgd, á björtum og dimmum dögum, ágætust þegar að mest á reyndi. Ábyrgð heimilis þeirra bar hún á breiðum herðum sitiurn, ein, fyrst lengi framan af en síðar með aðstoð barnanna, er þau komust á legg, er heimilisfaðir- inn varð sökum atvinnu sinnar að dvelja langdvölum frá heim- ilinu. Það var jafnan bjart og hlýtt yfir heimili þeirra og gott þar að korna, því lífsgleði og þróttur mótaði heimilisbraginn, samfara atorku og sameinuðum átökum og samvinnu foreldra og barna. . Útförin fór fram frá heimili hins látna, og frá lútersku kirkj- unni á Gimli, þann 4. febr., en í þeim söfnuði hafði hinn látni og ástvinir hans starfað og jafnan stutt hann og styrkt. Börn hins Iátna ásamt móður þeirra, tengdafólk alt og flestir afkom- endanna og fjöldi sambæjar- manna og sveitunga fyltu kirkj- una. Athöfnin var undir umsjón séra Bjarna A. Bjarnasonar, sóknarprestsins, er einnig mælti á enska tungu. Mrs. Pauline Einarsson söng einsöng, en fyr- verandi sóknarpresttir, er línur þessar ritar, mælti einnig kveðju- orð. Nú er formaðurinn lagður frá landi í hinzta sinni. Hún, sem heima beið í hinum ýmsu sjó- ferðum hans í rúm 50 ár, situr nú ein við arineld minninganna, og bíður eftir förinni hinztu, sem framundan er, þar sem að þau sameinast aftur. Rík er hún í Ijúfum endunminningum um liðna samfylgd, sameiginleg störf í þarfir heimilisins og barna- hópsins stóra, sem nú eru öll farin að heiman. Guðstraustið var þeiiH* jafnan ljós á leið, er lýsti vegferð umliðinnar æfi, það lýsti upp hinztu baráttu ástvin- arins, sem horfinn er, og mun nú lýsa henni, er degi tekur að halia og aftan æfidagsins færist nær. Er eg nú hugsa um hinn látna vin minn, virðist mér að hinztu kveðjur hans mætti túlka með hinu undurfagra ljóði Alfreds lávarðar Tennyson í þýðingu séra Jónasar1 A. Sigurðssonar : / “Sólarlag — stjarnaljós stund og stefnuboð eg fæ! en engan kveinstaf boðinn beri um sund er burt' eg legg um sæ. Sem þokist aldan, þrungin svefnsins ró, i þagnar kyrran geim. Eins það sem áður ómælt djúp við_ bjó snýr aftur heim. Kvöldskuggar — klukkuhljóð þá koldimm, þögul storð. Ei stillið hrygðar-streng í kveðju-óð. er stig um borð. Þótt rúms og tima strönd eg firrist frá dr flóðaldan mig ber— Minn hafnsögumann sjálfan mun eg sjá er sigldur boðinn er.” S. Ólafsson. Frá Victoria, B.C. (27. febrúar, 1939) Herra ritstjóri Lögbergs:— Héðan frá Victoria eru það beztu og helztu tíðindin, að “vor- ið er komið og grundirnar gróa,” þó enmþá sé í febrúarmánuði. Það er engin vetur á Vancouver eyjunni. Hér hefir aðeins einu sinni snjóað í vetur, var það þann 9. febrúar. Þá var blíða logn og aðeins 24 gráður fyrir ofan núll, og er það það kaldasta sem hefir komði í vetur. Nóttina milli þéss 9 og 10 fór að milda og rigna, svo allan snjó tók upp strax daginn eftir, og þá birti upp, og hefir rnátt heita sumar yeður síðan, glaða sólskin og hiti á nærri því hverjum degi. Tré eru farin að laufgvast og blóm að springa út, hvar sem maður litur, Þegar eg var á ferð hingað síðastliðið haust. þá lagði eg krók á leið mina frá Seattle, og fór til Bremerton til að sjá þau Mr. og Mrs: Sveinn Árnason, ^em eg hafði kynst fyr á tímum i Norður Dakota, og svo til Paulsbo, í Wash., til að heim- sækja skáldkonuna Mrs. Helgu S. Freeman, (Úndínu) sem eg þekti frá þeim tíma er við áttum bæði heima á Mountain í Norður Dakota. Meðal annars var eg að spyrja Mrs. Freeman um tíðar- farið þar á ströndinni, sagðist oft hafa heyrt það sagt að það væri enginn vetur þar, en sagðist halda að það væri nökkuð orðum aukið. Sagðist Mrs. Freeman aldrei hafa fundið til þess, að það væri eiginlega neinn vetur þar, “hér hafi haust og vor haldið höndum saman, og aldrei liðið vetrinum að komast upp á milli sín með kulda og frost.” Það er víst ekki hægt að lýsa því betur en hún gjörði, og þar sem eg er búinn að vera hér vetrar- langt, þá Ijefi eg sannfærst um það, að hér séu aðeins þrjár árs- tíðir, haust, vor og sumar. Þar sem garða-afurðir vaxa árið um kring, eins og hér, þá geti ekki verið um neitt vetrarríki að ræða. Hér hafa vaxið úti blóm í allan vetur eins og fjólur, safranblóm og vorrósir. Auðvitað er það ekki þroskamikið og fjölskrúð- ugt eins og á sumrin. Hér erit byggingar í smíðum árið um kring, og er talsvert gjört af þvi i vetur, mestmegnis íveruhús. Hér er mikið af sög- unarmillum og mikil timbur- verzlun. Er fjöldinn allur aí: hafskipum sem flytja héðan timbur til flestra heimsins landa. Er sú verzlun við útlönd mjög lífleg þetta ár. Hér um slóðir ferðast ekki margir landar. Ein kona, Mrs. W. I. Harley frá Edmonton, Alta. er hér að heimsækja systur sína, Mrs. A. R. Irvine, sem hér býr, og svo foreldra sina, Mr. og Mrs. S. Gudmundson. Fer hún til baka aftur um mánaðamótin. Segist hún kvíða fyrir því að fara héðan úr blíðviðrinu, aftur í kuldann í Alberta. Victoria telur um sjötíu þús- und ibúa. Margir af þeim sem hafa ritað um Victoria segja að sú borg sé “A little bit of Eng- land.” Og er það satt, að hér er f jöldi af Englendingum og þvi enskur blær yfir mörgu. Margir enskir höfðingjar og auðmenn frá Englandi hafa sezt hér að og bygt sér stór slot í enskurn stíl. Heldur því enn áfram, að enskir auðmenn frá Englandi setjast hér að, er þeir vilja setjast i helgan stein. Sá, sem þetta ritar hefir á- kvarðað að flytja til Campbell River, Bi.C., um miðján næsta mánuð. Munu lesendur Lög- lærgs fá að frétta frá mér, öðru hverju, hvernig það gengur í þessari nýjustu íslenzku bygð, sem er þar að myndast. S. Gttdmundson. Draumvísa Jón heitinn Gunnarsson, bóndi i Sjxirði í Linakradal, var vel skáldmæltur. Hann varð úti i norðanstórhríð i nóvembermán- 1 uði árið 1891, ásamt syni sínum á sextánda ári. Voru þeir að < smala fé að húsi. Om viku áður en Jón varð úti fór hann vestur á Borðeyri. í bakaleið kom hann við í Sjxirðs- húsum seint á vöku, og kvað við Rósant bónda vísu þessa, sem hann hafði þá ort á leið yfir Miðf jarðarháls: I Vogarskíma veiklast fer, vindinn Ýmu hrollur sker, kuldastíim er kvíðnæmt mér, koldmm gríma að sjónum ber. Viku síðar varð Jón úti. Það mun hafa verið nóttina eftir að Jón lézt, að þá séra Þor- vald á Melstað og Rósant i Sjxirðhúsum dreymdi Jón báða, og kvað hann vísu við hvorn. Þeir mundu báðir drauminn, en hvor um sig mundi ekki nema helming vísunnar. Nokkru síðar hittust þeir og sagði þá séra Þor- valdur Rósant draum sinn og hafði yfir þann.part vísunnar, er, hann mundi. Rósant sagði þáJ ^ sinn draum og ,hafði yfir þann hiuta vísunnar er hann mundij:] En er vísuhelmingarnir komu»3 saman varð úr vísa þessi: Þungt er aflið þjáninga, þröngt um hafla talsmeyja, drjúgir kaflar drápshriða, djúpir skaflar örlaga. % Má geta þess, að Jón og .son- ur hans urðu úti í nóvember, eins og fyr segir, en fundust ekki fyr en mánudaginn fyrstan í sumar vorið eftir. Sást þá á staf Jóns upj> úr snjónum, og voru þeir þá mokaðir upp. Var meir en metersþykkur snjór ofan á lík- unum, þó þetta væri orðið áliðið. Jón L. Hansson. —Lesbók. Mary Gould, dóttir forríks | kaupmanns í Bandarikjunum, ( fékk kafbát í brúðargjöf frá | föður sínum. Stúlkan og mað- • ur hennar fóru í brúðkaupsferð í bátnum og voru í því ferða- lagi í 10 daga. Talið er að þau muni ekki hafa í hyggju að nota kafbátinn framar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.