Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.03.1939, Blaðsíða 8
8 LÖGBEBG, FIMTUDAQINN 9. MARZ, 1939 NCMESIS —- Eftir Nic Henricksen | Ekillinn keyrði hestana, sem undanfarið höfðu lötrað í hægðum sínum. En nú fóru þeir á harða spretti fram veginn. “Heldurðu að þetta séu ræningjar?” spurði Petrov. “Hvað gæti það verið annað en ræningjar?” hrópaði ekillinn og signdi sig. Og sló í hestana aftur. Petrov leit við. Hann hrökk í keng er hann sá að einhver svört þúst kom á fleygiferð 'á eftir þeim. Og nú heyrði hann fótatak hestanna þeirra. Hann varð gagntekinn af hræðslu og ætlaði varla ná andanum. “Hvað á eg að gera?” hrópaði hann. “Skjóta!” kallaði ekillinn án þess að líta við. Það var örvænting í rtiddinni. “Kannske verða þeir þá hræddir. Eða þú drepur undan þeim hestana.” Petrov hnepti frá sér loðkápunni og náði í skammbyssuna. Miðaði á þústina fyrir aftan og skaut tvisvaf sinnum . . . Honum var svarað með einu . . . tveimur skotum. Önnur kúlan fór svo nærri Petrov að hann heyrði hvininn af henni. “Æ, þeir drepa okkur,” hrópaði hann. “Skjótið ” vældi ekillinn og keyrði hestana. Petrov stóð upp og miðaði aftur. í sömu svifum fór sleðinn fyrir bugðu á vegin- um og skrikaði til á snjónum. Petrov misti jafnvægið og þeyttist út úr sleðanum. Valt ofan fyrir vegar- brúnina, komst á fætur aftur og flýði inn í skóginn. Hann nam staðar og horfði út á veginn. Annar sleðinn, með ræningjunum þaut fram hjá, en hinn nam staðar. “Annar þeirra hefir hlaupið af hérria,” heyrði hann einhvern segja. Og nú fór Petrov að hlaupa inn í skóginn. Fyrst nú tók hann eftir að hann hafði mist skammbyssuna um leið og hann datt út úr sleðanum ... Það var sterkur skari á snjónum, svo að færðin var létt fyrir fót. En loðskápan hélt honum niðri. Hann fleygði henni og hélt áfram. Aðeins öðru hvoru er hann steig of nærri tré, kom það fyrir að hann sökk í. en hann reif sig upp aftur og hljóp áfram. En alt í einu kom vonleysið yfir hann. “Þetta stoðar ekki hót. Það er úti um mig!” Ha.nn fleygði sér undir grenitré og lá þar kyr um hríð. “Það er bezt að láta þá finna sig!” hugsaði hann. “Eg get ekki hlaupið lengur.” Hann gægðist milli trjánna. Tveir skuggar færðust nær honum á snjón- um. Þeir voru báðir með byssu í höndunum. Nú staðnæmdust þeir báðir, ekki meira en tíu skref frá | honum. “Við skulum bara lofa honum að hlaupa,” sagði annar. ‘“Hann kelur til bana, kápulausan . . . Það er eins gott að við stöndum vörð niður við veginn. Og svo skjótum við hann þegar hann kemur.” “Já, jæja . • . Við skulum þá snúa við,” sagði hinn. Og þeir sneru við og myrkrið gleypti þá. En Petrov lá enn um stund undir trénu og bærði ekki á sér. Svo skreið hann fram, skjálfandi af kulda. “Hann kelur til bana, kápulausan,” tautaði hann ósjálfrátt. Hann stóð þarna og skimaði kringum sig ’og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Og svo tók hann á rás aftur inn í skóginn, burt frá veginum þar sem óbótamenniruir biðu lians. Petrov ráfaði um skóginn alla nóttina. Ef hann staðnæmdist ofurlita stund lagðist kuldinn lamandi að honum. Hann varð sífelt að vera á hreyfingu. Hann var kominn að niðurlotum um það leyti og fór að birta af degi. Hann tíndi saman ofurlítið af kvistum, braut kalgreinar af greni, kveikti upp eld úr þeim og lagðist við bálið. Ha.nn varð smóm saman rólegri og lífslöngunin fór að gera vart við sig aftur. “Eg má ekki gefast upp," tautaði hann. “Vera bíður mín . . . Og eg er of ungur til að deyja. Þegar bálið var útbrunnið stóð hann upp og hélt áfrani. endanum lilyti hann að rekast á eitthvert þorpið. — En hann gekk tíma eftir tíma og enn sá hvergi annað en skóg. Kvíðinn kom yfir hann á ný . . . “Þetta verður minn bani,” stundi hann. Það var orðið aldimt. Og það gat vel verið, að hann gengi í sífellu í liring á sörnu slóðum. En þá einmitt í sömu svifunum og hann var að því kominn að gefast upp i baráttunni og ætlaði að leggjast fyrir til þess að bíða dauð^ síns, heyrði hann þungan og hreimsterkan hljóm rjúfa skógarkyrðina. Og nú kom nýr hljómur . . . og aftur . . . og aftur. Það voru kirkjuklukkur að hringja inn jólin. Hann rak upp fagnaðaróp og rann á hljóðið. Og innan skamms var liann kominn úr skóginum út á sléttan völl og sá glóra í ljós framundan sér. Hann kom að húsi í útjaðri þorpsins, opnaði hliðið og gekk inn á hlaðið. Ætlaði að fara að bæj- ardyrunum og berja á, en hætti við af einhverjum ósjálfráðuim orsökum og fór með fram húsveggnum, skreið þar upp á fönn og gægðist inn um upplýstan glugga. Stóð þar augnablik og starði inn með augun upp á gátt. Fimm menn voru inni í stofunni. Þrir þeirra sátu við borðið, en tveir stóðu hjá. Einn þeirra, sem sat var að opna bréf — hvert eftir annað. Petrov sá heila hauga af umslögum á gólfinu. Og á borðinu lá bunki af seðlum. Herfang ræningjanna. I’etrov rendi sér niður af fönninni. . . . Hann var kominn úr öskunni í eldinn. Þetta var Krasnoe- þorpið, verustaður ræningjanna, sem hann var kom- inn í. Hvað átti hann nú að gera? . . . Að fara burt úr þorpinu var það sama og að frjósa í hel; en færi hann ekki mundu ræningjarnir sennilega drepa hann.' Hann heyrði umgang í húsinu, fótatak sem nálgaðist' dyrnar. Petrov leit kringum sig og sá von bráðar fylgsni. Hann smokraði sér bak við viðarhlaða, sem stóð við húsið. Nú heyrði hann að mennirnir komu' út. Einn þeirra sagði: “Hvað eigum við að gera við póstsleðann og hestana ? Ekki getum við haldið þeitn. . . . Hugsum okkur að rannsókn fari fram hér . . “Það er bezt að þú spennir hestana fyrir sleð- ann og farir með þá niður á veginn . .’ . Svo slærðu í þá og þá hlaupa þeir heim til sín.” “Já, það verður bezta ráðið,” svaraði hinn. f’etrov sá að fjórir menn gengu fram hjá fylgsni hans. Sá fimti hljóp af dyraþrepinu áleiðis út í hesthúsið. Petrov nötraði af kulda þarna sem hann beið. Hann vissi ekki sjálfur eftir hverju hann var að bíða. Hann heyrði að hestarnir hneggjuðu og sá að póst- sleðanum var ekið upp að dyrunum. Maðurinn hoppaði út úr sleðanum. ». “Marfa! Heyrðu, Marfa!” kallaði hann. En enginn svaraði honum og hann gekk tautandi inn í lu'isið. Petrov hljóp fram hugsunarlaust, fleygðj sér ofan í sleðann og dró skinnfeldinn yfir sig. Og að vörmu ■spori heyrði hanti að maðurinn kom aftur og heyrði að hann kallaði: “Marfa, þú verðttr að tína saman öll umslögin og brenna þeim. Ef eg sé eitt einasta umslag eftir, þá skal eg brenna þig lifandi.” Svo settist hann upp í sleðann og ók af stað. Petrov bærði ekki á sér, þorði varla að draga andann. Eftir svo sem klukku- títra aksttir staðnæmdist sleðinn. Petrov heyrði að maðurinn steig út og sló í hestana. . . . Og þegar hann gægðist undan feldinttm skömmu síðar var eng- inn niaður í ekilssætinu og enginn á veginum. I ’nclir kvöld daginn eftir ók Petrov að pósthús- dyrunum i Mesan. Póstmennirnir komu forviða út sjálf-ttr póstmeistarinn kom á eftir þeim. . . . Og þarna kom Vera líka hlaupandi yfir götuna. En viku siðar óku fjórir sleðar um götuna í Mesan, áleiðis til héraðstsjórabæjarins. 1 sleðumi þess- ttm sat tylft af lögreglumönnum og fimm ræningjar. í aftasta sleðanum lá póstekillinn. Hann hreyfð- ist ekki en horfði án afláts upp í himininn. Það var gat á enninu á honum. Eftir berdan-kúlu. —Fálkinn. Það fór að líða að lokum hins stutta vetrardags. Rökkrið lagðist eins og þunn sl?eða yfir skóginn. Og slæðan þéttist smátt og smátt og varð ógagnsærri. LTm tíma var Petrov að hugsa um að komast niður á veginn aftur, hann gat komist þangað með því að rekja sína eigin slóð. En hann hætti við það. Hann hafði reikað um skóginn í marga klukkutíma, og jafn marga klukkutíma mundi hann verða að kom- ast til baka á veginn. Auk þess gat hugsast, að ræningjarnir væru enn á verði þar. Hann reikaði stefnulaust áfram um skóginn. Á Vinnumennirnir á Skarði drukna Eftir Oscar Clausen Þegar séra Eggert Jónsson á Ballará var prestur á Álftamýri, rétt fyrir aldamótin 1800, var hjá honum vinnumaður, sem Guðbrandur hét Jónsson. en að J>ví hvernig hann komst i vistina til prests, lágu einkenni- leg atvik. — Guðbrandur hafði lent í þeirri hrösun, að eiga barn með stúlku, sem var honum of skyld og ætlaði sýslumaðurinn að hneppa hann í varðhald og dæma á Brimarhólm, en Guðbrandur komst undan og flýði til Álftamýrar á náðir prestshjónanna. — Þegar hann kom þangað, var hann svo heppinn að hitta þar prestmadömuna fyrst manna, en það var Guðrún dóttir Magnúsar sýslumanns Ketilssonar, sem var skörungur mikill. — Guðbrandur beiddi hana hjálpar í guðs nafni, en svo brátt bar leitarmenn sýslu- mannsins að, að frúin var varla búin að fela Guðbrand fyrir ofan tunnu í eldhúsiu og segja manni sínum frá þessu, þegar þeir komu og spurðu eftir honum. — Presturinn viðurkendi að Guðbrandur væri þar, en neitaði að segja til hans eða afhenda hann og urðu legátar yfirvaldsins að láta sér þetta lynda, en prestur skrifaði sýslumanni • bréf og tók ábyrgð á Guðbrandi' og kvaðst sjá um, að hann stryki ekki burt meðan mál hans væri rannsakað og til lykta leitt. — Þetta sætti sýslumaður sig við.— Guðbrandur var nú hjá presti, á Álftamýri utn veturinn, en um vorið reið séra Eggert suður á lanci og hafði Guðbrand með sér. I þeirri ferð fann hann bæðj biskup og stiftamtmann og úrskurðuðu þeir fvrir milligöngu séra Eggerts, að Guðbrandur skyldi skrifta fyrir presti og taka aflausn og vera síðan kvittur og hvitþveginn af sök þessari.— Það var þvi ekki lítil þakklætisskuld, sem Guð- brandur var kominn í við þau hjónin, séra Eggert og madömu Guðrúnu, enda var honum afar hlýtt til þess- ara húsbænda sinna, og flutti með þeim suður að Breiðafirði, árið eftir, þegar prestur fekk Skarðsþing, og var þar vinnumaður hjá þeim. Hann hafði þá haft það á orði, að hjá þeim vildi hann vera meðan að sér entist lif, en þetta átti ekki svo að verða.— Fyrsta veturinn sem séra Eggert bjó á Ballará, sendi hann Guðbrand gangandi suður í Reykjavík, en þegar hann fór úr hlaðinu kallaði prestur á eftir- honum og bað hann að snúa við, því að honum þótti hann hafa heldur lítilfjörlegan göngustaf. Guðbrandur sneri við og lét séra Eggert srníða handa honum bæði langan og digran staf, og fekk honum með þeim ummælum, að sér segðist svo hugur fyrir að hann þyrfti á honuim að halda í ferðinni og varð prestur þarna sannspár. — Svo lagði Guðbrandur á stað daginn eftir. en þegar hann kom suður á Hvalfjarðarströnd var ís á íirðinúm og ekki traustur. Hann lagði á ísinn og datt ofan um hann, en þá vildi honum til, að hafði sterkan staf, því að hann sló hon- um yfir vökina og gat vegið sig upp á honum og þannig bjargast. Guðbrandur var barngóður maður og vel hag- mæltur. Jón, sem síðar varð bóndi í Fagradal, var elztur barna séra Eggerts og hafði Guðbrandur mikið dálæti á drengnum; tók bann oft á kné sér og hugg- aði, en einu sinni orti hann þessa vjsu til Jóns litla: Vertu spakur, vær og dæll, verði þér af því friður, elsku vinurinn sigursæll, settu þig hjá mér niður. Þegar séra Eggert kom suður á Skarðsströnd lenti hann þar í nábýli við mág sinn, Skúla sýslumann Magnússon á Skarði, og risu, þegar fram í sótti, miklar deilur milli þeirra, en þær verða ekki raktar hér. — Eitt af þvi, sem varð deiluefni þeirra ná- granna, voru vinnuhjúin, sem þeir reyndu að kapra hver frá öðrum, en þó var Skúli einkum áfjáður í að ná hjúum frá presti og hafði hann líka efni til þess að gjalda þeim hátt kati]) og þurfti auk þess margt hjúa á hið stóra höfuðból sitt.— Það var haustið 1801, að Guðbrandur vinnumaður prestsins fór til kirkju á Skarði og talaðist }>á þeim Skúla sýslumanni og honum svo til, í kirkjuferð þessari, að Guðbrandur færi til hans vinnumaður á næsta vori, — Guðbrandur leyndi þessum vistráð- um í fyrstu og mun hafa iðrast þeirra þegar, en svo kom að því, að hann sagði séra Eggert frá þeim og bað hann þá jafnframt að taka við sér aftur eftir árið. — Um vorið fór svo Guðbrandur að Skarði, sáróánægður yfir þvi að hafa brugðist velgerðarmönn- um sínum, en séra Eggert var þungt i skapi, þegar Guðbrandur fór, en talaði fátt.— Þetta sama vor kom svo vinnumaður til prests- sem bét Jón Arngrímsson “stærilátur gikkur og ntiðl- ungi frómur,” segir séra Fr. Eggerz. Hann hafði áður verið vinnumaður hjá fyrirrennara séra Eggerts í brauðinu og átti barn með dóttur hans. Um haustið þegar prestur fór að segja piltum sínum fyrir verkum á vetrinum, sagði hann Jóni, að hann skyldi velja á milli þess, að gæta kinda eða róa út, en hann tók illa I undir hvorutveggja og lést geta fengið hægri vist.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.