Lögberg - 06.11.1941, Side 2

Lögberg - 06.11.1941, Side 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. NÓVBMBEE. 1941 % Æfintýraríkt ferðalag frá Belgrad og Spánar i Hundrað og tíu brezkir þegnar . fögnuðu frelsi, þegar einkalest j frá Italíu rann yfir spönsku landamærin, með Mr. Ronald Campbell, fyrverandi sendiherra Breta í Belgrad. Endi var bundinn á 10 vikna ferðalag frá hinum brennandi sprengjurústuin Belgradborgar, 55 daga kyrsetningu á ítaliu, flótta og vonbrigði. Við yfirgáfum Belgrad þann 6. april eins fljótt og við gátum. Þetta var á pálmasunnudag. Sprengjuflugvélarnar þrásveim- uðu yfir borginni. I>ær köstuðu sprengjum sínum aðeins úr 1000 feta hæð. Mesti ruglingur komsl þegar á. Bifreið mín eyðilagðist og eg varð að útvega mér aðra í öllum ruglingnum, meðan árás- arflugvélarnar komu í nýjum bylgjum yfir borgina, stungu sé]; niður og köstuðu sprengjum sín- um og þrumuðu yfir höfðum okkar. Reykjar- og sprengjuþef lagði um borgina. Þykkir reykj- armekkir stigu upp, hingað og þangað brutust út a*stir eldar. Sumir, sem höfðu séð verstu árásirnar á London, sögðu þess- ar árásir á Belgrad miklu ægi- legri. Hér hafði heldur ekki ver- ið búist við óvininum. Skotmark- ið var lítið, hér voru engin sprengjuheld byrgi, ekkert loft- varnabrunalið, engar Rauða Kross sveitir viðbúnar. Á leið okkar frá borginni voru gerðar vélbyssuárásir á okkur úr flugvélum, sem flugu örlágt. Slíkar árásir voru meira að segja gerðar á líkfylgdir við jarðar- farir. Þreytulegir bændur, sem óku vögnum sínum og kerrum, urðu fyrir hinu sama, ef þeir urðu of seinir til þess að stökkva út í skurðina við veginn. Þegar Mað- ur leit við sást himininn svartur af reyk yfir hinni brennandi borg. Það var kæfandi hiti. Fyrsti áningarstaður okkar var í * Mið-Serbíu, bærinn Vrnjacka Banja. Mr. Campbell og nánustu samverkamenn hans gátu komið sér fyrir í veitingahúsi, en ann- að þjónustulið ' varð að hafasl við í húsi í grend við það. Alstaðar voru farartæki falin á milli trjánna. Fjöldi fókls af stjórnarskrifstofum Júgóslafa og úr utanrikismálaþjónustunni vai þarna í húsunum í kring. Við ætluðum að aka beint til grisku landamæranna en innan 24 klukkustunda fréttum við, að Þjóðverjar væru komnir til Skoplije og sæktu fram til Mon- astir Gap. Eftir að hafa frétt það ákváðum við að halda til strandar. Á leiðinni frá Mið-Serbíu til Dalmatíu liggur endi Dinaric Alpanna. Þá leið hefir þessvegna enginn farið sem skemtiveg. Þar Business and Professional Cards J. J. SWANSON & CO. LIMITEÐ 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Faateigiiasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiSaábyrgð o. s. frv. PHONE 26 821 ! ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST„ WINNIPEG • Pœoilegur og rólegur bú.itaóur í mióbtkí borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; me8 baBklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlOir 40c—60c Free 1‘arking for (hieatt Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 9 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-sími 23 703 Heimilisslmi 46 341 Sérfrœðingur í öllu, er að húðsjúkdómum lýtur Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appolntment Only • Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sth. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • HeimiU: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ——r—■>—■■—•■— DR. ROBERT BLACK SérfræCingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjökdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViBtalstíml — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstofuslmi 22 261 Helmllissími 401 991 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar • 40« TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smitta St. PHONE 26 545 WINNIPEG Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h. Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 H. A. BERGMAN, K.C. DR. A. V. JOHNSON ialenzkur löofrœöinour Dentiat m 9 Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Phonea 95 062 og 39 043 Home Telephone 27 702 Dr. A. Blondal Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: 806 Victor Street Slmi 28 180 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkklstur og annast um út- farlr. Allur fltbúnaOur sá beetl. Ennfremur selur hann allskonur mlnnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 86 607 Helmilis talsfmi 501 662 sem vegirnir eru þar beztir eru þeir að breidd og sléttleika svip- aðir þröngum stígum í enskum sveitum. Svipuðu máli gegnir um, hversu beinir þeir eru. Við krækluðumst yfir fjöllin í Bosníu í frosti og fjúki, gegnum þröng skörð, eftir tæpum fjallseggjum. Okkur virtist það ofraun mann- legu þolgæði að komast hverjar 10 mílur. Fyrsti hvíldarstaður okkai þarna var Zvorriik, bráðabirgða aðsetursstaður júgó'slafneska herforingjaráðsins. Staðurinn var falinn djúpt í dalverpi. Á þessari leið fórum við einnig fram hjá aðalbækistöð Simovitsh leyndri í litlu bændaþorpi. Hann var rólegur, ákveðinn, mjög kurteis að vanda og einarður. Við skulfum nokkrar nætur á gólfi í Zvornik og lögðum því næst af stað til Sarajevo. Frá Zvornik til Sarajevo fórum við yfir verstu skörð, sem eg hefi séð á ferðum mínum um Austur- Evrópu. Það var frost og bylur. . Skörðin voru alt að 4,000 feta há. ökuferðin endaði á aðfaranótt fimtudags með innreið okkar i Ilidja, sex mílum frá Sarajevo. Á föstudaginn var þoka og snjó- koma og einnig á laugardags- morguninn. En er leið á daginn breyttist veðrið og ineð þeirri breytingu birtust sprengjuflug- vélarnar aftur. Sprengjukastinu linti ekki allan sunnudaginn. Þjóðverjar veittú Sarajevo sömu útreið og Belgrad. Það var á- takanlegt að sjá þessa litlu borg, varnarlausa og opna, sundur- sprengda og eyðilagða. Við horfð- um á þetta frá Hidja og sáum hverja revkjarsúluna á fætur annari stíga upp bak við hæðirn- ar. Þvínæst kom röðin að okkur. I Ilidja eru aðeins nokkur gisti- hús og uppspretta og alt þorpið er aðeins 5 ekrur lands. Flugvélarnar geystust niður að henni, sleptu sprengjum sínum og sneru sér síðan að okkur með. vélbyssuskothríð. 500 fet er ekki mikil hæð til þess að taka á móti vélbyssu- skothríð úr. Þegar við héldum áleiðis eftir veginum urðum við hvað eftir annað að dreifa okkur undan sprengjuregninu, flýja út á akra og liggja þar marflöt, vanm,egna af bræði og skelfingu. -f Leiðin til strandar liggur gegn- um Mostar. En nú var hún lok- uð af króatiskum byltingamönn- ym og við urðum að fara leið, sem jafnvel Júgóslafar sjálfir kalla lélega. Vegurinn liggur um þverhnipi, ísilögð fjallaskörð og svo þröng- ar brýr, að öðru hverju vorum við dauðskelfd. Á mánudag fundum við yl hinnar ófrjóu Dalmatíustrandar. Eftir að hafa ekið alla nóttina komum við niður úr 3000 feta hæð niður að ströndinni \úð Kotarflóa. Þá fór stjórnin leyni- lega loftleiðis frá Nikshitch í Montenegro og næsta dag heyrð- um við talað um vopnahlé. Undankoma okkar var ennþá vafasamari en áður. Þó að okk- ur yrði trygðir tveir flugbátar frá Aþenu gátu þeir aðeins flutt 20 manns eða um það bil. Flota- málasérfræðingur okkar reyndi í 3 daga að útvega okkur einhvers- konar farartæki á sjó, gufubát eða vélbáta nægilega sterkbygða til þess að komast fram hjá Albaníu til Korfu. En ekkert varð úr því. Ef við hefðum ver- ið þrem dögum fyr á ferðinni, hefði okkur gengið betur^ en nú höfðu Króatarnir meðal hinna innfæddu, sem höfðu frétt um vopnahlésmöguleikana, snúisl gegn okkur. Kotarflóinn var fullur af vél- bátum, en okkur var ókleift að fá nokkurt fljótandi far. Loksins á miðvikudag kom fregn um, að tungurspillir myndi flytja okkur. burtu snemma næsta morguns. Við tókum sam- an föggur okkar og fórum eins leynilega og unt var um borð í j tvö lítil skip snemma á fimtu- dagsmorgun. —Nokkur hundruð Serbar voru á bryggjunni. Þeim var eins áfram um það og okkur að komast undan til Grikklands og halda áfram að berjast. Fyrst við vorum nú einu sinni komin um borð læddumst við út í fjarðarmynnið. Það sást ekkert bóla á tundurspillinum, sem okkur hafði verið lofað. Dagur rann, morguninn leið og i ráðleysi cJíkar og óákveðni fórum við til hafnar i Herzegó- vínu. Það var örlagaríkt spor. Annar skipstjóranna neitaði að dvelja með okkur, ef við ilengd- umst þar. Hinn hótaði að fara frá okkur, ef við héldum ekki kyrru fyrir þar. Hvorugt skipið -var nægilega stórt til þess að bera okkur öll. Við mistum alla von um tund- urspillinn þegar hersveitir Bersa- glieri streymdu inn í borgina. Við söfnuðumst saman á gisti- húsi meðan ítalir afvopnuðu þær júgóslafnesku hersveitir, sem ekki hiifðii áður flúið til fjalla með birgðirnar úr vopnabúri borgarinnar, til þess að berjast þar áfram. f tvo daga vorum við að mestu látin afskiftalaus af ltölum og nokkrir okkar gerðu örvænting- arfullar tilraunir til flótta. Síð- asti undankomumöguleiki okkar var sá, að við höfðum fengið skip og jafnvel olíu. Það lagði út aðra nóttina, en aðeins til þess, að vél þess bilaði og það varð að snúa við til viðgerðar. En þá fengu ítalir nasasjón al þessu, skipshöfn okkar strauk og við vorum tekin til fanga, von- laus um undankomu. Nokkrum dögum síðar kom kafbátur til þess að flytja sendi- herrann burtu. Það eina, sem við gátum gert, var að vænta friðhelgi í skjóli sendi ráðsstarfa okkar. •f Við dvöldum eina viku í Bika gistihúsinu í Herzegóvínu í Dal- matíu meðan hin ítölsku yfir- völd réðu ráðuin sinum um ör- lög okkar. Friður og fegurð um- hverfisins var nokkurskonar sárabót, sem aðeins var spilt öðru hverju af grófgerðum og illa öguðum hermönnum, sem raéridu ýmsum einkaverðmætum okkar og oft og tíðum kröfðust af okkur matar eða drykkjar. En varðmenn okkar voru ekki óvingjarnlegir. Dag einn heyrðum við á sam- ræður þeirra um stríðið og hversii lengi það myndi standa. “Það stendur mjög langan tima,” sagði einn þeirra, “svo árum skiftir.” “Hví það?” sagði annar í nöldurtón. “Vegna þess að Bretar munu aldrei gefast upp. Því mun ekki Ijúka fyr en þeir hafa unnið.” . Kl. 3.30 e. m. vorum við skyndilega vakin eina nóttina og fyrirskipað að vera ferðbúin inn- an klukkustundar. Við klæddumst og stóðum ferðbúin, en ekkert gerðist fyr en eftir hádegi. Þá var okkur skip- að að setjast inn í tvo stóra vagna og nokkrar þerflutninga- bifreiðar og skyldi ferðinni heit- ið til Durazzo. Um miðnætti komum við dauðþreytt til Scutari. Þar feng- um við að borða nautkjötsbuff, brauð og ost. Það var dásam- legt, þar sem við vorum ban- hungruð. Hvíldar nutum við ýmist á gólfinu, í flutningabif- reiðunum eða í vögnunum. Dag- inn eftir komumst við seint af stað, vegna þess að eina af bif- reiðunum vantaði. Var það sú, sem kvenfólkið var í. Hún hafði orðið fyrir töfum. Á meðan við biðum komu hennar gegnum við um bæinn og keyptum okkur mat. Fólkið var ákaflega vingjarnlegt, strax og það vissi, að við vorum ensk. Nokkur augnablik lét það ó- hindrað i ljósi álit sitt á ítölum. f einni búð voru okkur seldir smávindlingar og jafnframt full- vissuð um þetta: “Við seljum Þjóðverjum eða ftölum þá aldrei, en þið getið fengið eins mikið og 'þið þarfnist.” Bændurnir báðu okkur að minnast þess, að Albanía stefnir ennþá að sjálf- stæði sér til handa. Er við höfðum beðið nokkra daga í Durazzo vorum við flutt i ítölskum sprengjuflugvéluin til Foggia og Brindisi. Þar var far- ið með okkur eins og greifa. Því næst vorum við flutt í járn- brautarlest til Bagni di Chian- ciano, sem er nálægt Siena. Þar var lengsti dvalartími okkar, og var okkur þar skipað niður á þrjú þægileg gistihús. Frelsi okkar var að vísu takmarkað, en stundum gátum við talið leyniþjónustuverðina á að lofa okkur að ganga út. Loksins kom brottferðardagur- inn. Vingjarnleiki íbúanna í Chianciano setti svip sinn á brottför okkar. Þeir sögðust vænta þess að sjá okkur síðar og hörmuðu að missa af viðskift- unum við okkur. Þeir sögðu. að á þeim tæpum fimm vikum, sem við dvöldum hjá þeim, hefð- um við drukkið meiri bjór en alt þorpið drykki vanalega á tveim- ur árum. Leyniþjónustuverðirnir okkar fylgdu okkur til landamæranna og skilnaðurinn var hinn inni- legasti. Þeir horfðu einnig til bjartari tima, er við gætum öll litið Chianciano á ný og séð hina fögru og friðsælu sveit án vit- undarinnar um æðandi styrjöld. —(Lesbók). --------y--------- Breytið veikindum í blessun Efti.r Dr. Louis E. Bisch. í gær lcendir þú þér einskis meins, í dag ertu hins vegar orðinn veikur og' verður að leggjast í rúmið. Skyndilega takmarkast sjóndeildarhringur þinn af sjúkrastofu, og þú ert orðinn einn þeirra, sem þjást. órieitanlega eru veikindi þín bagaleg og geta haft verulegt tjón í för með sér. En á hinn bóg- inn veita þau þér skýrari útsýn yfir æfiskeið þitt en þú hefðir verið heilbrigður. Veikindi skerpa greind manna að miklum mun og veita þeim aukinn sálar- þrótt. Hér á eg ekki við lang- vinnar þjáningar, sem liggja eins og mara á herðum sumra manna árum saman og gera suma þeirra að hetjum, sem ber hátt yfir aðra samtíðarmenn þeirra. Eg vil nefna sem dæmi hinn merka, ameríska sagnaritara Francis Parkman. Meiri hluta æfinnar var hann svo sárþjáð- ur, að hann gat ekki unnið nema 5 mínútur í einu. Sjón hans var svo léleg, að hann gat ekki lesið nema stærsta letur. Auk þess þjáðist hann af kvalafullum meltingarkvilla, ægilegri gigt og sífeldum höfuðverk. Hann var skemst frá að segja allur af göfl- unum genginn líkamlega. Samt sem áður auðnaðist honum að skrifa nálega 20 frábær sagn- fræðirit. En það, sem hér er um að ræða, eru aðeins venjuleg veik- indatilfelli. Flestir líta á þau sem persónulegt óhapp eða ó- gæfu. Samt hafa þúsundir manna beinlínis fundið sjálfa sig á sjúkrabeði. Dr. Edward Liv- ingston Trudeau var sendur á heilsuhæli eitt uppi i fjöllum, þegar hann var nýorðinn læknir. Hann var þá svo tæringarveikur, að enginn hugði honum lif. En hann dó ekki. Þar, sem hann lá í rúminu, sá hann sjálfan sig í anda sem berklalækni á stóru heilsuhæli. Honum var sem hann sæi sig ganga milli sjúkra- stofanna og líkna bágstöddum mönnum. Og þessi draumur rættist. Hann varð á furðu skömmum tíma heill heilsu. Hann vann og vann og honum tókst loks að útvega sér nægi- legt fé til þess að koma upp hinu mikla berklahæli að Saranac. Þar hafa þúsundir berkasjúkl- inga komist til heilsu undir um- sjón hans. Æskusjúkdómur Trudeaus átti mikinn þátt í þvi að gera hann að heimsfrægum lækni. Eugene O’Neill var stefnulaus hengilmæna fram til 25 ára ald- urs. Alvarleg veikindi veittu hon um innsýn í mannlegt líf og kendu honum að vega og meta lífsreynslu sína, sem hann hafði aldrei hugsað um eitt andartak. Það var í sjúkrahúsi, sem hann hóf að skrifa leikrit sin, sem valdið hafa tímamótum í ame- rískri leikritagerð. Eins og öll meiri háttar lífs- reynsla, orka veikindi mjög á hugi okkar. Hvernig? 1 fyrsta lagi létta þau af okkur oki hversdagslíifsins. Ábyrgðartil- finning okkar leysisl sundur eins og snjórinn á útmánuðum. Við þurfum ekki framar að keppast við að koma á járnbrautarstöð- ina í tæka tíð, hugsa um smá- börn okkar og draga upp klukk- una á heimilinu. í staðinn fyrir ærustu hversdagslífsins öðlumst við ró hins sjúka manns. Við förum að hugsa, og okkur gefur ef til vill í fyrsta sinn á æfinni giögga sýn yfir fortíð og fram- tíð. Sú sjáum við það, að ýmis- legt, sem við treystum eins og nýju neti, reynist harla fallvalt. Venjur okkar og starfshættir reynast nú skyndilega fánýt og barnaleg. Veikindin endurfæða okkur, ef svo mætti að orði kveða, ekki einungis til bættrar heilsu, heldur og til nýs lífs. Veikindi hreinsa burt heilmik- ið hégómadýrð úr hugum okkar og gera okkur i þess stað lítillát. Þau færa okkur í það horf, sem okkur er eðlilegt að vera í. Veik- indi hjálpa okkur til að varpa kastljósi á okkar innra mann. Alls konar víxlspor, sem við höf- um stigið, verða eitthvað svo bersýnileg, iþegar við liggjum mikið veik. Taugaveiki og lungnabólga hafa stundum gert þjófa að ráðvöndum mönnum, breytt drykkjumönnum í full- komlega reglumenn og lygurum í orðvara sannleikselskendur. Einkum hafa þessi tíðindi gerst, ef menn hafa verið komnir alveg í opinn dauðann. Þegar mönn- um er sýnt í tvo heimana, kynn- ast þeir oft sjálfum sér betur en ella, færast nær guði og verða skygnari á lífsstarf sitt. Florence Nightingale skipu- lagði sjúkrahúsrekstur Englend- inga svo veik, að hún gat ekki staulast fram úr rúminu. Hálf- lamaður og í sífeldri lífshættu af völdum niðurfallssýki, vann Pasteur hið stórkostlega bar- áttustarf sitt gegn ægilegum sjúkdómum. Þannig mætti netna fjöldamörg dæmi um heims- fræga menn, sem hafa orðið að ofurmennum í baráttunni við hættulega sjúkdóma. En það er engu síður fróðlegt að nefna dæmi úr lífi óþekts fólks. Ungur maður, sein lá hálfsmánaðar- tíma á sjúkrahúsi, uppgötvaði þar, að hann ætti að gerast efna- fræðingur. Hann hafði fram til þessa verið sölumaður fyrir efnagerð eina og aldrei gefið sér tíma til þess að hugleiða, hvort það starf hentaði honum betur eða ver. Nú er hann orðinn efnfaræðingur og unir hag sín- um miklu betur en áður. Kona ein lá mikið veik aif skarlatssótt. Hún sagði mér frá því, þegar hún var komin á góðan bataveg, að er hún var veikust, hefði hún alt í einu fundið lausnina á miklu vandamáli. Börn hennar voru öll gift og vildu láta hana setjast í helgan stein og koma í hornið til sín. Sú tilhugsun var henni alls ekki geðfeld, en þó hafði hún ekki eygt nein önnur skárri úrræði. I veikindunum varð henni alt í einu ljóst, að mesta snjallræði væri fyrir sig að stofnsetja hattaverzlun. Þetta gerði hún, er hún Var aftur komin til fullrar heilsu, og nu unir hún prýðilega hag sínum.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.